Heimskringla - 29.07.1936, Page 4

Heimskringla - 29.07.1936, Page 4
4. SIÐA. HEIMSKRINGLA WINNIPÐG, 29- JÚLÍ, 1936 ©eimskringia (StofnuC ltlt) Kamur út i huorjum mtOvikuOotl. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. 153 ot 155 Sargent Ávenue, Winnipet Talsimi« II 537 Ver8 bUísln* er »3.00 áxgangurinn borgiM tyrirfram. Allar borganlr sendlat: THl VIKINO PRESS LTD. 311 viSskift* bréf blaSlnu aSlútandl »endl*t: Uanager THÆ VIKINO PRKSS LTD. 153 Sargent Áve., Winnipeg Ritstjórí STEFAN EINARSSOH Utanáskrift til rítstjórans: BDITOR HKIUSKRINOLÁ 151 Sargent Áve., Winnépog "Heimskringla" ia publiatod and printed by THK VIKINO PRKSS LTD. 153-155 Sargent Ávenue, Wtnnipeg Man. Telepdone: M 687 WINNIPEXI, 29. J.ÚLÍ, 1936 UM ÍSLENDINCADAGINN I. Þjóðminningardagur íslands hefir hlot- ið nafnið íslendingadagur hér vestra. — Hann hefir víðast verið haldinn hátíðleg- ur 2. ágúst, eða sem næst því- Þegar vesturferðir stóðu sem hæst, var sá dagur viðurkendur þjóðminningardagur á ætt jörðinni. Á þeim degi má heita að fyrsta sporið væri stigið í sjálfstæðisátt íslenzku þjóðarinnar; það var árið 1874, er Kristján IX. Danakonungur færði íslandi stjómar skrá. Rýmkunin sem með þeirri stjómar skrá fékst á sambandslögunum, var á- rangur af starfi Jóns Sigurðssonar for- seta; flest eða alt, sem í frelsis'áttina hefir unnist, er bæði beinlínis og óbeinlínis starfi hans að þakka. Tvö spor, sem stigin hafa verið í sömu átt siðan (1904 og 1918), eru og bein afleiðing starfs hans. Að þjóðminningardagurinn væri því við Jón Sigurösson kendur, eða hald inn á fæðingardegi hans, hefði verið ofur eðlilegt. Enda reis upp bæði hér vestra og heima deila um það mál á sínum tíma. Ef þjóðin hefði fyr áttað sig á þessu og hefði séð svo fyrir, að Jón Sigurðsson hefði komist heim og verið á þjóðhátíð inni 1874 en það gat hann ekki fátæktar vegna — hefði meira að segja sent skip eftir honum — hefðu úrslit málsins um hvenær þjóðhátíðardagur væri haldinn, ef til vill, orðið önnur. En íslendingar hafa stundum verið sparir á þakklætið til sinna beztu manna. Og í þ§tta sinn að minsta kosti verður það ekki varið, að sá þjóðlöstur þeirra varð þeim til fullkom- innar skammar. Síðasta sporið til algerðs sjálfstæðis þjóðarinnar, verður nú stigið 1943. Þar sem að það er eins og annað er til frelsis þjóðarinnar horfir, árangur starfs þjóð- hetjunnar, og þar sem talsverður glund- roði ríkir nú á ættjörðinni um hvenær þjóðminningardagurinn skuli haldinn (hann kvað eins oft haldinn heima 1. desember nú, í minningu um síðasta frelsis-sigurinn), væri ekki úr vegi, að snúa sér að fæðingardegi Jóns Sigurðs- sonar með hann í framtíðinni. Það hefir enginn einn .maður, hvorki útlendur né innlendur, átt meiri þátt í frelsis- og sjálf- stæðisbaráttu þjóðarinnar en hann. 9 II. En “íslendingar viljum við allir vera”, þrátt fyrir alt- Og á þessu sumri, eða réttara sagt, um næstu helgi, verður ís- lendingadagur haldinn hér víða um hygð- ir. Er vonandi að þátttakan í því hátíða- haldi verði almenn, hvar sem það fer fram. íslendingadagurinn er ekki nein algeng samkoma, sem þurfa ætti að lokka menn til að sækja með kaffi á eftir eða dansi. Hann er vor helgasta hátíð, þar sem við komum saman til þess að minn- ast þess með þjóð vorri, sem til þessa dags hefir borið hana fram til sigurs í stríði hennar fyrir tilveru sinni, þroska, sjálf- stæði og frelsi. Og sögurnar sem frá þeirri baráttu herma, bregða upp fyrir sjónum vorum myndum manndóms og dáða, hreysti og mannvits, er við munum ekki gleyma, meðan oss rennur íslenzkt blóð í æðum. Við sækjum ekki íslend- ingadag til þess að vita hvað við getum hlaupið hratt á fjórum fótum, eins og siður er á picnic-um hér. Við komum á íslendingadag til þess að kynnast betur og fræðast um arf vorn, íslenzkan og norrænan þjóðaranda. Þessar hátíðir ættu því að vera sem fjölsóttastar. in. Fyrsta þjóðminningarhátíðin, sem að höndum ber, er sú, sem haldin verður á Iðavelli við Hnausa næstkomandi laug- ardag (1. 'ágúst). Hefir verið sem bezt til hennar vandað. Ræðumenn þar eru dr. Thorbergur Thorvaldson, kennari við háskólann í Saskatoon, dr. Rögnvaldur Pétursson, séra Sigurður Ólafsson og for- seti dagsins, dr- S. E. Björnsson. Mæla þessir ræðumenn með sér sjálí'ir. Að öðru leyti skal til skemtiskrár dagsins vísað í auglýsingu nefndarinnar. Á Iðavelli fer hátíð þessi fram. 1 engri bygð rekast menn á norrænni örnefni en í Nýja-íslandi. Um merkingu þessa orðs mun óvíst, en líklegast taldi dr. Finnur Jónsson að það merkti “völl, sem endur- nýjast af sjálium sér” — er sígrænn. t Völuspá er frá því sagt, að þar hafi æsir (Borssynir) komið saman einhverntíma eftir sköpun heims og hátimbrað |®ér “hörg og hof,” iþ. e. gert sér bústaöi. Þar var ársæld og friður og gullöld Borssona. Að nafninu er því engin skömm. En það bezta er, að Iðavöllur hinn nýi ber það ef til vill með rentu langt fram yfir það, sem margur kynni að gera sér í hug. Þar vex hinn sígræni viður. Og það mun heldur ekki að öðru leyti um alt ósvipað með gróðursæld Canada þar og hins forna Iðavallar. Stöku sinnum sézt orðið Iðavöllur skrif- að hér í fleirtölu, en það mun rangt vera- íslendingadagurinn á Hnausum var um tíma einn hinn f'jölsóttasti hér vestra. Gestum geðjaðist að garðinum; að baki hinum stóra slétta bala, sem er raunar fleiri ekrur, er skúf-skógarbelti allmikið með nokkrum fögrum lundum- En í austur að sjá er Winnipeg-vatn. Það hefir einhver sagt að vötn, séu sálir hvers landlags, að í þeim eins og í sálinni speglist umhverfið í allri sinni fegurð og tign. Að sjá fjöllin á Fróni speglast í heiðavötnunum bláu, mun flestum eldri íslendingum hér ógleymanleg sjón. Með- fram Winnipegvatni eru að vísu ekki fjöll. En þar er víða himinhár skógur. Og spegilmynd hans í vatninu er fögur. En Winnipegvatn er einnig eitt af stærri stöðuvötnum. Norður á bakka þess munu fáir svo hafa komið og rent augum út yfir það, að ekki hafi um leið speglast óendanleika-iþráin í hugum þeirra. Norður á Iðavöll er þess vert að koma næstkomandi laugardag. IV. Mánudaginn 3. ágúst verður Islendinga- dagur Winnipeg-íslendinga haldinn á Gimli. Nokkur undanfarin ár hefir hátíð- in verið vel sótt þangað, enda mælir alt með því, að gestir geti notið þar góðrar skemtunar. Aðal-ræðumenn hátíðarinn- ar eru tveir ungir gáfaðir íslendingar, þeir séra Philip Pétursson og Hjálmar Björns- son frá Minneapolis. Með stórviðburðum þess dags er það, að þar verður hátíðar- kantata Jóns Friðfinnssonar tónskálds sungin af sama söngfólkinu og áður söng hana í Winnipeg. Úr því svona stutt er milli þessara hátíða virðist bera vel í veiði með að gera eina góða ferð norður og sækja bæði Hnausa- og Gimli-daginn- — Margir héðan úr bæ, eru nú á sumarheim- ilum sínum á Gimli, en þeir sem miður eru af, hefðu það ekki verra í það skiftið, því þeir gistu hjá Ný-íslendingum. En hjá þeim á íslenzk gestrisni heima, eigi hún það nokkur staðar hér vestra. Hátíðir þessar eru svo góðar að það er nokkurs vert fyrir hvern, sem fær því komið við, að sækja þær. V. Bæði vestur á Kyrrahafsströnd og í ís- lenzku bygðunum í Saskatchewan verða Íslendingadagar haldnir og ef' til vill víðar, þó ekki séu ákveðnar fregnir um það fengnar, þegar þetta er skrifað. En hvetja vildum vér hvern sem á þess kost, að sækja þær hátíðir. Minnumst íslands, sem góðir synir þess, þó örlög valdi, að við búum því fjarri! ATVINNULEYSIÐ Atvinnuleysið er og hefir verið þyngsta ok þessarar þjóðar. Og það er það eins fyrir því þó MacKenzie King virðist ekki vita neitt af því, og neiti jafnvel að hér sé um nokkurt atvinnuleysi að ræða. Það er talsvert meira nú en fyrir einu ári. Tala atvinnulausra hefir hækkað, þrátt fyriv nokkrar atvinnubætur í verksmiðjuiðnaði landsins. En hörmulegastur af öllu er þó hagur ógiftra atvinnulausra manna. Kingstjóm- in lofaðist til að loka atvinnubúunum, sem komið var á fót til þess að afla þeim líf- vænlegs fæðis, að minsta kosti. Og það loforð hefir hann efnt. En hagur at- vinnulausra hefir ekki verið með því bætt- ur. Hann er mjög mikið verri en áður Nokkrir hafa að vísu verið settir niður hjá járnbrautarfélögunum. Og hvað Ot- tawastjórnin er upp með sér af að hafa selt þar út! En það sér ekki högg á vatni og þúsundir voru atvinnulausir eftir sem áður. Þeir af þeim sem eru í þessu fylki, éta nú tvær máltíðir á dag, ef máltíðir skyldi kalla, í matskála stjórnarinnar í þessum bæ. Og óánægja þeirra vex með hverjum degi. I þessum bæ, eiga yfir- völdin í sífeldum erjum við þá. Enda er fæöið ófullkomið og svo tilbreytingar- laust, að menn fá leiða á því og ganga heldur soltnir, en að leggja sér það til munns til lengdar. Mr. Stubbs lýsti fæð- inu á þá laið, að það væri oflítið til að lifa á því, en ofmikið til þess að drepist yrði úr hungri af því. Læknar sem rann- sakað liafa fæðið, telja það of einhæft. En þetta atvinnuleysi er nú verið að rannsaka, segir King, þegar hert er á hon- um með að gera eitthvað. • Það verður að eyða mánuðum, í hundraðasta skifti, til að telja hvað margir séu atvinnulausir- Á meöan á þeirri rannsókn stendur, ætti King vissulega að láta byrja á einhverju starfi, til að leysa mennina úr prísund- inni. Ef hann gerir sér von um að rann- sóknarnefndin sjái einhver ráð að starfi hennar loknu, mundi hún þá leysa hann af hólmi og bráðabirgðarstarfi hans að vera lokið. King getur reitt sig á það, að hann fer ekki með eintómu látalæti og blekk- ingum í kring um atvinnuleysismálið, eins og hann hefir gert, í það óendanlega. UM SUMARHEIMILIÐ Eins og mörgum mun nú þegar kunn- ugt gerði Samband Kvenfélaga Sam- bandskirknanna tilraun til þess, að kotna á fót sumarheimili fyrir börn á Gimli síð- astliðið sumar. Margra orsaka vegna hefir þessi tilraun eigi verið endurtekin í sumar, en þrátt fyrir það hefir málið eigi fallið niður. Þeir sem að því stóðu fundu aðallega til þess, að það var eigi nægilega undirbúið og svo hitt, að meira fé þurfti að safna, þar sem starfsemin síðastliðið sumar tók alt það fé, sem fyrir hendi var. Á síðasta þingi Sameinaða Kirkjufélagsins var skipuð nefnd í málið og er 'það hlut- verk hennar, að vinna að því á allan þann hátt, sem auðið er. Fól nefndin mér að rita fáein orð um þetta efni, svo að það mætti verða almenningi kunnugt því að nefndin lítur svo á, að ef almenningur meðal Íslendinga vill sinna fyrirtækinu og styrkja það þá sé því borgið. í lok hins síðasta kirkjuþings vors í Winnipeg, var samkoma haldin til styrktar hinu fyrirhug aða sumarheimili. Þeirri samkomu stýrði forstöðukona Sambandsins Mrs. Dr. S. E. Björnsson frá Árborg, þar flutti hún eftir- farandi erindi, sem eg leyfi mér að birta hér. Lít eg svo á, að það útskýri þetta mál eins mikið og þörf gerist að sinni. — Mrs- Björnsson mælti á þessa leið: Háttvirta samkoma: Mér er 'ánægja að bjóða ykkur öll inni- lega velkominn á þess samkomu. Eins og kunnugt er þá er þessi sam- koma haldin til arðs fyrir sumarheimili ís- lenzkra barna, sem byrjað var á síðast liðið isumar á Gimli. Vil eg leyfa mér að fara fáeinum orðum um þetta starf og skýra frá þeim árangri, sem orðið hefir af því. Hefir áður lítillega verið getið um þetta í íslenzku blöðunum, en ef til vill má einhverju þar við bæta, ekki sízt af því þetta er málefni, sem verðskuldar að því sé haldið vakandi. Við byrjuðum á framkvæmdum í þessu máli eins og áður er sagt, á Gimli í sumar sem leið. Voru ýmsir erfiðleikar á því starfi, eins og við er að búast, bæði þröngur fjárhagur, húsakynni léleg og ervitt aðstöðu á ýmsan hátt. Höfðum við 75 börn á heimilinu, viku tíma hvert barn meðan heimilið starfaði, og held eg að þau hafi öll verið ánægð með dvölina, og hefði langað til að vera lengur ef hægt hefði verið. En þá ósk þeirra gátum við, því miður, ekki upp- fylt vegna plásfeleysis. Hefðum við þá fegnar viljað verða við þeim tilmælum barnanna, og er vonandi að úr þessu kunni að rætast með tímanum. En sú von verður algerlega að byggjast á vilja og framtakssemi þess fólts, sem hlut á að máli. Við sem tókum þetta mál að okkur. í byrjun, erum vel ánægðar með það, sem þegar hefir verið gert. En nú er þetta aðeins ófullkomin byrjun og við viljum leggja alt kapp á að 'áframhald verði full- komnara og árangurinn meiri. Til þess að það geti orðið verður samhygð manna að vera, ekki aðeins í orði kveðnu heldur verða menn að taka höndum saman og vinna að því af heilum hug. Það skemmir engan mann, að leggja lið góðu málefni, og jafnvel þótt hann taki dálítið nærri sér til þess- Tómlæti manna er ávalt þröskuldur í vegi fyrir öllum velferðarmálum mannfélagsins, án þess að hafa nokkra verulega ánægju til brunns að bera fyrir eigandann. En sem betur fer eru Islendingar yfirleitt ekki því marki brendir, og má oftast treysta þeim þegar um góð mál- efni er að ræða, að þeir leggi þeim lið á einn eða annan hátt. Þetta eru þeir búnir að marg- sanna hér í Vesturheimi. Eins og okkur var Ijóst í byrj- un, þá hefir fyrirtæki eins og þetta æði mikinn kostnað í för með sér. Og ef það á að verða framtíðar tækifæri er nauðsyn- legt að hafa vakndi auga á því atriði. í fyrra s,umar höfðum við samkomu í Wynyard, til arðs fyrir þetta og aðra samkomu höfðum við hér í Winnipeg og höfðum þar saman ofurlitla upp- hæð til að byrja með. Drýgði svo Sveinn Thorvaldson þann sjóð með sinni alkunnu rausn, og varð þetta til þess, að við gátum byrjað á fyrirtækinu þeg- ar í stað. Síðan hafa flest kvenfélög innan Sambandsins og fleiri góðir menn bætt við í þann sjóð. Eg er persónulega öllum þakklát, sem hafa lagt þessu máli liðsyrði og liðsinni í ein- hverri mynd, og eg vil geta þess að við árangur þessaarar fyrstu tilraunir hefir okkur aukist talsverður áhugi fyrir því að láta þetta ekki falla niður. — Hverjar ráðstafanir verða gerð- ar, viðvíkjndi iframtáðinni, er mér ekki ljóst. En eg get skýrt frá því að stjórnarnefndin, á ekru af landi niður við Hnausa rétt hjá parkinu, er þar ágætis baðstöð og geta börnin þar hindrunarlaust potið frelsisins og ferska loftsins, og baðað sig í vatninu í sumarhitanum. Við getum hugsað okkur hve mikils virði sumarfrí niður við vatnið myndi verða börnum, sem alin eru upp í loftlitlum herbergjum og sem hvergi hafa leikvöll nema á brennandi borgarstræt- um. Ætti það Að vera hvöt hverjum og einum að hjálpa því máli áfram. Einnig vil eg skýra frá því að séra Melan hefir mikinn áhuga fyrir því að setja á íslenzku námskeið í sam- bandi við sumarheimilið. Ætti það að vera okkur, sem langar til að halda við íslenzkunni mik- ið gleðiefni og frá þjóðræknis- legu sjónarmiði þarft verk. En eg er þess fullviss að allir þeir, sem not höfðu af þeim í fyrra sumar verða fúsir að leggja því lið. Þetta er sérstakt fyrirtæki að því leyti, að það tók til starfa án þess að hafa nokkurt stofnfé annað en þörf- ina fyrir það, og örugga trú á þann velvilja, se/m öll góð við- leitni nýtur yfirleitt meðal okk- ar fólks- En þetta tvent er nóg ef vel er með það farið, og við sem eldri erum skuldum í raun- inni æskunni fyrir allar ánægju- stundir okkar eigin lífs. Ef við göngum ekki með henni hlið við hlið, yrði líf okkar eintrjánings- legt og ánægjusnautt. En með henni getum við verið örugg því hún er sjálf framtíðin, sem við erum að leitast við að gera vel úr garði. Og með það fyrir aug- um var þessi starfsemi hafin, að leitast við að leggja eitthvað til í )ann framtíðarsjóð með því að hlúa að okkar efnilega íslenzka stofni á þennan hátt. Hversu sú viðleitni tekst er auðvitað undir atvikum komið, en mál- efnið er áreiðanlega þess vert, að því sé gaumur gefinn.” * * # Þær gjafir, bæði í munum og peningum, sem nefndinni hafa borist í sumar munu verða skrá- settar og listi birtur yfir þær þegar tækifæri leyfir. Erum vér öll, sem hlut eigum að máli, mjög þakklát þeim, sem hafa gefið til þessa fyrirtækis. Nú er það áform okkar að selja merki til styrktar sumarheimil- inu á Íslendingadeginum á Hnausa n. k. Vonum vér að þá komi í Ijós skilningur á þessu þarflega íyrirtæki;- skilningur sem birtist í verkinu. Sá máls- háttur er sannar að margar hendur vinni létt verk Ef sem flestir gefa, þótt eigi sé nema lítið hver, þá verður með tíman- um auðið að gefa nokkrum borgarbörnum tækifæri að njóta um stund hins heilnæma sveitalofts og náttúrufegurðar Nýja íslands. E. J. Melan GUÐ SNERI ÞVÍ TIL GÓÐS Líklegast átti eg nokkurn þátt í því að Jóns Bjarnasonar skóli varð til. Nei, eg átti ekki fyrstu hugmyndina. Fyrst sá eg minst á það mál, að Vestur- íslendingar ættu sérstakan mentaskóla af Frímann B. And- erson í blaðinu “Leifi”. Hug- myndina um þessháttar stofnun undir nafni íslenzka og lúterska kirkjufélagsins átti séra Jón Bjarnason. Nokkru fé ihafði verið safnað til þessa máls, en iþað er ef til vill, ekki alveg víst, að þetta hefði nokkurntíma orðið að framkvæmd, ef ekki hefði komið frá Þorsteini sál. Oddson tilboð til kirkjufélagsins á Mountain í Norður-Dakota árið 1913 um frítt húsrúm fyrir svona skóla. Það tilboð var niðurstaða af samtali milli hans og mín. Langt er frá því, að eg sé með þessu aðhrósa sjálfum mér; því þetta hefir ekki ávalt verið talið hrósefni af Vestur-íslendingum. Frá sjónarmiði sumra Iþeirra er eg með þessu að kannast við á- virðing. Málið hefir frá fyrstu tíð átt mótstöðumenn. Skóla- stofnunin hefir verið talin ó- þöff og af sumum jafnvel skað- leg. Þeir sem fjrrir þessu hafa barist hafa verið taldir léttir á metum. , Enga minsta tilraun ætla eg nú að gera til þess að mótmæla þessu- Eg vil lofa öll- um þessum blessuðu sálum að hafa sínar hugmyndir. En er Iþað ekki einkennilegt að skólinn hefir lifað? Hann hefir nú starfað í 23 ár. Aldrei virtist það víst frá ári til árs að hann héldi áfram næsta ár. — Samt eru árin orðin svoþia mörg. Það er ekki auðvelt að neita því að hann er nú 23 ára gamall. “Ekki verður feigum forðað”, var sagt af einhverjum til forna. Skólinn var talinn bráðfeigur af vestur-íslenzkum spekingum frá fyrstu tíð. Þessi göfugmenni voru svo miklu gáf- aðri en við sem gjarnan vildum sjá hann lifa. 1 ræðu og riti voru menn varaðir við þessari óþörfu eyðslu sem þetta mál út- heimti. Samt gaf drottinn með einhverju móti björg á borð. Kirkjufélagið gaf okkur til- veru. Það stofnaði skólann með kirkjuþingsins samþykt og það endurnærði okkur á kirkju- þingssamþyktum í 22 ár. í við- bót við þetta gaf það skólanum einu sinni $100 til bókasafnsins og í f'yrra gaf það okkur $400 þegar verið var að kveðja okk- ur. Ekki er með þessu verið að lasta kirkjufélagið. Þetta er að- eins vestur-íblenzk aðferð að starfrækja mál. Kirkjufélagið starfrækir elliheimilið Betel, en ekki veit eg til þess, að nokkurn tíma hafi verið veitt eitt einasta cent úr kirkjufélagssjóði til þeirrar stofnunar- Á þessu meg- inlandi er þetta ekki vanaleg aðferð, en svona höfum við það. Því er heldur ekki að n'eita að með þessari aðferð, fjálsum samskotum, hafa Vestur-íslend- ingar safnað, þegar alt er talið, feikna upphæð til mesta fjölda málefna. í mörgum tilfellum er aðferðin hin allra ákjósan-

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.