Heimskringla


Heimskringla - 19.08.1936, Qupperneq 3

Heimskringla - 19.08.1936, Qupperneq 3
WINNIPEG, 19. AGÚST, 1936 HEIMSKRINGLA 3. SlÐA VDGUE HREIN HVlT Vindlinga BLOÐ TVÖFALT SJÁLFGERT stórt bókarhefti 5 flestir þeirra sýna misskilnins á einu eða öðru. Eg hefi séð c misskilning á því er snertir mentalíf, kirkjulíf, stjórnmál, o. fl. Og því meiri hætta er á slíku, |því meira sem fundið er að. Af þeim ferðasögum, sem hafa verið prentaðar, er út.~ varpsræða séra Alberts Kristj- ánssonar sú sem eg tek fram yfir aðrar, einmitt fyrir þá sök, að hann sýnir bæði sanngirni og varfærni í senn, og honum tekst vel að horfa algerlega ó- hlutdrægt á kosti og galla. Hann er gott dæmi úr hópi Herjólfanna, sem heim hafa farið. eftir einum manni, sem gaf hon- um olnbogaskot. Það verður með hann eins og dagblöðin, sem tala meir um eitt kar, sem veltur út af veginum, heldur en 99, sem komast tafarlaust leiðar sinnar. Gallarnir marg- falast, úfna og útbelgjast, en hið góða hverfur. En, er þá hægt að sjá galla í íslenzku þjóðlífi? Já, auðvitað. Því er ver og miður. Að mestu leyti eru ,það sömu gallarnir og vér sjáum í fari Vestur-fslendinga, svo að þér þurfið ekki heim til að finna þá — og í fari hins hvíta kynflokks yfirleitt. Sumir gall- arnir stafa af skapgerð þjóðar- innar, aðrir meira af viðskift- um við aðrar þjóðir, örum breytingum í atvinnu- og fél- agslífi og mörgu, mörgu öðru. Það hefir verið sagt, að vér vildum ekki af göllunum vita. Því hefir nýlega verið haldið fram í blaðagrein, að það eina, sem fólk þyldi að heyra frá ís- Indi, væri þyndarlaust hól um land og þjóð og þess vegna væri ráðlegast fyrir þá, sem ætluðu að fræða um ísland, að halda niðri í sér andanum” við og við. Þarna er átt við greinar eftir Tryggva Athel- stan. í raun og veru má gleðj- ast yfir því, sem þarna er sagt. Það er sama sem að gefa til kynna, að Vestur-íslendingar þrái ávalt að heyra það bezta um gamla landið; að umhyggja þeirra og ást til þess sé svo mik- il, að þeir óski því einskis ann- að en gullaldar, gæfu og geng- is. Að sama leyti og vér vilj- um heyra vel talað um ástvini vora. Og eg lofa guð fyrir þessa tilfinningu, því að eg vona, að sá tími komí aldrei, að íslendingar í Ameríku hlakki yfir eða fagni yfir því, sem þeir kunna að finna ábótavant, ó- fullkomið eða erfitt á landi feðra sinna. Eg vona að þeir líkist aldrei fugli, sem drítur í sitt eigið hreiður. Hins vegar er það of langt gengið að láta sér ekki skiljast að alsæla né alfullkomnua er ekki á íslandi frekar en annarsstaðar. Menn verða því að sætta sig við það, þó að ferðamenn lýsi ýmsu mis- jöfnu innan um eða dáist ekki 'að öllu. En samt sem áður er ■ þeim hollast lað halda niðri í I sér andanum við og við. Ekki af ihlífð við fólkið, sem hlustar, því menn eiga að vera þau karl- menni að geta hlustað á fleira en gott þykir. Ekki heldur af hlífð við Ísland, því að ísland stendur á sterkari grunni en munnfleipri fáeinna ferða- manna. En séu aðfinslur sann- ar, og af sanngirni fram born- ar, en ekki hótfyndni, verða ís- lendingar jafnt sem aðrar þjóð- ir að sætta sig við þær. En menn eiga, bæði þeir sem lesa, hugsa og ferðast, og tala síðan, að halda niðri í sér andanum af virðingu fyrir sannleikanum. Hugsum oss, að ferðamaður- inn, sem eg var áðan að lýsa, komi aftur til Ameríku. Þá á hann að hafa það í huga, að til eru þau atriði í íslenzku þjóð- lífi, sem hann getur ekki skilið til fulls, af hverjju stafa, og ýmislegt sem hann sjálfur áttar sig á, en fjöldinn er vísastur til að misskilja. Það sama á líka við, þegar Vestur-íslend- ingum er lýst. Það er mikið sem til þess þarf að áfella og dómfella heilar þjóðir, meira en stutta viðkynningu. Eg hefi lesið all-margar frásagnir Vest- ur-íslendinga um gamla landið, og mér hefir ekki dulist, að Eg hefi lítið talað um Þórólf, manninn, sem trúði svo sterkt á kosti íslands, að hann gleymdi göllunum. Eg hefi reynt að lýsa fyrir yður nútímabræðrum þeirra Plóka og Herjólfs, en nú vil eg Ijúka máli mínu með þessari spurningu: Myndi Þór- ólfur smjör geta fundið orðum sínum stað á íslandi nú? Eg segi hiklaust: já! Og aft- ur já. — Rétt mynd af fram- förum íslands fæst bezt með því að bera ástand og aðbúð þjóðarinnar nú saman við það sem var fyrir einum til tveim mannsöldrum og saman við það sem er hjá öðrum þjóðum með svipaðri aðstöðu. — Pyrir tveim árum síðan lýsti dr. Ófeigur Ófeigsson því í stórfróðlegu er- indi, hvílíkar framfarir hefðu orðið á ýmsum sviðum. Hann tók til dæmis heilbrigðismál, verklegar f ramkvæmdir, fræðslumál og ýmislegt fleira. Hann sýndi fram á, hvernig þjóðin hefði á einum manns- aldri komið sér upp menningar- tækjum og stofnunum, sem afa okkar og ömmur óraði ekki fyr- ir, að þjóðin myndi nokkum- tíma eignast. Ef þér viljið vé- fengja orð læknisins, sem er ungur maður, skuluð þér kynna yður bókina “íslenzka Þjóð- hætti” eftir. séra Jónas Jónas- son frá Hrafnagili. Og berið það, sem þér lesið þar frá fyrri tíð, saman við það, sem þér lesið um framkvæmdir íslend- inga á síðari árum. Þær fram- kvæmdir þarf ekki að telja upp hér. Eg vil aðeins benda á það, hvernig þeir stöðugt eru að auka skipastól sinn, hvernig nýjar verksmiðjur eða iðnaöar- stofnanir rísa upp ein af ann- ari, hvernig nýjar aðferðir eru reyndar í fiskverkun, hvernig mentalífi og íþróttalífi er að fara fram, hvernig íslendingar erU að koma á hjá sér nýrri tryggingarlöggjöf, hvernig ver- ið er að leggja grundvöll undir nýtt fyrirkomulag á landbún- aði, og loks hvernig þjóðin er að leitast við að vinna bug á samkepnisstefnunni, sem allir vita að er undirrót flestrar bölf- unar í viðskiftum nútímans. ís- lendingar fara að dæmi hinna Norðurlanda í því að fylgja fram samvinnustefnu og jafn- aðarstefnu á lýðræðisgrund- velli, en ekki einræðis. Vér vitum það vel, að ennþá er ís- land öðrum löndum líkt í því, að þar er fátækt og örbirgð í nágrenni við velmegun og ríki- dæmi. En hitt segi eg fullum hálsi, að hið fjölmenna og víð- lenda Canada á ennþá langt í land til að tryggja lífstilveru fátæklinganna á við það sem hið fámenna og afskekta Island gerir nú. Eg minnist þess eitt sinn, að gamall maður, sjúkur og fátækur, sagði við mig, að sér fyndist einhver mesta fram- förin koma fram í viðurgjörn- ingi við þurfandi menn. En allar íramfarir landsins eiga rót sína að rekja til þess, að það hefir verið unnið ósleiti- lega á sjó og landi. Einn merk- ur Vestur-íslendingur sagði við mig, að sér væri hrein ráðgáta, hvernig jafn fámenn þjóð hefði getað komið öllum vegalagn- ingum síðari ára í framkvæmd. En mig furðar ekki á því í raun When the Mercury Soars PHONE 9* 244 for quick home delivery, direct from the war&house of Esiablished 1832 . LAKI.Wrai. Cold and pure from Ihe thousand foot depth of our own Artesiaji well, comes the water with which tlris pleasant light beverage is brewed, with the skill of a century of experience. Bottled in clear bottles. “The Consumer Deeidesn £Z] Also— EXTRA STOCK At Parlors. Clubs & Cash & Carry Stores ALE INDIA PALE ALE BROWN STOUT JOHN LABATT LTD. 191 Market Ave. E. (Just off Main) WINNIPEG og veru. Þetta stendur í beinu sambandi við sjálfstæði þjóð- arinnar. Það er stundum sagt, að vér nútíma-íslendingar séum lítið þjóðræknir menn. Það má vel vera, að ættjarðarástin sé minna á vörum þjóðarinnar en hún var, en hitt er ekkert vafa- mál, að þjóðin hefir ort ýms þau verk í þágu framtíðarinn- ar, sem Jónas Hallgrímsson, Bjiarna Thorarensen og fleiri stórskáld langaði til að yrkja, en gátu ekki ort, sökum þess, hve þjóðin var aftur úr á þeirra tíð. Það er enginn vafi á því, aö enn er hin íslenzka þjóð að vinna sigra, sem ástæða er til að fagna. 2. ágúst 1874 komu fyrstu drög þess sjálfstæðis, sem nú er fengið. En síðan 1918 hefir viðfangsefnið verið það að byggja upp hið unga, fullvalda ríki. Góðir íslendingar vestan hafs! Peður yðar í útlegðinni héldu hátíðisdaga til þess að samgleðjast frændunum heima í voninni um sjálfstætt ríki. Nú höfum vér íslendingadag til þess að samgleðjast þeim í von- inni um góða framtíð þess ríkis, sem nú þegar er orðið sjálf- stætt, jafnframt því sem vér endurnærum íslendinginn í sjálfum oss. Eg vona, að Is- lendingar í Ameríku, þótt í fjarlægð búi, geti í lengstu lög tekið undir orð séra Matthíasar, þegar hann yrkir til íslands— .Saga þín er saga vor, sómi þinn vor æra, Tár þin líka tárin vor, tignar landið kæra. Líkt og allar landsins ár leið til sjávar þreyta, eins skal fólksins hugur hár hafnar sömu leita. Höfnin sú er sómi vor, sögufoldin bjarta! Lifni' vilji, vit og þor, vaxi trú hvers hjarta. Guð blessi ísland og öll þess börn! ÍSLANDS-FRÉTTIR Sverðfisk rekur í Breiðalsvík! Ný-dauðan sverðfisk rgk á land í Þverhamarslandi við Breiðdalsvík 21. júlí. Sverðfiskurinn er Suðurhafs- fiskur og engin dæmi til þess áður, að hann hafi fundist norð- ar en við Englandsströnd. Þessi fiskur er 265 sm. langur. Sporðbreidd er 70 cm. og trjón- an eða sverðið sem skagar fram úr efra skolti fisksins, er 78 cm á lengd. — Mbl. * * * Breskt blað hefir í hótunum við ísland og Noreg “dverglöndin tvö” Khöfn 23. júlí Norska blaðið “Norges Hand- els og Spöfarts Tidende” skýrir frá því í dag að fulltrúanefnd frá enskum togaraeigendum hafi gengið á fund fiskimála- ráðherrans, Walter Elliots, og krafist þess, að jnnflutnings- leyfi útlendinga á fiski til Eng- lands yrðu takmörkuð, og að bannaður yrði innflutningur á fiski úr norðurhöfum vissa mán- uði ársins. Þá lagði nefndin fram við ráðherrann mótmæli gegn þeirri ákvörðun íslenzku stjórnarinnar að varðskip skuli skjóta á togara ef þeir nema ekki staðar þegar varnaðarskot- um er skotið. Er tilkynning ís- lenzku stjórnarinnar um þá á- hættu, sem það geti haft í för með sér, ef aðvörunarskotum er ekki hlýtt, kölluð “íslenzkur ruddaskapur”. Það er mælt að Elliot ráðherra hafi beðið full- trúa hinna ensku togaraeigenda að gera ekki leik að því, að að- vörunarskotum yrði ekki hlýtt, þegar íslenzk varðskip ættu í hlut, en hin önnur atriði kvaðst hann mundu taka til athugunar, þegar kæmi til endurnýjunar á viðskiftasamningum við hlutað- eigandi lönd. Blaðið “Grimsby Evening Telegram” skrifar um þessi mál og krefst þess að stjómin taki þegar til meðferðar það sem blaðið kallar “hinar íslenzku hótanir”. Blaðið segir, að það sé sjálfsagt nú þegar að gefa íslendingum bendingu |um, að þeim sá hentugast að lægja róminn, ef ísland vilji komast hjá alvarlegum óþægindum í framtíðinni. Segir blaðið, að ís- lenzka stjórnin sé nú farin að hafa í frammi samskonar ó- jöfnuð eins og sú norska, en það megi þessi tvö dverglönd vita, að hafið fyrir utan hinar lög- mætu landhelgislínur sé öllum frjálst.—Víáir, 25. júlí. Mussolini flaggar fyrir afnámi refsiaðgerðanna Refsiaðgerðimar gengu úr gildi 10. júlí. ítalir héldu dag- inn hátíðlegan. Mussolini skip- aði svo fyrir að fánar skyldu dregnir við hún. Fyrs'tu skipin úr Miðjarðarhafsflota Breta héldu á brott frá Gibraltar og Alexandríu þennan dag. Eplatré Evu Á Ceylon er trjátegund, sem kallast Eplatré Evu. Af blómum trésins leggur ilmsæta angan og á ávextinum, sem er gulur utan, en dökkrauður innar, sjást för líkt og eftir tennur. Þessvegna er tréð kallað Eplatré Evu. Það mætti kannske bæta því við að ávöxturinn er baneitrað- ur. Efnaður maður í Kansas aug- lýsti um daginn að hann vildi eignast “luxus”-konu sem engin húsverk kynni. Hann fékk 1200 tilboð. KRÖFUR ENSKRA PIPARMEYJA Enskar piparmeyjar hafa fyrir 1£ ári síðan stofnað með sér fé- lagsskap og telur hann þegar orðið 30 þús. meðlimi. Eitt helzta markmið, sem félags- skapur þessi hefir sett sér til að byrja með, er að fá því fram- gengt að pipármeyjar fái greidd- an styrktareyri, ef þær hafa goldið til almennra tryggingar- sjóða, eftir að þær eru orðnar 55 ára, en aldurstakmarkið er nú 65 ár. Hjá ekkjum er ald- urstakmarkið 55 ár. í lok júnímánaðar stofnuðu piparmeyjamar til kröfugöngu eftir götum Lundúna til Hyde Park. í kröfugöngunni voru borin mörg spjöld og stóð á sumum þeirra m. a.: “Jafnrétti fyrir ekkjur og piparmeyjar” og “Við viljum fá réttlæti, en ekki karlmenn”! LAUN SYNDARINNAR Plækingurinn (mætir presti á förnum vegi): Gefið mér, kæri herra prestur, eina krónu fyrir málsverð. Presturinn: Sá sem ekki vill vinna, á ekki heldur mat að fá. Flækingurinn: Eg er nú orð- inn gamall og get ekki unnið. Presturinn: Þér hafið víst aldrei nent að vinna- Flækingurinn: Einu sinni var eg ríkur maður. — Eg átti konu og börn. En mér þótti það ekki nóg. Eg vildi eignast meira. — Eg vildi líka eignast frelsið. Og svo fór eg mína leið. Presturinn: Prá konu ,og börnum. Plækingurinn: Já — frá konu og bömum. Presturinn: Hérna eru 50 krónur. Þér hafið brotið lög- málið og syndgað fyrir guði. — Parið í friði og segið öllum mönnum frá synd yðar og laun- um syndarinnar. — Vísir. HEIMSÆKIÐ ÆTTLANDIÐ NOTIÐ YÐUR HIÐ LÁGA FARGJALD BEINA LEIÐ FRÁ MONTREAL TIL REYKJAVÍKUR Cunard Wliite Star Line, með 96 ára reynslu og sögu að baki, hefir nú í förum stærsta gufuskipa flotann á At- lajntshafinu, og er víðfrægt fyrir um- byg'g'jusemi við farþega, undraverðan viðurgemtng, og notalegan aðbúnað. — Reynið ferðalag með þvi, við næstu heimför og notið yður leiðina yfir Eng- land—hún er aðlaðandi æfinlega. Fastar vikulegar siglingar frá Montreal. Spyrjist fyrir hjá gufuskipa farbréfasala yðar eða — CUNARD WHITE STAR ---- ■ LIMITEO 270 MAIN STREET, WINNIPEG Have the Business POINT OF VIEW ? Dominion Business College students have the advantag; of individual guidance in the all-important factors of business personality, conduct, and approach. No matter how thoroughly you know the details of office work, you must be able to sell your services, ahd this is now just as much a part of Dominion training as Shorthand, Typewriting, Bookkeeping, or any of the other courses in which Dominion leader- ship has been recognized for over twenty-five years. Business is better! Employment is increasing! Prepare for it. DOMINION BUSINES S COLLEGE On The Mall and at Elmwood, St. James, St. John’s

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.