Heimskringla - 16.09.1936, Side 1

Heimskringla - 16.09.1936, Side 1
L. ÁRGANGUR NÚMER 51. Islendingar taka höndum saman um að búa undir komu landstjórans til Gimli Eins og frá var skýrt í síðasta blaði heimsækir Barón Tweeds- muir, landstjóri Canada Gimli næstk. mánudag. Eru íslend- ingar nú í óða önn, að búa sem allra bezt og yeglegast undir komu hans þangað. Síðast lið- inn mánudag héldu Islendingar fund í Jóns Bjarnasonar skóla og voru þar kosnir fyrst og fremst fjórir menn, að ósk Ný- íslendinga, til þess að starfa sem miðstjómarnefnd með þeim sem á Gimli og í Bifröst voru til þessa kosnir. í þessa nefnd voru þessir kosnir í Winnipeg: Dr. Rögnv. Pétursson, séra Björn B. Jónsson, D.D., Hjálmar Berg- man, K.C., og Jón J. Bíldfell. í bréfi til Þjóðræknisfélagsins er sagt frá því að í þessa mið- stjórnarnefnd hafi verið kosnir úr Bifröstsveit Sveinn Thorvald- son, M.B.E., frá Riverton jog Thor B. Lífman oddviti frá Ár- borg. En frá Gimli: Kristján Pálsson bæjarstjóri, Hannes Kristjánsson kaupm., Guðm. Fjeldsted, fyrv. þm., Þórður Þórðarson, kaupm.; frá Selkirk séra Carl Olson og R. Benson. Á herðum þessarar nefndar hvílir nú að segja fyrir um fyr- irkomulag móttökunnar. En svo var á fundinum í Jóns Bjarnasonar Jjskóla ennfremur kosin stór nefnd til þess að vinna frekar að undirbúningi hátíðar- innar. Hafði 24 manna nefnd verið kosin til þess á Gimli og 12 manna nefnd frá Bifröst. Það sem Winnipeg nefndin sneri sér fyrst að, var að kjósa þrjár auka-nefndir úr þessari áminstu nefnd. Var hin fyrsta til að út- vega söngflokkana íslenzku og voru til þess nefndir: Walter Jó- hannsson, Dr. Baldur Olson og Dr. Ág. Blöndal; önnur nefndin var til að semja um flutning á fólki til Gimli þennan dag við flutningafélög og eru í þeirri nefnd: Ásm. P. Jóhannsson, Þorst. Borgfjörð og Dr. Baldur Olson. Þriðja nefndin var f jár- málanefnd; hana skipa Hannes Pétursson, Ásm. Jóhannsson og Arinbjöm Bardal. Fjögra manna miðstjómar- nefndin fór til Gimli í gærkvöldi til þess að ræða við nefndina þar um fyrirkomulag móttök- unnar. sætið. Verður á eftir því sung- inn íslenzbur söngur. Þá verða gestir kyntir land- stjóra. Forseti samsætisins verður Kristján Pálsson borgarstjóri á Gimli. Þessari skemtun í Gimli Park er æltast til að verði lokið kl. 1. e. h. En áður en því lýkur verður sungið Eldgamla ísafold og God Save the King. Með því er samkomunni slitið, en landstjóra og fylgdarliði hans verður þá fylgt til dagverðar hjá Kristjáni Pálssyni borgarstjóra. Gimli-skemtigarðurinn verð- ur skreyttur fánum og veifum. Þetta er nú nægileg lýsing á því sem fram fer. Miklú þykir móttökunefndinni það skifta, að menn f jölmenni í Gimli Park við þetta tækifæri. íslendingum í Winnipeg, sem kost eiga á að fara og ekki hafa bfla, má benda á, að sérstök lest er fengin hjá C.P.R. er fer frá stöðinni kl. 9.30 f. h. og er far- gjald báðar leiðir $1.20 fyrir fullorðna, 60c fyrir börn innan 12 ára, frá Selkirk og norður 70c, Winnipeg Beach 50c, Húsa- vík 25c. Hálft fargjald fyrir böm innan 12 ára. Til baka fer lestin frá Gimli kl. 4. e. h. Ávarpið sem landstjóra verður flutt semja þeir Dr. R. Péturs- son, Dr. B. B. Jónsson og Hjálmar Bergman, K.C. Hefir þá þess verið getið er oss er kunnugt um í sambandi við móttöku landsstjórans. Þá sem þar fýsir að vera viðstadda, verða að passa sig að vera komnir í Gimli Park í tæka tíð. JÓN ÞORSTEINSSON DÁINN Jón Þorsteinsson, hótelhaldari á Gimli, dó s. 1. fimtudag á Gen- eral Hospital í Winnipeg. Er ætlað, að hann hafi dáið af af- leiðinum slyss, er hann varð fyrir fjórum dögum áður, er hann yhhasaði og lærbrotnaði. Jón var 66 ára gamall, hafði ver- ið eigandi og stjórnandi hóteis á Gimli síðan 1914. Hann kom vestur um haf 1888 og bjó lengi í Winnipeg, rak þár iðn ,þá að gera við reiðhjól. Á Gimli hefir hann þó búið síðari árin og verið þar í bæjarráði og gegnt ýmsum áríðandi störfium. Móttaka landstjórans á Gimli Nefndin sem hér að ofan get- ur um að kosin hafi verið til samvinnu við miðstjórnarnefnd Ný-lslendinga, kom norðan frá Gimli í morgun. Hafði hún fund í gærkvöldi með nefnd Ný- íslendinga og var þar gert ráð fyrir að tilhögun á móttöku landstjórans yrði sem hér segir: Samkoman byrjar klukkan 11.45 f. h. og eiga þá allir að veira komnir í Gimli Park. Við hliðið í Gimli Park verður tekið á móti landstjóra. Þaðan og til ræðupallsins verður röð af skólabömum, er syngur O, Canada undir stjórn kennara. Eldri íslendingum, sem hing- að hafa komið 1877 og fyrir þann tíma er ætlað | sérstakt sæti hjá ræðupalli. Eftir að Imenn eru komnir í sæti, verður lesið ávarp til land- stjóra á íslenzku. Ávarpið les séra B. B. Jónsson, D.D. Þá verður sama ávarpið flutt landstjóra á ensku; les Sveinn Thorvaldson, M.B.E., það. Að því búnu syngur blandað- ur kór: Ó guð vors lands. Þá ávarpar landsstjóri sam- SJÓNARVOTTUR LÝSIR HÖRMUNGUM BORGAR- STYRJALDARINNAR Á SPÁNI I Hér fer á eftir frásögn brezks blaðamanns, sem komist hefir frá Fi’akklandi inn á Spán heim- sótt San Sebastian og Burgos og vígstöðvarnar í Guadarrama- fjöllum. Frásögninni var út- varpað frá Hendaye, smábæ innan frönsku landamæranna, ‘og endurvarpað um Bretland. Engum manni sást stökkva bros í San Sebastian “Eg er kominn hingað fyrir 5—6 stundum. Það var tals- verðum erfiðleikum bundið, að fá að komast inn á Spán4 en þegar eg var loks búinn að fá öll nauðsynleg skírteini, þá gekk alt eins og í sögu. Mér var fengin bifreið, og vopnaður her- maður settur í sætið við hliðina á mér. Við ókum til San Sebastian. Það var auðséð á öllu, að þar hafði staðið grimmur bardagi. Alls staðar voru Imerki efitir skotkúlur og sprenkjur. En mest WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 16. SJIPT. 1936 LANDSTJÓRI CANADA BARON TWEEDSMUIR Landstjórinn heimsækir Gimli mánudaginn 21. sept. Hefir enginn landstjóri Canada þangað komið síðan Dufferin lávarður, 1877, heimsótti Íslendinga. brá mér þó við að líta framan í fólkið. Enginn brosti. Eg hefi aldrei séð eins alvarlegt fólk í nokkurri borg. í hverju andliti lýsti isér beiskja og harðneskja Hér duldist engum, að það er barist ' á Spáni upp á líf og dauða.og fólkið trúir á sinn mál- stað með ofsatrú þeirra, sem eru reiðubúnir að líða hvaða píslir sem vera skal, til þess að mál- staður þeirra megi sigra. Fólkið gekk þegjandi að störfum sín- um — slík sem þau eru, því at- ihafnalíf borgarinnar má heita að liggi í dái. Spilavítið er nú ví§j, og þvottahúsin eru sjúkra- hús.” “Frá San Sebastian fór eg svo til Burgos, og það var sem eg kæmi í annan heim; en þess ber að gæta, að Burgos er langt firá vígstöðvunum; þangað heyr- ast .ekki skotdrunurnar, auk heldur að þar hafi verið barist. í kaffihúsunum var fólk með gleðibragði, eins og í öðrum borgum Evrópu. Verzlunarhús- in voru opin, og fólk gekk þar út og inn. Það var erfitt ifyrir mig að ímýnda mér, að eg væri í landi, þar sem barist er upp á líf og dauða og bróðir ber vopn á bróður. Líkin liggja og rotna ójörðuð á vígstöðvunum á Sierra Guiadarrama “Frá Burgos var mér fylgt til' vígstöðva uppreisnarmanna í Guadan-amafjöllum, ,en þangað hafa uppreisnarmenn komist lengst í áttin til Madrid. Við staðnæmdumst við Alta de Leon, og fram undan okkur blasti við sléttan, og höfuðborgin út við sjóndeildarhring. Mér varð það Ijóst, að luþperisnarmenn eru al- gerlega vissir um, að þeir muni sigra. Fylgdarmaður minn benti mér á Madrid .“Bráðum verðum við komnir þangað,” sagði hann, og ,það var sigurhreimur í rödd- inni. En svo bætti hann við, — og það var alvörublær í rödd- inni: “Þar eru móðir mín og bróðir. Guð gefi'að þau séu ó- hult.” “Þar sem vegurinn lá niður úr skarðinu og ofan á sléttuna, var barist með ákafa. 1 eyrum okkar hljómaði hið stöðuga “rat-tat- tat-tat” frá vélbyssunum, og skotin þutu yfir höfðum okkar. Eg verð að játa, að mér fanst það ónotalegt, og mér varð að beygja mig niður, ,þegár eg heyrði hvininn í kúlunum. Mér virtist skotið af handahófi á báða bóga. Eg varð ekki var við, að uppreisnarmenn á þess- um slóðum hefðu nokkur kort, og ekki heldur sjónauka. Eg held að aðeins lítill hluti kúl- anna Ihafi hæft óvinina.” “Ofar í fjallinu var vélbyssu- stöð uppreisnarmanna. Þar var ljótt umhorfs. Hér höfðu kúliurnar ekki mist marks, og .sprengjur úr flugvélum stjómar- ' innar. Það hafði ekki verið unt að jarða búkana, og» þeir lágu þar sem þeir höfðu fallið, svart- ir af reyk og brendir, og það lagði af þeim iherfilegan ódaun. Stefán J. Listin þér lék í hönJum, Ljóðin á þinni tungu Orðanna svanir sungu Saman á vængjum þöndum. \ Valdir þú veg, að gleðja, Veita, en ekki þyggja, Hugga, en ekki hryggja, Heilsa, en ekki kveðja. Scheving Eilífs var eðlis trygð þín, Aldur hún þoldi’ og kulda. Öllum, sem enn þér skulda, lOflaunað hafði dygð þín. Hlóst þú ei hátt af vana, Hafðir ei geð að kvarta. Það, að iþú hafðir hjarta, Hlaut þér að verða að bana. Sálin þín nú að sumbli Situr, en úti er þraut þín. Blikar öll vetrarbraut þín . Brosum frá vöggu að kumli. Guttormur J. Guttormsson Alt í einu var hrópað: “flugvéllj flugvél!” og allir leituðu skjóls, innan um klettana og lundir hríslum. Tvær flugvélar svifu í lofti yfir höfðum okkar, þær voru að búa sig undir að kasta sprengjum yfir San Rafael, eina mflu niður eftir veginum. — Sprengjurnar féllu, en -,aðein3 fáar þeirra sprungu. En úr vél- byssunum stóð látlaus skot- hríðin. Einn flugmaðurinn eygði bifreiðina okkar. Vélbyssan var þegar sett í gang, en kúlumar hæfðu hana ekki. Þær sprengdu úr klettunum og björgin féllu alt í kring um okkur. En tak- markið var San Rafael, og þeg- ar eg ók í burtu, var önnur flug- vélin að kasta sprengjum yfir' borgina, en hin Ihélt uppi skot- hríðinni úr vélbyssunum.” “Nú hefi eg séð styrjöldina, frá sjónarmiði uppreistarmanna. Á morgun fer eg í vígstöðvar stjómarinnar. En engum, sem séð hefir það, sem eg hefi séð, getur dulist, að hér er ekki um neinar skærur eða venjulegar óeirðir að ræða. f»áð er stríð með öllum þess ógmum, og ægi- legast vegna þess, að bróðir berst við bróður og vinur við vin.”—Alþbl. ÍSLANDS-FRÉTTIR 150 ána afmæli Reykjavíkur Rvík. 18. ág. Fánar voru dregnir að hún um allan bæinn í gær í tilefni af 150 ára afmæli Reykjavíkur- kaupstaðar. Kl. 11. f. h. var messa í dóm- kirkjunni. iSteig séra Friðrik Hallgrímsson í stólinn. Kl. 2. e. h. ,'lék lúðrasveitin Svanur á Austurvelli, að viðstöddum mikl- um mannf jölda. Að því loknu hélt allur mann- söfnuðurinn upp á Amarhól, þar sem Karlakór Reykjavíkur söng kl. 3. |K1. 5 söng Karlakór K. F. U. M. á sama stað og kl. 6 lék Lúðrasveit Reykjavíkur á Austurvelli. Mikill mannfjöldi var viðstaddur þessar útiskemt- anir. Útvarpið mintist afmælisins með ræðuhöldum. Talaði fyrst- ur Pétur borgarstjóri Halldórs- son, þá dr. theol. Jón biskup Helgason og Árni prófessor Pálsson, svo sem fyr er um getið. Óvanalega mannmargt var á götunum allan daginn, þótt veð- ur væri eigi sem ákjósanlegast, þurt, en allhvast og sólarlítið. Sjálfstæðismenn mintust af- mælisins með fjölmennu sam- sæti að Hótel Borg. Samætið var afar fjölment og komust miklu færri að en vildu. Árni Jónsson frá Múla stýrði samsætinu. Hófst það kl. 9. e. h. Fyrstur ræðumanna var Pétur Halldórsson borgar- stjóri. Ræddi hann erfiðleikana hér á landi, er Reykjavík fékk kaupstaðarréttindi og gerði samanburð á þeim og ejrfiðleik- unum nú og dró af ýmsar fróð- legar ályktanir. Næstur talaði Ólafur Thors, form. Sjálfstæðis- flokksins, fyrir minni Reykja- víkur. Þá talaði Magnús Kjar- an stórkauppmaður um verzlun- arfrelsið, en að því búnu sagði Indriði Einarsson rithöfundur frá hátíðahöldunum 1886. Bjarni Benediktsson prófessor talaði fyirir minni Sjálfstæðisflokks- ins. Ámi Pálsson prófessor var næstur ræðumanna og gerði að umtalsefni sqinustu daga ein- okunarinnar. — Ólafur Thors fluttj ræðu fyrir minni sjó- mannastéttarinnar. Loks talaði dr. Guðm Finnbogason fyrir minni kvenna. Karlakór K. F. U. M. skemti með söng. Auk þess var sungið milli ræðanna. Að lokum var dansað.—Vísir. —----st hitt og ÞETTA Einkennilegt þorp í Mexiko er þorp, sem heitir Ancoma, og á það vart sinn líka. Það stendur á 120 metra háum kletti sem er eins og sveppur í laginu. Yfirborð klettsins er 28 hekt- arar, flatt og þar eru gjár, alt að 100 irVetra djúpar. Ancoma er aldgamalt þorp og á miðöldum talið afbragðs vígi, því að ekki er hægt að komast þangað upp nema eftir einstig- um og stigum. íbúamir hafa altaf lifað á jarðyrkju en akrar þeirraeru niðri á jafnsléttu. Þar bjuggu þeir og áður, en lands- hornalýður gerði þeim svo margar skráveifiur að þeir fluttu bygð sína upp á klettinn. Húsin voru bygð úr steini og þau standa enn, og eru eins og kast- alar. * * * Aldrei friður Þýski rithöfundurinn Ernest Tolier, sem varð landflótta, dvelst nú í London. Þar hefir ihann samið nýtt leákrit, sem heitir “Aldrei friður”, og hefir það verið sýnt í Gate’s Theatre og vakið talsverða athygli. Leikurinn gerist bæði á himni og jörðu. Á himni sér maður meðal annars Napoleon og Só- krates og eru þeir að spjalla saman um ævarandi frið. Jarð- búar tala líka um sama efni, en þeir eru ekkert sérlega gin- keyptir fyrir friði. Og þeir, sem berjast fyrir alheimsfriði, eru álitnir kjánar. Auk þessa er komlð á loft- skeytasamband milli himins og jarðar. Lítill engill, sem er mesti galgopi, sér um sendjstöð- ina og þá er ekki von á góðu. Yfirleitt dregur Toller dár að friðarhreyfingunni, en undir niðri er þó alvarlegur tónn. * * * Mælt er, að járnbrautakon- ungurinn frægi, Jay Gould — (1836 — 1892) hafi einu sinni keypt dagblað af blaðasöludreng á götum New York-borgar. — Blaðið kostaði 10 cent, en Gould fékk honum 15 cent og sagði um leið: Eigðu þessi 5 cent og keyptu þér fyrir þau sápu og þvoðu þér. Drengurinn þyktist við, skil- aði Gould centunum og sagði: Eigið þér oentin yðar sjálfur og kaupið þér yður heldur fyrir þau bók um mannasiði. Er sagt, að drengur þessi hafi fyrstur orðið til þess að gera Gould orðlausan. * * * Norskur sjómaður, sem einu sinni hélt hér til á Hernum kom einhverju sinni heim að kvöldi, þéttings fullur, en þó minna en vanalega”. Hann gekk til hvílu uppi á lofti, sofnaði og vaknaði síðan úti á götu. í svefninum hafði hann steypt sér út um gluggann, og má segja að hann hafi sloppið furðu vel, þó nokk- uð væri hann meiddur á andliti. Einu sinni áður segist hann hafa gengið í svefni upp í reiða á skipi, en þegar hann var kom- inn efst í reiðann var kallað í hann og við það voknaði hann og datt samstundis niður á þil- far. ** * * * Roger Baeon: Fjallið er gert úr sandkornum og árið úr augnablikum; og það virðist vera smámunir, en getur reynst mjög veigamikið. \>

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.