Heimskringla - 16.09.1936, Side 4
HEIM8KRINGLA
WINNIPHG, 16. SEPT. 1936
4. StÐA.
—r- ..
' ílietmslu'ingla
(Sto/nuS 1SS6)
Kemur út i hverjum miSvikudegi.
Eigendur:
THE VIKING PRESS LTD.
853 og SSS Sargent Avenue, Winnipeg
Talsímie S6 537
Ver8 blaðslns er $3.00 árgangurlrm borgtot
fyrlrfram. Allar borganir sendist:
THE VIKING PRESS LTD.
011 viSsklfta bréf blaSinu aðlútandl íendlat:
Manager THE VIKING PRESS LTD.
853 Sargent Ave., Winnipeg
Ritstjóri STEFAN EINARSSON
Utanáskrift til HUtjóran*:
EDITOR HEIÍÍSKRINGLA
853 Sargent Ave., Winnipeg
"Heimskrlncla” U publlalwd
and printed by
THE VIKIMG PRESE LTD.
883-855 Sargent Avenue, Winnipeg Maa
Telephone: M 8S7
WlNNEPEiG, 16. SEPT. 1936
ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGIÐ,
STARF ÞESS O. FL.
í einu tímaritinu á íslandi, birtist grein
fyrir mörgum árum eftir Björnstjerne
Björnson, norska skáldjöfurinn, þar sem
hann bregður upp mynd af helztu þjóðum
heimsins og meninngarframkvæmdum
þeirra með því, að sýna þær á siglingu.
Þó undarlegt kunni að þykja, voru það
ekki síður skútur smáþjóðanna, sem aug-
að heilluðu á siglingunni, en skip stærri
þjóðanna. Skáldið mat með öðrum orð-
um menninguna eftir eiginlegu verðmæti
hennar, en ekki eftir fyrirferðinni á glys-
inu, sem utan á hana er hlaðið.
Oft mun það hafa sannast á hinum
mörgu þjóðarbrotum, sem hér eru sanian
komin, að þau hafi ekki verið mæld á
sömu stikuna og skáldjöfurinn mælir
þjóðirnar með. Hvað eru skip ykkar,
smærri þjóðarnna, hjá “Queen Mary”
Bretanna og “Normandie” Frakkanna,
klingir við. Og því er ekki að neita, að
þau verða lítilf jörleg litið á stærðina eina.
Og skip Leifs hepna verður heldur ekki
stórt hjá þeim. En þó er frægðin um
fund Ameríku við það tengd. Skyldi
• meira fyrir “Queen Mary” og “Norman-
die” nokkurn tíma liggja?
Ef færa þyrfti rök að því, að tilvera
Þjóðræknisfélags íslendinga í Vesturheimi
væri réttmæt, teldum vér þau fólgin í efni
greinar skáldsins sem minst er á hér að
framan. Menningar-arfur íslendinga
v verður aldrei með réttu af þeim hafður.
Hann stendur á eins traustum fótum fyrir
því, þó hann sé ekki viðurkendur, meðan
leita verður að uppruna orða í öðrum
tungumálum, þar á meðal ensku, í ísr
lenkuna. íslenzkan er ekki eins og þau
tungumál, sem líkja má við fuglaklið í
bjargi; hún er stofnmál, lykill að m'örgum
yngri málum. Þetta er jafn mikill sann-
leikur fyrir því, þó þeir Vestur-lslendingar
séu til, sem álíta að það deyi hér hvorki
góð kýr né góður hestur með íslenzkunni.
En það er ekki einungis málið sem í
sjálfu sér er ofdýrt til þess, að því sé glat-
að. Bókmentirnar, sem á því eru skrif-
aðar, eru það einnig. Þær leiða oss eins
ljóst og unt er fyrir sjónir lundareinkenni,
hugsunarhátt og hetjulíf þjóðar vorrar,
hvað'í hana er og hefir verið spunnið og
áa hennar, norræna menn. Þær sýna oss
með öðrum orðum þjóðararf vorn Vestur-
íslendinga.
Það var að vísu fundið til þess löngu
áður en Þjóðræknisfélagið var stofnað.
að brýn þörf væri á einu allsherjar félagi
til verndar, meðan kostur væri, íslenzks
þjóðararfs hér vestra. En það drógst
ótrúlega lengi, að hrinda því í fram-
kvæmd. Um þörfina var þó ekki að vill-
ast. Stríðsárin og næstu árin eftir það,
áttu íslenzkar félagsstofnanir mjög erfitt
uppdráttar, efnalega, og svo bættist við
það, að félagslegar hreyfingar allra þeirra
þjóðflokka, sem ekki voru brezkir, voru
litnar óhýru auga. En svipuð alda valt þá
yfir öll lönd og til þess var ekki takandi
hér fremur en annar staðar.
En þrátt fyrir deyfð fyrstu áranna eftir
stríðið, skeði þá minnisverður atburður
heima á íslandi. 1. desember 1918, var
íslandi veitt stjórnarfarslegt sjálfsforæði.
Má búast við, að Islendingar hafi fagnað
því hvar sem voru. En hvað sem um það
er, var hér fjórum mánuðum síðar, eða
25—27 marz 1919, efnt til borgara-fundar
af hálfu íslendinga og skemst frá sagt,
var Þjóðræknisfélagiíf stofnað.
Og þá var nú það félag á legg komið,
er máli því var helgað, er búast hafði mátt
við, að dýpri rætur ætti í tilfinningum Is-
lendinga, en flest önnur mál. Að vera
hlýtt til fyrstu átthaga sinna er eðlilegt
hverri skepnu. Ef nokkurt félag var hér
líklegt til og þess vert að verða aðnjótandi
alm’enns og óskifts fylgis íslendinga, var
það Þjóðræknisfélagið. En sú von hefir
brugðist. Það er sagt, að það séu ástæð-
ur til alls. Fyrir vort leyti sjáum vér
ekki og munum seint sjá nokkra gilda á-
stæðu fyrir þessu.
En hvaða hugmyndir sem menn hafa
gert sér um starf Þjóðræknisfélagsins, og
hvort sem að þeir voru margir eða fáir,
sem hinn eiginlega tilgang þess skildu, er
það eitt víst, að það voru snemma gerðar
mkilar kröfur til þess, jafnvel af þeim,
sem aldrei tilheyrðu því, og heldur hafa
misjafnlega reynst því. í stað þess að
vera fámennur og fátækur félagsskapur,
sem 1 hjáverkum sínum hafði sett sér það
mark og mið, að hvetja Islendinga til að
vernda þjóðerni sitt hér sem lengst og
starfa með samtökum að þeirri hugsjón,
var oft hins sama af því krafist og vold-
ugu ríki með stóran ríkissjóð að bakhjarli.
Til dæmis var félaginu á kreppuárunum af
mörgum legið á hálsi fyrir það, að útvega
ekki hverjum atvinnulausum íslendingi
eitthvert starf eða sjá fyrir þeim ella.
Þegar þess er gætt, að félagið hefir þær
einu tekjur, er fólgnar eru í félaga-gjald-
inu, sem er einn dollar, og ágóða af út-
þáfu tímaritsins, sem' kroppast nú tals-
vert í, þar sem ritið er ókeypis til félaga,
og þar sem atvinnulausir munu ennfrem-
ur hafa verið tvisvar sinnum eða vel það
eins margir og félagsmenn, verður ljóst,
hve krafa þessi var ósanngjörn; enda
vafasamt hvort hún var í nokkrum misk-
unsömum tilgangi fram borin. En svo má
búast við að fleiri íslenzkar félagsstofnan-
ir hafi orðið fyrir svipuðu. Þeim mun
flestum einhverntíma hafa verið brugðið
um það, að þær gerðu ekki skyldur sínar
af þeim sem vildu þær feigar. Það eru ef
til vill fá ísl. félög hér, sem ekki hafa verið
skömmuð fyrir það, sem þau hafa ekki
gert, eigi síður en það* sem þau hafa gert.
Eitt af veigamesta starfi Þjóðræknisfé-
lagsins, er útgáfa tímaritsins. Félagið
hleypti því af stokkum á fyrsta ári sínu og
hefir haldið þvif úti til þessa. Ber tímarit-
ið af öllu, sem hér hefir verið gefið út, að
bókmentalegu gildi, eins og gull af eyri.
Hefir það nú komið út í seytján ár. Og
að grípa nú í að lesa hin fyrri hefti þess,
er eigi síður skemtilegt en hin síðari; svo
vel hefir verið valið í það, að það verður
hverjum góðum Vestur-íslendingi ævar-
andi hugðarefni. Rit þetta fá félagar
ókeypis og er með því meira en endur-
greitt félagsgjaldið. Það má því segja að
menn heyri félaginu til endurgjaldslaust.
Með ritinu hefir félaginu einnig eflaust
orðið meira ágengt í útbreiðsiu máli sínu,
sem er þess fyrsta boðorð. Dr. Rögnvald-
ur Pétursson hefir verið ritstjóri þess frá
byrjun og hefir auk vorra fróðustu og rit-
færustu manna, sögu- og ljóðskálda, ávalt
lagt ágætan skerf til lesmálsins.
Vér mintumst á útbreiðslumál. Auðvitað
lýtur aðalstarf Þjóðræknisfélagsins að því,
að hvetja íslendinga til að vera samtaka
og samhuga um vernd þjóðararfsins. Á
fyrstu árum félgsins, var mikið gert að
því, að senda menn út um sveitir og flytja
þar erindi um hugsjón félagsins. Varð
árangurinn víðast sá af því, að Þjóðrækn-
isdeildir voru myndaðar, er heyra til aðal-
félaginu. Hafa margar þeirra frá því fyrsta
og til þessa dags haldið uppi þjóðræknis-
starfi, með skemtifundum, starfrækslu ís-
lenzkra lestrarfélaga og bamakenslu. Þó
manhi finnist nú, að starf þetta hafi ekki
ávalt gengið að óskum, hefir það eigi að
síður víða borið mjög góðan árangur. i
Winnipeg hafa á annað hundrað böm á
hverjum vetri um langt skeið notið til-
sagnar góðra kennara í íslenzku. Og svo
hefir einnig verið út um bygðirnar.
í sambandi við bamakenslumálið, er
stundum sagt, að það sé ekki til neins og
að íslenzkan gleymist börnum jafnóðum.
Ekki skal því neita, að hér er við ramman
reip að draga. Landsmálið, er auðvitað
það málið sem börnum hér verður tamast.
En ætti ekki að vera hægt, ef vilja ekk'
brestur, að halda einnig við íslenzkunni
er börnin læra í þessum íslenzku kenslu-
stundum? Það þarf auðvitað að halda
málinu við, en er ekki hægt að fá foreldra
og einstaklinga til að bera ábyrgð á því,
eftir að búið er að kenna málið, að því sé
haldið við? Það er ekkert tungumál Iær+
áreynslulaust eða um'hugsunarlaust. —
Öllum áhyggjum í því efni verður aldrei
á aðra kastað.
Annað er og það, að foreldrar vanrækja
meira en við hafði mátt búast, að senda
börnin á íslenzku skólana. Hér í Winni-
peg gætu helmingi fleiri börn notið kenslu
árlega, en nú færa sér það í nyt. Slíkt
andvaraleysi er óbærilegt af íslenzkum
foreldrum.
Afar ótítt er, að íslenzkri barnakenslu
sé haldið hér uppi af öðrum en deildum
Þjóðræknisfélagsins. Það starf má því
þjóðræknissamtökunum hér þakka. Og
sá áhugi sem hér er ríkjandi fyrir viðhaldi
þjóðernis vors, og sem er meiri en að
minsta kosti ,fyrir nokkrum' ártum, þó
skrítið sé, er áreiðanlega útbreiðslustarfi
Þjóðræknisfélagsins einnig að þakka.
Meiri og minni þátt í því að vekja áhuga
Vestur-íslendinga fyrir Þjóðræknisstarfi,
áttu menn heiman af íslandi, sem Þjóð-
ræknisfélagið hefir átt meiri og minni hlut
að máli um að vestur komu. Er ljúft að
geta þeirra góðu gesta, svo sem séra
Kjartans Helgasonar, dr. Ágústs Bjarna-
sonar, Einars H. Kvarans og Árna Páls-
sonar. Það virðist sem með fáu sé eins
vakinn áhugi fyrir Þjóðræknisstarfi hér,
sem komu manna að heiman. Þessvegna
hefir Þjóðræknisfélagið og síðan lagt drög
fyrir, að íslendingar að heiman er ferð
hafa átt vestur um haf, kæmu hingað og
flyttu hér fyrirlestra. Þannig stóð á komu
próf. Sig. Norclals og Ásg. Ásgeirssonar
fyrv. forsætisráðherra íil Canada. Er
vonandi að Þjóðræknisfélagið láti ekkert
tækifæri ónotað til að fá hingað slíka
gesti sem oftast.
Aðrir sem hér hefa unnið afarmikið út-
breiðslustarf með fyirrlestrahöldum, eru
dr. R. Pétursson, séra J. A. Sigurðsson,
séra G. Árnason, Jón J. Bíldfell, séra R. E.
Kvaran og séra Albert Kristjánsson og
ótal fleiri. Með erindum fluttum bæði á
fundum þjóðræknisdeildanna, eða með
samkomum hefir og mikið þjóðræknis-
starf verið unnið.
En þó að barnakenslumálið og út-
breiðslumál Þjóðræknisfélagsins væru og
séu aðalmál þess, hafa á síðari árum
hrúgast verkefni á Þjóðræknisfélagið. Það
má svo að orði kveða, að hér sé varla
vakið máls á nokkru máli, sem íslendinga
snertir sem heild, að framkvæmdir þess
séu ekki faldar Þjóðræknisfélaginu. —
Traustið, sem Þjóðræknisfélagið þannig
nýtur bæði inn á við og út á við, er orðið
feikna mikið.
Eitt af hinu umfangsmesta starfi Þjóð-
ræknisfélagsins, að minsta kosti eitt árið,
var að sjá um ferðina heim 1930. Þó
steinar væru þá lagðir í veg þess, fórst
félaginu^það, sem annað, vel úr hendi.
Það gerði hina beztu grein fyrir því starfi
að ferðinni lokinni, birti nöfn og tölu
heimfarenda er á vegum þess fóru, skýrsl-
'ur yfir fjármálin og alt smátt og stórt, er
ferðinni kom við. Voru um 4000 krónur
í sjóði, að ferð lokinni og var háskóla ís-
lands gefið það fé. Mátti hið bezta við
það una.
Þá varð Þjóðræknisfélagið til þess að
koma málinu um gjöf Canada til fslands
árið 1930 í viðunandi framkvæmd að
lokum. Hafði gengið í eintómu vafstri
með það mál áður en Þjóðræknisfélagið
tók það að sér. Sambandsþingið hafði
veitt, samkvæmt þingtíðindunum $2,500
gjöf til íslands. En að öðru leyti var
gjöfinni óráðstafað og á sjálfri hátíðinni
var engin gjöf af hálfu Canada framborin,
þó flest eða öll önnur lönd færðu ,því eitt-
hvað til minja eða viðurkenningar. Þjóð-
ræknisfélagið sá að við þetta mátti ekki
sitja. Canada, sem fleiri íslendingar búa
í en nokkuru öðru landi, að íslandi sjálfu
undanskildu, varð að sýna íslandi ein-
hvern áþreifanlegan viðurkenningarvott.
Og endir þess máls varð sá, að nemenda-
sambandi var komið á við ísland. Sjóður.
inn sem Canada gaf til þessa nam $25,000
í stað $2500, sem með 5% vöxtum nægir
fyrir einn nemanda á ári heiman af ís-
landi við einhvern háskóla þessa lands.
Mega aðilarnir, Canada, ísland og Vestur-
íslendingar, betur en áður við þessi mála-
lok una. Framh.
svertingjanna, og jafnvel guð-
last. Forsætisráðherra Hepburn
í Ontario bannaði að myndin
yrði sýnd í fylkinu og færði sem
ástæðu, að hún gerði ódauðleika
trúna hlægilega, (“ridiculed the
belief in immortality”).
Efni leiksins er bibiíusögur,
sem svereingja prestur segir
bömum í sunnudagaskóla. Hann
segir þeim frá sköpun heimsins,
syndaflóðinu, flóttamum úr
Egyptalandi, falli Jérikó borgar
o. s. frv. Og það sem að hann
segir frá er sýnt á tjaldinu. Leik-
endurnir eru allir svertingjar og
leikurinn fer fram bæði í himna-
ríki og niðri á jörðinni.
Drottinn kemur fram á leik-
sviðið við og við í gerfi gamals,
virðulegs og góðlátlegs svert-
ingja, sem er klæddur í svört
frakkaföt ,og er hinn ástúðleg-
asti í tali og umgengni. 1 himha-
ríki er alt ifult af englum, sem
syngja negra sálma pg halda
útiskemtanir rétt eins og hér á
jörðinni; þar borða menn alls
konar sælgæti og reykja tíu
centa Vindla. Gabrfel höfuð-
engill er stór og föngulegur
ungur svertingi, sem tafarlaust
framkvæmir allar fyrirskipanir
drottins, og hrækir í augað á
Satan sér til hugarhægðar um
leið og hann gengur fram hjá
dyrum helvítis. Englar í kven-
búningum þurka ryk af borðum
og stólum í skrifstofu hins al-
mátka í himnaríki og segja hver
öðrum slúðursögur neðan af
jörðinni. Himnaríki er eftir-
mynd af jarðnesku svertingja-
hverfi.
Aðalefni leiksins er þó ekki
lýsing himnaríkis, heldur vand-
ræðin með mannfólkið niðri á
jörðinni; mennirnir eru altaf
jafn spiltir og óhlýðnir. Drott-
inn er af og til að koma niður
til sinnar útvöldu þjóðar, en það
gerir ekki mikið gagn. Hann
gengur um áhyggjufullur og
sorgmæddur, hugsandi um það,
hvemig þessum mannskepnum
verði bjargað; því þrátt fyrir
alla (þeirra vonzku, ber hann um-
hyggju fyrir þeim og vill leiða
þá á réttan veg. Gabríel höfuð-
engill segir honum, að honum
sé málið skyldast, þvr að hann
hafi skapað jörðina og þessar
m'annverur, sem á henni séu.
Ástandið versnar jafnt og stöð-
ugt, þar til drotinn sér engin
önnur ráð en að afmá mann-
kynið af jörðinni. Drykkjuskap-
ur, leti og slark keyra fram úr
hófi, rétt eins og í lakasta
svertingjahverfi nú á dögum.
Drottinn kemur til jarðarinnar
og finnur Nóa, sem £r alveg
eins og hver venjulegur svert-
ingjaprestur, og ber sig illa iyfir
ástandinu. Drottinn skipar hon-
um að byggja örkina og taka
dýrin í hana. Nói talar um ýmsa
erfiðleika, sem séu á þvírað ná í
öll þessi dýrí, en það verður að
gerast. Þá dettur honum í hug,
að það muni vera hægt að ná í
talsvert.af þeim á “circus”, sem
“GREEN PASTURES”
Svo nefnist sjónleikur nokkur, sem
saminn .var fyrir nokkrum árum og var
sýndur lengi í New York við fádæma að-
sókn. Leikur þessi hefir verið kvikmynd-
aður og hefir nýlega veirð sýndur hér í
Winnipeg í fyrsta sinn.
“Green Pastures” er afar einkennilegt
leikrit. Nafnið er auðvitað tekið úr 23.
Davíðs sálmi: “Drottinn er minn hirðir,
mig mun ekkert bresta. Á grænum grund-
um lætur hann mig hvílast”. Og efnið er
trúarbragðalegt, á að sýna trúarhugmynd-
ir svertingja í Bandaríkjunum.
Eins og við er að búast, hefir leikritiö
fengið mjög misjafna dóma. Sumir sjá í
þvf fegurð og trúareinlægni, en aðrir sjá
þar aðeins háðmynd af trúarhugmyndum
sé þarí grendinni og þar með er
ráðið fram úr mestu vandræð-
unum'. En Nói vill taka með sér
áfengi í örkina. Drottinn leyfir
honum að taka eina tunnu,
hvorki meira né minna og alt
kvabb Nóa um að fá að taka
tvær er árangurslaust. Nói siglir
svo í örk sinni og strandar loks-
sins á Ararat.
Annað atriði, sem sýnt er með
þessum kátbroslega nútímablæ,
sem stingur svo algerlega í stúf
við öll söguleg sannindiMer hirð-
lífið í Babylon. Þar gengur alt
í sukki og svalli . . . reglulegu
svertingja svalli . . . og þar kem-
ur spámaður fram á sjónarsvið-
ið. Auðvitað á hann ekki upp
á háborðið, því að hann boðar
refsingar og reiði drottsins. —
Konungurinn í Babýlon er ofur
labbakútslegur svertingi, alls
ekkert konunglegt við hann. En
svo var hann ekki af hinni út-
völdu þjóð! Illa siðaðar og ó-
svífnar negrastelpur hanga um
hálsinn á konunginum, og alt
þetta hyski gerir gys að spá-
manninum. En það vitanlega
hefir engin áhrif á hann, því að
hann er maður, sem veit hvað
hann er að segja, ,hann hefir
fengið vitrunina og hann veit,
að alt þetta tekur enda innan
skamms, brennur upp eins og
hismi fyrir réttlátri reiði drott-
ins. Spámaðurinn er að vísu
ofurlítið aulalegur innan um alt
sukkið, en hann hefir á réttu
að standa, og manni finnast af-
drifin, sem hann spáir svo alveg
mátuleg og hæfa því framferði,
sem þarna er sýnt.
Leikurinn er allur svona
sundurlausar sagnir og atburðir
úr gamla testamentinu. Atburð-
irnir byrja og enda of skyndi-
lega og það vantar heildarblæ á
alt saman. Engintilraun virðist
vera gerð til þess að taka at-
burðina í nokkuri, réttri röð. —
Stórar gloppur koma fyrir hér
og þar, eins og þegar hlaupið er
yfir alt frá falli Jerikó borgar til
herleiðingarinnar. En samt
verður þetta eðlilegt sem sögur
svertingjaprests, isem er að
fræða negrakrakka um það,
hvað mannfólkið hafi verið spilt,
og hvernig drottinn hafi stjórn-
að heiminum fyr á dögum.
Hversu sönn lýsing er þetta á
trúarhugmyndum svertingja yfir
leitt? Margir svertingjar hafa
mótmælh því, að þessi lýsing sé
sönn. En vitanlega standa ekki
allir svertingjar á sama stigi að
vitsmunum og mentun. Senni-
lega ,er trú hinna lítilssigldari
á meðal þeirra svona bókstaf-
leg og um leið barnaleg. Sú
mótbára, að leikritið geri þeim
yfirleitt minkun, er naumast
gild, vegna þess að ef nokkur
verulegur hluti þeirra er á því
vitsmunalegu stigi, sem leikrit-
ið bendir á, þá er réttmætt að
sýna það í skáldriti. Hitt er auð-
vitað misskilningur og vanþekk-
ing, að allir svertingjar (geri sér
svona barnalegar hugmyndir;
auðvitað gera margir þeirra
það ekki, fremur en aðrir upp-
lýstir menn. Náttúrlega enu
það ekki svertingjar einir, sem
hafa hugmyndir líkar þessum,
óupplýst hvítt fólk er rétt eins
barnalegt í þessum efnum. Það
má til dæmis benda á það, að
það er ekki ýkjalgngt síðan ís-
lenzk sálmaskáld ortu um mat-
arhæfið í himnaríki .
En er þá leikrit eins og
jþetta háð aim trúarbrögðin
yfirleitt? Þeir sem að halda
því fram, hljóta að hafa
allra takmarkaðasta skilning
á því hvað trúarhrögð eru. —
Sagnimar í gamla testament-
inu eiga ekkert meira skylt
við trúarbrögð heldur en ótal
aðrar sagnir af sama tagi, sem
finnast í öllum fornum trúar-
brögðum, þær eru hvorki helg-
ari né óhelgari en þær; þær eru
allar merkilegar sem sýnishorn
af átrúnaði manna á ýmsum
tímum og í ýmsum löndum'. Þó
að það sé sýnt á leiksviði eða í
kvikmynd, hverju einhverjir
svertingjar nú á dögum trúi um
þessar f ornu sagnir, þá auðvitað
kemur það ekkert við því, sem
að einhverjir aðrir en þeir trúa;
það kemur trúnni í víðtækari
skilning ekkert við. Og sé
myndin í aðalatriðunum sönn,
þar sem hún á við, þá er hún
engin háðmynd; hún er þá blátt
áfram lýsing á þeim hlutum,
sem eiga sér stað, og á rétt á
sér sem listaverk, ef hún hefir
listrænt gildi.
Og það hefir þessi mynd,
hvernig sem menn kunna, að
hneykslast á henni.
Myndin sýnir skaplyndi
svertingjanna frá mörgum hlið-
um. Þrátt fyrir barnalegar hugs-
anir birtist þarna mikið af með-
fæddri vizku, sem sér oft hlut-
ina í réttu ljósi. Góðsemi þeirra
og léttlyndi kemur líka í ljós,
ekki síður en hinir verri eigin-
leikar, sém í augum hvítra
manna eru oft mest áberandi.
Og inn í þetta er ofið fyndni,
sem er alveg sérkennileg fyrir
þá. Alt þetta kemur fram eðli-