Heimskringla - 16.09.1936, Qupperneq 6
6. SÍÐA
i Vesturvíking
Þýtt úr ensku
Skiþherranum Blood iþótti súrt í (broti.
Hann hafði heitið því með sjalfum sér, að hann
skyldi láta Rivarol kenna á öllum þeim ónotum
og stórbokkaskap, sem hann hafði haft í
frammi, áður þeir væru skildir að skiftum. Nú
hafði sá gikkur bætt gráu ofan á svart og sýnt
sig í fantalegum svikum. Hann lýsti sinni vild:
“Við megum til að elU þá. Elta þá og
launa iþeim svikin.”
í fyrstunni hlupu allir upp og kölluðu hið
sama. En er lítið leið frá og af því átti að
verða, fundu þeir að hvergi nærri allir kom-
ust fyrir á þeim tveimur skipum víkinga, sem
haffær voru, og að þeim dveldist of lengi að
því, að safna nesti handa miklum fjölda, til
hver vissi hvað langrar sjóferðar. Wolverstone
og Yberville og þeirra skipverjar skárust úr og
vildu hvergi fara. í»eim þótti sem mikið her-
fang myndi vera að fá í Cartagena, þó mikið
væri í burtu flutt, og ætluðu sér að safna því,
meðan þeir biðu þess að skip þeirra væru full-
búin, þeir Blood og Hagthorpe mættu gera
hvað þeir vildu fyrir þeim.
Þá sá Blood að hann hafði verið of fljótur
á sér, reyndi til að miðla málum, en við það
gerðust báðir flokkar svo æstir, að nærri iá
að þeir berðust. Meðan á því stóð, lækkuðu
segl hinna frönsku skipa er þau færðust fjær.
Þá óx vandinn fyrir Blood. Ef hann sigldi burt,
þá áttu borgarbúar ekki á góðu von, með þeim
ofsa sem hlaupinn var í þá, er eftir voru skild-
ir. Og líkast til, að hásetar hans sjálfs og
Hagthorpes myndu tryllast og slást á rán og
ódáðir með hinum, ef hann færi ekki burt með
þá. Honum þótti hvorugur kosturinn góður
og velkti fyrir sér, hvað upp skyldi taka, þar
til menn hans tóku af skarið og báru hann til
skips. Þeir voru óðir að hefna svikanna, sem
þeir höfðu verið beittir, elta þann sem hafði
táldregið þá og reyna að koma höndum á þann
ódæma auð, sem hann hafði meðferðis. Þeir
voru ekki lengi að fylla vatnskeröldin og flytja
vist á skip og að því loknu var siglt af stað,
tveim skipum, á trylta hefnileið.
Þegar Pitt var hættur svaðilförum og seztur
fyrir, ritaði hann bók um það sem drifið hafði
á daga hans, eftir dagbókum sem hann hafði
trúlega haldið, og eftir hans frásögnum er mik-
ið af þessari sögu ritað. Hann segir svo frá,
að þegar út kom af höfninni og búið að ákveða
hvert sigla skyldi, þá gekk hann í lyftingu og
fann þar foringjann einan, sitjandi með höfuð-
ið á hönd'unum, næsta illa haldinn og segir:
“Hvað er nú Peter? Drottinn sæll og
góður, hvað stríðir nú á þig, maður? Ekki
hefirðu raun af því, sem fram á að koma við
Rivarol?”
“Nei” svaraði Blood. Og nú sagði hann
eins og honum bjó í brjósti. Það má vel vera,
að honum hafi þótt hann mega til, eða eiga á
hættu að vandræðið gerði hann brjálaðan. Pitt
var hans bezti vinur og þótti vænt um hann og
alt er vini vel segjandi. “En ef hún vissi! Ef
hún fengi þetta að vita! Ó drottinn! Eg hélt
eg væri laus við víking fyrir fult og alt. Og
þessi skálkur hefir teygt mig til að vera viðrið-
inn þann versta hemað, sem eg hefi nokkum-
tíma orðið sekur um. Hugsaðu til Cartagena
og hvert víti þeir djöflar eru nú að gæta úr
þeirri borg! Og það verð eg að hafa á minni
samvizku!”
“Nei, nei, Peter — ekki er það á þinni sam-
vizku, heldur Rivarols, hans er sökin. Sá saur-
ugi þjófur hefir öllu þessu yaldið. Hverju gaztu
ráðið um það?”
“Eg hefði verið þar kyr, ef eg hefði getað
aðgert.”
“Það hefði ekki tjáð neitt, það veiztu vel.
Svo til hvers er að sakast um það.”
« “En það er meir í efni”, stundi Blood.
“Hvað tekur nú við? Eg var hrakinn af því,
að þjóna Englandi með trú og hollustu. Ærleg
þjónusta við Frakkland er svona komin, og er
lokið að fullu og öllu. Hvað er eftir? Víking?
Eg hefi sagt skliið við rán og rupl til fulls.
Svei því ef eg held ekki, að mér sé sá kostur
eftir skilinn, að fara og bjóða sverð mitt kóng-
inum á Spáni.”
En fleiri kostir voru honum boðnir — og
sá sem hann sízt varði, og beið hans á þeirri
átt sem hann sigldi til, yfir bólginn sæ, við
suðrænt sólar bál. Allur sá vandi, sem hann
kvartaði svo beizklega um, var aðeins nauð-
synlegur aðdragandi að því undarlega láni, sem
fyrir honum lá.
Þeir stefndu til Hispaniola, því að þangað
þóttust þeir vita, að Rivarol myndi halda, að
fá sér vatn og vistir, áður hann legði á hafið
til Frakklandi, við allgóðan byr í tvo sólar-
hringa. Að morgni hins þriðja var þokuslæð-
ingur sælægur, svo að ekki sá meir en tvær
mílur eða þrjár út frá sér, en til norðvesturs
HEIMSKRINGLA
stóð líkt og þokubunki upp úr myrkvanum.
Það voru Bláfjöll á nefndri ey. Vindur var á
norðan og vestan og bar að hlustum þeirra
dunur, sem óreyndir hefðu tekið fyrir nið af
stórbrimi.
Pitt stóð á stjórnpalli hjá Blood og segir:
“Stórskot!” Hinn kinkaði kolli og hleraði.
“Tíu mílur héðan, ekki meir en fimtán —
úti fyrir Port Royal, þyki mér líklegt,” bætti
Pitt við. Leit svo á foringja sinn. “Er það
okkur nokkuð viðkomandi?”
“Skothríð úti fyrir Port Royal . . . það
segir ofurstann Bishop að verki. Og við
„hverja ætli hann berjist nema vora vini? Eg
býst við að það komi okkur við. Stýrðu þang-
að.”
Nú var seglum ekið og skipunum haldið
þangað sem dynkina lagði frá, og altaf urðu
þeir skýrari. Eftir klukkutíma siglingu
heyrðu þeir skotbrestina hætta alt í einu. Eigi
að síður héldu þeir fram ferðinni og sáu nú
hvar mikið bál brann á sjónum, og Blood sá í
kíkinum, að stórskip stóð í björtu báli og á því
skipi lék við hún merki hins heilaga Gyrgis.
“Enskt skip!” kallaði hann til skipverja
sinna, sem allir voru upp komnir á þiljur og
höfðu mikinn hug á að sjá það sem fyrir bar.
En er þeir komu nær sá hann bregða fyrir
í þokuslæðunni, þrem skipum hásigldum, á
burtsigling frá vettvangi, í áttina til Port Royal.
Af því réði hann það, sem eðlilegt var, að þau
tilheyrðu Jamaica flotanum brezka og að skip-
ið sem brann væri víkingaskip, og þessvegna
sigldu þeir að því, sem hraðast þeir kunnu, að
bjarga þeim sem eftir lifðu af skipshöfninni.
Þeir höfðu bjargast í þrjá báta, en sumir á
ýmislegt rekald. Meðan þá var að bera að, að-
gætti Pitt í kíkinum þau skip sem burt sigldu
og af sinni sjómanna reynslu þekti hann það,
sem öllum fanst ótrúlegt, að eitt þeirra var
Victorieuse, skipið stóra, sem Rivarol stýrði.
Nú feldu þeir segl og sneru upp í vindinn.
XXIX. Kapítuli
Úr bátinum sem fyrst náði til Arabella
stiklaði maður upp stigann, lítill vexti og nett-
legur í treyju af mórauðu flosi, gulli prýddri,
þunnleitur, grágulur á hörundslit og mjög
grettinn og með yfrið stóra hrokkinkollu,
hrafnsvarta. Klæði hans, vel sniðin úr dýrum
dúki, sýndu hvorki slettu né hrukku eftir þann
svaðil sem hann hafði verið staddur í, og hann
bar sig hóflega æg hvatlega, líkt og menn af
háum stigum. Þetta var auðsjáanlega ekki sjó-
víkingur. Á eftir honum kom annar, hinum |
ólíkur i alla staði nema að aldri, mjög hár,
breiður og þykkvaxinn og kraftalegur, þykk-
leitur og kringluleitur og útitekinn, augun blá
og svipurinn því líkur, að hann gæti gert að
gamni sínu. Vel búinn var hann en íburðar-
laust og bar sig eins og hann væri vanur að
fara með vald og bjóða yfir öðrum.
Nú sem sá smávaxni steig á þiljur, en þar
var Blood kominn, að veita viðtal þeim að-
komnu, þá rendi hann skörpum og skimandi
augum á þá ruddalegu skipverja, sem störðu á
hann hvarvetna frá, og segir, snarpur og
önugur:
“Og hvar í skollanum er eg nú kominn?
Ertu enskur, eða hver fjárinn ertu?”
“Sjálfum mér veitist sá sómi að vera írsk-
ur, herra. Blood heiti eg — skipherra á þess-
ari snekkju, Arabella, þér til þénustu.”
“Blood!” hvein í þeim smáa. “Hvert í
hóandi! Sjóræningi!” Hann vatt sér við að
tröllinu sem með honum var — “Bölvaður
sjóræningi, Van der Kuylen. Slægðu mig iif-
andi ef við erum ekki kommnir úr öskunni í
eldinn.”
“So?” isagði hinn, kokmæltur, og aftur
sagði hann. “So?” Þarnæst sá hann nokkuð
kýmilegt í því, hvernig komið var og hló skelli-
hlátur. f
“Fjárinn fái mig! Hvað er til að hlægja
að, hnýsan þín!” sagði sá á mórauðu treyjunni
fljótmæltur og beit á jaxlinn. “Falleg er sagan
að segja frá heima: Fyrst verður admiral Van
der Kuylen viðskila við flota sinn í myrkri,
tapar svo skipi sínu með því, að franskur floti
brennir það og er svo loksins hertekinn af sjó-
ræningja. Eg er feginn þér þykir gaman að
því. Mér þykir það annað en gaman, úr því eg
hlaut, synda minna vegna, að vera þér sam-
ferða.”
“Hér ber öðru vísi á að líta, ef eg má ger-
ast svo djarfur, að benda á það,” skaut Blood
inn í, hægur og stiltur. ‘‘Þið eruð ekki her-
teknir herrar, ykkur er bjargað. Þegar ykkur
skilst það, þá kann^vera að þið látið verða af
því að þiggja þann gfeiða, sem eg þýð ykkur.
Hann kann að vera lítill, en það bezta sem eg
hefi, stendur ykkur til boða.”
Sá snúðugi litli herramaður leit við hon-
um, alt annað en hýrlega. “Skollinn taki mig!
Ertu að leyfa þér að fara með háð?” Þar næst
sagði hann til sín, máske í því skyni, að aftra
allri spégimi: “Eg er Willoughby lávarður, Vil-
hjálms konungs æzti stjórnari yfir Vestindí-
um og þetta er æzti stjórnandi yfir flota hans
hátignar í Vesturhöfum. Sá floti er samt, nú
sem stendur á óvísum stað í þessum forbann-
aða Cariba sjó.”
Nú brá víkingum, er þeir heyrðu svo stór-
kostlegt nýnæmi. Blood spurði: “Og hver er
sá kóngur Vilhjálmur? Og yfir hverju á
hann að ráða?”
“Hvað er að tarna?” Lávarðurinn Wil-
laughby varð forviða og starði á hann, segir
svo loksins: “Eg á við hans hátign Vilhjálm
III. konung — William Orange — hann sem,
ásamt drotninguinni Mary, hefir ráðið yfir
Englandi í tvo mánuði og nokkru lengur.”
Nú varð þögn, þar til Blood segir: “Mein-
arðu herra, að þeir hafi níannað sig upp heima,
og rekið út þann óhappa James og hans fanta
flokk?”
Aðmirállinn Var de Kuylen hnipti í lávarð-
inn og urraði: “Pærilega réttsinnaður huksa
eg.”
Lávarðurinn brosti en við það fór hans
eltiskinns andlit í margar -hrukkur. “Drott-
ins dyygða líf! Varst’ ekki búinn að frétta
þetta? Hvar í skollanum hefirðu haldið þig?”
“Utan við almannafæri í nokkra mánuði,”
sagði Blood.
“Stangi mig! • Svo hefir hlotið að vera.
Og í þá þrjá mánuði hefir veröldin tekið ekki
svo litlum breytingum.” Síðan sagði hann
stuttlega hið Ijósasta af því, að Jakob konung-
ur væri flúinn á náðir Loðvíks konungs, og
England gengið í sambandið móti þeim kon-
ungi og ætti því í stríði við Frakkland. Þar af
stafaði, að skip hins hollenzka aðmiráls var
eyðilagt, er það varð fyrir flota Rivarols, þann
sama morgun.
Þar næst leiddi Blood þessa þöfðingja til
lyftingar,, en skipverjar fóru til á bátum og
týndu upp þá sem þeir fundu á floti. Honum
þótti hin nýju tíðindi mikil. Úr því Jakob kon-
I’ ungur var úr landi, þá var útlegð sjálfs hans
þar með lokið, sem honum hafði verið gerð
fyrir að reyna að hrinda þeim harðstjóra úr
völdum. Nú mátti hann hverfa heim aftur og
byrja æfina upp á nýtt, þar sem henni var slit-
ið fyrir fjórum árum, með svo skyndilegu og
miklu hrakfalli. Honum fékk þetta svo mikils,
að hann hátti ekki orða bindast, en af því tali
hans varð sá kæni, stutti karl annars og meira
vísari, en Blood sjálfan grunaði.
“Far þú heim ef þér svo líkar,” mælti lá-
varðurinn, þegar Blood tók málhvíld. “Þú
mátt eiga víst, að þér verður alls ekki gefin
sök á víking þinni, þegar aðgætt er, hvað
knúði þig þar til. En til hvers er að flýta sér?
Við höfum haft fréttir af þér, vitaskuld, og
vitum vel til hvers þú dugar. En úr því þér
leiðist hei-naður, þá skal gera þér annan kost.
Ef þú skyldir kjósa, að þjóna konunginum Vil-
hjálmi á þessum slóðum, meðan þetta stríð
helzt, þá myndir þú, af kunnugleik þínum á
Vestindíum, verða mikilmetinn starfsmaður
hjá stjórn hans hátignar, og hún myndi ekki
láta sér farast lítilmannlega við þig. Þetta.
ættir þú að íhuga. Fari eg bölvaður herra, ef
þér er ekki til vænlegra kosta boðið.”
“Sem þú býður mér, lávarður. Veit eg Ýel
og er þér stórlega þakklátur. En segja verð
eg eins og er, að þessi stórtíðindi umbreyta
minni veröld, og því nýja viðhorfi hlýt eg að
venjast og átta mig á, áður en eg veit fyrir
víst, hvar mín stöð er.”
Nú gekk Pitt í lyftingu, kvað öllum bjarg-
að, um hálfan fimta tug* að tölu. Hann spurði
hvað gera skyldi. Blood stóð upp.
“Eg hugsa svo mikið um minn hag, að eg
gleymi þínum vanda, lávarður minn. Þú
munt helzt vilja komast til Port Royal sem
fyrst.”
Sá stutti reigðist í sætinu reiðilega. Og
reiðilega sagði hann Blood sögu af því, að
kvöldið áður lögðu þeir inn til Port Royal, og
fengu að vita, að æzti yfirmaðurinn var á bak
og burt. “Var þotinn á einhverja refilstígu til
Tortuga, á eftir víkingum og hafði tekið hverja
fleytu með sér í þá skottuferð.”
Blood hló og innti svo: “Hann mun hafa
lagt upp áður en hann frétti um stjómarskiftin
heima, og af stríðinu við Frakkland?”
“Alls ekki” gall við lávarðurinn. “Hann
var búinn að fá tilkynningu um hvorttveggja
og sömuleiðis um mína komu hingað, áður en
hann lagði upp.”
“O, það getur ekki skeð.”
“Það hélt eg líka. En eg fékk það sanna
að vita af einhverjum Major Mallard, sem eg
fann í Port Royal, væntanlega stjórnandi í
fjarveru flónsins.”
“Er hann genginn af vitinu, að fara frá
sínu embætti á slíkri háskastund?”
“Með allan flotann, gerðu svo vel og
gleymdu því ekki, og skildi við staðinn opinn
og önverðan fyrir árásum Franskra. Svona
varastjóra lét sú afdankaða stjórn sér líka að
setja hér, það var hennar óstjóm líkt, bölvaðr-
ar. Hann stekkur burt úr stjómarsetrinu,
skilur engar varnir eftir nema virkis hrúgald,
sem skjóta má í rúst á einni klukkustund. —
Stingi mig! Það er ótrúlegt endemi!”
Hláturinn fór af Blood. “Ætli Rivarol hafi
grun um þetta?”
Sá hollenzki flotaforingi varð til svars,
kvað þann franska foringja hafa tekið á sitt
skip feina bátshöfn, sjálfsagt haft af þeim
WINNIPE’G, 16. SEPT. 1936
sanna sögu, og myndi vafalaust ekki láta ann-
að eins færi ónotað.
Lávarðurinn kvað við urrandi líkt og villi-
dýr. “'Sá þrjótur Bishop skal höfði skemmri
ef nokkuð verður að vegna þess, að hann hefir
hlaupið frá stöðu sinni. Ætli það geti ekki
skeð, að það sé gert með ásettu ráði? Skyldi
það ekki geta skeð, að hann sé frekar svikari
en flón? Það skyldi ekki vera að hann sé með
þessu að vinna gagn konunginum Jakob, sem
veitti honum embættið?”
Skipherrann Blood lét vægilega. “Varla
það! Það var ekki annað en hefnigirni, sem
rak á eftir honum. Hann er að elta mig, og
ætlaði að sækja mig heim í Tortuga, lávarður
minn. Mér dettur nú í hug, að það sé réttast
eg líti eftir Port Royal fyrir Vilhjálm kóng,
meðan hann rekur sitt erindi í Tortuga.” Hér
hló hann, með meiri kæti en á honum hafði
heyrst í langan tíma, og sagði við Pitt:
“Taktu stefnu á Port Royal, Jeremy, og
hafðu öll segl við. Við skulum reyna, hvort
ekki má jafna sakirnar við Rivarol og gjalda
honum rauðan belg fyrir gráan.”
Við það spruttu höfðingjarnir báðir á
fætur. “Fari eg bölvaður, ef liðsmunurinn er
ekki of mikill” hvein í lávarðinum. “Hvert af
þeim frönsku skipum er jafnoki þinna beggja.”
“Eins vel búin að skotvopnum, sjálfsagt,”
svaraði Blood og brosti við. “En fleira dugir í
þessum hryðjum en skotbáknin. Ef lávarðinn
fýsir að sjá hvernig berjast skal á sjó, þá skal
ekki standa á tækifærinu.”
Báðir gláptu á hann. “Ofurefli, maður!”
sagði lávarðurinn, snúðugt. Aðmrállinn hristi
sitt stórmannlega höfuð: “Sjómensga má
mikið. En pyssur eru pyssur.”
“Ef mér tekst ekki að sökkva Rivarol á
mararbotn, þá get eg þó sökt mínu skipi í ál-
inn og bannað honum burtför, þangað til Bish-
op kemur aftur, eða ykkar flota ber að.”
“Og til hvers ætti það að vera?”
“Það get eg vel sagt ykkur. Rivarol er
flón að leggja í þessa hættu, með því sem
hann hefir innanborðs. Hann flytur með sér
ódæma auð, allan ránfenginn í Cartagena,
fjörutíu miljónir.” Þeir tóku báðir viðbragð, er
þeir heyrðu þetta, því að slíkur auður, saman
kominn á einn stað, var óvenjulegur á þeim
tímum. “Þennan sjóð tekur hann með sér inn
í Port Royal. Hvort sem hann vinnur sigur á
mér eða ekki, þá skal hann ekki komast út
með hann aftur, og í hirzlu Vilhjálms konung3
skal sá auður, fyr eða síðar — eftir að víking-
ar mínir fá það af honum, sem þeim ber. —
Hvernig líkar þér þetta, Willoughby lávarður?”
Lávarðurinn spratt á fætur, hristi upp
kniplinga, sem lágu fram á hnúa frá ermunum,
og rétti fram hvíta hönd og smáa: “Captain
Blood, það er mín meining, að þú sért mikil-
menni,” sagði hann.
“Víst, víst, og lávarðurinn hefir góða sjón,
að sjá hið sanna,” svaraði víkingurinn hlægj-
andi.
XXX. Kapítuli.
Eftir hádegi þann sama dag, voru víkinga
skipin Arabella og Elizabeth komin undir land,
og sigldu meðflram þeim tanga, sem lá milli
hafs og ytra lóns hafnarinnar, en áður en kom
að þeim þrönga ál, sem stórskip þræddu milli
vesturlands og oddans, feldu þeir segl og létu
fyrirberast þar sðm ekki sá til þeirra. Þar lágu
þau í tvær stundir eða þrjár, og allan þann
tíma dunaði loftið af stórskotum frá virkinu
og skipum Rivarols. Loks brast þá aðkomnu
höfðingja þolinmæðin:
“Ettir hverj’ ert að bíða, lapm?” spurði sá
hollenzki aðmíráll. „
“Já, í herrans nafni, hverju svo sem —?”
innti lávarðurinn.
“Þú sagðist ætl’að sýna okkur eitthvað
afrek? Hvar er það afrek?” spurði sá hol-
lenzki hjöfðingi.
Blood var búinn til bardaga, í gullroðinni
spangabrynju úr stali, girtur sverði, með
skammbyssur í fetlum. Hann var öruggur og
með gleöibragði: “Biðin er bráðum á enda. Eg
þykist heyra, að skothríðin dvínar. En svona
stendur á: Okkur er ekkert gagn að flýtinum,
heldur að því, að fara hægt. Og það skuluð
þið fá að sjá.”
Lávarðurinn leit við honum tortryggnis-
lega: “Þú ætlar að bíða eftir því, að Bishop
sýni sig eða flotinn hollenzki?”
“Víst ekki. Því fer fjarri. Hitt er nær, að
Rivarol kunni ekki að varast og fái drjúgan
skaða af virkismönnum. Við það kann leikur-
innn að verða lítið eitt jafnari, þegar við förum
að eigast við.”
Rétt í því varð hlé á skotunum, svo að
auðséð þótti, að lokið væri vörn virkisins. Þá
hallaði Blood sér út á þiljugrindur, fagurlega
rendar og steindar, og tók að skipa fyrir. í
einni svipan var uppi fótur og fet um alt skip-
ið, seglum var hleypt úr heflum og skipið tók
skriðinn á leið til innsiglingar, hver tók þá
stöðu sem honum var ætluð og Ogle hvarf á
undirþiljur, til skothólka og skeyta, með þær
fyrirskipanir sem hann fékk hjá foringjanum.
Elizabeth hélt sömu leið, eftir merkjum sem
hún fékk af fyrirliða skipinu.