Heimskringla - 14.10.1936, Síða 3

Heimskringla - 14.10.1936, Síða 3
WINNIPEG, 14. OKT. 1936 HEIMSKRINGLA 3. SÍÐA MYNDARLEGT IÐNAÐARFYRIRTÆKI REKIÐ AF ISLENDINGI SAGA THORKELSSON’S LIMITED Iðnaðarreksturinn, sem nú fer fram á húsum þeim, &em á mynd þessari eru sýnd, var hafinn af Mr. Soffoníasi Thorklessyni árið 1919, í smákofa og af litlum efnum og eftir því sem hann segir sjálfur frá, af engri reynslu í starfinu. Eftir fyrirmyndum þeirra var því ekki hægt að fara ,sem í stórum stíl byrja fyrirtæki sín og með nógan auð að bakhjalli. Það varð að sníða stakinn eftir vexti. Ber °g verkstæðið nú þess vott, því að tilhögun öll á því er næsta betri og haganlegri, en annara verkstæða af sama tæi. Þar wá margt líta, er mikill verkasparnaður er að, sem önnur verkstæði hafa eltki. Þó þann er fyrirtækið hóf, hafi skort reynslu til að byrja með, kemur það alstaðar fram í rekstrin- 11 m, að hún (reynslan) hefir verið kennarinn. í kofa-krílinu var starfað fram að árinu 1926, er hús þau voru reist, er sýnd eru á myndinni. Er það fyrst og fvemst verkstæði, er að stærð er um 20,000 ferfet (að gólf- m'áli). Ennfremur skrifstofa, 1700 ferfet að stærð, reist 1933, og vöruhús, bygt 1935, að stærð 3200 ferfet og sem enn er verið að stækka. Lóðin eða spildan sem Thorkelsson’s verkstæðinu heyrir til, er 234X900 fet að stærð. Á henni er 900 feta löng sporbraut. En þó spilda þessi sé víðfeðm, verður við hana að bæta til þess að koma viðarbirgðunum fyrir. Fyrstu árin var framleiðslan lítil, aðallega fiskikassar. En hún óx smám saman. Og nú eru allar tegundir af kössum þar gerðar sem fyrir vörur eru notaðir. Smérkassagerðin ein er óheyrilega mikil. Árið 1932 fór Mr. Thorkelsson að hugsa um hvort ekki væri vinningur að gera veggjastopp úr efni því, er sneiðst af viðinum við kassagerðina. Veggjastopp var hér að vísu til af ýmsu tæi. En það var all-dýrt og ekki alment notað. Fór nú Mr. Thorkelsson að setja saman vélar eftir sínu höfði til þess að mala og tæja sundur við fyrir stopp. Hepnaðist honum að lokum að fá vélarnar til að vinna verkið eins og Urlega Jónasi organleikara í ^•eykjavíkurdómkirkju”. — seg- ist hann hafa hlakkað til að ^eyra svo góðan söng en þóttist heldur vonsvikinn því “mikið vantaði á að hann gæti heitið >kur kirkjusöngnum í Reykja- víkurkirkju------því hann var ekki einu sinni eins góður og víða upp til sveita heima á gamla iandinu þar sem orgel eru °nrdn”. sv0 bætir hann við síðan hafi söngurinn “farið víðversnandi — eða til hvers er orgelið. Það veit eg ekki. óngurinn eins og hann er núna hneyksli og skömm fyrir ís- lendinga f Winnipeg.” Þessu svarar séra Jón Bjarna- s°n í Heimskringlu 3. nóv. s. á. meðal annars: Hvernig söngurinn er “núna' a guðsþjónustu samkomum ^ínaðar vors, um það getur hr. S. annars ekkert vitnað því 6g Veit ekki til, að hann hafi verið sýnilega nálægur á guðs- I nustu samkomum vorum í angan, langan tíma”. — “Þar Se*n hr. E. S. segir að kirkju- Sungur hér hafi hríð versnað S1^an hann kom hingað, þá virð- lst hann koma með ákæru á jnóti sjálfum sér um það, að ann sé valdur að þessari hríð- Versnun söngsins. í þessu tilliti er dálítill snefill af sannleika. ft>r að hr. E. S. fór að gera sig nierkilegan út af sálmasöngn • Q1, tóru einstaka sálir að gera ^g nierkilegar líka, og hættu koma til söngs á samkomur Safnaðarins”. — “Mér kemur g!.gi1:11 hugar að segja að kirkju- ^nng vorum hér sé ekki ákaf- ,ega á-bótavant, honum er á- otavant í íþróttalegu tilliti, og v°num er enn þá meira ábóta- ht^” * truar^eSu kristilegu til- v°rt þessar deilur urðu til ess a<X) söngurinn var umbætt,- Ur er mér ókunnugt en víst er Uni það að við kirkjuvígsluna 15. es- sama ár söng í fyrsta sinni yr söngfiokkur, 15—18 manns undir stjóm Gfsla Guðmunds- s°nar (Goodman). Concert og skemtisamkoma” er auglýst var 15. marz 1890 á lessa leið: “Á samkomu þessari ^erður S1j nýbreytni, að söng- urinn á að taka meiri tíma en ræðurnar .... söngur marg- breyttari en íslendingar hér í bæ hafa átt að venjast á sam- komum sínum. Auk þess er “solo” og “duett” söngvar verða á boðstólum, syngja saman 3— 4—6 og 8 manns í senn. Auk þess syngur flokkur baraa 3—4 kórus-söngva.” Af þessu má ráða hve fátæk- leg var hljómlist Vestur-lslend- inga fyrir um 50 árum síðan, en einnig að nýtt tímabil var að fara í hönd. Og að ekki var um auðugri garð að gresja rýrir ekki verðmæti viðleitninnar. Án efá voru leiðandi menn í söng og hljóðfæraslætti að reyna af einlægum hug og beztu getu að fága og fullkomna sönginn og menta sig og aðra. Hvern á- rangur það hefir borið má sjá í öllum bygðum íslendinga nú. Fátt sýnir betur mismun gamla og nýja tímans vor á meðal, en að á þessu ári var sungin, af um áttatíu manna blönduðum kór, með aðstoð æfðra og ágætra sólóista, Kan- tataJóns Friðfinnssonar við Þús- und ára hátíðaljóð Davíðs Stef- ánssonar. Stærsta tónverk eins landnemans var sungið af af- komendum landnemanna, ágæt- lega, fyrir troðfullu húsi fólks, er sat og hlustaði með athygli á alt tónverkið frá byrjun til enda. Aðstaðan, að kynnast og læra hljómlist, er orðin alt önnur. Vélamenning nútímans hefir á undursamlegan máta gripið inn á svið hljómlistarinnar. Hljóm- vélar hafa gefið öllum, hvar í landinu sem þeir lifa, tækifæri að heyra og kynnast tónasmíð- um meistaranna. Með að snúa litlu hjóli má heyra beztu hljóm- sveitir veraldar, söngflokka og sólóista. Allar stærri borgir hafa sæg ágætra hljómleika. T. d. koma til Winnipeg í þeim erindum fleiri frægir snillingar árlega en til íslands í þúsund ár. Auk þess eiga heima og starfa í borginni f jöldi ágætra listamanna, hljóm- sveita og söngfélaga. Vestur-lslendingar hafa sam- lagað sig og tileinkað sér hljóm- ment hins mentaða heims. Þeir taka fyllilega sinn þátt í hljóm- listastarfi þessa lands, með öðr- um borgurum, en hafa auk þess allmikið söngstarf út af fyrir sig. Nú er svo komið að á sam- komum íslendinga er söngur og hljóðfærasláttur oftast aðalat- riðið. Ágætir æfðir sólóistar túlka verk meistaranna í söng eða á hljóðfæri. íslenzk lög eru enn mikið sungin og vinsæl. Eru þau það eina er einkennir söngsamkomur íslendinga. Þau eru höfð um hönd bæði af ein- söngvurum og söngflokkum. — Söngflokkar eru að meira eða minna leyti starfandi í öllum bygðum íslendinga, í Winnipeg einni eru f jórir. Harmonikan er löngu horfin af dansleikunum og leika þess í stað veltamdir hljóðfæraflokkar. Kirkjur allar hafa orgel og Winnipeg kirkj- urnar pípuorgel. Þaulæfð leikni og fagmenska hefir komið í stað gömlu söng- og hljóðfæraleikaranna. Nú er hljómstarf líflsstat* margra yestur-lslendinga, er hafa hljóð- færaslátt, söng og kenslu fyrir atvinnu einvörðungu. Þeir er ekki treysta sér að lifa af hljóm- kunnáttu sinni gera sig flestir ánægða með að 'hafa hana sér og vinum sínum til skemtunar. Almenningur er vaknaður til meðvitundar um að tónlista- maðurinn nær ekki nauðsyn- legri tækni né þekkingu, ef lista- starfið er aukaverk. Þó breytingin sé mikil, á söng þeim og hljóðfæraslætti, sem hafður er á boðstólum á opin- berum samkomum, er þó engu minni umbreyting á hljómstarfi heimilanna. Piano eru löngu komin á flest heimili en fjöldi annara hljóðfæra þar utan, mun fiðlan vera vinsælust næst pianó-inu. Hljómvélar munu vera á svo að segja hverju ein- asta heimili og mikið notaðar. Börn og unglingar æfa mikið hljóðfæraslátt og njóta tilsagn- ar ágætra kennara. Margir íslendingar hafa hlotið viðurkenningu og verðlaun fyrir gá,fur og leikni einkum í hljóð- færaslætti. Raddþjálfun er ekki nærri eins algeng né á eins háu stigi alment og hljóðfærasláttur. Frumsamin tónverk yngri manna hafa ekki orðið mikið kunn, þó vann í ár einn ungur J landi fyrstu verðlaun í sam- kepni fyrir frumsamið lag — (Frank Thorólfsson). Hljómkensla fer fram í öllum nýlendunum. Þac^ er mesti sæg- ur íslenzkra kennara (í Winni- peg einni margir tugir). Hafa þeir lært nýtízku aðferðir og eru margir ágætlega að sér á alþjóða mælikvarða. Ár frá ári bætist í hópinn og með hverju ári fjölgar þeim er stunda hljómnám, flestir sér til ánægju eingöngu, nokkrir með atvinnu og listastarf í huga og surnir af því að tízkan heimtar slíka þekkingu og að það er merki fágunar og menningar að kunna i að leika á hljóðfæri og temja ^ söngröddina. 1886 var tónlistin fábreytt og af vanefnum. 1936 er hún víð- tæk, þaulæfð íþrótt. Fyr bjuggu menn að sínu og ,þótti flestum ágætt, nú að nægtabrunni al- þjóða tónlistarinnar. Áður sungu allir, er gátu, við öll mpguleg tækifæri, nú er lítið sungið þó menn komi saman. Vilhjálmur Stefánsson segir að það sé ljóst dæmi þess hve gleðisnautt nú- tímalífið sé, hve fáir syngi við vinnu sína. Vel má vera að það sé djúphugsuð athugun. Nú- tímamaðurinn hlustar á aðra, tekur þátt í alvarlegum æfing- um söngfélaga, en hann syngur e. t. v. ekki af eins mikilli innri þörf og liðnar kynslóðir. 1 fyrri daga hvar sem nokkrir voru saman komnir til að gleðjast hver með öðrum var sjálfsagt að syngja. Nútímamaðurinn þarf að láta skemta sér. Að hlusta á hljómvélar og opinbera hljóm- leika eingöngu er alt annað en að gefa eigin tilfinningum út- rás í eigin söng eða hljóðfæra- slætti. Svo virðist sem þessi ó- sjálfráða löngun, til að syngja aðeins til að svala eigin þörf, hafi dvínað. Því miður er slíkt ekki vottur um að hljómlistin sé enn þá á framfaraskeiði. Ti! hvers er tónlistin ef hún er ekki lifandi og starfandi kraftur í tilfinningu og huga mannanna. Ef sú innri þörf, er hefir í þús- undir ára hvatt menn til að !áta í ljósi tilfinningar sínar í eigin Frh. á 7. bls. honum gott þótti, og voru þær allar búnar til á verkstæðinu undir hans umsjón. Þá byrjaði hann að selja vöruna og nefndi hana Wood-Wool. Mun engin vara þessarar tegundar hafa hlotið hér aðra eins útbreiðslu, enda var hún ódýr og tók svo fyrir súg í húsum, að þeir sem reyndu hana, fundu hinn ótrúlegasta mun á hve hitinn hélzt betur í húsunum. Einnig fylgdi því að þau urðu svalari á sumrum. Það má svo að orði kveða, að Mr. Thorkelsson hafi hvern mann sér að vini gert, sem hann hefir selt Wood-Wool. Salan á þessari vöru eykst ár frá ári og virðast engin takmörk fyrir, hve mikil hún getur orðið. Thorkelsson’s Ltd., er nú eitt með stærri iðnaðarhúsum sinnar tegundar í þessum bæ og þó víðar sé leitað. Og það munu fáir landar hér hafa eins umfangsmikinn iðnaðarrekst- ur með höndum. Um 50 manns hlotnast þar atvinna árið um kring. Af 16 ára starfi eins íslenzks óbreytts verkamanns, er nú árangurinn sem hér að 0fan hefir verið lýst. S. E. mmmtmmmmmmm Peninga uppskeran er undirstaða iðnaðarins Hraðvaxandi málm framleiðsla Endurvakið traust almennings á framtíðinni Athugið framfarir Manitoba 1936 The Honourable J. S. McDiarmid ráðgjafi námaiðnaðar og nátt- úru friðenda, sendir heillaóskir sínartil Heimskringlu áfimtugs afmæli hennar, og árnaðar kveðjur til allra þeirra, er hún hefir starfað og unnið fyrir, yfir frumbýlingsárin í sögu Mani- toba-fylkis. mivíiWiWMt m$mmmförmmmmmmmmmmmrwmmmmmrmmmmmmmmmmr*wwmrMMMWéWáWWkwmwWé%rmrMWWMWWíM&mmm7Sm-,

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.