Heimskringla - 14.10.1936, Qupperneq 5

Heimskringla - 14.10.1936, Qupperneq 5
WINNIPEG, 14. OKT. 1936 HEIMSKRINGLA 5. SÍÐA eru að njóta vinnu þessara manna, án þess að hafa goldið fyrir hana, finni nú hj'á sér sið- ferðishvöt til þess að borga sem greiðast það sem þeir skulda.” En sú von rættist ekki. — Þrotabús ráðsmaður var settur af því opinbera, fyrverandi ráðs- maður blaðsins Einar Ólafsson. Alt var boðið til kaups: prent- áhöld, húsið og útistandandi á- skriftargjöld en lítið var í þetta boðið og hafðist eigi meira sam- an en sem greiða þurf'ti til verzl- unarhúsanna; töpuðu því hlut- hafar og starfsmenn blaðsins öllu sínu fé. Þegar Frímann B. Anderson fór alfarinn frá blaðinu og lét af ritstjórn í síðara skiftið, 12. nóv. 1888, var stofnað hlutafélag er keypti prentsmiðjuna og blaðið. Nefndist félagið “The Heims- kringla Publishing Co.” Fram að þeim tíma hafði prentsmiðj- an verið rekin undir nafninu “The Heimskringla Norse Pub- lishing House.” Upphaflega voru það aðeins þrír menn sem keyptu, hinir sömu sem tóku við f hið fyrra skiftið er Frímann fór frá blaðinu. En nú bættu þeir við sig, fleirum, norðan og sunn- an landamæranna, er lögðu fram fé fyrirtækinu til styrktar. Loks var félagið löggilt, 29. ágúst 1890 og nefndist þá, og eftir það þangað til það féll “The Heimskringla Printing and Publishing Co. Ltd.” Bættust Þá nokkrir í félagið. Gerði stofnskráin ráð fyrir $12,000 höfuðstól og var hluturinn mið- aður við $10.00. Var nú gerð tilraun að selja hluti er heppn- aðist sæmilega. Óx þannig hlutaféð, unz það var komið UPP í $4,200. En jafn harðan Sem það óx, gekk það aftur til Þurðar, því tekjur blaðsins guld- ust ekki og varð þá að nota það «1 viðhalds prentsmiðjunni og í reksturskostnað. Loks kom svo timinn að ekki hafðist upp meira fó, urðu þá úrræðin þau, eins °g að ofan er sagt, að félagið Var lýst gjaldþrota og eignir þess seldar fyrir skuldum. Ekki voru þessi miklu vanskil Því að kenna að blaðið væri ekki vinsælt. Það var ágætlega rit- aö, einkum með sprettum. Það tiutti skemtilegar sögur sem fólk var sólgið í að heyra, eins °& t. d. “Gypsy Blair”, “Áttung- urinn”, “Kapitola”, “Er þetta sonur yðar? ”, ‘‘Úr frelsis baráttu ítala”, ”Jafet í Föðurleit”, “Vesturfarinn” o. fl. Það flutti greinilegar fréttir frá íslandi, og af því helzta sem var að gerast hér í landi. Það hvatti menn til framtaks og félagsskapar. Það tók svari lítilmagnans og veitti öllum málfrelsi er rituðu af sæmilegri skynsemd. Það var fólksins blað. Saga gerðist um þetta leyti, er sýnir hvað fólk sóttist eftir blöðunum og þá einkum fram- haldinu af sögunum sem þau j fluttu. íslendingur veiktist og jvar lagður inn á spítala í Park ! River, þar bjó þá höfuð læknir íslendinga, Dr. Moritz Halldórs- son. Hann ákvað að skera manninn upp við meinsemd þeirri setm að honum gekk og lét svæfa hann. Er uppskurð- inum var lokið, ætlaði ekki að verða mögulegt að vekja mann- inn aftur. Leitaði læknir allra ráða en alt kom fyrir eitt, sjúkl- ingurinn lá eins og dauður væri og hreyfðist ekki hvað sem gert var. Loks datt læknirnum ráð í hug. Hann þrífur í öxlina á manninum, ýtir við honum og segir: “Hvað er þetta maður, vaknaðu maður, ætlarðu ekki að vakna, Heimskringla er kom- in?” Það þurfti ekki meira. Bros færðist yfir hið dauða- stirða andlit og jafnskjótt er hann heyrði Heimskringlu nefnda, vaknaði hann, reis upp á uppskurðarborðinu og bað að láta færa sér blaðið. — Ef nú blaðið var vinsælt og naut alþýðuhylli af hverju stöf- uðu þá vanskilin? Um það geta verið skiftar skoðanir, en þó er naumast nema einu til að svara. Þau stöfuðu af því upplagi sem skap- ast hafði, aftur í öldum, hjá ís- lendingum, að vera óáreiðilegir í smáviðskiftum og kærulausir, þó orð þeirra og skuldbindingar standi í öllum stærri viðskiftum eins og stafur á bók. Þetta er óþægileg staðhæfing, en þetta virðist hafa fylgt og fylgja alt af mörgum, eins og einskonar ætt- ar draugur, er þeir hafa ekki getað losað sig við. En hvílíkt tjón þetta hefir skapað, og skap- ar, verður fyrst ljóst er rifjuð er upp saga fyrirtækja vorra hér í landi. Alment þráðu menn að hafa blöðin, en enga hugmynd höfðu þeir um hvernig hagur þeirra stóð, eða hverjum óþægindum það sætti fyrir fátækar prent- smiðjur að verða að bíða svo árum skifti eftir áskriftargjald- inu. Það kom sem reiðarslag yfir j menn er þeir spurðu að “Heims- kringla” væri fallin. Gripu sumir til pennans og ortu eftir hana saknaðarstef og táruðust í anda yfir slíkri óhamingju; aðrir kendu þetta metnaðarskorti og óhagsýni útgefenda, en fáir j munu hafa sakað sjálfa sig. Var ; nú bráðlega farið að ræða um að reisa hana á fætur aftur og hófust samtök í því skyni í Dakota, að kaupa prentáhöldin, færa þau suður og gefa blaðið út þar. E,n þegar til kom vildi þrotabús ráðsmaður ekki selja áhöldin eða útgáfu réttinn suð- ur. Dró hann söluna á langinr. alt sumarið, í þeirri von að kaup yrðu gerð hér nyrðra er að lok- um varð. Var útgáfuréttur og prentáhöld seld félagi er þá var stofnað og nefndist Walters- Swanson & Co. — Eigendur voru Björn F. Walters (Jósa- fatsson, frá Gili í Svartár- dal) mikilhæfur maður á margra lund, síðar verzlunar • maður og vara-lögtaksmaður í Pembina; Gunnar fóðursali og kaupmaður Sveinsson í Winni- peg og Einar Ólafsson er á hendi hafði þrotabús ráðs- menskuna. Hinar eignir félags- ins, lóðir og hús, tóku skuldu- nautar er haft höfðu þær að veði. Var nú prentsmiðjan færð á loftherbergi í byggingu er stóð við hornið á Princess og James St. Var Einar Ólafsson kjörinn ritstjóri blaðsins en Björn F. Walters ráðsmaður, og er fyrsta blaðið dagsett 14. október 1897. Er svo blaðið gefið út þar upp að 23. febrúar 1899 að prent- smiðjan er enn á ný færð, nú ao 547 Aðalstræti og svo þaðan 24. okt. 1901 að 219 McDermot Ave. Á þessu tímabili urðu tíð eig- enda skifti að blaðinu. 10 marz 1898, hættir Einar Ólafsson rit- stjórn. Kaupir B. F. Walters þá prentsmiðjuna einn, og tekur við ritstjórninni, en 13. október sama ár selur hann blaðið Bald- vin L. Baldvinssyni er þá gerðist eigandi þess fram að 1. okt. 1913. Bygði hann hús yfir prentsmiðjuna að 729 Sherbrock St., og var blaðið svo gefið þar út, frá 9. júní 1904, til 28. sept. 1921. Er nú hrakningasaga prent- smiðjunnar senn til enda sögð. Árið 1913 — 1. október seldi Baldvin blaðið og prentsmiðjuna hlutafélaginu “The Viking Press Ltd.” Hefir það verið útgefandi og eigandi Heimskringlu fram til þessa, eða í 23 ár. Lét það byggja hús að 853 Sargent Ave . og færa prentsmiðjuna þangað, með október 1921 og hefir Heimskringla verið gefin út þar í þessi síðastliðin 15 ár. Frh. á 6. bls. Dr. M. B. Halldórson Þakkar HEIMSKRINGLU fyrir sitt ágæta og afar þarfa starf síðan hún var stofnuð fyrir fimtíu árum síðan og óskar henni langra lífdaga. r A afmælisdegi JNtmökringlU Til hamingju Heimskringla! Njóttu vinsælda og langlífis, í önnur fimtíu ár! G. S. Thorvaldson Barrister, Solicitor & c. 702 Confederation Life Building, Winnipeg, Man. Skrifstofu sími: 97 024 — Heimilis sími: 402 704 Arnaðarkveðja til J|etmskrínglu! á firntíu ára afmæli hennar VINSAMLEGAST W. J. LINDAL, K. C. Barrister, Solicitor & c. • Skrifstofu sími: 97 621 — Heima sími: 35 736 Room 7, Board Building, Winnipeg, Man. Afmælisóskir til “J|etmskrinslu” 1886 - 1936 er hún nú endar fimtugasta árið • • Björn Stefansson Barrister, Solicitor & etc. Skrifstofu sími: 97 621 — Heima sími 31 964 Room 7 Board Building WINNIPEG MANITOBA North West Commission Kornverzlunarmenn 103 Grain Exchange Bldg. Winnipeg, Man. Óska HEIMSKRINGLU alls árnaSar fyrir 50 ára starf í þarfir Vestur-íslendinga. fslendingar! Styðjið íslenzkt viðskiftalíf hér í álfu yður til hagsældar og frama. f/, ■ 4 1 A Með afmælisóskum til Heímsferínglu Hannes Pétursson og Olafur Pétursson Fjársýslumenn og Fasteignasalar 608 TORONTO GENERAL TRUSTS BLDG. Portage Ave., Winnipeg Talsími 23 631 H. A. BERGMAN fslenzkur lögmaður Skrifstofa: 811 McArthur Building WINNIPEG, MAN. Afmæliskveðja til HEIMSKRINGLU frá Dr. B. H. Olson 216 MEDICAL ARTS BLDG. WINNIPEG MANITOBA HEIMSKRINGLA til hamingju, með afmæl- isdaginn þinn! Vertu fastheldin og framsækin og hollum þjóðmálastefnum trú, til farsældar fyrir land og lýð. H. M. H annesson Barrister, Solicitor & c. • 408 Great West Permanent Building Sími 94135 WINNIPEG MANITOBA VIKING FISHERIES óska Viking Press Limited til hamingju á fimtugasta afmæli “HEIMSKRINGLU” PAUL S. REYKDAL Manager Heima sími 71 055 Skrifstofa: 720 Mclntyre Bldg. WINNIPEG MANITOBA

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.