Heimskringla - 14.10.1936, Síða 6

Heimskringla - 14.10.1936, Síða 6
6. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPBG, 14. OKT. 1936 HEIMSKRINGLA 50 ÁRA Pramh. frá 5. síðu. Frá efni fyrsta blaðsins hefir þegar að nokkuru leyti verið skýrt og skal ekki farið út í það frekar. Það gefur til kynna hvað fyrir stofnendunum vakti. En sem nærri má geta var ekki hugsanlegt að taka öll þau mál fyrir í einu sem þeir höfðu sett á dagskrá. Var því upp á þeim brotið smátt og smátt. í næstu blöðum eru þau athuguð hvert eftir annað einkum hin stærri og yfirgripsmeiri er snertu ekki eingöngu yfirstandandi tímann heldur framtíðina. íslendingar þurftu að komast upp, krefjast réttar síns og virðingar í hinu nýja þjóðfélagi. Það gátu þeir bezt gert með því að halda sam- an, beita afli sínu í sameiningu, afla sér mentunar, losa sig við hjárænuskap og hindurvitni, koma á fót virðulegum stofn- unum og varðveita það sem þeir áttu bezt í sjálfum sér, og menn- ingu feðra sinna. “Það þarf að komast sérstakt félag á í hverri einustu íslenzkri nýlendu í Ame- ríku, og svo þurfa öll þau fé- lög að sameinast í eitt allsherjar félag. — — Ef vér fylgjumst að í velferðarmálum vorum, þá skoða hérlendir menn oss sem vald og taka oss til greina sem þjóðflokk”, stendur í ritgerðinni “Félagsskapur íslendinga í Vest- urheimi”, í 4. tölublaði. í ritgerðinni um “Sveitar- stjórn í Nýja íslandi” eru ný- leindumenn hvattir til þess að beiðast fullkominna sveitarrétt- inda, löggilda nýlenduna sem sveit, undir sveitalögum fylkis- ins, til þess þeir geti notið þess hagnaðar sem löggildingin veit- ir, — ráðið bót “á samgöngu- leysinu, viðskiftaleysinu, pen- ingaleysinu og skólaleysinu.” Þeir stóðu utan við lög og rétt Þeir gátu ekki staðið straum af almennu skólahaldi, án styrktar úr mentamálasjóði fylkisins, og afleiðingin varð sú, að börnin fóru á mis við þá mentun sem börnum annarstaðar í fylkinu var veitt, þar sem lögleg sveitar- stjóm var komin á fót og sveitin naut ákveðins styrks til skóla- halds frá hinu opinbera. Þá er ráðið til þess að verka- menn bindist samtökum sín á meðal, hefji sig upp úr neðstu tröppunni og helzt, gerist sínir eigin atvinnuveitendur. “Eigum mmi\mvmmJAfmÆfJMmmMv.mmmmmmmmmmmmii^ J. J. Swanson & Co. Ltd. 601 Paris Building, Winnipeg, Man. FASTEIGNASALAR OG FJÁRSÝSLUMENN Óska HEIMSKRINGLU og öllum iðnaðar og verzlunarfyrirtækjum fslendinga vaxtar og við- gangs í landinu. wrnmmmmTmfflfflmmmmmmmwmmwmfflmmTfr wmmimmmimsm\\mmmmimm<wimmmmi^ Elzta Islenzka útfararstofan í landinu 3. áb. parbal (Stofnuð 1894) FUNERAL DIRECTORS Sími 86 607 843 Sherbrook St. WINNIPEG — MANITOBA Óskar HEIMSKRINGLU, elzta íslenzka fréttablaðinu í landinu, allra heilla á fimtugs afmæli hennar. 3 A. S. BARDAL, President PAUL BARDAL, Manager vér ekki að líta stærra á oss en svo, að vér viljum vera áburð- arjálkar annara þjóða manna, sem hér eru samankomnir,” (nr. 5, 10. okt. 1886), er spurt. At- vinnulausu fólki er ráðið til að 1 flytja út á land og búa þar um sig. Og til þess að geta orðið sem bezt til leiðbeiningar, í þeim efnum, fer Frímann landskoð- unarferðir vestur um land, vest- ur og norður með Manitoba- vatni, og má hann því eiginlega heita forgöngumaður að stofnun nýlendunnar við Manitoba-vatn ' — Álftavatnsnýlendunnar. Haustið 1886- lág helzt við , borð að hinn eini íslenzki söfn- | uður sem þá var til hér í bæ myndi gefast upp, sökum óein- j ingar og féleysis. — Séra Jón , Bjarnason hafði þá verið starf- andi meðal landa sinna hér í tvö ár. Laun sín hafði hann ekki fengið goldin nema að litlu leyti. J Annað virtist ekki sýnna en hann hlyti að hverfa heim aftur. Um þetta efni birtist ritgerð eft- jir einn ritstjórann (E. H. ?), og er þar komist svo að orði: “Eftir ' því sem skoðanir manna eru hér ! í landi, þá er það íslendingum til sóma að hafa prest og safnaðar- líf út af fyrir sig, og það verður þeim til mikillar óvirðingar í augum manna, ef hver einstak- ur dregur sig svo í hlé, að þeir verða að hætta við það,” (nr. 3, 26. sept. 1886). í 6. tölublaði er rætt um sjálf- stæði, umburðarlyndi og dreng- lyndi, — það drenglyndi, að bera ekki vopn hver á annan, þó menn greini á um ýmislegt Sannfæringin er séreign hvers og eins og ber hver ábyrgð fyrir henni sjálfur. Ekki verður því neitað að fremur flýttu ritgerðir þessar fyrir framgangi sumra þeirra mála er þannig voru rædd. Árið 1887 er sett á stofn hin fyrsta sveitarstjórn í Nýja íslandi í samræmi við almenn landslög. Er þá tekið upp alment, skóla- hald í nýlendunni, þó fámenn væri, og skólar ekki haldnir nema nokkum hluta af hinum ákveðna skólatíma. Þá var stofnað íslenzkt verkamannafé- lag nokkru seinna og var það fyrsti félagsskapur þeirrar teg- undar í Winnipeg. Enda var ritgerðum um það mál haldið uppi í blaðinu um lengri tíma. — Þessi nýbreytni íslendinga mæltist ekki vel fyrir meðal hérlendra vinnuveitenda og sætti töluverðri andstöðu, en hún hafði holl áhrif á þá sjálfa, til þess að skapa hjá þeim sjálf- stæði og virðingu fyrir kröfum sínum og þjóðemi. Eigi var nema rétt byrjað á verkefninu er blaðið varð að hætta 9. des., en þar var aftur tekið til máls, er áður var frá- horfið, er það hóf göngu sína á ný 7. apríl 1887. Fara þá fleiri raddir að láta til sín heyra. Eru nú flutt vikulega, fréttabréf, úr bygðarlögunum, og þess helzta getið sem þar var að gerast. Með bréfum þessum gátu bygð- irnar fylgst hver með annari, og fundið til sameiginlegrar baráttu fyrir bættum lífskjör- um. Komu þá og líka fyrst fyr- ir almenningssjónir kvæði og sögur höfunda þeirra er síðar gátu sér alþjóðar orðstír. — Fyrsta kvæði J. Magnúsar Bjarnasonar er birt 7. júlí 1887, og Kristins Stefánssonar 1. sept. sama ár; Stephans G. Stephans- sonar 22. ág. og Jóns Runólfs- sonar 5. sept. 1889. Um þetta leyti vakna að nýju, trúmála umræður er legið höfðu niðri um stund. Orsakimar til þeirra voru þær, að um þessar mundir var kapp mikið lagt á að sameina alla í einn kirkjuleg- an félagsskap. Nærgætni var eigi nógu mikil sýnd með því, að viðurkenna að menn voru all- sundurleitir í þeim skoðunum, og því óhugsandi að því takmarki yrði náð. Menn voru skjótir til , móðgunar, litu á alla starfsemi, frá mjög persónulegu sjónar- miði, og þoldu engar athuga- semdir eða aðfinslur. Leiddi því starfsemi þessi fremur til sundr- ungar en samkomulags og kem- | ur það ótvírætt fram í ritgerð- lunum. Oflangt mál yrði það, I að ætla að skýra frá þessum deilum og sundurliða þær, enda skal það ekki reynt. Hið sama má segja um flokkaskiftinguna líka flutt sem ítarlegastar Is- landsfréttir, svo lesendur fengu sem bezt fylgst með þeim miál- um og framförum sem eru að gerast heima á ættjörðinni. Það hefir sí og æ brýnt fyrir fólki, að láta ekki falla á þjóðarheiður sinn í þessu landi, en kappkosta að reynast hér sem beztir borg- arar, í hinu uppvaxandi þjóðlífi. í landsmálum hefir það fylgt, sjálfstæðis stefnunni trúandi því að hver sem segir skilið við fortíðina fái naumast skapað sér veglega framtíð. Þessir hafa verið ritstjórar Heimskringlu í þessi fimtíu ár. Frímann B. Anderson (9. sept. 1886—9. des. 1886) Einar Hjörleifsson (9. sept. 1886—2. des. 1886) Eggert Jóhannsson (9. sept. 1886—27. des. 1887) Frímann B. Anderson (27. des. 1887—12. nóv. 1888) Eggert Jóhannsson (12. nóv. 1888—21. jan. 1891) Gestur Pálsson (12. júní 1890—19. ág. 1891) Jón E. Eldon (26. ág. 1891—25 febr. 1892) Jón Ólafsson (2. mar. 1892—24, mar. 1894) Eggert Jóhannsson (24. mar. 1894—27. maí 1897) Einar Ólafsson (14. okt. 1897—10. marz 1898) Björn Freeman Walters (10. marz 1898—1. okt. 1898) B. L. Baldvinsson (1. okt. 1898—24. apr. 1913) Gunnl. Tryggvi Jónsson (24. apríl 1913—30. okt. 1913) Rögnv. Pétursson (6. nóv. 1913—29. okt. 1914) Magnús J. Skaptason (6. nóv. 1914—8. marz 1917) Ólafur Tr. Johnson (15. marz 1917—13. ág. 1919) Gunnl. Tr. Jónsson (20. ág. 1919—25. maí 1921) í landsmálunum. Eins og gefur að skilja, á því | sem hér hefir verið sagt, um hin ! tíðu eigendaskifti að blaðinu, 'urðu ritstjóra skifti ærið tíð I framan af árum; sátu sumir | árið, aðrir skemur og aðeins jSárafáir lengur en tvö til þrjú ár. Á tímabilinu frá 9. sept. 1886 til ársloka 1898 höfðu rit- stjórar verið tíu að tölu við blaðið. En þrátt fyrir þessi tíðu umskifti hélt blaðið sömu stefnu I • í öllum almennum málum og því! J var sett í byrjun. Er fullkomið ! samhengi í stefnu þess og skoð- unum, hver sem við stýrið situr, j þó miklu muni hvernig um mál er ritað, fyrst og síðast. Full- | komið rit- og skoðanafrelsi hef- ir jafnan verið leyft. Það var hugsjón sem Eggert Jóhannsson setti hæst á stefnuskrá strax í byrjun, og hefir verið endurtek- in við hver eigenda skifti. Frá henni hefir eigi verið vikið nema um rúmt fimm ára tímabil, með- an stóð á heimstyrjöldinni miklu, en þá voru öll blöð í land- inu, svift fullkomnu ritfrelsi. — Blaðið hefir jafnan stutt frjálsar skoðanir í trúarefnum, í þeirri trú að það efli dómgreind manna í öðrum efnum og rétt- sýni, að vera óháðir öllum kreddulærdómum er leggja höft á mannlega skynsemi og sjálf- stæða rannsókn. Það hefir á- valt hvatt til ræktarsemi við ís- land og við alt sem íslenzkt er, að fornu og nýju, og í því skyni Bænd abúðin í Á rborsf Samfagnar með HEIMSKRINGLU yfir fimtíu ára afmæli langra lífdaga. lennar og óskar henni • The Arborg Farmer’s Co-operative Assn. Ltd. G. O. EINARSSON, ráðsmaður ARBORG MANITOBA Arctic Ice Company Limited 156 Bell Ave. WINNIPEG Sími 42 321 MANITOBA Óskar HEIMSKRINGLU langra lífdaga og farsællar framtíðar á hinu fimtugasta afmæli henn- ar. Láti hún sín lengi að góðu getið! swmi m Árnaðaróskir! í tilefni af hálfrar aldar afmæli HEIMSKRINGLU, flytur LÖGBERG henni, og þeim, sem að henni standa, árnaðaróskir sínar. Megi hún halda fullu fjöri á Aldarafmælinu og birta þá einnig sjálfa sig í íslenzkum hátíðabúningi. Virðingarfylst, The Columbið Press Ltd. Útgefendur “LÖGBERGS” — . 4*-----------------------•t—... _ ■<’- J' ' - * .......• CONGRATULATIONS to the I)etm6fenngla ON THIS ITS 50th. ANNIVERSARY STOVEL COMPANY LIMITED "A COMPLETE PRINTING SERVICE” BANNATYNE AVENUE W I N N I P E G

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.