Heimskringla - 13.01.1937, Side 8

Heimskringla - 13.01.1937, Side 8
8. SÍÐA. HEIMSKRINCLA WINNIPEG, 13. JANÚAR 1937 FJÆR OG NÆR Messur í Winnipeg Tvær guðsþjónustur fara fram í Sambandskirkjunni í Winnipeg eins og venjulega, næstkomandi sunnudag, á ensku kl. 11 f. h. og á íslenzku kl. 7 e. h. Prestur safnaðarins messar. Fjölmennið! Sunndagaskólinn kemur saman kl. 12.15. Sendið börnin yðar þangað! * * * Messað verður í Sambands- kirkjunni í Árborg sunnudaginn 17. jan. n. k. kl. 2 e. h. * * « Samkoma og kappræða f Sambandskirkjunni verður samkoma og kappræða næstkom- andi mánudagskvöld kl. 8.30. Á skemtiskránni verða Mr. John Tait með gamanvísur og söngva, Mrs. Ragnar G. Gíslason með einsöngva og Mr. Pétur Magnus með einsöngva. Kappræðumenn- irnir verða kappræðusnillingarn- ir séra Guðm. Árnason og Dr. Sig. Júl. Jóhannesson. Kapp- ræðuefnið verður: “Er menning vor í hættu við að eyðileggjast!” Já hliðina tekur séra Guðmund- ur Árnason, en nei hliðina, Dr. Sig. Júl. Jóhannesson. Mega menn eiga von á mjög skemti- legu og fræðandi kvöldi. Inn- gangur verður aðeins 25c — Lát- ið þetta fréttast og fjölmennið! * * " * Stoðir Samfélagsins Leikfélag Sambandssafnaðar hefir í huga að endurtaka leikinn “Stoðir Samfélagsins”, nú við næstu mánaðamót. Hafa ýmsar raddir látið til sín heyra, er óska eftir að leikurinn verði endur- tekinn. Hefir það því vej;ið á- kveðið að sýna hann þriðjudags- kvöldið 2. febrúar. Frá þessu verður nánar skýrt í næsta blaði. * * * Ársfundur Leikfélagsins Leikfélag Sambandssafnaðar heldur ársfund, í kirkju safnað- arins, miðvikudagskveldið 13. þ. m. (í kvöld) kl. 8 e. h. Auk venjulegra ársfundar starfa liggja ýms áríðandi mál fyrir fundi, er því sérstaklega skorað á félagsfólk að mæta. f umboði forstöðunefndar. Elin Hall, forseti B. E .Johnson, skrifari * * * Fyrrum og nú Um bygðir menn þjóta á bifreið- um nú með brunandi ferð eins og örin, en alment hér fyrrum menn keyrðu á kú og komust, þó seint gengi förin. G. J. P. Almanakið 1937 43. ár. INNIHALD : Almanaksmánuðimir, um tímatalið, veðurathuganir og fleira. Safn til landnámssögu Islendinga við Brown, Manitoba, með myndum. V Eftir Jóhannes H. Húnfjörð Drög til landnámssögu Isl. við norð- urhluta Manitobavatns, — með myndum. Eftir Guðmund Jóns- son. * Söguágrip Isl. í Suður-Cypress sveit- inni í Manitoba. Eftir G. J. Ole- son, með myndum. Landnámssaga mín eftir Martein Jónsson, með myndum, skrifuð af honum sjálfum. Með byssu og boga. — Eftir Grim Eyford. Deiðréttingar við landnámssöguþátt Isl. í Keewatin í Almanakinu 1936. Eftir B. Sveinsson. Helztu viðburðir og mannalát meðal Isl. i Vesturheimi. Almanakið alls 120 bls. Kostar 50 cents Til sölu föstud. 8. jan. 1937 • ÓLAFUR S. THORGEIRSSON 674 Sargent Ave. Winnipeg Dánarfregn Síðastliðin föstudagsmorgun 8. þ. m. andaðist Kristjana Sig- urðardóttir Hafliðason á St. Boniface spítalanum. útförin fór fram s. 1. mánudag frá Gard- ner’s útfararsal á Kennedy St., og jarðað var í Brookside graf- reit. Kristjana er ættuð úr Mýrasýslu í Borgarfirðinum. — Fæðingarstaður hennar var Miklholt í Mýrarsýslu, og for- eldrar hennar, Sigurður Saló- monsson og Guðbjörg Hákonar- dóttir. Hún var fædd 9. okt. 1859. Hún kom til þessa lands árið 1888 ásamt eiginmanni sín- um Kristjáni Hafliðasyni, sem er dáin fyrir mörgum árum. — Börn hennar, sem íifa hana, eru Sigurborg (Lóa), sem hún bjó hjá öll síðustu árin) hér í bæ; Guðrún, gift Jóhannesi Grímólfssyni á Mikley, og Kristjánína, gift Sigurði Stef- ánssyni í Seattle. Jóhanna, önn- ur dóttir andaðist fyrir nokkrum árum. Við útförina voru séra Jóhann Bjarnason og séra Philip M. Pétursson sem báðir fluttu nokk- ur minnjngarorð um hina öldr- uðu konu semí nú er til hvíld,ar gengin eftir langa og erfiða æfi. * * * í bréfi vestan frá Wynyard, er þess getið að skarlatssótt gangi í bygðum þár vestra og að skól- um hafi sumstaðar verið lokað. Tvö börn séra Jakobs Jónssonar liggja. * * * Almanak 0. S. Thorgeirssonar yfir árið 1937 er komið út. Hefir inni að halda landnámssöguþætti um íslendinga við Brown, Norð- ur-bygðanna við Manitobavatn, Glenboro og margvíslegan ann- an fróðleik. Almanakið mun komið til útsölumanna svo menn geta komist yfir það nú þegar með því að vitja þess þangað. * * * Dánarfregn Snemma í desember mánuði s. 1. andaðist Kristjana Gísladótt- ir, kona Eyjólfs Thorsteinsson- ar til heimilis á Beverley Street hér í bæ. — Hún hafði búið við vanheilsu í nokkur ár en versnaði snögglega seint í nóv- ember, og fór hnignandi úr því. — Hún var fædd á Ár- gerði í Eyjafirði, 18. nóvember 1865. Foreldrar hennar voru Gísli ólafsson og Guðríður Jó- hannesdóttir kona hans. Hún átti fimm bræður, sem eru allir dánir. Árið 1906 kom hún til þessa lands og giftist Eyjólfi Thorsteinssyni 1914, og áttu þau hjónin heima hér síðan. útförin fór fram frá útfarar- sal Bardals fimtudaginn 17. des. s. 1. og jarðað var í Brookside. Séra Philip M. Pétursson jarð- söng. * * * Ald. Paul Bardal, sem verið hefir formaður fátækranefnda^r í bæjarráðinu í Winnipeg, var end- urkosin í þá stöðu á fyrsta fundi hins nýkosna bæjarráðs, 7. jan. * * * Silver Tea og sala á heimtilbúnum mat, verður haldin undir umsjón I. 0. G. T. á 7 gólfi hjá T. Eaton Co., mánudaginn 25. jan. frá 2.30 til 5.30 e. h. * ~ * * Frónsfundur Þjóðræknisdeildin ‘Frbn’ held- ur skemtifund fimtudaginn 21. jan 1937, kl. 8 e. h. í neðri sal G. T. hússins. Fráfarandi stjórnar- nefnd skilar af sér reikningum og nýja nefndin tekur við. Pró- fessor J. G. Jóhannesson flytur ræðu, frú Alma Gíslason syngur tvo flokka af einsöngvum. Dr. Sig. Júl. Jóhannesson les upp og getur um hina nýútkomnu ljóða- bók P. S. Pálssonar. Enginn inngangseyrir eða samskot. — Allir velkomnir. Við Kviðsliti? Til linunar, bóta og styrktar reynið nýju umbúðirnar, teyju- lausar. Stál og sprotalausar. — skrifið: Smith Manfg. Company, Dept. 160, Preston, Ont. Mánudaginn þ. 3. jan. s. 1. voru gefin saman í hjónaband þau James McGowan og Victoria Língey Davidson, bæði frá Win- nipeg. —• Vígsluna framkvæði séra Guðm. P. Johnson, að heim- ili brúðarinnar 620 Toronto St., og verður það heimili ungu hjón- anna, fyrst um sinn. * * * Eimieiðin Síðasta hefti ársins 1936 er komið vestur og fæst hjá Magn- úsi Peterssyni, 313 Horace St., Norwood, Man. Efni þess er sem fylgir: NorðurJönd (kvæði) eftir Jakob Jóh. Smára. Norræn sam- virma eftir Svein Sigurðsson. Grasakonan (kvæði) eftirHuIdu. Grannkonan mín fagra (smá- saga) eftir Rabindranath Tag- ore (Sv. S. þýddi). Heilsulind- irnar í Karlsbad. fslenzkar heilsulindir? (með 7 myndum) eftir Svein Björnsson, sendi- herra. úr dagbók búðarstúlk- unnar (saga með mynd) eftir Elinborgu Lárusdóttur. Lóuvís- ur eftir Stefán Vagnsson. Vor- draumurinn (kvæði)' eftir ólaf Jóh. Sigurðsson. öskjuferð sum- arið 1936 (með mynd) eftir Hjört Björnsson frá Skála- brekku. Rökræður um búnaðar- og gengismál (með 2 myndum). Frumbúskapur og framleiðslu- verð, (opið bréf til hr. Halldórs Jónassonar) eftir Tyggva Kvar- an. Alþjóðahagur á að ráða eftir Halldór Jónasson. Gróður Gyðingalands eftir Fredrik Böök (Einar Guðmundsson þýddi). Hárin grána eftir Herdísi og ólínu. Tvö ljóðabréf eftir Forn- ólf. Hrikaleg örlög (saga) eftir Joseph Conrad (framh.). Raddir. Ritsjá. * * >ii BRÉF Fækkar frumherjum, fangbragða mönnum. Fóstran þeim bíður faðminn að launum. Sunnud. 3. jan. kl. 6 e. h. var Finnur Johnson frá Calgary, Alta., á gangi yfir aðalgötuna hér við 15th St., er bíll keyrði svo nálægt honum að hann slengdist um koll og beið svo að segja samstundis bana af. Dómur var settur í málið 5. jan. og dæmt af 9 kviðdómend- >um að keyrsla bílstjórans varð- aði ekki við lög, og slysið því ó- hjákvæmilegt undir kringum- stæðunum. Hinn látni bjó á hóteli bæjarins. Finnur Jónsson var fæddur að Heiðarhúsum á Þelamörk í Eyja- fjarðarsýslu, 18. des. 1860, og því fullra 76 ára er hann lézt. Finnur var hinn bezti drengur og nýtasti borgari, eg þykist vita að hans verði frekar getið í bloðunum að tilhlutun ættingj- anna. Finnur kom*hingað að læknis- ráði og ætlaði að dv»lja hér á ströndinni í 4—5 mánuði,” nú dvelur hann á annari strönd og tefur lengur. Þelmerkingur og æfilangt vinur hins látna. 7. jan. 1937. John S. Laxdal National City, Calif. —j------------- Nýja Ijóðabókin “Norður-Reykir” eftir Pál. ,j«J. Páísson er til sölu hjá eftirfylgjandi útsölumönn- um: Ánborg: G. O. Einarsson Foam Lake: John Janusson Gimli: Kr. W Kemested Geysir: T. Böðvarsson Glenboro: G. J. Oleson Kandahar: S. S. Anderson Keewatin: S. Björnsson Leslie: Th. Guðmundsson Piney: S. S. Anderson Selkirk: K. S. Pálsson Steep Rock: F. E. Snidal Winnipegosis: Ingi Andérson Blaine, Washi, Rev. H. E. John son Cavalier, N. Dak.: J. K. Einars- son Chicago, 111.: Geo. F. Long Garðar, N. D.: J. S. Bergmann Mountain, N. D.: Th. Thorfinns- son Winnipeg: Magnus Peterson 313 Horace St., Norwood Viking Press Ltd. Sargent Ave. P. S. Pálsson 796 Banning Street Bókin kostar $1.50 í kápu — $2.00 í skrautbandi. Tilbúið fljót Vestur í Californíu hefir 9 þús und manns verið falið það verk á hendur að búa til 500 km. langt fljót og hafa lokið því á þremur árum. Fljót þetta er hin nýja vatnsveita fyrir Los Angeles, og úerður það stærsta vatnsveita í heimi. Henni er ætlað að flytja 25 miljónir lítra af vatni til borg- arinnar á dag. Vatnsveitan ligg- ur í jarðgöngum gegn um fjöll og hæðir á 180 km. löngu svæði, en um eyðimerkur að mestu að öðru leyti. (Einn af aðal-verkfræðingun- um við þetta stórvirki er íslend- ingurinn Magnús Hjálmarsson, verkfræðingur, sonur Halldórs heitins Hjálmarssonar búfræð- ings og Margrétar Bjarnad. konu hans, er bjuggu lengst um að Akra, N. D.) Hér fer á eftir saga af hinni þektu skáldkonu Marie Corelli: Hún var einu sinni spurð að því, hversvegna hún gifti sig ekki. “Á mínu heimili eru þrjár ver- ur, sem allar hafa eiginleika meðal-eiginmanns, svo að eg þarf engan slíkan,” svaraði hún. “Hvað áttu við?” sagði sá, er spurt hafði. “Já,” sagði Marie Corelli, “eg á hund, sem liggur á meltunni allan fyrri hluta dags, páfagauk, sem sefur allan seinni hlutann, og kött, sem er úti á hverju kvöldi.—Dvctl. GÖMUL HUGMYND UM ALHEIMSMÁL KEMUR FRAM AÐ NÝJU í sunnudagshefti “Politiken” frá 5. des. er grein eftir Felix von Binzer, sem heitir “Skal vi skrive Hieroglyffer ?” Lýsir greinarhöf. hve mikils virði það væri, ef hægt væri að koma upp alheims táknmáli, þar sem tákn væri í stað orða fyrir sama hugtakið, j>g menn allra þjóða gætu lesið táknmálið hver á sinni tungu, með sínum orðum. Höf. bendir á, að þegar sjón- varpið kemur til sögunnar, mætti á alheims táknmáli senda skýr- ingar með myndunum, er menn gætu skilið, hvar sem væri á hnettinum. Er greinarhöf. hefir sýnt fram á þýðing þessa, segir hann frá, að höfundur slíks táknmáls sé Páll Þorkelsson, sem allir Reyk- víkingar kannast við, og dó hér á Elliheimilinu í' fyrravetur. Hann var, sem kunnugt er, málamaður mikill. Greinarhöf. bendir á, að menn megi ekki álíta, að Páll Þorkels- son hafi ekki lifað og starfað, þó hvergi sé hans getið í alfræði- bókum. Því, eins og hann segir, það eru vitlausu uppfyndingarn- ar, sem jafnan fá mestan byr. Morgunblaðið hefir snúið sér til Páls Sveinssonar yfirkennara og spurt hann um þetta alheims- mál frænda hans. Gömul hugmynd — Er það nú komið aftur á dagskrá? segir Páll Sveinsson. Greinina í ‘Politiken’ hafði hann ekki'Séð. Það var rétt um aldamót, sem Páll heitinn Þorkelsson vann að þessu táknmáli sínu. Hann r^yndi að koma því á framfæri Lesið Heimskringlu Kaupið Heimskringlu Borgið Heimskringlu Ro. erlendis en það tókst ekki, nema hvað einstök blöð birtu um það nokkrar vingjarnlegar greinar. A. m. k. man eg, að í “Politiken” var grein um það. En síðan eru víst ein 33 ár. — Hvaða álit höfðuð þér á þessu táknmáli frænda yðar? — Eg verð að segja, að eg á- Ieit, að það myndi altaf verða of flókið, til þess að menn gætu al- ment lagt það á sig að læra það. — Hafði hann gert fullkomið táknkerfi yfir öll nauðsynleg orð? — Eg býst við því, að hann hafi litið svo á, að það væri full- gert frá hans hendi. — Og hvar eru nú skjöl og handritin niður komin, sem geyma þetta mál hans? — Það er mér ekki kunnugt. Síðustu ár æfinnar var hann á Elliheimilinu. Þar hafði hann öll sín skjöl og plögg. En hann var sem kunnugt er, blindur síðustu árin. Grein í “Familie Journal” Þá hefir blaðið haft tal af dr. Guðbrandi Jónssyni um þetta mál. Hann sagði m. a.: Páll frændi minn nefndi má! sitt “Ideografi”. ítarleg grein um þessa hugmynd hans birtist í “Familie-Journal” fyrir mörg- um árum. Get eg ímyndað mér,* að höf. greinarinnar í “Politik- en” hafi notað þá grein til þess að rita sína. Er mér ekki kunn- ugt um, að annarsstaðar hafi komið út ítarleg lýsing á hug- mynd þessari. Eg er ekki viss um, að í hand> ritum hans, sem hann lét eftir sig, séu þau drög sem hann end- ur fyrir löngu gerði að “Ideo- grafinu’ ’sinni. Því sjálfur hafði hann fyrir löngu hætt að hugsa um hana. En af greininni í “Familie Journal” er alveg hægt að læra hvernig hann hugsaði bygging og samsetning tákn- málsins. Eg fyrir mitt leyti, sagði G. J. að lokum, tel, að mál hans geti orðið svo óbrotið og auðlært, að það gæti vel komið að tilætluð- um notum. í greininni í “Politiken” er táknmáli Páls Thorkelssonar lýst með nokkrum dæmum, sýnt m. a. hvernig beygingar sagna, nafn- orða og fornafna eru "játnar koma fram með táknum. Greinarhöf. leggur það til,, að þetta alheimsmál verði látið heita eftir höf. þess og nefi»% P. Tí S.-mál.—Mbl. MESSUR og FUNDIR í kirkju SambaniscafnaSar Uessur: — á hverjum sunnudegi Kl. 11 f. h. á ensku Kl. 7 e. h. á íslenzku. SafnaSarnefndin: Funólr 1. fðetu- deg hvers mánaðar. Hjálparnefndin: — Fundlr fyrsia mánudagskveld í hverjum mánuði. KvenfélagiO: Fundlr annan þriSJu- dag hvers mánaðar, kl. 8 að kveldinu. Söngœfingar: lslenzki &öng- flokkurinn á hverju fimtu- ' dagskvöldi. Enski söngflokkurinn á hverju föstudagskvöldi. Sunnudagaskólinn: — Á hverjum sunnudegi, kl. 12.15 e. h. VERZLUNARNÁMSKEIÐ Þjóðræknisfélag íslendinga í Vesturheimi hefir til sölu nám- skeið við alla höfuð verzlunar- skóla bæjarins með vægum kjörum. Ungt fólk er hefir i huga að leggja fyrir sig verzl- unarnám ætti að leita upplýs- inga um iþetta. Talið við eða símið: Á. P. Jóhannsson, 910 Palmerston Ave., sími 71 177. OPIÐ BRÉF TIL KUNNINGJANNA Frh. frá 7. bls. ætluðum notum. Síðar tók eg eftir því, að allmargt af kven- fólkinu var orðið skegglaust. — Það hafa því fleiri orðið fyrir sömu afdrifunum, en þessir skellihlátrar um allan garðin létu sérlega vel í eyrum mér. Nú var þessi lystigarður orðin nærri troðfullur og nú var kl 12, og þá tók út yfir alt. Gamla árið brent á báli, öllum klukkum og stórum blásturs pípum hringt og blásið og skothríð mikil og eg vissi svo eða heyrði ekki meir, því eg hélt fyrir eyrun í langan tíma. Eftir mikinn troðning og eftirminni- legt kveld, náðum við heim kl. 3; og aldrei á æfi minni hefi eg heyrt eða séð önnur eins fagnað- arlæti við nokkurt tækifæri. Vonandi að þessu bjartsýna, glaðværa fólki, verði að von sinni og óskum, að þetta nýbyrjaða ár verði því til gengis og gæfu. Og okkur líka kæru vinir minir, og öllum löndum okkar alstaðar. Já, að árið verði öllum heimin- um ljúft og blítt og rótt sem heiðskír draumanótt. Vinsamlegast, A. Johnson (frá Sinclair), 7007 Normal Blvd., Chicago, 111. V — Lesið Heimskringlu Borgið Heimskringlu SAMK0MA • «« og KAPPRÆDA undir umsjón Stjórnarnefndar Sambandssafnaðar Á skemtiskránni: Mr. John Tait, gamanvísur og söngvar Mrs. Ragnar G. Gíslason, einsöngvar Mr. Pétur Magnus, einsöngvar Kappræða -— “Er menning vor í hættu með að eyði- leggjast.” “já” — Séra Guðm Árnason “nei” — Dr. Sig. Júl. Jóhannesson NÆSTKOMANDI MÁNUDAGSKVÖLD f SAMBANDSKIRKJUNNI, 18. þ. m. kl. 8.30 Inngangur aðeins 25c Fjölmennið! WELLINGTON BAKARÍIÐ 764 Wellington Avt. Sími 25 502 Hið einasta íslenzka bakarí í Winnipeg borg Kringlur og tvíbökur af beztu tegund og lagað úr bezta efni, ásamt fjölda, bæði íslenzkum og canadiskum brauð og köku tegundum, sem seljast ný úr ofninum á hverjum degi.Brúðarkökur bezt lagaðar og ljómandi vel puntaðar einnig áskrifaðar hamingjuóskir. Kringlur á 15c í heildsölu og Tvíbökur á 20c þá keypt eru 10 pd. eða meira. fslenzk Rúgbrauð 20 oz. 2 fyrir 15c og 6c þá tekin eru 10 brauð minst, (geymast vel, og mjög góð til neyzlu, löguð af bezta rúgmjöli, (fine rye). Gleymið ekki að okkar nýja símanúmer er 25 502. Beztu þakkir fyrir viðskiftin, góðu landar. # / \ \

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.