Heimskringla - 03.03.1937, Page 5
WINNIP^G, 3. MARZ 1937
HEIMSKRINGLA
5. SIÐA
Við kaupum HÚÐIR, ALFALFA, SWEET CLOVER og
BROME GRASS hæðsta verði
Símið eða skrifið:
Deloraine Exporting Company
DELORAINE, — MANITOBA
J. Fredriksson, ráðsmaður
var að þröngva honum til að af-
neita kenningu sinni viðvíkjandi
snúning og hringferð hnattar-
ins.
Trú á mátt sinn og megin hef-
ir í einhverju horfi loðað við
landann í gegnum alt og alt. —
Hann vill koma til dyranna eins
og hann er klæddur, vill hugsa
sínar eigin hugsanir, róa sínum
eigin bát, og ráða sinni eigin
landtöku.
Það er eitthvað svo forn-ís-
lenzkt við þetta alt saman að
það er ómögulegt annað að segja
en að okkur kyppi í kynið. '
Við tölum um að varðveita
vorn bókmentalega arf, að við-
halda voru fagra máli, að gróð
ursetja í Vesturheimi íslenzka
menningu. Alt er þetta gott og
gagnlegt. En hvað sem öllu
þessu líður þá er þó kannske
sjálfstæðis-andinn, sannleiks-
ástin, vor dýrmætasti arfur, það
sem mest ætti að hirða um og
hlúa að. Það er gjaldgeng vara
á torgi menta og menningar um
heim allan. Sá arfur þarf eng-
an túlk; hann skammast sín ekki
í koti karls og krýpur ekki að
fótskör konunganna.
“Vér trúum þér sjálfum,”
sagði enska sTíáldið mikla, “því
af því leiðir, eins og dagur kem-
ur á eftir nótt, að þú munt eng-
an svíkja.”
Við erum öll að skrifa bók —
bók lífsins — vors eigin lífs. —
Okkur langar öll til að blek-
sletturnar verði sem fæstar,
krassið sem minst.
Eg leyfi mér að enda þetta
erindi með broti úr kvæði eftir
íslenzka stórskáldið, Þorstein
Erlingsson; hann er að tala um
“Bókina sína”:
“Eg fékk þig svo ungur á fjar-
lægri strönd
og fyrr en eg kynni að lifa;
og á þér var hvarvetna annara
hönd—
því óvitar kunna ekki að skrifa.
En oft hefi eg hugsað um ógæfu
þína
og alla, sem skrifuðu í bókina
mína.
Eg veit þó sitt besta hver vinur
mér gaf
og viljandi blekti mig enginn;
en til þess að skafa það alt sam-
an af
er æfin að helmingi gengin.
Það verður á bók þess svo var-
lega að skrifa,
sem veikur er fæddur og skamt á
að lifa,
Og æskunnar menjar það mein-
lega ber,
sem mitt var hið dýrasta og
eina— ,
um síðuna þá, sem þar óskrifuð
er,
eg ætla ekki að metast við neina:
mig langar að sá enga lýgi þar
finni,
sem lokar að síðustu bókinni
minni.
Eg veit að allir sannir íslend-
ingar taka undir með Þorsteini
og vilja gjarnan velja sem eink-
unarorð á titil-blað sinnar eigin
bókar:
“Mig langar að sá enga lýgi þar
finni,
sem lokar að síðustu bókinni
minni.”
ALDREI FYR
og aldrei framar verður jafn verð-
mæt bók sem þessi fáanlega fyrir
35c. Heilbrigðar ráðleggingar og
upplýsingar um: að ha,lda við heils-
unni, lengja lífið; hjálp í sjúkdóm-
um og slysum; leiðbeiningar við
_ húshald; að ná blettum úr fötum:
‘ elda við moðsuðu; baka brauð;
gera fatnað og skó vatnsheld;
finna vatn í jörðu; þvo; þurhreinsa
eyða veggamaur; tímatal í 2000
ár; kurteisishegðan fyrir unga
menn og meyjar; skógerð; byggja
smáhýsi sjálfur; múrhleðslu; tré-
smíði; pappíring; málning; að
skerpa sagir; meðferð bíla; bú-
skap; geitnarækt; fuglarækt; fjár-
rsfekt; svín&rækt; nautarækt; slát-
ureldi nautgripa; skera upp kjöt;
komrækt; trjárækt; uppskeru;
frærækt; smjörgerð, sútun; malt-
gerð; sódadrykk; aldinadrykk;
stangarveiði; fisk, kjöt og aldina
geysmlu, o. s. frv. Bókin er 200
bls. á 35c. Pantið hana hjá O.
EYNARSON, Box 51Í, Winnipeg,
Man.
ÚTVARPSMESSAN
14. FEBRÚAR
(Eftirfylgjandi þrjú bréf hafa
Heimskr.” borist um útvarps-
messu séra Eyjólfs J. Melan, er
sýna hversu fólk lítur á boðskap
hinnar frjálslyndu kirkju. Þær
kenningar eiga erindi út til
manna og ætti séra Eyjólfur að
verða við tilmælum bréfritara
og birta ræðuna).
Winnipegosis, Man.
Eg vona þú fyrirgefir þó upp-
hæðin, sem eg sendi með þessum
miða sé fremur lítil fyrirferðar,
enda frá fáum og smáum; eða
aðeins einni fjölskyldu, sem
hlýddi með óblandinni ánægju á
útvarpsræðuna hans séra E. J.
Melans s. 1. sunnudagskveld. Hún
var ein af þessum fáu ómenguðu
sálgræðandi smyrslum, sem vert
er að veita athygli, sem lýsir sér
í óbrjálaðri einurð og sannleiks-
ást. Og í Heimskringlu ætti hún
að koma til frekari áréttingar,
“Því aldrei er góð vísa of oft
kveðin”.
Með beztu óskum þinn einl.
Thór Stephánsson
• j. : I
Leslie, Sask.
Útvarpsmessan frá Sambands-
kirkjunni í gærkveldi heyrðist
jómandi vel hér vesturfrá. Söng-
urinn gaf okkur óblandna á-
nægjustund. Karlmanns sóló-in
fanst mér sérstaklega góð.
Að öllum líkindum fær ræðan
mlsjafna dóma, eins og venju-
lega þegar sannleikurinn ber að
dyrum. En það er einnig sönn-
un fyrir gildi innihaldsins. En
óþarft getur það varla talist að
gagnrýna sumt af þeim úreltu
— en þó daglega upptugnu —
kreddukenningum vanabundinn-
ar kirkju.
Mér hefði líkað að sjá ræðuna
birta í Heimskr. eða Lögbergi!
til frekari athugunar. Eg þakka
þeim, sem hlut eiga að máli fyrir
útvarpið.
Með beztu kveðju.
R. A.
Akra, N. D.
Hér með sendi eg póstávísan
fyrir $1.00 sem eg bið þig að
koma til féhirðis Sambandssafn-
aðar, sem lítið tillag upp í út-
varpskostnaðinn á messu safnað-
arins síðastliðinn sunnudag (14.
feb.)
Svoleiðis messu vildi eg og
fjölskyldan heyra sem oftast.
Séra Melan dregur ekki fjöður
yfir skoðanir sínar í trúmálum,
né hikar við að setja — ó — fyr-
ir framan okkar gamla evangelí-
um.
Þinn einlægur,
S. G. N.
p.S.—Hver var hinn mikli
söngmaður, sem söng rétt eftir
messuna? S. G. N.
— Söngmaðurinn var Pétur
Magnús.
____________
JÁTVARÐUR
KONUNGUR VIII.
Eftir Sig. Júl. Jóhannesson
Framh.
Meginpartur þess, sem eg hefi
skrifað um þetta mál eru þýðing-
ar úr greinum ýmsra merkra
manna og rita; auk þess eru þar
nokkur söguleg atriði. Hér felli
eg inn í þýðingu af grein, sem
birtist í ritinu Maclean’s Maga-
zine 15. jan. Hún er eftir þing-
mann á Englandi sem Beverley
Baxter hetir; hann er einnig
frægur blaðamaður. Greinin er
sem fylgir.
“Hvervegna sagði Játvarður
af sér?
Hann gerði það sökum þess að
honum fanst sjálfum sem hann
væri ekki til þess faílinn að vera
konungur. Það er alls ekki í því
skyni gert að vekja upp alt það
flóð af kjaftæði, tilgátum og deil
um um hrygðarefni Játvarðar
VIII. að eg skrifa þessa grein.
Eg veit hversu sárt það hefir
tekið fólkið í Canada sökum þess
að hann var andlega nálægari
lífi og skilningi canadisku þjóð-
arinnar en nokkurra annara
þjóða í brezka ríkinu.
Samt sem áður finst mér að
eg ætti að minnast á nokkur
söguleg atriði í þessu óheillamáli
þar sem ekki gat hjá því farið að
eg sæi leikinn frá upphafi til
enda, sökum þess að eg er bæði
þingmaður og blaðamaður; leik-
inn sem endaði eins ótrúlega og
raun varð á.
Eg skal viðurkenna það í byrj- '
un að engin getur fullkomlega
lesið annara tilfinningar; og
þess vegna er það mögulegt að
konungurinn hafi búið yfir ein-
hverju-leyndu, sem enginn gæti
séð; en eftir því sem næst verð-
ur komist af þeim, sem nálægt
stóðu og athygli veittu, er hér
framsettur sannleikurinn eins og
hann birtist eftir alt moldviðrið
og allar deildurnar.
Eg get ekki trúað því eins og
sumir geðshræringamenn halda
fram, að hér hafi verið um svo
djúp ástamál að ræða að jafnvel
ástir Tístrans og ástmeyjar
hans komist þar hvergi nærri.
Að því er konuna snertir hefi eg
meira að segja ekki sannfærst
um að ástir hafi átt þátt í leikn-
um að nokkrum mun.
Vér verðum að horfast í augu
við sannleikann. Játvarður kon-
ungur sagði ekki af sér til þess
að giftast Mrs. Simpson; hann
sagði af sér sökum þess að hann
áleit sjálfur að hann hefði hagað
sér þannig að hann væri ekki til
þess fallinn að skipa lengur kon-
ungssæti Bretlands.
Eg er hér alls ekki að biðjast
neinnar vægðar fyrir hans hönd.
Eg fer aðeins fram á það að fólk
reyni að skilja hvernig í öllu lá.
Þegar allir voru að spyrja þeirr-
ar spurningar í Lundúnaborg
hvort hann væri að missa vitið;
spyrja hvort hann vissi ekki
hvaða kjör útlægir stjórnendur
ættu efnalega við að búa — já,
þegar allir voru að spyrja þess-
ara spurninga þá starði hann
beint inn í eldinn og horfði í
huga sér á framtíð sína með hug-
rekki og samvizkusemi.
“Eg veit af engum stað, sem
eg gæti flúið til”, sagði hann við
vin sinn fáum klukkustundum
áður en hann fór úr landi burt.
“Eg verð fátækur að fé og get
ekkert haft fyrir stafni. Eg ætla
að rifja upp fyrir mér þýzkuna
og stytta mér stundir með ein-
hverju.”
Þessi síðustu orð gætu verið
töluð af vörum fjársýslumanns í
hálfgerðri alvöru og hálfgerðum
galsa þegar hann væri að hugsa
um að setjast í helgan stein. En
hin bitra sjálfsákæra, er lýsti
sér í rödd Játvarðar konungs
sýndi greinilega að hér var um
ekkert slíkt að ræða.
Snemma morguns meðan
dimma næturinnar ennþá huldi
ljóma loftsins, stóð hann aleinn
á herskipinu og horfði á dimm-
bláa ströndina meðfram Eng-
landi, sem var að hverfa honum
sjónum smátt og smátt. Napol-
eon var ekki eins einmana þegar
hann var fluttur til St. Helenu.
Hann vissi það að enn voru
þúsundir manna á Frakklandi
sem fegnir hefðu viljað berjast
og láta lífið fyrir hinn fallna
keisara. En fjórum klukku-
stundum áður hafði eg setið í
leikhúsi þar sem hlustað var á
kveðjuræðu Játvarðar sem út-
varpið flutti og ekki ein einasta
rödd heyrðist sem fagnaði síð-
ustu orðum konungsins!
Skömmu áður en þetta skeði
var eg í þingsalnum, þegar
Wedgewood lýsti því yfir um
leið og tárin streymdu niður eft-
ir kinnum hans að hann mundi
stundum minnast konungsins
fyrir handan hafið; en þá var
dauða þögn í þingsalnum.
“Hann var sjálfur valdur
að ósigri sínum”
Hinn ósveigjanlegi andi Crom-
wells var risinn úr gröfinni og
hafði tekið sér bústað í sál
manns er Baldwin hét. Hér var
ekki um þingræði að tala; það
var siðferðismeðvitund þjóðar-
innar og þingsins; hér var um
svipað mál að ræða einsi og það er
skeði á dögum Karls I.
Ntí var enginn munur á jafn-
aðar mönnum, frjálslyndum
mönnum eða afturhalds mönn-
um. Churchill og fáeinir aðrir
reyndu að láta til sín heyra og
mintust á hollustu við konung-
inn; en þingið mætti orðum
þeirra með kulda og reiði og
lýsti því yfir að hollustan væri
sjálfsögð gagnvart stjórnandan-
um og konunginum ef hann væri
trúr en ekki svikull embætti
sínu.
Lávarðarnir Beaverbrook og
Rothemere innlásu letrið á
veggnum og héldu að fólkið í
landinu mundi krefjast þess að
tillit yrði tekið til hamingju kon-
ungsins persónulega. Þeir lýstu
því yfir í fréttablöðum sínum að
tímarnir hefðu breyzt og vér
yrðum að taka tillit til þess. Þeir
héldu einnig að sá tími kæmi
áður en lyki að Baldwin yrði $ð
engu gagnvart vinsældum þess
manns, sem verið hafði átrúnað-
argoð þjóðarinnar. Þar fóru þeir
alveg villir vegar. Alt hrópið um
“Konungsflokkinn” sem heyrðist
í byrjun þessa máls, varð að
engu og fólkið þyrptist utan um
Baldwin en sú litla von, sem
konungurinn kann að hafa haft
var með öllu horfin.
Mig langar til þess að taka það
fram hér, að þótt Játvarður yrði
að þola allskonar sársauka þá
mun honum ekki hafa sviðið
neitt sárar en það þegar talað
var um að stofna “konungs-
flokk” á móti þinginu.
Þótt hann verðskuldi harðan
dóm í sögunni þá hagaði hann
sér með skynsemi og hollustu
sem sönnum stjórnmálamanni og
prúðmenni hæfir frá byrjun
málsins og þangað til það var
um garð gengið.
Með þeim staðfasta ásetningi
að gera ekkert sem kæmi í bága
við stjórnarskrána “var hann
valdur að sínum eigin ósigri”,
en með því trygði hann staðfast
þingræði.
Annað atriði kom hér einnig
til greina: í fyrsta skifti í sög-
unni var leitað álits meðríkjanna
um mál, sem áður hafði verið
skoðað heimamál Englands ein-
ungis. Fólkið á Englandi setti í
fyrstu upp stór augu og var
hissa; en eftir stutta athugun
áttaði það sig og samþykti þessa
| aðferð. Canada lýsti yfir skoð-
un sinni á giftingu konungsins,
sömuleiðis Ástralía, Nýja Sjá-
land og Suður Afríka. Mr. Bald-
win gat þá sagt við konunginn:
“Stjórnir meðríkjanna eru á
móti ætlun þinni.”
Hér var um alveg nýja aðferð
að ræða í öllu brezka ríkinu og
fór svo vel fram að hvergi varð
á töf né tálmi. Það var engin
furða þó konungurinn horfði á
allar þessar sambandsþjóðir, sem
hann stjórnaði, þegar svona var
komið og kæmist að þeirri nið-
urstöðu að stríðið væri á enda;
kirkjan var farin að láta til sín
taka svo ekki varð um vilst; erki-
biskupinn af Kantaraborg, sem
æðsti maður ensku kirkjunnar
tilkynti konunginum það að hann
leyfði engum presta sinna að
gifta hann. Til þess- að kóróna
alt var að mæta hinum varjhelga
skugga hinnar allra óþjóðleg-
ustu stofnunar — kirkjmáladóm-
ari konungsins, sem hefir vald
til þess að ónýta hvaða hjóna-
skilnað sem er innan sex mánaða
frá því hann var veittur, ef hann 1
álítur að samsæri hafi átt sér
stað eða ef umsækjandi skilnað-
arins hafi gert sig sekan um hór-
dóm áður en skilnaðurinn var
veittur eða eftir það.
Framh.
Maður, sem oft varð mismæli,'
kom inn í búð og hrópaði: “Mikil
Englands vandræði. Nú kvað
vera orðið vita kolalaust í hel-
víti.”—Dvöl.
FJÆR OG NÆR
Mrs. Einar Ludwickson, 626
Victor St., hlaut rúmábreiðu
“Fróns” með miða nr. 131; um
ábreiðuna var dregið s. 1. mið-
vikudagskvöld.
* * *
í dánarfregn Ó. S. Th. í síðasta
blaði stendur að hann hafi orðið
fyrsti æðsti templar stúkunnar
Heklu 1890; á að vera 1888.
* * * v
R. H. Ragnar biður Hkr. að
geta þess, að hann hafi æfingu
með “Barnasöngflokkinum” í
Sambandskirkju n. k. sunnudag
kl. 3. e. h. Eru börnin beðin að
minnast þessa.
* * *
Brynjólfur Björnsson 1171
Ingersoll St. Winnipeg, dó á King
Edward spítala 26. febrúar. —
Hann var 62 ára. Kona hans dó
fyrir nokkrum árum, en hann
lætur eftir sig uppkomin börn.
Útför fór fram frá Sambands-
kirkju í Winnipeg í gær, en með
líkið var farið til greftrunar til
Gimli. Séra Philip M. Pétursson
jarðsöng. Hins látna verður
minst frekar síðar.
* * *
Leikflokkur Sambandssafnað-
ar er að æfa leikinn “Æfintýri á
gönguför”, er leikinn verður ein-
hverntíma á þessu vori.
* * *
í æfiminningu Eggerts Sigur-
geirssonar í síðasta blaði, stend-
ur: “Eggert var prýðilega vel
gefinn maður; fagnaðarmaður,
vinsæll og vel látinn”, en átti að
vera: dugnaðarmaður o. s. frv.
* * *
Þorl Thordarson frá Árnes,
Man., og Valgeir Thorláksson frá
Camp Morton komu til bæjarins
fyrir helgina. Þeir héldu heim-
leiðis á mánudag.
* * *
Forstöðunefnd karlakórsins
íslenzka biður meðlimi að sækja
fund er haldinn verður miðviku-
dagskveldið 10. marz í Jóns
Bjarnasonar skóla. Nefndin.
* * *
Laugardagsskólinn er enn í
góðu gengi; en nú er farið að líða
á tímann sem hann stendur á
þessum vetri. Þó æskilegt hefði
verið að því nær allir nemendur
hefðu sótt skólann frá byrjun
hafa samt allir fengið upptöku
hvenær sem þeir hafa komið. —
Einn drengur byrjaði að nema
þar íslenzku síðastliðinn laugar-
dag og gerði hann tilsögninni
frábærlega góð skil. — Næsta
laugardag fá nemendur að sjá
fallegar myndir.
* * «
Stefán Oliver, fyrrum heil-
brigðisfulltrúi lézt 23. febrúar
að heimili sínu 924 Banning St..
Winnipeg. Hann lætur eftir sig
konu ásamt mörgum börnum. —
Stefán var 74 ára, Húnvetningur
að ætt, greindur maður og gam-
ansamur. Hann var einn þeirra
fslendinga er þátt tóku í stríðinu
1885 hér í Vestur-Canada.
* * *
The annual contest for the Ice-
landic Millenial Trophy will be
held at Selkirk the latter part of
March. Player requirements are:
(a) Age limit, 18 years and
under.
(b) Each team must carry at
least six Icelandic players.
The committee desires all en-
tries be sent to B. E. Olson, 819
Somerset- "Bldg., Winnipeg, by
Monday March 8th. Following
receipt of entries committee will
advise all contestants of actual
date of play-off.
Páll Reykdal fiskikaupmaður
lagði af stað í gærkveldi suður
til Minneapolis, Chicago, Detroit,
Windsor og Toronto. Býst við að
verða 9 til 10 daga í burtu.
Einar Þorsteinsson frá Leslie,
Sask., kom til bæjarins fyrir
tveim vikum og dvelur hér.
* * *
Heimilisiðnaðarfélagið heldur
næst fund sinn á miðvikudags-
kvöldið 10. marz að heimili Mrs.
G. H. Gillies, 923 Warsaw Ave.
Fundurinn byrjar kl. 8. e. h.
* ♦ *
Afmælishátíð Templara er
annað kvöld (Fimtudag). Búist
er við að allir meðlimir komi.
Samkoman byrjar kl. 8.
FLEYGAR
Það eltir maður slóðina mína.
Mörgum getum er að því leitt
hversvegna hann sé að því. —
Helsta niðurstaðan er sú, að
hann geri það til þess að standa
ekki kyr.
-§—
Eg er að hugsa um að hætta
að fara á undan og láta náung-
ann brjóta brautina sjálfan —
og sjá hvað hann kemst.
—§—
111 meining breytir ekki einum
staf í bók örlaganna.
—§—
Það er til saga um mann með
gul gleraugu. Sporgöngu mað-
urinn hefir einhverstaðar náð í
þau. öll tilveran verður gul
þegar hann hvessir á hana aug-
un.
-§—
Sumir eru of stuttir, sumir of
langir, sumir of sverir, sumir of
mjóir — og svo er meiri og minni
fúi í þeim öllum saman. Það fer
alt af svona þegar menn eru að
reyna að gera það, sem þeir geta
ekki.
-§—
Sumir segjast ekki skilja síð-
ustu fleyga. í>að sýnir að þeir
hafa ekki haft svo mikið við að
lesa skrif sporgöngu mannsins.
-§—
Roosevelt er talinn einskonar
endurlausnari Bandaríkjanna. —
Sagan segir að hann hafi hóað
mörg þúsund svínum fram af
björgum af kærleika til þeirra
sem ekkert höfðu. Kærleikur-
inn verður stendum að fara úr
híólínsbrókum meðaumkunarinn-
ar og girðast buxum hermanns-
ins til þess að koma verki sínu í
framkvæmd.
-§—
Sporgöngumaðurinn vill held-
ur trúa því að Kristur hafi
hleypt djöflinum í “saklaus svín-
in”, en að hann hafi gengið á há-
skóla.
—§—
Boðskapur Jesú Krists ber
þess merki að hann sé endur-
hljómur frá hærri menning á
jörðu hér en vestræn saga getur
sýnt í fórum sínum. Þau merki
verða ekki lesin með gulum gler-
augum.
—§-
Það er leiðinlegt að sjá mann-
inn alt af vera að berja, en hitta
aldrei naglann á höfuðið.
_-§—
Það eru til menn, sem aldrei
heyra neitt fyrir hávaðanum í
sjálfum sér.
J. S. frá Kaldbak
Konan þráir að giftast þeim
manni, sem hefir dregið hana á
tálar, það er ekki lélegri hefnd
en hvað annað. Beaumanoix
* * *
Borgið Heimskringlu