Heimskringla - 07.04.1937, Page 8

Heimskringla - 07.04.1937, Page 8
8. SÍÐA. HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 7. APRÍL 1937 Við gullbrúðkaup MR og. MRS. C. P. PAULSON á GIMLI 16. mar 1937 Að hafa lifað hálfa öld Við hugðnæmt hjónaband: Það öllum finnast örlög völd Og ágætt lífsins stand; \ Við arð og mátt á ýmsan hátt, Um unnið heimaland. ♦ Að leiðast þannig lífsins ár, Er lán, sem fagna má; Og all-flest græðir sviðasár, Um svifin stór og smá; Á greindri braut, við gæfu og þraut, Er gjöfin tign og há. Því látið hvarfla hug til hans, Sem heill þá fögru gaf, Og einn er vörður anda manns, Um eilíft tímans haf; Mpð glaðri lund á góðri stund Og gefinn trúarstaf. Og sveitin þakkar samhygð þá, Er sýnduð farna leið. Og kjörlands grund þess minnast má, Við merkin björt og heið. Og verði hér hvað eftir er, Eins örlög frjáls og greið. Jón Kernested FJÆR OG NÆR Sækið messurnar í Sambandskirkjunni Tvær guðsþjónustur fara fram á hverjum sunnudegi á ensku kl. 11. f. h. og á íslenzku kl. 7 e. h. í Sambandskirkjunni í Winnipeg. Prestur safnaðarins messar við báðar guðsþjónusturnar næst- komandi sUnnudag, — og ræðir um alvarleg og þýðingarmikil málefni. Tflraunin sem gerð hefir verið til að efla kirkjusókn yfir apríl mánuð sýndi ágætan árangur síðastliðinn sunnudag, og er vonað eftir að aðsóknin aukist enn að mun. * * * Séra Guðm. Árnason messar á Oak Point 11. apríl á venjuleg- um tíma. HVER ERU VAND- KVÆÐI YÐAR? LEITIÐ TIL JANE DEE ÞVI að vera að bera áhyggjur út af móðnum þegar alt sem þér þurfið a<i gera, er að skrifa Jane Dee og láta hana ráða fram úr vandamálum yðar? Vorið er komið! Meginhluti kvenna er að hrjóta heilann um hvaða atriði snerti móðinn. Að hve miklu leyti breytir krýning- arhátíðin móðnum í vorklæðn- aði? Hvemig má breyta sama klæðnaði svo hann liti út sem margskonar? Hverju á að klæð- ast svo maður virðist hærri eða lægri? Ef til vill er tilvonandi brúður að velta fyrir sér hvaða móð hún skul velja sér í kjól, eða lit, fyrir prívat- eða heima- húss eða kirkju-giftinguna sem hún er að undirbúa. Tengda- móðirin er, ef til vill, lika að hugsa um í hverju hún eigi að vera við þetta tækifæri. Eða í hverju á að vera ef þetta er i öðru skifti sem þér standið fyrir altarinu? Eða hvaða ferða- klæðnað þurfið þér fyrir sum- arið? Um þessi og hver önnur vanda- mál sem eru, skal eg með á- nægju leiðbeina yður hvenær sem er. EATON’S Laugardags-skemtun fer enn fram á hverju laug- ardagskveldi í samkomusal Sam- bandssafnaðar. Þar er margt til skemtunar og gamans — spil, kaffi, söngvar, leikir og gamal- dags dans. Dregið verður um verðlaun. Hvað er svo glatt sem góðra vina fundur! Komið og skemtið ykkur! * * * Séra Jakob Jónsson messar í Mozart n. k. sunnudag (11. apríl) kl. 2 e. h. * * * Haraldur J. Guðmundsson, Wynyard, Sask., dó s. 1. föstudag af brunasárum, er hann hlaut 20. marz, er kviknaði í húsi hans og hann og kona hans skaðbrunnu. Haraldur var 26 ára, giftur 1935, og hafði hveitimylnurekstur með höndum. Jarðarförin fór fram í gær. Yfir moldu hans mæltu séra Jakob Jónsson og séra H. Sigmar frá Mountain. * * * Sr. Jón Sveinsson Nokkur breyting varð á ferða- áætlun hans. í staðinn fyrir að sigla frá San Francisco 18. feb. eins og áður hafði verið gert ráð fyrir þá brá gamli maðurinn sér til Los Angeles, Hollywood,Santa Barbara, Los Catos, Oakland og Santa Clara háskóla. Flutti hann fyrirlestra á þess- um stöðum, alla um fsland eða íslenzk efni — hvarf hann svo aftur til San Francisco og tók sér far með “Chicobu Maru” japönsku línuskipi 4. marz. Síðast fréttist af honum —9. marz — í Honolulu, segist vera að leggja á stað í keyrslutúr að skoða þá jarðnesku paradís — svo eigi hann eftir ellefu daga ferð til Japans. f Tokio verður hann gestur kaþólsks háskóla sem þýzkir Jesúítar hafa stofnað þar í borg- inni. Hann biður kærlega að heilsa Winnipeg-íslendingum. F. S. * * * Barnasamkoma Eins og getið hefir verið um í undanförnum blöðum verður barna og unglingasamkoma hald- in í Fyrstu lútersku kirkju föstu- dagskvöldið þ. 9. apríl. Er sam- koma þessi í sambandi við laug ardagsskóla Þjóðræknisfélagsins og barnablaðið “Baldursbrá”. Er samkoma þessi tilbreyting frá því sem fólk á að venjast hér að því leyti að aðeins börn og ungi- ingar koma þar fram. Hefir ver- ið kappkostað að gera skemti- skrána sem bezt úr garði og má sérstaklega minnast á tvo barna - flokka sem undan farið hafa ver- ið að æfa ný sönglög fyrir þetta tækifæri. Á laugardaginn kemur 3. aprí! eru börnin er sækja laugardags- skólann, mint á að þá hefst skóh að nýju eftir páska, kl. 9.30 að morgni. Verður þá öllum börn- unum að skólatíma loknum gefnir aðgöngumiðar að “ROSE” Ieikhúsinu. Samkomunefndin * * * Friðrik Sveinsson, málari sem var skorinn upp á Almennaspít- alanum snemma í marz er nú kominn heim fyrir nokkru og heilsast eftir öllum vonum. — Skurðurinn tókst vel. * * * Gott og bjart framherbergi til leigu án húsagagna. 591 Sher- burn St., Sími 35 909. * * * Dr. A. B. Ingimundson verður staddur í Riverton þriðjudaginn 13. apríl. * * * s Stórstúkuþing Þing stórstúku Manitoba og Norðvesturlandsins af I. O. G. T. verður haldið dagana 14. til 15. apríl-mánaðar í Goodtemplara- húsinu á Sargent Ave. Þingið fer fram ofurlítið seinna en vanalega, en ástæðan fyrir því var bruni G. T. hússins. Væntir þingið að allir góðir Goodtempl- arar fjölmenni og sýni með því þátttöku sína í því starfi, sem Goodtemplarar hafa með hönd- um. ISLANDS-FRÉTTIR Falsaðir tveggja króna peningar í umferð Rvík. 11. marz Nýja dagblaðinu bárust ný- Iega fréttir um það, að fundist hefði í skiptimynt hjá ríkisfé- hirði tveggja króna peningur, sem allar líkur bentu til að væri falsaður. Blaðið sneri sér því til lög- reglustjóra og spurði hann um hvort lögreglunni hefði borist nokkur vitneskja um það, að slíkir peningar myndu vera í um- ferð. Skýrði lögreglustjóri svo frá, að fyrir nokkru hefði lögreglunr.i borist þrír tveggja króna pening- ar, sem allar líkur bentu til að væru falsaðir. Var einn þeirra því sendur til efnagreiningar á efnarannsóknarstofu ríkisins. Athugun efnarannsóknarstof- unnar leiddi það í ljós að pening- urinn var frábrugðinn hinum venjulegu peningum, bæði hvað snertir stærð og efnasamsetn- ingu. Þvermál þessa penings var 27.3 mm., en þvermál venjulegs penings er 27.85 mm. Þykkt (rönd) þessa penings var 2.25 mm., en þykt venjulegs penings er 2.40 mm. Stórum -'meiri munur var þó á efnasamsetningunni. Kopar var miklu minni í hinum falsaða pen- ÍSLENZKAR BÆKUR Þyrnar Þorst. Erlingssonar 2.00 (Agætt sklnnband, niðursett verðj Norður-Reykir (P. S. Pálsson) í kápu $1.50, í bandi...2.00 Að Norðan (Davíð frá Fagraskógi) ..............2.00 (Síðasta Ijóðabók höfuðskálds isl.) Þrjú nóteruð sönglög: “Mig- hryggir svo margt”, (eftir ölaf Halison) ....*..35c “Dauðsmanns sundið” og “1 dalnum”, hvert .............50c (bæði þessi lög eftir Björgv. Guðm.) Karl Iitli (J. Magnús Bjarnason) .................2.00 Framhaldslíf og nútíma þekking ....................2.50 (Séra Jakob Jónsson) Og björgin klofnuðu (niðursett verð) ...........2.00 (Jóhannes úr Kötlum) Tímjritið “Dvöl”, 400 bls. á ári.......................2.00 Rauðir pennar, ársrit; með myndum .................2.00 Þú vínviður hreini,(Laxnes) 2.00 Fuglinn í f jörunni (Laxnes) 2.00 Báðar þessar skáldsögur í góðu bandi, mjög niðursett verð. Sunnefurnar þrjár (Margit Rafn) ..............l./þ Eins og allar hinar (Margit Rafn) ..............1.75 Davíð skygni, eft. Jónas Lie 1.5Q (höfundurinn einn hinn þjóðkunnasti skáldsagnafrömuður Dana) Gríma, 11. bindi.................75 Gráskinna, 4. bindi..............75 Þáttur af Halli Harða ...........85 (Saga frá 17. öld, eftir Jónas Rafnar) Skáldverk eftir Jakob Thorarensen: Fleigar stundir, skájdsögur.1.50 StiUur, Ijóðmæli............1.00 Kyljur, ljóðmæli .............75 (AUar þessar bækur i bandi) Land og lýður (Sigurður • frá Yztafelli) ..............2.50 (Agæt bók, nær 300 bls., fjöldi af myndum) Æfisaga Gunnars Þor- bergssonar) ..................75 Frá öðrum heimi (samtal dáins sonar við föður sinn) ........85 Mikilvægasta málið í heimi .60 (Ranmsóknir dularfullra fyrirbrigða) Póstgjald talið með í verði hverrar bókar Svo mælist eg til þess, að þeír sem skulda mér fyrir bækur eða tímarit sendi mér póstávísan tafarlaust. MAGNUS PETERSON 313 Horace St. Norwood, Man. BARNASAMK0MA undir stjórn Þjóðræknisfélagsins í FYRSTU LÚTHERSKU KIRKJU Föstudagskvöldið, 9. apríl 1937 Byrjar kl. 8 e. h. Inngangur 25c Fyrir börn innan 15 ára lOc 1. Ávarp forseta............Bergthor Emil Johnson 2. Barnakór...............undir stjóm R. H. Ragnar 3. Framsögn.................... Lorraine Jóhannson 3. Piano solo................................Thora Ásgeirsson 5. Framsögn......................Tom Finnbogason 6. Fiðluspil........................Raymond Beck 7. Piano solo.................... Allan Halderson 8. Framsögn..........................Lilja Johnson 9. Barnakór...............undir stjóm R. H. Ragnar 10. Gestir frá íslandi (samtalsleikur með upplestrum, framsögn og söngvum). DO YOU PLAY 0 BRIDGE? 0 The Junior Women of the First Icelandic Federated Church cordi- ally invite you and your friends to play Bridge Saturday nights, start- ing February 20th in the Church Parlors, Sargent and Banning. Unusual prizes being offered. Refreshments served, followed by sing-song and dancing. Come and enjoy a real sociable evening with your friends. ADMISSION 25c Bridge starts 8:15 sharp Kjörkaup á Islenzkum mat Harðfiskur.....18c pundið Kryddsíld......25c dósin Mjólkurostur ... 40c pundið Pöntunum utan af landi veitt skjót afgreiðsla. Einnig til sölu hjá: West End Food Market sími 30 494 og Kjartan ólafsson, Lundar, Man. G. FINNBOGASON -Síipi 80 566 641 Agnes St. Wpg. ingi og í hann vantaði bæði al- uminum og nikkel. Hinsvegar var í honum mikið af zinki (30%), en af því er ekkert í hin- um löglegu peningum. “Við athugun með stækkun- argleri”, segir ennfremur í áliti efnarannsóknarstofunnar, “sést líka á ýmsu, að hér getur ekki verið um löglegan pening að ræða”. Lögreglan hefir gert töluverða eftirgrenslan í sambandi við þessa peninga, en árangurslaust. Þau dæmi, sem hér hafa verið nefnd, benda til að eitthvað muni vera hér í umferð af fölsuðum / VERZLUNARNÁMSKEIÐ Þjóðræknisfélag íslendingá í Vesturheimi hefir til sölu nám- skeið við alla höfuð verzlunar- skóla bæjarins með vægum kjörum. Ungt fólk er hefir i huga að leggja fyrir sig verzl- unarnám ætti að leita upplýs- inga um iþetta. Talið við eða símið: Á. P. Jóhannsson, 910 Palmerston Ave., sími 71177. “THERMIQUE HEATERLESS PERMANENTS” THE ERICKSON’S BEAUTY PARLOR 950 Garfield St. Open 9—6 p.m. Phone 89 531 MESSUR og FUNDIR i kirkju SambandssafnaOar Messur: — á hverjum sunnudegi Kl. 11 f. h. á ensku Kl. 7 e. h. á íslenzku. SafnaBarnefndin: Funálr 1. íöstu- deg hvers mánaðar. Hjálparnefndin: — Fundlr fyrata mánudagskveld I hverjum m&nuðl. KvenfélagiO: Fundir annan þrlðju- dag hvers mánaðar, kl. 8 að kveldinu. Söngæfingar: Islenzki fcöng- flokkurinn á hverju fimtu- dagskvöldi. Enski söngflokkurinn á hverju föstudagskvöldi. Sunnudagaskólinn: — A hverjum sunnudegi, kl. 12.15 e. h. peningum, en ekki getur það þó verið nema í litlum stíl, þar sem þeirra hefir orðið jafn óvíða vart. En þrátt fyrir það er full á- stæða fyrir fólk að gæta varúðar í þessum efnum og gera lögregl- unni aðvart, ef það kynni að verða vart við peninga, sem ætla mætti að væru falsaðir. THOR GOLD Mining Syndicate NAMURNAR ERU 20 MILUR AUSTUR AF KENORA, ONT., VIÐ ANDREW FLÓA — LAKE OF THE WOODS Félagið hefir umráð á 400 ekrum í námulandi við Andrew Bay, Lake of the Woods í Ken- ora-umdæml. Sýnishom af handahófi í nám- imni hafa reynst frá 50c upp í $40,000 úr tonninu og í Channel Samples eru frá 60c upp í $60.00 í tonninu. KAUPIÐ NÚ— | A $10 HVERT UNIT (300—500 hlutir í Unit) Thor Gold Mining Syndicate Head Office: 505 Undon Trust Bldg., Winnipeg Man. Ráðsmenn: Forseti: M. J. THORARINSON 370 Stradbrooke St., Winnipeg Skrifari og féhirðir: SKCrLX BENJAMINSON Whittier St., St. Charles, Man. 'OCCCOGOBCCCCCCCCCCCOCCGOCOCCOCOOCOCCGOOOSCOOOOGOCCOrV I Canada Bread Co. Ltd. | Hefir nú á boðstólum, fyrir húsfreyjur, sem vandlátar eru með meðhöldun á mat, nýja tegund af RÚGBRAUÐI í tárhreinum umbúðum flutt með vögnum félagsins út um bæinn eða í matvörubúðunum. ÞÉR GETIÐ FENGIÐ ÞETTA NÝJA RÚGBRAUÐ ^ vafið í loftheldum pappír, sneitt eða ósneitt | Það helzt nýtt og ferskt í umbúðunum því þær eru tvöfaldar Pantið nú strax eitt brauð hjá matvörusalanum sem þér skiftið við. Það kostar aðeins 7c. Það er holl of Ijúffeng fæða. Canada Bread Co. Ltd.

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.