Heimskringla - 28.04.1937, Page 2

Heimskringla - 28.04.1937, Page 2
2. StÐA HEIMSKRINCLA WINNIPEG, 28. APRÍL 1937 BRÉF FRÁ ISLANDI Fagurhólsmýri, 15. febr. 1937. Kæri góði nábúi fyrir nálægt 40 árum, Bjarni Sveinson! Eg þakka þér ástsamlega þitt góða, greinilega og fréttaríka bréf frá 1. des. ’36 og svo 2 Almanök ó. S. Th. 1935—36, og afmælisblað Heimskringlu, sem eg meðtók alt með ágætum skil- um 17 fyrra mán. Þetta alt er sú besta sending sem eg hefi fengið í tilefni af 85 ára afmæli mínu __.f. 19. sept. 1851.—Þetta alt frá þér er bin vinsamlegasta gest- risni sem þú hefir veitt mér, því þetta er ekki af verðleikum, síð- ur en svo. — Eg er ófær að skrifa, hefi ekki sjón nema á hægra auga, sjóntaugin biluð á hinu, þótt lítið sjáist á að utan, hefi ekki gleraugu sem eiga við, en get lesið, og haft ávalt eitt- hvað milli handa mér til ánægju, því letin er lifandi dauði. — Þú fræðir mig um marga, mér kunn- uga menn sem var ánægja að minst var á, sem eg ætla að nefna síðar. Þú ætlaðist til að Ingibjörg þín húsvitjaðir sveitina, og segðir þér svo frá öllu sem greinilegast — því sjón er sögu glöggvari — en hún gat ekki komið hér, svo eg verð nú að reyna að fara með þér dálítið um sveitina, og byrja “boðleið rétta” í Kvískerjum: — Þar býr Bjöm Pálsson og Þrúður Aradóttir, með 8 bömum sínum: Flosa, Ara, Sigurði, Guðrúnu eldri, Guðrúnu yngri, Ingimundi, Helga og Hálfdani, aldursröðin er: — 57—53—30—28—26—15 —11 og 9 ára, — öll hraust og vel gefin. Flosi hefir lært sjálfur heima af bókum ensku, dönsku og eitthvað í þýzku. hann hirðir vel kál- og kartöflu garða og blómreiti og fleira. Ari smíðar hús og þiljar þau og fleira, er mjög sauðglöggur, Sig- urður er allmikill dýrafræðingur, og jafnvel skordýra. Þau eru öll uppbyggileg og mjög góð börn sem öllum er þekkja þykir vænt um. Þar oft mannkvæmt, allir ferðamenn koma þar og margir gista. Þar er all vel hýst, svo al- þingismaðurinn í Hólum segist óvíða hafa komið í betri bað- stofu. Þar er símastöð, móttaka frá útvarpi Reykjavíkur, rafstöð, Helgi hefir sett hana upp og smíðað túrbínuna. Þar er vatns- leiðsla ofan af Bæjarskeri — á- gætt vatn, þrýtur ekki, pípu- lengd er 520 fet í fjós og eldhús. Túnið alt girt vírneti, og orðið allvel ræktað, eirúthey sótt hing- að í Mýrar engjar og flutt á 5 vögnum sem hann á, og varð — eftir tillögum Helga — fyrstur hér í sveit til að flytja þann’ig. Nú flytja allir hér í sveit alt á vögnum. Björn hefir vatns- millu, og malar nokkuð af korn- mat, en kaupir samt eitthvað af mjöli, en heimamalað er betra. Hann hefir 14 geitur sem mjólka vel. Refabú — það eina í sveit- inni — 2 refabúsgirðingar. Þá verð eg að koma með þér að Austur-Hjáleigu, þar býr Guðrún Þorláksdóttir ekkja Þor- steins yngra — Þorsteins Páls- sonar, 63 ára með sonum sínum: Páli barnakennara 27 ára, af- bragðs vel gefnum, og Gunnari 33 ára einnig vel gefnum. Þar er vel hýst og ein rafstöð austur á Veitum, sem að eiga Austur og Vestur-Hjáleigu búendur, Gísli Jónsson og Stefán Þorláksson og Jón Þorsteinsson fær ljós þaðan. f Vestur-Hjáleigu býr Jóhann, 55 ára son Þorst. Pálssonar þar. Kona hans Guðrún 44 ára er dóttir Jóns Árnasonar, eiga 3 pilta 18, 15 og 12 ára, svo er Sigurður Þorsteinsson fyr bama- kennari 67 ára, Stefán 60, Guðný 71 ára, Halldóra 63 ára — 9 menn, þar er einnig vel bygt, og í góðu lagi. Gísli Jónsson, frá Breiðutorfu, 51 ára, býr þar sem Bjarni Páls- son var, Guðný hans kona Páls- dóttir 47 ára, eiga 4 böm: 1 pilt og 3 dætur, 9 til 18 ára, og einn vinnumann 47 ára. Það er frem- ur efnað heimili. Helgi smíðaði túrbínuna og gekk frá öllu þar tilheyrandi. Þá er Stefán Þor- láksson 58 ára og Ljótunn Páls- dóttir 54 ára, eiga 3 pilta og 3 stúlkur: 13 til 25 ára, hraust og vel gefin, hafa gott bú. Vestan við lækinn búa 2: óli Jónsson 38 ára, einhleypur, faðir hans Jón Árnason 86 ára, fór á milli með heykerrur í sumar leið af engj- um, Þorbjörg systir óla 79 ára, Þórey systir þeirra 38 ára, Katrín móðir þeirra 70 ára; 5 menn í heimili. óli keypti jarð- arpartinn, og kemst fremur vel af. Þá er Jón Þorsteinsson og Ingunn systir hans, ekkja eftir Gísla Bjarnason. Jón er ógiftur 53 ára, Guðlaug móðir hans 79 ára blind, Sigríður Þorsteins- dóttir 56 ára, Ingunn Þorst.d. 47 ára börn hennar 5, 13 til 19 ára. Það eru 2 piltar og 3 stúlkur, Jón hefir rafljós frá þeim sem eiga stöðina, þau komast vel af. Þá skulum við halda að Mýr- inni. Fyrsta rafstöðin í sveitinni var hér sett upp 1922. Vélin 12 hesta afla, hefir gengið nætur og daga 1 15 ár til suðu ljósa — 45 ljós — hitunar og fleira, til ó- metanlegra þæginda og verka- sparnaðar, fyrir okkur og neðra bæinn. Kýrnar hafa 2 Ijós allar nætur, því ekki þarf að spara þau. Stöðin er niðri, vestan við klyfið, gerður skurður frá lækn- um gegnum túnið vestur, móts við Grasklyf, vatnið fer þar nið- ur 17 metra fallhæð í stöðina. Þar niðri eru 2 hús með járn- þaki, stöðvarhúsið og annað. Þar á Helgi rennibekk úr stáli frá Þýzkalandi er kostaði 12 eða 1300 kr. gengur fyrir vatnsafli, og fleira. Hefir hann smíðað 13 renni-öxula í vagna og túr- bínur — þar af fimm — fyrir Have the Business POINT OF VIEW T • Dominion Business College students have the advantag} of individual guidance in the all-important factors of business personality, conduct, and approach. No matter how thoroughly you know the details of office work, you must be able to sell your services, and this is now just as much a part of Dominion training as Shorthand, Typewriting, Bookkeeping, or any of the other courses in which Dominion leader- ship has been recognized for over twenty-five years. Business is better! Employment is increasing! Prepare for it. DOMINION BUSINESS COLLEGE On The Mall and at Elmwood, St. James, St. John’s utan sveitar menn og selt mikið lægra en útlendar túrbínur og að mestu gefið þeim fátækustu. — Eina rafstöð setti hann upp á Melrakkarnesi í Álftafirði fyrir tvö heimili. Smiðjan er snúin af smá mótor, á henni er gamall skilvindu skrokkur, með tilgerð- um spjöldum sem snúast ört, og þeyta vindi í pípu er gengur undir eldstæðið og upp í það. — Mótorinn snýr mikið hraðara en maður og er því fljótara að hita þegar steypt er kopar eða hvít- málmur, í túrbínur og fleira. Túnin hafa mikið stækkað á báðum bæjunum, öll slétt og vél- tæk. Er rakað þegar hirt er, með rakstrarvél og dregið að hlöðum á hestum, með heyborði og aktýi á hestunum. Túngarð- ar eru nú í burtu, vegna útfærslu túna, en gaddavír alt í kring. — Girt tún er niðri frá Blesakletti vestur í vestri Lambhúsklett, sem bæði heimilin eiga, búið er að græða allstórt tún þar efra á mýrinni í þétta þýfinu, var sax- að í sundur með Haukmó herfi, með 3 hestum fyrir, og svo nót- arherfi, síðan valtrað og borið i sauða skán og fleira — því engu þarf að brenna — svo er þetta orðið gott tún á öðru, en einkum á þriðja ári. Búið er að hækka svo veginn upp klyfið, að kerru- vegur er upp með hey og fleira, heyband er nú stærra en áður, 4 baggar hafðir á kerru. Nú er upphleyptur vegur frá bæjar- læknum að Gljúfursá. “Skaft- fellingur” mótorbátur 60 tonna flytur hingað vörur frá Reykja- vík, og fer héðan þangað með þær vörur er seldar eru, og ull í lopa til “Álafoss” og er spunn- inn mest í 22ja þráða spunavél, er sveitin keypti á 700 kr. Helgi smíðaði nýjan vefstól, sem heim- ilið á. Vaðmálið úr honum er rúmur metar breitt þæft. Einn hnakk hefir hann smíðað sér, og lítur út eins og eftir hnakka- smið. Vöruhús er vestan undir Salt- höfða 24. ál. langt 10. ál. breitt með járnklæddri framhlið 24. ál. með grjótvegg á norðurhlið, og öðrum stafni. Nóg er þar af góðu hleðslugrjóti nærtækt. í eystri enda hússins er slátr- að á haustin það sem selt er í Reykjavík, nú 90 tunnur kjöt. Jón Oddson á Hofi er aðal beyk- irinn. Einn hefir aðal verk að skjóta í.einum klefa við aflífun, aðrir að flá og hirða, salta og ann ast kjötmatið. Þetta hefir lukk- ast vel, og fengið gott orð á sig. Báturinn legst nálægt f jöru þeg- ar stilt er í sjó, fram af Dælu- fit, og sézt því vel hér frá bæjar- dyrum. Góð brú úr timbri er yfir kýlinn vestan Salthöfða, og hlaðið beggja megin við, úr grjóti og kökkum. Vörum öllum er ekið á kerrum að og frá hús- inu af fjörunni, vatn ekki til skaða á leiðinni. Nautgripir og stundum sauðir—lifandi—hafa verið sendir með bátnum héðan, að seljast til R.víkur. Héðan út á fjöru 1^4 tími með kerrur og er því sem tekið við bæjardyrn- ar, miðað við löngu kaupstaðar- ferðirnar. Nú er hér slegið í útjörð það besta — síðan taðan jókst, er slegið með grind á hjólum — kölluð rakstrakona — alt verður þá í rökuðum skára, ekkert strá eftir nema í skáran- um. f svæðum, er slóðinn hafð- ur svo langur, að hestar fari ekki út í nema á góðum vegi, og 2 hestar með aktýjum fyrir, koma heyinu upp á bakka. Á mörgum heimilum eru steyptar súrheys- gryfjur. Hér á bæ er öll háar- taða tekin af Ijánum og sett í gryfju, er svo reynist besta kraftfóður handa kúm verður mjólkin þá með ljósrauðum lit eins og sumar mjólk. Víða eru steyptar lögforir er rennur alt þvag í frá steyptum flórum i fjósum, og er besti áburður. — Helgi hefir smíðað 2 smávélar er ganga fyrir vatnsafli, aðra hér — og hina handa Nesinu — sem þrýsta vatninu eftir pípum, frá læknum í vatnsgeyma, upp á loft í húsinu, og er tekið úr krana í eldhúsi. Vaskar er undir, er svo rennur úr eftir pípum í lög- for, annar' vatnsgeymir er í fjósi. Vatnsleiðslur eru að kalla á öllum heímilum í sveitinni. — Þetta alt er til afarmikilla þæg- inda. Þá er fólkið hér í bæ: Ari Hálf. 85 ára; Sigurður Arason 49; Halldóra Jónsd. 44 ára. — Þeirra börn: Guðrún 11, Halldór 8, Ari Benedikt 7, Tryggvi 5, Nanna 2 ára. Helgi Arason 47 ára Ingunn Arad. — tvíburi frá Sigurði — 49 ára, Páll sonur Björns á Kvískerjum 22 ára — spilar á orgel í kirkjunni; Rósa 16 ára — tekin af fátækum hjón- um í R.vík, þá á 5. ári; alls tólf manns. Svo í neðri bænum Jón Jónsson 49 ára, Guðný Arad. 49 árá — dáin 4. janúar, börn þeirra: — Ari 15 ára, Guðrún 14, Guðjón 12, Jóhanna Þuríður 11 ára Sigþrúður 7, Sigurgeir 4 ára, Gústaf Albert 3 ára, Sigríð- ur á y. ári, Einar Jónsson 66 ára bróðir bónda. öll eru börnin vel gefin og frísk. Búið er að þurka mýrina vestan túnið þar og slétta, svo alter tún, og öll girð- ingin fyrir vestan sem nú til- heyrir neðribænum. Jón og Björn á Kvískerjum keyptu hálfa Mýrina, allan Þorvarðar partinn fyrir 14 þús. kr., og bún- ir að borga hann 7. þús. kr. hver. Björn á þar væna heyhlöðu með súðhellu á mitt þak, en þakjárni að ofan og torf yfir svo snjór smjúgi ei einn. Þar hjá er hest- hús með þaki sem á hlöðunni — með steyptum flór og 5 básum. Við skjólið á hann 2 fjárhús og svo í hellinum frá gengið skýli, svo hlöðu járnþakta og stóra súr- heysgróf steypta. — Hefir með Haukmóherfi sléttað þar tún. Hefir þar ær um tíma á veturnar. Jón á 2 f járhús og 1 hlöðu fremst í veitunni hér niður af. — Hér á bæ er símastöð, radíó, og veður athugun og er tekin 4 sinnum daglega á hverju ári, en símað þrisvar á dag. — Viti er í Ingólfshöfða síðan 1916. Sig. Arason sér um hann. Þangað er héðan 2 kl.tíma lestagangur. — Hans er vitjað vikulega á 10 mánuðum, en slökt 2 mánuði. Þá komum við að Nesi, þar er raf- stöð í gilinu austan bæjar og vél er þrýstir vatninu í geymira í eldhús og fjós, túnið er alt girt með vírneti, og er stækkað og allmikið sléttað svo taða hefir mikiðaukist. Fólkið nú: Guðrún ekkja 69 ára; Bjarni 37 ára son hennar; Lydía Pálsd. 37, börn þeirra: Sigurður og Guðrún 4 og 1 ára. Vel hýst og gott bú; Guð- Iaug Sigurðardóttir 42, ekkja; Guðgeir fósturbarn hennar 3 ára; Steinunn systir hennar 38 ára ekkja; Sigrún, 4 ára Þor- steindóttir og hennar; Helgi Stefánsson 16 ára; Steindór smiður Sveinsson Árnasonar 46 ára. Gott heimili vel húsað og heyskapur nógur vegna vatns- veitinga úr Gljúfursá og tún- bóta. — Hof: Þorsteinn Giss- ursson 72 ára; Sigrún 71 árs, börn þeirra: Jórunn, Gróa, Gunnar, 41, 40, 28 ára; Þorleifur Pálsson 35; Pálína 33, börn: 1, 2 ára. Finnbogi Einarsson 72 ára; Halldóra Eyjólfsd. 68 ára, börn- in: Guðný og Sigurður 35—38 ára. Þar er rafstöð og radíó, mjög vel hýst — Þorlákur Jóns- son 75 ára, Sigríður Eyj.d. 67 barn laus. Magnús Þorsteinsson Gissurasonar vinnumaður 39 ára; Bergur bróðir hans 33, Pála 30 ára, þeirra börn 4, eitt til 6 ára. Þar rafstöð, radíó og lengsta vatnsleiðslan í sveitinni eitt þús. fet, vel hýst og með bestö heimilum. Lækjarhús: Karl Magnússon 51 ára; Sigríður Pálsdóttir 49; börnin 3, 6 til 17 ára, Þorsteinn bróðir bónda 52 ára, þar er radíó. Rafstöð eiga í félagi 3, Karl, Þorlákur og Kot- bræður. Vel húsað og að öðru gott heimili. Fyrir vestan læk, þar sem Eiríkur Rafnkelsson bjó fyrri, með Steinunni. Nú á þann jarð- arpart Oddur Sigurðsson og Kar- ólína, 79 ára blindur. Þar búa: Jón Oddsson smiður 50 ára, Helga Sigurðardóttir frá Nesi' 40 ára, þeirra börn: Oddur 8, Guð- munda 7, Sigurjón 4 ára; Eyj. Eyjólfsson 58; Guðlaug Odds- dóttir 49 ára, börn þeirra' 2 stúlkur 13 og 18 ára, öll eru börnin vel gefin. Þar er rafstöð, vatnsleiðsla og vel hýst. Kotið: Arndís Halldórsdóttir ekkja 73 ára börn hennar og Sigurjóns: Karl 32 ára, Þorlákur 29, Bjarni 27, Þuríður 24 ára. Svo er þar Jón Bjarnason Vigússonar 48 ára, Sigrún dóttir hans 16 ára. Þar er ágætlega hýst og vatns- leiðsla eftir pípum í hús. Þorlák- ur hefir verið nokkrar vertíðir í Vestmannaeyjum 0g haft gott kaup, en heima á sumrum, þar er vel stætt heimili, gott bú. Þá komum við að gamla prests setrinu Sandfelli. Þar býr Run- ólfur Jónsson Sigurðssonar 39 ára, hans kona Katrín Jónsdóttir præfings 40 ára, þeirra barn stúlka á fyrsta ári. Þuríður, móðir hennar, Runólfsdóttir 78 ára, Jón Bjarnason, sonur henn- ar 53 ára. Þar er símastöð, radíó og vatnsleiðsla, eins og nærri allstaðar í sveitinni. Þá er Svínafell, austurbær: Páll Pálsson 47 ára, Halldóra Sigurðardóttir frá Nesi 43 ára, börn þeirra: Sigrún 10, Jón Páll 7 ára, Guðrún 5 ára dóttir Bjarna og Lydíu á Nesi, Guðrún og Helga Pálsdætur 56—52 ára, Sigríður 20 ára: dóttir Stefáns Þorlákss. á Hnappav., Björn Sig- urðsson 81 árs, bróðursonur Jóns gamla Pálssonar, Vilborg, syst- ir Finnboga á Hofi, 75 ára. Þá er vesturbær: Rannveig Runólfsdóttir 70 ára, Sigur^ur Jónsson og hann er 43 ára, Sig- ríður systir hans 33, Jóhanna fósturbarn 15, Þorst. Magnússon 76 ára, Þórhallur, bróðir Katrín- ar í Sandf. 44 ára, Sveinbjörg 29 ára Jónsdót.tir og Rannveigar, þeirra barn piltur 4 ára. Báðir þessir bæir eru vel hýstir, hafa gott bú, rafstöð, radíó, vatns- leiðslur og fleiri þægindi. Þá kemur Bölti: Lárús Mag- nússon 52 ára, Ingunn 40, þeirra börn þrjú, 9 til 13 ára, Lára Páls- dóttir frá Skálafelli 20 ára, Ljót- unn Magnúsd. 64 ára. Rafljós er frá stöðinni í austurbænum. Breiðatorfa: Gunnar Jónsson 45, Sólveig 39 ára, börn þeirra 6, eru 1 til 12 ára. Guðlaug systir bónda 54 ára, Guðrún móðir kon- unnar, systir Arndísar á Hofi 76 ára, fremur vel hýst, vatnsleiðsla o. fl. Skaftafell: Oddur Magnússon 42 ára og bræður hans þrír 41, 45, 50 ára allir ógiftir og barn- lausir hafa vinnukonu 40 ára og dóttur hennar 15 ára. Þar er rafstöð, radíó, símastöð prívat. Þeir eru taldir efnuðustu bænd- ur í sýslunni, hafa átt um 600 fjár, þar er einnig vel hýst. Selið: Sveinn 55, Runólfur 51, Guðmundur 48 allir Bjarnasyhir og Þuríður Runólfsdóttur, Sig- ríður 50 ára kona Guðm. Þeirra börn 4 — 7 til 19 ára, símastöð radíó. Gott bú og fl. þægindi. Skaftafell, Hæðir: — Stefán Benediktsson 63 ára, Jóhanna guðlaug 61 ára, þeirra börn: Jón 37 ára góður smiður á margt, Guðlaug 30, Ragnar 22 ára, öll mjög vel gefin og góð, þar er rafstöð, er Helgi setti upp áður en Oddur kom upp sinni (og gaf túrbínuna 0. fl.). Þar er radíó 0. fl. gott. Þá hefi eg talið fólkið í öræf- um, sem er alls 190 þetta ár, og líður vel, 0g eg veit að yngra fólkið veit ekki hvað er, að vera svangur, þótt það viti hvað er að hafa lyst á rhat. Allir búendur eiga jarðir þær er þeir búa á, nema Sandf. er landsjóðs eign. Garðrækt hefir mikið aukist á síðari árum, svo að kartöflur endast á heimilunum þar til nýj- ar eru tækar, svo eru gulrófur, NOTIÐ MASSEY-HARRIS TRACTORA vegna ORKU, HRAÐA og SPARNAÐAR Spyrjið Masscy-Harris agentinn mftSSEI-HRRRIS COMPANY LIMITED CALGARV • IDMONtON • V AMCOUVtM WINNIPIO • ■NANOON • NCGINA • IWIf TONONTO • MONTNIAL • MONCTON CONNINT • «ALK ATOON • TONNTON hreðkur, græn- og hvítkál, salat 0. fl brúkað. öll heimili eiga tjöld á engjum til að borða í og hita kaffi á prímus. — Borðhald er, þar sem eg þekki til þannig, að langborð er haft milli búrs og eldhúss, er alt heimilsfólk situr í kringum og borðar þar. Fyrst er drukkið kakóte klukkan 6^/2, morgunverður kl. 8^/2, kaffi kl. 9^2, miðdagsverður kl. 12^, kaffi kl. 3 og kvöldverður kl. 514, altaf verða afgangs leifar. Mest er slátrað dilkum á haustin, saltað í tunnur 224 pund hver og selt í Reykjavík. Allar gærur af því fé, 0g mikið ‘af heima slátruðu eru saltaðar og seldar til Reykjavíkur. Þar eru nú 36 þúsund manns. f eystri hreppum sýslunnar er mikil jarðrækt, bæði kartöflur og fl. Eg hefi heyrt nefnd tvö heimili í Nesjum sem höfðu 300 tunnur hvort og að af 8 tunnum niður- settum hafi orðið 90 tunna upp- skera. í einni strandferð frá Hornafirði til R.víkur fóru 25 tonn af kartöflum og seldist tunn an 14 kr. — 1897 var verzlunin flutt frá Papós til Hornafjarðar, þá var á þeim stað ekkert hús né maður. Nú eru þar yfiri 200 manns og mikil mannvirki og sjávarútvegur um vetrarvertíð. Kvískerjafólkið er til húsa hjá okkur um sláttinn. Þeir eiga 3 reiðhjól, 0g hér á bæ eitt og eitt mótorhjól með tveimur sætum, er líflegt að sjá þegar þotið er til og frá engjunum líkt fuglum fljúgandi. Tvisvar hefir Páll hér, farið á hjóli til Hornafjarð- ar og heim aftur, og gengið vel. Hann kennir börnum sund, þeg- ar hlýtt er í vatni. Sjöunda nóv. lenti Sigurður á Kvískerjum í snjóflóði í Breiða- merkurfjalli, var hans leitað þá um kveldið, og eins 8. nóv. og fanst þá lifandi og að mestu ó- meiddur, búinn að vera 25 kl.- tíma án þess að geta hreyft sig vegna þrengsla af snjó, niður við jökul. Þessum atburði var útvarpað frá R.vík, og kom svo í blöðum greinilega sagt frá þessu mikilsverða kraftaverki. Nú er hann að mestu jafngóður, var lengi slæmur í fótum því mann- broddar voru svo fast bundnir, að fæturnir bólgnuðu all mikið. Allmikið frost var tímann sem hann var þarna. Hollur er sá sem hlífir, oft reynir maður á lífs- leiðinni dásemdir drottins. — Þú hefir líklega frétt, að Guðrún mín andaðist 4. nóv. 1924, úr inflúensku. Hún fékk hægt og rólegt andlát. Þegar eg les eða heyri góðrar konu getið, þá dett- ur mér hún í hug. Þið hjónin þektuð hana. Börn okkar voru 8, fyrsta barnið stúlka dó á fyrsta ári, hin 4 stúlkur og 3 piltar, þrjár giftar, eiga lifandi 19 börn og þeir 10, alls 29 öll góð og vel gefin. Helgi og Inga eru hér einhleyp, bæði vel gefin. Helgi vinnur öll venjuleg heimilisverk auk þess sem hans er vitjað ef gera þarf við rafleiðslur, radíó 0. fl., sem hann gerir með á- nægju ög starfsgleði, því verk til þarfs eru til gleði þeim sem hafa í huga almenningsgagn, en ekki að auðga sjálfan sig, nema að blessun drottins, sem og er farsælasti.

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.