Heimskringla - 14.07.1937, Page 2

Heimskringla - 14.07.1937, Page 2
2. SÍÐA HE IMSKRI NCLA WINNIPEG, 14. JÚLÍ 1937 SKOÐANIR VÍSINDAMANNA um aldur jarðarinnar og um það, hvenær líf hafi byjað á henni og hvenær það muni líða undir lok. Síðan maðurinn náði því fram- farastigi að geta hugsað, hefir þann stöðugt verið að brjóta heilann um >að, hvernig jörðin varð til og hvenær. Fyrsta veru- lega úrlausnartilraunin var eink- ar einföld: Hún var sköpuð á sex dögum, fjögur þúsund og fjórum árum fyrir Krists burð. En fáir munu trúa þessari stað- hæfingu nú. Fornmenn — sér- staklega Grikkir — hugsuðu töluvert um þetta efni. En þekk- ing þeirra var svo skamt á veg komin, að þeir vissu ekki hvern- ig eða hvar þeir áttu að byrja. Af hvaða efnum að jörðin var sköpuð, og aðrir himinhnettir, var þeim ókunnugt um; en eftir þeirri braut liggur úrlausnin. Efnin, sem jörð vor og allar stjörnur samanstanda af, eru ná- kvæmlega þau sömu, þó hlut- föllin kunni í sumum tilfellum að vera dálítið mismunandi. Væri jörðin og sólin jafnheitar, lægi mismunur þeirra einungis í stærðinni; að öllu öðru leyti væru þær nákvæmlega eins — í báðum eru sömu frumefnin. Án litsjáarinnar væri stjarn- fræðileg þekking komin skemra á veg, og allar tilraunir með að komast fyrir hið sanna um efni stjarnanna árangurslausar, og ályktanir vorar í þeim efnum al- gerlega út í bláinn; með henni laukst upp leiðin, sem liggur máske til uppsprettulindar alls efnis. En mikilvægast af öllu er þó það, að litsjáin hefir rétt- lætt fyrstu viðleitni mannsins á því tilraunasviði að draga álykt- anir af samanburði þess sem þekt er, og þess sem óþekt er. Litsjáin sýnir oss tvímælalaust, að sól vor og allar stjörnur sam- anstanda af öldungis sömu frum- efnum í mismunandi hlutföllum. Leiðir sannreynd þessi til þeirr- ar ályktunar, að alt efni sé frá sömu uppsprettunni runnið. — Hvert efni, þétt eða loftkent, sendir frá sér sveiflur, og tíðni þeirra sveifla auðkennir hvert efni svo skýlaust, að ekki er um að villast. Sveiflutíðni allra þeirra efna sem hér hafa fund- ist, er þekt. Þegar samkynja sveiflur koma frá öðrum stjörn- um, vitum vér að þær saman- standa af sömu efnum og jörð vor. Ein sólin hefir dálítið meira af.einu efni eða minna af öðru, er kaldari eða heitari, yngri eða eldri, og í þessu einungis liggur mismunur þeirra. Gerum ráð fyrir að stjörnu- fræðingum væri einungis kunn- ugt um hraða ljóssins, og vissu hornmál sólkringlunnar, og hefðu get uppdrátt af sólkerfi voru samkvæmt lögmáli Keplers, en væri ókunnugt um allar fjar- lægðir milli hnattanna. Með að- stoð litsjáarinnar gætu þeir at- hugað hvernig litrófslínur sólar- ljóssins, í endurskini þess frá jarðsjörnunum, flytjast úr stað sem þær færast áfram á spor- baugsbrutum sínum, og með því móti mælt hraða þeirra, og á- kveðið fjarlægð jarðár frá sólu, og þvermál sólarinnar. Þeir gætu einnig mælt um- ferðartíma sólarinnar með því að athuga gagnstæðar staðfærsl- ur litrófslínanna í Ijósgeislunum frá austur- og vesturröndum hennar. Og með sömu rannsókn- araðferð gætu þeir og mælt um- ferðartíma reikistjarnanna. Þeir gætu einnig séð, með því að at- huga litrof margra stjarna, að litrófslínur ljóss þeirra hefðu fluzt úr stað sökum hreyfingar sólkerfis vors í held sinni, sem nemur tólf mílum á sekúndunni, hreyfing, sem stefnir að stjörnu- merkinu Herkúles. Einnig gætu þeir sannfærst um það, hvort ljósin koma frá föstum glóandi efnum, eða frá fljótandi glóandi efnum, eða frá glóandi gufu. Og enn mætti nefna fjölda annara leyndardóma náttúrunnar — al- heimsins, sem litsjáin hefir leitt í Ijós, en sem hér yrði of langt upp að telja. Eg ætla ekki að rekja sögu hinna ýmsu kenninga um upp- runa jarðarinnar, slíkt liggur BJOR • • • “Þér finnið gæðin á bragðinu” STANDARD LAGER OLD CABIN ALE OLD STOCK ALE Sími 96 361 DREWRYS Have the Business POINT OF VIEW ? • Dominion Business College students have the advantagi of individual guidance in the all-important factors of business personality, conduct, and approach. No matter how thorougiily you know the detaUs oí office work, you must be able to sell your services, and this is now just as much a part of Dominion training as Shorthand, Typewriting, Bookkeeping, or any of the other courses in which Dominlon leader- ship has been recognized for over twenty-five years. Business is better! Employment is increasing! Prepare for it. DOMINION BUSINESS COLLECE On The Mall and at Elmwood, St. James, St. John’s langt fyrir utan takmörk blaða greinar. Og svo í öðu lagi, þá getur enginn nokkurn tíma vitað með neinni vissu, hvernig að jörðin varð til, án þess að sjá með eigin augum öll sköpunar- stigin, sem ómögulegt er. En þegar til þeirra hluta kemur sem vér kunnum öll deili á, er ekki æfíð nauðsynlegt að sjá til þess að vita með vissu. Ef vér til dæmis sjáum mannsspor liggja að vaði öðru megin áarinnar, en frá því hinumegin, vitum vér að maður hefir vaðið yfir ána. — Margar hinna mikilvægustu úr- lausna síðari tíma, sem reynst hafa nákvæmlega réttar, voru afályktanir skarpvitra manna. Það var ekki fyr en menn byrjuðu að rannsaka jarðlögin og fóru að skilja sumar þýðing- ar þeirra að þeim hugkvæmdist, að jörðlögin væru blöð úr sköp- unarsöug heimsins. Jarðfræðin er aðeins rúmlega hundrað ára gömul; það má segja að upphaf hennar sé í minnum elztu manna. En á þessum örstutta tíma hef- ir jarðfræðin víkkað sjóndeild- arhring vorn svo mikið að furðu gegnir. Árið sextán hundruð og fimtíu, eftí langa og ná kvæma rannsókn á þeim hlutum, sem álitnir voru sönnunargög? þess efnis, gerði ússher biskup svofelda yfirlýsing: “f upphafi”, í þeirri merkingu sem þessi tvö orð eru notuð í fyrstu Mósebók, er fjögur þúsund og fjögur ár fyrir Krists burð. Fimm þús- und sex hundruð fimtíu og fjög- ur ár voru þá, að áliti Ússhers, liðin frá sköpun heimsins. Þegar steinrunnin dýr og jurtir fóru að finnast í vatna- grjóti, fóru vísindamenn að ef- ast um það, að jörðin væri til- tölulega ung að aldri, enda þótt slíkir steingerfingar væru þá alment skoðaðir sem náttúruaf- brigði. En í þeim sáu vísinda- menn glögg merki þess, að jörð- in væri miklu eldri en nokkurn hafði órað fyrir. Jarðfræðingurinn, James Hut- ton, hélt því fast fram, að í Ijósi þess sem nú væri að gerast, eða sem nýlega hefði gerst, mætti útskýra sögu umliðinnar æfi jarðarinnar . Með skoðun þess ari lagði Hutton grundvöllinn að jarðfræðisvísindum vorrar tíðar. Tveim árum fyrir andlát sitt kvaðst hann hvergi §já merki byrjunar, né líkur neins endis. En ári síðar birti Laplace stjörnuþoku tilgátu sína. í henni fólst byrjunin. Hefði Huttor þá ekki verið búinn að láta skoðun sína í Ijósi um byrjun jarðarinnar er óvíst að hann hefði látið hennar getið. Jafn- vel Wiliam Thomson, jafn skarp- skygn og hann þó var, lét þá skoðun í ljósi um síðustu alda- mótin, að aldur sá, er vísinda- menn tileinkuðu jörðinni — sem í sumum tilfellum skifti tugum miljóna ára — væri alt of hár. Hann áleit að hún væri í mesta lagi tuttugu miljón ára gömul. Hefði Thomson verið þagmáll um þetta atriði ofurlítið lengur, má telja víst að hann hefði aldrei birt þá skoðun almenningi, því litlu síðar var radíum fundið og sjálfvakti útgeislunareiginleiki þess, sem gerði áætlun hans um aldur jarðarinnar hlægilega fjar- stæðu. Það var einnig skoðun hans, að sólin, sem ljósgjafi, yrði liðin undir lok að fimm miljón árum liðnumð sem vitanlega þýddi það, að alt líf á jörðinni yrði löngu útdáið fyrir þann tíma. Það hrikti hátt í máttarviðum gamallar trúar þegar jarðfræð- ingar kváðu jörðina vera tugi miljóna ára gamla; og hvað eftir annað stóð mannheimurinh agn- dofa sem nýjar áætlanir fram- lengdu aldur hennar að miklum mun. Jarðfræðingar héldu nú ekki kyrru fyrir eða sátu auðum höndum. Þeir rannsökuðu út- höfin — leystu upp rífleg sýn- ishorn af legi þeirra, til þess að komast að raun um, hve mikið uppleyst salt þau hefðu að geyma; og ætluðust á um hve mikið salt að ár og fljót bæru árlega til sjávar, og reyndu á þann hátt að komast ennþá nær hinu sanna um aldur hennar. Þeir athuguðu vanda framburð fljótanna — hversu ört þau eyddu klettum og jarðvegi og báru fram til sjávar. Rann- sóknir þessar leiddu það í ljós, að þykt vatnagrjótslaganna á sjávarbotni er svo mikil, að rúm- tak þeirra jafnast á ^ið rúma tuttugu fjallgarða álíka stóra og Klettafjöllin í Norður-Ameríku. Þessi ógrynni hefir vatn og vind- ur sorfið af yfirborði þurlendis- ins og borið til sjávar. Og þann- ig hefir landið smám saman lækkað og skorist niður, en höfin grynst. Og lengist nú aftur að nýju lífssaga heimsins. í byrjun þessarar aldar var meginþorri jarðfræðinga þeirrar skoðunar, að jörðin væri að minsta kosti eitt hundrað miljón ára gömul. Rétt í þessum svifum kemur radíum til sögunnar og bregður skæru ljósi á þetta margrædda skoðunarmál. Hinn sjálfvakti útgeislunareiginleiki þess lætur vísindamönnum í té svo margar þýðingarmiklar ábendingar, og sumar þeirra ná jafnvel tli yztu endimarka alheimsins, og marg- ar ef til vill eru ekki enn komn- ar í ljós. Sumar ábendingarnar leita að aldri jarðarinnar, en aðrar snerta þau skoðunarefni, hve lengi að hún og sólin muni endast. Þessar nýju ábending- ar, eftir hartnær fjörutíu ára rannsókn, hafa leitt til þess, að eðlisfræðingar eru þeirra skoð- unar nú, að jörðin sé máske búin að snúast um ás sinn í þrjú hundruð þúsund miljón ár og að líf hafi þróast á henni um einn þriðjung þess tímaskeiðs. í stuttu máli, þá er málefni þessu þannig háttað: Öll sönn- unargögn hafa enn ekki borist manninum í hendur, né þekkir hann til hlítar þau sem honum hefir nú þegar hepnast að ná í. En eftirtektarvert er það, að því fleiri sönnunargögn sem honum áskotnast og því betur sem hann skilur þýðing þeirra, því eldri virðist jörðin að vera. í fornöld gerðu menn sér, að svo miklu leyti sem vér vitum, engar hugmyndir um aldur jarð- arinnar eða um það, hve lengi hún mundi standa. Síðar mynd- uðust guðrækilegar skoðanir um eyðilegging hennar. — En vís- indalegar skoðanir um þetta atriði höfðu eigi myndast hjá neinni fornþjóð vegna þess að þá voru hvorki til vísinda- menn né viðhæfar sannreyndir. Þegar óupplýstir menn, en sálar- lega vaknaðir, fóru að hugsa um hve gömul jörðin myndi vera, og um örlög hennar, tileinkuðu þeir henni, að þeim virtist mjög há- ann aldur. En mælikvarði þeirra var þeirra eigið æfiskeið. Sam- kvæmt þeim mælikvarða var fimm þúsund eða sex þúsund ára fortíð hár aldur. Þegar hér var komið sögu, gat þeim vitanlega ekki hugkvæmst neitt, sem henni gæti grandað, nema almættið sjálft, er gert væri í hefndar- skyni fyrir afbrot og vonsku mannanna. En hnýsnin, ímynd- unaraflið og rannsóknareðlið, meðfæddir eiginleikar mannsins, leiddu af sér þekkingarstig, er einungis fæst með nákvæmri at- hugun, gerhyglisdómgreind og réttum hugsunai;ferli, og nefnist vísindaleg þekking. Þekking þessi hefir gjörbreytt skilningi vorum á eðli hlutanna og afstöðu þeirra hverjum við annan, og margfaldað fróðleiksforða vorn, skapað algerlega nýjan mann- heim og er líkleg til að hefja oss á æ hærra og hærra menningar- stig. Sem vísindalegri stjarnfræðis- þekkingu þokaði áleiðis varð sú skoðun æ sterkari hjá stjörnu- fróðum mönnum, að jörðin væri af sömu rótum runnin og aðrir himinhnettir, og væri sömu lög- málum háð. Væri þessu nú þannig farið, var þá óhugsandi, að jörðin gæti einhverntíma eyðilagst af árekstri ? — Og sem efnafræðileg þekking óx, vaknaði sú hugsun, að sólin, eins og alt annað sem brennur, hlyti fyr eða síðar að brenna út; og sem þetta væri að ske, liði vit- anlega alt líf á jörðinni undir lok. En ekki leið á löngu þar til skoðun þessi var borin fyrir borð. Þeirri kenningu, að jörð- in kynni að eyðileggjast af á- rekstri, hefir einnig verið hafn- að, ekki vegna þess að engin merki benda til slíkrar ógæfu, heldur af enn betri ástæðu. Ein- stein er nú búinn að færa vís- indamönnum heim sanninn um að sólin og reikistjörnurnar haldi sínum gangi, ekki af völd- um þyngdaraflsins, heldur vegna þess að þær ganga eftir sínum eðlilegu brautum. Sólin og jarð- stjörnurnar (sem og allar aðrar stjörnur) eru þar sem þær eru af því þær geta hverfi annarstaðar verið. Vísindamenn trúa því nú heldur ekki lengur, að sólin muni brenna út. Skoðunarbreyting þessi er komin til af því að þeir hafa hugsað dýpra og vita meir en fyrrum. Fyrri hugmyndin var, að sólin væri logandi efni, sem brynni öldungis eins og við- arköstur brennur, sem kveikt hefir verið í. Nánari íhugun út- rýmdi þessari kenningu. Þó sól- in só feikilega stór, gæti hún ekki, sem eldsneyti, enzt í miljón ár, hvað þá lengur. Með öðrum ■ orðum, sólin er ekki samsett af 'logandi efnum, heldur einhverju j öðru. Þó samdráttur orsaki hita, I trúa eðilsfræðingar ekki lengur að það sé samdráttur, sem sólina hitar. Það sem þeir hafa fræðst um sjálfvakta útgeislun, bygg- ing frummagnarinnar og eðli rafeindarinnar hefir gjörbreytt sjónarmiði þeirra. Þeir skoða nú ekki sólina sem logandi eld- haf eða líkama glóandi af sam dætti, heldur sem stórkostlegan raforkugjafa, og álíta að Ijós hennar og hiti eigi aðallega upp tök sín í sjálfvakinni útgeislun, og að magn þeirra muni haldast óskert um ókomnar miljónir alda. Né trúa vísindamenn því nú, að jörðin sé að kólna og hljóti að lyktum að verða svo köld, að alt líf á henni deyi út. j Þeir vita að sönnu ekki enn, j hvort hún er að kólna eða hitna, j eða hve mikill hinn eiginlegi J jarðhiti er; en þrátt fyrir það eru margir vísindamenn farnir að fallast á þá skoðun, að sjálf- j vakin útgeislun orsaki mestan ef ekki allan jarðhitann og að hann muni haldast óbreyttur hundruðir miljónir ára. Þó vér ! sleppum við öll önnur stjarnleg slys er oss sagt að tunglið muni að lokum í hægðum sínum ger- j eyða öllu lífi á jörðinni. En vér j þurfum ekki að bera kvíðboga , fyrir því að þetta komi fyrir í nálægri tíð. Hundruðir miljóna j áraraðir aðskilja atburð þann ^ og vora tíð. Þó tunglið sé lítið, hamlar það eigi að síður öxul- j snúningi jarðarinnar og stöðvar j hann alveg að lokum. Þegai J jörðin hættir að snúast um ás sinn, verður hitastig þeirrar hliða, sem að sólinni veit, fyrir ofan vatnssuðuhita, en hin hliðin verður 273 stig fyrir neðan núll- punkt — mesti kuldi sem oðrið getur, er nefnist alger núllpunkt- ur, á því kuldastigi getur engin frumeindahreyfing átt sér stað. Álitið er, að á þeirri hlið tungls- ins, sem vér aldrei sjáum og sól- in skín aldrei á, ríki slíkur kuldi ár og síð. Aðdráttarafl tungls- ins hefir sömu áhrif a öxulsnún- ing jarðarinnar og hjólhemill á bíl að öllu leyti nema því, að áhrifin koma óendanlega seinna í ljós. Jörðin snýst til aústurs. Sjávarföllin streyma vestur. Og sem þau mæta meginlöndunum, veita þau jarðarsnúningnum mótsprynu. Af þessu verður ljóst, að afl sjá'varfallanna kemur ekki frá tunglinu, eins og alment er álitið, heldur frá jörð- unni. Reikningsfræðingum telst svo til, að mótspyrnuafl sjávar- fallanna jafngildi tuttugu biljón- um hestafla. Snerist jörðin ekki um möndul sinn, mundi tunglið einungis hrúga upp sjónum í afar breiða hæð, sem stæði kyr, og væri því orkulaus. Þegar jörð- in hvirflast undir sjávarhæð þessari veltist -sjórinn vestur og brýtur á ströndum megin- landanna, sem eru á austurleið. Þó lítið muni um þessa mót- spyrnu við hvern snúning og sé ómælanleg, þá gætir hennar á sínum tíma — þegar snúning- arnir fara að skifta tugum þús- unda. Eðlisfræðingar fullyrða, að snúningshraði jarðarinnar haíi upphaflega verið fimm sinnum meiri en hann er nú — að hún hafi eitt sinn snúist átján hundr- uð snúninga um möndul sinn á ári, og að snúningshraðinn hafi svo smám saman mínkað ofan í þrjú hundruð sextíu og fimm, og að hann haldi stöðugt áfram að mínka, unz jörðin hættir með öllu að snúast um ás sinn. Eitt meðal annars er þessu tveldur, eins og áður er getið, er hömlun- aráhrif tunglsins. Þegar tungl- ið var nær jörðinni en það er nú, voru áhrif þess meiri eða sterk- ari. Samkvæmt lögmálum þeim sem stjórnar efni og orku í slík- um samböndum, er sagt ið tunglið hafi eitt sinn færst svo langt frá jörðu að tunglmánuð- urinn hafi verið tuttugu og níu dagar. Svo fór það að færast að.jörðinni aftur. Umferðartírri þess er nú um tuttugu og átta dagar. í núverandi fjarlægð þess seinkar tunglið snúnings- hraða jarðarinnar um eina sek- úndu á eitt hundrað þúsund ár- um; og sem það færist nær, fer mótspvrnukraftur þess vaxandi. Samkvæmt náttúrulögmálum, sem stjórna slíkum hlutum, kemst tunglið að lokum svo ná- lægt jörðinni að aðdráttarafl hennar rykkir því í sundur. — Sum stykkin munu falla til jarð- ar, en önnur munu sveiflast um- hverfis hana og mynda marg- faldan hring, sem verður að út- liti ekki ósvipaður þeim, sem um Satúrnus liggur. Að alt líf verði liðið undir lok á undan jörðinni virðist eðlileg ályktun. Engin lifandi vera var hér þegar jörðin byrjaði að vera til, né sá nokkur frumvaxtarstig- in; er því ólíklegt að nokkur verði sjónarvottur að endalokum hennar. En maðurinn á fjórar guðSgjafir — hnýsni, rannsókn- areðli, ímyndunarafl og afálykt- unargáfu, sem með tíð og tíma gerir honum mögulegt að sjá með sálaraugum hvað gerðist í byrjun og hver afdrif heimsefn- anna verða — að sjá fortíðina eins og hún var, og ókomna tíð eins og hún verður. Á þessum fjórum máttarstólpum stendur menning vor og allar framfarir. Vér sjáum nú þegar fleira með ímyndunaraugum voum en vér sjáum með þeim líkamlegu. — Margt af því sem vér sjáum er alt annað en það sýnist að vera. Vér sjáum til dæmis sólina koma upp og setjast — fara umhverfis jörðina, og köllum því dag og nótt einn sólarhring, þó vér vit- um nú, að þessu er ekki þannig farið. Oss sýnist oft að tungls- ljósið sé blárra og ekki eins gult og sólarljósið. En sannleikur- inn er, að hið gagnstæða á sér stað. Vér sjáum ótal þétta eða óhola hluti sem ekki eru þéttir. Hörðustu og þéttustu efni, til dæmis demantar, eða safírs- steinn, eru ofurlitlir himingeim- ar með óteljandi sólkerfaskörum, þar sem hver hnöttur hreyfist með meiri eða minni hraða, eftir því, hve heitir þeir eru, eða kald- ir; en hreyfing þeirra hættir alderi algerlega fyr en kuldastig hlutanna er orðið 273 fyrir neð- an núllpunkt. Hvert efni, þétt, fljótandi eða loftkent hefir sitt sérstaka frumagnar form eða byggingarlag. í stað þess að hugsa sér frum-

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.