Heimskringla - 14.07.1937, Side 6

Heimskringla - 14.07.1937, Side 6
6. SÍÐA HEIMSKRINCLA WINNIPEG, 14. JÚLÍ 1937 “Þú munt vera Mr. Merston. Það var fallega gert af ykkur að koma. Eg býst við eg sé ein heima sem stendur, en Burke kemur bráðum heim.” Með það gekk hún með gestin- um upp á svalir, og sá hvar kona sat á stóli, holdskörp og afturfararleg, kinnfiskasogin, varla meir en tíu árum eldri en Sylvia sjálf. “Þetta er konan mín,” sagði sá glaðmælti Mer- ston, en ekki hreyfði sú kona sig úr sætinu, Sylvía fann, áður þær tóku höndum saman, að þæt" mundu varla vera likar, höndin var svo mögur á þessari bliknuðu konu, að Sylvía þótt- ist finna kögglana nuddast saman. “Komdu sæl!” sagði hún við Sylvíu, “eg vonast til þér líki vel í þessu hryllilega landi!” Bóndi hennar tók undir: “Talaðu ekki svona, Matthildur, það er ekki hlýlegt tal við nýkomið fólk.” Konan kreisti saman þunnar varir, svo munnvikin teygðust niður á við. Sylvía svaraði liðlega: “Eg er ekki búin að finna alla þess hryllilegu ókosti ennþá. En þurt er það nú og þorstlátt, sýnist mér.” Eftir það spurði hún hvort þau hefðu þegið riokkurn greiða, en þáu sögðust rétt nýkomin. Hún gekk þá inn og sagðist verða að skipa til um beina. “Þetta sýnist vera allra alminlegasta stúlka,” sagði Merston þegar hún var gengin burt. “Mig furðar mest hvernig og hvenær Burke náði í hana, honum bregst ekki lánið nú heldur en fyr.” “Hún hefir líkast til náð honum en hann ekki henni,” svaraði kona hans stuttlega. “Það verður ekki langt þangað til hún sér eftir því.” í því bili kom Sylvía aftur og hélt á bakka, Mr. Merston spratt upp og tók við honum af henni. “Konan mín og eg vorum að tala um, hvar Burke bar það lán að hendi, að eignast þig,” sagði hann. “Þú ert nýkomin til þessa lands, er ekki 'svo? Og hann hefir ekki farið í langferð svo eg muni eftir.” Sylvía leit upp og vissi ekki hverju svara skyldi, hló við og segir: “Við hittumst í Ritzen.” “Ritzen!” segir Mr. Merston. “Hvað í víðri veröld kom þér þangað?” Svo bætti hann við fljótlega: “Eg bið forláts. Þú mátt til að afsaka hvað eg er áfjáður af forvitni. En þú ert fyrirmannleg í útliti og fasi eins og þú ættir hefðartitil til höfðingdóms, ^svo eg gat ekki að því gert, að eg varð hissa þegar eg sá þig.” “Jæja, fáið ykkur svaladrykk!” sagði Syl- vía liðlega. “Eg á enga hefð né réttindi til neins nema eg á að heita konan hans Burke Rangers. Við rennum þessu búi í félegi, hann er aðalstjórinn, eg honum til aðstoðar vitan- lega. Burke segir mér til hvað gera skal og eg haga mér þar eftir.” “Þú heldur ekki lengi blómlegum hörunds- lit ef þú ert ríðandi á ferð í þessu ryki og hita,” sagði Mrs. Merston. “Ó eg ætla að vona að það rætist ekki,” svaraði Sylvía hlægjandi. “En bættur sé skað- inn, eg hugsa ég sakni þess ekki miikð. Það er ekki nema gaman að reyna, að þessháttar geri hvorki til né frá.” Þá heyrðist að riðið var í hlað. “Nú er Burke að. koma.” Mr. Merston gekk af svölunum út í sólarbálið að heilsa húsráðanda en sú magra og fölnaða Mrs. Merston sat eftir hnakkakert og súr á svip. Til hennar talaði Sylvía. “Eg býst við þér mundi líka að koma inn og taka ofan og skola af þér. Það er fjarska heitt, er ekki ? Eigum við að fara inn og þrifa okkur upp ?” Hún var blátt áfram og vingjarn- leg eins og henni var lagið en því viðmóti gátu fáir staðið á móti, aðkomukonan skifti ósjálf- rátt um svip, gretturnar fóru af henni, hún stóð upp, gat þó ekki setið á þeirri óánægju sem hún bjó yfir og segir: “Mér finst sannarlega, að ef Englendingar mega til að búa í Suður-Afríku, þá ættu þeir að eiga konur af Búra kyni.” “Ó vildir þú að maðurinn þinn hefði átt konu af Búra fólki?” Mrs. Merston brosti heldur harðlega. “Það er auðheyrt að þú ert ennþá ekki komin úr flónanna paradís. Njóttu þess vel meðan má! Það helst ekki lengi. Karlmennimir hér í landi hafa öðru að sinna.” “Þó það væri, því er betur,” sagði Sylvía rösklega. “Og kvenfólkið líka, ætla eg að vona. Eg skyldi halda að hér sé ekki mikill tími til kvennafars eða blíðusókna.” Mrs. Merston hló kuldahlátri og fetaði inn á eftir henni. “Ekki mikill tími til neins, Mrs. Ranger. Ekkert nema þrældómur frá morgni til kvelds.” “0, ekki hefi eg orðið vör við þan ennþá,” sagði Sylvía. Hún leiddi Mrs. Merston til gestastofu, þar sem hún hafði búið sjálf frá því hún kom. Þar voru orðin mikil umskifti, gripir á veggjnm og borði og dragkista og viðhöfn sem efnuðu myndarkvenfólki fylgir en það stranga viðhafn- arleysi karlmanna útrekið. “Eg er hrædd um að hér sé ekki mjög nettlegt,” sagði Sylvía, “eg tek vanalega til þegar á líður. Mér er ekki um að hleypa þeim blökku að þessum munum mínum.” Mrs. Merston litaðist um. , “Og hvar sefur maðurinn þinn?” sagði hún. “Hinumegin við ganginn. Hans herbergi er álíka á stærð og þetta. Þau eru ekki sérlega stór.” “Þú átt gott áð hafa önnur eins húsa- kynni,” sagði Mrs. Merston. “Okkar er ekki annað en bárujárns kofi með einni milligerð.” “Virkilega ?” sagði Sylvía, opineygð. “Það er ekki glæsilegt eftir lýsingunni, víst er það Hafið ekki svalir einu sinni?” “Við höfum ekki nokkurn skapaðan hlut, sem þægindi er að,” sagði Mrs. Merston og herti á með beizkju. “Við lifum eins og grísir í stíu!” “Hjálpi okkur! Ekki langaði mig til þess,” sagði Sylvía. “Nei, það veit eg að þig mundi ekki langa til. Það verður að venjast öðru eins til að una því. En þú verður að fara gegnum kvörnina áður en langt um líður, ekki síður en aðrar sveitakonur. Við megum allar til með að fara gegnum mylluna. Þið Burke Ranger haldist ekki í aldingarðinum Eden mjög lengi.” Sylvía hló og vissi varla hverju svara skyldi. “Eg hugsa það sé ekki neinum hent ugt, að vonast eftir of miklu af lífinu, hvar sem er”, svaraði hún . “En iðjusemin er allra meina bót, það þarf varla að liggja illa á þeim, sem hefir altaf nóg að gera, eða finst þér ekki svo? Að minsta kosti leiðist manni ekki á meðan.” Þá spurði hin afdráttarlaust: “Finst þér virkilega þú vera sæl hérna?” Sylvía þagði við ofurlitla stund, svaraði svo: “Já.” “Og þú hefir verið gift hvað lengi? í sex vikur?” “Þar um bil,” svaraði Sylvía. Mrs. Merston leit við henni hörkulega, jafnvel grimmúðlega, döprum og fjörlausum augum. “A—a, bíddu dálítið lengur! Þú ert ung ennþá með óskert æskufjör í æðum. Bíddu þangað til þetta miskunarlausa land byrjar að taka tökum á þér. Bíddu þangað til þú ferð að ganga með börn og allir kraftar eru sognir úr þér, og verður samt að gegna öllum sömu verk- unum, alla tíð sama þrældómnum, meðan þú getur staðið á fótunum, og maðurinn þinn kem- ur inn og hlær að þér og segir þér að herða þig, þó þú sért öldungis vanmegna! Þá skaltu sjá til hvernig þér líkar parrakið! Allur æsku- blóminn horfinn! Og ekkert eftir — hreint ekkert eftir!” Hún flutti þetta með svo miklu fylgi, að Sylvíu hnykti við, en hún tók til þeirrar lægni í umgengni, sem hún hafði til að bera og reyndi að slétta úr snurðunum. “ó, áttu börn?” spurði hún. “Hvað mörg? Segðu mér af þeim!” “Sex hefi eg átt,” sagði Mrs. Merston dræmt og dapurlega. “Þau eru öll dáin.” Þegar Sylvía æjaði af vorkunn, gerði kon- en ekki annað en kreppa hnefana, sýndi engan annan vott tilfinningar, en hélt áfram í sama daufa beizkju tón: “Þau dóu öll áður en þau komust á legg. Það er nokkuð loftslaginu að kenna, nokkuð líka af því að eg hefi ofmikið að gera, eg er útslitin. Hann” — hér varð tónninn óendan- lega beizkur—“hann sér það aldrei. Karlmenn geta ekki séð það — eða vilja ekki. Það skaltu sanna. Þú átt eftir að reyna það alt saman. Eg öfunda þig alls ekki Mrs. Ranger. Eg þori að segja, að þér finnist enginn í víðri veröld á við manninn þinn. Það er lagið þeirra nýgiftu. En það verður ekki langt þangað til þú veizt betur. Karlmenimir gera hvað þeim gott þyk- ir, fylgja sínum geðþótta og losta dutlungum, og hugsa ekkert um hvernig öðrum líkar. — Burke Ranger er engin undantekning, þori eg að segja. Hann er þar að auki mesti vargur, Það veit hver maður.” “Ó segðu mér ekki það!” skaut Sylvía mjúklega inn í. “Við erum félagar, skaltu vita. Lof mér að láta lítinn ilm í vatnið. Það er svo hressandi!” Mrs. Merston tók varla eftir þessu litla þægðar viðviki, henni var svo ríkt í hug, að koma út níðinu. “Þú þekkir ekki mikið til hans ennþá. En allir sem þú kynnist geta sagt þér sömu söguna. Hann hafði frænda sinn hér hjá sér, indælan pilt, og var svo vondur við hann. að vesalings maðurinn fór í vondan soll, hýddi hann með svipu og rak hann burt, útaf óveru- legri yfirsjón. Já, það er engin furða þó þér bregði við annað eins, en satt er þetta samt, það má eg fullyrða. Guy Ranger var ekki sér- lega stöðugur í rásinni, veit eg það. En þetta keyrði hann alveg um koll. Hann varð aldrei samur maður á eftir.” Sylvía var hvít í framan en svipurinn ein- beittur, þegar hún tók fram í: “Gerðu svo vel og hættu þessari sögu. Hvað sem Burke gerði, þá gekk honum gott til. Það veit eg fyrir víst. Eg þekki hann það mikið. Og — eg kæri mig ekki um að bera ógóðan hug til hans í nokkurn máta.” “Þú vilt heldur vera sjónlaus eins og þú ert ?” sagði Mrs. Merston með súra brosið. “Já,” svaraði Sylvía. “Þá byggir þú þitt hús á sandi. Og það mun hrynja og jafnast við jörðu”, sagði konan og sneri sér frá henni. III. Kapítuli. Samkomulag Gestirnir fóru ekki fyr en undir kveld, þegar þau voru farin létti Sylvíu mikið, þessi heimsókn hafði þreytt hana meira en hún gat gert sér grein fyrir. “Komdu á hestbak með mér!” sagði Burke, en hún hristi höfuðið: “Nei, þökk fyrir. Eg held eg vilji heldur hvíla mig.” Hana langaði umfram alt að vera ein, svo hún gekk til stofu sinnar og lagðist fyrir, en hann sagðist ætla að setjast fyrir á svölunum með pípuna sína. Hann sóttist eftir að vera með henni, þegar honum varð á milli verka, eftir litla stund heyrði hún að ráðsmaðurinn Hans Schafer var farin að tala við hann úti á svölun- um og varð sárfegin, tók hatt sinn léttan með breiðum börðum og læddist út. Það var heitt að ganga en mikill léttir að komast burt frá húsinu, hún vonaðist til að Bu.rke sæi ekki til hennar, og væri svo upptekinn af búsáhyggjum að hann færi ekki að leita fundar við hana. Hún hélt í áttina til drangsins sem hún hafði altaf fyrir augunum þegar hún leit út og hún hafði oft hugsað sér að reyna að klifra, en það dró undir sig þangað, sléttan var ekki eins f1 auðgengin og út leit tilsýndar, og drangurinn var alt öðru vísi þegar að honum kom, heldur en langt til að sjá, urð, skriður og hamrabelti. og miklu torsóttari en hún hafði gert sér í hug. Hún fór ekki beint upp, heldur sniðgekk bratt- ann þangað til við henni blasti, undir sól að sjá, einsetu kofinn á farbakkanum, þá tók frá henni alla orku að klifra lengra. Þá settist hún á stein og tók að glíma við þær tilfinningar, sem sótt höfðu á hana allan daginn, frá því Mrs. Merston hafði útmálað lífið fyrir henni. Þreytt fanst henni hún vera, bæði á líkama og sál en það hroðalega viðhorf varð hún að takast á við, og reyna að ná yfirtökum á því stæka ógeði og þeim uppeistarhug, sem hún nú var í. Hún sat fyrir æði lengi, foldin logaði í roða sólseturs, þá vissi hún að Burke mundi vænta hennar heim til kveldverðar, en ekki orkaði hún þá að slíta sig frá einverunni á dranginum. Henni fanst hún vera að bíða eftir einhverju. Hún var of magnþrota til að biðja, samt þótti henni sem nokkiy úrlausn á hennar hugarstríði væri í vændum. Hún mændi á dýrðina í vestri með sárri þrá og gleymdi öllu öðru; þó hún væri van- megna bæði á sál og líkama hafði hún hugboð um, jafnvel fulla vissu um, að henni mundi koma hjálp með einhverjum hætti . Dýrðip fór að dvína og svalan andvara lagði um foldina, uppi á drangnum byrjaði fugl að kvaka, hún vatt við höfði að líta til hans og þá sá hún hvar Burke sat á klettastalli varla meir en stofulengd frá henni, horfði ekki á hana, heldur til fjallanna í fjarska, eins og örn af háu hamrasetri, og af augum hans var að ráða að hann sæi margt sem hulið var hennar sjónum. Hún sat hreyfingarlaus og þagði, fyrst greip hana hræðslublandin furða, síðan feimni, líkt og hún hefði orðið ásjáandi að nokkru sem henni var ekki ætlað að sjá, gat þó ekki að sér gert né slitið af því augun. Hann var hvass- eygur og afar harðlegur á svip, einbeittur og áfjáður líkt og veiðimaður í nánd bráðar og af þeirri stálbeittu sviphörku lagði undarlegan titring, líkt og 'fyrirboða að hjarta hennar. Svo vék hann höfði við ofurlítið, eins og hann fyndi tillit hennar, þá hvörfluðu sjónir hans ofan til hennar, hvassar sem hnífstungur, hún fann roða þjóta um andlit sitt, eins' og hún hefði verið staðin að ósvinnu, hún varð svo feimin að hún gat ekki orði upp komið og leit strax undani. Hann stóð upp og færði sig til hennar, hægur að vanda. Hún hrökk við og hjartað barðist svo ákaft, að henni fanst hún varla ná andanum, hana langaði til að spretta upp og flýja ofan borgina, en hann var kominn of nálægt. Hún spenti1 greipar um hnén, sat grafkyr og sagði ekki orð, en hann stóð uppi yfir henni og horfði á hana og segir: “Eg komfá eftir þér af því eg vissi að þér mundi aldrei takast að ná efsta tindinum einsömul.” Hún glímdi við þá undarlegu vanstilling sem sótti að henni, leit upp til hans og segir: “Eg hugsaði ekki til að klifrast hærra, það er brattara en mig grunaði.” “Svo er það, hreint altaf”, sagði Burke og settist hjá henni. Hún hrökk lítið eitt undan, ósjálfrátt, en hann virtist ekki verða þess var. Hann tók af sér höfuðfatið og lagði frá sér og segir: “Mér þykir bágt, að Mrs. Merston þurfti að hanga hjá þér allan daginn, samvera við hana er alt annað en upplífgandi, er eg hræddur um.” “Það gerði mér ekki mikið til,” svaraði Sylvía. Hann leit við henni vinsamlega og gletnis- lega. “Ekki ofboðið af Afríku og öllu hennar hroðalega háttalagi?” spurði hann. Hún hristi höfuðið. “Eg er ekki alveg eins ístöðulítil og það.” “Þú mundir heldur vilja vera hér kyr en fara aftur til Englands?” Augu henar hvörfluðu ofan að einsetukof- anum á farbakkanum. “Af hverju spyrðu mig að því?” spurði hún í hálfum hljóðum. “Af því eg vil vita það,” svaraði Burke. Hún þagði við og hann hélt áfram að lítilli stund liðinni. “Mig grunar að Mrs. Merston sé ekki lagið að vekja ánægju hjá þeim sem um- gangast hana, jafnvel þó hún ætti heima í skrautlegri höll á sigurhæðum veraldar, mundi hún vera óánægð.” Að þeirri samlíking brosti Sylvía og svar- aði: “Eg hugsa að hún hafi ekki mikið til að vera sæl af. Það er ekki vel hægt að dæma hana hart eins og á stendur.” “Hún á einhvern þann bezta eiginmann, samt,” sagði hann. “Heldurðu að það sé fyrir öllu?” spurði Sylvía. Hún átti ekki von á því sem hann svaraði. “Nei, ekki held eg það. Hann spillir henni með ofmiklu dálæti, sem hver kvenmaður hefir ilt af. Þær fíflast af því og verða svo geð- stírðar þegar frá líður.” Sylvía sneri sér við og horfði á hann og segir dálítið glettin: “Mikið þekkirðu kven- fólkið vel!” Hann hló með þeim hætti sem hún skildi ekki í, og segir: “Ef eg ætti konu, þá skyldi eg gera hana sæla, en ekki með þeirri aðferð.” “Eg hélt þú ættir konu,” segir Sylvía. Augu þeirra mættust og hún leit undan, því í augum hans var kraftur sem hún mátti ekki við. “Nei,” sagði hann, “bara að nafninu til ennþá sem komið er. Þó lítið sé, er það skárra en ekki neitt. Alténd er það vonin, að hún verði veruleg eiginkona einhverntíma og veiti mér hugsvölun og hressingu.” Sylvía þagði við. Eftir litla stund hallaði hann sér að henni og talaði í hálfum hljóðum: “Mér finst líkt og eg hafi höndlað mjög fá- gætan fugl og styggan. Eg er að reyna að kenna honum að treysta mér, en það sýnist út- heimta langan tíma og mikla þolinmæði. Held- urðu að mér takist það nokkurntíma, Sylvía? Heldurðu að hann komi nokkurtíma og hreiðri sig við hjarta mitt?” Enn var þögn. Mærin hafði augun á sendnum sverði foldar og því sem þar blasti við, Maðurinn hafði augun á henni og aðgætti hana þegjandi, mjög hægur og einbeittur á svip. — Loksins leit hún upp og beint í augu hans með fullri einurð og segir: “Þú veizt vel, félagi, að það er ekki sanngjarnt, að spyrja mig slíks. Þér getur ekki veizt — alt.” Burke þreifaði í vasa sjnn eftir pípunni og segir: “Jæja, lagsmaður láttu þá sem þetta sé ósagt!” Hún átti ekki von á að hann léti svo brátt undan mótmælum hennar, augnaráð hans' var svo hvatlega að hún bjóst við öðru og vissi varla hvað segja skyldi og horfði á hann þegjandi meðan hann lét í pípuna sína hægt og vandlega. Loksins þegar hann leit á hana að því búnu, segir hún: “Eg vil síður líta út fyrir að vera yfirtak vandlát og vanþakklát. En” — hér greip hún andann á lofti og leitaði orða — “þó þú hafir verið mér fjarska góður, þá get eg ekki að því gert, mér finst þú hefðir getað verið Guy að meira liði — ef þú hefðir verið betri við hann, þegar honum varð á. Og” — nú komu tár fram í augun á henni — “tilhugsunin um það spillir — hreint öllu.” “Eg skil,” sagði Burke og þó svipurinn væri harðlegur, var rómurinn mjúkur. “Mrs. Mers- ton mun hafa sagt þér alt um það?” Sylvía roðnaði við og snerist frá honum lítið eitt. “Hún sagði ekki mikið.” Nú þögðu bæði þar til Burke tók á greipum hennar og segir: “Svo mér er ætluð ,refsing fyrir það, eða hvað?” Hún hristi höfuðið, kiptist lítið eitt undan átaki hans, lét þó svo vera. “Nei. Bara — eg get ekki gleymt, það og ekkert annað.” “Né fyrirgefið?” sagði Burke. Hún barðist við tárin. “Nei, ekki það. Eg er ekki heiptrækin. En — ó Burke — eg vildi óska, eg vildi óska — að við gætum fundið Guy.” Honum brá og segir nú þurlega: “Af hverju?” Svipur hans ægði henni litla stund, en þrá- in var svo sterk í hjarta hennar að kvíðinn hvarf frá henni, hún tók báðum höndum um handlegg hans og talaði svo: “Ef við bara gæt- um fundið hann og bjargað honum — bjargað honum úr þeim hræðilega pytti sem hann virð- ist hafa dottið í! Við gætum það ef við værum samtaka, eg er viss um að við gætum það, alveg viss — ef við bara gætum fundið hann!”

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.