Heimskringla - 14.07.1937, Blaðsíða 8

Heimskringla - 14.07.1937, Blaðsíða 8
8. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 14. JúLf 1937 FJÆR OG NÆR Séra Eyjólfur J. Melan messar í Árnesi n. k. sunnudag (18. júlí) kl. 2 e. h. * * * Sveinn Thorvaldson, M.B.E., frá Riverton, var staddur í bæn- um í gær. * * * Um eða fyrir síðastliðin mán- aðamót lagði Edward Marion Halldórsson listmálari, sonur dr. M. B. H lldórssonar af stað vestur til San Franciscó, Cal. Bjóst hann við að dvelja þar eitthvað. Hann fór með frænda sínum Halldóri Halldórssyni, frá San Francisco, syni Bjöms Halldórssonar, er hér var á ferð eystra í brúðkaupstúr. J|C * * Sigurður Vilhjálmsson, >637 Alverstone St., Winnipeg biður Guðm. Einarsson frá Galtastöð- um í Hróarstungu (var á Sand- hæðunum í N. Dak.) að láta sig vita um addressu hans. Enn- fremur æskir hann að vita hvar Jón Eyjólfsson frá Breiðavaði í Eiðaþinghá (var einnig í N. D.) er nú búsettur. * * * Björn Hjörleifsson frá River- ton, Man., kom til bæjarins s. 1. mánudag. RIGHT IN FRONT AGAIN! Are you tbinking of buying a Radio ? Then wait until you have seen EATON’S great, Oiew FALL & WINTER CATALOGUE now in preparation and soon to be in the mail. VIKING will once again be the brightest star in the Radio sky! Every Season for two years past now, we have offered a Viking Radio which has been the big- gest value event of the Western Radi'O year. Once again we have really sur- passed ourselves and wili offer a VIKING, which in appearance, performance, and value, actually out- shines any previous efforts of ours. Here is a value which you must investi- gate before you make your final decision. WAIT! EATON’S f dag verða gift Dr. J. A. Bíld- fell og Miss Muriel Meech í Knox-kirkjunni, kl. 3.30. Dr. Bíldfell er sonur Jóns J. Bíldfell og Soffíu konu hons. En brúðurin er dóttir Rev. and Mrs. Meech í Morris, Man. Heimili þeirra verður í Wynyard, þar sem Dr. Bíldfell er nú fasta læknir. Heimskringla óskar til lukku. * * * Þriðjudaginn 29. júní andaðist að heimili sínu 2611 Clinton St., New Westminster, B. C., Björn Kristmundarson, (Benson), — maður á sjötugs aldri; hann var fæddur 6. apríl 1870 á heimil- inu Litluborg í Víðidal, Húna- vatnssýslu. Kristmundur Benja- mínsson og kona hans, foreldrar Björns sál., komu frá fslandi með fjölskyldu sína til Canada 1874. Kristmundur settist fyrst að í Ontario, en var síðar með hinum fyrstu íslenzku landnem- um er námu lönd við Winni- peg-vatn, nálægt Gimli, Man. — Þar, hjá foreldrum sínum, ólst Björn upp til fullorðinsára; — hann fluttist hingað til Van- couver 1901, hvar hann dvaldi stöðugt síðan. Hann var tví- kvæntur, fyrri konan Jóhanna, var systir Páls Johnson raf- magnsfræðings í Winnipeg. — Eftirlifandi kona hans, sem einn- ig heitir Jóhanna, var áður gift Pétri Jóhannsson frá Húsabakka á íslandi í Skagafirði. G. H. Hjaltalín 1863 Comox St., Vancouver, B.C * * * Dánarfregn Þann 8. þ. m. lézt á heimili sínu nálægt Langruth, Man., merkiskonan valinkunna, frú María Sesselja Hannesson eftir langvarandi sjúkdómsstríð. Hún var jarðsungin á föstudaginn, 9. júlí af séra Carl J. Olson að við- stöddu miklu fjölmenni. Hr. Halgrímur Hannesson, eftirlif- andi eiginmaður hennar og sjö einkar mannvænleg börn, fylgdu henni til grafar ásamt systkyn- um, öðrum ættingjum og vinum. Frú Hannesson var bráðgáfuð kona og góð, og er fráfall henn- ar mikið harmað í öllu nágrenn- inu. Móður hennar, frú Guð- björg Guðnadóttir, sökum hárr- ar elli, gat því miður ekki sótt athöfnina. Hún er ein íslenzka kvenhetjan sem lagt hefir drjúg- an skerf til hins vestur íslenzka þjóðlífs. C. ó. TRYGGUR HUNDUR Fyrstu 3 mánuði ársins 1937 fórust 251 manns í London á Englandi af umferðaslysum. Kaupið Heimskringlu Lesið Heimskringlu Borgið Heimskringlu oðosoðosccceooðOðoeocðSðM KÆLIÐ YÐUR með RAFMAGNS BLÆVÆNG • Látið ekki hitan yfirbuga yður. Kaupið rafmagns-blævæng og látið svalan blæ hressa yður. Hafið hann á skrifstofu yðar, í lesherbergi eða eldhúsi. City Hydro sýningar-staðimir sýna margar tegundir blævængja. — Þeir gefa frá sér sterkan kul, hávaðalaust. Söluþjónn vor er reiðubúinn að heimsækja yður með sýnishorn. 'X $2.95 Oiiu rlinLro Boyd Building • WESXINGHOUSE (sýndur að ofan) • POUAR CUB • ARCTIC AIRE • GENERAL ELECTRIC SÍMI 848 131 f kringum um 1850 var maður í Vestmannaeyjum, er Sigmund- ur hét Jónatansson, upprunnin í Húnaþingi. Hann fór ungur til Kaupmannahafnar og nam þar beykisiðn. Hann dvaldi þar all- mörg ár og stundaði iðn sína. Svo kom hann til Vestmanna- eyja og gerðist beykir við verzl- un Bryde kaupmanns þar, og reyndist trúr og húsbóndahollur. Sú verzlun varð að rima úr eyjunum á fyrsta tug tuttugustu aldar fyrir íslenzkum fjármála- mönnum og má þar fremstan telja Gísla Johnson, konsúl, at- hafnamann mikinn. Sigmundur giftist konu sem Guðrún hét, en hún dó eftir eins eða tveggja ára sambúð. Svo var það vor eitt að kaup- skip kom frá Danmörk til Vest- mannaeyja (ártalið veit eg ekki). Skipstjóri var vinur Sig- mundar beykis frá veru hans í Höfn; hann hafði á skipi sínu ungan hund (hvolp) og gaf Sig- mundi hann að skilnaði; og óbil- andi trygð hundsins er aðal efnið í þessari smásögu. Eftir að Sigmundur misti Guðr. konu sína, tók hann sér aðra konu er úlfheiður hét frá Djúpavogi í Hálsþinghá við Berufjörð. Ekki undi hún hjá honum nema eitt ár, og fór með Jóhanni Malmquist á skiplinu “Bóthyld”, sem hann þá stýrði og heim til átthaga sinna. — Hvernig sem það atvikaðist þá fór úlfheiður að ári liðnu til Sigmundar aftur, þá giftust þau og lifðu í farsælli sambúð til æfi- loka. Þá bjó á Ljótarstöðum í Aust- ur-landeyjum bóndi sá, er Þor- kell hét, smiður góður og í hví- vetna hinn ágætasti maður. — Hann var móðurfaðir hins mæta manns Þorbjarnar Magnússonar (nú á Betel) . Hrein vinátta var með þeim Sigmundi og Þorkeli, sem kom fram og sýndi sig á hreinum viðskiftum þeirra. Svo kom það fyrir að hundapest geysaði í Rangárvallasýslu svo sum heim- ili höfðu engan hund eftir; þá stóðu smalarnir ráðalausir, sem enginn var hundurinn. Þegar nú enginn hundur var eftir á Ljótarstöðum, leitaði Þorkell til Sigmundar vinar síns í eyj unum sem nú átti fullvaxinn og stóran en ekki grimman hund (frá skipstjóranum sem fyr er sagt). Þorkell fékk hann hjá vin sínum og fór með hann heim til bús síns; hundurinn var kall- aður Spytts og reyndist bæði þægur og vitur. Að tveim árum liðnum, um mánaðamót september og okt. fór Sigmundur og fleiri á skipi til Landeyjar að kaupa sér kind ur til frálags (slátrunar). Hann kom og gisti á Ljótarstöðum; þegar hann hafði litla stund setið í baðstofu, þá kom hundur- inn Spytts og rann hægt eftir gólfinu þangað sem Sigmundur sat, og nasaði fyrst á fótum hans, smá færði svo trýnið upp eftir honum og lagði framlapp- irnar á axlir hans með falslaus- um vináttu merkjum. Þá varð Sigm. svo orðs, því gerirðu þetta, farðu nú og éttu matinn, sem þú átt og er hjá bælinu þínu. Hundurinn hlýddi orðum hans og gekk burtu. Daginn eftir fór Sigmundur til Fljótshlíðar að heimsækja þar kunningja sína og var í þeirri ferð fáeina daga og hund- urinn með honum. f bakaleið- inni gisti hann á Ljótarstöðum. Daginn eftir var sjóve^ður hag- stætt og það flutt til skips sem hafa þurfti; hundinn (Spytts) átti Þorkell áð hafa áfram og var hann því látinn í úthýsi og lokað ramlega. Sigmundur reið til sjávar og alt var látið í skip- ið, sem út átti að fara, því hrynt á flot, greidd til segl, því hægur norðan kaldi var á eftir. Það er frá hundinum að segja, þegar Sigmundur var farinn, tók hann að veina og lét öllum látum er hann kunni til að brjótast út. En það kom fyrir ekki. Og svo hafði þorkell sagt að sér gengi til hjarta veinið og hljóðin í honum, að hann opnaði húsið hóti fyr en gert var ráð fyrir. Óðar en húsið var opnað stökk hann alt hvað hann mátti á eftir Sigmundi. Og þegar seglið var ný dregið upp sá Sigmundur hundinn koma stökkvandi yfir sandinn og leggja umsvifalaust til sunds á eftir skipinu. Þá bað hann menn að taka niður segl- ið og bjarga hundinum, en fékk það svar: Við viljum ekki missa af góðu leiði fyrir einn ómerki- legan hund. Þá stóð Sigmundur upp og segir: úr því þið neitið að bjarga dýri, sem er að gefast upp þá skal hér fleira verða frá- sagnarvert, því eg skal nú fara sömu leið og hundurinn minn. Þeir sáu honum var alvara, að steypa sér í sjóinn. Þá skipaði formaðurinn að fella seglið og hamla aftur á bak, þv'í var hlýtt og Sigmundur náði í hundinn og innbyrti hann; svo var honum þá daprað sundið að hann var nærri máttlaus. Sigmundur fór úr yfirhöfn sinni og breiddi yfir hundinn. Að klukkutíma liðnum náðu þeir hejlu og höldnu til eyja. Að nokkrum árum liðnum frá þessu er nú var sagt, lagðist Sig- mundur veikur, það varð hans banalega; hvern dag er hann lá, fór hundurinn að rúmi hans og lagði hausinn upp á sængina með vinalátum. Svo dó Sig- mundur og hundurinn fáum mánuðum á eftir, gamall og far- inn að kröftum. Björg Sveinsdóttir nú 85 ára gömul hefir gefið fér efnið í þessa smásögu; hún var þá barn að aldri er þetta gerðist, en það er sem hún hafi óbilandi minni og sansa, en hefir verið blind um nokkur ár. Sveinn faðir Bjarg- ar var sonur úlfheiðar, sem að framan er nefnd, frá hennar fyrra hjónabandi. Bróðir Bjarg- ar var Jósef er druknaði af skip- inu Blíðfara, sem fórst á Breka milli Bjarnar og Elliðaeyja 1868. Björg á eina dóttir, sem Val- gerður heitir, og býr hér í Selk- irk. Hún er sæmdarkona, aldrei hafa þær mæðgur brugðið sam- búð sinni og svo mun það verða þar til dauðinn skilur þær. Selkirk, 7. júlí 1936. Sveinn A. Skaftfeld væru í lagi. — Já, svaraði prestur. MacPherson spurði þá, hvort ekki væri hægt að breyta nöfn- unum. Hann vildi nefnilega eiga systur kærustunnar. \ — Nei, það er ekki hægt, sagði prestur. — Þá verðið þér að fá nýja pappíra og það kostar 2 shillings. — Jæja, það er þá ekkert hægt að gera við því, stundi MacPherson. Eg verð þá víst að ganga að eiga kærustuna. 5j: * * Englendingur var í kynnisför hjá vini sínum í Aberdeen. Einn daginn sagði hann: — Eg hefi veitt því eftirtekt. J að það eru óvenjulega margir á ] götunni í dag. — Já, svaraði Skotinn. — Það er verið að safna sam- skotum í húsunum í dag, til þess að byggja nýja drykkjumanna- hælið. VEIÐIKONUNGUR ÍSLANDS HITT OG ÞETTA Ungverji einn, dr. Szell, hefir komið með þá tillögu að breyta nafninu á bænum Budapest og kalla hann Buda. Hann segir, að Buda sé gamalt ungverskt orð, sem þýði “maður með á- hrifavald”. Budapest nær yfir þrjá gamla bæi, Buda, Pest og O’Buda. En nöfnunum Buda- pest og Bukarest er oft ruglað saman. Auk þess finst dr. Szell seinni hluti nafnsins “pest” óviðkunn- anlegt, þar er það þýði á mörg- um tungum Evrópu drepsótt. * * * Forstjóri stærðar gistihúss í Kaupmannahöfn fór um daginn í eftirlitsgöngu um alt húsið, til þess að líta eftir vinnubrögðum fólksins og starfsháttum. Loks staðnæmdist hann hjá ungum manni í eldhqsinu, sem stóð við þvottabalann og var að þvo upp diska, heldur úrillur á svip. “Þér skuluð ekki vera stúrinn yfir starfi yðar, góði minn,” sagði hann í hughreystandi róm. Eg byrjaði sjálfur á því að þvo upp diska, en endaði sem gisti- hússeigandi!” “En hvað mynduð þér segja í mínum sporum. Eg byrjaði sem gistihúseigandi, en endaði sem uppþvottamaður!” sagði pilturinn. * * * MacPherson kom til prestsins tveim dögum fyrir brúðkaup sitt og spurði hvort pappíramir Frh. frá 5. bls. að sjóarnir námu við möstrin á meðan við vorum að rétta það við. Þetta atvik átti sér stað árið 1926, sömu nóttina, sem “Bal- holm” fórst á Mýrum. Eg efast ekki um að skipum hafi áður hvolft á þenna hátt, en að þau hafi verið ofansjávar eftir það hefir ekki átt sér stað. í þetta skifti þótti mér mest um vert ró- lyndi skipshafnarinnar og oft hefi eg hugsað um hve merki- legt það var að þeir skyldu fást til að fara ofan í lest og kolarúm til að rétta skipið við, eftir þau ósköp, sem á höfðu gengið. — Þér tókuð upp vaktaskifti á yðar skipum áður en vökulpgin gengu í gildi. — Já, og eg sá aldrei eftir því. Strax meðan eg var stýrimaður var eg farinn að skifta á vaktir. Síðar, er eg tók við skipstjóra, hélt eg áfram vaktaskiftingu. — Hverjar eru helstu breyt- ingar, sem orðið hafa á fiskveið- unum í þessi 25 ár? spyr eg Guð- mund að lokum. — Þær eru vitanlega nokkrar, en aðalbreytingin er þó sú, að fiskurinn virðist vera horfinn. í “gamla daga” var ekkert að fylla togara á einni viku, en nú virð- ist vera dauður sjó þar sem áður var krökt af fiski og æti. Fiskfræðingar vorir hafa sín- ar skoðanir á þessu fiskleysi, og telja að fiskurinn komi í árgöng- um. Má það rétt vera. Eg hefi aftur á móti þá trú, að sjórinn umhverfis landið sé að hitna með ári hverju. Fyrir mörgum árum byrjuðum við að mæla sjóinn daglega og þær mælingar sýna, að sjórinn hefir hitnað að meðal- tali um 2 stig. Eg held því, að fiskurinn hafi fært sig eftir hita sjávarins og ætinu norður í kald- ari sjó. f fyrra kom eg norður til Spitsbergen, þar var krökt af æti og nógur fiskur. Virtist mér þar svipað eins og var hér. er sem best fiskaðist. Sama er að segja um Bjarnareyju, þó ekki sé þar eins mikið af æti fyr- ir fiskinn. Þá má í þessu sambandi geta þess, segir Guðmundur, að varla verða menn varir lengur við hinn kalda pólarstraum. Höfum við jafnvel mælt 8 stiga hita í sjó á Halamiðum, þó fost væri. Guðmundur Jónsson skipstjóri nýtur trausts og virðingar meðal sjómannastéttarinnar og allra, sem honum hafa kynst. Árið 1924, er hann hafði verið 10 ár hjá Kveldúlfi, var hann sæmdur Við Kviðsliti? Til linunar, bóta og styrktar reynið nýju umbúðirnar, teyju- lausar. Stál og sprotalausar. — skrifið: Smith Manfg. Company, Dept. 160, Preston, Ont. MESSUR og FUNDIR < kirkfu Sambandttafnaðar Messur: — á hverjum tunnudofi Kl. 11 f. h. á ensku Kl. 7 e. h. á íslenzku. Safnaearnefndin: Punölr 1. föstu- deg hvers mánaðar. Hjálparnefndin: — Fundlr fyTsta mánudagskveld 1 hverjum mánuði. Kvenfélagið: Fundir annan þriðju- dag hvers mánaðar, kl. 8 að kveldlnu. Söngœfingar: Islenzki söng- flokkurinn á hverju fimtu- dagskvöldi. Enski söngflokkurinn ft hverju föstudagskvöldi. Sunnudagaskólinn: — Á hverjum sunnudegi, kl. 12.15 e. h. ISLENZKA BAKARÍIÐ 702 SARGENT AVE., Winnipeg Einasta íslenzka bakaríið í borginni tslenzk bakning af allri tegund. Pantanir utan af landi afgreiddar fljótt og vel. Sími 37 652 THOR GOLD Mining Syndicate NAMURNAR ERU 20 MILUR AUSTUR AF KENORA, ONT., VIÐ ANDREW FLÓA — LAKE OF THE WOODS Félagið hefir umráð á 400 ekrum 1 námulandi við Andrew Bay, Lake of the Woods í Ken- ora-umdœmi. Sýnishorn af handahófi i nám- unni hafa reynst frá 50c upp i $40,000 úr tonninu og í Channel Samples eru frá 60c upp i $60.00 I tonninu. KAUPIÐ NCr— A $10 HVERT UNTT (300—500 hlutir í Unlt) Thor Gold Mining Syndicate Head Office: 505 TJnion Trust Bldg., Winnipeg Man. Ráðsmenn: Forseti: M. J. THORARINSON 370 Stradbrooke St., Winnipeg Skrifarl og féhirðir: SKtrLJ BENJAMINSON Whittier St., St. Charles, Man. Fálkaorðunni í viðurkenningar- skyni fyrir frábæran dugnað. — Var það allra mál þá, að ef orður væru jafnan veittar svo að verð- leikum, mundi þykja meira til þeirra koma. Um Guðmund kvað Árai óla blaðam. í Lesbók 1930: Veiðikóngur! Dáðadrengur! djarfur í lund og heill í starfi. Sækonungur lifðu lengi landi að færa auð til handa. Undir þetta munu vinir og kunningjar Guðmundar taka í dag á þessum merkisdegi hans. —Mbl. Buy With Confidence ’35 Hudson 8 Sedan 6 wheels, trunk, wheel shields, electric hand, radio, heater. $995.00 ’33 Reo 6 Sedan Flying Cloud—6 wheels, trunk rack, heater. $550.00 ‘34 McL.-Buick Coupe 6 wheels, metal tire covers, rumble seat, radio, heater. $750.00 ‘35 Ford V8 Coach De Luxe, trunk, heater, radio. Looks like new. $695.00 ’30 Chevrolet Sedan ....$325 ’30 Pontiac 6w.w Sed. $345 ’30 Ford Coupe .......$275 ’30 Ford Coach .......$295 ’29 Nash Sedan .......$275 ’29 Chevrolet Coach ....$245 ’29 Plymouth Roadster $225 ’29 Studebaker Sedan $295 Pontiac Coach....) ^45 qq Chandler Sedan.... ’ Nash Coach.......) ^aeh TODAY & EVERYDAY You will do better at our lots Portage at Balmoral St. Portage at Spence St. 212 Main St., South BUY WITH CONFIDENCE Leonard & 1V/| cLaughlins Motors iTl Limited Safest Place to Buy Used Cars Sales PHONES Service 37 122 — 37 121

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.