Heimskringla - 22.09.1937, Blaðsíða 1
THE PAR-T-DRINK
Good Anytime
In the 2-Glass Bottle ^ ®
AVENUE
Dyers & Cleaners
Fatahreinsun vor er þess
verð að reyna hana.
Hvergi betri.
SÍMI 33 422
658 St. Matthews
LI. ÁRGANGUR
WINNIPEG, MIÐVEKUDAGINN, 22. SEPT. 1937
NÚMER 51.
HELZTU FRÉTTIR
Athyglisverðar tillögur
Á þingi verkamannafélaga í
Canada (Trades and Labor), sem
stóð yfir s. 1. viku í Ottawa, var
tillaga samþykt um það, að skora
á sambandsstjórnina, að gera
radium og nikkel námarekstur-
inn í landinu að þjóðeign. Radi-
um-námavinsla er talsverð norð-
ur við Great Bear Lake (Bjarn-
arvatnið mikla) í norðvestur
landinu og hafa einstaklingar
hana með höndum. Verkamanna
þingið vildi að námarekstur þessi
væri ekki rekinn til að selja
radium út úr landinu, heldur til
notkunar heima fyrir. Og eins
er með nikkel-framleiðsluna. —
Hún er í einstakra manna hönd-
um. Og sala nikkels nú til óvina
þjóða, hefir aukist ótrúlega. —
Minti maður að nafni Fred Col-
lins, frá Toronto á, að í síðasta
stríði hefðu canadiskir hermenn
verið skotnir niður með kúlum
sem gerðar voru úr efni frá Can-
ada, en sem einstakir menn seldu
óvniaþjóðunum t. d. Þýzkalandi.
Kvað hann þetta nú enga laun-
ung vera. En hann taldi ekki
sæmilegt, að slíkt kæmi aftur
fyrir og því ætti framleiðsla
þessi að vera í höndum land-
stjórnarinnar.
Mr. Collins kvað í Canada vera
95 prósent af öllum nikkel í
heimi.
Canada og Spánn
f fréttum frá Þjóðabandalags-
fundi í Genf í gær, er atkvæða-
greiðsla fór fram um það, hvort
lögum væri samkvæmt að Spán-
ska stjórnin hefði fulltrúa á
fundum Þjóðabandalagsins, er
sagt að Canada fulltrúarnir hafi
greitt atkvæði á móti Spáni, ír-
land, Indland og Egyptpaland
gerðu það einnig, en Bretland,
Ástralía og Suður-Afríka voru
með Spánar-stjórninni. frland er
sagt að hafi verið á móti stjórn-
inni af trúarlegum ástæðum,
Egyptaland og Indland til þess
að ná í fleiri sæti í Þjóðabanda-
laginu fyrir sig sjálf. En ástæða
Canada fulltrúanna verður ekki
séð að önnur hafi verið en sú að
fyl&ja fascistum að málum.
Tapar Aberhart þingmensku?
Hreyfing hefir verið hafin til
þess í kjördæmi Aberharts, að
reyna að svifta hann þing-
mensku. Er sagt að verið sé að
safna undirskriftum kjósenda í
þessu skyni. En til þess að það
beri árangur, þarf 67% eða tvo
þriðju atkvæða allra kjósenda.
f kjördæminu Okotoks-High-
River, eru 6590 kósenaur. Um
4,415 þyrfti af þeim til þess að
hægt væri að taka sætið af Aber-
hart. í síðustu kosningum var
Social Credit þingmannsefninu,
William Morrison, presti, greidd
3,062 atkvæði, en hann lét Aber-
hart eftir þingsætið, eftir sigur
flokksins í kosningunum. Aber-
hart sótti þá hvergi. Og and-
stæðingar reyndu ekki að sækja
á móti honum, í þessu kjördæmi,
er honum var úthlutað það.
í Turner Valley, sem er hluti
af þessu kjördæmi, er olíuvinsla,
og þeir er yfir henni ráða, eru
andstæðir Aberhárt og hafa að
sagt er margt vinnufólk og ráð
margra atkvæða. En vegna þess
að tilgangurinn er svo augljós,
er haldið, að atkvæða talan fáist
samt ekki sem með þarf til að
svifta Aberhart þingsetu. En
tilraunin var hafin með leyfi sem
um var sótt til þess að safna
undirskriftum í þessu skyni s. 1.
þriðjudag.
Ráðgera að 100,000 ítalir
fari til Spánar áður vetrar
Blaðið Ce Soir á Frakklandi
skýrði frá því s. 1. miðvikudag,
að fulltrúar Breta á Genf-fund-
inum litu fréttina mjög alvarleg-
um augum, er borist hefir Þjóða-
bandalaginu um það, að Mussol-
ini hygði á að senda 100,000 her-
menn til Spánar sem bráðast. —
Það sem fyrir vakir, er að að-
stoða Franco, uppreistarfor-
ingja, til að vinna byltinguna og
taka Spán áður en vetrar. Er
svo litið á af mörgum, að ef
Franco sigri ekki nú í haust, sé
hann búinn að tapa stríðinu. —
Pietro Badoglio hershöfðingi, sá
er sigraðist á Blálendingum,
kvað hafa lagt ráðin á um þetta,
segir blaðið.
Var samsæri hafið gegn Mola?
Var Emilio Mola hershöfðingi
upppreistarmanna á Spáni drep-
inn af samsærismönnum ? Hann
fórst s. 1. júní, af því að flugfar
hans bilaði. Fjórir af hershöfð-
ingjum hans fórust með honum
Er nú haldið að þarna hafi verið
brögð í tafli. Fundust á her-
foringja sem féll s. 1. viku í Bel-
chite einhver skilríki um þetta.
Fasistar á Spáni höfðu mann að
foringja, áður en bylting hófst,
er Manuel Hedilla hét. Brátt
eftir að byltingin var hafin, varð
hann uppvís að brögðum við þá
Franco og Mola. Var hann þá
dæmdur til dauða, en þeim dómi
var breytt í æfilanga fangavist.
Eru nú fylgismenn Hedilla tald-
ir líklegir að hafa ráðið niður-
lögum Mola.
Mesti rostinn
lægður í Mussolini
Bretar og Frakkar hafa á-
kveðið að sjá um að skip sem
leið eiga um Miðjarðarhafið
verði látinn óáreitt, af neðan-
sjávar-förum, hvað sem ftalía
gerir. Ekki svo að skilja, 'að
ítalía geti ekki verið með, ef hún
kýs sér það, en Mussolini á um
það við sjálfan sig. Samþyktin
sem gerð var á fundinum í Nyon
nýlega, laut að því að vinda bráð-
an bug að því, að elta uppi neðan-
sjávar-hníflana. Og það hafa
nú Bretar og Frakkar dyggilega
tekið höndum saman um og sýnt
óróaseggjunum í tvo heimana.
Er með þessu lægður mesti rost-
in í Mussolini; verður ítalía nú
að beygja sig fyrir Frökkum og
Bretum og biðja um að lofa sér
að vera með þjóðunum, sem
nokkuð hafa að segja á Miðjarð-
arhafinu, eða koma þar hvergi
nærri. Mussolini virðist hafa
grafið sjálfum sér gröf með
framferði sínu í Spánarmálun-
um. Ef svona hefði verið sett
ofan í við hann í Blálandsstríð-
inu, hefðu einnig þar ódæðis-
verkin orðið færri.
Blöð Mussolini neita að
hermenn séu sendir til Spánar
Stjórnarblöðin í Róm báru
á móti því, s. 1, mánudag, að
ítalía væri að senda um 100,000
hermenn til Spánar. Hermanna-
hópurinn, sem frá ítalíu hefir
nýlega verið sendur til Libíu í
Afríku, halda blöðin fram, að
verið hafi samkvæmt stjórnar-
ráðstöfun gerðri í apríl síðast
liðið vor. f hvaða skyni segja
ítölsk blöð samt ekki.
,
Um breytingu á
stjórnarskrá Canada
Rt. Hon. R. B. Bennett hreyfði
því í ræðu á fundi í Calgary
Service Club s. 1. viku, að nauð-
synlegt væri eins og nú á stæði
að fundur yrði haldinn til að
ræða um breytingar á stjórnar-
skrá Canada sem fyrst og að á
þeim fundi kæmu fram fulltrúar
frá hvaða flokki sem væri,
kommúnistum eigi síður en L
haldsmönnum, og allra flokka
þar á milli.
Breytingu á stjórnarskránni
kvað Mr. Bennett óumflýjanlega.
“Eg trúi ekki á kyrstöðu”, sagði
hann. Með aukinni þekkingu og
framförum, skapast ný verksvið.
Stjórnarskrá landsins á álíka vel
við nútíðina og þekking og starfs
aðferðir frá 1867 eiga við árið
1937.
Með lögum skal land byggja.
Virðing fyrir landslögum er
sjálfsögð. En það er ekkert sem
eins knýr menn til að brjóta lög
og það, ef þau svara ekki kalli
tímans. Og að stjórnarskrá vor
geri það ekki, er eg sannfærður
um. Eg held að það sé engan
fulltrúa að finna á sambands-
þinginu, er ekki kannast við, að
breyting á stjórnarskránni sé
nauðsynleg.
Mín skoðun er sú, að eðlileg
þroskun þjóðfélagsins geti ekki
átt sér stað án stjórnarskrár-
breytingar.
Og fylkin þurfa hennar frekar
með en nokkuð annað.”
Negrin kærir fyrir Þjóðabanda-
laginu árásir ftala og Þjóðverja
Dr. Juan Negrin, forsætisráð-
herra Spánar, krafðist þess síð-
ast liðinn laugardag af Þjóða-
bandalaginu, að það viðurkendi,
að ítalía og Þýzkaland hefðu
hafið árásar-stríð á Spán. Þeirri
viðurkenningu kvað Dr. Negrin
og það fylgja, að Þjóðabanda-
lagið skakkaði leikinn.
Dr. Negrin sagði byltinguna
fyrir löngu unna af stórninni, ef
Spánverjar einir hefðu verið um
hituna.
Ef uppivöðslu þyrfti að stöðva
á Miðjarðarhafinu af því að hún
væri hættuleg brezkum og
frakkneskum skipum, mælti öll
sanngirni með, að sömu lög
gengu yfir Spán og Miðjarðar-
hafið. Árás ftala og Þjóðverja
þar ætti sízt meiri rétt á sér, en
á Miðjarðarhafinu.
Mussolini heimsækir
Þýzkaland 25. sept.
Skólum í Þýzkalandi hefir ver-
ið lokað í tvær vikur í tilefni af
heimsókn Mussolini til Þýzka-
lands, sem búist er við að verði
25. sept. Auðvitað á þetta að
líta svo út, sem saklaus æskan
sé að fagna komu stríðsfantsins
Mussolini, en sannleikurinn er sá,
að stjórnin á ekki völ á öðru hús-
næði fyrir fylgdarlið Mussolini
en skólana; á því að búa um
hinar svörtu sveitir (black
shirts) hans í þeim.
Sonur Mussolini á
leið til Bandaríkjanna
Vittorio Mussolini, 20 ára
gamall, sonur Benito Mussolini
einræðisherra ítalíu, er á leið til
Bandaríkjanna. Ætlar hann til
Hollywood til að kynna sér
hreyfimyndagerð. Hann hefir
nýlega stofnað með öðrum
manni, Hal Roach að nafni,
hreyfimyndafélag. — Er stofnfé
félagsins 2 miljónir dollara; hef-
ir Roach lagt eina miljón fram
af því en Vittorio og vinir hans
um $800,000.
Verður Lindbergh
brezkur borgari?
Því er fleygt fyrir, að Charles
Lindbergh sé að hugsa um að
afsala sér þegnréttindum í
Bandaríkj unum og gerast brezk-
ur borgari.
Þetta er ekki ósennilegt, því
það mun hæpið að hann taki sér
aftur bólfestu til langframa í
Bandaríkjunum.
Opinberlega hefir Lindbergh
ekki neitt um þetta sagt. Frá
því er hann fór frá New York
um jólaleytið 1935 í skyndi og á
vöruflutningaskipi til Englands,
hefir verið mjög hljótt um hann.
Hann hefir forðast fregnrita
blaða.
Á Englandi settist hann að á
sveitaheimili í Seven Oaks. —
Brezk blöð hafa verið eins þögul
um hann og amerísk. Um af-
töku Bruno Richard Haupt-
manns, er myrti son hans, vildi
hann ekkert segja. Og þegar
honum fæddist þriðji sonurinn,
Land Morrow, vissu blöðin ekk-
ert um það fyr en einum til
tveim mánuðum síðar.
Það eitt er víst að Lindbergh
er sístarfandi fyrir því þó fátt
eða ekkert sjáist um það í blöð-
um. Hann er ráðunautur um
teknistka hluti viðvíkjandi flug-
ferðum hjá Pan-American Air-
ways-félaginu. Hann starfar og
stöðugt með Dr. Alexis Carrell,
bandarískum vísindamanni, að
því að fullkomna vélina, sem oft-
ast er nú nefnd “Lindberghs-
hjartað,” vegna þess hve heims-
kunnur Lindbergh er. Ennfrem-
ur hefir hann flutt vísindalega
fyrirlestra um flugferðir við
Kaupmannahafnarháskóla.
Árássir á 2 brezk skip
Árásir voru gerðar á tvö brezk
skip síðast liðinn föstudag af
ítölskum og þýzkum flugskipum
og neðansjávarbátum í þjónustu
Franco’s uppreistarforingja á
Spáni.
Brezkt herskip “Fearless” var
í Biscaya-flóanunft, er á það var
skotið 6 sprengjum úr loftskip-
um. Engin sprengjan hitti skip-
ið.
Við Malta á Miðjarðarhafinu
var brezkt herflutninga skip,
“Glorious” á ferð. Varð þar á
leið þess neðansjávarbátur frá
Franco á Spáni og tvö herskip,
annað ítalskt, en hitt þýzkt hon-
um til verndar. Brezka skipið
hafði annað skip sér til varnar;
þarna kom ekkert fyrir annað en
að upp komst um hvað ítölsk og
þýzk herskip væru að gera á
Miðjarðarhafinu.
Þykir ekki friðvænlegra í Ev-
rópu fyrir þetta.
10 írskir drengir brenna inni
Tíu drengir frá írlandi, sem
til Skotlands fóru til að vinna sér
ofurlítið inn við að taka upp
kartöflur fórust í brúna s. 1.
fimtudag.
Það var í stað, sem nefndur er
Kirkintilloch á Skotlandi, sem
þessar slysfarir urðu. Dreng-
irnir voru um 16 ára að aldri
flestir. f kofanum sem þeir
höfðust við í kviknaði, en þeir
voru í svefni. Um 14 manns auk
þeirra, sem í kofanum var, komst
heilu og höldnu út.
Maður meiðist af skoti
Fyrsta dag skottímans í þessu
fylki, meiddist maður í Selkirk,
Man., hættulega af skoti úr sinni
eigin byssu. Nafn hans er John
Rokosh; liggur hann hættulega
veikur á sjúkrahúsi.
Nanking næst
Undanfarna daga hafa fréttir
frá Kína lotið að því, að Japanir
væru að búa sig undir að gera
mikla árás með lofther sínum á
Nanking, höfuðbirgina í Kína.
Sú árás er nú hafin. f gærmorg-
un lét flugfloti Japana kúlna-
hríðina bylja á borginni í hálfan
annan klukkutíma. Varð þeim
ekki mikið ágengt með því, enda
er það ekki skoðað nema byrjun-
in. Japanir vöruðu Breta og
Bandaríkjamenn við árásinni og
sögðu þeim að hafa sig burtu úr
borginni. Hafa flestir framandi
í Kína gert það. En þar er um
ein miljón Kínverja eigi að síður.
f Shanghai eru einlægar á-
rásir. Er nú engu þar hlíft og
engrar varúðar gætt um “Al-
þjóðahverfið”. Hóta Bretar að
halda Japönum ábyrgðarfullum
fyrir öllum skemdum, en Japanir
svara því engu.
f Norður-Kína er sagt að Jap-
anri hafi unnið hvern stórsigur-
inn á fætur öðrum.
Þjóðabandalagið felur
stríðsmálin í Kína nefnd
Eins og kunnugt er, hafa Kín-
verjar farið fram á það við
Þjóðabandalagið, að það láti sig
árás Japana á Kína eitthvað
skifta. Sá Þjóðabandalagið ekki
annað ráð vænna, en að fela
nefnd málið. Það var svo sem
auðvitað, að Þjóðabandalagið
gengi ekki rasandi að því, að
segja Japönum sannleikann um
þetta árásarstríð, sem er ein hin
stærsta landvinninga tilraun,
sem nokkur þjóð hefir látið sér
detta í hug. Segja Kínverjar, að
vilji Evrópu þjóðirnar nú ekki
slást í leikinn, fái þær sig full-
reyndar síðar á Japan.
Sportið mikla byrjað
Að skjóta fugla, andir og gæs-
ir, er leyft í Manitoba frá 20.
sept. til 15. nóv. Notaði fjöldi
manna sér fyrsta tækifærið og
lagði af stað í skottúr s. 1. mánu-
dag. Hver maður má skjóta 12
andir á dag, en ekki meira en
100 í alt eða yfir allan tímann
sem leyft er að skjóta. Gæsir
má skjóta 5 á dag eða 50 yfir
allan tímann. Er sagt að fleiri
hafi keypt leyfi til að skjóta
nú en í mörg ár undanfarið. —
Skotleyfið kostar útlendinga $25,
Manitoba-búa $2.50, Canada-búa
$10. þ. e. a. s. í þessu fylki.
FJÆR OG NÆR
Ágúst Einarsson frá Árborg,
Man., kom s. I. miðvikudag vest-
an frá Glenboro, en þar var hann
hálfan annan mánuð við upp-
skeru- og þreskingar vinnu. Var
kaup $1.50 við uppskeruna og
$2.00 í þreskingu. Hæsta kaup
serh hann heyrði getið um hvar
sem var, nam $2.25 í þresking-
arvinnu og $1.75 við uppskeru.
Hveiti uppskeru kvað hann
mundi vera 10 búsjel til jafnað-
ar af ekru; hann sá þreskt þar
sem það var aðeins fjögur. —
Hveiti var lágt flokkað, þegar
bezt lét númer 2, en afar mikið
númer 4. Verðið mun því verða
innan við dollar á miklu af.hveit-
inu, en um $1.00 á því skársta.
Þreskingu kvað hann hafa verið
lokið þar um miðja s. 1. viku. í
hestum sagði hann hafa gengið
megna pest og margir bændur
hefðu orðið fyrir stórtjóni. —
Drapst mesti fjöldi hesta þar í
bygð, en sjaldan margir þó á
sama heimili.
Um upptök sóttar þessarar
kvað hann engan vita, en á
henni fór fyrst að bera með mý-
íslenzkukensla byrjar 2. okt.
íslenzku kensla Þjóðræknisfé-
lagsins hefst á þessu haust 2.
okt. og fer fram í Jóns Bjarna-
sonar skóla. Fyrirkomulag alt og
kennarar eru hinir sömu og fyr.
Heldur kenslan áfram úr því á
hverj um laugardegi fram á vor.
Heimskringla er beðin að til-
kynna þessa frétt og hvetja ís-
lenzka foreldra til að sjá um að
börn þeirra verði þessa tæki-
færis aðnjótandi, sem þarna
býðst, til að nema íslenzku. Þar
sem það er foreldrunum að
kostnaðarlausu og fyrirhafnar-
lausu, því kennararnir hafa
bundið sér allan þann verks-á-
bagga á bak, kauplaust, virðist
nú sem hægt ætti að vera að
sannfæra hvern og einn um það,
sem íslenzku ann, að börnin
þeirra hefðu gagn af þessu starfi
Þjóðræknisfélagsins og skólann
sé vert að sækja. En þó þetta
hafi nú nokkur undanfarin ár
verið brýnt fyrir íslenzkum for-
eldrum, hefir árangurinn ekki
nærri því verið sá er vænta
mátti. Það hafa að vísu eitt til
tvö hundruð börn sótt skólann
áður, en hvað er það hjá öllum
íslenzka barnahópnum í Winni-
peg? Satt bezt sagt, lítur út
fyrir, að Japanir séu fundvísari
á kostina við að kunna íslenzku,
en margir íslenzkir foreldrar eru.
En hvað sem því líður, er fyr-
ir forgöngu Þjóðræknisfélagsins
nú sem áður, þeim kostur gefinn
á að nema íslenzku, sem vilja eða
meta kunna það.
fluguvargi örsmáum en grimm-
um og gráðugum, sem skrattinn
sendi hingað s. 1. sumar að því
er ætlað er sunnan frá Mexikó.
Bitvargur sá var hér áður ó-
æktur. Hann var jafnslæmur
yfir hádaginn í steikjandi sól-
skyni, sem aðra tíma, svo oft
varð að hætta að vinna skepnum
á akri þessvegna. í þessum bæ
lefir mýfluga að dómi flestra
aldrei verið eins áf jáð og frek að
smjúga vírnetin og þessi að-
komni vargur.
* * * *
Jón Bjarnason Academy
byrjar 25. starfsár
Jóns Bjarnasonar skóli var
settur á föstudag í síðustu viku
með veglegri athöfn eftir vanda.
Hófst þar með hið tuttugasta og
fimta starfsár skólans. Byrjaði
athöfnin með guðsþjónustu sem
fram fór með þeim hætti er við-
gengst í skólanum hversdags-
lega. Skólastjóri og kennarar
ávörpuðu nemendur og hvöttu
þá til námfýsi og dyggilegrar
framkomu í skólanum. Aðal-
ræðumaður við þetta tækifæri
var Thorvaldur Pétursson,
M.A., og var erindi hans mjög
áheyrilegt og efnisríkt. Fyrir
hönd forstæðunefndar skólans
fluttu Dr. M. B. Haldórsson og
hr. Arinbjöm S. Bardal snjöll
erindi og árnaðaróskir.
Ennfremur ávarpaði frú Ing-
unn Marteinsson nemenduma og
flutti þeim heillaóskir frá félag-
inu Jón Bjarnason Academy
Ladies Guild.
Kennarar skólans eru hinir
sömu og í fyrra, þ. e. Rev. R.
Marteinsson, B.A., B.D., skóla-
stjói*,i, Agnar R, Magnússon,
M.A., Dean; Tryggvi Oleson,
B.A., og Miss Elva Eyford, B.A.
Innritaðir nemendur voru 52, þar
af um helmingur í tólfta bekk
(Grade XII) en margir fleiri
væntanlegir fyrir mánaðamótin.
* * *
Mr. W. Alfred Albert frá Se-
attle, Wash. er staddur í bænum.
Hann kom til að vera við jarðar-
för móður sinnar Mrs. K. Al-
bert.