Heimskringla - 22.09.1937, Qupperneq 8
8. SÍÐA
WINNIPEG, 22. SEPT. 1937
HEIMSKRINGLA
FJÆR OG NÆR
Sækið messurnar
í Sambandskirkj unni í Winni-
peg. Þar fara fram tvær guðs-
þjónustur á hverjum sunnudegi,
á ensku kl. 11 f. h. og á íslenzku
kl. 7 e. h. Umræðuefnin eru
ætíð vel viðeigandi og tímabær.
Ágætur söngur undir leiðsögn
æfðra manna við báðar guðs-
þjónustur. — Sunnudagaskólinn
kemur saman kl. 12.15 á hverj-
um sunnudegi. Sendið börn yðar
á hann reglulega og á tíma.
* * *
Séra E. J. Melan messar í sam-
komuhúsinu í Hecla sunnudag-
inn 26. sept. n. k. kl. 2.30 e. h.
* * *
Vatnabygðir
Sunnudaginn 26. sept.: Kl. 11 f.
h. messa að Kristnesi.
Kl. 2 e. h. Messa að Hólum.
Miðað við fljóta tímann á báð-
um stöðum.
Þjóðræknisdeildin Fjallkonan
í Wynyard heldur fund í sam-
komusal kirkjunnar mánud. 27.
sept. kl. 8 e. h.
* * *
Tombólunni
er stjórnamefnd Sambands-
safnaðar auglýsti í síðustu
Heimskringlu, verður frestað til
mánudagskvelds 18. okt. Eru
menn vinsamlega beðnir að
minnast þess.
* * *
David Andrew Kaye og Rita
Ingigerður Jónasson bæði frá
Cranbrook, B. C. voru gefin sam-
an í hjónaband laugardaginn 11.
sept. Rev. R. W. Hardy fram-
kvæmdi vígsluna.
# # #
Sigurður Sigvaldason frá Ár-
borg, Man., var staddur í bænum
s. 1. föstudag. Með honum var
fjölskylda hans. Hann kvað upp-
skeru hafa verið yfirleitt jafn-
góða í norðurhluta Nýja-fslands
á þessu hausti. En sótt í hestum
kvað hann talsvert bera á þar
nyrðra. Sjálfur hafði hann mist
einn hest úr þessum lömunar
faraldri, sem í hestum hefir
gengið.
* * *
Jóns Sigurðssonar félagið (I.
O.D.E.) hefir tesölu í samkomu-
sal Eaton’s búðarinnar laugar-
daginn 9. okt. n. k.
Guðmundur Benjamínsson frá
Edinburgh, N. D. kom til bæjar-
ins s. 1. föstudagskvöld. Hann
kom til að sækja Jakob Frímann
frá Hnausum, er hingað var
kominn áleiðis að heimsækja
dóttur sína Mrs. B. M. Melsted,
Edinburgh, N. D, Sendi Mrs.
Melsted mann í bíl hingað, er
hún frétti um ferð föður síns.
Lagði Mr. Benjamínsson af stað
suður s. 1. laugardagsmorgun. f
förina slóst Mrs. Þórdís Jónsson
frá 563 Maryland St., frænka
Mr. Frímanns, í heimsókn til
kunningja syðra. Mr. Benja-
mínsson sagði uppskeru dágóða
í bygðum syðra og hveiti fremur
gott. Verð um $1.00.
# # #
Mrs. H. v. Rennesse frá Ár-
borg, Man., og Mrs. E. J. Melan
frá Riverton, voru staddar í
bænum um miðja s. 1. viku í fé-
lagsmála-erindum Kvennasam-
bandsins.
* # ♦
Spilaskemtun svipuð þeirri er
fram fór s. 1. vetur í Sambands-
kirkjusalnum og sem varð svo
vinsæl, hefst á ný næstkomandi
laugardag, undir stjórn sama
fólksins og þá. gkemtilegra
kvöld en þarna á meðal vina og
kunningja, er trauðla hægt að
hugsa sér. Vér viljum ráðleggja
þeim, sem eftir góðri skemtun
eru að líta á laugardagskvöldið
kemur, að líta inn í samkomusal
Sambandskirk j unnar.
* # *
Mrs. Kristjana Albert, ekkja
Kristjáns Alberts, 716 Victor
St., Winnipeg, dó 16. sept. Hún
var 79 ára, ættuð úr Flatey á
Breiðafirði. Foreldrar hennar
voru Kristján Þorkelsson og
Guðrún Jónsdóttir er þar
bjuggu. Börn Mr. og Mrs. Al-
bert eru hér tvö á lífi og upp-
komin, Karl K. Albert í Chicago
og W. Alfred Albert, Seattle,
Wash.
# * #
Eins og tilkynt er á| öðrum
stað í þessu blaði, á J. J. Swan-
son and Co., 25 ára starfsafmæli
n. k. laugardag. Heimskringla
óskar Mr. J. J. Swanson og fé-
lögum hans til heilla á afmælinu.
# * *
Stúkan Hekla hefir skemti-
fund og kaffidrykkju næstkom-
andi fimtudagskvöld.
VERIÐ VELKOMIN
Á LAUGARDAGS-SPILAKVÖLDIN
í SAMBANDSKIRKJUSALNUM
Fyrsta spilaskemtunin hefst laugardagskvöldið, 25.
sept. Byrjar á slaginu kl. 8!
Takið eftir: Spilaðar verða 16 hendur. Þeir sem
of seint koma, tapa þeim höndum, sem búið er að spila;
fá engan uppbótarvinning. Frá þessari reglu verður
ekki vikið.
Verðlaun verða veitt á hverju kvöldi ofurlítil (door
prize) og svo aðalverðlaun eftir hver fimm kvöld.
Að bridge-spiluninni lokinni, verður kaffidrykkja og
ýmsar skemtanir.
Munið þér eftir hve vel þér skemtuð yður s. 1. vetur á
þessum spilakvöldum!
Inngangseyrir 25c Byrjar á slaginu 8 e. h.!
Umsjón þessara skemtana hefir
deild yngri kvenna í Sambandssöfnuði
Announcement
The Management and staff of J. J. Swanson &
Co. Ltd., wiU celebrate the twenty-fifth anni-
versary of the founding of their business on
Saturday, September twenty-fifth, from two to
five o’clock. The event will take the form of an
“At Home” at the Office, 601 Paris Bldg. All
clients, customers, tenants and friends are cor-
dially invited.
Grímur Scheving, Garðar, N.
D. lézt s. 1. fimtudag. Hann var
aldraður maður; lætur eftir sig
konu og fjögur börn, öll upp-
komin og gift.
* * *
óumflýjanlegra orsaka vegna
verður ársfundi íslendingadags-
nefndar frestað frá 27. sept. til
28. sept. Menn eru beðnir að
minnast þessa.
. # * #
Á fundi í Fyrstu lút. kirkju s.
1. sunnudag, var séra V. J. Ey-
lands ráðinn aðstoðarprestur
safnaðarins. Messar hann annan
hvorn sunnudag að morgni. Séra
Eylands hefir verið ráðinn prest-
ur hjá lúterska söfnuðinum í
Selkrik, Man., og mun bráðlega
taka þar við starfi.
# * *
Mrs. Fríða Daníelsson frá Ár-
borg, Man., var stödd í bænum
s. 1. laugardag. Hún sat hér fé-
lagsfund lúterskra kvenna, á-
samt þessum konum einnig frá
Árborg: Mrs. S. Sigurðsson,
Mrs. H. Erlendsson, Mrs. Sig.
ólafsson.
# # *
Laugardaginn 18. sept. voru
þau Charles Thorkell Máni Thor-
kelsson og Emilie Koss bæði til
heimilis í Winnipeg gefin saman
í hjónaband af séra Rúnólfi
Marteinssyni að 493 Lipton St.
Brúðhjónin fóru skemtiferð til
Minneapolis. Heimili þeirra
verður í Winnipeg. Brúðgum-
inn er sonur þeirra hjónanna
Soffaníasar verksmiðjueiganda
og Marju Thorkelsson og er
verkstjóri hjá honum.
# # #
Árni bóndi Pálsson frá Reykja-
vík, Man., kom til bæjarins í
gær og dvelur hér fram undir
helgi.
* # *
Mrs. Sigr. Johnson og Mrs.
Guðrún Pétursson frá Oak View,
Man., eru staddar í bænum og
dvelja hér fram á föstudag.
* * *
Laugardagsskóli
Þjóðræknisfélagsins
Ákveðið hefir verið að byrja
skólann fyrsta laugardag í okt.
kl. 9.30. Kennarar hafa alla-
reiðu fengist svo hægt er að
byrja strax á starfi. Foreldrar
eru beðnir að senda börn sín
strax fyrsta laugardaginn svo
þau hafi fullkomin afnot skólans
frá byrjun. Vonast er eftir að
fyrsta eintak af fjórða árgang
af barnablaðinu Baldursbrá verði
til þenna dag svo þeir sem ætla
að gerast áskrifendur geti gefið
sig fram. Fjölmennið og njótið
ókeypis tilsagnar í íslenzku.
Skólanefndin I
* # *
Dr. Ingimundson verður stadd-
ur í Riverton þann 28. sept.
♦ * *
Mrs. Helga Paulson frá El-
fros, kom til bæjarins í vikunni
sem leið, og dvelur nokkra daga
hjá Árna Eggertssyni bróður sín-
um og öðru venzlafólki.
* * *
Mrs. S. Sigurðsson frá Elfros, j
Sask., er stödd í bænum; hún
verður hér viku tíma að heim-
sækja systur sína Mrs. Pétur
Anderson.
# # *
Mrs. Lífmann frá Árborg er
stödd í bænum; hún kom til þess
að finna dótturson sinn Norman
Thorsteinsson, sem hér liggur á
sjúkrahúsi, þó ekki alvarlega
veikur.
* # *
Mr. G. Johnson klæðaskeri sem
heim fór til íslands síðastliðin
vetur, kom aftur hingað á mánu-
daginn. Hann fór flugleiðis á
þriðjudaginn norður ti\ Beres-
ford Lake að finna frænda sinn
Benedikt Johnson, er þar vinnur.
# * *
Thorsteinn Markússon bóndi
frá Foam Lake er staddur í bæn-
um; hann kom með syni sínum
sem er að leita sér lækninga.
# # *
Kaupið Heimskringlu
Lesið Heimskringlu
Borgið Heimskringlu
Finskt blað segir efirfarandi
skrítlu:
Dag nokkurn var maður á
gangi við Moskvafljótið og kom
þá auga á mann, sem dottið hafði
í ána og var að drukna.
Hann bjargaði manninum, og
kom þá í Ijós, að þetta var eng-
inn annar en Stalin.
— Þú hefir bjargað lífi mínu,
hvað get eg gert fyrir þig, fé-
lagi ? sagði hann.
— Eg á aðeins eina bón, sagði
björgunarmaðurinn óttasleginn
á svip. — Láttu engan vita, að
eg hafi bjargað þér.
íslenzk listsýning I London
á næsta ári
Bandalagi ísl. listamanna hef-
ir verið boðið að senda 50 íslenzk
málverk á Charlottenborg-sýn-
inguna í Kaupmannahöfn á
hausti komanda.
Auk þess hefir því borist var-
anleg þátttaka sem íslandsdeild
í “Nordisk-Grafik-Union”, nor-
rænu sambandi, sem stofnað var
I í fyrra og heldur sýningar árlega
í ýmsum borgum, næst í London
og þær næst í Helsingsfors.
Er í ráði, að Bandalag ís-
lenzkra listamanna sýni í London
í ár.
ÆFIMINNING
Þann 7. sept. s. 1. andaðist að
Lundar Sigurður Jónsson rúm-
lega áttatíu og sex ára gamall.
Sigurður var fæddur 28. maí
1851 að Reykhólum í Barða-
strandarsýslu á fslandi. Foreldr-
ar hans hétu Jón Jónsson og
Sigurbjörg Davíðsdóttir. Var
Jón ættaður úr Dalasýslu, en
Sigurbjörg var ættuð úr Skaga-
firði, og hafði alist upp hjá séra
Jóni Reykjalín. Fluttust þau
bæði vestur um haf og dóu hjá
syni sínum fyrir mörgum árum.
Sigurður giftist á íslandi fyrri
konu sinni, Þorbjörgu Þorsteins-
dóttur. Bjuggu þau þar um tíma,
en fluttust svo vestur til New
York, og settust að í Sayerville í
New Jersey, skamt frá New
York árið 1888. Þar dó Þor-
björg, og þar kvæntist Sigurð-
ur í annað sinn og gekk að eiga
Margréti Þorsteinsdóttur, ætt-
aða úr Vestamannaeyjum. Ár-
ið 1898 fluttust þau frá Sayer-
ville til Winnipeg og sama ár út í
Álftavatnsbygðina. Bjuggu þau
lengi á landi skamt frá Lundar,
en fluttust síðar austur og sunn-
ar í bygðina og dvöldu nokkur
ár við Hove og Ideal pósthús.
Fyrir eitthvað um tuttugu árum
settust þau að á Lundar og áttu
þar heima upp frá því. Margrét
dó fyrir hér um bil tólf árum.
Nokkur síðustu árin var Sigurð-
ur til heimilis hjá öðrum, fyrst
hjá Margrave Halldórssyni á
Lundar nokkur ár, þá hjá Snæ-
birni Einarssyni á Lundar, og
síðasta árið hjá Jóni Kristjáns-
syni. Var hann að síðustu orð-
inn næstum blindur og mjög
þrotinn að heilsu.
Með fyrri konu sinni átti Sig-
urður mörg börn, sem öll eru
dáin, nema tvær dætur, Svan-
borg, Mrs. Kenison, í Beverley,
Mass., og Sigurbjörg, Mrs. Kane
í Detroit, Mich. Tengdasonur
hans, Guðmundur Johnson að
nafni, á heima í Chatham, Mass.
Sigurður var dugnaðarmaður
og komst altaf allvel af. Hann
var greindur maður og nokkuð
hagmæltur, þó ekki bæri mikið á
því.
Han var jarðsunginn af séra
Guðm. Árnasyni á Lundar þann
8. þ. m. G. Á.
Óðins, var dálítið skrítið. Hann
! sá tvær persónur, mann og konu,
eða öllu heldur pilt og stúlku,
sem voru svo nauða lík, að hann
giskaði á að þau væru tvíburar.
Svo voru þau léttstíg að fótatak
þeirra heyrðist ekki. Og svo
ungleg voru þau og fögur, að
þau mintu helst á nýútsprungið
blóm á vordegi er drekkur í sig
yl og angan, líf og ljós, fögnuð
og fegurð úr öllu í kringum sig.
En það, sem óðinn fanst ein-
kennilegast í sambandi við þessi
hjú, var að hann þóttist geta les-
ið út úr þeim að þau voru —
þrátt fyrir æsku þeirra, léttleik
og fegurð, jafngömul mannkyn-
inu, eða mörg hundruð þúsund
ára gömul. Hann vissi að þau
hétu bæði sama nafni. Og nafn-
ið var eins einkennilegt og þau
voru sjálf. Þau hétu hvort fyrir
sig óg bæði FYRIRMYND. Og
voru aðgreind með ávarpinu,
herra og ungfrú FYRIRMYND.
X.
Það var fyrir löngu, löngu,
löngu síðan. Ef til vill mörgum
öldum áður en lofðungarnir
fimm komu til sögunnar, að
þessara systkina heyrðist getið.
Þau ferðuðust þá um alla heima,
eins og þaú gera enn í dag og
stráðu ljósi, friði, fögnuði og
fegurð á alt og alla, sem á vegi
þeirra varð og þau umgengust.
Þau komu alstaðar fram til bóta,
blessunar og þroskunar því lífi
sem þau mættu og tók vel á móti
þeim. Þau voru altaf og alstaðar
önnum kafin að starfa og gera
gott. önnum kafin að fræða,
þroska og fullkomna. — Og þau
halda því áfram enn í dag, þó
margt hafi snúist móti þeim og
þau hafi orðið að sætta sig við
ótal margt, sem þeim var á móti
skapi.
Það er Sagt að systkinin hafi
verið einu sinni í þjónustu lýðs-
ins. En enginn getur sagt um
hvenær það var, eða hvað langt
er síðan. En það mun vera ó-
minnilega langt síðan. Enginn
veit heldur hvað lengi þau voru
í þjónustu lýðsins, en giskað var
á að það hafi ekki verið lengi,
og til þess voru færðar ýmsar á-
stæður. Meðal annars það, að
systkinin voru eitthvað annað
og meira en það, sem andi lýðs-
ins gat gripið. Þau voru eitt-
hvað sem var langt, langt ofan
og utan við skynjan hans, eitt-
hvað, sem hann gat ekki daglega
þreifað á, mælt og fylgt eftir og
notað eftir því gildi sem hann
skapaði sér. Eitthvað( sem var
þeillandi, fagurt og mikilsvert,
4n þó óákveðið, dulrarfult og
þungskilið. Það var gamla sag-
an, sem ennþá er ný að lýðurinn
er skilningslítill, og hann kunni
því ekki að meta þau og því síð-
ur að notfæra sér hina miklu og
góðu hæfileika þeirra. Ef svo
hefði verið, hugsaði óðinn,
mundu lofðungamir fimm lík-
lega aldrei hafa orðið til. En þá,
sem oftar hafði það verið skiln-
ingsleysi lýðsins sem varð hon-
um til ógæfu. Systkinin muni
ekki hafa notið sín á meðal lýðs-
ins og hann ekki viljað, kunnað
eða kært sig um að notfæra sér
hæfleika þeirra. Hin góða við-
MESSUR og FUNDIR
I kirkju Sambandssafnaðar
Pundlr íyratti
I hverjum
Messur: — á hverjum sunnudegi
Kl. 11 f. h. á ensku
Kl. 7 e. h. á íslenzku.
SajnaBarnefndin: Funálr 1. föstu-
deg hvers mánaðar.
Hjálparnefndin: —
mánudagskveld
mánuðl.
KvenfélagiO: Fundir annan þrlðju-
dag hvers mánaðar, kl. 8 að
kvetdinu.
Söngæfingar: Islenzki söng-
flokkurinn á hverju fimtu-
dag:skvöldi.
Enski söngflokkurinn á
hverju föstudagskvöldi.
Sunnudagaskólinn: — A hverjum
sunnudegi, kl. 12.15 e. h.
THOR GOLD
Mfning Syndlcate
NAMTJRNAR ERU 20 MII.UR
AUSTUR AF KENORA, ONT.,
VIÐ ANDREW FLÓA —
LAKE OF THE WOODS
FélaglB hefir umráð á 400
ekrum I námulandi \1ð Andrew
Bay, Lake of the Woods I Ken-
ora-umdæml.
Sýnlshom af handahófi í nám-
unni hafa reynst frá 50c upp I
$40,000 úr tonnlnu og i Channel
Samples eru frá 60c upp i $60.00
í tonninu.
KAUPIÐ NÚ—
A $10 HVERT UNIT
(800—500 hlutir i Unit)
Thor Gold Mlnlng Syndicate
Head Office: 505 Union Trust
Bldg., Winnipeg Man.
Ráðsmenn:
Forseti: M. J. THORARINSON
370 Stradbrooke St., Winntpeg
Skrifari og féhirðir:
SKCTLJ BENJAMJNSON
Whittier St., St. Charles, Man.
Við Kviðsliti?
Til linunar, bóta og styrktar
reynið nýju umbúðimar, teyju-
lausar. Stál og sprotalausar. —
skrifið: Smith Manfg. Company,
Dept. 160, Preston, Ont.
leitni systkinanna að gera vel og
vera lýðnum fyrirmynd hafi því
verið að harla litlu metin. Afleið-
ingin því orðið sú, að systkinin
reikuðu húsvilt um allar jarðir
fyrir langan, langan tíma, unz
þau að lokum komu á slóðir þær,
sem frumbyggjar lofðunganna
fimm voru að mynda ríki sitt.
Þeim leizt fljótt vel á systkinin
og tóku þau í þjónustu sína. Þeir
komust svo brátt að því hvað
miklum hæfileikum og góðum
þau eiga yfir að ráða og voru
‘gædd. Og lofðungarnir fimm
voru slægir og komust fljótt upp
á lag með að nota áhrif þeirra
og orku sér og sínum í hag. Og
lofðungana fimm dreymdi glæsi-
lega drauma í sambandi við störf
systkinanna og áhrif þeirra á
lýðinn til eflingar hinu unga ríki,
sem menning og ómenning ver-
aldarinnar átti frumburð sinn í.
Framh.
Pianokensla
R. H. RAGNAR
Kenslustofa:
518 Dominion St.
Phone 36 312
LOFÐUNGARNIR FIMM
Frh. frá 7. bls.
eða vik er svo fagurt og fullkom-
ið, hugsaði óðinn, að það eigi
ekki fyrir sér að verða fegra og
betra. Alt, sem kallað er dautt
og lifandi fanst honum að ætti
iyrir sér að fegrast og fullkomn-
ast til eilífðar.
IX.
Það sem næst bar fyrir augu
J0N BJARNASON ACADAMY
652 HOME ST.
TALSÍMI 31 208
Fjórir bekkir: 9—12
Fjórir íslenzkir kennarar
Tækifæri til að nema íslenzku.
Tuttugasta og fimta starfsár skólans, með skrásetning
nemenda fimtudaginn 16. sept. Gerið þetta ár
hátíðlegt með mikilli aðsókn
íslenzkra nemenda.
R. MARTEINSSON, skólastjóri
493 Lipton St. Talsími 33 293