Heimskringla - 22.09.1937, Blaðsíða 4

Heimskringla - 22.09.1937, Blaðsíða 4
4. SÍÐA HEIMSKRINGLA I ittétmskcirtgla (StofnuB 1S86) Kemur út ó hverjum miBvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg Talsimis 86 537 Verð blaðsins er $3.00 árgangurinn borglst tyriríram. Allar borganlr sendist: THE VIKING PRESS LTD. ÖU vlðskiíta bréf blaðinu aðlútandi sendlst: Krnager THE VIKINO PRESS LTD. 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjórt STEFÁN EINARSSON Utandskrift til rttstjórans: EDITOR HEIMSKRINOLA 853 Sargent Ave., Winnipeg "Heimskringla” is publlshed and printed by THE VIKING PRESS LTD. 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg Man. Teleptoone: 86 537 , WINNIPEG, 22. SEPT. 1937 RÖGNVALDUR PÉTURSSON D.D.y dr. phil. (Mörg blöð á íslandi mintust dr. Rögn- valds Péturssonar á sextugs afmæli hans í síðast liðnum mánuði (14. ág.). Stóð svo á að dr. Rögnvaldur var þá heima. Hefir Hkr. áður getið þessa lauslega. Eins og eðlilegt var, leituðu blöðin til fomra sam- starfsmanna dr. Rögnvalds hér vestra, sem nú eru heima, þeirra Sigfúss Halldórs frá Höfnum og sr. Ragnars E. Kvarans um að minnast afmælisins. Hafa greinar þeirra beggja borist vestur og önnur nú þegar verið birt, grein sr. Ragnars. Heimskringlu er Ijóst, að lesendum sínum leikum hugur á að sjá báðar greinarnar og birtir því hér einnig grein Sigfúss Halldórs frá Höfnum. Og vér erum ekki einungis sannfærðir um, að Vestur-íslendingar og ekki sízt þeir, sem þeir unnu á meðal hér vestra, eru þeim þakklátir fyrir það sem þeir hafa svo vel og að verðugu til dr. Rögnvalds mælt, heldur einnig hlýhuginn, sem til ís- landsvina yfirleitt vestra andar, hvort sem skilið eiga eða ekki. Greinarnar grípa báð- ar svo vel inn í þetta vestlæga þjóðlíf ís- lendinga, þó um einstakling séu skrifaðar, að þær mega heita brot úr sögu þess. Fer því vel á því að Heimskringla geymi þær með ýmsu fleiru úr viðburðarás vestan manna.—Ritstj. Hkr.) Meðal Vestur-íslendinga eru margir á- gætir menn, sem við hér heima ættum að vita góð deili á, en vitum lítil eða engin. Mér er því ánægja að verða við þeirri bón Nýja dagblaðsins nú, er dr. Rögnvaldur Pétursson er sextugur, að segja lesendum nokkuð um hann, ætt hans og afköst, því að þar er sá Vestur-íslendingur, sem menn hér heima ættu að hafa einna gleggsta hugmynd um. Dr. Rögnvaldur Pétursson er fæddur að Ríp í Hegranesi 14 ágúst 1877. Faðir hans var Pétur Björnsson, Jónssonar málara, en Björn Jónsson var bróðir Péturs á Hofsstöðum, sem var langafi Hermanns Jónassonar forsætisráðherra. Eru þeir því að 3. og 4. forsætisráðh. qg dr. Rögn- valdur. Móðir dr. Rögnvaldar var Margrét Björnsdóttir, ólafssonar á Auðólfsst. Björnsson, Guðm.sonar “Skagakóngs” í Höfnum á Skaga, sem líka er á einn veg forfaðir Blöndals, Olsens- og Skaftasens- ætta, auk afkomenda séra Amljóts ólafs- sonar, en kona ólafs á Auðólfsstöðum og móðir séra Arnljóts og Björns, afa dr. Rögnvalds, var Margrét Snæbjarnardóttir, prests í Grímstungum. En móðurmóðir dr. Rögnvalds var Filipía, Hannesdóttir prests og skálds á Ríp, og er það Djúpa- dalsætt. Foreldrar dr. Rögnvalds fluttu frá Ríp er séra ólafur móðurbróðir hans dó, 1882 og að Ytri-Brekkum, en þaðan til Ameríku 1. ágúst 1883, í 900 manna hóp frá Sauðár- króki, en á 8. hundrað fór frá Akureyri áður og um 200 manns frá Seyðisfirði síðar um sumarið. Fylgdi því nokkur alvara því spaugi, er dr. Rögnvaldur kallaði vesturför sína “herleiðinguna”. Til Dakota-nýlendunnar, sem þá var 5 ára gömul fóru flestir Norðlendingarnir, sem munu hafa hugsað betur til lýðveldis- ins í Bandaríkjunum en konungsvaldsins í Canada. Voru nú 3 pósthús í nýlendunni, eitt á Mountain, sem fslendingar kölluðu altaf Vík, annað á Garðar, er svo var nefnt að tilhlutun Stephans G. Stephanssonar, eftir Garðari Svavarssyni og hið þriðja að Hallson, er hét í höfuðið á Jóhanni Halls- syni, frá Egg í Hegranesi, er fyrstur nam land um þessi héruð. Skamt frá Hallson settust foreldrar dr. Rögnvalds að, og var bygt skólahús í landareign Péturs, þrem árum síðar. Þar hlaut dr. Rögnvaldur sína fyrstu skólagöngu, en barnaskólaprófi lauk hann á Mountain, hjá Barða G(uð- mundssyni) Skúlason, nú lögmanni í Port- land, Ore., sem fyrstur fslendingur varð stúdent frá Dakotaháskóla. Á Mountain-skóla gekk með Rögnvaldi Vilhjálmur Stefánsson. Hvatti Barði þá mjög til framhaldsnáms, og vann nú Rögn- valdur í lyfjabúð á sumrum, en síðar við skólakenslu, unz hann komst á hinn nafn- kunna guðfræðiskóla únítara í Meadville í Pennsylvaníu, og lauk hahn kandidatsprófi þaðan 1902, og fékk framhaldsnámsstyrk við Harvardháskóla, og var þar með hon- um Vilhjálmur Stefánsson, sem þá hugð- ist að leggja stund á guðfræði. Við þetta framhaldsnám sagði til sín snar þáttur í eðlisfari dr. Rögnvalds. Hann fékk, eftir nokkura harðbrák leyfi til að leggja aðal- áherzluna á gotnesku — í stað hebresku. Kvaðst hann ekki kannast við hebreskuna, sem hið fornhelga mál Norðurlandabúa, en það væri gotneskan. Hér var tafarla,ust gripið fyrsta færið til þess, að komast sem næst rótum móðurmálsins. Að loknu prófi, í júlí 1903, tók dr. Rögn- valdur við Fyrstu únítara-kirkju í Winni- peg. Eftir sex ára prestsþjónustu í Winni- peg, var hann af yfirkirkjustjórninni í Boston kjörinn “Field Secretary”, þ. e. yfirumsjónarmaður hins únítariska kirkju- félags Vestur-íslendinga, en það svarar í raun réttri nánast til biskupsembættisins hér heima. Áður en dr. Rögnvaldur kom til sögunn- ar, höfðu ákafar trúmáladeilur geisað með Vestur-íslendingum. öðrumegin var norsk- þýzk, þröngsýn og ofstækisfull trúarskoð- un, en hinumegin lengst til vinstri únítar- ar, sem svara alveg til nýguðfræðinganna hér, og hafa jafnan verið brautryðjendur vísindalegrar hugsunar. Rödd hinna miklu kennimanna þeirra, Channings og Theo- dore Parkers, náðu ekki síður upp til ís- lenzku frumbýlinganna í Dakota en til hinna lærðu guðfræðinga á Þýzkalandi og Englandi. En dr. Rögnvaldur ólst einmitt upp fyrstu árin í nábýli við þessa furðu- legu alþýðumenn, Stephan G. Stephans- son og Brynjólf gamla Brynjólfsson frá Skeggstöðum í Húnavatnssýslu, sem stofn- uðu “Menningarfélagið” til þess að ræða Channing og Parker, Thomas Paine og Ingersoll og aðra slíka, og faðir dr. Rögn- valdar var bókavörður lestrarfélagsins í þeirri bygð. — Það var ekki furða, þótt í slíkum skógi sprytti sá teiningur, sem átti eftir að verða meginstoð frjálslyndrar kirkju meðal Vestur-fslendinga. Kirkjumáladeilurnar urðu ekki síður heitar, oft og tíðum, eftir að dr. Rögnvald- ur tók við kirkjufélagsstjóm, en hér er ekki rúm til að gera þeim nein skil nema að geta þess að síðan hefir frjálslynd kirkja Vestur-fslendinga, að vísu hægt en stöðugt, brotist úr erfiðri aðstöðu gegn ofurefli liðs og fjár og illvígðum misskiln- ingi, til fullrar jafnstöðu a. m. k., í áliti al- mennings, við hvaða keppinaut sem er enda hefir enginn kirkjunnar maður meðal Vest- ur-fslendinga haft aðra eins forystuhæfi- leika og dr. Rögnvaldur, síðan séra Jón Bjarnason leið, og hefir þar þó verið margt góðra drengja. En dr. Rögnvaldi er ekki einungis áhugamál að kirkjan sé frjáls, hún á framar öllu að haldast íslenzk og styðja um leið að viðhaldi íslenzkunnar meðan auðið er. En það er langur tími á áætlun Rögnvalds Péturssonar. Til þess að það megi verða sparar hann hvorki tíma, fé né fyrirhöfn. Árið 1912 fór dr. Rögnvaldur til fslands í fyrsta sinn, í samráði við dr. Samuel Eliot, forseta Únítarakirkjunnar amerísku, í þeim tvöfalda tilgangi að kynna sér frjálslyndu stefnuna í íslenzkri kirkju og að líta eftir því, hvort héðan mætti fá starfsmenn fyrir frjálslyndu kirkjuhreyf- inguna í V.-Canada. Varð þó ekki úr því fyr en sumarið 1922, er sameinaðir voru Únítarasöfnuðurinn í Winnipeg og Tjald- búðarsöfnuður, hinn gamli, frjálslyndi söfnuður sr. Friðriks Bergmanns. Þetta sumar fór dr. Rögnvaldur heim og fékk héðan 3 unga guðfræðinga til hins nýja sameinaða kirkjufélags, þá sr. Fr. A. Frið- riksson, sr. Ragnar E. Kvaran og sr. Eyjólf Melan. En síðar komu að heiman sr. Þor- geir Jónsson, sr. Benjamín Kristjánsson og sr. Jakob Jónsson. Urðu vesturfarir þessara ungu og efnilegu presta mjög veigamikill þáttur til styrktar vestur-ís- lenzkri þjóðrækni og félagsstarfsemi og sömuleiðis viðhaldi sambandsins milli ís- lands og Vesturheims. En þessi mál hafa áreiðanlega altaf legið dr. Rögnvaldi þyngst á hjarta. * * * Eg held ekki að neitt þurfi að draga af því sem aðrir ágætir Vestur-íslendingar eiga skilið fyrir mikið starf í okkar þágu, þótt sagt sé um dr. Rögnvald að enginn Vestur-fslendingur hafi til jafns við hann, frá því að hann fyrst mátti sín nokkurs, unnið eins atalt og markvist að því að tryggja lífrænt samband milli Austur- og Vestur-íslendinga, enginn verið jafn bjart- sýnn og glöggskygn í senn á mátt íslenzks þjóðernis, enginn jafn kröfuharður um að kostir þess væru í brezkri sambúð metnir eftir sannvirði en ekki höfðatölu, enginn jafn hugkvæmur að fylgja fast á eftir þeim kröfum. Dæmin eru mýmörg. Eg skal aðeins stikla á örfáum. Árið 1919 var stofnað Þjóðræknisfélag íslendinga í Vesturheimi, aðallega að til- hlutan dr. Rögnvaldar, sem líka var kosinn forseti þess. Félagið hóf prýðilega tíma- ritsútgáfu á fyrsta ári og hefir dr. Rögn- valdur altaf verið ritstjóri “Tímaritsins” og er nú forseti félagsins í annað sinn. Árið 1927 bað Alþingishátíðanefndin íslenzka Þjóðræknisfélagið að stýra heim- ferð Vestur-íslendinga 1930, og kaus fé- lagið þegar heimfararnefnd í því skyni. Var dr. Rögnvaldur ritari nefndarinnar og lagðist langmest starf á hans herðar, og þó margfalt vegna þess að deilur risu vestra um heimförina, án þess þó, að Heimfar- arnefndin ætti nokkra sök á. Drógu þess- ar deilur að vísu mjög úr samtakamætti Vestur-íslendinga, en þó þarf ekki að efa það, að fyrir starf Heimfararnefndarinnar varð fsland fyrir engum þjóðum betur kynt en hinum volduga engil-saxneska þjóðbálki vestanhafs, og úr engri átt voru íslandi jafn veglegar gjafir sendar og það- an: Leifsstyttan frá Bandaríkj unum og 100,000 króna námssjóðurinn frá Canada. * * • Auðvitað hafa öllum hér heima þótt þessar gjafir góðar, en þó er víst, að ofur- fáir hafa gert sér ljóst hve stórfengleg tillitssemi íslandi var sýnd einmitt með þessu. Bæði í Canada og Bandaríkjunum skifta þjóðflokkar mörgum tugum. Eng- ir, nema kunnugir, geta gert sér í hugar- lund hversu torvelt muni að sannfæra fjármálanefndir og löggjafarþing stór- þjóða í annari heimsálfu um það, að jafn- vel 1000 ára þinghátíð þjóðar, sem telur ekki fleiri einstaklinga en lítilfjörlegur iðnbær, sé sá viðburður, að álitleg fjár- veiting í viðurkenningarskyni verði ekki aðeins til þess að allar aðrir þjóðir þykist eiga svipaðar kröfur. En að stofna til slíks fordæmis kæmi blátt áfram ekki til mála. Þessar gjafir eru þá ekki fyrst og fremst vottur um auðlegð og gjöfli hinna voldugu engilsaxnesku ríkja í Vesturheimi, sem lítillátlega vilji sýna höfðingsskap sinn, heldur veigamikið tákn þess, að Heimfar- arnefndinni, með Þjóðræknisfélagið og kunnan þegnskap Vestur-íslendinga að baki, tókst að sannfæra löggjafarþing og stjórnarvöld Norður-Ameríku um það, að hinir fámennu íslendingar, sem héldu há- tíðlegan sinn 1000 ára heiðursdag, væru það verðugir afkomendur landkönnuðanna og löggjafanna miklu, sem fyrir þúsund árum settu einstakt menningarríki á stofn, að heiðursgjöf til þeirra í minningu um þann atb.urð gæti engri annari þjóð skapað fordæmi. Að þetta tókst, var fyrst og síðast dr. Rögnvaldi að þakka. Hans var bæði hugkvæmdin og þá líka stórhugurinn- að fylgja á eftir til framkvæmdanna. Á þetta sérstaklega við um Canada-sjóðinn/ Um hann hafði staðið langt þóf í Ottawa, þar sem stjórnarvöldin vildu að vísu gefa, en ekki stóreflis sjóð. Loks samþykti þingið 2500 dali á f járlögunum. Forsætis- ráðherrann, Mr. Bennett, átti nokkru síð- ar leið um Winnipeg og veitti Heimfarar- nefndinni viðtal og tjáði henni þessi mála- lok. Dr. Rögnvaldur kvað nefndina ekki taka á móti þessu. “Þið eruð einu menn- irnir, íslendingar”, sagði forsætisráðherr- ann brosandi, “sem eg hefi kynst, sem ekki viljið peninga”. “Þetta eru ekki pen- ingar, yðar hágöfgi”, sagði dr. Rögnvaldur, “þetta er skiftimynt”. — Svarið er um alt einkennandi fyrir dr. Rögnvald. En slíkan þjóðmetnað kunni engilsaxneskur maður að meta; Mr. Bennett bætti einu'núlli aftan við fjárveitinguna og Canada-sjóður var stofnaður. * * * En þetta var ekki í fyrsta sinn sem dr. Rögnvaldur hefir tekið á því, sem hann á til, í því skyni að beina fé að vestan í ís- lenzka menningarsjóði. Gamall einhleypur maður vestra, Jóhann Jónsson, kallaður kirkjusmiður, hafði farið að ráðum dr. Rögnvalds og ánafnað Háskóla íslands alt eftir sig látinn. En Jóhann var einrænn og treysti engum vitundarvotti á erfðaskrána nema dr. Rögnvaldi. Að Jóhanni látnum dæmdi dómari fyrir bragðið erfðaskrána ógilda og féð fallið undir fylkið. En dr. WINNIPEG, 22. SEPT. 1937 —:s Rögnvaldur hélt málinu til streitu með svo miklu harðfylgi, að eftir árs þóf fór það fyrir fylkisþing Manitoba, sem löggilti erfðaskrána eins og hún stóð. — Bjargaði dr. Rögnvaldur þar 25,000 kr. úr algerðri vonleysu í sjóð fátækra íslenzkra stúdenta. En um leið skapaðist þarna for- dæmi: Er líkt stendur á, skal erfðaskrá gild, þótt formgallar séu, ef ráðstöfunin er Ijós. — En auk þessa hefir dr. Rögnvald- ur lagt sig í framkróka um að hvetja Vestur-íslendinga til þess að gefa eftir sinn dag, öll íslenzk handrit, og gamlar bækur, Landsbókasafninu eða bókasafni Þjóðræknisfélagsins í Winnipeg eða ráðstafa því á líkan hátt. Til þjóðrækni má það og telj- ast, að haustið 1920 gengust þeir dr. Rögnvaldur og Gísli Jónsson skáld og prentsmiðjustjóri fyr- ir fundarhaldi nokkurra manna í Winnipeg, þar sem samþykt var tillaga til Svb. Sveinbjörnssonar, tónskálds, að hann settist í helg- an stein, til þess að tína saman verk sína og skyldi hann fá 2000 dali að launum á ári á meðan. — Stóð þetta í 1£ ár, en þá flutti dr. Rögnvaldur það við nokkra þing- menn hér heima, að landið skyldi bjóða tónskáldinu lífeyri til dauðadags og náði það fram að ganga, sem kunnugt er. * * * . Dr. Rögnvaldur hefir bæði rit- að og gefið út bækur. 1904— 1914 gáfu þeir Gísli Jónsson skáld og prentsmiðjustjóri út trúmálatímaritið “Heimir”, og er þar ýmislegt af því bezta, sem um þau efni hefir verið ritað á ís- lenzku. Dr. Rögnvaldur var aðal- maður nefndarinnar, sem gaf út Andvökur I—III, 1909—1910. “Ferðalýsingar” skrifaði hann um heimför sína 1912 og 1914— 1928 gaf hann út með Gísla “fs- lenzka mánaðardaga” með mynd af merkum fslending við hvern mánuð. 1917 gáfu þeir Gísli út mjög prýðilega “Út um vötn og velli”, kvæði Kristins Stefáns- sonar, annars höfuðskáldsins vestra fyrir aldamótin. 1922 ann- aðist dr. Rögnvaldur útgáfu “Minningarrits íslenzkra her- manna”, feiknamikillar bókar, fyrir “Jóns Sigurðssonar félag- ið”, ritaði formálann og um helming allra æfiatriða, m. a. allra þeirra, sem féllu. Og ári síðar réðst hann nálega aleinn í það stórvirki að gefa út And- vökur, IV og V, í samráði við Stephan, í sama formi og hin fyrri og hið VI., sem hann er nú að undirbúa. Haustið 1913 varð dr. Rögn- valdur ritstjóri Heimskringlu, og fórst það auðvitað prýðilega úr hendi, en sökum þess að áber- andi skortur á samúð með stríð- inu kom í ljós í ritgerðum og kvæðum Stephans, er dr. Rögn- valdur birti, og í ýmsum at- hugasemdum frá honum sjálfum, var honum vikið frá ritstjórninni þegar í október 1914. Lifði Heimskringla þá dapra æfi, unz dr. Rögnvaldur varð ráðsmaður hennar 1920. Væri ástæða til að skrifa meira um afstöðu dr. Rögnvalds í stríðsæðinu vestra, en það verður að nægja að drepa á það eitt, sem merkast er, en það er, að alveg er tvísýnt hvernig kynni að hafa farið um frelsi og jafnvel fjör Stephans G. Stephanssonar, hefði ekki dr. Rögnvaldi tekist að koma viti lfyrir suma blindóðustu landa sína, sem í hjartans einlægni fanst, að nauðsynlegt væri að þýða sum kvæði Stephans á enska tungu, til þess að tryggja sér það, að hann yrði kærður fyr- ir landráð. Það mega teljast smámunir hjá þessu, þótt til tíðinda hefði annars verið talið, að dr. Rögnvaldur varð að berj- ast sem Ijón til þess að Stephani yrði veitt málfrelsi í sínu gamla blaði. * * * Dr. Rögnvaldur má segja að sé sjófróður um flest, sem á góma ber, hvort heldur úr biblíu eða fslendingasögum og flestu þar á milli. Enda á hann sjaldgæft bókasafn, um 3000 bindi, lang- mest íslenzkar bækur. Hann er stálminnugur á alt sem hann hirðir um að lesa eða heyra. — Getur hann t. d. furðulega rakið ættir manna vestan hafs og aust- an, án þess þó að hafa lagt nokkra sérstaka stund á ætt- fræði. Og með því að hann er líka orðheppinn og kjarnyrtur, þá liggja honum á hraðbergi jafnt hæfnar tiNitnanir sem sjálfstæð hnittinyrði flestum mönnum fremur. Ræðumaður er hann ágætur utan kirkju og í, spakmáll, karlmannlegur og víða skáldlegur. Minnisstæðust verða ef til vill ýmis eftirmæli hans, er kvaddir hafa verið í hinzta sinn eldri og yngri sam- herjar; þar hefir hann alstaðar í og með kvatt íslenzkan liðsmann fallinn úr Orrahríð íslenzks þjóðernis gegn innlendu ofurefli; hann hefir ekki síður en Steph- an “fundið til skarðs við auðu ræðin allra sem áttu rúm á sama aldarfari”. f ritverkum hans gætir alstað- ar framantaldra kosta. Lang- mest er lausprentað af því, sem hann hefir ritað, dreift um “Heimi”, “Tímarit” og sérstak- lega “Heimskringlu”. Á 25 ára kandidatsafmæli dr. Rögnvalds sæmdi Meadville-skóli hann doktorsnafnbót í guðfræði. Um svipað leyti fékk hann ridd- aramerki Fálkans, og 1930 var hann kjörinn heiðursdoktor af Háskóla íslands. Frá kvonfangi dr. Rögnvalds hefir N. Dbl. skýrt áður. Er frú Hólmfríður um alt fullkomlega samhent manni sínum. Þau eiga fjögur börn á lífi: Þorvald, Mar- gréti, ólaf og Pétur, yngstan, fermdan í vor. Dr. Rögnvaldur hefir oft ver- ið talinn “góður vinum en grimmur úvinum”. Víst er hann langminnugur, en þó hygg eg hann miklu betur muna velgerð- ir en mótgerðir. Er það góð skaphöfn. — Frændrækinn er hann í þess orðs bezta skilningi, og hefir, eins og einstaka starfs- menn af guðs náð, ætíð tíma til að sinna allskonar kvabbi kunn- ingja og vina. * * * Hvergi í heiminum eru jafn- margir menn, sem kunna skil á okkur og óska okkur einlæglega góðs og í hinum tveim engilsax- nesku löndum vestan hafs, sem hvort um sig er sem heil heims- álfa. Þetta er verk Vestur-ís- lendinga. — Sé okkur nokkur aufúsa á því að vera vel kyntir erlendis, þá megum við vel við því að fara að sýna þeim gleggri lit á þakklæti okkar fyrir það verk. — Þá mun ekki gleymast sá maður, sem þar hefir með þrotlausastri einlægni unnið, og um leið borið gæfu til að orka hvað mestu, dr. Rögnvaldur Pét- ursson. Reykjavík, 13. ágúst 1937. Sigfús Halldórs frá Höfnum. —N‘ Dbl. BRÉF TIL HKR. Árborg, Man., 18. sept. 1937 Kæri ritstj. Hkr.: Mig langar að skora á alla fs- lendinga í Manitoba, en þó sér- staklega sveitunga mína í Bif- röst-sveit, sem hafa haft svo góða uppskeru, að sýna þakk- látssemi sína með því, að miðla garðávöxtum og korni me^i sveit- ungum sínum í Saskathewan, sem ennþá einu sinni hafa haft uppskerubrest. Við sem mest allan garðmat þurftum að kaupa í fyrra fund- um hvað hart það var að gera það, og ættum þessvegna að geta betur sett okkur í spor þeirra, sem svo mikils fara á mis, ár frá ári. Járnbrautafélög hafa góðfús- lega lofast til þess að flytja

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.