Heimskringla - 08.12.1937, Blaðsíða 1

Heimskringla - 08.12.1937, Blaðsíða 1
4 THE PAR-T-DRINK irvir \wnsvica Good Anytime In the 2-Glass Bottle 0 ® AVENUE Dyers & Gleaners Fatahreinsun vor er þess verð að reyna hana. Hvergi betri. SÍMI 33 422 658 St. Matthews LII. ÁRGANGUR WTNNTPEG, MIÐVIKUDAGINN 8. DES. 1937 NÚMER 10. HELZTU FRÉTTIR Dálítil styrk-uppbót á jólunum verður veitt þeim, sem á fram- færslu eru hjá bænum. Nemur hún 75c á hvern mann eða um $3 fyrir hverja fjölskyldu (af fjór- um). Síðast liðið ár var uppbót- in aðeins 95 cents fyrir fjöl- skylduna. Samt varð kostnaður- inn af því 1936 um $5,681; nú verður hann $14,000. Manitoba- stjórn borgar helming þessa kostnaðar. * * * 0. L. Harwood, góður verzlari og sá er var bankastjóri útibús fylkisbankans sæla í Brandon, tók við rekstri Brandon-bæjar, er A. E. McPherson, K.C., lét af því, vegna þess að hann var skipaður dómari. Gaf Mr. Mc- Pherson bænum margar þarfar ráðleggingar, er hann kvaddi. — Var ein þeirra sú, að bærinn þyrfti að fá stofnskrá, en hann hefir til þessa verið hluti sveit- arfélagsins. Væri þetta nauð- synlegt til þess að bæta hag bæj- arins, því eins og nú stæðu sak- ir, væru tekjur bæjarins notaðar sveitinni í heild sinni meira í hag en bænum. * * * Rússarnir, sem við veðurrann- söknir og fleira hafa fengist á Norðurpólnum í nærri sjö mán- uði, fjarlægjast nú svo óðum hvirfil jarðar, að þeir eru að gera ráð fyrir að halda heim. ís- hellan hefir rekið um 750 mílur frá pólnum og er nú þar sem haf hefir lítt verið kannað. Munu þeir því brátt verða sóttir í flug- fari. Mennirnir voru fjórir og heitir foringi þeirra Ivon Papan- in. * * * Rowell-nefnd sambandsstjórn- arinnar, sem skipuð var til að rannsaka fjárhagsmöguleika fylkja og sambandsstjórnar og samtök þeirra á meðal til bjarg- ráða, hefir starfið um tíma í Winnipeg. Hafa bæði Bracken- stjórnin og stjórn Winnipeg- borgar og fleiri bæja, kepst á fund nefndarinnar, að tjá henni f járhagsvandræði sín og krefjast ásjár af henni eða sambands- stjórninni. Hefir Bracken geng- ið bezt fram í þessu, enda er. nú í dagblaði þessa bæjar skopmyn^ af honum, þar sem hann er að knýja á náðardyr nefndarfor- manns (Mr. Rowells). En um bæjarstjórnina í Winnipeg og stjórnir fleiri bæja, má svipað segja. Þær hafa komið fyrir nefndina, flestár sem Indíánar, þegar þeir eru að sækja “treaty” peninga sína. Það vita allir, að það er hart á dalnum fyrir fylk- is og bæjarstjórnum. En nefnd þessi segir sem rétt mun vera, að enda þótt blómlegt sé í búi hjá sambandsstjórninni, hafi nefndin ekki neina “treaty” pen- inga frá henni að útbýta hér. — Hvort Bracken heldur nú áfram við hótún sína um það, eftir þessi svör nefndarinnar, að hætta greiðslu á lánsskuldum fylkisins eins og hann áður tjáði nefnd- inni, er nú eftir að vita. ^ ♦ sjc Manitoba-þingið, sem kemur saman á morgun, segja dagblöð- in að hafi lítilfjörlegri starfskrá en nokkurt þing hefir haft s. 1. 20 ár. Eina málið sem fyrir liggur, sem nafn er hægt að gefa, er málið um framfærslu atvinnu- lausra í Winnipeg, er fylkið vill, að fæddir séu á varasjóði Win- nipegborgar. f Tokio, höfuðborg Japans, hafa staðið yfir veizluhöld og fagnaður síðan á mánudag, út af fréttunum frá Kína um það, að japanski herinn væri að taka Nanking, höfuðborgina í Kína. Chiang Kai-Shek-hjónin flúðu þaðan fyrir skömmu. * * * í ræðu sem Hertoginn af Glou- cester hélt síðast liðinn mánudag í Lonon, lýsti hann því yfir að hann og frú hans ætluðu mjög bráðlega að heimsækja Canada. Um Canada fór hann svo fögrum orðum, að til þess er tekið, “loft- ið hressandi,” “‘útsýnið óviðjafn- anlegt” og þar fram eftir göt- um. Hann kvað alla sem fé hefðu til að ferðast, ættu að bregða sér vestur, í stað þess að fara til Evrópu. * * * Stjórnin á Bretlandi, sem er eins og allir vita íhaldsstjórn, kvað staðráðin í að gera kola- námareksturinn að þjóðeign á Englandi. Stjórnin telur nú gróð- ann af rekstrinum 4,430,000 sterlingspund á ári. f 15 ár nemi það 66,450,000 sterlings- pundum. Og það er verðið, sem stjórnin greiðir fyrir námurnar. — Hvenær skyldi frjálslynda stjórnin í Canada, gera kola- námureksturinn að þjóðeign? Lindbergs-hjónin komin til Bandaríkjanna Lindberghs-hjónin komu til Bandaríkjanna s. 1. sunnudag. Eru 2 ár síðan þau fluttu til Englands. Böm sín tvö, Jón, fimm ára, og Land, sex mánaða, skildu þau eftir á Englandi hjá Mrs. Aubrey N. Morgan, systur Mrs. Lindberghs er þar býr. Er sagt að þau geri ráð fyrir að dvelja hér fram yfir hátíðir. Um ' erindi þeirra er ekkert vitað og \ með skipinu sem þau komu, vissu ekki aðrir en skipstjóri að þau I voru í förinni. Lindbergh hefir starfað í þágu j Pan-American Airways í Eng- landi og það er ekki talið ólík- legt, að það sé í sambandi við flugmál, sem hann kemur. Nanking næsta bráðin í fréttum s. 1. mánudag frá Nanking, er frá því sagt að Japanir hafi verið komnir það nærri borginni, að þeir væru seztir að í húsi forsætisráðherr- ans, Chiang' Kai-Shek, sem j stendur uppi í hæð einni rétt j utan við borgina. Síðar þennan sama dag var haft eftir japönskum fréttarit- ara að þorpið Kaochiaomen, 2i/2 mílu frá Nanking, hefði verið tekið af Japönum; ennfremur að japanskir hermenn hefðu haldið inn í garðinn, er höll sú er í, sem Sun-Yet-Sen, stofnandi lýðveldisins, bjó í. En sá garður 1 er í útjaðri borgarinnar. ! Að bardaginn færist inn fyrir borgarmúrana hvern daginn sem er, þykir þ*að líklega|ta. Yitfirringar Margir eru vitfirringarnir í heiminum á vorum tímum, segir frétt sem barst hingað fyrir stuttu. — Yfirvöldin á Englandi dæmdu mann nokkurn vitskert- ann er hrópaði á vopnahlésdag- inns, er konungurinn og hirð- menn hans stóðu fyrir minnis- varða þeirra er féllu í styrjöld inni miklu: “Hættið þessári hræsni, þér eruð með ásettu ráði að undirbúa annað stríð.” Við aðra samskonar athöfn hrópaði annar maður: “Hinir dauðu eiga nógu gott. Þér getið ekkert gert fyrir þá. En hvað um mig ? Eg hefi ekkert fengið að éta enn- þá í dag!” Þessi maður var einnig dæmdur vitskertur. RÍKISHÁSKÓLINN 1 NORÐIIR DAKOTA sæmir próf. Sveinbjörn Johnson doktorsnafnbót Miðvikudaginn 1. des. sæmdi ríkisháskólinn í Norður Dakota prófessor Sveinbjöm Johnson doktorsnafnbót í lögum (LL.D.) og er það sá hæsti heiður, sem háskólinn á yfir að ráða. Fór athöfnin fram á hátíðlegri og afar fjölmennri samkomu há- skólakennara, stúdenta og borg- arbúa í Grand Forks. Er próf. Johnson, að dómi allra er til þekkja, fyllilega verðugur þess- arar sæmdar, því að hann er í fremstu röð þeirra manna, sem útskrifast hafa af ríkisháskólan- um; var hann þar um hríð pró- fessor í lögum, og síðar dóms- málaráðherra og hæstaréttar- dómari í Norður Dakota; en rúm síðastliðin tíu ár hefir hann verið prófessor í lögfræði við ríkisháskólann í Illinois og lög- fræðilegur ráðunautur hans; jafnframt hefir hann gengt á- byrðar- og umfangsmiklum störfum þar í ríkinu. Tilefni komu Dr. Johnson til Grand Forks að þessu sinni var það, að honum hafði, af hálfu ríkisháskólans, verið boðið að flytja aðalræðuna á “Honors Day” hans, sem nefna mætti á íslenzku “Verðlaunadag og við- urkenningar”, því að sá dagur er helgaður þeim stúdentum, sem fram úr skara, öðrum nem- endum til fyrirmyndar og hvatn- ingar. Fór vel á því, að próf. Johnson, sem verið hafði ágætur námsmaður á háskólaárum sín- um, var til þess kjörinn að flytja ræðuna við þetta tækifæri, og fórst honum það prýðilega úr hendi. Flutti hann snjalla ræðu og einkar tímabæra um takmark háskólamentunar og gildi henn- ar; benti hann meðal annars á það, að sá væri vitnisburður reynslunnar, að þeir, sem fram úr hefðu skarað í námi sínu, stæðu, að öðru jöfnu, betur að vígi í lífsbaráttunni, og væru þeðsvegna líklegastit til þess, að ganga þar sigrandi af hólmi. — Ennfremur dró hann athyglina að því, að opinberar stofnanir og hin stóru viðskiftafélög kysu þá nemendur, sem best ræktu nám sitt og með glæsilegustum árangri. Var ræða þessi ungu námsfólki sterk hvöt til fram- sóknar, en mörgum verður villu- gjarnt á þeim leiðum, og hyggur þann veginn sem auðveldastur er, líklegastan til frama. Dr. John C. West, forseti ríkishá- skólans, stýrði þessari eftir- minnilegu samkomu, en dr. Olaf H. Thormodsgard, formaður lagaskólans, lýsti doktorskjöri. Auk aðalræðunnar á samkomu háskólans flutti prófessor John- son tvær iaðrar ræður í Grand Forks samdægurs. Á fundi Lions-klúbbsins talaði hann um menningarlegt og vísindalegt starf Illinois-háskólans í þágu ríkisins, og á miðvikudagskvöld- ið flutti hann, að tilhlutun Norð- ur Dakota háskóla, opinberan fyrirlestur um forn-grískar og norrænar siðakenningar (“Some Basic Concepts in Ancient Greek and Old Norse Philosophy’*). — Sýndi hann fram á það með mörgum dæmum, að mörg grundvallar-atriði væru sameig- inleg í lífsskoðun umræddra þjóða, þó heil höf skyldu þær landfræðilega. Var fyrirlestur þessi hinn fræðimannlegasti og auðugur að skörpum athugun- um, enda var honum mjög vel tekið af áheyrendum. Er ríkisháskólinn í Norður Dakota, og allir þeir, sem heyrðu ræður prófessors Johnsons, hon- um þakklátir fyrir komuna og fræðsluna-. En með framkomu sinni allri á ræðupallinum við nefnd tækifæri hefir hann, eins og svo oft áður, aukið á hróður fslands og íslendinga. Sómi sona og dætra ættlands vors er altaf sómi þess. Richard Beck ingu í sameinuðu Alþingi. Varið verður 150 þús. krónum a,f atvinnubótafé til Suðurlands- brautar á næsta ári.—N. Dbl. FURÐULEG EMBÆTTIS VEITIN G SAMKOMULAG milli Framsóknarflokksins og og Alþýðuflokksins um áfram- haldandi samvinnu Rvík. 17. nóv. f nótt náðist samkomulag milli Framsóknarflokksins og Alþýðu- flokksins um stuðning við ríkis- stjórn og afgreiðslu mála á yfir- standandi Alþingi. Tekur þetta samkomulag til hinna mest að- kallandi fjármála og atvinnu- mála. í aðalatriðum er þetta sam- komulag sem hér segir: Afgreidd verði greiðsluhalla- laus fjárlög. Ríkissjóði verði aflað nýrra tekna samkvæmt frumvörpum, sem lögð verða fram nú í vikunni af fulltrúum beggja flokkanna. : Tekjum þesfeum verður varið til þess að vega á móti rýrnun, sem orðið hefir á eldri tekjustofnum, aðal- lega verðtolli og vörutolli, til að standa straum af aðgerðum til viðreisnar landbúnaði og sjávar- útvegi, og til að auka tekjur bæjar- og sveitafélaga. Gerðar verða ráðstafanir til varnar gegn útbreiðslu mæðiveik innar og til hjálpar bændum á mæðisveikisvæðinu, eftir nánara samkomulagi' milli allra þing- flokka., Framlög til endurbygg- ingar sveitabæjum verða hækkuð um meir en helming frá því sem nú er, og Jarðakaupasjóði verð- ur ætluð ný f járveiting til starf- semi sinnar. Mjólkurmálið verður afgreitt samkv. frumvarpi Framsóknar- manna á síðasta Alþingi og í samræmi við þá meginreglu, að gilda skuli “sama verð fyrir sömu vöru á sama sölustað.” Útflutningsgjald á saltfiski verðúr afnumið. Meginhluti af öðru útflutningsgjaldi sjávar- afurða verður látinn renna í Fiskimálasjóð og því fé varið tíl styrktar ýmsum nýmælum í þágu sjávarútvegsins, svo sem niðursuðu og hraðfrystingu, markaðsleit og ransókn afla- miða. Heimilt verður að styrkja félagsskap sjómanna og verka- manna til þess að kaupa í til- raunaskyni togara með nýtízku útbúnaði og vinslutækjum, enda verði ríkið hvorki meðeigandi né þátttakandi í rekstrinum. Styrk- urinn verður alt að 25% af kostn- aðarverði, enda komi 15—20% fjárframlaganna frá eigendum. Ríkisstjórninni verður heimil- að að ákveða hámarksverð eða hámarkslagningu á vörur, ?em ekki eru verðlagðar samkvæmt sérstökum lögum. Lögum um alþýðutryggingar verður nokkuð breytt. m a. fá bæjar- og sveitafélög vexti af ellistyrktarsjóðum sínum, til sér- stakrar úthlutunar og berkla- kostnaði létt að nokkru af sjúkrasamlögunum. Tryggingar- ráð verður kosið hlutfallskosn- Rvík. 17. nóv. Sú fregn vakti mikla athygli og furðu í bænum í gær, að Har- aldur Guðmundsson kirkjumála- ráðherra hafði þá um morgun- inn skipað sr. Sigurð Einarsson, til að vera dósent við Háskóla íslands. Það má segja, að þessi fregn hafi komið flestum á óvart. Þeg- ar sr. Björn Magnússon var sett- ur til að gegna þessu starfi á s.l. vori, mun því yfirleitt hafa verið fagnað af öllum þeim, sem vildu Háskólaúnm vel, að honum væri trygður góður kenslukraftur. Sr. Björn Magnússon hafði getið sér slíkt orð bæði sem maður og kennimaður, að honum var treyst til að reynast vel í þessu nýja starfi. Það skal skýrt fram tekið í þessu sambandi, að embættis- veiting sú, sem hér hefir átt sér stað, er að formi til óviðkomandi þeim stjórnardeildum, sem full- trúar Framsóknarflokksins í ríkisstjóminni veita forstöðu. Og blaðinu er kunnugt um, að þeir eru báðir mótfallnir þessari ráðstöfun. Hirisvegar er það, hér á landi og ananrsstaðar, föst venja — og löglegur réttur — hvers ráðherra um sig, að veita embætti, sem undir hans stjórn- ardeild heyra, á eigin ábyrgð, án þess að leita þar um atkvæðis meðráðherra sinna. Á Alþingi var í gær útbýtt meðal þingmanna “blárri bók”, sem er vöm af hálfu ráðherrans fyrir þessari óvæntu ráðstöfun. í riti þessu, sem er 48 bls. að stærð í stóru broti, er rakin saga þessa máls frá sjónarmiði ráð- herrans og birt bréf, símskeyti og önnur gögn, sem ráðherrann telur að varði þetta mál. En í stuttu máli hafa þeir at- burðir gerst, sem hér skal greina: Um dósentsembættið sóttu upphaflega fjórir menn: sr. Benjamín Kristjánsson, sr. Björn Magnússon, sr. Garðar Svavarsson og sr. Sigurður Ein- arsson. Sr. Garðar Svavarsson tók síðar umsókn sína aftur. Þann 3. sept. 1936 sendi ráð- herra guðfræðideildinni umsókn- irnar til umsagnar. Niðurstaða guðfræðideildarinnar varð sú, að hún ákvað að láta fram fara samkepnispróf milli u^nsækjend- anna og mæla með þeim, er sam- kepnina ynni. í dómnefndinni voru dr. Jón Helgason biskup, sr. Árni Sigurðsson, prófessorarnir Ásmundur Guðmundsson og Magnús Jónsson og prófessor H. Mosbech frá Kaupmannahafnar- háskóla, sem af guðfræðideild- inni hafði verið fenginn til að mna þetta verk af hendi. Samkepnisprófinu var lokið og úrskurður dómnefndar birtur ráðherra 7. marz 1937. Úrskurð- urinn var á þessa leið: “Dómnefndin lítur svo á, að séra Björn Magnússon hafi í rit- gerð sinni og fyrirlestrum gert gefnum verkefnum bezt skil keppendanna og sýnt mikla yfir- burði fram yfir hina að vísinda- legri efnismerðferð, þekkingu og framsetningu. Telur dómnefnd- in hann einkar vel hæfan til að takast á hendur kennaraembætti í guðfræði við háskólann og legg- ur það til með samhljóða atkvæð- um við guðfræðideildina, að hún mæli með því, að honum verði veitt dósentsembættið, sem nú er laust.” Eftir þetta var sr. Björn Magnússon af kensulmálaráð- herranum, Haraldi Guðmunds- syni, settur dósent við háskólann frá 1. apríl 1937 að telja. Er hann nú alfluttur hingað til bæj- arins með f jölskyldu sína og hef- ir selt bú sitt að Borg á Mýrum, þar sem hann, eins og flestir aðr- ir, munu hafa gengið út frá því, að setningin væri alveg ótvíræð tilkynning um það, að honum yrði veitt embættið í samræmi við úrskurð dómnefndarinnar. En nú gerist alt í einu þau furðulegu tíðindi, að Bjöm Magnússon er af ráðherranum hrakinn frá starfi sínu og annar maður skipaður í hans stað. — Greinargerð ráðherrans fyrir þessu athæfi er á þá leið, að hann hafi, eftir að sr. Bjöm var settur, snúið sér til kenslu- málaráðherrans í Svíþjóð og beðið hann að útvega sænskan vísindamann í guðfræði til að framkvæma “yfirmat” á ritgerð- um og fyrirlestrum keppend- anna. Sú málaleitun hafi borið þann árangur, að prófessor Ny- gren við háskólann í Lundi hafi tekið þetta verk að sér. Að úr- skurður hans hafi fallið á þá leið, að sr. Sigurður Einarsson einn umsækjendanna væri hæfur til að taka embættið að sér, og „ að í samræmi við þann úrskurð sé nú setning sr. Björns Magn- ussonar upphafin og embættið veitt sr. Sigurði Einarssyni. Nýja Dagblaðið telur það ekki sitt meðfæri, a. m. k. á þessu stigi málsins, að gera upp á milli þeirra tveggja erlendu guð- fræðinga, sem um þetta mál hafa fjallað. Það verður heldur ekki talið fært, með hliðsjón af for- sögu háskólans í hliðstæðum málum, að gera þá kröfu, að al- gerlega sé farið eftir þeim tillög- um, sem dómnefndir hans gera um val manna í kennarastöður. En þótt slept sé báðum þessum atriðum, sem niðurstöðu máls- ins óviðkomandi, er framferði ráðherrans eigi að síður óverj- andi. Menn munu minnast þess, að rétt áður en þetta samkepnis- próf hófst, var uppi deila milli háskólans og sama ráðherra* viðkomandi veitingu prófessors- embættis í lögum. Ráðherrann hafði í því tilfelli fyrirfram neit- að að hlíta úrskurði samkepnis- prófs. Þegar hann nú lét sér lynda, að samkepnisprófið um dósentsembættið skyldi fram fara og dró veitinguna með tilliti til þess, lágu til þess full rök að ætla, að hann að þessu sinni ætl- aði að láta samkepnisprófið skera úr. Ella hefði legið bein- ast fyrir að láta ekki prófið fram fai'a og veita embættið þegar í stað, án þess að baka umsækj- endum þá fyrirhöfn og kostnað sem prófið hlaut að hafa í för með sér. Og hafi ráðheri^ann, að próf- inu loknu, verið þess ráðinn, að önnur ráðstöfun en að hlýta því gæti komið til greina, var það óafsakanlegt að setja sr. Björn Magnússon í embættið 1. apríl s. 1. og gefa þannig ótvírætt til kynna að farið yrði eftir úrslit- um prófsins. Vegna guðfræði- deildarinnar var setning í em- bættið með öllu þarflaus, þar sem kensla á því skólaári var langt komin og auðvelt að sjá fyrir henni á annan hátt, það sem eftir var kenslutímans. Hjá því verður heldur ekki komist, að benda á það, hversu fráleit sú regla væri, ef upp væri Frh. á 5. bls.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.