Heimskringla - 08.12.1937, Síða 5
WINNIPEG, 8. DES. 1937
HEIMSKRINGLA
5. SÍÐA
unnar sinnar og því verður lífs-
starf hans að beztu Ijóðunum,
sem ort eru: efni beirra er raun-
veruleiki og sannleiki athafna
hans og æfistarfs, og þegar hann
er sjálfur horfinn eru þau eftir-
mæli, sem komandi kynsjóðir
læra og lifa upp um ár og aldir.
Einn slíkra manna var Benedikt
sál. Jónsson. Hann valdi sér
eigi léttasta hlutskiftið og “barð-
ist meðan hjartað sló að Hóla-
manna sið.” Hann var af góðu
kyni kominn. Hafa margir
frændur hans á íslandi skipað
hæðstu sætin með þjóðinni og
það að verðleikum. Sjálfur var
hann fæddur og alinn upp á ein-
um frægasta sögustað þjóðar-
innar, þar sem svipir fornaldar-
innar reika og eigi ein heldur
hundrað hetjur sofa. Þar fékk
hann mentun sína á íslenzka al-
þýðu vísu. Árið áður en hann
flutti frá íslandi voru einhver
hin verstu er menn mundu og
mun það hafa knúð hann til
brottflutnings af landinu og ef
til vill æfintýra þrá eftir því sem
ókannað var. Eins og gefur að
skilja mundi æfi hans hafa orðið
önnur, ef hann hefði hvergi far-
ið. Hið andlega umhverfi út-
lendingsins verður ætíð miklu
takmarkaðra en þess er þar á
heima í raun og veru. Áhuga-
málin verða færri og samúðartil-
finning mannsins verður tak-
markaðri og svo sjálfur hann.
Benedikt heitinn var vel greind-
ur og frjálslyndur í hugsunum.
Hann hefði sjálfsagt í öðrum
æfikjörum getað orðið leiðandi
maður eins og fleiri ættmanna
hans, því hann hafði bæði þrótt
og vitsmuni og einurð til að
standa fyrir máli sínu. Hann
var að ytra áliti myndarlegur
maður, mikill vexti, ljós yfirlit-'
um, íþróttamaður á yngri árum,
gleðimaður, vel hagmæltur og
vinsæll af mörgum.
Jarðarför hans fór, samkvæmt
því sem hann sjálfur hafði gert
ráð fyrir, fram frá Sambands-
kirkjunni í Riverton. Fylgdu
honum til grafar margt vina og
nágranna. Þakka aðstendend-
ur hans öllum, sem veittu hjálp
eða á anan hátt sýndu þeim
hluttekningu við það tækifæri.
E. J. Melan
FURÐULEG
EMBÆTTISVEITING
' Frh. frá 1. bls.
tekin, að láta fram fara utan-
stefnur slíkar, sem hér hefir átt
sér stað, þar sem úrskurði, sem
feldur er hér á landi og á vegum
íslenzkrar stofnunar, er skotið
til erlends manns til dónjsálagn-
ingar, eins og nú hefir gert ver-
ið.
Sú framkoma, sem hér hefir
átt sér stað gagnvart sr. Birni
Magnússyni, verður því á engan
hátt varin, og má vissulega undr-
um sæta, að ráðherrann skuli
hafa gert sig sekan um slíkt
farmferði.
Um þann mann, sem nú hefir
verið skipaður dósent við guð-
fræðideildina, vill blaðið nú að
sinni segja þetta eitt: Til þess
skal engin tilraun gerð, að gera
lítið úr hæfileikum sr. Sigurðar
Einarssonar eða möguleikum til
að inna af höndum þau störf,
sem honum hafa áður verið falin.
Mætti þó um þau ýmsar athuga-
semdir gera. En hitt er óhætt
að fullyrða, að meðal kenni-
toannastéttarinnar og þess fólks
yfirleitt í landinu, sem mest er
siftnandi kirkjulegum málum,
yerður skipun hans ekki vel tek-
ið. Og því verður ekki með rök-
mótmælt, að einmitt sá hluti
þjóðarinnar, sem þessi mál lætur
sig mestu varða, á réttlætiskröfu
á því, að við ráðstöfun kennara-
embættanna við guðfræðideild
háskólans sé tillit tekið til vilja
hans og tilfinninga.
Og þegar nú hinn frjálslyndi
og vinsæli, ungi guðfræðingur,
sem samkepnisprófið vann á s. 1.
vori, er hrakinn frá háskólan-
um, mun því alment verða trú-
að, að meira hafi þar um ráðið
pólitískt ofurkapp, en umhyggja
fyrir þeirri stofnun, sem hér á
hlut að máli. Því mun þetta
þykja hið versta verk meðal alls
þorra almennings í þessu landi,
og raunalegur blettur á stjórnar-
ferli þess — að mjög mörgu
leyti mæta — manns, sem ráð-
stöfun þessa hefir framkvæmt.
—Nýja Dagbl.
“TÍU LAGA BOÐORÐIN
HANS BJARNA”
Bjarni Jónsson frá Vogi er
maður sem allir íslendingar
kannast við. Hann var skáld og
rithöfundur og ræðumaður með
afbrigðum. Aðal lífsstarf hans
var kannske við lærðaskólann í
Reykjavík, en auk þess fékst
hann við blaðamensku og bók-
mentir í ýmsum stíl.
Bjarni var eiginlega fyrsti
kennari “nýja tímans” á íslandi.
Sú tízka hélzt þar lengi að ó-
mælisdjúp var á milli nemenda
og kennara; voru kennarar á-
litnir nokkurs konar æðri verur
og gekk það svo langt með suma'
þeirra að þeir píndu lærisvein-
ana, en lærisveinarnir urðu að
þéra þá.
Þegar Bjarni frá Vogi kom
fram á sjónarsviðið sém kennari
hafði hann á sér alt annað snið
en stéttarbræður hans höfðu
haft. Hann umgekst piltana
eins og jafningja sína, tók þátt
í leikjum þeirra og félagsskap,
kjörum þeirra og kringumstæð-
um. v
Af þessu leiddi það að hann
varð brátt einkar vinsæll kenn-
ari.
Á opinberum mannfundum var
hann einnig öðru vísi en aðrir
menn: miklu frjálsari og opin-
skárri en venja var til um menn
í hans stöðu.
Hann níddi hvorki orð sín né
skoðanir við það hvort vænta
mætti samþykkis áheyrenda eða
ekki. Hann var óvenjulega
sjálfstæður maður í' skoðunum
og hreinskilin í orðum.
Sökum þess hversu samrýmd-
ur Bj arni var skólapiltum og sök-
um þess hversu vænt þeim þótti
um hann sóttu þeir allar sam-
komur þar sem hann átti að
koma fram.
Eg man glögt eftir þeim sam-
komum — sumum þeirra að
minsta kosti. M!ig langar að
geta hér um eina þeirra, sem
sýnir hverskonar maður Bjarni
var.
Þannig var mál með vexti að
verið var að stofna “Blaða-
mannafélag” í Reykjavík. —
Vakti það alímiklar umræður,
sérstaklega vegna þess að all-
svæsnar skammir áttu sér stund-
um stað milli ritstjóranna. —
Bjarni var hræddur um að “það |
litla líf” sem blaðamenskan á
fslandi ætti yfir að ráða mundi
dofna eða jafnvel sofna ef allir
ritstjórarnir tækju höndum sam-
an í þessu félagi.
f sambandi við þetta mál átti
hann einu sinni að tala á opin-
berum fundi, og hafði valið sér
þetta umræðuefni: “Hvaða skil
yrði þarf maður að hafa til þess
að vera góður ritstjóri?” Skóla-
piltar fóru allir sem gátu á þetta
samkvæmi, eins og nærri má
geta.
Þegar Bjarni hafði borið fram
spurninguna, sem átti að vera
umræðuefnið svaraði hann henni
sjálfur með tíu atriðum, sem
síðar voru nefnd: “Tíu lagaboðs-
orðin hans Bjarna”. Og atriðin
voru þessi:
1. Að hafa alveg óbundnar
hendur til þess að birta í blaði
sínu hvað sem honum sýndist,
bæði eftir sjálfan sig og aðra.
2. Að vera að minsta kosti
meðal gáfum gæddur.
3. Að hafa sæmilega ment-
un (þó ekki nauðsynlega mikla
skólagöngu).
4. Að geta umgengist alla
sem jafningja, æðri jafnt sem
lægri (vera grískur með Grikkj-
um og gyðingur með Gyðingum).
JÚDAS
Þó alment sé talið á tuttugustu öld
að takmarkalaust sé þitt brot
Og fordæmi jafnt öll hin jarðnesku völd
þig Júdas frá Kariot,
Vér heyrum að undir þeim áfellisgný
er innri rödd vor, eins og suð,
Að fékst þú ei staðist, en félst fyrir því,
sem flestir menn telja sinn guð.
Frá upphafi vega að safna í sjóð
þeir sækja, þeir fara í ham
Og hlífðarlaust svíkja hið saklausa blóð
og selja sinn meistara fram, .
Og friðar og jafnaðar forvígis menn
þeir fjötra og negla á kross,
Þó bót sé það mikil í máli, að enn
ei myrða þeir sálir en oss.
Þó klækjafull væri hún kaupsýslun þín
ei kemst hún í samjöfnuð við
Þá blöskrun er leiða út börnin sín
gegn borgun, þeir sjálfir í frið,
Og þurfa ekki að iðrast, því útvarp og blað
slíkt efni þeim gefa til drambs.
Og hvítþvottur kemur þeini bezt eftir bað
í blóði hins saklausa lambs.
En þú varst sá eini sem iðrandi grét
—á innræti þetta er bent^-
Og óskiftan gróðann af glæp sínum lét
í guðkistu, pens eða cent.
Ef álíka grætt hefðu aðrir, það fé
sitt ei mundu þeir hafa lagt
í annað en það sem gat orðið að tré
með ávöxt og höggorm á vakt.
Þú skilaðir aftur því eina sem fékst
í arð þinn af Júdasar koss
Og festir ei kaupin í framtíð, en gekst
Þig frá því sem öðrum er hnoss.
Af svikurum öllum hins saklausa blóðs
varst sjálfsagt, þó níði þeir þig,
Sá eini með samvizku glæpamanns góðs
sem gekk út og hengdi sig.
Guttormur J. Guttormsson
5. Að hugsa hvert mál sem á
dagskrá væri; afla sér um það
allra mögulegra gagna, mynda
sér um það ákveðna skoðun og
halda henni fram hiklaust hvort
sem hún væri vinsæl eða óvinsæl.
6. Að lesa og hlusta með sjá-
andi augum og opnum eyrum og
vera reiðubúinn að skifta um
skoðun þegar sanngirni og heil-
brigð skynsemi krefðust þess.
7. Að rita svo rétt mál og
sæmilegt að tungan væri hvorki
meidd né myrt, og svo alþýðlegt
að allir skildu.
8. Að afla sér allra þeirra
frétta, sem líklegar væru til þess
að gera blað sitt nytsamt, fræð-
andi og skemtilegt.
9. Að skoða blað sitt sem
æðstu menningarstofnun þjóð-
arinnar og kosta kapps um að
láta það ná því marki í raun og
sannleika.
10. Að kynna sér blöð og
blaðamensku annarsstaðar (bæði
heima og erlendis), bera sitt eig-
ið blað saman við þau og keppa
þar æfinlega um hið efsta sætið
og æðsta.
Eg man ekki hvort þessi atriði
voru öll nákvæmlega stíluð eins
og hér er stílfært, ekki heldur
hvort þau voru í sömu röð og
hér; hitt man eg að atriðin voru
þessi og að þau voru eftir sam-
komuna kölluð: “Tíu lagaboð-
orðin hans Bjarna”. Sömuleiðis
man eg að eftir ræðuna tóku
margir fleiri til máls og voru
þar á meðal þessir: Björn Jóns-
son ritstjóri ísafoldar, Þorsteinn
Gíslason, ristjóri íslands, Einar
Benediktsson, ritstjóri Dagskrár
og séra Þórhallur biskup. Þeir
voru allir sammála um það að
blöðin ættu að vera sál þjóðar-
innar, hugsun hennar og tunga.
Sig. Júl. Jóhannesson
Framh.
JóLIN ERU 1 NÁND
Lauslega þýtt úr “The Univer-
salist Nevvs” gefið út af séra
H. I. S. Borgf jörð í Halifax.
Vér kaupum öll jólagjafir og
helst handa börnum nú um þetta
leyti árs. En kaupum vér vitur-
lega eða skynsamlega? Þ..e. a. s.
vakir það fyrir oss, hver áhrif
gjafir vorar munu hafa á börn-
in? T. d. alt árið í kring tölum
vér um frið og friðarhugmyndir,
og um verðmæti þeirra. Ættum
vér þá á jólunum að kaupa og
gefa gjafir sem óbeinlínis dýrka
ófriðarhugmyndina ? Til eru
allskonar leikföng sem eru bæði
uppbyggjandi, fræðandi og
skemtileg, svo að maður þarf
ekki að vera í vandræðum með
að velja eitthvað, sem er viðeig-
andi, og þarf ekki að snúa sér
að skriðdrekum, byssum og tin-
soldátum o. s. frv., sem minna á
ófrið og víg og koma þeirri
hugsun inn hjá börnunum, að ó-
friður og manndráp séu leikur,
sem skemtilegur er og gaman að.
Þar að auki verður á þessum jól-
um allskonar ódýrt glingur til
boðs frá Japan. Ef vér elskum
frelsið og lýðveldishugmyndina,
ættum vér ekkert með þetta
glingur að hafa að gera. Með
því að kaupa það til að gleðja
eitthvert barn hér, hjálpum vér
japönum óbeinlínis með fjár-
styrk, að taka börn í Kína af lífi
nú um jólin. Um leið stofnum
vér bæði frelsi voru hér og lýð-
ræði í hættu, nema að vér kaup-
um og gefum viturlega svo að
aðeins hinar æðstu og fegurstu
hugsanir eflist og útbreiðis, um
frið á jörðu. P.
Kaupið Heimskringlu
Borgið Heimskringlu
FEDERAL
//CRAIIU
Framskipunar Komlyftustöðvar í Fort William—Port Arthur—
Vancouver. 423 Sveitakornlyftur í Vesturlandinu.
I 101 Kolasölustöð.
Þjónusta og verzlunartæki vor tryggja hagkvæm viðskifti
NAPOLEON
AUSTURLANDA
Hann er magur, sköllóttur og
hefir tinnusvört augu. Hann not-
ar gervitennur, þjáist af sífeldri
gigt. Hann hvorki reykir né
drekkur, talar aðeins eitt mál,
kann enga leiki sér til dægra-
styttingar og hefir engin þvílík
áhugamál. Hann ræður örlögum
450 milj. manna.
Þessi maður er Chiang-Kai-
Shek, eini maðurinn sem getur
bjargað Kína úr höndum Japana.
Hann er ágætur hermaður, því
að byssan var leikfang hans í
æsku. En getur hann varist
Japönum, þótt hann hafi Kín-
verja sameinaða að baki sér?
Chiang-Kai-Shek varð forseti
Kína í okt. 1928, sama dag og
byltingin hófst árið 1911. Þegar
blaðamaður átti tal við hann þá
sagði hann: “Alt veltur á því, að
Kínverjar séu samhuga . . . .”
Chiang-Kai-Shek sá fyrst
dagsins ljós fyrir 50 árum í
Fenghua-þorpi í Chikiang-hér-
aði. Af því að hann fæddist
nærri Ningpo, er hann kallaður
“Napoleon frá Ningpo”. Þegar
byltingin hófst 1911 gerðist
hann fyrst ræningi, drakk og
i svallaði, en hætti því skyndilega
I vegna áhrifa er hann varð fyrir
jaf Sun-Yat-Sen, fyrsta forseta
i kínverska lýðveldisins. Er Sun
j lézt árið 1925, hafði Chiang ein-
I mitt staðað í s’amningum við
jRússa um að leggja Kína undir
þá, en sleit síðar allri samvinnu
; við þá. Þegar Chiang tók sér
j einræði var ríkið “fúið hrip”.
jÁtján héraðsstjórar hans höfðu
einkaheri er námu samtals 2
milj. manna en til að standa
straum af kostnaði við þá, voru
þeir búnir að innheimta alla
skatta til ársins 1995.
Honum miðaði lítið í baráttu
sinni, þangað til 1931—1932, er
Japanir tóku Mansjúríu. Þá fylt-
. ust Kínverjar föðurlandsást og
: Chiang tókst að leggja á skatta,
svo að hann gat komið sér upp
! góðum her, lagt vegi, aukið
j mentunina og bætt heilsufarið í
landinu.
En það sem gaf honum bestan
i byr í seglin var, er hann kvænt-
| it Mei-Ling Soong, því að ætt
hennar er hin auðugasta í Kína.
i Mei-Ling er afar áhugasöm um
málefni Kína og hefir komið af
stað ýmsum hreyfingum í þjóð-
holla átt, en lætur þó ávalt mann
sinn hljóta heiðurinn.
Japanir hafa getað gert það
sem þeim sýnist í Kína, þangað
til' nú, er þeir eru byrjaðir að
bíta frá sér, og Chiang varð þó
í mörgu að lúta boði þeirra og
banni. En jafnframt reyndi
hann að koma á umbótum í ríki
sínu.
Á 5 árum voru bygðir lengri
vegir og betri en á 3000 árum á
undan. Farþega- og vöruflutn-
ingavagnar þjóta um landið, þar
sem bændurnir eru svo fátækir,
að þeir geta varla keypt olíu á
lampann sinn. En bílamir eru
aðallega fyrir hermenn Chiangs,
og til vistaflutninga, ef hallæri
skellur á, því að miljónir Kín-
verja hafa dáið vegna þess, að
ekki hefir verið hægt að koma
vistum til þeirra um vegleysurn-
ar.
Chiang reyndi að koma aga á
2ja miljóna her sinn, en það hef-
ir gengið misjafnlega. Einvala-
liðið er um 250 þúsundir manna,
sem þýzkir herforingjar hafa
æft og agað. Chiang hefir jafn-
an átt í höggi við kommúnista,
en Rússar styðja þá, eins og
hann sjálfan áður. Sagt er að
það hafi verið bragð hjá Chiang,
að láta ræna sér til Sianfu, svo
að hanmgæti rætt við kommún-
istana í ró og friði, því að hann
vissi, að hann gæti ekki staðið
Japan á sporði án hjálpar þeirra.
Þegar Chiang-Kai-Shek varð
fimtugur, voru honum færðar að
gjöf 50 nýtízku hernaðar flug-
vélar. Höfðu verið hafin sam-
skot meðal þjóðarinnar í þessu
skyni.—Vísir.
HITT OG ÞETTA
Maðurinn með magana tvo
Það er sagt að prins Hadji Ali,
egyptski sjónhverfinga maður-
inn, hafi haft tvo maga. Þegar
hann dó fyrir nokkrum dögum
síðan í New York, var gerð ná-
kvæm rannsókn á mögum þessa
undra manns.
Prins Hadji Ali lék sér að
því að drekka tólf potta af vatni
og tvo potta af gasoline í einu.
Síðan sprautaði hann gasinu upp
úr öðrum maganum og kveikti í
því en drap svo logann með því
að sprauta á hann vatni upp úr
honum maganum.
* * *
Bókmentaverðlaun Nobels
Bókmentaverðlaun Nobels var
úthlutað í gær og féllu þau í
skaut frönskum manni, Rogers
Martin du Gard, mjög mikils-
metnum rithöfundi.
Rogers Martin du Gard er
maður um fimtugt. Frægasta
verk hans er ættarsaga í tíu
bindum og nær frá síðustu alda-
mótum og fram til þessa dags.
Nefnist sögubálkur þessi Les
Thibaults. Fyrstu bindin hafa
verið þýdd á dönsku, en nýlega
hefir Gyldendals-bókaforlag á-
kveðið að gefa skáldverk þetta
alt út í nýrri útgáfu. Saga
«
þessi hefir í einu helzta bók-
mentatímariti Ameríkumanna
verið talin glæsilegasta skáld-
verkið, sem komið hafi út í
Frakklandi síðustu hundrað ár-
in. Sömuleiðis hefir dr Gard
samið nokkur leikrit og að
minsta kosti eitt þeirra hefir
verið leikið í þjóðleikhúsinu í
Osló.
Martin du Gard er viðbrugðið
sem glöggum mannþekkjara og
pólitískra lífsviðhorfa gætir
minna í bókum hans heldur en
títt er um franska nútímahöf-
unda.—N. Dbl. 12. nov.
ÍSLANDS-FRÉTTIR
Anna Borg hlýtur
meiðsli í bifreiðarslysi
Bifreið þeirra frú önnu Borg-
Reumerts leikkonu og Pauls Reu-
mers leikara rann á hálku í gær-
dag, þar sem þau hjónin voru á
ferð, og steyptist ofan í skurð
meðfram veginum. Frú Anna
Borg viðbeinsbrotnaði, en að
öðru leyti er hún ekki talin í
hættu. Paul Reumert slapp ó-
meiddur. Bifreiðin eyðilagðist.
—Einkaskeyti frá Khöfn. 16 nóv.
* * *
Faleg bók
kom út í fyrradag. Er það
Reykjavík 1786—1936. Þættir
og myndir úr sögu bæjarins.
Höf. er dr. Jón Helgason biskup,
en útgefandi ísafoldarprent-
smiðja. Bókina prýða 232 ljóm-
andi fallegar myndir. Frágang-
ur allur frá prentsmiðjunnar
hálfu er með miklum ágætum.
—Vísir 4. nóv.
/
/