Heimskringla - 23.02.1938, Blaðsíða 4

Heimskringla - 23.02.1938, Blaðsíða 4
4. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 23. FEBR. 1938 iímmskrimila | (StofnvJS 1888) Kemur út á hverjum miðvikudegi. Elgendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 oo 855 Sargent Avenue, Winnipeg Talsimis 88 537 Verð blaðslns er $3.00 árgangurlnn borglst tyrlrfram. Allar borganlr sendlst: THE VIKING PRESS LTD. 311 viðskifta bréf blaðinu aðlútandi sendlst: = Kcnager THE VIKINQ PRESS LTD. 853 Sargent Ave., Winnipeg IRitstjóri STEFÁN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINQLA 853 Sargent Ave., Winnipeg I- _________________________________ m I I“Heimskringla" is published and printed by THE VIKING PRESS LTD. 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg Man. g Telephone: 86 537 .......................................^ WINNIPEG, 23. FEBR. 1938 EINAR JÓNSSON: MYNDIR II. (1937) Ný bók af listverkum Einars Jónssonar hefir nú borist vestur um haf; er hún gefin út á árinu 1937. Hún er ekki eins stór og fyrri myndabókin, enda fylgir henni ekkert lesmál. En innihaldið er hið sama að gæðum og fyr: ómetanlegt. Þar eru íslenzkar hugsanir að fornu og nýju höggnar í stein, af þeim hagleik handav og dýpt mannvits, að við það verður seint jafnað. Einar Jónsson er eflaust í tölu merkustu manna sem uppi hafa verið fyr eða síðar með íslenzkri þjóð; hann er vissulega hennar stórfenglegasti listamað* ur og sérstæður sem hugsuður. Mýkt lín- anna í myndum hans innan um tröll- skapinn og yfirgnæfandi þrótt, gerir hann öllum öðrum ólíkan er við myndhöggv- ara-starf fást. Og þjóðleg er list hans í fullkomnasta skilningi. í þessari nýju myndabók af verkum hans, eru 49 myndir. Fyrsta myndin er málverk: “Morgun”, ó- viðjafnanleg mynd, þar sem náttúran blas- ir í allri sinni dýrð við æskunni, en dýrð, sem fáum er gefið að sjá nema æskunni. “Minnistaflan”, er önnur myndin; hún er heil og fjölþætt mannlífssaga. í “Trölla- höndum”, heitir ein myndin, er sýnir manninn vaxa upp úr viðjum vana og steingerfingsháttar. Þá skortir ekki frumleik í mynd, sem nefnd er “Sorg”, fremur en aðrar myndir listamannsins. Þó ekki- sé nema til að benda á nöfn nokkurra mynda (því um þær er ekki tök á að skrifa í hasti, en bókin kom í dag) skulu þessar nefndar: “Ólafur Helgi”, “Ingólfur”, “Úr álögum”, “Fyrsti land- nemi íslands (Papinn)”, “Konungurinn í Tule”, “Skuld”, mikilfengleg mynd, “Sindur”, “Tule”, “Á gröf (Konsúlsfrúar Eisert, Lods, Polen)”, “I mmningu um skiptapa dr. Charcots”, “Vor”, “Páskalilj- an”, “Heimþrá”, “Saga” o. s. frv. Þessi nýja eða síðari myndabók var send Þjóð- ræknisfélaginu vestur. Þeir sem æsktu að fá hana til kaups, gætu nú meðan ársþing- ið stendur yfir, snúið sér til Hr. Á. P. Jóhannssonar eða hr. B. E. Johnson, er hafa munu eintök af henni með sér á þing- inu. Verðið er $2.65. Verk listamannsins á ef til vill ekki fyrir mörgum af oss að liggja að sjá. Af mynda- bókum hans fæst hugmynd um djúpsæi listgáfu hans, sem hver íslendingur ætti að kynnast. / BURTFÖR EDENS ÚR RÁÐUNE YTIN U Enginn viðburður af þeim er gerðust um síðustu helgi, ekki einu sinni hin mjög eftirvænta ræða Hitlers, hefir vakið meiri eftirtekt um heim allan, en burtför Edens úr brezka ráðuneytinu. Það hafði að vísu borist út, að þeir Eden utanríkisritari og Chamberlain stjórnar- formaður á Bretlandi ættu ekki leið saman í utanríkismálunum og að þar að hlyti að koma, að þeir rækjust illa á. En stjómin neitaði því stöðugt að um nokkra óein- ingu væri að ræða innan ráðuneytisins. Það mun einnig með öllu óvíst, að Eden væri enn farinn úr stjórninni, ef sérstakt atvik hefði ekki fyrir komið. Þegar Hitler tók Austurríki í einum hvelli, virtist það koma flatt upp á Mus- solini. Hann hafði ekkert verið spurðuv ráða um það. Og það fyrsta sem Mussolini tekur til bragðs, er að skipa sendiherra sínum, Dino Grandi, að fara á fund Cham- berlains forsætisráðherra Breta með til- boð um að jafna allar sakir í Miðjarðar- hafsmálunum að undanteknu því er ftalía hefðist að á Spáni. í þetta er sagt að Chamberlain hafi tekið hið bezta. Hann leit svo á, sem þama væri samningsleið fundin til að vinna að friði. En með þetta kvað Eden sig ekki ánægð- an. Og þó að Chamberlain tilkynti í ræðu sinni, en hann greindi þinginu frá ágrein- ings-atriðunum milli sín og Edens, að ítalía hefði gengið að því, og lofast til að kalla hermenn sína heim frá Spáni, þá lét Eden sig samt ekki og kvað Mussolini ekki verða meira fyrir að svíkja það er hann hefði þar lofað, en er hann hefði rofið samninga við Breta fyrir ári síðan. Kvað hann ekki minna hefði mátt nægja, en að ítölsku her- mennirnir færu heim áður en samnnigar um það voru teknir trúanlegir. Chamberlain kvað undir eins verða byrj- að í Róm á að semja um frið milli þessara þjóða. Þegar Eden heyrði þetta kvað hann friðinum það fylgja af hálfu ftala, að yfir- ráð þeirra væru viðurkend í Blálandi. En til slíks væri hann ófáanlegur. Eftir tvo ráðuneytisfundi að númer 10 Downing Street, þar sem allra ráða var leitað til að miðla málum milli forsætisráðherra og Edens, yfirgaf Eden ráðuneytið. Eitthvað af ráðgjöfum stjórnarinnar var að hugsa um að yfirgefa stjórnina á sama tíma, en hættu við það. Eden var stöðugt á móti einræðisherr- unum, Hitler og Mussolini'. Hann sagði bæði nú er hann kvaddi ráðuneytið og oft áður, að ef Bretland slakaði á klónni við þá, væri alt tapað. Halifax greifi tók við embætti Edens. Á Bretlandi hefir Eden að sagt er mjög mikið alþýðufylgi. Blöð liberala og verka- mannaflokksins eru honum fylgjandi. f- haldsblöðin telja aftur stefnu Chamber- lains hina einu réttu. Með Halifax sem utanríkisritara, vinnist meira í friðarátt- ina, en með Eden í því embætti. Blöð á ítalíu tóku fréttina af burtför Edens úr ráðuneytmu með miklum fögn- uði. í blöðum Þýzkalands er um hana talað sem stórsigur fyrir stefnu Hitlers, þannig, að auðveldara verði nú en fyr, að semja við Breta um endurheimtingu ný- lenda sinna. Það var hin óbilandi stefna Edens á móti' einræðinu, en með lýðræði, sem gerði hann mjög vinsælan út um allan heim á meðal frjálshugsandi manna. En þrátt fyrir alt, er nú alls ekki að vita, hverju einræðisherrarnir eru að fagna með þessu. Þeir þurfa ekki að halda, að þeir hafi' stjórn Breta í hendi sér, þó Eden sé þar ekki lengur. Eina ráðið er að bíða með alla dóma um það, að brezka stjómin sé með þessu að sýna sig hliðstæðari alræði en lýðræði, eins og margir hafa þegar gert, þar til að árangurinn verður ljós af sátta-umleitun- um Chamberlains við aðrar þjóðir. Brezk- um stjórnmálamönnum er þá illa farið að fatast, ef þeir fara ekki eins nærri' því og sá næsti hvað Bretaveldi sé fyrir beztu. AUSTURRIKI í KLÓM NAZISTA Austurríki hefir lengi átt í vök að verj- ast með að vemda sjálfstæði sitt. En aldrei hefir sú barátta verið tvísýnni en nú. Fyrir stríðið mikla, var þetta Haps- borgar keisaradæmi, Austurríki og Ung- verjaland, víðlent og voldugt ríki með 51 miljón íbúa. Eftir samningmn í St. Germain árið 1919 (Versala-samning Aust- urríkis) var landið alt tæpur einn tíundi að stærð við það sem það áður var og íbúa- talan aðeins 6V2 miljón. Og eftir samning- inn í Trianon hafði hið gamla sambands- land Austurríkis, Ungverjaland, aðeins 8 miljónir íbúa. Galicía var skömtuð Póllandi. úr fylkj- unum Bohemia, Moravia og Norður-Ung- verjalandi, var Czecho-Slóvakía mynduð. Austurhluti Ungverjalands og Transyl- vania voru skenkt Rúmaníu. Tyrol og Istrian skaginn voru lögð til ítalíu; en úr Cróatia, Dalmatia og Bosnia-Herzegovnia var Yugo-Slavía stofnuð. Þetta minnir á söguna um heimssköpun- ina forðum úr skrokki Ýmis jötuns. En það versta við þessa sundurmolun ríkisins var að hin fræga Vínarborg var þarna skilin eftir með tvær miljónir íbúa, en ekki neitt líkt því nægilegt land um- hverfis til að geta fleytt þeim fram. Bún- aðarvörur, mjólk og þessháttar varð að kaupa erlendis. Þar sem svo stóð á, var ekki óeðlilegt þó þá og þegar bærust fréttir um það, að Austurríki' væri að sameinast Þýzkalandi. Viðskiftalega virtist það óumflýanlegt, hvað sem stjórnarfarslega er um það að segja. fbúar Austurríkis eru nú 97% Þýzkumælandi. f Vínarborg eru verka- menn mikið til sósíalistar, en sveitalýður- inn er sterk kaþólskur, hver svo sem stjórnmálaskoðun hans er. Frakkland fyrirbauð að Þýzkaland myndaði ríkis viðskifta samband (customs union) yið Austurríki 1930—31. Eftir stríðið kom bæði Bretum og Frökkum sam- an um, að stjórnarfarslegt samband þess- ara ríkja væri hættulegt. Og nú eru það Frakkar og Bretar, sem ábyrgð bera á því, að Austurríki' tapi ekki stjórnarfarslega sjálfstæði sínu. En þetta virðist nú þó vera það sem vofir yfir. Eftir að Hitler sýndi Austur- ríki vígtennurnar fyrir skömmu, er alveg víst að Austurríki er Þýzkalandi háðara en það áður var, og mikið vafamál hvort að það á ekki eftir, innan skamms, að verða eitt af fylkjum Þýzkalands. Og það samband nú við Þýzkaland, er alt annað en það hefði orðið, meðan Þýzkaland var lýð- veldi. Kaþólskum mönnum í Austurríki', getur ekki þótt það eins ákjósanlegt og vera ætti, enda þó þörfin á sambandinu sé brýn vegna viðskiftanna. Það er nazism- inn, sem því sambandi fylgir nú, sem þeir óttast. Þeir vita hvað fyrir kirkjuna kom í Þýzkalandi. Að félög og skólar hennar verði leystir upp í Austurríki, sem á Þýzka- landi, telja þeir líklegt. Fyrir fáum dögum kallaði Hitler Austur- ríkis-kanslarann, Schuschnigg, á sinn fund í Berchtesgaden, bústað Hitlers, og hótaði honum öllu illu, ef hann ekki yrði' góðfús- lega við kröfum Þýzkalands um allskonar hlunnindi (concessions) í Austurríki. En Schuschnigg lét sig hvergi, hélt aftur að svo búnu heim til Vínarborgar, talaði við stjórnina í Róm, en fann þá sér til undr- unar að Mussolini var í þetta sinn ekki til þess búinn, að stöðva yfirgang Hitlers í Austurríki. Það var ekki við það kom- andi að senda ítalska hermenn til Brenner Pass nú eins og einu sinni áður hafði verið gert. Hvort að þessu valda fjárhags 'erfiðleikar heima fyrir á ftalíu, vita menn ekki. Mussolini hefir nokkuð á höndum sér þar sem er Spánn og Bláland; það eitt er víst. Og svo geta þetta verið saman- tekin ráð Hitlers og Mussolini, að hinn fyr- nefndi grammsi í Mið-Evrópu og kræki sér í sum þessi nýstofnuðu ríki þar en veiti Mussolini að málum á Spáni fyrir greiðann að hafast ekki handa í Austurríki. Hvað sem til kemur, hefst Mussolini þarna ekki að. Þessum vonbrigðum fylgdi það auðvitað, að Schuschnigg fékk ekki' rönd við yfir- gangi Hitlers reist, er hann sendi hermenn sína í hundraða tali til landamæra Austur- ríkis. Kröfur Hitlers voru strax þær, og varð Schuschnigg þar undan að láta, að heimta að þrjú sætin í náðuneyti Austur- ríkis væru skipuð nazistum. Fylgir því mikið til stjórn lögreglunnar í Austurríki. Nazistar, sem í fangelsum hafa setið fyrir samtök um að steypa stjórninni og fleira, um 2,000 að tölu, eru allir látnir lausir, að boði Hitlers. Það virðist því ekki mikið vanta á, að Austurríki sé orðið önnur Dan- zig fyrir Hitler að leika sér með eins og köttur að mús. Bretar og Frakkar spyrja og eru að bíða eftir ræðu sem Hitler heldur bráðlega, um hvað þetta eigi alt að þýða, eins og það verði meira að marka hvað Hitler segir, en hann gerir. Þegar Hitler sendi hermenn á landa- mæri' Austurríkis um það leyti, er Dollfuss var drepinn, komu ftalir strax til sögu og lið Hitlers varð að hörfa til baka. Nú brást ítalía. Og Frakkland einnig. Bret- land telur sér á sama standa um Austur- ríki. En það er hin spurnnigin, sem þeim finst nokkru varða: hvað langt verði þar til Czechó-Slóvakía verður Nazistum einn- ig að bráð? VINNULAUNASKATTUR Ef það væri ekki fyrir það, að svo margt “vanskelegt” á sér stað nú á dögum, hefð- um vér ekki trúað því, að bæjarráðið í Winnipeg með verkamannasinna í farar- broddi sækti það mál af kappi við Bracken- stjórnina, að bænum yrði' leyft að leggja vinnulaunaskatt á íbúana. En það sanna í málinu er nú, að um þetta virðist eiga að sækja til þrautar. Málinu var hreyft á fylkisþinginu fyrir nokkru. En það sem í veginum stóð þá, var að Bracken stjórnarformaður vildi ekki veita bænum þetta leyfi skilyrðislaust, enda þótt honum væri' skemt með því, að sjá sósíalistana lögskipa vinnulaunaskatt, sem reyndist svo óvinsæll að stjóm hans sá sér þann einn kost vænstan, að breyta honum stórkostlega og lækka til helm- inga til þess að verða ekki grýtt. — Eigi að síður þótti honum um fullmikið beðið af bænum, þar sem farið var fram á 1% skatt af hverjum, sem í bænum ynni, eins þeim, sem ekki áttu heima þar, sem öðrum, ef þeir á annað borð sæktu atvinnu þangað. Ósanngjarnt gat ekkert heitið við það af bænum að fara fram á þetta, en það fékst nú ekki. Síðast liðinn mánudag sam- þykti bæjarráðið á nýjan leik til- lögu frá fjárlaganefnd sinni, er fór fram á að leita enn lags við stjórina um að fá lagt á bæjar- búa vinnulaunaskattinn. Verði þessi skattur því ekki brátt að lögum í þessum bæ, jafnframt og í fylkinu, verður það ekki bæjar- stjórninni að þakka, heldur hinu, að Bracken getur látið það á móti sér, að svifta sig skemtun- inni af því, að sjá verkamanna- sinnana í bæjarráðinu leggja vinnulaunaskatt á verkalýðinn. Þó Roosevelt forseti hefði veitt tvær miljónir í stað einn- ar, til herútbúnaðar, hefði það ekki staðið nokkrum manni í Canada fyrir svefni. (Toronto Globe and Mail) Það virðist ekki vera mikil til- breyting í því að vera lögsóknari í herréttinum í Rússlandi, þar sem) hinir kærðu flýta sér alt sem þeim er unt, að meðganga glæp sinn. (Indianápolis Star) ÁRNIÁRNASON Lögregluþjónn (R.C.M.P.) Allir íslendingar í Vatnabygð- um og víðar kannast við gömul hjón, sem eiga heima í Leslie, Saskatchewan, Svein Árnason og Þórunni Jóhannsdóttur. Eg minnist þess, að í fyrsta sinn sem eg var á samkomu í Leslie, var eg kyntur þessum hjónum. Gátu þau þess við mig, að þau hefðu um skeið verið á heimili afa míns (í Loðmundarfirði) og myndu því eftir föðurfólki mínu frá þeim árum. Það fann eg, að sá góðhugur sem frá þeim and- laði í garð feðra minna, beindist jþá þegar að sjálfum mér, þótt I þau hefðu aldrei séð mig fyr. Hefir mér oft fundist það áber- andi einkenni' í fari aldraðs fólks hér í álfu, með hve miklum inni- leik það tekur undir eins þeim mönnum, sem á einn eða annan hátt eru tengdir hinu fornkunn- uga á gamla landinu, mönnum eða héruðum. Sú velvild, sem hugurinn á, til alls heima, bein- ist ósjálfrátt að þeim, sem kem- ur að heiman. Eftir að eg fór að kynnast þeim Sveini og konu hans, er eg settist að í Vatna- bygðum, hefi eg fundið, að vin- semd hinnar fyrstu viðkynning- ar var varanleg og í fullu sam- ræmi við framkomu þeirra og allan hugsunarhátt. Býzt eg við, að aðrir hafi sömu sögu að segja. Þau eru glaðvær og alúðleg heim að sækja og bjart yfir híbýlum þeirra. Þannig verkar heimilið á gestinn. Þau eru vinsæl í bygð- inni, gömlu hjónin, og sveitung- arnir hugsa hlýlega til þeirra. Það koma fyrir stundir í lífi allra manna, þegar þeim er venju fremur þörf á samúð mannanna. Svo mun það hafa verið fyrir þeim Sveini og Þórunni í fyrra sumar, þegar elzta barnið þeirra fórst á voveiflegan hátt. Við þá jarðarför sýndu bæði íslenzkir og enskir sveitungar þeirra sam- úð sína með þeim hætti, að auð- fundin var löngunin til að sefa sorgina og hlýja hugann. Var þar eitthvert hið mesta fjöl- menni saman komið, er sézt hefir við slíka athöfn í Leslie. Menn tala stundum um, að heimurinn sé kaldur, en venjulega kemur það þó í Ijós, þegar á reynir, að mennirnir finna til hver með öðr- um í yfirlætisleysi hversdags- lífsins. Gömlu hjónin gengu þessa daga gegnum harða og þunga raun. Mér fanst það vera þrent, sem gaf þeim þrek til að standast hana. Það var trúin á guð og ódauðleikann; það var velvild mannanna; og það var hugsunin um drenginn þeirra sem góðan og ástríkan son. Árni Árnason var fæddur 7. nóv. 1888 í Húsavík í Norð- ur-MúIasýslu. Hann var elzta barnið; lifði sín fyrstu bemsku- ár við þau áhrif, sem íslenzk fjöll, haf og grundir veita þeim smælingjum, er alast upp við fs- lands móðurbrjóst. Þegar for- eldrar hans fluttust vestur um haf, fylgdist hann með þeim til Akra í Norður-Dakota árið 1900, og þaðan til LeSlie-bygðaf í Saskatchewan 1904. Unglingsár sín var Árni jafnan til heimilis hjá foreldrum sínum. Hann vann af kappi og ruddi sér jafnframt veg við skólanám. Verzlunar- fræði lærði hann í Winnipeg og stundaði síðan verzlunarstörf, bæði hjá öðrum og við eigin fyr- irtæki. Stríðið mikla gerði óvænta breytingu á högum Áma Árna- sonar eins og svo margra ann- arra ungra manna. Árið 1915 gekk hann í herinn. Var hann fyrst á herskóla í Winnipeg, en síðan víðsvegar við heræfinga- kenslu. Yfir til Frakklands fór hann 1917. Særðist hann einu sinni í ófriðnum. Árið 1919 kom hann aftur til Canada og setti upp verzlun í Leslie. Um tíma var hann í félagi við Jón ólafs- son, sem um mörg ár stundaði verzlun þar í bænum. í Leslie var Ámi þó ekki í þetta sinn nema 3 ár. Ýmsir vinir hans hvöttu hann til að hagnýta sér þá fræðslu og æfingu, sem hann hafði fengið í hernum, og mundi gera honum greiðari aðgang inn í lögregluliðið. Stundaði hann það nám, er til þurfti í Regina, og gekk að því búnu í lögreglu- liðið (R.C.M.P.). Við það starf naut hann fylsta trausts. Hann var um tíma í Priswell, York- ton, Northgate og síðast í Wil- lowbush, þar sem dauða hans bar að höndum. Árið 1932 kvæntist Árni konu af skozkum ættum, Isabellu Mc- Donald. Hún lifir mann sinn, á- samt lítilli dóttur þeirra, Jacqueline Anne. Skildist mér í sumar, þegar eg sá hana, ljós- hærða og bjarta yfirlitum, að hún væri afa og ömmu til hugg- unar eftir sonarmissinn, ekki síður en mömmu sinni, þegar pabbi var horfinn sýnum. Systkyni Árna heitins, er lifa eftir, eru Vigfús kornkaupmaður í Foam Lake; Mrs. Sesselja Gardiner í London, Ontario, og Kjartan, er vinnur í þjónustu Saskatchewan-stjórnar. — Þau munu öll sakna bróðurins úr hópnum, en gera sitt til að gera bjart yfir æfikvöldi foreldranna. Vinir, sveitungar og starfs- bræður minnast Árna Árnason- ar með hlýhug. Félagar hans frá dögum harmleiksins mikla gengu fylktu liði að og frá gröf hans og kvöddu hann að venju með lúð- urhljómum, er verkar eins og bergmál frá mannshjarta, sem stynur undan þunga örlaganna, en þráir að mega titra af gleði lífsins. Tveir einkennisbúnir starfsbræður hans komu fram fyrir hönd lögregluliðsins. Þeir

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.