Heimskringla - 23.02.1938, Blaðsíða 5

Heimskringla - 23.02.1938, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 23. FEBR. 1938 HEIMSKRINGLA 5. SÍÐA námu staðar og kvöddu virðing- arkveðju við gröfina áður en þeir gengu burt. En ein kveðj- an er ótalin — gömul sálmvers, sungin á íslenzku máli og bless- un í krists nafni. Þessi vers eru einhver máttugasti Sigursöngur yfir sorg og dauða, er heimurinn á. Sá sigursöngur hefir hljóm- að yfir hverri íslenzkri gröf síð- an á 17. öld. En sú hin sama kirkja, sem lagði) blessun sína yfir litla drenginn, á Austur- strönd íslands, hún leggur enn blessun sína yfir hann og biður fyrir lífi hans í öðrum heimi. Jakob Jónsson ARSFUNDUR SAMBANDSSAFNAÐAR f WINNIPEG Frh. frá 1. bls. heilsað upp á gamla kunningja, um leið og þeir sæktu sýninguna miklu í New York árið 1939. Þá mintist doktorinn þess, að söfn- uðurinn hefði altaf verið svo lán- samur, að valist hefði til hans, úrvals hæfileikamenn og konur, mintist hann á listamálarann Friðrik Sveinsson, söguskáldið Mrs. Guðrúnu Finnsdóttur John- son og skáldanna P. S. Pálsson- ar og Gísla Jónssonar, ennfrem- ur gat dr. R. Pétursson hins hugum stóra unga kennimanns, séra I. Borgfjörðs. Útvarpsræð- ur hans hafa þótt svo skarpar, og rökfimar, þar sem hann held- ur fram frelsr í trúarskoðunum, að rétttrúnaðurinn er orðin hræddur um að fleiri steinar muni detta úr kreddu-múrveggn- um og þá er svo hætt við að alt hrynji. Að endingu mintist hann íslands sem væri “landið helga”—og íslenzku þjóðarinnar að fornu og nýju sem hinnar útvöldu drottins þjóðar. Óskaði svo doktorinn söfnuðinum allra heilla og blessunar í komandi tíð. Mr. Pétur Magnús þakkaði með nokkrum orðum vinsemd þá og velvild sem safnaðarfólk hefði sýnt sér, og söngstarfinu. Forseti Dr. Halldórsson sagði að á fundinum væri hér staddur mætur gestur frá íslandi, fröken Halldóra Bjarnadóttir, óskaði að hún ávarpaði söfnuðinn með nokkrum orðum. Fröken Halldóra Bjarnadóttir flutti þá stutta ræðu, hefði hún haft mikla ánægju af að heyra það sem fram hefði farið á fund- inum. Kvaðst hún sérstaklega hafa tekið eftir því hvað vand- lega hefði' verið gengið frá öllum skýrslum sem lesnar hefðu ver- ið. Flutti hún kveðju frá ís- lendingum heima á ættjörðinni. Kvað hún íslendinga heima fylgjast vel með málum landa sinna hér, feamt sagðist hún vona að meiri samvinna tækist og bróðurböndin treystust í framtíðinni, að endingu þakkaði hún forseta safnaðarins fyrir að gefa sér orðið. Óskaði hún svo söfnuðinum allrar blessunar. Var svo fröken Halldóru Bjarnason greitt þakklætisat- kvæði fyrir ræðuna og alt hennar góða starf í þarfir fslendinga hér og heima. Bað þá forseti alla a|, »tanda á fætur og syngja: “ó, GjrfS vors lands”, var svo fundi slitið. Dr. M. B. Halldórsson, forseti Jón Ásgeirsson, ritari' LJÓÐMÆLI St. G. Stephanssonar « Á þessum vetri koma út síð- ustu kvæði hans er fylla bindi á stærð við þau sem út eru komin. Tækifærið er því nú, að eignast 4 og 5 bindið fyrir þá sem eiga hin fyrstu þrjú og vera við því búin að fylla kvæðasafnið, er þetta síðasta kemur á markað- inn. Andvökur IV. og V. eru nú seld með affalls verði á $4.25 bæði bindin. Sendið pantanir til Viking Press og íslenzkra bóksala hér í bæ ÍSLANDS-FRÉTTIR Póstur lendir í hrakningum á Fróðárheiði Pósturinn á leiðinni milli Ól- afsvíkur og Grafar í Miklaholts- hreppi, Ágúst ólafsson bóndi að Máfahlíð, lenti í hrakningum á Fróðárheiði í fyrradag. Með honum var Bjarni Niku- lásson bóndi að Böðvarsholti og fóru þeir frá Ólafsvík í fyrra- morgun kl. 8, en þegar þeir voru komnir upp á heiðina skall á þá norðaustan hríðarveður. Voru þeir með 3 hesta, en þeg- ar þeir komu á heiðina, var Ágúst orðinn svo þreyttur af því að brjóta fyrir hestunum, að hann ætlaði að reka þá niður eftir. Þá varð hann þess var, að hestarnir vildu slá sér undan veðrinu, svo að hann fór fyrir þá og beindi þeim í veðrið. '— Litlu síðar hröpuðu báðir menn- irnir og tveir hestanna, fram af snjóhengju. Var þetta í svo- nefndu Egilsskarði og höfðu þeir hrapað um 100 metra hæð. Sakaði þá ekki vegna þess að snjór var mikill. Þeir urðu að yfirgefa hestana og komust til bæjar — Knör í Breiðuvík — kl. 20 í fyrrakvöld og var veður þá svo vont, að enginn heima manna þar treysti sér til þess að leita hestanna. Kl. 3 í fyrrinótt birti' hríðina og þá fundu þeir báða hestana og einnig hinn þriðja, sem að líkind- um hefir hrapað síðar. — í gær- morgun hélt pósturinn áfram ferð sinni' þá í björtu veðri. —Alþbl. 30. jan. HNERRAR Sá var löngum siðurinn hér á landi — en er nú líklega “geng- inn úr móð” — að biðja guð að hjálpa sér þegar maður hnerrar. l“Guð hjálpi mér”, sagði sá sem hnerraði. Sumir voru líka svo hugsunarsamir, að þeir báðu fyr- ir öðrum sem hnerruðu í áheyrn þeirra. “Guð hjálpi' þér”, var þá sagt. — Það var jafn sjálfsagt, að biðja Guð að hjálpa sér við hnerrum, eins og t. d. að signa sig þegar út var komið að morgni dags, eða höfð voru skyrtuskifti. Þess er getið í þjóðsögum, að sá siður, að biðja guð um hjálp við hnerrum hafi “komið upp” hér á landi í Svartadauða, laust eftir 1400 (1402—1405). Er svo frá þessu sagt í Þjóðsögum J. A.: “Þessi siður er fyrst kominn upp í Svartadauða; gekk hann í héraði einu, sem annars staðar hér á landi, og strádrap alt fólk. Loksins kom hann á bæ einn, þar sem tvö systkin voru; þau tóku eftir því, að þeir, sem dóu á bænum, fengu fyrst geysilega hnerra; af þessu tóku þau upp á því, að biðja guð fyrir sér, og hvort fyrir öðru, þegar þau fengu hnerrana; og lifðu þau tvö ein eftir í öllu héraðinu. Af .þessu skal jafnan biðja guð fyrir ÁRNI ÁRNASON—SONARMINNING (Ort fyrir Svein og Þórunni Árnason I Leslie, Sask.) Nú þögull er bærinn og umhverfið alt Andvarinn hvíslar um sárustu harma Hásumar breytist í haustveður svalt Og húsið er bæði dimt og kalt. Fyltur er sorganna bikar á barma. Mér brennheit tár falla um hvarma. í gegn um þau lít eg nú liðin ár Minn ljúfasta dreng er eg heitast unni. Hans gulllokkasafn og glóbjart hár Hin glitrandi fögru æskutár Og saklaust brosið á barnsins munni Hið bjartasta í tilverunni. Og hljómbrot flögra um mín hugarlönd Hendingar birtast úr fornu ljóði. Nú einmana stend eg á auðri strönd Og útrétti mína veiku hönd. Því dánarfregn þín er í haust brimsins hljóði Hjartans sonur minn góði! Alt er nú dapurt og dauðahljótt. f draumum eg reika frá liðnum árum. f huga mér þrengir sér helköld nótt Harmsagan barst mér svo undur fljótt. Nú flugsins eg bíð eins og svanur í sárum Er syndir gegn straumsins bárum. Já, flugsins eg bíð, og sú tímatöf Er trú minni líf, eins og dögg á gróður í dag er ei svarið dauði og gröf. Eg dásemdir lít við hin yztu höf Þar fagnar þú sonur minn föður og móður Því flugsins nú bíð eg hljóður. Með einlægri samhygð, S. E. Bjömsson ÁRNI S. ÁRNASON DÁINN (Föður og Móður kveðja) Nú alt mér finst hér autt og hljótt Eg ei skal mögla neitt, Þó björtum degi í dimma nótt Þú drottinn hafir breytt. Eg veit að drottinn líkn mér ljær Og læknar opið sár Þá harmi' þrungið hjarta slær Og hrynja af augum tár. Að missa sonar ást og yl Þá okkur varir sízt Hvað föður hjartað finnur til Ei fæ með orðum lýst. Þó bátinn okkar beri á stein Og brimið valdi töf Föður og móður ástin ein Nær út yfir dauða og gröf. Eg kveð þig sonur kæri minn * Og kyssi fölann ná Eg innan skamms þig aftur finn Og aldrei skiljum þá. Vinur sér, þegar maður hnerrar, og deyr þá enginn af hnerrum.” * * ¥ “Ef maður hnerrar í rúmi sínu á sunnudagsmorgni, á manni að gefast eitthvað þá viku.” * * * * “Betra en ekki er að hnerra á mánudagsmorgni; því svo sagði tröllkonan: “Betri er mánudags- hnerri en móðurkoss”, og má ætla á það, því eins og tröll eru trúlynd, eins eru þau sannorð”. * * * “Ef maður hnerrar á nýárs- morgun í rúmi sínu, þá lifir mað- ur það ár.” * * * “Ef maður hnerrar í net sín, meðan hann ríður þau eða bætir, verða þau fiskin”. * * * “Ef elsti maður á heimili hnerrar, meðan farið er með matfang, á einhver svangur að koma og borða af þeim mat. Það er kallað að hnerra öðrum gesti; en hnerri yngsti maður, hnerrar hann meiri mat í húsið.” —Vísir. Pappírskarfan Hinn heimsfrægi' ameríkanski rithöfundur Mark Twain var einu sinni ritstjóri smáblaðs lengst úti í “Wild West”. Bárust þá til hans mörg handrit, og sat hann kófsveittur við að lagfæra þau og leiðrétta. Dag nokkurn kom kunningi hans inn til hans til þess að rabba við hann stund- arkorn. — Eru það fremur léleg hand- rit, sem berast til þín? spurði kunninginn. — Já, það verð eg að segja, svaraði Mark Twain. — Núna upp á síðkastið hefi eg orðið að marg umskrifa þau, áður en eg hefi fleygt þeim í bréfakörfuna. Augu dýranna Brúni' liturinn er algengasti augnalitur dýranna, en tígris- dýr, hlebarðar og panterdýr hafa eingöngu græn augu. — Bíflugur sjá ultrafjólubláa geisla sem menn sjá ekki, enda þótt þeim virðist rauði liturinn svart- ur. — Hérar geta aðgreint liti, en það geta naut ekki, þótt þau ærist, ef rauðri dulu er veifað framan 1 þau.—Flestar tegundir kóngulóa hafa átta augu. VITNIÐ í kvöldboði einu var það haft til skemtunar, að gestirnir sögðu sögur, sem voru ósennilegar mjög, enda áttu að vera það. Gamall togaraskipstjóri, gam- ansamur náungi, sagði að lokum sögu, sem fór fram úr hinum öllum: — Einu sinni á mínum dugg- arabandsárum, sagði hann, — fór eg með einu af skipum Cun- ard-líunnar frá Liverpool til New York. Og um leið og við komum út í mynni Mersey-árinnar, stakk frægur sundmaður sér fyrir borð og fór að synda á eftir skipinu. Eg býst við, að um veðmál hafi verið að ræða, því að maðurinn synti á eftir okkur nótt og dag yfir þvert Atlantshafið. Hann varð ekki meira en klukkutíma á eftir okkur til New York. Þegar hér var komið sögu, hafði Ameríkumaður einn, sem alt kvöldið hafði setið hljóður, staðið á fætur. Hann gekk graf- alvarlegur til togaraskipstjórans, hneigði sig mjög kurteislega og sagði: — Excuse me. Getið þér stað- ifest framburð yðar með eiði, ef þess verður krafist? — Auðvitað, svaraði skip- stjórinn með breiðu brosi. — Lofið mér að taka í hönd Þór sem notiS— TIMBUR KAUPIÐ AF THE Empire Sash & Door CO., LTD. BlrgBlr: Henry Ave. Ea«t Sfmi 95 551—95 552 Skrlfstofa: Henry og Argyle VERÐ - GÆÐI - ÁNÆGJA yðar. Loksins hefi eg fundið vitnið. Eg var nefnilega maður- inn, sem synti yfir Atlantshafið en hingað til hefir enginn viljað trúa því. Það voru ekki sagðar fleiri sögur þetta kvöld.—Alþbl. THE PR0VINCE 0F MANIT0BA THE DEPARTMENT OF MINES AND NATURAL RESOURCES of the PROVINCE OF MANITOBA extends to the Icelandic National League a hearty welcome to its capital city and best wishes for its continued success in fostering the language and tradi- tions of its homeland in this land, selected for them by their fathers. The Icelandic people have, for over sixty years, been intimately associated with the development of our natural resources—min- ing, Hydro development, forestry, and the fish and fur industries. They have made a sterling contribution toward making Manitoba a land of homes, and by their efforts a land more capable of supporting their children and their children’s children in peace, happiness and prosperity. HON. J. S. McDIARMID, Minister. When Quality Counts Canada Bread Wins Húsfreyjur bæjarins biðja altaf um CANADA Sneytt BRAUÐ vegna þess að CANADA Sneytt BRAUÐ er brauð sem enginn þreytist að borða daglega alt árið um kring. Það sparar fyrirhöfn og erfiði—og það gerir það létt fyrir unglingana að útbúa brauðsmurninga fyrir sig sjálfa. “Heimtið að fá það sem þér biðjið um” CANADA BREAD CO. LTD. FRANK HANNIBAL, ráðsmaður PORTAGE og BURNELL SIMI 39 017 <rTÍi£ OUALITY JJn NAME Jcb€A. On'

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.