Heimskringla - 06.04.1938, Blaðsíða 5

Heimskringla - 06.04.1938, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 6. APRÍL 1938 HEIMSKRINGLA 5. SÍÐA kveldið góða — kveldið, sem eg fékk Maríu. En María er lík honum í sjón. M. J. B. ÁSGERÐUR JOSEPHSSON (Æfiminning) 24. maí 1856—24. marz 1938 Getið var um andlát konu þessarar hér í blaðinu í vikunni sem leið, en eigi frá æfiatriðum hennar skýrt þá, sökum þess að komið var að útkomudegi blaðs- ins svo tími vanst eigi tii Skal nú getið helztu æfiatriða henn- ar, eftir frásögn þeirra, er til hennar þektu bezt þó eigi verði þau öll talin. Ásgerður Gúnnlögsdóttir Jos- ephsson var fædd að Svínavatni í Húnaþingi 24. maí 1856 og skírð af séra Jóni Þórðarsyni, presti á Auðkúlu. Foreldrar hennar voru hjónin Gunnlögur bóndi Björnsson á Svínavatni' og Margrét Sigurðar- dóttir. Margrét var sunnlenzk að ætt, en Gunnlögur norðlenzkur, sonur merkishjónanna Björns Gunnlögssonar söðlasmiðs og Ás- gerðar Guðmundsdóttur er var orðlögð yfirsetukona á þeim tím- um og kvenval mikið. Hún var systir Sigurðar skálds Guð- mundssonar á Heiði í Göngu- skörðum í Skagafjarðarsýslu, þess er orti Varabálk afa þeirra séra Sigurðar í Vigur og Stefáns skólameistara á Möðruvöllum. Ellefu ára að aldri fluttist Gunnlögur, faðir Ásgerðar, með foreldrum sínum vestur í Dala- sýslu, og settust þau að á hinu forna höfuðbóli Sauðafelli í Döl- um. Með foreldrum sínum var Gunnlögur þar til hann var full- tíða að aldri að hann flutti norð- ur aftur á æskustöðvar sínar og settist að á Svínavatni, kvæntist þar Margrétu konu sinni, bjuggu þau þar í sveit í 17 ár og eign- uðust 6 börn. Mistu þau 3 en þrjár dætur komust til fulltíða aldurs. Eftir þessa 17 ára dvöl í Húnavatnssýslu, fluttu þau Gunnlögur sig aftur vestur í dali með þremur dætrum sínum er þá voru á lífi: Ásgerði, Ingi- björgu og Ingigerði. Ingibjiprg, sem nú er dáin, giftist Bjarna frá Höfða í Eyrarsveit og bjuggu þau í Kötluholti. Hjá þeim and- aðist Gunnlögur. Ingigerður giftist ekki, en flutti hingað vestur, og andaðist hér hjá Ás- gerði systur sinni er þá var vest- ur komin og búsett í Grunna- vatnsbygð. Innan við tvítugt lærði Ás- gerður ljósmóðurstörf hjá Hirti lækni Jónssyni á Stykkishólmi. Að því búnu voru henni veittir Suður-dalir, — þrír hreppar — Haukadalur, Miðdalur og Hörða- dalur til yfirsóknar, og gegndi hún því starfi þar í 30 ár. 29 ára að aldrr giftist hún Jóseph bónda Jónssyni, Jónssonar og Kristínar Sigurðardóttur og reistu þau bú að Geitastekk í Hörðadal. Eftir 14 ára sambúð misti Ásgerður mann sinn frá 7 börnum þeirra og hið áttunda aðeins ófætt. - Jukust nú erfið- leikar hennar að mun. Maður hennar var hinn mesti dugnaðar maður, en nú varð hún ein að sjá fyrir búi og börnum. Barðist hún nú áfram enn í 6 ár og gegndi jafnframt ljósmóður störfunum, en að þeim tíma liðn- um flutti hún inn á Stykkisólm og var þar í 214 ár, gegndi enn ljósmóður störfunum, en að því loknu varð hún að segja þeim af sér sökum þreytu og van- heilsu. Færði hún sig þá til Rvíkur, dvaldi þar í 3 ár, en flutti svo þvínæst þaðan til Can- ada sumarið 1912, með 3 börn sín, þá 56 ára að aldri. Var þá æfi farið að halla og heilsa og orka tekin að réna. Tvö börn hennar voru þá komin vestur á undan. henni, Hólmfríður og Gunnlögur, er fluttu til Canada 1910 og settust að 1 Winnipeg, tvær dætur urðu eftir heima, Helga, er kom 8 árum seinna, og Ásgerður er staðnæmdist þar. Settist nú Ásgerður að hjá börn- um sínum og dveldi um 5 ára skeið í Winnipeg, en flutti sig þá til Hjartar sonar síns er num- ið hafði land við Otto, P. 0., í Grunnavatnsbygð, og var hjá honum í 7 ár. Hvarf hún þá til baka aftur til Winnipeg og hefir síðan búið hjá börnum sínum tveimur, Höllu og Gunnlögi, hér lí bæ þar tii hún andaðist á jfimtudaginn var, 24. marz 1938, i þá nær 82 ára að aldri. Síðustu jlO árin var heilsu* hennar mjög jhallað, og síðasta árið hafði hún jtæpa fótavist og alls enga síð- ustu 3 vikurnar. Heilsubiluninni tók hún með hinu sama jafnað- argeði og öðru mótlæti er henni hafði að höndum borið yfir æfina treystand þvi að eins og drottinn hafði varðveitt hana um liðna æfidaga, svo mundi hann og blessa hana og varð- veita er komið væri yfir hin köldu sædjúp dauðans. Börn Ásgerðar og Josephs voru 8, dóttur misti hún í æsku, Josephinu að nafni, og aðra dótt» ur Ásgerði, er andaði-st á íslandi fyrir 2 árum síðan. Sex eru á lífi, öll búsett hér í landi og eru: Helga gift Benjamín Benjamíns- syni við Otto, Man. Jakobina gift Joe Panss, norskum manni í Vancouver; Hólmfríður, gift Friðrik Kristjánssyni að 205 Ethelbert St., hér í bæ; Halla» ó- gift til heimilis hér í bæ, Hjört- ur bóndi við Otto, Man., kvæntur Sigurlaugu Johnson og Gunn- lögur, ókvæntur búandi hér í bæ. Auk þess lifir hana 21 barna-barn. útför hennar fór fram frá út- fararstofu A. S. Bardals á þriðjudaginn var 29. marz. Við athöfnina fluttu þeir séra Rögnv. Pétursson og séra Philip M. Pétursson nokkur minningar- orð. Ásgerður heitin var gáfukona, hóglynd, prúð og viðmótsþýð. — Hún var frjáls í hugsun og skoð- unum og lét jafnan dómgreinÖ sína skera úr hverju máli er at- hygli hennar var vakið á. Hún var óádeilin í annara garð, trygg- lynd og vinföst. Hún var sæmd- ar og gæfu kona. Hennar er saknað af öllum er hún hafði kynni af og er hún nú “hverfur yfir hafið” blessa vinir hennar og ættingjar för hennar út og þakka samleiðina með henni. — Þeir sem henni eru nákomnastir — börnin hennar — geyma í huga sér margar og dýrmætar minningar frá horfinni tíð. R. P. Reykjavíkur blöðin eru vin- samlegast beðin að birta dánar- fregn þessa. MINNISSTÆÐ NÓTT Það kemur fyrir endrum og sinnum að löngu liðnir viðburðir bergmála í fjarvitundinni líkt og þungur og dimmur stórbrimsnið- ur úr f jarlægð. “Við hafið eg sat fram á sæfarbergsstall,” segir FJÆR OG NÆR Samkoma á Gimli Gimli íþróttafélagið heldur samkomu í Gimli Parish Hall þ. 8. apríl kl. 9 e. h. Á meðal ann- ars á skemtiskránni verður ræða frá séra Valdimar J. Eylands á Stgr., en þessu var þó svo farið . íslenzku, og ræða á ensku frá hvað mig snerti, að úr því meiri j séra Philip M. Pétursson, ein- fjarlægð sem eg heyrði brimdun-'söngur Ólafur Kárdal og tví- ur, þess dýpri áhrif höfðu þær söngur Thor og Herman Fjeld- á innri vitundina. líklega tilfellið að engir tveir heyra eins, sjá eins, né hugsa eins. Laust fyrir síðustu aldamót réri eg vetrarvertíð á Stað í Grindavík en eins og mörgum er kunnugt er sú veiðistöð fyrir En það er sted frá Árborg. Inngangur 35c. * * * f blómasjóð sumarheimilsins Peningasjóður hefir verið sendur til sumarheimilisins á Hnausum í minningu um Ingi- mund sál. Erlendsson á Steep Rock, Man. Bréfið sem fylgdi ' i opnu Atlantshafi og er þar mjög sjóðnum hljóðar á parti á þessa þungur sjór og oft foráttubrim, þó logn sé. Það var komið all-1 h’num þessum sendi eg langt fram á einmánuð og nærri ,Þer $39.00 (þrjátíu og níu doll- páskum. Þá var það einn dag raa) °£ bið eg þig svo vel gera að allir eða flestir réru úr vík- koma þeim í sjóð sumarheim- innr í svona þolanlega góðu sjó-1 ilisins sem reist var á Hnausum veðri, en skipið frá Stað, sem eg ,s- h sumar. Vinir og aðstand- var á fór nokkuð lengra vestur endur Ingim sál. Erlendssonar en hin fiskiskipin. Það var þá hafa gefið þessa dali í minningu orðið tregt um fisk og í þetta sinn var róið með handfæri en ekki lóð eins og annars var þá alt af gert, því nú var róið á lúðumið sem eg er búin að gleyma nafn- inu á, en eg man að þar var hraunbotn og vildu sum færin verða föst í því. Nokkrar sprök- ur komu á skip um daginn og steinbítur einnig, talsvert af keilu, en þegar á daginn tók að líða hvesti snögglega af land- norðri, var það jafn snemma að lagt var af stað heim á leið. Segl var ekki tiltök að nota sökum veðurofsans, svo ekki var um annað að gera en róa eða berja sem kallað var, og var því haldið áfram þar til komið var fram í rökkur, en veðurhæðin var þá orðin svo að sjóinn skóf sem lausa mjöll væri. Þá var ekki annars köstur en snúa undan og reyna að ná landi að utan verðu við Reykjanesið, en líklegt var þó talið að Reykjanesröst væri ófær opnum báti í slíku veðri, en það var þó hið eina sem gat ge(ið lífsvon eins og á stóð og var horfið að því ráði, og þegar að röstinni kom var hún satt að segja alt annað en álitleg, eg man enn hvað hinn margreyndi og gætni formaður Herónímus, mælti þegar að röstinni kom. “Róið þið lífróður drengir í guðs nafni”. Þetta var áhrifa- mikið ávarp á alvarlegu augna- bliki. Þegar í miðja röstina kom var sannarlega mjótt á milli fjörs og feigðar, en við vorum frelsaðir úr lífsháskanum og eftir það gekk alt vel. Við lent- um um nóttina á Kalmanstjörn. Ingvar hét bóndinn sem þar bjó þá, og var skipshöfninni þar vel tekið sem vænta mátti. Margir gista vota gröf af sonum íslands fyrr og síðar og oft úrvalsmenn að ýmsu leyti. Það hlýtur að vera harðara að deyja í sjónum fyrir þá sem eru verulega sjó- hræddir en með það var mönnum nokkuð misjafnlega farið er eg kyntist við sjó. Einn var þó sér- stök undantekning frá fjöldan- um. Eg var eina vertíð samtíða og samskipa .manni sem Jóhann hét ættuðum af Austurlandi, en átti þá heima í Skuggahverfinu í Ákveðið er að hið þriðja út- varp hins Ev. Lút. kirkjufélags fari fram fimtudaginn 7. apríl kl. 8.30 til kl. 9 síðdegis frá CJRC stöðinni. Séra Haraldur Sigmar flytur ræðuna, en nokkrir úr söngflokk Fyrsta lút. safnaðar aðstoða með söng við það tækifæri. * * * 55. ársþing stórstúku Mani- toba af alþjóðareglu Goodtempl- ara verður haldið í G. t. húsinu í Winnipeg dagana 27. 28. apríl n. k. um hann í stað blóma og er ósk- andi að fleiri fari að slíku dæmi, við samskonar tilfelli.... Einar Johnson —Steep Rock, 29. marz Nöfn þeirra er gáfu í sjóðinn eru eins og hér segir: Steep Rock, Man.: Mr. og Mrs. O. f. Oleson Mr. og Mrs. Einar Johnson Mr. og Mrs. Guðm. Hjartarson Mr. og Mrs. Th. Gíslason Mr. og Mrs. P Robertson Mr. og Mrs. K. N. Snidal Mr. og Mrs. F. E. Snidal Mr. og Mrs. H. Finnson Mr. Sigurður Johnson Mr. Ágúst Eyjólfsson Lundar, Man.: Mr. og Mrs. Ágúst Eyjólfsson, Mrs. Nikulás Snidal Reykjavík, Man.: Mr. og Mrs. Árni Pálsson Mrs. V. J. Erlendson Mr. Árni Björnsson Mr. og Mrs. Ingvar Gíslason Mr. og Mrs. Guðm. ólafson Mr. Guðm. Eyjólfson Wapah, Man.: Mr. og Mrs. J. R. Johnson Mr. og Mrs. Sumarl. Rrandson Mr. M. Brandson ^Tr. og Mrs. A. M. Freeman, Oak Point, Man. Mr. J. Finnsop, Oak Point, Man. Mr. og Mrs. Fred Klein, Lonely Lake, Man. Sumarheimilsnefndin þakkar vinum og aðstandendum Ingi- mundar sál. Erlendssonar fyrir þeirra fögru hugsun með ráð- stöfun þessa sjóðs. Hún tekur á móti- peningunum með þakklæii, og leggur þá í minningarsjóðinn er þegar hefir verið myndaður, til minningar um hina fram- liðnu. * * * S. 1 föstudag kom Gestur M. Blöndal frá Burlington, Ia., til bæjarins. Hann kom til að vera við útför móður sinnar, Signýar sál. Blöndal í gær, sem dó s. 1. laugardagskvöld á General Hospital. * * * Þakkarávarp Við undirrituð þökkum af hjarta öllum sem sýndu móður Jón Bjarnason Academy Gjafir Vinur skólans í Winnipeg $25.00 Leiðrétting: Soffanías Thor- kelsson, Winnipeg, auglýsti í síð- asta blaði $100.00, en hann gaf skólanum $200.00. Hlutaðeigandi beðin velvirð- ingar. Með vinsemd og þakklæti, S. W. Melsted, gjaldkeri skólans * * * Tveggja mánaða gamalt stúlkubarn lézt á King Edward spítalanum í gær (6. þ. m.). For- eldrar þess eru Mr. og Mrs. Carl Brandson að 405 Marjorie St., St. James. * * * Miss ólöf Sigbjörnsson frá Leslie, Sask., andaðist á al- menna spítalanum 3. þ. m. eftir langa legu. Hún var um sex- tugsaldur. * * * Teppi það er “rafflað” var í Árborg til arðs fyrir sumarheim- ilið á Hnausum hlaut Grace An- derson, Winnipeg. * * * Mrs. S. E. Björnsson frá Ár- borg, Man., var stödd í bænum um miðja fyrri viku. Hún var forseti á samkomunni sem hald- in var í Sambandskirkjunni 29. marz til arðs fyrir sumarheim- ilið á Hnausum. Þér sem notið— TIMBUR KAUPIÐ AF THE Empire Sash & Door CO., LTD. Blrgðlr: Henry Ave. Baat Sími 95 551—95 552 Skrifstofa: Henry og Argyle VERÐ - GÆÐI - ÁNÆGJA Mrs. J. Mercer (áður Hornfjörð) frá Detroit, Mich., var á ferð hér nyrðra um fyrrr helgi. Fór hún vestur til Elfros, Sask., að heimsækja móður sína, Mrs. J. Hornfjörð er áður bjó í Framnesbygð í Nýja-íslandi. * * * Mrs. Sigríður Johnson frá Akra, N. Dak., var að heimsækja skyldfólk og kunningja í Winni- peg s. 1. viku. * * * Ákvaðið er að séra Rúnólíur Martinsson flytji guðsþjónustur á páskadaginn (17. apríl): kl. 11 f. h. í kirkju Lúters safnaöar í Grunnavatnsbygð; kl. 2.30 e.h. í lútersku kirkjunni í Lundar-oæ. * * * — Hátíðaguðsþjónustur við Churchbridge: á föstudaginn langa í prestshúsinu í Church- bridge, kl. 2 e. h. Á páskadaginn kl. 2 e. kirkju Konkordia safnaðar. S S. Séra G. P. Johnson er nýkom- inn heim úr ferð um Nýja ís- land; hefir hann verið þar í bindindiserindum fyrir hönd stórstúkunnar. Stofnaði hann stúku að Riverton og endurvakti stúkuna á Árborg. * * * Ungfrú Hildur Árnason, kenn- ari í Chtcago, var hér nyrðra s. 1. viku að heimsækja bróður sinn Eystein Árnason í Riverton. * * * H. F. Danielsson frá Árborg, Man., var staddur í bænum s. 1. fimtudag. Hann kvað leikflokk þar vera að undirbúa að sýna Æfintýri á gönguför. * * * Guðsþjónusta í Vancouver Á pálmasunnudag 10. apríl kl. 3 e. h. verður haldin íslenzk I guðsþjónústa í dönsku kirkjunni á 19th og Burns strætum í Van- jcouver, B. C. Eru það vinsam- leg tilmæli að Sella i1CK allir, sem þetta lesa, útbreiði messuboðin eftir h. í C. getu og styðji að því að aðsókn megi verða sem bezt. Aðsókn hefir verið góð, en fleiri mundu koma ef þeir vissu af tækifæri þessu til að sækja íslenzka messu. K. K. ólafsson * * * Bjarni Sveinsson frá Keewatin kom til bæjarins s. 1. fimtudags- morgun. Hann var á ferð til Selkirk til að sitja fagnaðar sam- sæti er hjónunum Mr. og Mrs. Jóns ólafsson, var haldið í minr- ingu um 56 ára hjónaband þfcirra. Verður í næsta blaði ger sagt frá samsætinu. * * * Síðast liðna viku var ungfrú Anna Stefánsson hjúkrunar- kona úr Framnesbygð í Nýja- íslandi stödd í bænum. Er hún fyrir skömmu komin sunnan frá Chicago, þar sem hún dvaldi nokkrar vikur við nám. Reykjavík. Hann sagði mér einu okkar, Ingibjörgu Goodmundsson sinni að hann hefði oft óskað j kærleika, samúð og vináttu í þess heitt og innilega að hann j veikindum hennar sem hún hefir fengi að deyja í sjónum. Eg nú verið leyst frji. Einnig þökk- spurði því hann vildi' eindilega j um við öllum sem sýndu hlut- drukna í sjó. Hann sagðist finna tekningu sína með nærveru sinni til svo mikillar vellíðunar altaf vig útför hennar s. 1. mánudag í þegar hann væri á sjó að hann , Sambandskirkjunni. Margir vin- gæti tæplega lýst því með orð- (jr hennar voru henni góðir og um, og sér liði aldrei eins vel a erum vig þeim sérstaklega þakk- landi'. Manni með þessu eðli Ját fyrir alt sem þeir gerðu, og hafði eg ekki kynst fyr né síðar. helzt vegna þess að þeir gerðu Þegar þetta gerðist sem hér get- þag sem vjg veg-na hinnar miklu ur var séra Brynjólfur Gunnars- fjarlægðar, sem við vorum í, son prestur á Stað í Grindavik g^tum ekki gert fyrir hana.— og þakkaði hann Guði í næstu stólræðu fyrir frelsun skips og skipshafnar. Það getur margt dulist í endurminningu gamals Vestur-fslendings. M. Ingimarsson Með innilegum þökkum. Guðmundur Freeman Good- mundson, San Francisco, Cal. (Mrs.) ólöf Sveinson, Adelia Goodmundson Guðrún Goodmundson PENNINGALÁN undir Lánskipulögum til heimilis-endurbóta 1. TIL AÐGERÐA HEIMILISINS. Lánið má nota til aðgerða utan- eða innanhúss. Til þakklæðningar, aðgerða á sólskýlum, veggjum, undir- stöðu o. s. frv., þetta fellur alt undir þenna lið. 2. TIL ÞESS AÐ STÆKKA HEIMILIÐ.________ Nú er gott tækifæri til að byggja bílskúr, blómastofu eða nýja álmu við húsið eða þessháttar. \ 3. TIL TJMBÓTA Á HEIMILINU Umbætur teljast: ný vatnsleiðsla; miðstöðvar hitun; lýsing; aðgerðir á eldhúsi; umbætur á kjallara; veggja tróð; málning; pappírslagning o. fl. LÁNIN greiðast með jöfnum mánaðarlegum afborgun- um yfir þriggja ára tímabil, og eru veitt þeim sem eiga heimili sín og hafa þær tekjur að þeir geta staðið við þessar afborganir. Önnur trygg- ing er ekki- heimtuð. ÓKEYPIS bæklingur sem skýrir þessa lánskilmála á öllum útbúum. Biðjið um eintak. THE ROYAL BANK • ’ O F CANADA

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.