Heimskringla - 27.04.1938, Page 3
WINNIPEG, 27. APRÍL 1938
HEIMSKRINGLA
3. SÍÐA
gætti hans frá vöggu til grafar.
Nú var eilíf velferð hans undir
því komin hvernig hann lifði hér
og þó djöfullinn freistaði hans
átti hann örugt vígi hjá hinum
mörgu dýrlingum kirkjunnar og
þá helst hinni heilögu Maríu. —
Dýrlingatrúin náði föstum tök-
um á íslandi eins og annarstað-
ar og mun öll alþýða hafa verið
mjög trúuð þó hún hlýðnaðist
ekki ætíð yfirboðurum sínum,
veraldlegum eða andlegum. —
Kirkjan eða konungsvaldið náði
aldrei algerum völdum yfir landi
°& þjóð á 14. og 15. öldinni eins
og konungsvaldið gerði eftir af-
töku Jóns Arasonar er síðastur
íslendinga hélt uppi baráttunni
gegn hinu erlenda konungsvaldi.
Eftir fráfall Jóns ríður vetur í
garð og vér þekkjum ekki til
annars en myrkurs og volæðis
fyr en fer að birta í lok átjándu
aldarinnar.
Það fer nú víst að koma tími
til að slá botn í þessar sundur-
lausu hugleiðingar mínar. Það
hefir orðið hlutskifti vort að
fæðast í þennan heim þegar lítið
sumar er að finna í hinum mis-
munandi þjóðfélögum. En mað-
ur ættr ekki þessvegna að ör-
vinglast. Það eru ýms merki er
benda til þess að þó vetur sé
kominn getum vér brotist áfram
til vorsins og ljóssins. Og hvað
sem oss íslendinga snertir þá
er eg ekki vonlaus um að sum-
arið sé nú aftur að heilsa íslandi.
Mér finst geta átt við ísland það
sem Þorsteinn Erlingsson sagði
við annað tækifæri:
“Þó hafið sé ennþá að hamast
við sand
og himinn í stormskýjum sínum
þá er nú þó vorið á leiðinni í land.
það er ljós yfir deginum þínum.”
Það er náttúrlega hætt við því
að við sjáum styrjaldir eins
hömuleg og sú tilhugsun er. Og
hörmungum stríðs hefir aldrei
verið betur lýst en hjá Homer
eins og t. d. þegar Achilles segir
við Lycaon þegar hann biður sér
lífs: “Nei vinur, dey þú líka; hve
skyldir þú vera með þessi harm-
kvæli. Patroclus dó, betri mað-
ur en þú.” Þetta er sorgarsaga
allra styrjalda, þær drepa það
bezta. En við getum unnið rétt-
lætum og barist hinni góðu bar-
áttu. Við ættum ætíð að heilsa
sumrinu með sínum nýja gróðri
og þrótti fullir af fjörr og þakk-
læti að vér höfum enn krafta
vora og getum barist fyrir því
sem vér álítum rétt og satt.
“Þeir kváðu við ósigra alla
þá aldregi vinnast seip falla.”
Vér getum reynt að gera vetr-
arkuldann í veröldinni og í hjört-
um mannanna minni, getum
reynt að flytja menningu vorri'
sumarið, reynt að beina gleðinni
aftur inn í lífið og að koma
heiminum til að þekkja aftur hin
sönnu dýrmæti lífsins. Vér ætt-
um að kynna oss alt það bezta
sem hefir verið hugsað og skráð
bæði hjá íslendingum og öðrum,
því á fortíðinni lifum vér í nú-
tíðinni. Bezt farnast oss ef vér
gagnkynnum oss þann andlega
forða sem þar er að finna, sér-
staklega nú þegar alt er á ringul-
reið og festa í engu. Og ætíð
getum vér fylgt samvizku vorri.
Vér getum heilsað sumrinu með
þakklæti í hjarta. fslendingar
getum vér verið og beitt öllum
kröftum vorum í það að verða
feðrum okkar, landi og þjóð, til
sóma.
“Sú móðir, sem frægst hefir feð-
urna geymt
mun framvegis nöfnin sín sk/rifa,
en komi sá dagur, sem geti þeim
gleymt
er gamanið tvísýnt að lifa.
Hjá úrkynjun barnanna og erf-
ingjans hefnd
er ættinni hamingja að verða
ekki nefnd.”
Kaupið Heimskringlu
Borgið Heimskringlu
SÖN GFLOKKUR
Ungra fslendinga í Winnipeg
syngur í útvarpið frá
Winnipeg
Það hefir áreiðanlega verið ný-
næmi íslendingum utan Winni-
peg-borgar, sem hafa “Radio”,
að hlusta á barnasöngflokkinn
hans Ragnar H. Ragnars á föstu-
dagskvöldið 22. apríl. Eg veit
að eg verð máske ekki alveg
hlutlaus í dómi, þegar eg ber
saman þennan söngflokk við
aðra hérlenda barnasöngflokka,
sem eg hefi hlustað á í gegnum
útvarpið. En það get eg staðið
við, að eg hefi aldrei heyrt 50
barna söngflokk, frá aldrinum
9—12 ára, syngja raddsett lög,
með slíkri festu og jafnvægi og
ágætum framburði. Það er vana-
legra að heyra sungið einraddað
af barnaflokk og oftast erfitt að
greina orðaskil. Það eru því
miður — of fáir söngstjórar sem
taka nokkurt tillit til orðanna
sem sungin eru. Þar er Ragnar
fremri öllum söngstjórum, sem
þú hlýtur að taka eftir í fram-
komu barnaflokksins. Sama list-
fengið kemur fram í Karlakór
fslendinga í Winnipeg, sem Mr.
Ragnar stjórnar.
Þú, sem ekki hafðir tækifæri
til að sjá barnaflokkinn syngja
í Lútersku kirkjunni í Winni-
peg, fyrir stuttu síðan — mistir
mikið af listfengri framkomu
þessara ungu fslendinga. Auk
framúrskarandi skilnings á efn-
inu sem þú gast heyrt í gegn um
útvarpið, gastu lesið svipbreyt-
ingar barnanna eftir efnmu. Það
hefir mörgum hepnast vest að
ala upp börn, en enginn hefir
betur alið upp börn á þessu sviði,
en Mr. Ragnar. Það sýnir hvað
þessir ungu fsl. geta, undir góðri
stjórn.
Eg get ekki stilt mig um að
þakka Mr. Ragnar fyrir með-
ferðina á þessum gömlu íslenzku
þjóðlögum. Hann hefir gefið
þeim nýjan og mjög smekklegan
búning. Raddsetningin er ágæt
og fellur vel við anda laganna
og kvæðanna. Maður á því að
venjast að heyra þessi gömlu lög
sungin í tilbreytingarlausri
bunu, hálfgerðu hallæris hung-
urvæli. En blessaðir litlu Win-
nipeg fslendingarnir handléku
þessi gömlu lög með dularfullri
lipurð og viðkvæmni. Stundum
verður maður var við tilhneig-
ingu pianóspilara við slík tæki-
færi, að láta taka eftir sér, ó-
þarflega mikið. En hér varð eg
hvergi var við þann galla. Miss
Bergson er ekki að spila fyrir
sig, hún er með líf og sál í rödd-
um barnanna, alstaðar nálæg en
hvergi of áberandi. Lipurð og
óeigingjörn smekkvísi gerir und-
irspil hennar hugljúft.
Síðan Brynjólfur Þorláksson
fór, hefir söngkensla barna fall-
ið niður að mestu leyti. Þó hefi
eg heyrt að Miss Salóme Hall-
dórsson, sem þó er vitanlega
mjög önnum kafinn í þingstörf-
um og öðrum pólitískum málum
— hafi fundið fáeinar frístundir
til að styrkja söngkenslu barna
hér í Winnipeg.
Nú hefir Ragnar H. Ragnars
hafist handa í því starfi, sem er
mjög áríðandi menningar og
þjóðræknismál. Eg efast ekki'
um að Þjóðr.fél. fsl. í Vestur-
heimi sjái sér fært á einhvern
hátt að styrkja þessa viðleitni
svo, að söngkensla unglinga hér í
Winnipeg — og víðar — haldi á-
fram í framtíðinni.
fslenzkt söngstarf og leikstarf
er með mestu þjóðræknismálum
Vestur-fslendinga.
Pétur Gautur
Dæmi um amerískabjartsýni:
Réttur er settur í amerískri
borg:
— Nafn?
— Kate Thornton.
— Aldur ?
— 76 ára.
— Gift?
— Nei, ekki ennþá.
SAMTÍNINGUR
“Ekki' verður feigum forðað
og ekki ófeigum í hel komið.”
“Ekki má sköpum renna.” Svona
hljóða nú gömul spakmæli. Það
má víða sjá að forfeður vorir
trúðu því, að svona væri, for-
lagatrúin og lífsreynslan kendu
þetta. Og fram hjá því verður
ekki gengið að alt þetta virðist
eiga sér stað en þann dag í dag í
ýmsum greinum og atvikum. Þó
allir 'verði að deyja þá sýnast
öflin, sem varna dauða, eða eins
og hrinda mönnunum út í dauð-
ann, vera svo flókin, að ekkert
annað en alvizkan brýtur þau til
mergjar; því þó mannleg þekk-
ing sé bæði háfleyg og marg-
þætt, verður hún samt nauðug
viljug að láta að hún er svo sem
ekki neitt, í samanburði við al-
vizkuna.
Um forlög og frjálsan vilja er
hægt að deila út í það endaláusa,
vegna þess að framtíðin er hulin
þoku og óvissu, svo ekki sér til
sólar nema stöku sinnum. Að
ekki verði ófeigum í hel komið,
vil eg nú tilfæra fáein dæmi bæði
úr gömlum sögnum og svo minni
eigin lífsreynslu.
Frá því er sagt að ólafur
Tryggvason var allra manna
hæfastur að sjóta til marks,
hvaða skotvopni sem þá voru
tii og notuð í orustum; vera kann
að fullmikið sé gert úr íþróttum
og vopnfimi ólafs, en það er þá
alveg sama sagan og um aðra
íþróttamenn, og það ekki sízt nú
á vorum dögum. f Svoldarorustu
segir: ólafur konungur skaut 3
kesjum í röð að Eiríki Hákonar-
syni; hann ætlaðist víst ekki til
þess að Eiríkur réði í Noregi; en
engin kesjan hitti mark það er
konungur hæfði til. Þá verður
honum að orði: “Fyrr eg aldrei
misti manns, mikil jarls er
gæfa.” (Sig. Breiðfjörð, “Svold-
arrímur).
Það er sögn að eitt sinn komu
margir menn að Gretti Ásmunds-
syni sofandi, tóku hann og bundu
ramlega og voru ákveðnir að
reisa gálga og hengja Gretti. —
Þá á síðustu stund kom þar að
Þorbjörg ólafsdóttir digra og
skipaði þeim að hætta þessu
verki; hún var kvenskörungur
mikill svo þeir þorðu ekki annað
en hlýða. Átti Grettir að missa
lífið í Drangey?
Steinar önundarson lét Svart
þræl sinn sitja að nautum á landi
Þorsteins Egilssonar á Borg; —
Þorst. gekk til þrælsins og bað
hann að reka nautin burt. Þú
ert furðu djarfur Þorsteinn, en
sér þó að; eg mun hafa tvö öflin
þín. Svo munu skifti okkar fara
sem málefni eru ójöfn, segir
Þorsteinn. Þá settist Svartur
niður alls óhræddur og festi skó
sinn. Á sama augnabliki hjó
Þorst. hann banahögg með lítilli
öxi.
Þessi fáu atvik serp nú eru
tilfærð orka nokkuð tvímælis,
hversvegna þau réðust ekki á
þann veg, sem til var ætlast af
þeim sem valdið og kraftana
þóttust hafa í sinni hendi. Mér
mun verða svarað, það var til-
viljun. En eg skil ekki vel þess-
ar tilviljanir og hendingar. Eg
á hægra með að skilja það að
orsakir og afleiðingar reka hvor
aðra hlífðarlaust, eins og
straumsveiflurnar í fossinum,
sem steypist fram af berginu og
renna út í hafið endalaust.
Eg vil segja hér frá tveimur
atvikum sem komu fyrir mig og
fleiri menn er eg var á 19. og 20.
ári. Þá var eg í Vestmannaeyj-
um óvanur að sækja sjó og þar
að auk sjóveikur, svo það var
lítill liðsauki að mér þegar á
öjóinn kom. Veturinn 1878 var
formaður í eyjunum Stefán; mig
minnir frá Miðskála undan Eyja-
fjöllum; hann hélt þar út sex-
æring er á voru 10 menn. Eg
fékk oft að róa með Stefáni,
stundum upp á hálfdrætti. Þenna
áminsta vetur, snemma í marz
kallaði Stefán til fiski róðurs en
leizt ekki vel á blikuna, því brim
var æði mikið; svo hann lét róa
yfir höfnina og setja (draga)
bátinn yfir eiðið og ætlaði þar
að leggja frá landi. En sýndist
ekki álitlegt því af og til risu og
féllu þar stór ólög en straumur-
inn dróg þar alt frá landi sem á
flot fór. Skipið var sett fram og
hverjum manni skipað á sinn
stað.
Eg var fremstur á kinnung
stjórnborðsmegin. Svona vax
beðið nokkra stund ef sjórinn
vildi kyrrast; formaðurinn á að
hafa svo aðgætið auga að ekki
fari alt um koll. Svo kallaði
Stefán lagið og allir sem einn
ýttu skipinu á flot; með sama
reis hár sjór sem féll yfir skipið
og hálf fylti það. Skipið hrökk
til baka, en útsogið fór með mig
í sjóinn; brimið henti mér til
og frá. Eg fann engan botn en
drakk sjóinn hlífðarlaust og taldi
þarna mína síðustu stund. Þá
flaug að mér ískaldur dauðans
hrollur. Á næsta augnabliki
hvarf frá mér allur ótti; þá var
sem sagt væri í eyra mitt, nú
sérðu hvað ráð þín duga, þú
lagðir mikið kapp á að komast
hingað; er nú alt búið eða hvað ?
í fjörunni voru margir stórir
steinar misháir. Sjórinn henti
mér til og frá en hvert vissi eg
ekki. Alt í einu ligg eg á gráfu
yfir einn steininn; hattur og
vetlingar farnir, skinnklæðin full
af sjó, höfuðið sneri til lands.
Þarna lá eg á steininum. Sjórinn
rann til baka. Eg áttaði mig
fljótt og skreið upp í f jöruna, svo
næsta álag næði mér ekki nema
til hálfs. Svo sinnulausir voru fé-
lagar mínir, að enginn rétti mér
hönd. Skipinu hafði slegið flötu
og brotnað gat á aðra síðuna
svo þeir höfðu fult í fangi að
bjarga því undan sjónum. Eg
komst á hættulausan stað, fór af
sjóklæðunum og hrestist fljótt.
Oft hefi eg hugsað um það
síðan hver lagði mig á steininn.
Áreiðanlega hafði eg þar ekkert
vald eða mátt til. Eg verð líka
að hugsa að sjórinn hafi verið
svo vitlaus, en eg trúi því að
röddin sem talaði' til mín í sjón-
um, hafr kamið frá sama guð-
dómlega máttarvaldinu og lagði
mig á steininn. Við komum skip-
inu upp á há-eiðið, skorðuðum
það og gengum svo heim. Svo
fór um sjóferð þá. Eftir fáa
daga rerum við enn í góðu veðri
austur að Bjarnarey og fiskuðum
svona um hálffermi. Þá dróg eg
svo stóran þorsk, að eg hefi ekki
séð annan stærri; hann vóg 24
pd. flattur; sama og 3 meðal
þorskar. Stefán kvað rétt mundi
vera að hann kæmi í hlut minn
en þegar til skiftanna kom tók
Stefán hann í sinn hlut. Þessu
reiddist eg og hætti að róa með
honum; eg gat það vel því eg var
ekki ráðinn háseti; en altaf sé eg
eftir stóra þorskinum. Þó hefi
eg dregið þá marga síðan en
engan hans jafningja.
Þá bjó í eyjunum ekkja sem
Una hét. Á sama tíma bjó í
Berjanesi undir Eyjafjöllum
Ólafur Magnússon ekkill. Hann
og Una lögðu saman fé sitt. —
Ólafur flutti til hennar og gift-
ist henni; hann átti 4 manna far,
sem hét Hæna, heppnis-bát, og
sex-æring að auk. ólafur var
smiður og fékk Sigurð Sigur-
finnsson (sem var bæði smiður og
skáld) til þess að gera úr sex-
æringnum fullkominn áttæring.
Því smíði var lokið við byrjun
vertíðar og Sigurður ráðinn þar
formaður (en ólafur sem sé
stýrimaður). Svo voru ráðnir til
hásetar, og var eg einn af þeim,
(16 alls).
Útdráttardaginn var róið út á
höfnina; þar skyldi að fornum
vana fara fram guðsþjónusta í
byrjun vertíðar. Þá dróg Sig-
urður skrifað skjal fram úr
barmi sínum (samið af honum
sjálfum) og flutti þar ræðu. Mér
er enn í minni eftir nærri 60 ár,
hvað heitt og innilega hann bað
himnaföðurinn að blessa þetta
fyrirhugaða og nýbyrjaða starf
og varna slysum og dauða o. s.
frv. Þá talaði hann en vel og
sköruglega á marga vegu langt
mál og kjarnyrt. Svo var róið
hvern dag í færu veðri, en afli
fremur tregur. Einn dag hlóð-
um við utan við Bjarnarey. —
Ekki leið langur tími þar til að
skilja mátti, að Sjigurður bg
ólafur áttu ekki sem bezta
starfsheill saman. Svo kom það
fyrir, mig minnir eftir 12—14
daga, að öll skip reru, fiskur svo
sem enginn; uppgangs veður
datt á norðaustan svo allir sigldu
heim nema við sátum í flóanum,
að keipa þar meðan sætt var; þá
var skipað að hafa upp færin og
draga upp framsegl. Sjórinn var
úfinn og komin há fjara. Þegar
kom að Lúðinni, segir ólafur við
formanninn: Þú stefnir of nærri
hring skerinu. Eg stóð framar-
lega á skipinu, það rann með
fleygiferð. Stór alda lyfti undir
skutinn og þá sá eg þurt skerið
svo sem 2 fet fyrir framan
stefnið. Á sama augnabliki má
segja skall baðborðssíðan á
skerið og rifnaði nærri að endi-
löngu. Stýrið varð fast, én
hrökk um leið af hjörunum og
kiptist úr höndum Sigurðar svo
hann og Ólafur sátu alveg ráða-
lausir, sem von var, því þarna
gapti við opinn dauðinn. Skip
voru sett fram í landi til að
reyna að bjarga, sem að engu
haldi hefði komið. Við höfum
líklega ekki mátt deyja þarna.
Einn hásetinn hét Sverrir og tal-
inn fremur lítilmenni að vits-
munum; þegar hann og allir sáu
að stýrið hrökk úr höndum for-
mannsins, þá skipaði Sverrir fyr-
ir með svo miklum myndugleika,
sem æfður hershöfðingi væri. —
Hann skipaði, fellið niður seglið,
takið árar, róið aftur á bak á
stjórnborða, en fram á bakborða.
Þessu var hlýtt umsvifalaust og
það bjargaði lífi okkar allra. En
Sigurður og Ólafur sátu rauðir
og niðurlútir, steinþegjandi með-
an þessu fór fram. Þetta slys og
bjargráð gerðist á miklu skemri
tíma en þarf til að lesa línur
þessar. Skipið var sett í höfn
og ekki fært í sjó framar þennan
vetur. Skipshöfninni sundrað,
ólafur tók bát sinn Hænu og hélt
út lengi síðan. Sigurður tók ann-
an bát þeir skiftu hásetunum
milli sín eins og skiprúm leyfði.
Eg var með Sigurði, báðum
gekk vel það sem eftir var ver-
tíðar.
Þessi samtíningur sýnir ekk-
ert annað en svipaða viðburði og
atvik sem hafa gerst upp og
upp aftur, og munu halda áfram
að gerast, enginn veit hvað lengi,
því þó nú séu efst á baugi á-
gizkanir en engin vissa um
heims-hrun, þá á eg hægra með
að skilja það, að vitsmuna öflin
og réttlætið taki í taumana fyr
en alt hrynur. Það er ömurleg
og lítilsigld hugsun að ætla að
bölið fari sí-vaxandi, það er
sama og horfa út í myrkrið, sem
engu getur bjargað. Vesalings
yfirvöldin hér (og máske víðar)
og peningavaldið í þeim lýð er
nú afskapleg óáran, en drotning-
in Ágirnd situr á hástóli í tignar
skrúða með voldugan svip, en
ilt augnaráð, þar til einn góðan
veðurdag, að reittar verða af
henni mestu viðhafnar flíkurnar.
,Dg það gera þeir, menn og konur,
sem þegar eru komin og munu
halda áfram að koma fram á
sjónarsviðið.
Ritað í apríi, 1938.
Sveinn A. Skaftfell
HITT OG ÞETTA
Gamall maður á Austurlandi
hafði mist sjón á öðru auganu og
fór til augnlæknis til þess að
vita, hvort hann gæti' nokkuð
bætt sér sjóndepruna.
Læknirinn skoðaði gamla
manninn með vísindalegri ná-
kvæmni og kvað upp þann úr-
skurð, að við þessu væri ekkert
að gera; þetta væri ellikrankleiki
og ólæknandi.
Þegar gamli' maðurinn skýrði
frá þessu seinna sagði hann:
— Já, eg sagði nú að vísu ekk-
ert við doxa, en mér datt svona
í hug að láta hann vita það, að
blinda augað væri ekkert eldra
en hitt.—Alþbl.
* * *
Skáldin Gottfried Keller og
Konrad Ferdinand Meyer hitt-
ust í fleiri ár á hverju kvöldi í
knæpu einni. Þeir sátu þarna
saman kvöld eftir kvöld án þess
að mæla orð frá vörum.
Kvöld nokkurt kom Meyer með
frænku sína, unga stúlku, sem
var mjög hreykin yfir því, að
sitjá hjá þessum frægu mönnum
Hún sat grafkyr og mælti ekki
orð frá vörum. En þegar löng
stund var liðin leit hún upp á
vegg og sagði:
— En hvað þetta er fallegt
málverk þarna.
Hvorugur svaraði.
Svo leið enn tími í þögn, og
loks stóðu þau á fætur og fóru.
Skömmu seinna sagði Keller
við vin sinn: y
— Það er snotur stúlka hún
frænka þín, en hún talar of mik-
ið,—Alþbl.
All-Canadian victory for pupils of
DOMINION BUSINESS
COLLEGE at Toronto Exhibition
Pupils of the DOMINION BUSINESS COLLEGE,
Winnipeg, were awarded FIRST PLACE in both
Novice and Open School Championship Divisions of
' the Annual Typing Competition.
Miss GWYNETH BELYEA won first place
and silver cup for highest speed in open
school championship with net speed of 92
words a minute..
Mr. GUSTAVE STOVE won first place and
silver cup for highest speed in Novice Sec-
tion of typing contest. His net speed was
76 words a minute.
Miss HELEN BRIX, another D. B. C. pupil,
won second place for accuracy in the novice
division!
Miss DOROTHY MAXWELL, a D. B. C.
student, came fourth in the open school
championship section!
The Dominion sent four pupils to Toronto
and they won two firsts, a second and a
fourth place!
The contest officials announced at the Coliseum before an
audience of 9,000 people that the Dominion Business
College, Winnipeg, had the best showing of any com-
mercial school in the competition!
There were 107 contestants!
ENROL NOW
DOMINION
BUSINESSCOLLEGE
WINNIPEG
FOUR SCHOOLS: THE MALL—
ST. JAMES — ST. JOHN’S — ELMWOOD