Heimskringla - 27.04.1938, Síða 4
4. SÍÐA
HEIMSKRINCLA
WINNIPEG, 27. APRÍL 1938
niHiiniiiiitmiitiHiiiHiinuHiifliiiiiinmmiiiimnmnninrannmmniiininifflmmminimaimfflminimmmtimmnuiBHig
Iticimskcíniila |
(Sto1v.ua 18S6)
Kemur út á hverjum miSvikudegi.
Eigendur:
THE VIKXNG PRESS LTD.
SS3 og S5S Sargent Avenue, Winnipeg
Talsimis 86 537
Verð blaðsins er $3.00 árgangurinn borglst g
tyriríram. Allar borganir sendist:
TIíE VIKING PRESS LTD.
tJU viðskiíta bréí blaðinu aðlútandi sendist: g
ííznager THE VIKING PRESS LTD.
S53 Sargent Ave., Winnipeg
Ritstjóri STEPAN EINARSSON
Utanáskrift til ritstjórans:
EDITOR HEIMSKRINGLA
853 Sargent Ave., Winnipeg
I“Heimskringla" is publlshed
and printed by
m THE VIKING PRESS LTD.
853-855 Sargent Avenue, Winnipeg Man.
H Telephone: 86 537
plllllllllllHllllllllllllllllllllllll lUUlUUIllliiUillliliilllilllUUUUUlUIUlUtlllUillUpilillllUlUUItUUJIlUlUUUUlUIUliUliUUillUliic
WINNIPEG, 27. APRfL 1938
ALYARLEGASTA MÁLIÐ
fhaldsmenn í Canada hafa ráðgert að
halda fund í júlímánuði til þess að velja
sér flokksforingja og semja nýja stefnu-
skrá. Hafa þeir haldið nokkra undirbún-
ingsfundi og landsmálin verið gaumgæfi-
lega athuguð. Af umræðunum á þeim
fundum er það ljóst, að þeir skipa atvinnu-
leysismálinu ofarlega á stefnuskrá sina.
Þetta er eins heilbrigt og það getur verið.
Af öllum þeim vandamálum, sem þjóðin
horfist í augu við, er atvinnuleysið alvar-
legast. Að vita nærri helming uppvaxandi
kynslóðar á 16 til 24 ára aldri í stórborg-
um landsins ráfa ákvörðunarlaust og eins
og menn í svefni um göturnar iðjulausa
árið um kringí hrópar í himininn um
skeytingarleysi þeirra, er með stjórn og
athafnamál þjóðarinnar fara.
Atvinnuleysi var fyrst sérstakur gaum-
ur gefinn hér árið 1930. Var þó langt frá
að það væri byrjun þess. Það hafði legið
hér í landi síðan 1920 eða skömmu eftir
stríð, sem ekki var óeðlilegt, þar sem allur
annar iðnaður en vopnaframleiðsla hafði
lagst í dá á stríðsárunum, og þúsundir
heimkominna hermanna höfðu bæzt við á
vinnumarkaðinn. En Mr. King, forsæt-
isráðherra Canada, neitaði eigi að síður
fyrir átta árum, að um nokkurt atvinnu-
leysi væri að ræða. Mr. Bennett kvað í
kosningabardaganum 1930, atvinnuleysið
alvarlegt, og hét að gefa því óskiftan
gaum. H&nn vann storkostl6g3.n sigur í
kosningunum og tók til óspiltra mála með
að efla atvinnu, lagði fram fé til atvinnu-
bóta í svo rífum mæli, að þeim sem landið
höfðu erft og alt höfðu í sinni hendi, nema
atkvæði almennings þá stundina, stóð ógn
af því. Styrk veitti hann einnig þeim er
atvinnu nutu ekki. Hann hækkaði og
verndartolla með það sama fyrir augum,
að efla atvinnu í iðnaði landsins. Þó alt
þetta bætti í sjálfu sér mikið úr skák og
eins og á stóð, bjargaði Canada annars
vegar frá fjárhagshruni, áttu verstu af-
leiðingar undarfarandi ára eftir að koma
betur í ljós. Þó kreppan sé að jafnaði ekki
neinni sérstakri stjórn kend, þar sem hún
átti sér stað um allan heim, er hitt sann-
leikur, að Kingstjómin hafði með ráðslagi
sínu og eins langt og áhrif hennar náðu,
búið vel í pottinn fyrir hana í Canada og
var hún að ómældu leyti að kenna. Þegar
ráð Bennetts dugðu ekki til hlítar að bæta
úr 10 ára óstjórn liberala, var sagan um
kosninga-loforðasvik spunnin upp og á
Bennett borið að hann ætti eftir að upp-
fylla loforðið um að uppræta atvinnuleysið.
Að vísu var þetta ekki annað en kosninga-
beita, enda hafði það við ekkert að styðj-
ast. Kosningaloforð Bennetts lutu að því
einu, að viðurkenna þörfina á að gefa at-
vinnuleysismálinu fylsta gaum, en sem
Kingstjórnin gerði ekki og virðist ekki
gera ennþá.
Síðustu tvö árin sem Bennett fór með
völd, rénaði kreppan að nokkru og atvinna
í iðnaði landsins jókst. Á þremur árunum
sem liðin eru síðan King kom til valda,
hefir og hin utanaðkomandi og óviðráðan-
lega kreppa einnig haldið áfram að réna,
en atvinnumöguleikar virðast hvað sem
til kemur ekki hafa aukist að sama skapi
í Canada. Svo mikið er víst. Og það er
vegna þess, sem margir spyrja nú, hvort
að viðreisnin hefði ekki verið hér greiðari,
með stefnu Bennetts, en með stefnu Kings.
Tala skráðra styrkþega lækkar ekkert að
ráði. Má auk þess gera ráð fyrir að eins
margir óskráðir séu atvinnulausir og
styrkþegamir; fréttimar úr stórbæjunum
bera sorglegan vott um þetta.
Hvað á að gera til að lækna þetta þjóðar-
mein, atvinnuleysið ? Þó svarið liggi fá-
um í augum uppi, er það eitt víst, að þjóð-
in er alls ekki ánægð með aðgerðir King-
stjórnarinnar í þessu máli. Stjórnin hefir
að vísu skipað kostnaðarsama nefnd, undir
stjórn Mr. A. B. Purvis, til að rannsaka
málið ítarlega; hefir sú nefnd og gert
ýmsar tillögur, en sem í framkvæmdum
stjórnarinnar hafa að sára litlu gagni
komið. Mr. Rogers, verkamálaráðherra,
hefir og klukkustundum saman talað um at
hafnir Kingstjórnarmnar á þinginu í þessu
máli, en þrátt fyrir alt það skrum hafa
verkin ekki borið neinu af því vitni. —
Stjómin hefir ekki ennþá svo mikið sem
snert við rótum meinsins.
Ef íhaldsmenn geta upphugsað eitthvert
ráð, til þess að létta atvinnuleysisbölinu af
þjóðinni, ráð sem ekki bregst er til fram-
kvæmda kemur, geta þeir reitt sig á, að
athygli þjóðarinnar brestur ekki. Ástand-
ið í atvinnumálum er óþolandi eins og það
nú er og að láta sig það litlu skifta eins og
Kingstjórnin gerir, að öðru leyti en því, að
lána atvinnuleysingjana járnbrautarfélög-
um eða búskítum, sem fastir mundu vilja
lána hesta sína, er blátt áfram ófyrirgef-
anlegt og getur, þó allar mannréttinda-
rellur séu lagðar á hilluna, til meiri þjóð-
arvandræða leitt en orðið er, þó ekki sé á
það bætandi.
Efnafræðingurinn og konan hans höfðu
verið að rífast og hinn lærði maður fékk
sér sæti við skrifborðið.
— Þú veizt ekki hvað tár eru, kjökraði
konan hans.
— ó, jú. Veit eg víst, sagði efnafræð-
ingurinn. Tár eru ekki annað en aqua
chlorata með dálitlu af fosfórslati í.
ER HOLLAND NÆSTA BRAÐIN?
Menn hafa á hverri stundu vænst frétta
um það að Hitler væri að taka Czecho-Sló-
vakíu. Það er landið sem búist var við að
yrði næsta bráð þessa gráðuga ránfugls.
Hvað sem til kemur, hefir enn ekki orðið
af því. Og nú er því jafnvel haldið fram,
að það sé ekki Czecho-Slóvakía, sem Hitler
líti fyrst til í veiðihug, heldur Holland og
hin auðuga nýlenda þess, Austur-Indland.
Bernhard (“Benno”) Hollands-prins brá
sér fyrir skömmu í skyndi til Englands.
Furðaði marga þá á hvað mundi undir búa.
Nú er ferð sú engum ráðgáta. Hollend-
ingar vissu hvað Hitler ætlaði sér og lá
alvarlega hugur á að fá England til að
taka sem bráðast í strenginn. Ferð Bennos
nýlega til ítalíu var og í dauðans ofboði
farin til að fá Mussolini að skerast í
leikin með því að tala við Hitler, áður en
um seinan yrði.
Stjórn Bretlands er sagt að hafi lítið
gert, úr þessari frétt. En Strabolgi lá-
varður (áður Kenworthy sjóliðsforingi)
kvað ótta Hollendinga ekki ástæðulausan.
Heldur hann fram að Hitler skoði sér alla
vegi færa síðan Þjóðabandalagið fór í mola.
Um samtök smáþjóða sér til verndar sé
ekki lengur að ræða. Afleiðing af því sé
sú, að öll nágranna lönd Þýzkalands séu í
hættú stödd; Danmörk, Noregur, Svíþjóð,
Lithuania, Eistland og Latvia séu það
alveg eins og Holland, þegar Hitler fái
lystina.
En Holland freistar hans þó mest. Hitler
er sólgimi í nýlendúr. Og nýlendur Hol-
lands eru auðugar af olíu, togleðri,. tini og
öðrum hráefnum, sem Þýzkaland skortir
tilfinnanlega. Austur Indland er og mikils-
vert frá hemaðarlegu sjónarmiði. Her-
stöðvar þar koma sér vel í stríðum fyrir
Þjóðverja í framtíðinni, ekki sízt ef sam-
bandsþjóð þess, 'Japanir, skyldu etja við
Bandaríkin á Kyrrahafinu eða meðfram
því einhverstaðar. Strabolgi lávarður
heldur meira að segja fram, að samningar
séu til milli Japana og Þjóðverja, er taki
fram hvernig hlutnum skuli skift að leiks-
lokum. Þétta er einnig sögð ein af á-
stæðum Rreta fyrir að vinna eins og þeir
gera að því að fullkomna herstöðvar sínar
í Singapore.
Hvað geta Hollendingar gert, ef Þjóð-
verjar ráðast á þá? Sem næst ekkert. —
Her þeirra er lítill og Holland hefir ekki
hernaðarsamband við eina einustu þjóð.
Sjóflotann er ekki að nefna. Milli Bret-
lands og Hollands eru engir samningar og
Nazistar eru sannfærðir um það, af fram-
komu Chamberlain-stjórnarinnar, að Bret-
land bindur sig engum samningum um að
vernda Holland í stríði. Utanríkis-ritari
lét Benno prins skilja það fyllilega, er
hann var í London.
Þó Hollendingar ættu nú kost á að gera
samning við Breta^eða Frakka um vernd,
ef nógu mikið væri í boði, þá hika þeir nú
við það af ótta við að það flýti fyrir árás
Hitlers. Þeir hafa því kosið þá leið eina,
enn sem komið er, að knýja á dyr Musso-
lini og fá hann til að friðmælast við Hitler
samherja sinn, fyrir hönd Hollands. Hefir
Holland með þetta fyrir augum brugðist
við að viðurkenna yfirráð ítala í Blá-
landi sem það hefir til þessa þrjóskast við.
Hvernig Mussolini snýst við þessu, er nú
eftir að vita.
HAFA DÝRIN SÁL?
Eftir Steingrím Matthíasson
i ------
Ef eg er spurður: “Hafa dýrin sál?” þá
svara eg líkt og Skúli heitinn á Sigríðar-
stöðum, þegar trúboðinn spurði hann:
“Trúir þú á Jesús?’’ og Skúli svaraði hvell-
um rómi: “Já, það held eg og það held eg
og rúmlega það!” En enginn hefir á
spurninni, því til skamms tíma var því bar-
ið inn í alla krakka, (að forlagi klerkanna),
að einungis mönnunum væri af guði gefin
ódauðleg sál, en að dýrin væru bara blátt
áfram skynlausar skepnur, og kæmi' því
ekki til mála, að þau gætu upprisið á efsta
degi. Ef til vill hefir hér nokkru ráðið
óttinn fyrir því, að ekki væri pláss í himna-
ríki fyrir allan þann grúa, þó hinsvegar
sagan af örkinni hans Nóa benti til þess,
að guði þyrfti ekki að verða nein skota-
skuld úr því að leysa úr hibýla-spursmáí-
unum.
Með sigri framþróunar kenningarinnar,
á sviði núttáruvísindanna, er enginn nátt-
úru fróður maður lengur bundinn við
gömlu klerkakredduna, heldur skoðar það
sem auðvitað mál, að dýrin hafi sál, engu
síður en mennirnir; aðeins sé stigmunur á,
hve sálin sé þroskuð og fullkomin.
Sumir vilja þó halda því fram, að mjög
gagngerður munur sé á mannvitinu og
skynsemi þeirra dýra, sem standa fremst í
röð að gáfnafari, eins og t .d. hundurinn,
aparnir og fíllinn. Þeir segja: “Munurinn
mikli er sá, að engin dýr geta, eins og
maðurinn, dregið eina ályktun af annari.”
Aðrir vísindamenn viðurkenna ekki þenn-
an mun og tilfæra ýms dæmi til að hnekkja
þeim rökum. Einn meðal þeirra er hinn
stórmerki skáldspekingur Maeterlinck, sem
manna mest hefir reynt að kanna sálarlíf
æðri og lægri dýra. Vandinn er mikill, því
enn kann enginn það mál, sem dýrin skilja,
né skilur það mál og þau merki, sem þau
kunna að nota, nema að mjög litlu leyti.
Fyrrum voru barnafræðararnir svo vel
að sér um alla hluti. Þá kendu þeir t. d.
það, að maðurinn væri gæddur frjálsum
vilja og það væri hans aðalsmerki er hann
hefði framar dýrunum. Þessu var okkur
kent að trúa, og við krakkar þóttumst
trúa þessu. En heimurinn breytist og
mennirnir með. Hve margir vitringar
munu nú skrifa undir kenni»guna þá?
Spursmálið um sálina er farið að vefjast
í villu og reyk, fyrir prestum og barna-
fræðurum, því það er langtum flóknara en
flestir hugðu. Ef við spyrjum líffræðinga
þá, sem mest hafa athugað plöntur og dýr
og menn, þá segja þeir: Líf og sál eru ó-
aðskiljanleg hugtök, en afar margbreytt
og misjöfn að þroska og lægstu stig lífsins
eru enn ófundin. Sennilegast er, að allur
heimur, eins í lágu og háu sé gæddur lífi
eða sál, eins og ymprað er á í formálanum
að Snorra-Eddu og því slegið föstu þar,
hvað jörðina snertir, að hún sé ein heljar-
stór lifandi skepna.
Við skulum nú halda okkur við jörðina
og athuga með nokkrum dæmum, sem allir
kannast við, hvernig blessaðar skepnumar
virðast skynja, hugsa og skilja og, draga
ályktanir og sjá sér farborða í lífsbarátt-
unni öldungis eiAs og við mannskepnumar.
í þessu spjalli, sem haldið var á skemti-
kveldi Iðnaðárskólans á Akureyri í fyrra,
bíð eg ykkur forláta þó eg komi nokkuð
óreglulega við, í stökkum, eins og fló á
skinni, en ekki í neinni vísindalegri röð né
reglu. Við höfum öll frá unga aldri lagt
eyrun við öllum sögum, bæði sönnum og
lognum af vitsmunum dýranna. Það gleð-
ur okkur ætíð að heyra um kýr og hesta,
hunda og ketti sem sýna af sér einhver
sérleg greindarmerkr og klókinda, eða t. d.
merki næmra tilfinninga og sorgar.
Það var nú t. d. kýrin hans Þorgils
gjallanda, sem tárfeldi út af kálfinum,
sem skorinn var. Eg verð þó að segja, að
af því eg er læknir, varð mér nærri að
halda að táraflóðið kynni að hafa orsakast
af þrota í táragöngunum, sem kussa kunni
að hafa gengið með lengi án þess læknis
væri vitjað. En hvað um það, hitt kann
líka að vera satt að harmur hafi valdið, því
enginn efast um að ýms dýr sýni greinileg
hrygðarmerki, og kannast allir við sögur
af hundum, sem syrgja húsbændur sína
eins og Grímur Thomsen hefir
svo ágætlega lýst í kvæðinu
Rakki og þar tekur hann það ein-
mitt fram, að seppi hafi tárast:
Hvorki vott né þurt hann þiggur,
?ungt er í skapi, vot er brá,
en fram á sínar lappir liggur
íki bóndans hjá.
Og hér fer eins og um hund
ólafs konungs Tryggvasonar,
Vígja, að hann sveltir sig í hel:
“og hungurmorða loks hann
liggur
líki bóndans hjá.”
Það eru margar sögur um
hesta, svipaðar þessu, sem segja
frá því, hvernig þeir standr dög-
um saman hreyfingarlausir yfir
líki fallins og dáins húsbónda
síns, (sbr. erfiljóð föður míns um
séra St. Jónsson):
“. . . svalt dör drösull
drottinlaus á heiði.”
Hér get eg ekki varist þeirri at-
hugasemd, að með allri virðingu
fyrir ýmsum ágætum gáfum
hestsins, þá er hann oft einkenni
lega misvitur; þess eru mörg
dæmi', að hestar lenda úti á
hjarnbletti, uppi á f jalli og verða
þar til og svelta í hel. Það er
eins og þeir verði snögglega úr
ræðalausir og tapi algerlega
kjarkinum til að bjarga sér á
eigin spýtur. Eins gæti eg hugs-
að mér að færi fyrir hesti þegar
húsbóndi hans dettur af baki og
svo að segja dettur úr sögunni,
limlestur eða hann verður úti,
þá falli hestinum stjórnlausum,
allur ketill í eld og hann eins og
gleymir allri sjálfsbjargar við-
leitni. — En að hestar muni
árum saman, það, sem fyrir hefir
borið, um það eru óþrjótandi
sagnir. Eg man altaf eftir hon-
um Fjallarauð, þegar eg var
drengur. Það var meinleysis á-
burðarklár, sem aldrei hafði sýnt
neinn annálsverðan skörungskap.
Hann hafði verið í mörg ár hjá
okkur og virtist una vel hag sín-
um. En alt í einu var hann þot-
inn og horfinn á braut. Og
hvert? Það fréttist loksins af
honum austur undir Eyjafjöll-
um. Þangað hafði hann strokið
því þaðan var hann kominn sem
ungur foli- til okkar. Þetta þótti
mér skrítið. Þarna var Rauður
með merunum á góðu grasi áður
en hann strauk. Alt í einu verð-
ur honum starsýnt austur eftir,
þar sem sá til Eyjafjalla; þar
var Seljalandsfoss og þar var
Skógafoss—sem báðir sáust svo
greinilega frá Odda, þó langt
væri á milli. Hans innri augu
opnast og endurminningarnar
koma í ljós —- “blessuð sértu
sveitin mín” — og þó gott sé
grasið hér, betra var það eystra
og svo mun vera enn! Og svo af
stað, og á bullandi sund yfir
| Rangá, því mikið lá á. Eitthvað
' á þessa leið hugsaðist mér hátta-
i lag Rauðs. — Hann var svo sótt-
ur og strauk aldrei úr því.
Margir kunna slíkar sögur af
strokuhestum og enn aðrar sem
sýni minni og eftirtekt og rat-
vísi o. fl. Og öll könnuinst við
tvið hve góðir reiðhestar kunna
vel að þóknast húsbónda sínum
í ýmsH, en sýna það ekki öðrum
eða hvernig þeir t. d. eru f jörug-
1 ir þegar þeim svo sýnist, en
húðlatir ef t. d. óvön kerling
sezt þeim á bak. Það miðlar
hvor öðrum af f jöri sínu, hestur
og maður. Marga hestamenn
hefi eg heyrt fullyrða, að hest-
urinn finni það fljótt ef hús-
bóndinn er ör af víni. Það er eins
og hesturinn verði líka kendur.
Séra Einar Jónsson prófastur í
Hofi sagði mér sanna sögu af
því, um karl, sei* hann þekti og
var góður tamningamaður. “Það
fer aldrei svo,” sagði karl, “að
blessuð skepnan finni það ekki”,
og fékk hann sér því oft neðan í
því þegar hann var að temja
hesta, til þess að betur tækist
tamningin og f jörið vaknaði bet-
ur í klárnum. Flestir þekkja
sögur af því hvemig góðir reið-
hestar kunna lagið á því, að
varna því, að ölvaður húsbónd-
inn detti af baki þó hann slingri
út á hliðarnar. Þeir hreyfa sig
þá frá einni hlið til annarar eftir
því og dinta sér til, svo að jafn-
vægið haldist og karlgreyið
dinglar en dettur ekki.
Um hundana mætti svo margt
segja að ein kveldvaka entist
ekki til. Það ber víst flestum
saman um, að telja hundana með
allra vitrustu dýrum. Sumir
halda þó að vissar apategundir
séu þeim fremri. Að vissu leyti
má segja að hundurinn taki
manninum fram, þar sem þef-
vísi er svo aðdáanlega næm, að
það yfirgengur vorn skilning.
Um minni hundanna eru deildar
meiningar. Það er t. d. ótrúleg
sagan af hundi Odysseifs, sem á
að hafa þekt hann eftir 11 ára
brottveru, en þó er ekki fyrir
það að synja.
Synir mínir áttu hund vitran
og tryggan, sem var þeim og
okkur öllum á heimilinu, mjög
fylgispakur. Nú fór yngri son-
urinn Þorvaldur, til Reykjavík-
ur og var þar í nálægt ár. Þegar
hann kom aftur, kom okkur sam-
an um að láta lítið á bera og vita
til hvort Bob þekti vin sinn. Það
var engum blöðum um það að
fletta, hann snuðraði að honum
snöggvast og stökk síðan upp um
hann með endalausum fleðu og
gleðilátum. Eldri sonur minn,
Jón fór líka burtu og var í sigl-
ingum rúm þrjú ár og kom svo
heim. Nú var gaman að vita
hvernig Bob tæki honum; því
milli þeirra tveggja hafði vin-
skapurinn verið allra mestur. —
Bob snuðraði að honum, en svo
ekki meira. Hann gaf honum
engan gaum framar og hafði
auðsjáanlega alveg gleymt hon-
um. Við gátum þess til, að þar
sem Jón hafði siglt svo lengi um
saltan sjó ogfarið til heitralanda
þá hefði hann viðrast svo ræki-
lega að af honum var ekkert
hniss framar, sem Bob gat kann-
ast við. En hvað um það, þef-
vísi hundanna er dásamleg og
við skulum ekkert fortaka nema
að Garmur, seppi Oddysseifs,
hafi verið eins þefvís og minn-
ugur og Hómer segir. Fyrir þef-
vísinnar tilstilli getur hundur
rakið spor húsbónda síns og ann-
ara, að eg ekki tali um spor ann-
ara hunda langar leiðir. Það má
setja hund á sporið, sem kallað
er og láta hann síðan rekja. —
Þeirra er nú notað mjög af lög-
reglumönnum til að hafa uppi á
þjófum og öðrum afbrotamönn-
um. Alkunnugt er hve sumir
hundar taka öðrum hundum
langt fram í þessu. T. d. þekkja
bændur það um hunda, sem eru
afbragðs duglegir að snuðra uppi
hvar fé liggi undir fönn, þó fönn-
in sé afar djúp. En það sagði
mér fjármaður, sem fylgdi slík-
um hundi eftir, að þegar hann
kom á staðinn þar sem hundur-
inn gaf með snuðri og krafsi og
ýlfri til kynna, að hér væru allar
ærnar grafnar, þá hefði hann
líka sjálfur greinilega fundið
þefinn af fénu er hann lagðist
niður og þefaði eim þann er lagði
upp úr snjónum.
Margar sögur eru af því sagð-
ar að hundar skilji mannamál, en
það mun vera mjög takmarkað
og ef til vill álíka ábyggilegt
eins og þjóðsagan um kýrnar
sem áttu að geta skilið og talað
mannamál á Nýársnótt: “Mál er
að mæla, maður inni’ í fjósi o. s.
frv.” En svo mikið er víst, að
hundar þekkja nafnið sitt og
skal enginn fullyrða nema að
greindur hundur gæti lært jafn-
vel hebreksu ef einhver góður
kennari legði sig allan fram.
Enn skal nefna eitt um hund-
ana og þefvísi, þeirra. Okkur
þykir máske ekki fínt að tala
mikið um hundaþúfurnar, þar
sem hundarnir ganga erinda
sinna (en hundaþúfur þekkjast
víst hvergi nema á íslandi, frem-
ur en þúfur yfirleitt, og það er