Heimskringla - 11.05.1938, Page 5

Heimskringla - 11.05.1938, Page 5
WINNIPEG, 11. MAÍ 1938 HEIMSKRINGLA 5. SÍÐA BRÉF TIL HKR. Heimskringla mín! Kæra þökk fyrir heimsóknina 4. þ. m. Oft hefir mér þótt vænt um þig, síðan þú varst hús- kona hjá mér, umhent yrði mér nú orðið, að seilast um hurð efir lokunni, að fróðleiks forða- búri þínu, ef mig kynni að fýsa þess að skoða alt það sem þú hefir staflað þar og geymt, síðan þú komst fyrst í mín húsakynni. Þá dul ætla eg mér nú ekki', læt því kylfu ráða kasti og tek það sem fyrst verður fyrir höndum og efst liggur á búlka, það ert þú sjálf Kringla mín með tvær prýðilegar ritsmíðar frá áður nefndum degi. Það eru þá þessar tvær rit- smíðar sem eg ætla að minnast á með fáum orðum. Ritstjórinn hefir valið þeim beztu sætin, hlið við hlið á annari og þriðju síðu blaðsins og fer vel á þeirri sætaskipun hjá honum. Þó þess- ar greinar séu ekki ortar út af sama efni þá eru, þær þó svo nástæðar að fegurð í frásögn og rithætti að þær hljóta að verða öllum lesendum blaðsins til inni- legrar skemtunar og fróðleiks. Fyrri ritgerðin er eftir Hjálmar Gíslason, ritsnillinginn okkar al- kunna hér í Winnipeg. í grein- argerð Hjálmars er andmælt öllum þeim lúalega óhróðri sem einhver S. Guðmundsson í Ed- monton hefir helt yfir höfuð Aberhart-stjórnarinnar í Al- berta-fylki, síðan sú stjórn komst þar til valda. Hjálmari, eins og mörgum kaupendum Lög- bergs er farið að leiðast þetta þarflausa kvarnar-urg þar að vestan, og vill með rökfærslum sínum og ritsnild, reyna að láta þessa hjáróma Gróttu þagna, áður en malarinn sprengir sjálf- an sig. Þessi grein Hjálmars eins og alt annað sem hann ritar er snildarverk. Hin greinin er rituð af Mrs. Guðrúnu Fredrickson í Winni- pegosis. Það er fréttagrein þar úr bænum og grendinni. Það var sagt um srliið heima á ís- landi að hann geirnegldi svo vel að það sæust ekki samskeytin. Það er sjálfsagt mikill vandi að gera það verk svo vel. Það er líka meiri vandi en margur hyggur að skrifa vel fréttir. Við hrósum að verðleikum frétta- greinum þeirra Kristleifs Þor- steinssonar Borgfirðings og Stefáns Vagnssonar Skagfirð- ings, þeir skrifa um flesta við- burði’ og atvik úr heilum sýslum okkar forna föðurlands, þar sem endurminningar vorar frá ung- dómsárunum námu sinn fyrsta óðalsrétt. Fréttagreinar þess- ara merku manna vekja huga okkar upp í sólina og daginn heima á íslandi. Upp í útsýnið til kjörvina okkar, fjallanna, háls- anna, hlíðanna, fossanna, lækj- anna og lindanna. Þessar taug- ar ættjarðar vorrar eru það sem halda hugsun okkar fastri við sig. Minsta kosti meðan við hlustum á þá Kristleif og Stefán. Hitt er að sínu leyti engu minna vert að kona aðeins geng- ur út á þröskuldinn við húsið sitt og teiknar út í huga sínum jafn fagurlega stíl^ða frétta- grein um viðburðina og daglætin í litla íslenzka bygðarlaginu Winnipegosis eins og Mrs. Guð- rún H. Frederickson gerði. F. Hjálmarsson K V Ö L D Mánans skin um völl og voga ivefur geislamyndir kærar, skugga-djúpar demant-skærar, dregur liti á blað og rós Stjörnur breiða úr hreinu heiði himinbjarta töfraloga yfir lönd og lagar-ós Uppi í loftsins breiðum boga blika norðurljós. Kyrðarinnar huldu hljómar hægir berast mér að eyra unz mér finst eg óglögt heyra unaðsþrungið strengjaspil. Söngvafjöldi á sumarkvöldi sælt úr huldugeimnum ómar, unaðsrödd, sem ei eg skil; líkt og fagrir fugla-rómar fylli loftins hyl. Engla raddir til mín tala, tónar mér að hjarta færast, svo eg finn í huga hrærast hugsun sem í dái lá. Geta hljómað himinómar hingað gegnum næturdvala? eða rumskar þögnuð þrá, von, sem æskan vildi ala en varð að setja hjá? Norðurljós, í leiftra iði lífsins strauma glöggt þú sýnir, bærast geislaboðar þínir blæþíðum í austanvind. Þannig reikar lífsins leikur, lífsverurnar sviftar friði elta fýsnir sorg og synd. Leikin er á loftsins sviði lífsins hreyfimynd. E. J. Ámason PENINGALÁN til heimilis umbóta Á þessu ári verða hundruðir heimilisfeðra yfir alt Canada, sem munu hagnýta sér peningalán stjórnarinnar til heimilisaðgerða eða til endur- bóta á húseignum sínum. Lán til þeirra nota eru nú fáanleg á öllum útbúum Royal Bankans með hinum þægilegustu skilmálum. Lántakendur verða að eiga heimili sín og hafa gott lánstraust, og vera færir um að borga þetta af tekjum sín- um. Taka má lán alt að $2,000, til umbóta á hús- eigninni er endurgreiðist mánaðarlega á einu til fimm árum. Yður er boðið vinsamlegast að eiga tal við ráðsmann Royal Bankans sem næstur yður er, um þetta peningalán til heimilis umbóta. Biðjið um bæklinginn “Loans for Home Improvements”. — Hann útskýrir alt út í æsar þessari lánveitingu til Heimil- _______ isaðgerða viðkomandi. THE ROYAL B A N K O F CANADA Evening Hymn Now we leave„our cares behind, When fade the sun’s last rays, And thank Thee, God, who gives us mind, To work Thy will in humble ways. We thank Thee for the quiet joy, Of honest toil in love perform’d, Our humblest tasks in Thy employ, Our longings sate for hearts reform’d. This night brings rest to one and all, Through loving trust in Thee, To all who hear and heed Thy call, To service, truth and charity. In peace and rest our toil repaid, Free from evil and alarm, We seek our rest and unafraid, Shielded by Thy love from harm. Gildran i Frúin (stórráð kona) : Eg sé að þú hefir keypt rottugildru og látið hana í kjallarann. Ekkert skil eg í þér, maður, að þú skulir ; T. P. ISL AN DS-FRÉTTIR EINAR KRISTJÁNSSON RÁÐINN TIL DUISBURG Einar Kristjánsson söngvari er nú á förum frá óperunni í Stuttgart, en þar hefir hann sungið um tveggja ára skeið. Er hann nú ráðinn við óperuna í Duisburg í Rínhéraði og fær þar betri kjör, en hann hefir haft áður. Hefir hann gert tveggja ára samning við þessa óperu. Nýlega söng Einar í ríkis- operunni í Berlín, í óperu La Traviata, ásamt heimsfrægum söngvurum, svo sem Maria Ce- botari, sem var meðleikari Gig- lis í seinustu kvikmynd hans. Nokkru seinna söng hann og í ríkisóperunni í Munchen. Á þessu missiri hefir hann sungið 80 sinnum í óperunni í Stuttgart. Seinustu hlutverk hans þar hafa verið í “Monika” eftir N. Dostal, “Wiener Blut” eftir Joh. Strauss og “Mignon” iftir Thomas.—Mbl. getá lagt það á sanjvizku þína að vera að egna fyrir þessi gi-ey og fleka þau og ginna. Hvernig heldurðu að þeim líði í gildr- unni? Maður frúarinnar: Vafalaust j illa. En eg sé ekki, að þeim sé vandara um en mér og mínum líkum! * * * Hermaður (er að segja stríði): — f sama bili dundi af skaplegt kúlnaregn á okkur. Fanney litla: — Hafðirðu ekki- regnhlífina þína, pabbi? Þér Mm notI8— TIMBUR KAUPIÐ AF THE Empire Sash & Door CO., LTD. BlrgðLr: Henry Ave. Eaat Slmi 95 551—95 552 SkrUstota: Henry og Argyle VERÐ - GÆÐI - ANÆGJA Kona nokkur kom inn í vínkrá í East-End og bað um tvö glös af frá gin. Hversvegna tvö? spurði þjónninn — þar sem þér eruð einsömul. — Hin konan, svaraði frúin drembilega — liggur hérna úti á tröppunum. FJÆR OG NÆR HLJÓMBOÐAR sönglög eftir Þórarinn Jónsson Þessi nýútkomna sönglagabók inniheldur 40 sönglög við ágætis- kvæði merkra skálda, austan hafs og vestan. Þau eru öll þýð og sönghæf, á mátulegu radd- sviði fyrir alþýðusöng, og undir- raddirnar svo auðveldar, að hver sá, sem eitthvað leikur á stofu- orgel eða piano, getur haft þeirra full not. Prentun er skýr og góð aflestrar, og svipar mjög að frágangi til Alþýðusöngvanna íslenzku, sem sumir nefna “Kindabækur’ eða “fjárlögin”, þó stærra í brotinu. Þessi bók er góð viðbót við íslenzka al- þýðusöngva, og ætti að vera kærkominn gestur allra þeirra, sem hljóðfæri hafa og heimilis- söng iðka. Örfá eintök hafa borist hing- að vestur og verða send eftir pöntunum aðeins. Pantanir af- greiða Gísli Jónsson, 906 Ban- ning St.; E. P. Jónsson, ritstjóri Lögbergs og Magnús Peterson, 313 Horace St., Norwood. * * * Munið eftir að hin nýútkomna bók, Myndir II. af listaverkum ' QÆNSKT BLAÐ, sem gefið er Einar Jónssonar frá Galtafelli O út í Stokkhólmi, hefir þar í fæst nú meðan upplagið hrekk- horg fundið fjóra menn, sem eru ur á skrifstofu Hkr. fyrir nafnar fjögra heimsfrægra $2.65; burðargjald, ef um póst- manna. Þeir heita staIin> Gör. sendingu er að ræða, lOc. Þeir in^ ifitjer og Blum. — Stalin er sem eiga eldri bókina er kom út bílsíjóri, Hitler er veggfóðrari, fyrir 12 árum munu vilja eign- Gbring kaupmaður og Blum ast þessa. Eiga þeir þa mynda- verzlunarmaður> safn af öllum verkum hans. Kúreki vestan hafs hafði ver- ið sendur á járnbrautarstöð til þess að sækja stúlku, sem átti að dvelja á búgarðinum um tíma. Eftir nokkurn tíma kom hann aftur og var einsamall. — Hvar er stúlkan? spurði húsbóndinn. — Það fór nú svona, sagði kú- rekinn, — að við höfðum ekki engi farið þegar húp datt og oraut á sér fótinn. — Nú, og hvað gerðirðu við nana? — Hvað eg gerði við hana? át kúrekinn eftir, sem aldrei hafði umgengist annað en hesta. — Auðvitað skaut eg hapa. HITT OG ÞETTA Stjómamefnd Þjóðræknisfélagsins SAMBANDIÐ VIÐ VESTUR-íSLENDINGA Frh. frá 1. bls. kynnisför nú í sumar. Það þarf ekki að kosta verulegt fé, en eg hygg að slík heimsókn gæti bor- ið mjög giftudrjúgan árangur, og ætti aðeins að vera byrjun að stöðugum kynningarheim- sóknum á milli. Eg hygg, áð það Blaðamaður frá blaðinu átti- tal við þá alla og höfðu þeir sömu söguna að segja, að mikil óþægindi fylgdu nöfnunum. — Það er hræðilegt að heita Hitler, sagði veggfóðrarinn. — Þegar hringt er í símann og eg svara: Hitler talar, verða við- skiftamennirnir reiðir. Þegar maður kynnir sig og segir: Sæl- ir, Htiler, kemur það oft fyrir, að maðurinn, sem maður er að kynna sig fyrir, svarar: Gleður mig að kynnast yður, eg heiti Mussolini — já, og þegar maður er á ferðalagi, segir Hitler, og á gistihús, heldur hótel- sé einnig mjög hyggilegt, að ís- ^ lendingar héðan að heiman fari ^ vestur í slíkar heimsóknir til . , , , „ . iþjonmnn að maður se að ljuga landa vorra þar. P?n.^ vestan komlð hefir 5 mynd. Þjo6rækn.Sfe]ag.ð are.ð-, að ,an hefjr verIð anlega greiða fyrir þeim monn-1 ^ um, sem héðan að heiman kæmu, ,sot • , ,. hér ætti ríkisstjórnin að gera' Nylega ferðaðist Hitler hinn það. Það ætti að vera stérstök sænski til Þyzkaalnds og neydd- fjárveiting á hverjum fjárlög-1 »t þá til að kalla sig Anderson, um, til þess að standast kostnað af móttöku vestur-íslenzkra gesta og auk þess ætti ennfrem- ur að veita fé til þess að hjálpa þeim íslendingum sem vilja flytja heim, til að komast hing- að og með löggjöf að greiða fyr- ir því, að þeir verði ekki skoðað- ir sem útlendingar þegar þeir koma hingað heim aftur, og að þeim verði gefið tækifæri til þess að koma sér að atvinnu, svo þeir þurfi ekki að hröklast burt úr landinu aftur. Sigurður Jónasson —N. Dbl. Lesið Heimskrlnglu Kaupið Heimskringlu Borgið Heimskringlu til að fá að vera í friði. * * * FJÖLNISMENN gerðu allmik- ið að því, eins og alþekt er, að þýða verk erlendra skálda og rithöfunda á íslenzka tungu. Einkum þýddu þeir Heine, Tieck og Lamennais. Eftir Tieck þýddu þeir “Der blonde Eck- arth”, og kölluðu Æfintýrið af Eggerti Glóa. Þýðingum þeirra var illa tek ið, og orti Sigurður Breiðfjörð um Æfintýrið af Eggert Glóa eftirfarandi vísu: Ekki bætir hann Eggert Glói; á honum lítið verður feitt, þó að hann kveði í kyrrum skógi kjaftæði sitt um ekki neitt. — Hvað er þetta? spurði gestur í matsöluhúsi, er það buff eða steik? — Getið þér ekkr fundið það á bragðinu? spurði þernan. — Nei! — Jæja, hverju skiftir það þá, hvort það er heldur? * * * Nýir stafir höfðu verið mál- aðir yfir kirkjuna: Þar stóð: “Þetta er hlið himnanna.” — En meðan stafirnir voru blautir, var hengdur upp bréfmiði með þessum orðum: “Gerið svo vel að fara hina leiðina.” Hemjið hitann í sumar Eaton’s hafa réttu teg- undina af gluggaskygn- um sem tryggir þér svala og þægindi. Veljið nú þegar úr hinum fögru efnum í glugga-skýli og þegar hitamælirinn stíg- ur, mun herbergi yðar verða svalt og þægilegt í sumar- hitanum. Símið án tafar og látið oss segja yður hve mikils þér þurf- ið. Mikið úrval af röndóttu efni, yarðið á, 45c and 69c Drapery Section, Sixth Floor, Centre *T. EATON C<2 MfTED Drekkið GERILSNEYDDA MJÓLK Hún er ábyrgst að gæðum Drekkið að minsta kosti- mörk af hreinni og hollri mjólk á dag. Hún er ódýr... en alveg ómetandi heilsugjafi, því að af allri fæðu er mjólkin mest nærandi. Hafið mjólk að drekka með matnum. Dre! hana stöðugt og athugið mis- muninn hvað yður líður betur. Byrjið strax! Um heimflutning til yðar er þér megið treysta á ábyrgstri mjólk, hafið tal af ökumanni félagsins á götunni, eða SÍMIÐ 37 101 CRESCENT CREAMERY COMPANY LIMITED ^SQœflCCQOCOCCOOOOCOCCQQCOCQCCOCCCCCCCQCCCCœCCCCOCC

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.