Heimskringla - 11.05.1938, Blaðsíða 6

Heimskringla - 11.05.1938, Blaðsíða 6
6. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 11. MAÍ 1938 Harin fékk mér miðann og las eg þessi orð, sem á honum stóðu: “Sá hlær bezt, sem síðast hlær.” “Og hvað finst þér nú svo fyndið við þetta?” spurði eg. “Hver heldur þú að hafi skrifað þetta?” spurði Stoddard. “Hver skrifaði það? Auðvitað hann afi þinn. Hinn skýrasti og gáfaðasti öldungur, sem til var,” hrópaði Larry svo að bergmálaði undir í göngunum. “Þetta er alt saman með ráði- gert til þess að reyna þig og Pickering — en einkum þig, sauðurinn þinn. Þetta er gam- an, afskaplega spaugilegt og skrítið, og það skemtilegasta er, að eg skyldi verða til að finna það.” “Hm! Mér þykir vænt um að þetta skemt- ir þér, en mér finst þetta nú ekki svo afskaplega fyndið. Setjum svo að skjölin hefðu lent í höndunum á Pickering, hver hefði þá hlegið. Það þætti mér gaman að vita?” “Pickering á þinn kostnað, svo sem auð- vitað. Gamli maðurinn vildi að þú lærðir byggingarlist, og vildi að þú kyntir þér þetta hús. Hann skildi eftir handa þér miða til að benda þér á staðinn.” En því heldur þú að hann hafi haft þetta upp á þakinu?” spurði Stoddard. “Ó, bara að gamni sínu. Honum þótti gaman að byggja svona skúmaskot. Þetta er ágtur felustaður fydr mann eða fjársjóð, og opið út að gjánni gerir manni það auðið að komast út héðan án þess að aðra gruni. Það vakti sennilega fyrir honum. Látum oss gleðj- ast í dag félagar. Á morgun eru alvarleg störf fyrir höndum. f dag er vígið í vorum höndum og við skulum vera varkárir að missa það ekki.” Við lokuðum hlemmnum, röðuðum upp múrgrjótinu eins vel og við gátum og fórum svo upp í bókaherbergið. Við gerðum skrá yfir víxla Pickerings og ræddum um hið nýja horf, sem málið var nú komið í. “Þetta er mikið 'fé lánað einum manni,” sagði Stoddard. “Satt er það, en það sýnir okkur það, að Mr. Glenarm átti meira fé, því að tæplega hefði hann lánað Pickering aleigu sína. — Það er meira einhverstaðar annarstaðar. Ef eg þyrfti ekki að fara” — og raunasvipur kom á Larry er hann mintist á sín eigin vandræði. Eg er sjálfselskufult svín, félagi. Eg hefi ekki hugsað um neitt nema mín málefni. En aldrei hefi eg þarfnast meir hjálpar þinnar en nú!” “Þessir náungar munu snúast gegn Dono- van til þess að hefna sín- á þér,” sagði Stoddard áhyggjufullur. “En þú getur sloppið burtu Larry. Við skulum hjálpa þér að komast í burtu í kvöld. Þessi ákæra gegn þér er ekkert spaug, og ef þeir ná þér til írlands þá verður engin hægðar- leikur að frelsa þig. Það er því betra fyrir þig að forða þér áður en. Pickering og yfirvaldið loka þig hér inni.” “Já, það væri auðvitað rétta leiðin. Glen- arm og eg getum varið vígið hérna. Hann hefir réttinn sín megin, og við getum staðist umsátur í þúsund ár,” sagði presturinn alvarlega. “Það getur líka verið að eg lendi inn fyrir þetta.” “Eg vil að þið farið báðir. Það er rang- látt að flækja ykkur inn í þetta mál. Þú átt meira í hættunni en eg, Larry, og þú líka Stodd- ard. Öll framtíð þín er í hættu. Staða þín, framtíðarhorfur færu út um þúfur ef þú risir öndverður gegn lögreglunni.’’ “Eg þakka þór fyrir að minna mig á fram- tíðarhorfurnar! Eg hefi aldrei heyrt minst á þær fyrri,” sagði Stoddard hlægjandi. “Nei, afi þinn var vinur kirkjunnar og vil eg því eigi bregðast minningu hans. Eg lít svo á að kirkj- an eigi að vera stríðskirkja og því mun eg heyja þessa baráttu til enda. En Donovan ætti að forða sér héðan, vilji hann fylgja mínum ráð- tf um. Larry fylti pípuna sína við arininn. “Drengir,” sagði hann með hendurnar fyrir aftan bakið og vaggaði sér svolítið til eins og vandi hans var. “Sjaldan hefir það vilja til á minni æfi, að mér hafi fallið leikritið og útbún- aðurinn eins vel og nú. Fólgnir fjársjóðir, leynigöng. Prúðbúin skálkur sækir á vígið, heimilisprestur við hendina, ungi aðalseigandinn ofsóttur, sýslumaður, skólastúlkur, nunnur yfir alt, og eg með enskan lögregluspæjara á hæl- unum. Glenarm, eg fer hvergi!” Honum varð ekki frá þessu vikið og það glaðnaði yfir okkur öllum er við höfðum endur- nýjað þessi trygðabönd. Stoddard beið eftir miðdegisverði, og að honum loknum byrjuðum við þessa eilífu leit okkar eftir fólgnum fjár- sjóðum, en nú með endurnýjaðri von vegna heppnis Larry þennan dag, og hvattir áfram af fullvissunni um það, sem ske mundi á morg- un. Við leituðum um alt húsið og í öllum göng- unum að því er mér fanst í hundraðasta sinnið. Eg átti að halda vörð. Um miðnætti er Larry og Stoddard höfðu rannsakað umhverfið og við Bates höfðum gengið frá hurðum og gluggum, þá lét eg þá fara í rúmið, en hag- ræddi mér með pípu mína í lestrarstofunni. Mér þótti gott að hvílast og vera einn og geta íhugað samræður mínar hinar síðustu við Marian Devereux, og heimkomu hennar í félagi við Pickering. Hversvegna gat hún ekki alt af verið Olivía, sem hljóp í gegn um skóginn, eða gráklædda stúlkan, eða konan sem var svo tignarblíð í samsætinu hjá Armstrong lækni? Öll framkoma hennar gagnvart mér var svo full af mótsögnum. Hún hafði birst mér í mörgum myndum, bæði í sjón og reynd, og því fóru tilfinningar mínar hamförum milli fjarlæg- ustu takmarka sinna er eg hugsaði um hana. Pickering hafði ætíð flækst fyrir mér og svo mundi nú hafa farið, hefði það eigi verið Larry að þakka, að eg hafði verið varnarlaus gegn honum ftú. Vindurinn vaknaði og nauðaði ámátlega í kring um húsið. Pallar sem verkamennirnir höfðu unnið á skrötlu einhverstaðar við vegg- ina. Eg gerðist eirðarlaus og hugsaði nú um hvernig fara mundi næsta dag, og um framtíð- ina. Þótt eg sigraðist á Pickering í þessari glímu, þá varð eg samt að finna mér atvinnu og ryðja mér braut í heiminum. Víxlarnir hans voru sjálfsagt ónýtir. — Eg efaðist ekki um það, en þeir gátu dugað til að losna við hann, sem skiftaráðanda, en eg hlakkaði ekkert til að lenda í málaferlum út af eignum, sem höfðu ekki fært mér neitt nema leiðindi. Eitthvað kom mér til að fara ofan. Tók eg því ljósker, gekk í gegn um kjallarann, horfði á hitavélarnar og mundi eftir að uppgangan frá göngunum var ólæst. Gekk eg því að hlemmn- um og opnaði- hann. Kalt loft blés á andlit mér er eg horfði niður í göngin og hlustaði. Eg heyrði strax fótatak. Stundum hélt eg að það væri lofstraumur, en nú var best að vera viss í sinni sök, eg setti ljóskerið niður og þaut ofan í göngin. Eg sá ljósgeisla sem snöggvasti en hann hvarf og svo varð alger þögn. Eg hljóp hratt eftir sléttu gólfinu. Hafði eg farið svo oft eftir því, að hver þumlungur þess var mér kunnur. Ekki hafði eg vopna nema eina kylfuna hans séra Stoddards. Nálægt villudyrunum stansaði eg til að hlusta. Alt var hljótt. Eg gekk eitt skref áfram og hrasaði um múrstein. Eg þreifaði eftir opinu mn í herberg- ið, við höfðum fylt það um daginn og á þeirri svipstundu leiftraði ljós í augu mér, svo að eg gat ekkert séð. Eg hrökk til baka og kipti' hendinni um kylfuna albúinn að slá frá mér með henni. “Gott kvöld, Mr. Glenarm!’ Það var Marian Devereux sem talaði og hennar andlit, sem eg sá er ljósið skein á það. Á því var enginn vafi, og man eg eftir þessari stund til hins síðasta. Eg starði á granna hönd hennar er hélt um vírnetið á ljóskerinu. Hún var í peysunni góðu með rauðu húfuna í öðrum vanganum eins og fyrst þegar eg sá hana við vatnið. Að finna hana þannig búna um hánótt vera að reyna að hjálpa Arthur Pickering var hið sárasta sem eg hafði ennþá reynt. Mér fanst eins og eg hefði fengið rothögg. “Eg bið fyrirgefningar,” sagði hún og hló. “Það virðist sem ekkert sé til að segja, eða er það? En við hittumst jafnan við mjög einkenni- leg tækifæri, að maður ekki segi óheppileg, Glenarm óðalseigandi. Viijið þér ekki gera svo vel og fara eða snúa yður undan. Eg ætla að komast út héðan.” Hún tók mjög rólega í hendi mína og steig niður í göngin og þá byrjaði eg nú að lesa yfir henni. “Yður vir?(ist 'óljóst hversu jalvarleglar afleiðingar athafnir yðar geta haft í för með sér. Vitið þér ekki, að þér eruð að hætta lífi yðar er þér læðist gegn um þetta hús um mið- nætti? Og það er of dýrmætt til að varpa á glæ, jafnvel til þess að bjarga Arthur Pickering úr klípunni. Ástríða yðar fyrir þeim þorpara virðist leiða yður nokkuð langt, Miss Devereux.” Hún hélt Ijóskerinu eins langt frá sér og hún gat óg veifaði því fram og aftur, svo að geislarnir skinu á andlit mér í hvert sinn og það sveiflaðist áfram. “Það er ekkert skemtilegt í þessum helli. Og nema þér ætlið að afhenda mig lögreglunni, mun eg bjóða þér góða nótt.” “En þessi svívirðing að koma hér um há nótt til að spæja um mig fyrir óvini mína. Fyrir mann sem er að reyna að stela. Og yður virðist ekkert finnast til um þetta.” “Nei, hreint ekkert,” svaraði hún hæglát- lega. “Ó, nei,” hijn leit á kveikinn í ljóskerinu. “Það sem mér þykir verst er að eg varð of sein, þér voruð dálítið á undan mér Glenarm óðalseigandi. Eg hefði aldrei haldið að þér væruð svona röskur. En ef þér hafið víxlana.” “Víxlana! Hann sagði yður þá að hér væru víxlar? Og heigullinn sendir yður til að ná þeim fyrij sig þegar hin leigutólin hans hafa brugðist honum?” Hún hló lágum hljómförgum hlátri, sem var eins og lækjarniður á vordegi. “Auðvitað mundi enginn voga sér að mót- mæla því, sem hinn mikli Glenarm óðalseigandi staðhæfir,” sagði hún háðslega. “Þér vitið eigi hvað þessi sviksemi yðar gerir mér mikið ilt. Eg var hrifinn af yður um kvöldið heima hjá Armstrong. Er þér komuð niður stigann hélt eg að þér væruð engill, og eg heyrði yður til alla æfi — æfi sem yrði betri yðar vegna.” “Hættið fyrir alla muni!” Eg fann að orð mín höfðu snert hana, að það var eftirsjá og iðrun í rómnum og í hreyfingunum þegar hún sneri sér frá mér. Hún flýtti sér eftir göngunum og eg fór á eftir henni, svo reiður og undrandi yfir þessari ró hennar, að eg vissi varla hvað eg gerði. Hún sneri sér jafnvel við með mjög mikilli kurteisi til að lýsa mér upp tröppurnar og þáði eg þá hugulsemi hennar með engri gleði. Eg vissi að eg treysti henni ekki, og breytni hennar hvað Pickering snerti var alveg óverjandi og því gat eg ekki gleymt. En ljósið sem skein í augum hennar, sjálfstjóm hennar, hinar fríðu varir, sem gátu verið svo háðslegar og aðlaðandi í senn töfruðu mig til að treysta og tortryggja hana í senn. Með þessum tilfinningum fylgdi eg henni inn í kirkjukjallarann. “Þér virðist þekkja þennan stað allvel og eg býst ekki við að það væri rétt af mér að banna yður að kynnast yðar eigin eign, og þess- ir víxlar, eg mun veita þér þá ánægju að fá yður þá á morgun. Þér getið eyðilagt þá, eða fengið Pickering þá eftir því sem yður þóknast, það er góður trygðapantur!” Eg stakk höndunum í vasana til að sýna hvað sama mér var, þótt svo væri ekki. “Já,” svaraði hún alvarlega, “þrjú hundruð og tuttugu þúsund dalir eru engin smáræðis upphæð. Mr. Pickering verður sjálfsagt himin lifandi glaður að fá slíka skuld gefna upp---” “f skiftum fyrir æfilanga trygð,” hreytti eg út úr mér. Svo þér vissuð hvað upphæðin var stór, nákvæmlega upp á eyri. Hann var samt ekki hreinskilinn við yður; hann hefði átt að segja yður að við fundum þá í dag.” “Þér eruð býsna ófrýnilegur, G(enarm óðalseigandi, þegar þér eruð reiður?” Hún er eins og Olivía nú. Eg sá að það var alveg þýðingarlaust að rökræða við mann- eskju, sem gat gert sig að barni þégar henni- sýndist. Hún gekk upp stigann og út í and- dyrið. “Ef þér hafið ekkert á móti því, þá skiljum við hér,” sagði hún ákveðin. “Eg hefi ekki minstu löngun til að skýra komu mína í göngin. Þér hafið gert yðar eigin ályktanir því viðvíkj- andi, og það dugar. Eg ráðlegg yður að hugsa ekki mikið um þetta, svo að önnur mál sitji ekki á hakanum Glenarm gósseigandi!” “Fyrirgefið, en þér þurfið þetta ljós heim.” “En þér getið eigi farið ein gegn um trjá- garðinn-----” “Góða nótt. Verið viss um að loka hlemmn- um að göngunum, þegar þér farið niður. Þér eruð fjarskalega hirðulaus, Glenarm gósseig- andi.” Hún reif upp kirkjuhurðina og hljóp í áttina til skólans. Eg horfði á eftir henni þang- að til bugða á veginum huldi hana sjónum mín- um. Eg flýtti mér heim eftir göngunum og lýsti mér með ljóskerinu hennar. Eg lokaði opinu í veggnum og gekk eins frá veggnum og við höfðum gert áður, síðan fór eg upp í bókaher- bergið, hresti við eldinn og hugsaði uns Bates leysti mig af verðinum í dagrenning. " XXV. Kapítuli. Umsátrið. Klukkan var orðin níu. Úti var dálítið frost, og var loftið kalt og hressandi og leit út fyrir að þetta yrði góður og fagur dagur, heiðríkur og sólríkur. Við átum morgunverð- inn, en enginn okkar virtist mér hafa mikla matarlyst og ekkert töluðum við annað, en markleysu. Stoddard, sem hafði farið til þess að halda morgun guðsþjónustuna kl. sjö eins og venjulega, var nú niðursokkinn í að lesa gríska nýjatestamentið, sem hann bar í vasanum að jafnaði. Bates flutti þær fréttir að menn biðu úti við garðiun. Við Larry fórum að finna þá, en settum Bates til að gæta vatnsins. Vinur okkar sýslumaðurinn ásamt fulltrúa sínum var þar kominn í vagni. Hann stóð fyrir utan garðinn og talaði við okkur yfir hann. “Eins og þið getið séð, þá er eg aðeins að gera skyldu mína. Það er leiðinleg skylda, en dómstólinn býður mér að reka alla óviðkomandi héðan af þessari eign og eg verð að gera það.” “Lögunum er misbeitt til að hjálpa hinu svívirðilegasta þrælmenni til að vernda sjálfan sig frá hegningu. Eg ætla mér ekki að láta undan. Við getum staðist þriggja mánaða um- sátur, ef þörf gerist og eg ráðlegg ykkur, að hverfa frá og gerast eigi leigutól til slíks manns sem Pickering er.” Sýslumaðurinn hlustaði mjög kurteislega á mig og studdi handleggnum á garðveginn á meðan. “Þér ættuð að skilja það, Mr. Glenarm, að eg er ekki rétturinn. Eg er aðeins starfsmaður hans. Eg hefi fengið mínar skipanir og þær verð eg að framkvæma, vona eg að þér neyðið mig eigi til að viðhafa vald eða ofbeldi. Dóm- arinn sagði við mig: “Vér viljum forðast of- beldi í svona kringumstæðum.” Þannig mælti hans hágöfgi.” “Þér getið skilað til hans hágöfgi, kveðju minni og því, að oss þykir það leiðinlegt að geta ekki séð þetta á sama hátt og hann lítur á það. En það eru atriði í þessu máli, sem hon- um eru ókunnug og sem við því miður höfum engan tíma til að leggja fyrir hann.” Rósemi sýslupiannsins þarna á garðinum og hve viljugur hann var til að skeggræða um þetta, tók að vekja grunsemi mína og Larry lét óþolinmæði sína í ljósi með því, að minna mig á hversu þýðingarlaust það væri að eyða tíma í að þrátta við mann, sem væri ekkert annað en réttur og sléttur lögregluþjónn, og virtist yfirvaldinu falla það miður. Nú sneri hann sér að Larry. “Við erum að líta eftir yður líka, herra minn, og það væri betra fyrir yður að koma með friðsamlegu móti. Laurance Donovan — lýsingin kemur alveg heim.” Þú gætir keypt þér laglegt land fyrir féð, sem lagt er til höfuðs mér”, sagði Larry, en í þeim svifum kom Bates hlaupandi og kallaði: “Þeir eru að koma yfir vatnið, herra minn,” Höfuðið á yfirvaldinu hvarf á svipstundu á bak við garðinn, og þegar við hlupum heim að húsinu, heyrðum við að hann keyrði í sprett- inum áleiðis til skólans. “Fjandinn hafi lögin. Þeir ætla sér ekki að koma um framdymar eins og þjónar lag- anna,” sagði Larry. “Pickering ætlar sér að nota sýslumanninn eins og skálkaskjól, svo að alt líti vel út er hann stelur víxlunum og öllu hinu.” Það var nú enginn tími til að ræða um tilganginn. Við hlupum yfir engið fram hjá vatnsturninum, og gegn um skóginn niður að naustinu. Langt út á vatninu sáum vér eitthvað sex menn stefna að Glenarm húsinu. Þeir nálgað- ust fljótt yfir snæfiþaktan ísinn. Einn var á undan og auðsæilega leiðtoginn. “Þetta er morgan!” hrópaði Bates. “Og þarna er Ferguson.” Larry hló og sló hendinni á lærið. “Lítið á stutta fuglinn þarna rétt á eftir foringjanum. Það er vinur mi-nn frá Scotland Yard. Drengir, þetta er alþjóðamál skal eg segja ykkur. “Bates, farðu að baka til við húsið. Sýslu- maðurinn er laus einhverstaðar. Þú kallar okkur strax og einhver gerir áhlaup.” “Og Pickering er á bak við alla hina og stjórnar þeim. Eg get talið tíu menn með Morgan og hinir eru tveir, það gerir tólf manns auk Pickering, sem eru á móti okkur.” “Varaðu þá við að koma of nálægt,” sagði Stoddard. “Okkur langar ekki til að særa neinn þeirra ef hægt er að komast hjá því.” Eg fór fram á bryggju sporðinn. Morgan og menn hans voru nú nálægt og enginn vafi' á í hvaða erindagjörðum þeir voru. Flestir þeirra báru byssur, hinir skambyssur og langa ís- króka. “Morgan,” kallaði eg og hélt upp hendinni eins og friðarmerki, “við óskum ekki eftir að gera ykkur neitt mein, en ef þið komið inn á þessa landareign, þá ábyrgist þið sjálfir hvern- ig fer!” “Við erum allir eiðsvarnir lögregluþjónaa*,” kallaði umsjónarmaðurinn smeðjulega” og við höfum lögin á bak við okkur.” “Þessvegna reynið þið að svíkjast að okk- ur inn um bak-dyrnar,” svaraði eg. Þrekvaxni maðurinn, sem Larry sagði að væri enskur leynilögreglumaður, kom nú nær og ávarpaði mig í háum og skrækum rómi: “Þér eruð að hlífa hættulegum manni Mr. Glenarm. Það væri réttara af yður að fram- selja hann. Ameríska lögreglan fylgir mér að málum, og þér stofnið yður í vandræði, ef þér skjótið skjólshúsi yfir þennan mann. Þér vitið það kannske ekki, herra minn, en hann er hættulegur maður.” “Þakka þér fyrir Davidson!” kallaði Larry. “Það væri réttara fyrir þig*að forða þér héðan. Þú veist að eg er góður að beita bareflinu.” “Það ert þú þorparinn þinn,” öskraði lög- reglumaðurinn svo heiftarlega að við hlógum allir. Eg hörfaði aftur til naustanna. “Þeir ætla sér ekki að drepa neinn verði hjá því komist,” sagði Stoddard. “Eins er því varið með okkur. Svona bráðabirgðar lögregla er ekki sett til manndrápa og rétturinn héma í sýslunni mundi aldrei hafa snert við þessu, væri' það ekki fyrir fortölur Pickerings. “Nú ráðast þeir á okkur!” hrópaði Larry er hinir tólf menn komu hlaupandi yfir ísinn í einni fylkingu upp að ströndinni.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.