Heimskringla - 06.07.1938, Blaðsíða 1

Heimskringla - 06.07.1938, Blaðsíða 1
THE PAR-T-DRINK Good Anytime In the 2-Glass Bottle ^ ® SNÚIÐ Á MELINU! Komið loðfatnaði og vetrar- kápum yðar til geymslu hjá oss I mel og eldtryggum skápum SÍMI 37111 AVENUE DYERS and CLEANERS LII. ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 6. JÚLÍ 1938 NÚMER 40. HELZTU FRÉTTIR Byrja C. N. smiðjurnar á vopnasmíði? Hermálaráðherra Canada, Hon. Ian Mackenzie, sagði frá >ví s. 1. miðvikudag, að hermála- deildin í Ottawa væri að rann- saka, hvort ekki væri fýsilegt, að á vopnasmíði væri byrjað í smiðjum C. N. R. kerfisins um land alt. Ráðherrann kvað ekkert sýnna, en að þjóðbrautakerfið yrði að segja fjölda manna upp vinnu. Ef hægt væri með litlum kostnaði, að breyta smiðjum járnbrautarinnar í vopnaverk- smiðjur, væri að líkindum hægt að afstýra þessu vinnutapi. Vopn voru framleidd í C. N. smiðjunum 1914—1918. Til að framleiða skotfæri þurfti litla breytingu að gera. Að búa til skotvagna eða tanka, er ekki heldur neitt sagt meiri breytingu háð, en sú er gera þarf er nýir katlar eru teknir til notkunar. Pantanir eru að vísu ekki fyr- irliggjandi fyrir vopnum, en það er ekki talin mikil hætta á, að þau seljist ekki. í Transcona og Ft. Rouge smiðjöm félagsins hér, er talið líklegt, að á vopnaframleiðslu verði því byrjað, sem annar stað- Frægur landi ar, innan skamms. Myndar Herridge nýjan flokk? Hon. C. H. Cahan, sambands- þingmaður frá St. Lawrence-St. George í Quebec, hélt því fram síðast liðna viku á sambands- þinginu, er frumvarpið um að gera Canadabanka að þjóðeign var til þriðju umræðu, að Hon. W. D. Herridge, fyrverandi sendi herra í Bandaríkjunum væri að mynda nýjan flokk, er fjármál landsins ætlaði að hafa með höndum svo um þennan þjóð- eigna banka þyrfti ekki meira að hugsa. Skoðanir Herridge í fjármálum kvað hann þær sömu eða svipaðar og sósíalista, social credit-sinna og C. C. F.-sinna. Þessi ummæli Cahans um Her- ridge, stafa af ræðu þeirri er Herridge flutti á fundi flokks- bræðra sinna og Cahans, því báðir eru íhaldsmenn, í Halifax 28. júní. í ræðunni ávítaði Her- ridge báða stjórnarflokkana gömlu fyrir það að vera tól í höndum annara og átti sérstak lega með því við peningavaldið. Herridge mun líta á það sömu augum og Roosevelt, að stjórn- irnar verði að hafa hemil á fram- ferði þess. Þegar blaðamenn spurðu King forsætisráðherra um hvort að það væri satt, sem kvisast hefði um, að Canadastjórn hefði feng- ið pantanir fyrir vopnum frá Bretlandi, svaraði hann engu um það. Hann varðist einnig allra frétta um það, hvenær byrjað yrði á vopnasmíðinni hér. Spáir kosningum í Manitoba f ræðu sem Eric Willis, leiðtogi íhaldsmanna hélt 28. júní í Bran- don, hélt hann því fram, að kosningar yrðu í Manitoba á þessu ári. Og ástæðan væri ekki eingöngu sigur liberala í Saskat- chewan-fylki nýlega, heldur hitt að Bracken-stjórnin væri hætt að stjórna eða gera nokkuð þjóð- félaginu til þrifa. í kosningui um 1936 bað Bracken um end- urkosningu fyrir það hve ve hann hefði verndað f járhag fylk isins. Árið 1937 segir hann Rowell nefndinni að fylkið sé gjaldþrota. Árið 1938 er gert ráð fyrir að útgjöld stjórnarinn- ar verði $480,000 meiri en ári áður. Síðan Brackení-.stjói',nin kom til valda, sagði Willis, að skuld fylkisins hefði hækkað um 60 miljón dollara og skattaálögur væru 4^2 miljón hærri nú á ár en þegar hann tók við. Og ofan á alt þetta væri svo þjófnaður- inn á stjóranrskrifstofunum, sem prýddi stjórnarsögu hans. Þegar þess værí ennfremur gætt, að hann sæti við völd með aðstoð annars þingflokks, er all aðra stefnu segðist hafa í fjár- málum en þá, sem Bracken fylgdi og það hálmstrá gæti bilað þegar minst varði, væri enginn furða þó Bracken leitaði lags um að reyna að verða í meirihluta. Og sigurför stjórnarinnar í Sask- atchewan, þó ekki næði hún nú uema um 46% aljra atkvæða, væri ef til vill nokkurt tákn þess, að kjósendur hér væru ánægðir uæð það sem er og þar sem for- lögunum yrði ekki frestað, væri kosning nú eins tímabær og síð- ar. Útnefningar kosning í Norður Dakota Eftirfarandi íslendingar náðu útnefningu á þriðjudaginn s. 1. viku til þess að sækja í kosning- unum í Dakota í haust: Fyrir State’s Attomey: J. M. Snowfield, Cavalier Co., Fred Snowfield, Pembina Co.; Oscar Benson, Bottineau Co., iEinar Johnson, Nelson Co. Fyrir County dómara: Gunnar Olgeirsson, Burleigh Co. Fyrir County féhirðir: S. J. Swenson, Pembina Co. Fyrir County Commissioner: Freeman Einarsson, Pembina Co.; B. D. Benson, McHenry Co. Fyrir Sheriff: Stone Hillman, Pembina Co. Gagnsækjendur hafa allir þessir menn við kosningamar í haust, nema J. M. Snowfield og S. J. Swenson. JÓHANN BRIEM LÁTINN I íslendingurinn T. W. Thórðar- son, sem er ríkis-eftirlitsmaður ! 7 í bréflegri fræðslu (Corespond- ence School) við Búnaðarskólann í Norður-Dakota, hefir nýverið hlotið þann heiður, að vinna til námsskeiðs frá The Rockefeller Educational Foundation, er fólg- ið er í því, að fullnuma sig í ogi rannsaka skóla-útvarp víðsvegar um Bandaríkin. Prófessorar við ýmsa háskóla í Bandaríkjunum sem eru sér- fræðingar í því er lítur að ment- un yfir útvarp, verða kennarar Mr. Thordarsonar. Auk þess veitist honum tækifæri að ferð- ast til ýmsra staðk, og rannsaka hverju fram vindur í þessum efnum. Allur kostnaður og fult kaup auk þess, er greitt af Rockefeller-stofnuninni. Náms- skeiðið stendur yfir í 4 mánuði. Þessi Correspondence School, sem Mr. Thórðarson hefir stjórn- að s. 1. 3 ár við North Dakotaj Agricultural College, hefir blómgast svo að nemendur skifta j orðið þúsundum, eru nú sem stendur um 5000. Þessi bréflega fræðsla hefir orðið samband við meirihluta allra miðskóla í rík- inu og eru það nemendur frá slík- um skólum, sem mest færa sér bréflegu fræðsluna í nyt. — Fræðslan má heita í hverju því fólgin, er menn æskja að fræðast um. Mr. T. W. Thórðarson er sonur Gríms Thórðarsonar og bróður- sonur Hjartar Thordarsonar raf- fræðingsins nafnkunna í Chicago. Hann á því ekki úrættis að sækja að vera stórvirkur, enda er starf hans við þennan bréflega fræðsluskóla nú viðurkent um alt — og nú síðast með þessari viðurkenningu frá Rockefeller mentastofnuninni með veitingu þessa námsskeiðs. * * * Samkvæmt “hlutleysissamn- ingunum” geta Bretar ekki sent loftför til Spánar, en vélar í loft- för geta þeir sent til Þýzkalands. Á Spáni hafa stundum verið skotin niður þýzk loftskip, er vélarnar í hafa verið brezkar. Síðast liðinn sunnudag lézt að heimili sínu Grund í Riverton í Nýja-íslandi merkisbóndinn og landnámsmaðurinn — Jóhann Briem. Hann var á þriðja ári yfir nírætt. Með Jóhanni er til moldar hniginn einn hinn mikilhæfasti og merkasti maður í hópi elztu íslenzku landnemanna í Nýja- íslandi. Til Vesturheims kom hann 1876 og nam land í bygðinni við íslendingafljót. Hefir hann búið þar síðan. Lét hann sig hag bygðarinnar nýju og sam- bygðarmanna sinna brátt mikið skifta og leiðbeindi þeim er síð- ar komu um hvar jarðir væru byggilegastar. Komu slíkar leiðbeiningar sér vel á þeim ár- um. í framfaramálum bygðarinnar var hann og j í tijlu hinna fremstu. Og bændafélag er þar var snemma stofnað með það fyrir augum, að efla kornrækt og bæta búfjárstofninn, var Jó- hann aðal hvatamaðurinn. Var það félag starfandi um mörg ár og náði eftir efnum og ástæðum að talsverðu leyti tilgangi sínum. Menningarmál bygðar sinnar lét Jóhann sig einnig mikið skifta. Hann hafði fengið upp- eldi á heimilum mentamanna á íslandi, eins og séra Þorsteins á Hálsi, séra Björns í Laufási o. fl., sem gerði honum mögulegt að afla sér góðrar alþýðument- unar, þó skólaveginn færi hann ekki. Hann var í tölu mentaðri bænda. Jóhann var einn af aðalmönn- unum, sem gengust fyrir stofnun fyrsta ísl. bla^sins hér vestra, blaðsins “Framfara”. Skrifaði hanns talsvert í það og er nú margt af því ágætasta tillagið til sögu íslendinga á fyrstu ár- um þeirra hér vestra. Honum var lagið að rita, enda hafði hann fengið æfingu við það heima þar sem hann var einn af stofnendum “Ganglera”, blaði er gefði var út á Akureyri og skrif- aði oft í það. Þegar hann lagði til mála, hvort sem var í riti eða ræðu, var það ávalt vel hugsað. Árið 1881 giftist Jóhann Guð- rúnu Pálsdóttur bónda Péturs- sonar frá Reykhóli. Hún lézt fyrir tveim árum. Var hún hin ágætasta kona og samhent manni sínum í að halda uppi rausn á heimilinu. Var þau gott heim að sækja, enda var oft gestkvæmt á heimili þeirra. Og skemtilegt umræðuefni skorti Jóhann aldrei. Jóhann var fæddur á Grund í Eyjafirði 7. des. 1845. Faðir hans var Ólafur Briem, timbur- meistari og bóndi á Grund; var hann þjóðfundarmaður Eyfirð- inga 1851; en móðir Jóhanns var Dómhildur Þorsteinsdóttir bónda á Stokkahlöðum Gíslason- ar. Faðir Ólafs Briems var Gunnlaugur Briem sýslumaður Eyfirðinga. Foreldra sína misti Jóhann ungur eða 14 ára gam- all og fór hann þá og systkini hans í vist til ættingja og vina. Börn þeirra Jóhanns Briems og Guðrúnar voru: Veighildur Mabel (Mrs. Wood), Valdheiður Laura (Mrs. Ford) Páll Marino, Valgerður Helen (Mrs. Óli K. Coghill), Sigtryggur Hafsteinn og Ólafur. Jóhann Briem og kona hans voru ótrauðir starfsmenn lút- erska safnaðarins í Riverton — (Bræðrasafnaðar) frá upphafi vega. Jarðarför Jóhanns heitins fer fram í Riverton í dag (mið- vikudag). Ráðstefna íhaldsmanna Frá allsherjar fundi íhalds- manna í Ottawa eru engar end- anlegar fréttir enn komnar um hver leiðtogi þeirra verður. — Virðist Dr. R. J. Manion frá Ft. William og fyrverandi járn- brautamálaráðherra vera einna líklegastur til að taka við for- ustu íhaldsflokksins. En um það verður ekkert sagt með vissu fyr en annað kvöld eða síðar í þess- ari viku. Það sem merkilegast er, enn sem komið er, við fund- inn talið, eru ræður þeirra Sir Thomas White, fjármálaráð- herra Canada á stríðsárunum og Rt. Hon. Arthur Meighens, for- seta efrimálstofu Canada þings- ins. Rakti hinn fyrnefndi sögu íhaldsmanna og áhrif þess flokks á þjóðlífið, en Mr. Meighen gagn- rýndi utanríkismálastefnu King- stjórnarinnar og sýndi fram á í hverju henni var ábótavant, er hún var borin saman við stefnu íhaldsmanna. Eru báðir þessir menn mælskir, enda er um ræð- ur þeirra sagt, að á þær verði litið, sem grundvöll að hinni nýju stefnuskrá flokksins í þeim efnum, sem þær fjölluðu um. 20,000 deyja úr kóleru á Indlandi Kólera hefir á síðustu tveim eða þrem mánuðum drepið 20,000 manns á Indlandi. Og fyrir end- an á útbreiðslu veikinnar er ekki enn séð. Veikin er aðallega í norður- fylkjum Indlands (United Pro- vinces). Upptök hennar halda menn þau, að Indverjar héldu hátíð mikla í Hardwar í norður- fylkjunum nýlega, er ein miljón manna sótti og stóð yfir í sex vikur. Er álitið að það hafi orð- ið til þess að útbreiða veikina, og menn hafi þaðan flutt hana heim í héruð sín. Hennar hefir nú þegar orðið vart í 44,000 þorp- um. Að varna útbreiðslu hennar er erfitt. Yfirvöldin hafa reynt að láta efni í neyzluvatn henni til varnar í vissum þorpum, en þá gerðu Indverjar uppþot og sögðu yfirvöldin vera að eitra fyrir sig með þessu. Með líkin er eins, að þau fæst ekki að brenna, held- ur er þeim jfleygt í £r eða brunna, sem vatns er neytt úr.— Að brenna skrokkana, er eitt- hvað á móti trú Indverja; þeir halda hina liðnu sofa fyrst í stað, en ekki vera dauða. * * * í Bandaríkjunum es 5,427,000 menn beinlínis á framfærslu- styrk (on Relief pay-rolls). Reikningar nefndanna Þegar umræðurnar stóðu yfir í Ottawa um reikninga fjár- málaráðherra Dunnings, bað A. B. Hyndman íhaldsþingmaður í Ontario um skýrslur yfir kostn- að einhverra nefndanna sem Kingstjórnin hefði skipað til að rannsaka hitt og þetta viðvíkj- andi hag þjóðfélagsins. Honum voru gefnar tölur aðeins fárra nefndanna og eru þær þessar. Nefndir Kostnaður Ullar verksmiðjun....$180,000 Kornsölun............ 114,000 Fangelsan............. 90,060 Hermannahjálparn..... 236,000 Kolan................. 23,000 Rækju (lobster) veiðan. 4,000 Atvinnumálan......... 295,000 Rowelln. (til 10. feb. ’38) 68,000 Ef eitthvað af starfi þessara nefnda hefði nú komið að gagni, verið notað til umbóta, er ekki að vita nema eitthvað af kostn- aðinum hefði náðst upp með því. En nú hefir stjómin ekki fært sér það í nyt. Þessvegna er kostnaður þessi hreint tap fyrir landið. Anderson dæmdur í 3 ára fangavist Dómur var kveðinn upp í máli T. Cuthbert Anderson, forseta Anderson, Greene Co. Ltd., s. 1. mánudag. Var Anderson fund- inn sekur af kviðdómi um fjár- drátt og dæmdur af Taylor dóm- ara til 3 ára fangelsisvistar í Stoney Mountain. Félagið Anderson, Greene varð gjaldþrota 5. nóv. 1936. Var Anderson kærður af hinum mörgu hluthöfum félagsins er fé töpuðu 1. feb. 1937 um fjárdrátt. Málið kom fyrir Dysart dómara 8. nóv. og lauk 22. nóv. þannig, að dómarinn fann hinn kærða sekan. Anderson kaus, að málið yrði rannsakað án kviðdóms. Þessum úrskurði Dysart dóm- ara var skotið til áf rýj unarréttar. Lagði áfrýjunarrétturinn til að málið yrði rannsakað að nýju. Var byrjað á þeirri rannsókn 6. júní. Er henni nú lokið á þann hátt, er að ofan er greint. FRÉTTAMOLAR Allar tekjur Bandaríkja þjóð- arinnar á árinu 1937 námu $70,- 000,000,000 (sjötíu biljón doll- urum). Hafa þær aldrei verið svo miklar síðan 1929. Tekjurn- ar nema 5 til 6 hundruð dölum á hvern mann eða 25 til 30 hundr- uð á hverju fimm manna fjöl- skyldu. * * Sæti í New York Stock Ex- change (kauphöllinni), var ný- lega selt fyrir $51,000. Er það sagt lágmarksverk síðast liðin 20 ár. * * * Ferðamannastraumurinn frá Bandaríkjunum til Evrópu er sagt að verði minni á þessu sumri en áður. Eru ófriðarhorf- urnar í Evrópu orsökin. * * * Á þjóðhátíðardegi Banda- ríkjanna 4. júlí, fórust 449 manns af slysum. * * * Nefndin sem er að undirbúa olympsku leikina í Tokío í Japan 1940, segir leikflokka frá Kína eins velkomna til þátttöku í leikj- unum og frá öðrum löndum, hvað sem stríðinu líði. * * * Yfir 100 ítölsk börn hafa fæðst í Addis Ababa í Blálandi, síðan ítalir tóku landið. Stjórnin í Mexikó hefir gert samning við Hitler um að selja honum 10 miljón tunnur af steinolíu, úr námunum sem hún tók af Bretum og Bandaríkja- mönnum. * * * Frá 1. jan. til 16. júní 1938, voru 19,092 nautgripir frá Can- ada seldir til Bretlands. Á sama tíma árið 1937, var talan aðeins 3,273. * * * í stjórnarskýrslum er ekki æfinlega rétt sagt frá. — Til dæmis kaupir Danmörk talsvert af canadisku hveiti, en í skýrsl- um þeirra er hveitið sagt frá Bandaríkjunum af því að það er selt í New York. Á árinu 1937, hefir Danmörk keypt hveiti fyrir $1,088,507, frá Canada, en milli- liður þeirra viðskifta var New York, svo kaupin eru talin gerð í Bandaríkjunum í skýrslunum. * * * Bandaríkin gera ráð fyrir að smíða 500 herskip á komandi tíu árum til þess að bæta upp fyrir skip, sem eru orðin gömul og úr sér gengin. Mikið af skipunum verður smíðað í Englandi. * * * D. M. Elchesen bæjarráðsmað- ur hefir sagt stöðu sinni lausri. Hann hefir ekki sótt fundi all- lengi; er sagður veikur. Eins og kunnugt er, var hann fyrir skömmu fundinn sekur um að hafa hnuplað 72 centa virði af vörum úr einni Piggly-Wiggly- búðinni. * * * Nefndin, sem um hlutleysi annara þjóða í Spánar-stríðinu fjallar, hafði fund í London í gær; er Halifax greifi, utanríkis- ritari Breta formaður hennar. — Voru fréttir af fundinum þær, að Franco væri samþykkur því að senda hermenn frá ítalíu og Þýzkalandi heim til sín nú þeg- ar. Það mun þó bezt að bíða og sjá hvað situr með þetta. * * * Carl Winkler, 24 ára drengur í Detroit, hjó af sér aðra hendina í gær til þess að losna við að vera í hernum í Bandaríkjunum. Hann innritaðist í herinn fyrir 6 mánuðum, en kvaðst vera bú- inn að fá nóg af skrafi um hern- að og byssur. Drengurinn er á spítala og sagður hættulega veikur vegna blóðmissis. * * * Leikföng tilbúin af föngum í Þýzkalandi, eru flest smíðisgrip- ir af Hitler, Göring, Göbbels og Mussolini. * * * Smábærinn Gnarp, sem er skamt frá Hudriksvall, hefir ný- lega komist á allra varir í Norð- ur-Svíþjóð. í grjóti þar hefir fundist svo mikið af gulli að rannsóknarstofan í Stokkhólmi hefir fullyrt að gullgröftur þar myndi geta borið sig. Er nokk- urt útlit fyrir, að námurekstur muni byrja þar á næstunni. Yrði það þá önnur gullnáman, sem starfrækt er í Svíþjóð. Hin ér í Boliden. Fyrsti barnahópurinn fór til Sumarheimilisins á Hnausum í dag (miðvikudaginn 6. júlí). f hópnum voru 25 drengir sem allir eiga heima í Winnipeg og grendinni. Þeir verða þar til þess 16. þ. m. Þá fer út stúlkna hópur sem verður þar nyðra á- líka langan tíma. Eru allir for- eldrar sem vilja senda börn sín á sumarheimilið beðin að tilkynna það Mrs. P. S. Pálsson, 796 Ban. ning St., Mrs. J. B. Skaptason, 378 Maryland St., eða Mrs. E. J. Melan, Riverton.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.