Heimskringla - 06.07.1938, Side 2
2. SÍÐA
HEIMSKRINCLA
WINNIPEG, 6. JÚLí 1938
NÝSTÁRLEGT RÆÐU-
SAFN OG MERKILEGT
Eftir próf. Richard Beck
Guðmundur Finnbogason:
Mannfagnaður. — Útgef-
andi: — fsafoldarprent-
smiðja h. f. Reykjavik,
1937.
Þarflaust er að fræða íslend-
inga vestan hafs um það, að dr.
Guðmundur Finnbogasort, lands-
bókavörður íslands, er manna
málsnjallastur og orðhagastur;
þeim er það í fersku minni — að
minsta kosti eldra fólkinu — frá
þeirri tíð, er hann kom vestur
hingað til fyrirlestrahalda, þó að
tveir áratugir séu liðnir síðan.
Einkum hefir verið til þess tekið,
hversu snjallar tækifærisræður
dr. Guðmundar væru; enda hefir
óspart verið til hans leitað með
ræðuhöld í veislum og á allskon-
ar mannamótum. Nú hefir hann
góðu heilli, safnað úrvali af tæki-
færisræðum sínum og gefið þær
út í ofannefndri bók. Eru þær 52
talsins, frá ýmsum tímum, hin
fyrsta flutt sumarið 1902 en hin
síðasta í júlímánuði 1936. í
niðurlagi hins gagnorða formála
síns kemst höfundur svo að orði:
“Eg gef þessar ræður út vegna
þess, að þær fjalla um margvís-
leg efni, sem mér hafa verið hug-
stæð. Og þó að þær taki yfir 35
ára skeið, segja þær það eitt, er
eg vil enn sagt hafa. Örfáar
endurtekningar koma þar fyrir,
en eg hefi ekki felt þær burt, af
því að eg vildi láta ræðurnar
birtast eins og þær voru samdar.
Sumar ræðurnar get eg nú ekki
dagsett, en set þær sem næst
þeim tíma, er eg held þær séu
frá.
“Heyrt hefi eg þeirri skoðun
hreyft ,að ræður nytu sín ekki á
prenti, þær væru töluð orð og
lifðu ekki fullu lífi nema um
leið og þær liðu af vörum ræðu-
manns. Mín skoðun er sú, að
þær ræður, sem ekki þola prent-
svertuna, séu ekki annað en
hljómandi málmur og hvellandi
bjalla”.
Þessi or höfundar eru hin eft-
irtektarverðustu, og mættu vel
vera öðrum íslenzkum ræðu-
mönnum, beggja megin hafsins,
til varnaðar og áminningar. —
Jafnframt skal því bætt við, að
svo jafnvígur er dr. Guðmunddr
á umræðuefnið frá nýju sjónar-
miði og ljósi brugðið á það með
nýjum hugmyndum og samlík-
ingum. Um eitt eiga þó allar
þessar ræður sammerkt öðru
fremur: — frábært vald og næm-
an skilning á íslenzkri tungu og
ágæti hennar; enda festi dr.
Guðmundur ungur brennandi ást
á henni og hefir kröftuglega
sýnt í verki víðáttu hennar, hæð
og dýpt.
f ræðusafni þessu er því af
miklu og kjarngóðu að taka. Á-
gætlega nýtur málsnild höfundar
og djúphyggja hans sín í ræð-
unni “Bogastrengurinn” en sem
er ein af hinum elztu í safninu.
Næm og djúpstæð er sú “skynj-
andi samúð”, sem er hinn heiti
undirstraumur í ræðum eins og
“Barnseðlið” og “Útburðir”, en
þannig er fyrri hluti seinni ræð-
unnar:
“Einu sinni var verið að halda
brúðkaup. Þar var fjölmenni
mikið og gleði. Brúðurin var ung
og fríð og þótti hinn besti kven-
kostur. Þegar leið á veizluna
heyrðu menn, að komið var á
gluggann í veizlustofunni og
kveðin þessi vísa:
Kasta átti eg kirnum,
reisa átti eg bú,
til manns var eg ætluð
eins og þú.
Menn ætla, að þessi vísa hafi
verið kveðin til brúðarinnar, og
að systir hennar hafi kveðið
hana; því móðir hennar hafði
borið hana út.—Mér hefir altaf
fundist þessi saga átakanleg:
Rödd utan úr myrkrinu — mitt
í gleðiglaumnum, rödd frá þeim,
sem kastað var út á hjarnið. —
Rödd frá systurinni, sem rænd
var rétti lífsins, mannréttinum,
kvenréttinum: “Kasta átti eg
kirnum”. — Það er andvarp
mannsefnisins, sem ekki varð að
manni, hæfileikanna, sem heftir
voru, neistans, sem ekki varð að
björtu báli. Og mér finst sögurn
ar um útburðina, sem hrekjast
um allan aldur á sömu stöðvum,
útburðina, sem skríða á öðru
hnénu og öðrum olnboganum,
með krosslagðar hendur og fæt-
ur, og villa vegfarandann með
veini sínu — mér finst þær svo
ömurlegar, af því að þær eru
svo sannar — ef ekki í sinni bók-
staflegu merkingu, þá eftir and-
anum. Því að það er margur út-,
á ræðuhöldin, og svo vel í safnið > burðurinn í heiminum, ef að er
valið, að þar er engin ræða, sem gáð. Eg á ekki við börnin, sem
ekki “þolir prentsvertuna” — og
langt fram yfir það. Ræðurnar
hafa allar mikið til síns ágætis;
mæðurnar bera út og fyrirfara
— eg á við öll þau börn, sem
sett eru á hjarnið og lifa hálfu
þær bera fagurt vitni fágætri h,fi alla æfi ’ eg a við börnin, sem
mælsku höfundar og víðtækum , ^átæktin og mentunarleysið
lærdómi, andagift hans og frum-, neyðir til að skríða á olnbogan-
leik, málfimi hans og orðhepni. Ium °£ hnenu með krosslagðar
Þá ber hitt ekki sízt af, hversu hendur °S fætur, af því að þeim
gagnorðar ræður þessar eru og hefir ehhi verið kent að ganga
kjarnmæltar; í því efni eru þær,ems °£ nianninum er áskapað,
hreinasta fyrirmynd öðrum þeim £an#a hein og bera höfuðið hátt
sem við ræðuhöld fást. Hitt er, y nota rett hu£ °8 hendur. Eg
annað mál, þó ræður þessar njóti ia við aha ha menn, sem sakir ills
sín óvenjuvel á prenti, þá eiga uPPeldis verða a,drei nema halfir
þær ekki á pappírnum það líf og j menn> °% verða að ráfa á villi-
þau litbrigði, sem sérkendu þær £ötum, og leiða stundum sak-
í snildarflutningi ræðumannsins. lausa menn í tortímingu, þegar
Mikillar fjölbreytni kennir íjversf viðrar. Af slíkum mönn-
safni þessu. Dr. Guðmundur um er mar&t í hverju landi,
hefir frá fyrstu tíð verið djúp- mannsefnum> sem aldrei verða
skygn og samúðarríkur túlkur
skálda vorra og skáldskapar, og
hefir um aðra samtíðarmenn
fram smekklegar og heppilegar
tilvitnanir þaðan á reiðum hönd
að manni, fyrir ræktarleysi
þeirra, sem betur mega. Hver,
sem gengur um fátækustu göt-
ur erlendra stórborga sér slíka
útburði í hverju spori; og hávað-
um. Hér eru þá einnig fjölmörg iinn a^ heim gtæPum, sem unnir
minni hinna fremstu skálda ieru’. stafa fra Þeim- Og það er
vorra frá Hallgrími Péturssyni engin furða, þó að útburðirnir
til Kristmanns Guðmundssonar, |homi a hreih> þegar illa stendur í
að ógleymdum minnum annara
listamanna og afreksmanna ís-
lenzkra eða erlendra. Hér eru
einnig, að aðrar séu nefndar,
ræður fyrir minni íslands og
bælið þeirra, og verði þá til tjóns
Iþeim, sem koma í námunda við
!þá.”
i S
Og svo að eg beri annarsstað-
ar niður. Frumleg, spakleg og
háskáldleg og
þeirra Björn-
annara landa, minni héraða og tímabær, er ræðan “Á réttar-
stétta, minni fánans, vígsluræð- ve&£” (1927);
ur, og síðast en ekki sízt mörg djuPsæ minni
minni kvenna. En þó ýmsar ræð- j stjerne Björnsons og Kjarvals
urnar fjalli um hið sama eða (1909 og 1935); drengilega
svipað efni, verður þar örsjaldan j hreinskilin og aðlaðandi svar-
vart endurtekninga; hver ræð- ræða höfundar á sextugsafmæli
an er sér um svip og blæ, horft hans> “Sextugur” (1933).
Auðugar eru því ræður þessar
að alvarlegum hugleiðingum;
þær vekja mann ósjaldan til um-
hugsunar um vandamál samtíð-
arinnar og lífið sjálft. En grunt
er þó altaf öðrum þræði á .gam-
anseminni; dr. Guðmundur kann
að leika jafn fimlega á strengi
gleði og alvöru; orðhepni hans
og hugkvæmni í samlíkingum
sýnast óþrjótandi. Þétta kemur
jeftirminnilega fram í ræðu hans
“Minni kvenna” (1929), en í
henni eru hin fornu kvenna heiti
(kenningar) bæði uppistaða og
ívaf; myndi það hafa orðið þur-
meti í flestra höndum, en hjá
dr. Guðmundi verður þetta efni
bráðfjörugt, iðandi af lífi og
litagnægð. Hann nemur staðar
við kenninguna silkihlíð: “Hvert
sem eg lít, þá eru hér alstaðar
sannar silkihlíðar. Og það hygg
eg, að ef við karlmennirnir nú
værum dæmdir í útlægð hér úr
salnum í kvöld og yrðum að
hafa okkur á ról, þá myndum
við allir ósjálfrátt líta við, horfa
upp til silkihlíðanna og segja
einum rómi: “Fögr er hlíðin, svá
at mér hefir hon aldri jafnfögr
sýnst — ok mun ek snúa aftr ok
fara hvergi.”
Það er á allra vitorði, að dr.
Guðmundur Finnbogason er ein-
hver hinn ágætasti og áhrifa-
ríkasti talsmaður vor Vestur-
fslendinga austan hafs; kemur
það fagurlega fram í ýmsum
ræðum hans í umræddu safni:
“Stephan G. Stephansson”, “Um-
boðsmaður Vestur-íslendinga”,
er hann flutti þeim Alþingishá-
tíðarsumarið. Fölskvalaus er
hlýjan í vorn garð í þessum orð-
um: “Enginn veit þó eins vel og
sá, sem eins og eg hefi átt því
láni að fagna að heimsækja ís-
lendinga í Vesturheimi, hve inni-
legan og sterkan hug þeir bera
til ættlands síns. Það hugarþel
er svo elskulegt, að eg fyrir mitt
leyti tel margt af þeim kveðj um,
sem eg var beðinn að flytja til
gamla landsins, meðal fegurstu
endurminninga minna. Eg tel
það einhverja dýrmætustu
reynslu mína, að hafa heyrt
hjörtu Vestur-íslendinga slá og
séð ástúðina til lands og þjóðar
skína í döggvuðum augum
þeirra”. Margt er það einnig
um þjóðerni vort, í nefndum ræð-
um, sem vér vestur hér megum
leggja oss á hjarta, og kem eg
ef til vill, að því annarsstaðar.
Mannfagnaður dr. Guðmundar
er því hin prýðilegasta og at-
hyglisverðasta bók að efni til.
Og hún er nýstárleg í bókment-
um vorum, fyrsta íslenzkt safn
af tækifærisræðum, svo talist
geti. Er þar svo vel úr hlaðí
farið, að örðugur verður eftir-
leikurinn. Eins og sæmir slíku
merkisriti, er það með afbrigð-
um vandað að öllum frágangi,
hin mesta prýði í hverjum bóka-
skáp.
Bók sem allir ættu að eiga
Bókin heitir, “The Claimant’s
Fire Insurance Guide” eftir John
A. MacLennan. Hún er um
skaðabótarkröfu til eldsábyrgð-
aréflaga. Fæstir eru heima í
þeim sökum, og eru því árlega
stórir hópar, er verða fyrir
eignatjóni af völdum elds, snuð-
aðir um stórfé, sem þeir eiga fult
tilkall til, ef þeir kynnu með að
fara. Bókin kostar 75c send með
pósti hvert sem er. Þessu riti'
hefir verið mikið hrósað. Það
er glögt og greinilegt og þó ná-
kvæmt og fylgir fyrirmælum
laganna í öllum greinum. Pant-
anir má senda á skrifstofu
“Heimskringlu.”
Það er álit vort að enginn ætti
að vera án þessa rits, það kostar
lítið en getur vemdað menn fyr-
ir ágangi umboðsmanna eldsá-
byrgðarfélaganna sem jafnan
fara eins langt og þeir komast
þegar um skaðabótar mat er að
ræða.
FRÉTTABRÉF FRÁ
ISLANDI
(Eftirfarandi bréf hefir Mr.
John Hall í Winnipeg verið svo
' góður að sýna oss og leyfa að
birta í Hkr. Er blaðið honum
þakklátt fyrir það.
Ritstj. Hkr.)
Fagurhólsmýri,
15. maí 1938
| Herra John Hall,
Kæri vinur: Bestu þökk fyrir
tilskrifið sem mér þótti verulega
vænt um að fá, og heyra um
ferðalag þitt, og sérstaklega að
ferðin gekk vel, og að þú sást
ekki eftir að koma hér um Ör-
æfin, þótt erfitt sé að ferðast
um þetta bygðarlag, enda mjög
óvanalegt að ferðamenn komi
hingað sjóveg.
Það hefir nú dregist lengur
fyrir mér en eg ætlaði í fyrstu
að senda þér línur, en nú ætla
eg að reyna að láta verða af
því, þótt fátt sé í frásögur fær-
andi síðan þú varst hér á ferð í
fyrrasumar. Síðast liðið sumar
var eins og þú komst að raun
um, með óvenju litlu af sólskini,
en því meira af rosa og rign-
ingu og því leiðinlegt veðurlag
og óhentugt um hábjargræðis-
tíman, enda varð heyfengur
fremur lítill og lélegur, en þó er
nú á þessu nýbyrjaða vori útlít
fyrir fremur góða afkomu á fén-
aði, enda bætir það nú mikið um,
að bændur gefa alment síldar-
mjöl með heyjunum, sem reynist
mjög vel, sérstaklega með hrökt-
um heyjum og vetrarbeit. Síld-
armjöl er aðallega gefið kúm og
ám, og verða dilkar mikið vænni
til frálags þegar síldarmjöl er
gefið, 1 sekkur, 100 kg. af því
kostar á höfnum kr. 22.00 en
kominn heim alt að kr. 30.00
flutt með bílum, t. d. í Suður-
sveit, en hingað með “Skaftfell-
ing”. 1 sekkur af síldarmjöli
nægir 20—40 ám yfir veturinn.
Nú er búið að reisa nýja verk-
smiðju sem býr til fóðurmjöl úr
þara, blandað með síldarmjöli
eða karfamjöli. Þessi nýja verk-
smiðja er í Hveragerði í Ölfusi,
og tekur þaran á Stokkseyri og
selur sekkinn, 100 kg. á kr. 20.00.
Þetta nýja fóðurmjöl kvað reyn-
ast fremur vel, má það teljast
framför þegar hægt er að hag-
nýta innlend fóðurefni, sem hafa
farið að mestu til ónýtis að
þessu.
Afkoma hjá okkur bændum
var með besta móti á s. 1. ári
hvað verzlun snertir, en mun
lakari við sjóinn þó að undan-
skildum síldarafla sem var mjög
góður og síldarafurðir í góðu
verði, en nú eru horfur á að
verzlun verði óhagstæð á þessu
ári.
Fiskveiðin á Hornafirði hefir
verið mjög rýr á þessari vertíð,
svo annað eins fiskileysi muna
menn ekki og mun aflin ekki
vera nema 20—40 skippund á bát
en hefir venjulega verið 100—
200. Lengst af í vetur urðu bát-
ar ekki varir við neinn fisk,
nema lítið eitt af óvenju stórum
þorski, en annars er venjulegt þó
fisklítið sé, að eitthvað aflast
af trosfiski, t. d. ísu, keilu og
steinbít, o. fl.
Þetta aflaleysi verður mjög
tilfinnanlegt, fyrst og fremst
fyrir sjómenn, og einnig fyrir
búendur á Höfn sem hafa haft
all mikla atvinnu við fiskverkun,
því kaupfélagið tekur mikinn
fisk í húsaleigu o. fl, þegar vel
aflast.
Annars hjálpar Hafnarbúum,
og yfirleitt sveitarmönnum aust-
an Breiðamerkursands í þessari
sýslu, kartöflu ræktin, sem yfir-
leitt hefir hepnast vel, þó heldur
yrði hún lakari síðast liðið sum-
ar, uppskeran af þeim, enda
nokkuð vart ýmsa kvilla í þeim,
einkum kartöflumyglun, en verð-
ið er all gott eða kr. 16 tunnan,
100 kg. í haust, en kr. 24.00 nú í
vor. En bændur selja mikið af
þeim á vorin. Næst dilkasölunni
hafa bændur hér í sýslu mestar
Það er auðséð að eg
vafði þenna “vindling” með Vogue
Af því hann er
eins og “vafinn
í vél.”
VOGUE
HREINN HVÍTI R
Vindlinga Pappír
TVÖFALT sjálfgert hefti
tekjur af kartöfluræktinni. Hér
í sveit eru þær ekki ræktaðar
til sölu, enda all erfitt með flutn-
inga á þeim héðan. Hér hugsa
bændur til þess að rækta loðdýr,
silfurrefi, til þess að hafa til
viðbótar með sauðfjárræktinni,
en sauðféð liggur nú undir á-
föllum vegna svonefndrar mæðu-
veiki, sem hefir drepið fé í sum-
um sýslum landsins í hrönnum,
en hingað hefir hún ekki komið
.enn.
Silfurrefaræktin hefir hepnast
illa í vor og óvenju mikið drepist
af tófu hvolpum; aðallega vegna
þess að læðurnar hafa fengið
júfurbólgu; annars eru silfur-
refaskinn í háu verði og útlit
fyrir að refaræktin svari góðum
arði ef hún gengur vel, það er að
segja að læðurnar koma upp
hvolpum, en á því er oft mikill
misbrestur.
Síðast liðinn vetur var hér
fremur góður; oft þýður og hlý-
indi, en nokkuð breytileg veðr-
átta og fljótt að kólna í veðri,
með frosti og bráðajéljum. —
Vorið byrjaði vel um sumar-
málin, en kólnaði í annari viku
sumars og þá voru næturfrost
og kuldar og nokkur snjókoma,
svo gróður er enn lítill, enda er
nú víst mikill hafís norður í höf-
um og nokkur hafís komin að
norðurlandi ;.en þó hafa ekki enn
hindrast samgöngur á sjó.
Nú eigum við von á “Skaftfel!-
ingi” hér að sandinum á morgun,
og er eg að hugsa um að senda
þessar línur með honum til
Reykjavíkur, þetta er fyrsta
ferð bátsins hingað á þessu ári.
Nú er ný komin út árbók
ferðafélags fslands; hún kom út
í haust, og er ritið í þetta sinni
aðallega um Austur-Skaftafells-
sýslu, og prýdd fjölda af falleg-
um myndum úr sýslunni. Eg
tel víst að þér þætti gaman að
sjá bókina ef þú ert ekki búinn
að fá hana. Hún er handhæg
fyrir þá sem búnir eru að ferð-
ast um sýsluna til þess að rifja
upp endurminningar héðan, en
svo mun vera um þá menn sem
fluttir eru til Ameríku eða ann-
ara landa, að flestum muni hlýna
um hjartað eins og Þorsteinn
heitinn Erlingsson kemst svo
fallega að orði í kvæði sínu Jör-
undur Hundadagakonungur, þar
segir: “Þá reis það úr ægi mitt
fannhvíta Frón, með fjöllin sín
blikandi hrein. Það fanst hon-
um Jörundi svipmikil sjón er
sólin á jöklana skein.” — Það
munu allir fslendingar taka und-
ir þetta með Þorsteini hvort sem
þeir sjá sitt fannhvíta Frón í
anda eða í raun og veru.
Af okkur er alt gott að segja,
allir við góða heilsu, Helgi bróð-
ir er nú að smíða turbínu fyrir
bændur í Borgarhöfn í Suður-
sveit, og er nú langt komin með
hana.
Eg held eg hafi þessar línur
ekki fleiri, gaman væri að sjá
línur frá þér því það mun ávalt
gleðja mig ef eg heyri að þér
líði vel. Þó eg sé latur að skrifa
hefi eg reglulega gaman af því
að fá bréf frá öðrum.
Hjartanlegar kveðjur til þín
og konu þinnar frá heimilisfólk-
inu hér og á Kvískerjum.
Þinn einl.,
Sig. Arason
VATNSLILJAN
Táknmvnd af útsýn vonarinnar.
(Útdráttur úr dagbók jurtafræð-
ings, á vordegi nálægt
stórri á).
Að rannsaka hafði eg hugsað
Og hraðaði ferð minni að sjá;
f bakkanum litfögur lilja
Ljómaði vatnsstraumnum hjá.
Aðdáun anda minn snerti.
Undarlegt, hugsaði eg,
Er framleidd af for og bleytu
Fegurð svo óskiljanleg.
“Ó, stjarna á elfunnar barmi,
Svo undraverð, dásöm og skær,
Hefir þú fallið af himni,
Þar helgasta litprýðin grær?
Þú hrein ert sem englanna hugs-
un,
Þitt hjarta er af sólunni fætt.
Grérirðu í guðfagra reitnum?
Að göfgi þér enginn fær mætt.”
“Nei, frá himni eg hefi eigi fall-
ið,
Mitt helgiskart gaf mér ei neinn,
Það gréri á niðdimmrí nóttu,
Þar niðri er gróðurinn seinn.
Frá leðjunni undir í ánni
Mína ágætu prýði eg vann,
Hreinleik er háleitrar ættar,
Og himins sér lyftir í rann.
Ef þú vilt eðli hans kynnast
Og í honum hlutdeild fá:
Sólbjörtum ávöxtum andans
fklæðast verðurðu þá.
Engin má ógöfug hugsun
Umráð í sál þinni fá.
Á ljósbylgjum lifandi vonar
Lyftu þér duftinu frá.
Forðastu ódygðir allar,
Iðkaðu kærleik og frið;
Farbréf þá óbrigðult áttu
Inn um hið gullna hlið.
Þar verða lög til að lesa,
Lög, sem að þola enga rýrð
Og himneskar málfræðis myndir,
Sem mannsandans auglýsa dýrð.
Þar muntu flokk þeirra fylla,
Sem fara um ónumin lönd
Með ljóssins og lífsorða fræði,
Að ieiðrétta vansæla önd.
Með vermandi vonanna fylling
Að viðreisa kalin strá,
Andlegan ódáins gróður
Þar yndislegt verður að sjá.
Þar vaxandi vordaga Ijómi
Vitnar um sigrandi þrótt,
Þá bjart er um blómreiti lífsins,
En burt horfinn vetur og nótt.
Sólin þar sezt ei að kveldi,
Því sjálfur er Drottinn á ferð,
Ritningin svona frá segir
Sagan er athyglis verð.”
Kristín D. Johnson
í ,Belgrad fóru nýlega fram
réttarhöld í morðmáli: Ákærði
var fundinn sekur og dæmdur til
dauða. Þegar dómarinn hafði les-
ið upp dómyin, hneigði hinn
dæmdi sig djúpt, dró djúpt and-
ann og byrjaði að syngja þyrni-
aríuna úr “Tosca” hárri rödd.
Fólkið stóð orðlaust af undrun.
En fangaverðirnir áttuðu sig
fljótlega og búndu fljótt enda á
þessa utandagsskrárskemtun.