Heimskringla - 06.07.1938, Síða 6
6. SíÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 6. JÚLÍ 1938
Eg hefi þekt einstaklinga og félög sem hafa
næstum því brotið hver einustu lög guðs og
manna í baráttunni fyrir fé og völdum. Þú
hefir líka séð þetta! Þú hefir verið saman með
slíkum mönnum, þú hefir hlegið með þeim og
rætt við þá, reykt með þeim og étið við borð
þeirra. Þú hefir dvalið viku á sumarbústaðn-
um hans Sheldens, og það var Shelden, sem náði
einokun á öllu hveiti í landinu fyrir þrem árum
síðan og hækkaði þannig verðið á hverju brauði
í landinu um tvö cent. Það var hann, sem kom
af stað brauð orustunum í New York og Chi-
cago, og eitthvað tuttugu öðrum bæjum lands-
ins, og opnaði fangelsis hliðin fyrir þúsundum
manna, sem grætt hefir fé sitt á eymd annara,
glæpum og dauða. Og Shelden er ekki nema
einn af mörgnm þúsundum, sem uppi eru í dag,
sem bíða eftir samskonar tækifæri og hirða alls
ekkert um það, hverjir falla og verða undir
borðinu á ferlíki stálbarðans er vér nefnum
auðvald. Þetta eru ekki tímar smámunalegr-
ar tilfinningasemi, Greggy, það eru tímar hins
almáttuga dals og baráttunnar fyrir að öðlast
hann. Menn eins og Shelden stansa ekki; þótt
konur og börn standi í vegi þeirra. Dalur
þvottakonunnar er alveg eins stór og dalurinn
þinn, eða minn. Og ef hægt væri að finna ráð,
sem veitti tækifæri til að ræna hverja einustu
þvottakonu í landinu einum dal og komast af
með það óhengdur, mundir þú finna þúsundir
manna þar suður frá, sem reiðubúnir væru að
ganga í þann félagskap og það strax á morgun.
Hvað heldur þú þá að slíkum mönnum þyki
fyrir því að fóma fáeinum konum hér norður
frá?
Gregson fleygði bréfinu, sem alt var bögl-
að snúið á borðið.
“Eg veit ekki hvort eg skil þetta,” sagði
hann og leit framan í Philip. “Vafalaust hafa
fleiri bréf farið á milli þeirra og þetta er úr-
skurðurinn. Það sýnir að andstæðingar þínir
hafa nú þegar æst skógabúana gegn þér og
hafa fylt þá tortryggni. Síðasta árásin á að
verða-----”
Hann stansaði og Philip hneigði sig til sam-
þykkis þeirrar spurningar er hann las í hinu
skelfda augnaráði hans.
“Greggy, hér norður frá eru það ein lög
sem eru virt og haldin öllum lögum framar. —
Þegar eg var í Prince Albert fyrir ári síðan, þá
sat eg eitt sinn á svölunum í hinu litla og
gamla Windsor-gistihúsi. Umhverfis mig
voru eitthvað tólf útilegumenn úr hinu óbygða
norðri, er komið höfðu til að dvelja einn eða
tvo daga þarna í útjaðri menningarinnar. —
Flestir þeirrá höfðu hafst við í skógunum í ár.
Tveir voru ennþá lengra að og höfðu eigi komið
til siðaðra manna heimkynna í fimm ár. Er
við sátum þama kom kvenmaður eftir strætinu.
Hún gekk inn í gistihúsið. í kring um mig
heyrði eg raddimar lækka og fótatak mikið. Er
hún gekk framhjá hafði hver einasti staðið á
fætur og stóðu með beygð höfuðin og húfuna í
hendinni þangað til hún var farin framhjá. Eg
var sá eini, sem sat kyr. Þetta eru eiginlega
einu lögin hér norðurfrá. Þeir tilbiðja konuna
vegna þess, að hún er kona. Maður getur bæði
myrt og stolið, en þessi lög má hann ekki
brjóta. Ef hann drepur eða stelur þá nær lög-
reglu riddarinn honum kannske, en brjóti hann
hin lögin er ekki nema ein hegning, og fólkið
framkvæmir hana. Þetta bréf stingur upp á
þessu afbroti, svo að hegningin falli á okkur
fiskifélagsmennina, og ef þeim tekst þetta, þá
bið eg guð að hjálpa okkur.”
Nú stökk Gregson upp af stólnum. Hann
gekk órólega fram og aftur um gólfið nokkrum
sinnum, stansaði, kveikti sér í vindlingi og
horfði framan í Philip, sem horfði á hann.
“Nú skil eg hvar baráttan á við,” sagði
hann. “Komist þessi glæpur í kring, mun
fólkið rísa upp og afmá ykkur af jörðinni. Þeir
kenna þér og mönnum þínum um þetta svo
sem auðvitað. Og hafi þeir sömu skoðun á
þessu og eg, þá ganga þeir hreint til verks.
En,” bætti hann við hvatskeytslega. “Hvers-
vegna leggur þú ekki þetta mál fyrir yfirvöldin,
stjórnina í landinu? Þú verður — Já auðvitað;
þú munt vita nafnið á manninum, sem þetta
bréf var ritað til?”
Philip rétti honum óhreint, hvítt umslag,
var það þeirrar tegundar sem haft er utan um
embættisbréf.
“Þetta er maðurinn.”
Gregson blístraði Iágt.
“Lord — Fitzhugh — Lee,” las hann hægt
eins og hann tryði tæplega sínum eigin augum.
“Hver fjandinn! Enskur lávarður!”
Háðslegt bros lék um varir Philips er hann
sagði: “Ef til vill, en sé brezkur lávarður hér
norður frá, þá er hann lítt þektur. Enginn
þekkir hann. Enginn hefir heyrt hið minsta
kvis um hann. Þessvegna getum við ekki farið
til lögreglunnar með þetta. Hún mundi ekki
leggja mikinn trúnað á málstað okkar. Bréf
þetta vegur ekkert nema nægar aðrar sannanir
fylgi því, og fjöldi þeirra. Auk þess höfum við
engan tíma til að fara til stjórnarinnar. Hún er
of langt í burtu og of sein, og hvað lögregluna
snertir — eg veit af þremur lögreglumönnum
á þessu svæði, sem er fimtán þúsund fermílur
af fjöllum og sléttum og skógum. Þú og eg
verðum að finna Fitzhugh lávarð. Takist okkur
það, getum við grafist fyrir ræturnar á þessu
samsæri og það í snatri. Ef við höfum eigi upp
á honum, þá-----”
“Hvað þá?”
“Við verðum að reyna tækifærin. Eg hefi
sagt þér alt, sem eg veit. Þú stendur jafnt að
vígi og eg. Fyrst hélt eg að eg vissi takmark
þeirra, sem voru að ofsækja okkur á svona
heigulslegan hátt, en nú sé eg að það er ekki.
Ef þeir eyðileggja taékifæri okkar hér, eyði-
leggja þeir þau fyrir hvaða félagi sem er, sem
reyndi að koma í okkar stað. Þessvegna
skil eg---”
“Það hlýtur að vera einhver annar tilgang-
ur í þessu,” sagði Gregson þegar Philip hikaði.
“Já, það hlýtur að vera. Eg vil að þú
skapir þér þínar skoðanir, Gregson, og þá skul-
um við bera þær saman við mínar grunsemdir.
Fitzhugh lávarður er lykillinn að öllum leyndar-
dómnum, það gerir ekkert til hverjir standa á
bak við hann í þessu samsæri. Fitzhugh lá-
varður er maðurinn, sem framkvæmir verk
þeirra. Okkur varðar ekki svo mjög um bréf-
ritarann eins og þann, sem bréfið er skrifað til.
Það er auðsæilegt að hann ætlar að koma hing-
að til Churchill, því að þangað er bréfið sent.
En hingað hefir hann ekki komið. Hann hefir
aldrei hér verið, að svo miklu leyti sem eg get
fundið út.”
“Eg skyldi gefa ársuppskeru til að hafa
núna aðalsskrá Breta eða lista yfir helstu menn
þeirra. Hver fjárinn getur þessi Fitzhugh
verið. Hverskonar Englendingur er það sem
lætur hafa sig til svona svívirðinga ? Þú gætir
fremur hugsað þér hann, sem einn af leiðtogun-
um, eins og Brokan, en í staðinn tekur hann að
sér að vinna sjálfur allan óþverrann, eftir þessu
bréfi að dæma-t”
“Þú ert farinn að hugsa um þetta strax,
Greggy,” sagði Philip og hýrnaði nú dálítið yfir
honum. “Eg hefi spurt sjálfan mig þeirrar
spurningar hundrað sinnum, hina síðustu þrjá
daga, og er engu nær, nema að síður sé. Hefði
það verið réttur og sléttur Tom Brown eða Bill
Jones. Hefði nafnið ekki bent til neins fram
yfir það, sem þú last í bréfinu. En spurningin
er: Hversvegna ætti lávarðurinn Fitzhugh Lee
að vera bendlaður við þetta mál?” Hinir tveir
menn horfðust í augu og þögðu um hríð.
“Þetta bendir til—” sagði Gregson.
“Hvers ?”
“Að eitthvað meira sé á bak við þetta, en
við getum skilið. f raun og veru, álít eg, að
fólkið hafi verið æst upp gegn þér og mönnum
þínum af einhverri frekari ástæðu en þeirri, að
koma þér út úr landinu og neyða stjórnina
til að svifta þig leyfinu. Eg er hundviss um að
eitthvað meira liggur til grundvallar.”
“Það er eg líka,” sagði Philip hæglátlega.
“Hefir þú nokkra hugmynd um hver
tilgangurinn er?”
“Nei. Eg veit að brezk auðfélög hafa varið
stórfé í námasvæðin austur af hinni fyrirhug-
uðu járnbraut, en engu í kring um Churchill.
Öll starfsemi þeirra hefir verið út frá Montreal
og Toronto.”
“Hefir þú skrifað Brokan um þetta bréf ?”
“Þú ert eini maðurinn, sem eg hefi sýnt
það,” sagði Philip. “Eg gleymdi að segja þér,
að Brokan er svo æstur út af þessu ástandi, að
hann er að koma hingað norður. Skip Hudson-
flóa félagsins, kemur við í Halifax og hafi Bro-
kan gert eins og hann ætlaði, þá fékk hann sér
far með því . Skipið ætti að koma hér eftir
viku eða tíu daga. En vel á minst” — Philip
stóð upp, stakk höndunum í vasann og sagði
hálf brosandi. “Mér er ánægja að því að færa
þér svolitlar góðar fréttir. Miss Brokan kemur
með föður sínum. Hún er mjög fögur.”
Gregson hélt á logandi eldspýtunni, þang-
að til hún brendi á honum fingurgómana.
“Ja, hvað segirðu! Eg hefi heyrt----”
“Já, vafalaust hefir þú heyrt um fegurð
hennar. Eg er eigi neinn sérfræðingur í þinni
grein, en mér er óhætt að fullyrða að þetta er
rétt hvað Miss Brokan snertir. Þú munt segja
að hún sé sú fegursta stúlka, sem þú hefir
nokkumtíma séð, og þig mun langa til að dragr
mynd af henni fyrir Burkes tímaritið. Þú
furðar þig sjálfsagt á því, hversvegna hún kem-
ur norður hingað? Það geri/eg líka?”
“Það var vandræða svipur í augum Philips,
sem Gregson hafði sjálfsagt séð, hefði hann
eigi opnað hurðina og litið út í náttmyrkrið.
“Hversvegna sýnast stömurnar svona stór-
ar hér norður frá?” spurði hann.
“Vegna þess að loftið er svo tært,” svar-
aði Philip og furðaði sig á því að hann spurði
þannig. “Loftið hérna er samanborið við loftið
suðurfrá hjá okkur, eins og glerrúða, sem hefir
verið hreinsuð af árs óhreinindum.”
Gregson blístraði um stund og svo sagði
hann: “Hún verður að vera fríð, ef hún tekur
þeirri fram, sem eg sá í kvöld.” Hann sneri sór
við og leit á Philip og sagði hlægjandi: “Gamli
vinur. Eg bið þig afsökunar. Eg ætlaði mér
ekki að tala um Miss Brokan eins og hún væri
hestur.”
“Og mér fyrir mitt leyti fellur ekki að
veðja um verðleika fríðra kvenna, en eg skal
samt veðja við þig besta hattinum, sem fæst
í New York, um það, að hún tekur fram stúlk-
unni, sem þú sást í kvöld.”
“Því tek eg,” sagði Gregson. “Svo lítið
gaman af þessu tæi léttir af okkur áhyggj unum,
Phil. Eg hefi heyrt nóg af vandræðum í
kvöld og ætla nú að ljúka við teikninguna, sem
eg byrjaði á af stúlkunni, áður en eg gleymi
smáatriðunum. Hefir þú nokkuð á móti því ?”
“Hreint ekkert,” svaraði Philip. “Á meðan
þú starfar að þessu fer eg út og fæ mér frískt
loft.
Hann fór í yfirhöfnina, tók ofan húfuna af
snaganum í veggnum. Gregson fékk sér sæti
undir lampanum og tálgaði blýantinn sinn.
Rétt í því að Philip ætlaði út dró Gregson
umslag upp úr vasa sínum og fleygði því á borð-
ið.
“Ef þú sæir nokkura sem líkist henni,”
sagði hann og kinkaði kolli í áttina til umslags-
ins, “þá gerðu svo vel og mæltu með mér við
hana. Eg rissaði þetta í flýti. Það gerir henni
ekki nánda nærri full skil.”
, Philip hló og greip upp umslagið.
“Ljómandi fögur-----” sagði hann en hætti
við setninguna. Gregson leit upp frá blýantin-
um, sem hann var að ydda og sá brosið hverfa
af vörum Philips og roðann þjóta fram í hina
veðurbörðu vanga hans. Hann starði á mynd-
ina á umslaginu, í eitthvað hálfa mínútu og
svo leit hann steinþegjandi á Gregson.
Gregson, sem var alveg grunlaus hló lágan
hlátur.
“Hvemig fer nú um veðmálið þitt ?” sagði
hann ertnislega.
“Hún — er — fögur,” tautaði Philip og
fleygði umslaginu á borðið og sneri til dyra.
“Bíddu ekki eftir mér Greggy. Farðu að sofa.”
Hann heyrði hlátur Gregsons á bak við sig
og furðaði sig á hvað Gregson mundi segja ef
. hann vissi að hann hafði dregið þarna á um-
slaði hið fagra andlit Elinar Brokan.
V.
Philip stansaði fáein skref frá dyrunum í
skugga hinna þéttu grenitrjáa og hugsaði um að
snúa aftur. Hann gat þaðan sem hann stóð,
séð Gregson lúta yfir borðið og vinna að mynd-
inni. Hann játaði með sjálfum sér, að honum
hafði brugðið er hann sá myndina. Hann vissi
að hann hafði roðnað og að það var aðeins fyrir
hepni, að Gregson hafði getið rangt til um
ástæðuna. Miss Brokan meira en þúsund mílur
í burtu. Á þessu augnabliki var hún einhver-
staðar í norður Atlantshafinu, ef hún var á
skipinu, sem lagt hafði af stað frá Halifax. Hún
hafði aldrei verið þarna norðurfrá. Ennfremur
vissi hann, að Gregson hafði aldrei séð Miss
Brokan, og hafði aðeins heyrt um hana frá hon-
um sjálfum og dagblöðunum. Hvernig var þá
hægt að útskýra þessa mynd?
Hann gekk eitt eða tvö spor í áttina til
opnu dyranna, og standsaði svo. Ef hann
sneri aftur til að spyrja Gregson, þá mundi
það koma honum nálægt þeirri hættu að út-
skýra atriði, sem hann langaði ekki til að út-
skýra fyrir vini sínum. Þegar á alt var litið
var myndin ekkert annað en líking, gerð eftir
minni. Hún gat ekki verið neitt annað en eftir-
líking, jafnvel þótt hún væri mjög lík, svo lík
að hún hafði næstum látið hann koma upp um
sig. Þegar hann kæmi inn síðar og liti á hana
mundi hann efalaust sjp, hve rangt hann hefði
haft fyrir sér.
Hann gekk í gegn um skugga grenitrjánna,
eftir mjóum stig sem lá upp á nakinn kletta-
hval á hálsinum. Hann þreifaði fyrir sér með
hendinni, þar sem skógurinn byrgði úti stjörnu-
Ijósið og tunglskinið uns hann kom út á ber-
svæði, sem Ijómaði af bjarma himinsins, en
útífrá var alt sveipað gráum og svörtum, leynd-
ardómsfullum skuggum. Flóinn var í norðri
eins og svört slétta. Eins og hálfa mílu í burtu
loguðu þrjú ljós yfir Churchill víginu, eins og
rauð augu út úr bliksvartri tjörn náttmyrkurs-
ins. f suðri og vestri var alt sveipað grárri
móðu, það voru hin stjörnu lýstu öræfi milli
hans og menningarheimsins.
Hann hallaði sér upp að stórum steini og
hvíldi olnbogana á mosadúknum, sem huldi
hann, og starði út í fjarskann. Haf skógarins,
sem huldi dalinn fyrir neðan fætur hans hvísl-
aði blíðlega í náttblænum. Einhverstaðar frá
djúpi skóganna vældi náttugla, en annars ríkti
djúp bögn yfir þessari miklu auðn. Oftar en
einu sinni hafði andi þessara öræfa heimsótt
hann að næturlagi og vakið hann og komið hon-
um til að sitja andvaka og aleinn úti undir þess-
um stjörnum og hugsa um hvað hann gæti sagt
honum ef hann gæti skilið mál hans er talaði við
hann í hvísli trjánna. Til að vita hvort hann
gæti skilið hann eins og hann þráði að skilja
hann og höndla þau frið, sem hann vissi að
hann geymdi. Aldrei hafði þessi andi verið
nær honum en þessa nótt, svo nálægt að hon-
um virtist það næstum vera eins og hlý og lif-
andi tilvera fast við hlið sína, eitthvað sem
hafði komið til hans sem mállaus einstaklings
tilfinning jafnoki þeirrar er bjó í hans eigin sál,
er hlustaði og vekti með honum þarna hjá stein-
inum. Þetta var nær honum nú síðan hann
hafði séð og talað við Gregson. Það var miklu
nær honum en fyrir fáum mínútum síðan, þegar
hann hafði horft á það sem hann hélt að væri
andlit Elínar Brokan.
Og þetta var heimurinn og andi þessa
heims, sem hafði breytt honum. Hann spurði
sjálfan sig hvort Gregson mundi hafa tekið
eftir breytingunni er hann reyndi svo mjög til
að dylja. Hann spurði hvort Miss Brokan
mundi taka eftir henni, þegar hún kæmi, og
hvert hin mjúku gráu augu hennar mundi lesa
hann niður í kjölinn eins og forðum. Þessar
hugsanir ásóttu hann. Tvisvar sinnum þennan
dag hafði hann fundið tilfinningu ná valdi yfir
sér, sem var næstum því líkamleg kvöl, og
samt vissi hann að þetta var ekkert annað en
einstæðingstilfinningin, sem nagaði hjartaræt-
ur hans. Á þeim stundum fann hann sárt til
þess að hafa leitt Gregson á leið sína á ný, og
auk hans kæmi Elin Brokan. Honum þótti það
meira en slæmt. Hann hitnaði og kólnaði ó-
þægilega við þá umhugsun þarna í köldu nætur-
loftinu, sem kælt var af ísjökum á flóanum. —
Aftur stóð hann andspænis hinum einkennilegu
myndum liðins lífs síns. Hann sá þar Philip
Whittemore, sem einu sinni var uppi og sem
liðið hafði undir lok, auk þessara svipa liðinna
ára, kom einstæðingstilfinningin og féll yfir
hann eins og himinhá flóðbylgja og ætlaði að
kæfa hann og merja í sundur. Hann sogaðist
til baka eins og maður í draumi. Yfir dökkan
greniskóginn fyrir framan fætur hans, langt út
í gráan fjarskann og auð öræfin, yfir skóga og
fjöll og þögul þungbúin firnindi. Hann sá í
anda líf sitt eins og það hafði byrjað fyrir
honum og eins og hann hafði lifað því um
hríð. Það hafði byrjað vel. Það hafði gefið
góðar vonir. Það hafði veitt í sál hans metnaði
og framgimi, og svo hafði það breyst.
Ósjálfrátt krefti hann hnefana, er hann
hugsaði um áframhaldið. Um hinar svörtu
sorgarstundir gjaldþrots og dauða, um eyði-
leggingu alls, sem hann hafði vonað og dreymt
um. Hann hafði barist, vegna þess að bar-
dagaeðlið var honum meðfætt. Hann hafði
sigrað aftur og aftur, en við hvern sigur réðist
ógæfan að honum. Fyrst hafði hann hlegið að
henni og nefnt hana óhepni, en þessi óhepni
hafði elt hann, eins og skugginn hans og sáð i
sál hans nýrri skoðun og meti á hlutunum. Hann
fór úr félögum sem hann var í. Hann fór að
dæma um menn og konur öðruvísi en áður, og
smám saman óx hjá honum andstygð á því, sem
þessir dómar leiddu í ljós. Hin andlega af-
staða, sem hann var að öðlast benti honum á
æðri og stærri markmið, á hið frjálsa líf, sem
hann hafði reynt í félagi við Gregson. Líf sem
eigi var sveipað í hið gullna yfirskin danssal-
anna í kvöld, eða í hina æðisgengnu fjárbaráttu
á morgun. Enginn gat skilið þessa breytingu,
sem á honum var orðin. Hann gat hvergi fund-
ið neina samúð hjá neinum, ekkert hjarta í
öðru brjósti er hann gæti leitað til og fundið
því til blessunar samúðar skilningsins. Eitt
sinn hafði hann vonað og reynt-------
Hann dró andann djúpt, stundi næstum
því, er hann hugsaði um síðasta kvöldið á dans-
leiknum hjá Brokan. Ennþá heyrði hann hlát-
urinn og ysinn í mönnum og konum, skrjáfið í
mjúkum klæðum og svo þögnina, er hinir laga-
þýðu tónar uppáhalds dansins hans byrjuðu, á
meðan hann stóð falinn bak við pálmana og
horfði niður í hin björtu, gráu augu Elínar
Brokan. Hann sá sjálfan sig er hann stóð þar
og beygði sig yfir hinar grönnu, Hvítu axlir
hennar, ölvaður af fegurð hennar, fölur
í framan af tilhugsuninni um það, sem hann
ætlaði að segja. Hann sá stúlkuna er hallaði
hinu fagra höfði aftur á bak, svo að hið ljós-
gullna hár hennar snerti næstum því varir hans
er hún beið eftir því að hann talaði. Hann
hafði mánuðum saman barist gegn töfravaldi
fegurðar hennar. Aftur og aftur hafði hann
næstum gefist upp án þess að láta sigrast. —
Hann hafði séð þessa stúlku, sem var eins sak-
leysisleg og engill, særa hjörtu manna; hann
hafði heyrt hana hlægja og skopast að sárun-
um, sem hún hafði sært. Á bak við augun,
sem horfðu á hann hrein og tær eins og heið-
arvötn í sólskini, vissi hann að bjó taumlaus
ástríða eftir valdi og aðdáun, eftir hinu hégóm-
lega lífi, sem iðaði í kringum þau. Hreinskilnin,
sem þau vritust búa yfir var ekkert nema
gríma. Hann vissi að þessi fögru gráu augu
lugu, er hann las í þeim dýrð kvenlegrar full-
komnunar.