Heimskringla - 06.07.1938, Page 7

Heimskringla - 06.07.1938, Page 7
WTNNIPEG, 6. JÚLf 1938 HEIMSKRINGLA 7. SÍÐA HELGISTAÐUR ÍSLENDINGA Nú í vor eru liðin tíu ár síðan Alþingi friðlýsti Þingvallabygð- ina. Tveim árum síðar var þar haldin hin mikla hátíð, mesta þjóðhátíð, sem nokkurntíma hefir verið háð á'fslandi. Fyrir hönd Alþingis hafa þrír þingmenn stýrt friðun Þingvalla undanfarin 10 ár. Það voru þeir Jón Bildvinsson, Magnús Guð- mundsson og Jónas Jónsson. Var samstarf þeirra hið bezta, og er nefndinni mikill skaði að fráfalli þeirra tveggja þingskörunga, er hnigu í valinn í vetur sem leið. Á undangegnum tíu árum hef- ir orðið gífurleg breyting á Þingmvöllum. Þangað hefir verið lagður vegur, sem kostar um 400 þús. kr. og er fær nálega alt árið Alt láglendið milli Almannagjár og Hrafngjár hefir verið friðað, norður með Ármannsfelli. Er það mesta skógargirðing á fs- landi. Búskap hefir verið hætt í hrauninu, áður gengu, þar um 1000 f jár á beit í skógunum allan ársins hring. Telur Hákon skóg- ræktarstjóri mikla framför orðna á skógunum síðan friðað var. Þá voru hinir þýfðu vellir sléttaðir og friðaðir. Valhöll og konungshúsið flutt af völlunum, á stað þar sem betur fer um húsin, en þau trufla ekki fegurð héraðsins. Hinn gamli, ömur- legi bær hefir verið endurbygð- ur í stíl gamalla sveitabæja. Þar býr umsjónarmaður þjóðgarðs- ins og þar er heiðursbústaður fyrir gesti landsins. Hafa marg- ir hinir tignustu menn, er til landsins hafa komið hin síðustu ár, dvalið á Þingvöllum og unað vel hag sínum í heiðursbústað þjóðarinnar. f vetur sem leið kusu þing- flokkarnir að nýju í Þingvalla- nefnd. Haraldur Guðmundsson kom í stað Jóns Baldvinssonar, en Sigurður Kristjánsson fyrir Magnús Guðmundsson. Jónas Jónsson var endurkosinri af Framsóknarmönnum. — Heldur þóttu það giftumerki að nefndin bjargaði veikum manni í Þing- vallahrauni, er hún var nýlega austur þar í eftirlitsferð. Hvað gerist á næstu tíu árum á Þingvöllum? Það er erfitt að spá, en getum má leiða að því hvað við muni taka. Friðunin er nú vel á veg komin. Reykvík- ingar og Hafnfirðingar finna hve mikils það er um vert, að hafa Þingvallahraun eins og sameig- inlegan trjágarð beggja bæj- anna. Skólabörn eru nú farin að koma austur á vorin og planta mörg þúsund trjám ár hvert. — Komið hefir til orða að úthluta skólunum í Rvík ákveðnu svæði af Fögrubrekku til að planta í og hirða um. Yrði sýnt með var- anlegum merkjum, hve miklu var plantað árlega. Þá er talað um að bæta Valhöll, svo að hún geti verið opin alt árið og að þingmenn hafi þar samastað af INNKÖLLUNARMENN HEIMSKRINGLU I CANADA: Amaranth...............................J. B. Halldórsson Antler, Sask.........................-K. J. Abrahamson Árnes...............................Sumarliði J. Kárdal Árborg.................................G. O. Einarsson Baldur...............................Sigtr. Sigvaldason Beckville..............................Björn Þórðarson Belmont...................................G. J. Oleson Bredenbury...............................H. O. Loptsson Brown...............................Thorst. J. Gíslason Churchbridge..........................H. A. Hinriksson Cypress River.............................Páll Anderson Dafoe................................... » Ebor Station, Man....................K. J. Abrahamson Elfros.................................. Eriksdale..............................ólafur Hallsson Foam Lake..............................H. G. Sigurðsson Gimli................................... K. Kjernested Geyslr..............................................Tím. Böðvarsson Glenboro...................................G. J. Oleson Hayland................................Slg. B. Helgason Hecla.................................Jóhann K. Johnson Hnausa..................................Gestur S. Vídal Hove....................................Andrés Skagfeld Húsavfk...................................John Kernested Innisfail.......................................Ófeigur Sigurðsson Kandahar................................ Keewatin..........................................Sigm. Björnsson Kristnes..........................................Rósm. Árnason Langruth.............................................B. Eyjólfsson Leslie...............................Th. Guðmundsson Lundar........................Sig. Jónsson, D. J. Lfndai Markerville............*............ ófeigur Sigurðsson Mozart.................................. Oak Point........................................Andrés Skagfeld Oakview............................. Otto...............................................Björn Hördal Piney....A...............................S. S. Anderson Red Deer........................................Ófeigur Sigurðsson Reykjavík...........................................Árni Pálsson Riverton.............................Björn Hjörleifsson Selkirk........................... Magnús Hjörleifsson Sinclair, Man.......................K. J. Abrahamson Steep Rock........................................Fred Snædal Stony Hill.........................................Björn Hördal Tantallon.........................................Guðm. ólafsson Thornhill............................Thorst. J. Gíslason Víðir.................................. Aug. Einarsson Vancouver.............................Mrs. Anna Harvey Winnipegosis......................Finnbogi Hj álmarsson Winnipeg Beach......................................John Kernested Wj’nyard................................. I BANDARÍKJUNUM: Akra...................................Jón K. Einarsson Bantry..................................E. J. Breiðfjörð Bellingham, Wash..................Mrs. John W. Johnson Blaine, Wash...................Séra Halldór E. Johnson Cavaliér...............................Jón K. Einarsson Chicago: Geo. F. Long, 2428 Hamlin Ave., Logan Square Sta. Edinburg....................................Jacob Hall Garðar................................S. M. Breiðfjörð Grafton...............................Mrs. E. Eastman Hallson................................Jón K. EJinarsson Hensel............................... J. K. Einarsson Ivanhoe.............................Miss C. V. Dalmann Los Angeles, Calif....Thorg. Ásmundsson, 4415 Esmeralda St. Milton...................................F. G. Vatnsdal Minneota............................Miss C. V. Dalmann Mountain..............................Th. Thorfinnsson National City, Calif......John S. Laxdal, 736 E 24th St. Point Roberts.........................Ingvar Goodman Seattle, Wash..........J. J. Middal, 6723—21st Ave. N. W. Svold...................................Jón K. Einarsson Upham....................................E. J. BreiðfjörO The Yiking Press Lisiited Winnipeg; Manitoba og til um þingtímann. Auk þess myndu margir aðrir menn vilja taka sér þar hvíld að vetrinum, ef skilyrði væru góð, því að Þing- vellir eru engu síður tilkomu- miklir að vetri en að sumri. Vel mætti svo fara, að innan tíu ára yrði bygt við ValhöIT fram- , tíðar gistihús, sem miðað væri við þörf landsins og tign staðar- j ins. Það er líka talað um að endur- j byggja Þingvallakirkju, að lík- indum fremur litla kapellu í ein- földum, hreinum stíl. Á Þingvöll- um var reist hin fyrsta kirkja og yrði sérstök helgi í því guðs- húsi sem þar væri reist. Færi vel á að þar væru haldnar hátíð- legar sérstakar kirkjulegar há- tíðir, svo sem biskupsvígslur o. s. frv. — Komið hefir sú tillaga, að í hinni nýju Þingvallakirkju yrðu geymdar tlrunaleifar merkra íslendinga, svo sem Bret- ar grafa lík sinna mestu manna í Westminsterkirkjunni. Þá hef- ir verið borið í tal að íslending- um vestan hafs yrði helgaður einn dagur á Þingvöllum á hverju ári og að þá yrðu ekki á Þingvöllum aðrir gestir heldur en landar vestan um haf og þeir aðrir, sem þangað væru sérstak- lega boðnir. Þingvöllur verður auk þess al- veg sérstakur samkomustaður fyrir félög og flokka, sem halda mót sín og afmæli. Alveg sér- staklega væri vel til fallið að halda þar aimenna þjóðhátíð tí- unda hvert ár, þó að hún stæði ekki nema einn dag. Vafalaust munu menn fjnna enn miklu fleiri leiðir til að njóta fegurðar og helgi Þingvalla. Al- þingi og þjóðin öll mun meir og meir festa þau bönd sem gera Þingvallabygðina að hinni eigin- legu dómkirkju íslenzku þjóðar- innar.—N. Dbl. 5. júní. Hvort var betra? Þjóðverji og Hollendingur sátu inni á kaffihúsi og ræddust við. Alt í einu sagði Þjóðverjinn: — Við erum voldug þjóð. Við eigum þúsundir flugvéla, óþrjót- andi birgðir af skriðdrekum og miljónaher. — Já, það er satt, sagði Hol- lendingurinn. — Við þolum eng- an samanjöfnuð við ykkur á því sviði. Her okkar er lítill, við eigum fáa skriðdreka og fáar flugvélar. En eitt get eg sagt þér. Þegar eg heyri dyrabjöll-. unni hringt snemma morguns, þá veit eg, að það er mjólkur- pósturinn að færa mér mjólk og smjör. KONAN Á AÐ VERA VINUR ÞINN ÁÐUR EN ÞtJ GIFTIST HENNI Séra W. H. Elliot þektur enskur útvarpsræðumað- ur, myndi gefa syni sínum þetta ráð. Milli föður og sonar er oft ekki fullur skilningur í þeim efnum, sem þýðingarmest eru, og faðirinn veigrar sér oft og tíðum við að segja syni sínum sannleikann einmitt í þessum málum. Oft er það svo, að úr því að einu sinni er farið að draga þetta, þá kemst það aldrei í framkvæmd, og svo naga menn sig síðar í handarbökin fyrir að hafa ekki útskýrt hlutina í tíma, svo sem skyldi verið hafa. Það getur að vissu leyti verið erfitt að ræða við son sinn um ástamál og hjúskaparmál, því að margt getur borið í milli og hinn gullni meðalvegur er vand- rataður. Þessi skylda föðursins hefst löngu áður en sonurinn er það stálpaður, að hann fer að líta í kringum sig og augu hans að opnast fyrir kvenlegri fegurð. Faðirinn á að segja syni sínum, þegar hann er í æsku og gengur enn í barnaskóla, frá “grund- vallaratriðum lífsins”, og út- skýra þau þannig, að hann skilji þau til hlítar, en þurfi ekki að undrast það, sem fyrir augun ber, eða verða að geta í þær eyð- ur, sem hann hefir ekki fengið fullar skýringar á. Það þarf að opna augu sonarins fyrir fegurð lífsins og dásemd, en varast að láta bernskudraumana fölna síð- ‘ ar og dreifast í grádumbung | veruleikans vegna þessarar van- ! rækslusyndar. Lífið er dásamlegt og vissu- lega þess vert, að augum barn- anna sé beint að fegurð þess og gæðum, því að guð er lífið. Það eru mennirnir, sem, í heimsku sinni afskræma lífið og hneyksl- ast eða hlægja flónslega, ef þeir heyra eitthvert tvírætt glens í leikhúsum eða manna í milli. Við eigum einnig okkar sök á því, að gera lífið erfiðara með því að geyma í þrálátri þögn þann fróðleik, sem getur leið- beint hinu fróðleiksþyrsta og fá- fróða barni, sem blygðast sín fyrir að spyrja um það, sem það hefir fengið einhvern pata af, en heldur að menn hneykslist á. En nokkrar ráðleggingar og leið- beiningar um það, hvað sé hreint og heilbrigt líf, getur bjargað barninu frá margskonar böli, sem vanþekkingin hefir oft og einatt í för með sér. Alt þetta langar mig til að segja, þar sem eg er prestur, og hefi fylgst með þeim píslum, er hertaka hjörtu margra æsku- manna, sem eru að komast á þroskaskeiðið, og leiða oft til takmarkalausra þjáninga og ótta. Hjá þessu er auðveldlega hægt að komast, ef feðurnir gera sér fulla grein fyrir skyldum sínum í þessu efni, en eg býst við að fæstir feður hafi sint þessu svo sem vera skyldi. Sannleikurinn er sá, að hugs- unin um hjónabandið þróast ó- sjálfrátt hjá hverju barni. er, þar á eg ekki við að börnin geri sér grein fyrir því eða hugsi um slí'kt að staðaldri. Því fer íjarri. en hjúskapurinn er eitt atriði í lífi barnsins, eins og það hugsar sé: það frá upphafi. Það er ekkert óeölilegt við það. aí drengur og te!pa verði goðir vmir og hænist h\ort að öðru í skólanum, og það cr engin hjálp fyrir börnin, að gert sé gys að þeim vegna slíkrar vináttu. Með því að gera gys aö þeim vekjum við ástæðulausa blygðunartil- finningu hjá þeim, vegna þeirrar saklausu vináttu, sem allra góðra gjalda er verð, og komum því ef til vill til leiðar, að börnin upp- ræta þann vísi að vináttu, sem þegar er tekinn að gróa. Eg vorkenni hverjum þeim unglingi, sem er hræddur og feiminn við að tala við kvenfólk, af því að hann hefir aldrei átt vinkonu. Ef hann verður síðar ástfanginn, kann hann ekki með það að fara og gerir sig sekai, allskonar glappaskotum. Hvern- ig getur hann gert að slíku, ef hann þekkir ekki hugsunarhátt og tilfinningar kvenþjóðarinnar ? Foreldrar ættu að gleðjast yfir slíkri vináttu og gera sitt til að efla hana og viðurkenna með því að leyfa börnunum að um- gangast heima fyrir, eins og ekk- ert væri eðlilegra. Ef börnin bera fult traust til foreldra sinna, leyfa þau for- eldrunum að leiðbeina sér í vina- vali, þótt þeirra sé völin og kvöl- in, er þau vitkast og stækka. — Foreldrar mega ekki fæla vini barnsins frá heimilinu með eins- konar afbrýðissemi, sem getur eyðilagt líf barnanna, eins og mörg dæmi eru til. Ef við getum ekki skilið “hvað hann sér í henni”, verðum við að hafa það hugfast, að hann sér með sínum augum, en ekki með okkar. Ef við teljum hana ekki samboðna honum, þá verðum við að gera okkur grein fyrir hvort ást okkar hefir ekki sín áhrif á niðurstöðuna. Ef þessa er gætt á heimilinu, - NAFNSPJÖLD — Dr. M. B. Halldorson 401 Boyd Bldg. Skrifstofusími: 23 674 Stundar sérstaklega lungnasjúk- dóma. Er a5 finnl á skrifstofu kl. 10—1 f. h. og 2—6 e. h. Heimlli: 46 Alloway Ave. Talsimi: 33 ÍSS G. S. THORVALDSON B.A., LL.B. LögfrœOingur 702 Confederation Liíe Bl<tg. Talsiml 97 024 Orric* Phon* Res Phoni 87 293 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 109 MEDICAL ART8 BUILDINO Omci Hottrs ■ 12 - 1 4 r.M. - 6 p.m SND BT APPOINTMBNT — W. J. LINDAL, K.C. BJÖRN STEFÁNSSON tSLENZKIR LÖGFRÆÐINOAR á öðru gólfi 325 Main Street Talsimi: 97 621 Hafa einnie skriístofur að Lundar og Gimli og eru þar að hitta, fyrsta miðvlkudag i hverjum mánuði. Dr. S. J. Johannes.ion 218 Sherbum Street Talsiml 30 877 VlOtalstiml kl. 3—5 e h. M. HJALTASON, M.D. ALMENNAR LÆKNINGAR Sérgrein: Taugasjúkdómar Laetur úu meðöl í viðlögum Viítalstímar kl. 2 4 e. h. I—8 að kveldlnu Síml 80 857 s66 vietor Bt. J. J. Swanson & Co. Ltd. REALTORS Rental. Insuranct and Financíal Agtnts Siml: 94 221 608 PARIS BLDO.—Wlnnlpeg A. S. BARDAL selur llkklstur og annaat um útfar- ir. Allur útbúnaður sá bestí. Ennfremur selur hann «n«k«^nr minnlsvarða og legsteina. 843 SHERBROOKE 8T Phone: 16 607 WINNIPEO Gunnar Erlendsson Pl&nokennari Kenslustofa: 701 Victor St. Síml 89 535 THL WATCH SHOP Thorfakson Baldwin Diamonds and Wedding Rings Agents for Bulova Watches Marriage Licenses Issued 699 Sargent Ave. Jacob F. Bjamason —TRANSFER— Baggage and Furniture Moving 591 SHERBURN ST. Phone 35 909 Annast allskonar flutninga fnun og aftur um bœinn. MARGARET DALMAN TEACHER OF PIANO SSi BANNING ST. Pbone: 26 420 þá munu börnin líta á hjóna- bandið sem eðlilegan og örlaga- ríkan viðburð. Þau munu skilja það, að það er aldrei auðvelt eða ábyrgðarlaust að tengja líf við líf, jafnvel þótt um ást á hæsta stigi sé að^ ræða. Skilyrði fyrir affarasælu Rovatzos Floral Shop *0ð Notrie Dame Ave. Phone 94 954 FTeeh Cut Flowers Daily Plants in Season We speciallze in Wedding St Concert Bouquets & Funeral Deslgns Icelandic spoken hjónabandi er óeigingirni, um- — kvæm ást og umhyggja. Ef um ; þær byrðar, sem á menn hlaðast sanna ást er að ræða, kemur ; með árunum. Fæðing barns get- þetta af sjálfu sér, því að ástin ur stundum verið fyrsti dag- leitast altaf við að gefa frekar renningarvotturinn í myrku lífi En vandamálið er hjónanna, og ef unga fólkið ger- ir sér það ljóst, áður en það en að taka. hinsvegar hitt, að hjónaefnin hafa ímyndað sér hvort annað gallalaust og þeim gengur þvi erfiðlega að sætta sig við þá staðreynd, að enginn maður er ókostalaus. Með tíð og tíma venjast þau þó þessu og með umburðarlyndi vekja þtessir ]smáárekstriar hreinni skilning og dýpri ást. Menn kynnast nánar ár frá ári með umgengni og samstarfi og hið sama gildir í lífi manns og konu, sem gengið hafa í hjúskap. Eg efast um að þau skilji nokk- urntíma hvort annað til fulls, en þá er það umburðarlyndið eitt, sem vekur traustið og ástina. Ef ástin væri ekki fyrir hendi, væri lífið autt og gleðisnautt. — Æfintýri, sem á sér ekki djúpar rætur, en á upphaf sitt að rekja l til fagurs andlits og einskis ann- ars, varir aldrei lengi. Andlitið glatar fegurð sinni með tímanum í augum allra annara en þess, sem elskar það og snoppufegurð er fátækleg fæða fyrir hungraða sál. Mér er kunnugt um mörg hjónabönd, þar sem slíkir erfið- leikar koma ekki til greina, með því að bæði hjónin dá hvort ann- að vegna umburðarlyndis og þol- inmæði, trygðar og skapfestu, en hin hreina og djúpa ást vex best í þeim jarðvegi. Göfuglyndið og gengur út í hjónabandið, að ást- in þróast á heimilinu sjálfu, og að betra er að eiga bú en bifreið, þá hygg eg að líkindi séu til að það verði heppið í ástum. Hjú- skapurinn getur verið æfintýri, en það á aldrei að vera áhættu- leikur. Ekkert okkar hefir leyfi til að eyða annars lífi sér sjálfum til afþreyingar og skemtunar. — Grundvöllurinn verður að vera traustari, vilji menn eignast heimili, sem heimili getur kall- ast. Heimili, sem ekki er heim- ili, er fangelsi. Þetta tel eg að faðir ætti að segja syni sínum, — ekki einu sinni í lauslegu viðtali, heldur oft á ári í alvarlegum viðræðum. Milli þeirra á að ríkja gagn- kvæmt traust og trúnaður, — annars hvílir þetta alt í þögn- inni. Þegar sonurinn hefir fengið þessar leiðbeinigar, lærir hann sjálfur miklu meira, er hann at- hugar sitt eigið heimili. Að hafa alist upp við farsælt heimilislíf er fyrsta skilyrði þess að menn eignist sjálfir hið sama. Alvarlegasta spurning foreldr- anna er ekki þetta: “Hvað eigum við að segja syni okkar?”, held- ur hin: “Hvaða fordæmi höfum við gefið honum?”—Vísir.

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.