Heimskringla - 14.09.1938, Page 2

Heimskringla - 14.09.1938, Page 2
2. SíÐA HEIMSKRINCLA WINNIPEG, 14. SEPT. 1938 inman^iriimíiíAiiisminmiittmiiriRtnimimmmmnRraBnRHmBraKMnnnmmiiBiRtanHnimiisg ^eimskringla | (StofnuB 1»88) Kemur út á hverjum miBvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 OO 855 Sargent Avenue, Winnipeg Talsímis 86 537 IVerS blaðsins er $3.00 Argangurlnn borglst g tyrirlram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. g -------- —-------------------—---------n U 311 viðskiíta brél biaðinu aðlútandl sendist: Kmager THE VIKINO PRESS LTD. 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFÁN EINARSSON Utanáskri/t til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winnipeg I"Helmskringla” is published and printed by THE VIKING PRESS LTD. 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg Man s Telephone: 86 537 BttlUIUIiliUUUUlllUIUUlUUniJiJlJlUllUIIIlUUUiUUlliiUUliUUUiUUUUIIUIIlUillUUIUliUUUlUIUlUlUllUUllUlUIUUlllilllillllliM WINNIPEG, 14. SEPT. 1938 STRIÐSMÁL EVRÓPU í byrjun þessarar viku er útlitið eins tvísýnt um að friður haldist í Evrópu og nokkru sinni fyr. Það helzta sem því veldqr er sem fyr afstaða Hitlers til málanna í Tékkósló- vakíu út af minni hlutanum þar, sem eru Þjóðverjar og þýzki kanslarinn heldur fram að við ægilega kúgun eigi að búa. í ræðu sem hann hélt á þingi Nazista í Nuremberg s. 1. manudag, kvaðst hann engum sáttatilboðum taka. Það yrði hvað sem það kostaði að bjarga þessum löndum sínum í Tékkóslóvakíu frá tortýmingu. En hvernig Hitler ætlar sér að fara að því, þar sem Frökkum, Bretum og Rúss- um er að mæta, ef ráðist er á Tékkósló- vakíu, er eftir að vita. Á þessu Nurem- berg þingi hélt og Göring yfirmaður her- mála ræðu fyrir helgina og fór í henni smánarorðum um Tékka, kvað þá menning arsnauð mannkríli og illa sitja á þeim að vera að derra sig á móti helztu menning- arþjóð heimsins. Hann sagði og Bretum nær að hugsa um Palestínu, en Tékkó- slóvakíu. Annara þjóða menn er ransakað hafa meðferð Tékka á Þjóðverjum í Tékkói slóvakíu, segja þá hafa meira frelsi og meiri sérréttindi, en minni hluti þjóðar- brota hafi í nokkru öðru landi. Það virð- ist því lítil ástæða fyrir Hitler, að hóta Evrópustríði út af þessari ímynduðu kúgun. í Tyrol, sem nú heyrir ítalíu til og Þjóðverjar búa í, verða Þjóðverjar að leggja alla sína siði og hætti á hilluna og tunguna meira að segja einnig. En um þá kúgun talar Hitler ekkert, af því ítalía á í hlut. Þó Hitler sjáanlega hiki nú við að gera >~'eira en að hóta stríði og ætli sér ef til vill ekki í stríð fyrst um sinn þrátt fyrir ógætilegt tal hans, virðist nú svo langt komið, að vafi sé á, að stríði verði afstýrt. Hundruðir þúsunda Frakka og Þjóðverja eru nú komnar í skotgrafirnar á landa- mærum Frakklands og Þýzkalands. Og Svisslendingar, friðsamasta þjóð Evrópu, eru nú ekki ugglausir og eru að koma upp her og gera hervamir á landamærum sínum. Sviss skoðar nú afstöðu sína ekki ósvipaða og Belgíu 1914.. Frakkar hafa þrengt Rúmaníu til að leyfa Rússum að fara um land þeirra inn í Tékkóslóvakíu. Hvað lítill neisti sem væri, getur hleypt öllu í bál þegar svona er komið. Að öðru leyti verður ekki annað séð, en að Hitler fýsi í stríð, hvernig sem á því stendur. Kúgun Sudeten-Þjóðverjanna getur ekki verið eina ástæðan fyrir því, að hann hristir vopnin eins og hann gerir framan í þjóðir heimsins. Það er meira en hugs- anlegt, ef ekki er alt lýgi sem sagt er um óánægju þýzku þjóðarinnar heima fyrir, að stríð sé eina úrræðið að komast þar hjá innanlands-byltingu. í Englandi hefir ekkert gerst sem vakið hefir meiri eftirtekt út um allan heim en grein, er Anthony Eden, fyrverandi utan- ríkismálaráðherra Breta reit í býrjun þessarar viku í blaðið London Times. í grein þessari er Hitler varaður við því, að steypi hann Evrópu í stríð, eigi hann Breta vísa á móti sér. Er greinin hin harðorðasta í garð Hitlers. Telur hann framkomu Hitlers í utanríkismálum flónslega og ósæmandi. Hann sé alla jafna blindaður af æsingum, en geri sér enga vitsmunalega grein fyrir því, sem hann haldi fram. Gortið yfirgnæfi svo að hneyksli hafi vakið út um allan heim. Þýzku þjóðina, sem alt þetta skilji ofur vel, beiti hann æsingum og blekkingum. Eden bendir aftur á móti á hina prúð- mannlegu framkomu Benes, forseta Tékkóslóvakíu, í deilumálunum og samt leyfi Göring sér að fara smánarlegum orðum um Tékka og kalli þá menningar- lausa dvergþjóð. Með þessu öllu hafi þeir Göring og Hitler vakið óbeit hjá þeim þjóðum heimsins, sem jafnvel hafi séð eitthvað málstað þeirra til stuðnings og egnt allan heiminn á móti sér, eins og Þýzkaland hefði gert með rússneska hern- aðarandanum 1914. Eden bendir Hitler á, að Bretland viti ósköp vel, að með hag Frakklands skert- um, sé hagur Breta 1 meiri hættu en áður og hann þurfi ekki að gera sér neinar vonir um, að Bretar haldi að sér höndum, verði á Tékka eða Frakka ráðist. Grein þessa segist Eden birta til þess að Þýzkaland viti betur nú en 1914, hvar Bretland standi áður en það leggur út í annað veraldarstríð. Og að tílkynning þessi sé gerð með vilja brezku stjórnar- innar, er ekki að efa. Chamberlain for- sætisráðherra hefir á hverjum degi setið á fundum með stjórnarráðinu og þing- leiðtogum allra flokka. Og þeir virðast allir hafa komið sér saman um að þessi sé hin eina rétta stefna í stríðsmálunum, að Atlee, leiðtoga verkamanna meðtöldum. Þó af orðum Hitlers mætti ætla, að hann væri að hrinda heiminum út í stríð, er ekki ólíklegt, að þessi skýlausa yfir- lýsing Edens komi honum til að hugsa sig tvisvar um, áður en af því verður. 0 Það gæti verið einhver lausn í bráðina að Hitler fengi Slóvakíu eða hluta hennar. En hvað lengi yrði hann ánægður með það ? Það er ekki eins og það eitt gæti orðið til þess að tryggja friðinn í Evrópu. Það er öðru nær. Stríð virðist orðið ó- umflýanlegt, fyrir ólæti einræðisherranna í Evróþu. AXDALSSYSTUR 1 WYNYARD í Vatnabygðunum munu allir kannast við Axdalssystur. Varla hafa verið svo haldnar samkomur í Wynyard, að þær væru ekki á skemtiskrá. Nær það líka til þeirra skemtana, sem haldnar eru af annara þjóða fólki. Þær hafa leikið í sjónleikjum, bæði á íslenzku og ensku og þær hafa sungið, ýmist einar sér eða með öðrum. Þær hafa verið tryggar við söng- flokk íslenzku kirkjunnar, og hafa þó kom- ist yfir að veita aðstoð sína þegar aðrar stofnanir eða félög þurftu þess með. List- hneigð sína hafa þær tekið að erfðum. Faðir þeirra var Þórður Axdal, dáinn fyrir all-mörgum árum, annálaður leikari á sinni tíð — einn þeirra, sem kunnugir sögðu, að væri snillingur af guðs náð. Þær systur voru allar börn að aldri, er föður þeirra misti við, en móðir þeirra hefir orðið þeim til ómetanlegs styrktar. Þrátt fyrír það, þó að lífsbaráttan hafi krafist mikils, hefir hún hvatt börn sín til að nota sér öll tækifæri, sem gæfust, til þess að þroska sönggáfu sína og njóta hennar. Ástæðan til þess, að eg er að leiða at- hygli almtennings að Axdalssystrum í þetta sinn, er sú' að í sumar hafa þær getið sér sérstakan orðstír í sambandi við samkepni, sem blaðið “The Saskatchewan Farmer” hefir efnt til um alt fylkið. — Undirstaða þeirrar samkepni er svonefnd “Radio Talent Search”, sem eins og nafn- ið bendir til, er leit að fólki, sem hefir hæfileika til að syngja eða leika í útvarp. Eru haldnar samkomur hingað og þangað út um land, þar sqm fólki gefst kostur á að koma fram og láta dæma um frammi- stöðu sína. Ein slík samkoma var haldin í Cpoeland, sunnan við Dafoe, og komu þar þátttakendur úr ýmsum bæjum og bygðum. Þangað fóru og Axdalssystur. Fjórar hinar elztu, Lenora, Evelyn, Björg og Elmina sungu f jórmenning (quartette). Frændi þeirra, Friðrik Bjarnason, lék undir. Hafði hann útsett lögin. Leið- beinandi eða söngstjóri þeirra var Mrs. Dr. Jón J. Bíldfell. Emily Axdal, sem er á fermingaraldri, lék einleik á fiðlu, með aðstoð kennara síns, Miss Russell. Er nú ekki að orðlengja það, að systurnar fjórar fengu verðlaunin, sem um var kept, sem sé boð til Regina, og að syngja í út- varpið ásamt öðrum, sem hlytu samskonar verðlaun annarsstaðar í fylkinu. Emily var líka boðin þátttaka sem gesti. 16. júlí fóru þær til Regina. Söngur þeirra kom vel í gegn, og blaðið, “The Saskat- chewan Farmer” fer mjög lofsamlegum orðum um hann, og segir, að Emily hafi sýnt jafn góða hæfileika á sínu sviði, en í þetta skifti taldist hún ekki meðal kepp- enda. Hlutu nú syturnar fjórar fyrstu verðlaun í annað sinn. En sögunni er enn ekki lokið. í Reglna hefir í sumar verið sýning, sótt af þús- undum manna, eins og venja er til. Stjórn þeirrar sýningar bauð þeim, sem skarað höfðu fram úr við útvarpssönginn, að koma og syngja af söngpalli sýningarinnar og skyldi því einnig útvarpað samtímis. Stóð það söngmót yfir í viku og komu frá 12—18 þáttakendur fram á dag, og á hverjum degi voru veitt tvenn verðlaun. Miðvikudaginn 3. ágúst brugðu Axdals- systur sér í annað sinn til höfuðborgar- innar og tóku nú fyrstu verðlaun í þriðja sinn. En þeirri vegsemd fylgdi sá vandi að syngja einu sinni enn, ásamt öllum öðrum, sem skarað höfðu fram úr á hverju kvöldi vikuna út. Fór það úrslitamót fram á síðasta kvöldi sýníngarinnar. f þetta sinn 'var ekki útvarpað, en milli tíu og tuttugu þúsund áheyrendur voru viðstadd- ir. í þetta sinn vöktu þær systurnar enn á sér athygli, og var úthlutað öðrum verð- launum. Allir sem þekkja þær systur munu samgleðjast þeim yfir unnum sigrum, og ennfremur allir þeir, sem bera fyrir brjósti álit og velgengni landans. Nú er fjórsöngur þeirra systra úr sögunni í bráð. Wynyard hefir “misst” mikið af ungu fólki burtu úr bænum í haust. Piltar og’ stúlkur, sem hafa staðið framarlega í ungmennafélagsskapnum hafa farið í aust- ur og vestur, ýmist til náms eða atvinnu. Við sættum okkur vel við þennan missi, ef unga fólkinu vegnar vel og það hlýtu: eitthvað af þeirri gæfu, sem það leitar. Ein af Axdals-systrunum fór til Winni- peg, en allir vinir þeirra munu bera þá von í brjósti að hvort sem þær syngja fjórar saman eða aðeins ein, þá megi listhneigð þeirra verði hér eftir sem hingað til, þeim sjálfum til ánægju og frama — og al- mennum félagsskap til heilla, og þá fyrst og fremst íslenzkum félagsskap. Jakob Jónsson ÍSLANDS-FRÉTTIR Ritgerð Matthíasar Þórðarsonar um neyzlu sjávarafurða vekur athygli amerískra vísindamanna Ritgerð, er Matthías Þórðarson rithöf- undur, hefir samið og lokið við fyrir nokkru um viðgang þjóðanna og neyzlu sjávarafurða, hefir vakið eftirtektarverða athygli meðal amerískra vísindamanna. Um þetta efni hafði Matthías árið 1935 ritað á ensku í Árbók um fiskiveiðar og fiskiðnað, sem hann er ritstjóri að. Þýzk- amerískur vísindamaður frá Washington, sem lesið hafði þá ritgerð, sneri sér til Matthíasar í tilefni af henni, en þá hafði hann lokið við áðurnefnda ritgerð. Óskaði nú vísindamaðurinn að ritgerð þessari væri snúið á ensku og er það hafði verið gert, skoraði hann á Matthías að senda ritgerðina einum víðkunnasta háskóla í Bandaríkjunum til athugunar. En nú þegar hefir annar mikilsmetinn háskóli þar gert Mat'thíasi tilboð um að verða heiðursdoktor fyrir ritgerðina. —Alþbl. 24. ág. * * * Danskur maður hefir keypt Haukadal í Biskupstungum og ætlar að gefa íslendingum þjóðgarð • Þess hefir lítillega verið getað í blöð- ; unum, að þegar Jón konungsritari Svein- j björnsson var hér á ferð í sumar, hafi hann fest kaup á hinu forna setri Hauka- dal í Biskupstungum fyrir hönd Kirk verk- fræðings í Árósum og fært ríkinu að gjöf. Hákon Bjarnason, skógræktarstjóri benti á staðinn, sem hann taldi margra hluta vegna hentugan til trjáræktar, en fyrir Kirk verkfræðingi vakir það, að gefa íslandi þjóðgarð og mun hann hafa ; lagt fram kr. 34,000.00 til kaupa á jörð- inni og til þess að girða alt land hennar. Mun Kirk hafa sýnt þessa rausn sumpart fyrir áeggjan Einars Munksgaards bóka- útgefanda í Kaupmannahöfn, sem er al- kunnur íslandsvinur. Að því er Nationaltidende skýrir frá hinn 12. ágúst, s. 1., er ætlunin að rækta skóg í Haukadal og græða landið að nýju, en nú liggur það mjög undir upp- blæstri. Mun einnig vera ætlunin að end- urreisa kirkjuna á staðnum, að því er blaðið segir. Girðingarefni mun verða flutt til lands- ins nú bráðlega og verður þá hafist handa um það, að girða landið, en það er fyrsta skilyrðið til skógræktarinnar, Mega ís- lendingar vera þakklátir Kirk J verkfræðingi fyrir hina einstöku i rausn og velvild, sem hann hefir! sýnt okkur og þann skilning,! sem hann hefir á þörfum þjóð- arinnar á sviði skógræktarinnar. —Vísir, 24. ág. * * * Hörmulegt slys við tungufljót kostar 3 mannslíf i Kl. hálf eitt í gær vildi hörmu- legt slys til skamt sunnan við Tungufljótsbrú, er bifreið úr Reykjavík steyptist út af veg- j arbrúnni og niður í fljótið, sem er alldjúpt á þessum slóðum. Var það um 13 metra fall. í bifreiðinni var fimm manns, Sigurbjörn Ástvaldur Gíslason í Ási, kona hans, Guðrún Lárus- dóttir, og tvær dætur þeirra, Guðrún Valgerður, gift Einari Kristjánssyni, og 'Sigrún, yngsta barn þeirra hjóna, ásamt bifreiðarstjóranum, Petersen að nafni, dönskum manni, starfs- manni á Elliheimilinu. Druknaði frú Guðrún og báðar dætur þeirra hjóna1 en bifreiðarstj.! og Sigurbjörn Ástvaldur, er sat hjá honum, björguðust nauðu-! lega. Telur Sigurbjörn að bif-! reiðarstjórinn hafi bjargað sér. Þeir eru báðir óskaddaðir. Bifreiðin var að koma frá Geysi, er slysið bar að. hafði lagt þaðan af stað kl. tíu. Ferð- inni var heitið að Gullfossi. Samkvæmt þeim upplýsing- um, sem blaðið fékk í gærkvöldi, munu hemlur bifreiðarinnar hafa bilað, í krappri beygju, sem er þarna við brúna. Fólk var ekki nærstatt, þegar slysið vildi til, og hittu þeir [ Sigurbjörn vegavinnumenn og' heyskaparfólk_ frá Vatnsleysu fyrst manna. Var símað frá Vatnsleysu til Reykjavíkur eftir aðstoð. Fóru lögregluþjónar og læknir héðan úr bænum austur og litlu síðar kafari. Var ekk- ert hægt að aðhafast fyr en hann kom. Seinni partinn í gær tókst að ná líkunum úr bifreiðinni, sem lá á hliðinni á fjögurra metra dýpi. Líkin voru öll í aftursæt- unum. Frú Guðrún Lárusdóttir var fædd að Valþjófsstað 8. janúar 1880, dóttir séra Lúrusar Hall- dórssonar og Kristínar Péturs- dóttur konu hans. Hún giftist Sigurbirni Ástvaldi árið 1902. Áttu þau alls sjö börn. Frú Guðrún hefir um margra ára skeið látið mjög til sin taka í félagsmálum og stjórnmálumj Þér sem notið— TIMBUR KAUPIÐ AF THE Empire Sash & Door CO., LTD. BirpOlr: Henry Ave. fOaat Sími 95 551—95 552 Skrifstofa: Henry og Argyle VERÐ - GÆÐI - ÁNÆGJA og var þingmaður fyri Sjálf- stæðisflokkinn seinustu átta ár- in. Magnús Gíslason sýslumaður mun taka sæti hennar í þinginu. —N. Dbl. 21. ág. Þessi eintök af Almanaki Þj óð vinaf élagsins óskast til kaups: 1890, 1891, 1892, 1906, 1930, 1933, 1934, 1935, 1937. D. Björnsson “Heimskringla’’ EATON’S NEW RADIO CATALOGUE Is Ready Send for your copy now! Whether your’re a service man, an amateur builder or just an ordinary “fan” in search of good entertain- ment, there’s good news for you in this beautiful new book. It’s the most complete and most interesting we’ve ever published—packed from front to back with the sort of values you just can’t pass up. Sign the coupon or drop us a post card and we’ll send it to you—FREE! O EATONS All-Canadian victory for pupils of DOMINION BUSINESS COLLEGE at Toronto Exhibition Pupils of the DOMINION BUSINESS COLLEGE, Winnipeg, were awarded FIRST PLACE in both Novice and Open School Championship Divisions of the Annual Typing Competition. Miss GWYNETH BELYEA won first place and silver cup for highest speed in open school championship with net speed of 92 words a minute.. Mr. GUSTAVE STOVE won first place and silver cup for highest speed in Novice Sec- tion of typing contest. His net speed was 76 words a minute. Miss HELEN BRIX, another D. B. C. pupil, won second place for accuracy in the novice division! Miss DOROTHY MAXWELL, a D. B. C. student, came fourth in the open school championship section! The Dominion sent four pupils to Toronto and they won two firsts, a second and a fourth place! The contest officials announced at the Coliseum before an audience of 9,000 people that the Dominion Business College, Winnipeg, had the best showing of any com- mercial school in the competition! There were 107 contestants! ENROL NOW DOMINION BUSINESSCOLLEGE WINNIPEG FOUR SCHOOLS: THE MALL— ST. JAMES — ST. JOHN’S — ELMWOOD

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.