Heimskringla - 12.10.1938, Blaðsíða 1

Heimskringla - 12.10.1938, Blaðsíða 1
THE PAR-T-DRINK Good Anytitne In the 2-Glass Bottle [j C ÍWJJHL LIII. ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 12. OKTÓBER 1938 NÚMER2. HELZTU FRÉTTIR Kveðjusamsæti Jónasi alþm. Jónssyni var haldið kveðjusamsæti af Þjóð- rækisfélaginu s. 1. föstudagskv. í Royal Alexandra-hótelinu. — Hefir hann verið um 10 vikna tíma vestra og ferðast um flest- ar bygðir íslendinga í þarfir bjóðræknismála. Vestur-fslend- inga. Fyrir komju hans stóð Þjóðræknisfélagið. f kveðjusam- sætinu voru 150 .manns. Að mál- tíð lokinni hófust ræðuhöld og söngur er sóð yfir fram að mið- nætti. Kveðjusamsætinu stýrði dr. Rögnvaldur Pétursson, forseti Þjóðræknisfélagsins. — Ræður fluttu, auk forseta þessir: dr. Richard Beck, dr. B. J. Brand- son, Hjálmar A. Bergman, K.C., séra Rúnólfur Marteinsson, séra Egill Fáfnis, Jón J. Bíldfell, Ás- mundur Jóhannsson og R. H. Ragnar. Að lokum flutti heið- ursgesturinn ræðu, lét ánægju sína í ljósi yfir að hafa kynst Vestur-íslendingum og óskaði bess að íslenzkt mál og menn- og samvinna þjóðarbrotsins hér og heima þjóðarinnar yrði æ- varandi. Með einsöng skemti Hafsteinn Jónasson og Ragnar H. Ragnar stjórnaði söng er allir tóku þátt í. Hjörtur Brandson flutt heið- ursgestinum frumsamið kvæði. Um ræðurnar yfirleittv skal ekki f jölyrða, enda eru nokkrar af þeim birtar í þessu blaði. Þær óskráðu túlkuðu eigi síðflr en þær sem birtar eru tilfinning- ar samkvæmisgesta til heiðurs- gestsins. Komu Jónasar Jónssonar hefir hvarvetna verið fagnað af Vest- ur-fslendingum. Á fyrirlestra hans hefir þeim verið unun að hlýða. Og hið alþýðlega og alúð- lega viðmót hans, hefir hvar sem hann hefir komið aflað honum hlýleiks og vináttu. Jónas lagði af stað frá Win- nipeg í gærmorgun (11. okt.). f Bandaríkjunum mun hann dvelja um þrggja vikna tíma. Konungur og drotning heimsækja Canada Tilkynt hefir verið frá Ot- tawa, að þeirra hátign, George Bretakonungur og Elizabeth drotning, hafi þegið boð forsæt- isráðherra Mackenzie Kings, að heimsækja Canada á komandi sumri. Fylgir fregninni að þau niuni koma snemma sumars,! dvelja þrjár vikur í Canada og' ferðast um landið hafa á milli. Skógareldar yalda manntjóni Nbrðvestur af Fort Frances, Ont., urðu skógareldar tveim konum og 10 börnum að bana s. 1. mánudag. Fjöldi manna, eða að minst kosti eins margir sluppu með naumindum úr eld- inum og eru sagðir mjög skadd- aðir af bruna. Eldurinn geisaði yfir nokkurn hluta af tveimur eða þrem bæj- a*"héruðum (townships) og j^ann alt, sem fyrir var, bænda- ^h' og skólar. Konurnar sem £órUst, með 5 börnum sínum J^er, hétu Mrs. Wm. Labelle og Mrs- Noah Labelle. Þær fund- Us* í brunarústunum dánar og grufgu g.^ y.^r yjjgg^ börnin sjaanlega þeim til verndar til hl"stu stundar. 1 Minnesota urðu einnig eldar tveimur mönnum að bana. Norður hjá Whitemouth hafa verið miklir skógareldar, en eru nú að réna. f East Kildonan voru elda' talsverðir er byrjuðu s. 1. laug- ardag og jukust svo að Winnipeg var ekki ósmeik um sig, en rign- ingar s. 1. mánudag kæfðu þá. Vandræðin í Tékkóslóvakíu ekki búin Hitler kvað vera að færa sig upp á skaftið í Tékkóslóvakíu. Hann er ekki ánægður með f jög- ur héruðin af fimm alls í Sud- eten-héruðunum, sem að honum voru rétt. Nú er hann kominn með herinn inn í hið fimta og er þar nú svo mikil ókyrð, að íbú- arnir flýja og hópast til Prag. Leynilögregla Hitlers er að hneppa þá í fangelsi, sem þeir þykjast eiga eitthvað grátt að gjalda. í þessu héraði eru sagð- ir um 800,000 Tékkar og ein miljón Þjóðverja, sem fordæma Hitler og vilja ekkert með yfir- ráð hans hafa. Þetta athæfi Hitlers er skýlaust brot á Mun- ich-samningunum. Hvað Cham- berlain gerir nú og hvort að hann kemur Tékkóslóvakíu til verndar, er eftir að vita. Ofan á þetta berst svo sú frétt, að Hitler krefjist að toll- tekjur Tékkóslóvakíu séu sam- einaðar tolltekjum Þýzkalands. Með því tapar ekki Tékkósló- vakía einungis umráðum við- skifta sinna, heldur getur farið svo, að Bretar tapi við það um 100 miljón dollara árlegum viðskiftum við Mið-Evrópu. Ungverjar senda herlið til Tékkóslóvakíu Þegar Tékkóslóvaíu-ríkið var myndað eftir stríðið, hlaut það um 6000 fermílur af landi frá Ungverjum. í héraði þessu búa um ein miljón Ungverja. Krefst nú Ungverjaland þessa héraðs, en Tékkar vilja ekki láta nema um 20% af hendi af því. Er nú verið að semja um þetta. En meðan á samningsgerðinni stendur, hafa Ungverjar sent her inn í héruðin til þes's að komast að sem beztum skilmál- um. Ungverjar heimta og sneið austan af Tékkóslóvakíu til þess að geta farið með her óhindrað til Póllands og aðstoðað Pól- verja, ef í brýnu slær milli Rússa og þeirra. Flugslys Belgiskt flugskip fórst í grend við Soest, bæ í Rínarhéruðun- um í gær. Annar vængurinn datt af skipinu er það var hátt í loft!5. Á skipiriu voru 20 manns, þar af 16 Þjóðverjar, er allir fórust. Benes fer frá völdum Dr. Edouard Benes, forseti Tékkóslóvakíu, sagði stöðu sinni lausri s. 1. viku. Krafðist Hitler að hann færi vegna þess að hann stæði góðri samvinnu í vegi. — Hitler vann þar sitt mál, sem áður, hvort sem hinir nýju verndarar Tékkóslóvakíu, (Bret- ar, Frakkar, ítalir og Þjóðverj- ar) hjálpuðu honum til þess eða ékki. Dr. Benes hefir verið boðin heiðurs rektors-staða við Glasgow-háskóla, fyrir það sem hann hafi gert í þágu friðarins, en dr. Benes kvað hafa hafnað boðinu. Frá Kína Japanir halda enn áfram sókn- inni upp Yangtze-fljótið, en hægt gengur þeim að komast til Han- kow, stjórnarsetursins í Kína. Þeir hafa nú verið á annað ár (458 daga), að reyna að komast þangað. Þeir eru að vísu komn- ir svo nærri, að þeir eru innan við eitt hundrað mílur þaðan. En Kínverjar standa þéttir fyrir þeim. Er sögð dánægja í Japan út af því hvað seint gangi að ná borginni. Er í tali, að Jap- anir séu að hugsa um að sækja Canton heim í stað Hankow fyrst, því þaðan komi þeim styrkurinn frá Bretum, sem ger- ir svo erfitt að taka Hankow. Frá Spáni í Róm birtu stjórnarblöðin s. 1. laugardag f regn um að Mussolini hefði kallað alla ítalska hermenn heim frá Spáni, sem verið hefðu í hernum í 18 mánuði. Tala þessara hermanna neniur 10,000. Mussolini er sagt að geri þetta til þess að ísamningurinn við Breta komist í gildi. En stjórnin á Spáni, segir 60,000 ftala í her Franco, og þó nokkrir fari heim, geri það Franco ekkert til. Aðrar heimildir segja tölu ítalskra her- manna 40,000 í liði Franco. — Spánarstjórn segir meira þurfi að gera, til þess að ítalía teljist hlutlaus. Fréttir frá Sjjáni í gær voru þær, að stjórnarherinn væri að sækja fram við Ebró-ána. Komandi vetur er sagður fyr- irkvíðanlegur í borgum stjórnar- innar. Það er óttast um skort á fæði og klæðnáði handa íbúum hinna umsetnu borga. Fyrir þetta sem Mussolini er að gera, er friður engu nær. — ftalía hefir lagt fram um 900 miljón dollara til hernaðarins á Spáni. Að Mussolini fleygi öllu því fé út fyrir ekkert, er óhugs- anlegt. Hann ætlar sér Spán, hvenær sem það verður. Fiskiveiðin á Manitoba-vatni Af viðtali við Mr. D. Líndal frá Lundar að dæma er í bænum var staddur í gær, horfir bág- lega til með fiskveiði á Mani- toba-vatni á komandi vetri. Vandræðin stafa mikið af því, að fylkisstjórnin vill ekki leyfa þá möskvastærð neta, sem álitin er hin eina, sem til nokkurs sé að nota. — Fyrir smáfiskveiði er möskvastærðin nú 3%, þuml. En reynslan sýnir, að smærri fisk- tegundirnar, svo sem birtingur, gullaugu, perch o. s. frv. veiðist alls ekki í svo stóran riða. Hafa því fiskimenn farið fram á að riðinn sé smækkaður í 3*4 þuml. Það er og riðinn, sem notaður hefir verið eitt eða tvö ár af helming allra fiskimanna, án þess að stjórnin hafi nokkuð sér- staklega á móti því haft og ftieð þeim árangri að þeir hafa fisk- að vel, þegar aðrir notuðu stór- riðnari netin og fengu ekki bein fyrir löghlýðni sína. Á komandi vertíð hafa fleiri fiskimenn en nokkru sinni fyr, búið sig út í þessa veiði með þessi smáriðnari net. En þá tilkynnir stjórnin þeim nýlega, að þá möskvastærð fái þeir ekki að nota á komandi vetri. Fiskimenn eru nú allhart leiknir með þessu. Að kaupa ný eða önnur net en flestir af þeim hafa notað, mega þeir ekki við. Enda er reynslan sú, að það væri ekki til neins að fara til fiskjar með þau. í BOÐI HJÁ CITY HYDRO Myndin hér að ofan er af þeim er í skemtiferðinni norður til Pointe du Bois tóku þátt 9. september. Eins og frá hefir verið sagt var til ferðar þessarar efnt til heiðurs við Jónas alþm. Jónsson og var Pétur kaupm. Anderson aðal hvatamaður þess. Á mynd- inni eru: f fremstu röð: Joseph Skaptason, Árni Eggertson, A. S. Bardal, P. T. H. Thorláksson, S. Thorkelsson, Paul Bardal. f annari röð: B. J. Brandson, Jónas Jónsson, Mr. Sutherland, H. Halldórsson, S. Thorvald- son. í þriðju röð: S. Einarsson, G. S. Thorvaldson. E. P. Jónsson, Skúli Johnson, P. S. Pálsson, H. A. Bergmann, W. K. Jóhannsson, Rögnv. Pétursson, Mr. Smith, Mr. Wood, Mr. Dryden, J. W. Líndal, Gísli Jónsson, G. Grímsson, H. Líndal, ólafur Pétursson. En þrátt fyrir margar ferðir á fund stjórnarinnar, hefir hún ekki fengist til að breyta riða- stærðinni. Fiskifræðingur hefir verið sendur til að rannsaka þetta mál. Er hann þeirrar skoðunar, að stærri riðinn (þ. e. 3% þuml), sé skaðlegri stærri fiski- tegundum, svo sem pikk (yel- lows) en hinn, eða smærri riðinn (3^4), sem fiskimenn biðja um. Fyrir pikk veiði er nú möskva- stærð 3%.. En honum eru fiski- menn fúsir að breyta í 4^4; pikk- ur sem í smærri möskva veiðist, er lítilsverður sagður. Til þess að komast að vilja fiskimanna alment, sendi stjórn- in hverjum einasta fiskimanni bréf og bað þá um svör við hvern þennan áminsta riða bæði við veiði smærri og stærri fiskj- ar skyldi nota. En svör hafa ekki fengist nema frá 60 af hundraði þeirra sem skrifað var. Þó meirihluti þeirra sé með því að smærri riði sé tekinr upp við smáfiskveiði, en stærri við pikkveiði, telur stjórnin það ekki einhlýtt að fara eftir því, fyr en hún heyrir frá öllum fiskimönnum. Fiskimenn ættu sem skjótast að sinna þessu máli og svara bréfum stjórnarinnar. Annars getur svo farið, að ekki verði neitt veitt á Manitoba-vatni á komandi vetri. Með önnur net en lög eru fyrir, verður úr því stjórnin bannar þau, ekki til neins að fara til veiðanna. Á V A RP flutt af Dr. Sveini E. Björnssyni á undan fyrirlestri er Jónas alþm. Jónsson flutti s.l. föstudag í Árborg. Mér er sönn ánægja í að bjóða gestinn frá íslandi Jónas alþm. Jónsson hingað velkominn. Eg þarf ekki að kynna hann f slend- ingum, bæði er hann löngu þjóð- kunnur fyrir ritgerðir sínar og störf í síðastliðin 30 ár og svo var hann hér á meðal okkar á fslendingadögunum í sumar. Fyrsta ritgerðin sem eg minn- ist að hafa séð eftir Jónas Jóns- son var prentuð í Eimreiðinni XV. árg. árið 1909 og er hún um Lýðháskólann í Askov. — Er þar saga skólans rak- in í megindráttum og yfir- leitt allrar lýðháskólahreyf- ingarinnar sem kend er við Grundtvig. Eg minnist þessa vegna þess, að f>ar eru mannlýs- ingar svo vel samdar að óvíða- munu finnast betri í íslendinga- sögum. Til dæmis um þetta ætla eg að lesa f yrir ykkur eina þessa lýsing. Schroder yfir- kennara lýsir hann á þessa leið: "Schröder var maður lágur vexti, þrekinn, fríður sýnum, dulur í skapi og fáskiftinn löng- um, og það svo að lærisveinun- um' stóð nokkur ógn af honum. Mælskumaður var hann ekki eða snjall sem rithöfundur og stund- aði þó hvorttveggja mikið. Kom honum þar hvorki að verulegu gagni fríðleikur sinn né stáliðni. f ræðunum skorti hann eldmóð og kraft en í ritunum heildarsýn og megindrætti. Og í viðskift- um út á við, við þá er honum þótti sér meiri menn, var hann undarlega veikur. Þó hann í Askov gæti haldið öllu saman með festu og myndugleik, var hann samt í hóp aðalsmanna og hirðsnápa hlýðinn og undirleit- ur, en barnslega fíkinn í um- gengni þeirra og virðingar atlot. Og þrátt fyrir alt þetta var Schröder þó sigursæll leiðtogi, sökum þess að hann hafði nokkra meðfædda eiginleika, sem voru þess eðlis að þeir huldu og bættu mörg lýti. Hann var viljagóður og þolinn, sívinn- andi og laginn á að fá aðra til að vinna. Meiru skifti þó hitt að honum fórst forkunnar vel að velja sér nýta samverkamenn og halda þeim í þjónustu sinni. Af gnægðum Gruntvigs hafði hann ungur þegið forða til heillar æfi. Hann var harpan, en andi Grunt- vigs hreyfði strengina; en Ijóð- ið var um Danmörku og við- reisn þjóðarinnar." f þessari ritgerð eru fleiri mannlýsingar með ágætum vel samdar, en hér er ekki tími til að skýra frekar frá þeim. Þetta dæmi aðeins tekið til að sýna hversu myndarlega hér var á stað farið; enda munu nú flestir íslendingar kannast við hversu myndarlegt framhald varð á starfsemi þessa manns. Það var í fslandsræðu á Jón- asarhátíð/ í Kaupmannahöfn fyr- ir yfir 30 árum síðan (Jónas Hallgrímsson) sagt á þá leið að á minningarhátíð J. H. rynni saman í eitt minni J. H. og fs- lands. Eins hygg eg nú að vart sé hægt að minnast fslands án þess að Jónas Jónsson komi þar við sögu. Nafn J. H. var svo nátengt íslandi, svo óað- skiljanlegt afturelding íslenzkra bókmenta, og siðmenningar framförum þjóðarinnar á síð- ustu tímum, að það að minnast landsins hlýtur ósjálfrátt um leið að verða minning mannsins. Og eg veit að um þenna "nafna hans sem uppi er enn" verði eitt- hvað líkt þessu sagt þegar tím- ar líða, því verklegar fram- kvæmdir munu hafa átt þar sinn ötulasta fylgismann á síðustu árum. f þeim hefir verið að verki þessi athuguli ungi maður sem reit þá snildarlegu ritgerð um Lýðháskólann í Askov 22 ára gamall og sem áður er á minst. En starfsvið J. J. hefir verið svo fjölþætt að ekki er hægt að skýra frá því hér, að- eins má nú geta þess að það er á tilfinningu fólks hér að ein- mitt þessi maður sé sjálfkjör- inn vegna hæfileika sinna og lífsstöðu til að skapa nýtt tíma- bil í samvinnu þjóðarbrotsins hér við þjóðina heima. Að hann láti ekkert hefta þá hugsjón sem hér virðist vaka fyrir áhuga- mestu mönnum þjóðarinnar beggja megin hafsins, og láta nú hendur standa fram úr ermum við að sameina þau andlegu öfl sem eiga alt sameiginlegt en hafa verið aðskilin nú um lang- an aldur. Að auka þau viðskifti sem geta orðið öllum til ánægju og heilla í framtíðinni og að stytta allar fjarlægðir þannig að gagnskifti geti orðið á heim- sóknum meir en verið hefir á liðnum árum. Að andi "fslands sem hef;r verið svo að segja skiftur milli Austur- og Vestur- heims um 60 ára tímabil eigi eftir að sameinast á ný þannig, að það geti orðið varanlegur hagnaður fyrir báða aðila. Að framtíðin finni framrás umfram alt í þeim málum, sem varða heill allrar þjóðarinnar hvar í heimi sem er, dg sem miðar að velgengni heildarinnar í sam- vinnu um saYneiginleg mál." — Þessvegna er aukinn skilningur á nothæfum aðferðum nauðsyn- legur og eg hygg að fáir sé bet- ur fallnir til þess að útskýra þessi atriði en sá maður sem nú tekur til máls, herra Jónas Jóns- son. KRINGLA FIMTÍU OG TVEGGJA Tvö ár nú og tugi fimm telur Kringla að baki. Heims í gegnum örlög grimm ei sást hennar maki. Helgi Marteinsson Við þessa utanbæjargesti urð- um vér varir í kveðjusamsæti Jónasar alþm. Jónssonar s. 1. föstudag: Mr. og Mrs. G. J. Guttormsson frá Riverton, Svein Thorvaldson, M.B.E., frá River- ton, Gísla kaupm. Sigmundsson frá Hnausum, Mrs. S. E. Björns- son frá Árborg, Mr. og Mrs. H. F. Danielson frá Árborg, Mrs. H. Erlendsson frá Árborg. * * * Séra Guðm. Árnason og Sig- ríður kona hans voru stödd í bænum fyrri hþjta þessarar viku. Séra Guðmundur messaði í Sambandskirkjunni s. 1. sunnu- dag í f jarveru séra Philips Pét- urssonar.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.