Heimskringla - 23.11.1938, Blaðsíða 2

Heimskringla - 23.11.1938, Blaðsíða 2
2. SíÐA HEIMSkRINGLA WINNIPEG, 23. NÓV. 1938 Vín Vísdómur eftir BRIGHT Vín tilbúningur lærist aðeins af reynslunni. Bright’s vínin sem svo mjög1 eru eftirsótt eru árangurinn af meira en sextíu ára reynslu félagsins við að búa til vín. — Reynið Bright’s HERMIT PORT eða HERMIT SHERRY yður til smekkbætis. W I N E S HERMIT PORT C O N C O R D HERMIT SHERRY CATAWBA GUÐLAUG STEFÁNS- DóTTIR ANDERSON (Útfarar og æfiminning) sem skifting tímans er ei fram-j giftist og fór að eiga með sig ar til, en árin og aldirnar, eins sjálf. F. 29. apríl 1851 D. 11. sept. 1938 Fyrir sem næst 16 árum síð- an, var saman kominn fjölmenn- ur hópur eldri og yngri manna, á fögrum bóndabæ vestur í sveit. Tilefnið var að flytja öldnum hjónum, er búið höfðu þá saman í 50 ár, verið húsum ráðandi, gestum veitandi, og umkomulausum athvarf, ámað og vinakveðjur samferðamanna þeirra. Mintust allir glaðra funda og glaðra daga jafnt beir sem kynst höfðu þeim um skamma tíð sem langa. Einkum var það hinn höfðinglegi svipur, hið hlýja viðmót og tíguleiki hinnar öldnu húsmóður, sem festi sig í huga og minni að- komumanna í þetta sinn, og skildi eftir hjá þeim skýra mynd. Kvöldið leið. Gestirnir kvöddu. Aftur liðu 10 ár. Þá var að nýju komið saman í hinni sömu sveit, sömu erinda og áður, en nú til að minnast 60 áranna. Ekki voru þar staddir allir þeir er verið höfðu þar fyrra skiftið. Nokkrir voru “úr göngunni gengnir, og gátu ekki komist á fætur.” En enn var hinn tigu- legi svipur hinnar öldnu hús- móður ómáður, og í hinum bláu augum hennar skein enn hinn viðkvæmi skilningur hennar og samúðarríka góðvild. Sjón var nú eigi lengur rent til þess er að baki lág, heldur fram og út til kveldroðalandsins, þangað sem för er hraðað. Hún var stödd við vegamótin furðulegu, þar sem kveldsólin lýsir til| beggja dægranna, við bjartasta áfangastaðinn á allri æfinni, þar sem það vakir í minningunni að “fögur er foldin,” þar sem hin friðsæla ifagurhúmgaða nótt bendir: “Fagur er guðs himinn.” Aftur leið kvöldið. Aftur kvöddu gestirnir, og aftur er nú komið saman, eftir 6 ára bil, en gestahópurinn er skarðaður og þeir tafðir, er fest hafa hinn langa blund. Nú er komið sam- an til að kveðja, ekki á hinum forna fríða bóndabæ, heldur á þeim stað, þar sem kliður hinn- ar framsækjandi lífsbaráttu ogj kyrð næturinnar mætast þar 1 fram yfir tvítugs aldur, að hún og dropar fljótsins, falla í óslitn- um streng fram í eilífðar sæinn. Þó svipar þessum samfundi vor- um í dag til hinna fyrri. Hann er árnaður, hann er kveðja. — Honum lýkur úti í sveit, í “Þorp- inu úti á landsbygðinni,” þar sem alt jafnast og allir eru jafnir, þar sem allir sofa hinum sama svefni, í helgum frið, og móðir jörð, með hverju vori, ung endurlífguð og fögur, breið- ir sængina fögru og grænu, yfir sofandi börnin sín. Á þessum stað, í þetta sinn, kveðja^ gest- imir og hverfa burt. Og árin koma og líða, fyrna jafnvel yfir þenna fund, því til annars sam- fundar verður ekki boðað. Móðirin aldna, húsmóðirin tigulega er til værðar gengin. Garigið hljótt um sali hennar. Hún sefur. Augun bláu eru lok- uð. Skuggar dagsins, — þessi hversdagslegu viðfangsefni æf- innar, — óskýra eigi lengur skygnið til hæðanna eða útsýn- ið fram á hafið. Það er bjart til hæðanna og sólroði á fjöllum í heiði kveldstundarinnar. Því er eins háttað með æfi- dalinn og sorgarinnar dal — því æfidalurinn er að ýmsu leyti sorgarinnar dalur — að um hann lýsir þegar hann er farinn á enda. Þess lengra sem hann er farinn þess lægri verða skuggarnir unz að upp úr hon- um er komið, þá hverfa þeir með öllu. Eftir það skyggir ekkert á en opnast sú sýn að geislar hnígandi kveldsólarinn- ar roða fjallatindana og breiða sig eins og gullofið klæði, yfir hinn lygna flöt úthafsins sem þakinn er, hvít-væddum skipum útfarenda, sem öll eru 1 fylgd með sólu, út fyrir hinar myrku Ægis dyr hverfandi tíðar. “Bláa vegu, brosfögur sól Gengur glöðu skini: Svo frá heimi, til himins sala Frelstar sálir fara.” A Guðlaug Stefánsdóttir er fædd á óðalsjörð foreldra sinna Jök- ulsá í N.-Múlasýslu, þriðjudag- inn fyrstan í sumri, er þá bar upp á 25. apríl, árið 1852. For- eldrar hennar voru þau Stefán bóndi Pálsson á Jökulsá og kona hans Sólrún Jónsdóttir Árnason- ar. Eru báðar þær ættir alkunn- ar á Austfjörðum. Var Stefán faðir Guðlaugar fimti maður frá skáldinu séra Stefáni Ólafssyni í Vallanesi er var bróðursonur Odds biskups Einarssonar í Skálholti. Með foreldrum sínum ólst Guðlaug upp til tólf ára aldurs, að hún fór til móðurbróður síns Egils bónda Jónssonar í Rauðs- holti, er nefndur var hinn ríki, og dvaldi með þeim hjónum fram yfir fermingaraldur, að hún vistaðist til náms, sem tíðk- aðist á þeirri tíð, til þeirra hjóna séra Jakobs Benedikts- sonar á Hjaltastað og konu hans. Vann hún þar fyrir sér COULTER óskað er eftir stuðningi yðar fyrir Garnet Coulter umsækjanda í bæjarráð í 2. kjördeild Pæddur í Manitoba, hefir búið 35 ár i 2. kjördeild. Setið i skólaráði bæjarins í 13 ár. Forseti skólaráðs ins 1930-31. Pulltrúi í varasjóðs- nefnd skólahéraðs borgarinnar. — Fulltrúi i fátækranefnd borgarinn- ar 1937-38. Fulltrúi fylkisnefndar að koma fólki fyrir úti á landi. Greiðið atkvæði með Coulter Garnet Auglýst af kosninganefnd umsækjanda. Maður hennar, sem enn er á lífi og nú 94 ára að aldri, er Egill Árnason frá Ketilsstöðum í Hjaltastaðaþinghá, sonur Árna Bjarnasonar í Litlu-Vík en hann var bróðir Jóns fræðimanns Bjarnasonar og þjóðsagnasafn- ara í Litlu-Breiðuvík, er einnig er alkunn ætt Austanlands. Þau giftust 1. desember árið 1872 og voru gefin saman að Jökulsá af séra Finni Þorsteinssýni, er þá var prestur að Desjarmýri. Frá þeim degi hefir æfibraut beggja verði ein og hin sama, í tvo aldarþriðjunga. Búskap byrjuðu þau á Jökulsá og bjuggu þar í 7 ár. Færðu sig þá að Bakka í Borgarfirði og bjuggu þar rausnarbúi í 25 ár, eða þangað til þau seldu bú sitt og fluttu alfari til þessa lands, sumarið 1904. Námu þau sér land og settust á það, í grend við Leslie í Sask. Bjuggu þar um langt skeið, þar til fyrir fáum árum síðan að þau urðu að bregða búi fyrir aldurssakir og fóru til barna sinni, hún hingað til bæj- ar, en hann til Stefáns sonar síns við Leslie. Af stórum barnahóp mistu þau mörg, eru nú aðeins fjögur börn þeirra á lífi: Stefán bóndi við Leslie, kvæntur Gyðríði Guðnadóttur Stefánssonar; — Pétur kornverzlunarmaður í Winnipeg, kvæntur Vilbjörgu Jónsdóttur úr Reykjavík; ólína gift Páli Skarphéðinssyni Páls- son bókhaldara í Winnipeg; og Björg, gift Kristni Oliver Ein- arssyni skrifstofuþjóni við Þjóð- brautarkerfið í Winnipeg. Auk þessa ólu þau upp 3 fósturbörn og gekk Guðlaug þeim í móður stað. Eru 2 þeirra frændsyst- kini þeirra; Egill Pétur Einars- son, er kom til þeirra ársgamall, býr nú í Reykjavík og Steinunn Guðlaug Kristjánsdóttir er einn- ir kom til þeirra ársgömul og fluttist með þeim vestur, gift Jóni bónda Hallssyni við Leslie. Hið þriðja, er einnig fluttist með þeim ve3tur, var Sezelia Jóhannesdóttir, nú önduð, gift Eyvindi Doll bónda við íslend- ingafljót. Var hún á 7. ári er þau tóku hana af móður hennar, bláfátækri ekkju, er bjó í grend við þau. Sýnir það hjartalag Guðlaugar sem og dugnað og höfðingsskap, því engum dylst, að verk það sem því fylgdi að ala upp fósturbörnin hvfldi að öllu leyti á hennar herðum, á- samt hinum margbreytilegu heimilisstörfum, sem umfangs- mikið sveitaheimili heimtar. En henni fórst það vel sem sérhvað annað sem hún gerði. Hún leysti þessi skyldustörf af hendi með sæmd. Svipuð hugsun mun og ávalt hafa búið í hjarta hennar sem sú er lýsir sér í ýms- um ljóðum forföður hennar, séra Stefáns í Vallanesi og kem- ur einkum glöggt fram í þess- ari vísu: “Forsmáðu aldrei, Flíkum vafðan Heldur aumkva þig Yfir þurfalýð. f lófa Krists, Lögð er ölmusa Því fátæks manns hönd Er féhirzla Drottins.---- Hún sýndi trú sína í verkun- um, og hjartalag sitt í falslausu og þýðu viðmóti við samferða sveitina. í trausti þess að verkin væri ekki ósamhljóða boðorðinu mikla, gat hún beðið eins og forfaðir hennar þessarar einu bænar í fullu trausti heils hug- ar: “Bið eg skjóls, því eftir er Óséð lífdaga minna”, — og öðlast bænheyrslu. Hún naut skjóls — “því er eftir var óséð lífdaganna” hjá elskaðri dóttur og tengdasyni og svo hjá börnum sínum öllum, þegar þróttur og þrek tóku að þverra og þungi ellinnar beygði orku hennar og hina viljasterku lund. F’ram að þeim degi hafði hún búið undir þaki, sem blessun drottins hvíldi yfir sökum verka hennar og góðfýsi; sökum kær- leika hennar og hinnar vakandi umhyggju. Annara launa óskaði hún sér ekki, en þessara, þau voru henni nóg. En svo veittust henni og önnur laun; hún gat eigi hjá þeim komist — laun er eigi voru síður ágæt, það voru ást og virðing samferða sveitar- innar. Engum sem henni kynt- ust gat dulist drenglund hennar og mannkostir, trygð, viljafesta og glöggar gáfur. Það alt kom hvarvetna í ljós við hvaða at- burði, atvik eða tækifæri sem fyrir komu, svo að naumast þurfti Viðkynningar við. Það að fá notið trausts og vinarhuga samferðasveitarinnar er að ná æðsta tilgangi og takmarki æf- innar. Það er að fara “sigur- för að síðasta klukknahljómi.” En eg ætla ekki að reyna að segja æfisögu hennar, — 70 ára starfssögu, — frá því að hún byrjaði sjálf að brjóta sér sína eigin braut, því til þess skortir mig alt, aldur og þekkingu og náin kynni. En hve mjög hefir hún ekki orðið að leggja krafta sína fram hve oft hefir hún ekki glaðst og hrygst á þeirri löngu leið liggur í augum uppi. Æfin líður ekki áfram eins og “hægt rennandi vatn” fyrir þeim sem eiga hug og vilja og dáð og tak- mark, sem þeir keppa að. Miklu fremur sem bergflúð er berst við það að hola steininn, að brjóta sér farveg, ryðja torfær- unum úr vegi og yfirstíga þær. En æfin er liðin og sú barátta til lykta leidd, og skal því eigi frekar um hana ræða. Æfideg- inum er lokið, nóttin og hvíldar- stundin komin hins tímanlega lífs— “nóttin næðisgóða” í gröf- inni. Og sú hvíld er góð, veg- móðum og þreyttum. Hvað dauðinn er fær enginn skýrt. — Hann er endir jarðlífsins j-afn sjálfsagður og eðlilegur og æsk- an og uppvaxtarárin. Við hon- um er búist frá því maðurinn öðlast meðvitundina, unz hann skilar henni aftur til þess sem hana gaf. f heilbrigðum huga er dauðinn aldrei óttalegur, hann er friðargjafi. Einn hug- sjónaríkasti maður aldarinnar sem leið sagði: “Vér vitum ei hvort dauðinn er múr eða dyr, vængjanna fallanda flug, eða svif þeirra hærra en fyr.” Hann er ekki múr, ekki veggur. Ef hann er vængjanna fallandi flug, þá er það aðeins það augnablik- ið sem hjartað stöðvast, og heimsmyndin hverfur sýnum. — “Frá honum fyrir hann og til hans eru allir hlutir.” Þau orð standa stöðng um aldir alda. Allir draumar mannanna, hug- sjónir þeirra, hafa hnigið að því og þar hafa þær numið staðar, fundið svarið marg endurtekna, við öllum torráðnum spurning- um. Yfir alda rofið Ymur kveðjan sama Inst i huga ofið Orðið gleði-tama. Lífs og ljóssins brautir Liggja yfir hafið En ami og þungar þrautir Það er burt — og grafið. — Vér kveðjum svo hina öldnu samferðakonu vora með þakk- læti fyrir liðinn dag, og geym- um minningarnar frá samleið- \ inni inst í huga. Hinn aldni! eiginmaður hennar kveður hana, j sjálfur til brautar búinn, með ást og þökk fyrir hinn langa | samverudag. Börn hennar og ástvinir kveðja hana, hina virðu- legu, góðhjörtuðu, traustu og umhyggjusömu íslenzku móður og blessa för hennar héðán af tímans strönd yfir á eilífðar- landið handan við gröf og dauða. Guðlaug Stefánsdóttir Ander- ;on, fylgi þér allur vor árnaður, Blöðin koma út fersk og hreinu úr hinu tvöfalda sjálfgerða bókarhefti ENGIN BÚIN TIL BETRI vingarkveðj ur samferðamann- anna, Guðs góði friður. Drottinn blessi þig og varð- veiti þig, héðan í frá og að eilífu. — Amen. útför hennar fór fram mið- vikudaginn 14. sept. frá kirkju Sambandssafnaðar. — Hún var jörðuð í Brookside grafreit, þar sem fjöldi íslendinga hvílir, og ausin íslenzkri moldu, sem dóttir hennar, Mrs. Ólína Pálsson, hafði með sér að heiman frá æskustöðunum. R. P. STOFNUN NÝBÝLA Rvík. 22. okt. Tíminn hefir snúið sér til Þórólfs Sigurðssonar frá Bald- ursheimi, skrifstofustjóra Ný- býlasjóðs, og fengið hjá honum þær upplýsingar, sem hér fara á eftir: Lögin um nýbýli og sam— vinnubygðir gengu í gildi í árs- byrjun 1936, og samkvæmt þeim hefir því verið unnið að stofnun nýbýla og endurbyggingu eyði- býla víðsvegar um landið í tæp- lega þrjú ár. Fjárlögunum til þessara býla er þannig háttað að samkvæmt fjárlögum eru ákveðnar 155 þús- und krónur árlega, er skiftist að mestu leyti sem styrkur til stofnunar býlanna. Ennfremur eru veitt lán úr nýbýlasjóði til þeirra, er nema árlega samtals hérumbil jafnhárri upphæð og úthlutaður styrkur, og útvegar nýbýlasjóður það veltufé með sölu verðbréfa innanlands; en þau verðbréf eru trygð með á- byrgð ríkissjóðs. Samkvæmt nýbýlalögunum má verja alt að 3500 króna styrk itil stofnunar nýbýli og alt að 3500 króna láni, eða samtals 7000 krónur. Nýbýlastjórn ríkisins hefir borist fjöldi umsókna um þessi fjárframlög til nýbýla úr öllum sýslum og kaupstöðum á land- inu, eða samtals um 500 um- sóknir öll árin. En 40—50 af þessum umsækjendum hafa síð- ar beinst að endurbyggingar- sjóði, enda höfðu þeir þá að- stöðu, að á býlum þeirra var aðeins um endurbyggingu eldri bæjarhúsa að ræða, en hvorki nýbýli né eyðibýli. Af áðurgreindum umsóknum hefir nýbýlastjórnin getað tekið til greina, á árunum 1936—38, alt að 200 styrkbeiðnir; hefir því fullur helmingur af þeim erindum, sem henni bárust, orðið að bíða afgreiðslu, og má búast við að eigi verði unt að bæta mörgum við á næsta ári, sökum þess að eftir er að greiða síðari hluta af fjárlögunum úr Nýbýla- sjóði til ýmsra býla, sem nú eru komin skamt á veg. Ýmsar af styrkbeiðnum til Nýbýlasjóðs eru frá mönnum, sem byrjuðu að reisa nýbýli á árunum 1930—35 og höfðu feng- ið lán til þessa úr Byggingar- og landnámssjóði eða öðrum lánsstofnunum, en gátu þá eigi lokið við þau sökum fjárskorts. Hafa 35—40 býli, sem stofnuð voru á þessum árum, hlotið nokkurn styrk úr Nýbýlasjóði til viðbótarbygginga, en engin lán. Þá hafa verið bygð nýbýli á ca. 30 eyðijörðum, sem voru orðn- ar húsalausar fyrir 1935, og höfðu ýmsar þeirra verið óbygð- ar svo áratugum skifti; en um 130 nýbýli hafa verið reist á löndum þar sem eigi hefir áður verið bygt. Flest eru á áður ó- This advertisment is not inserted by the Government Liquor Control Commission. The• Commission is not responsible jor statements made as to quality of products advertised.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.