Heimskringla - 18.01.1939, Blaðsíða 2

Heimskringla - 18.01.1939, Blaðsíða 2
2. SíÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 18. JANÚAR 1939 FÁEIN ORÐ FRÁ AMERÍKU Útvarpserindi eftir Jónas Jónsson íslendingar hafa tvisvar fund- ið Ameríku og týnt henni aftur. Ameríka hefir eitt sinn fundið ísland og nú má vænta að betur takist en í hin fyrri skiftin, og að ættland Leifs Eiríkssonar og heimálfa sú ,er hann uppgötvaði, muni hér eftir ekki skilja um samstarf og kynningu. fslendingar fundu Ameríku fyrir níu öldum, en höfðu ekki fjölmenni og auð til að fylgja eftir þeim fundi með skipulegu landnámi. Fyrir 70 árum byrj- uðu íslendingar aftur að leita vestur um haf, og á næstu ára- tugum eftir það, flutti fjórði hluti fslendinga til Ameríku, nam þar land og tók mikinn þátt í að byggja tvö merkileg lýðræðisríki. En þetta landnám gleymdist líka. Heimaþjóðinni fanst að þeir, sem alfluttir væru nú svo langan veg, væru með öllu horfnir. Menn litu á frænd- ur og vini, sem leitað höfðu í hina fjarlægu heimsálfu eins og nákomna ættmenn, sem stigið hefðu yfir landamerki lífs og dauða, og ættu með nokkrum hætti bygð í öðrum heimi. En þeir sem vestur fóru, gleymdu ekki gamla ættlandinu og sýndu það á marga vegu. Á hinni fyrstu landnámsöld sendu f jölmargir landar að vestan f jár- stuðning til nákominna ættingja heima. Þegar frá leið hættu þær gjafir svo sem rétt var og eðli- legt, en í þess stað voru landar vestra vakandi um að styðja á margvíslegan hátt almennar framfarir í gamla landinu, stofn- un heilsuhælis, minnisvarða Jóns Sigurðssonar, stofnun Eimskipa- félagsins og fjölmargar aðrar minni framkvæmdir. Landar vestan hafs sýndu á þennan hátt, að þeir fylgdust með öllum at- burðum á fslandi og þótti svo miklu skifta viðreisn landsins, að þeir tóku á með frændum sínum heima, hvenær sem mikils þótti við þurfa. Ekki var sýnilegt, að þessi margháttaða þátttaka landa vestan hafs hafi að nokkrum verulegum mun vakið skilning fslendinga á hinu merkilega landnámsstarfi 1 Vesturheimi: Heimferðir að vestan höfðu meiri þýðingu í þá átt. Þegar menn, sem höfðu farið ungir vestur, og orðið þýðingarmiklir ] borgarar í sínum nýju heim- Ifynnum, komu heim hvað eftir annað og dvöldu hér langdvölum, þá höfðu kynnin við þá mikil áhrif. Jón Bíldfell, Árni Eg- gertsson og Arinbjörn Bardal voru meðal hinna fyrstu vakn- ingamanna, sem höfðu áhrif með tíðum heimkomum. Síðan kom þjóðhátíðin 1930 með hinni f jöl-1 mennu heimsókn að vestan. í kjölfar hennar hafa svo á síð- ustu árum siglt tveir áhrifamenn vestan um haf, Ásmundur Jó- hannsson og Rögnvaldur Péturs- son. Þeir hafa komið mjög oft til íslands og með sínu marg- breytta starfi í sambandi við landa heima gert- nokkurvegin ómögulegt að lifa og láta eins og landar í VesturheimJ væru komnir jafnlangt frá þjóðinni í gamla landinu eins og sálir framliðinna vina, sem una sælu- lífi í öðrum heimi. Þegar Ásmundur Jóhannsson kom heim til Winnipeg í haust sagði hann í ræðu á mannfundi vestra: “Mér finst að íslending- ar á íslandi hafi ekki efni á að týna þeim fjórða hluta þjóðar- innar, sem býr í Vesturheimi. Og mér finnst heldur ekki, að þeir íslendingar sem fluttir eru vestur um haf hafi efni á að týna sjálfum sér.” — Eg hygg, að Ásmundur Jóhannsson hafi með þessum orðum lýst svo glögglega sem unt er, grundvall- arhugsuninni, sem skifti íslend- inga báðu megin hafsins byggj- ast á í framtíðinni: Að mínum dómi hafa landar vestan hafs fundið ísland að nýju, og för mín til Ameríku í sumar sem leið, var frá hálfu okkar, sem búum í gamla landinu, lítlishátt- ar byrjun á því mikla starfi, sem gera þarf á næstu árum, að tengja þúsundföld frændsemis-, ! menningar- og viðskiftabönd milli þjóðarbrotanna á íslandi og j í Ameríku. Margir menn hafa að vísu far- ið á undan mér í heimsókn til landa í Ameríku. Mörg af helstu skáldum landsins, listamenn, söngsnillingar, rithöfundar, heimspekingar og kennimenn hafa gist bygðir íslendinga vest- an hafs. Þeir hafa komið til að skemta eða fræða landa vestra. Eg er fyrsti alþingismaður frá íslandi, sem hefi hitt að máli mikinn hluta fólks af íslenzkum stofni vestan hafs. Egkom ekki í skemtiferð eða til að skemta löndum, heldur eingöngu til að All-Canadian victory for pupils of DOMINION BUSINESS COLLEGE at Toronto Exhibition Pupils of the DOMINION BITSINESS COLLEGE, Winnipeg, were awarded FIRST PLACE in both Novice and Open School Championship Divisions of the Annual Typing Competition. Miss GWYNETH BELYEA won first place and silver cup for highest speed in open school championship with net speed of 92 words a minute.. Mr. GUSTAVE STOVE won first place and silver cup for highest speed in Novice Sec- tion of typing contest. His net speed was 76 words a minute. Miss HELEN BRIX, another D. B. C. pupil, won second place for accuracy in the novice division! Miss ÐOROTHY MAXWELL, a D. B. C. student, came fourth in- the open school championship section! The Dominion sent four pupils to Toronto and they won two firsts, a second and a fourth place! The contest officials announced at tht Coliseum before an audience of 9,000 people that the Dominion Business College, Winnipeg, had the best showing of any com- mercial school in the competition! There were 107 contestants! ENROL NOW DOMINION BUSINESSCOLLEGE WINNIPEG FOUR SCHOOLS: THE MALL— ST. JAMES — ST. JOHN’S — ELMWOOD kynnast Norður-Ameríku, land- inu, þjóðinni og alveg sérstak- lega íslenzka þjóðarbrotinu. Eg fór raunverulega pólitíska ferð, ekki fyrir neinn landsmálaflokk eða trúmálastefnu, heldur sem íslendingur frá fslandi, sem vildi leggja nokkra steina í þá brú, sem landar vestan hafs hafa byrjað að byggja heiman frá sér í átt til hins gamla föðurlands. Eg var nokkuð á fimta mánuð í þessu ferðalagi og hélt sjaldan kyrru fyrir. Eg hélt stundum áfram dag eftir dag í járnbraut- um yfir hinar miklu sléttur. — Undir þeim kringumstæðum verður járnbrautarlestin eins og heimili með pýrðilegum hvílu- rúmum, dagstofum og borðsöl- um. Á þvílíku ferðalagi líður landið fyrir augu ferðamannsins eins og stórkostleg síbreytileg kvikmynd. öðru skifti fór eg á einum degi í bifreið frá Kyrra- hafsströndinni inn í Kletta- fjöllin, álíka ferð og frá Húsa- vík, yfir Sprengisand, að Berg- þórshvoli og norður aftur. í Ameríku eru bifreiðar jafn nauðsynlegar og algengar eins og reiðhestar í Skagafirði. Og það væri synd að segja, að land- ar vestan hafs hafi sparað bif- reiðar sínar við mig. Eg gizka á, að þeir hafi að öllu saman- lögðu eytt ekki minna en tveim bifreiðaverðum við að sýna mér landið. Winnipeg er borg með meira en 300 þúsund íbúa. Eg kom þar æði oft og fór þaðan margar ferðir út um bygðir ís- lendinga. En Winnipeg er eina stórborgin þar sem eg hefi dval- ist um stund, án þess að læra að rata um bæinn. En landar bjuggu að mér eins og frá er sagt í æfintýrunum, þar sem fljúgandi feldur tók fólkið og flutti það beint þangað, sem það átti að fara. Landar í Winnipeg og raunar svo að segja hvar- vetna þar sem eg kom, fluttu mig í bifreiðum sínum óravegi um hinar miklu borgir eða lang- ar leiðir um sléttur eða fjöll. Eg fór fjórar ferðir í hraðlestum þvert yfir landið. Einu sinni eftir allri vesturströnd Banda- ríkj'anna, og jafn langa leið gegnum Klettafjöllin. Að síð- ustu heimsótti eg nálega allar stórborgirnar á austurströnd- inni. í vrópu er siður að draga góðlátlega dár að Ameríkumönn- um fyrir þvílík ferðalög, þegar menn reyna að sjá heilt land með hraðri yfirferð. Og það er vit- anlegt, að sú þekkng, sem menn fá á þennan hátt, stendur ekki djúpt, en hún nær víða yfir. — j Eftir þessa hröðu ferð um Norð- ur-Ameríku finst mér eg þekkja landið eins og hefði eg horft yfir það í góðu skygni af tindum hárra fjalla. f endurminning- unni bregður fyrir ótal myndum. Eg sé bóndabæ, skamt frá Win- nipeg, þar sem 1500 dagsláttur eru undir hveiti. Bóndinn slær allan þennan mikla akur á viku. ,Tvær dráttarvélar draga hver um sig þrjár sláttuvélar. Aðrir menn taka kornbindin og hlaða þeim í litla stakka. í fyrra fékk þessi bóndi 45 þúsund dollara fyrir hveitið, en mörg undanfar- in ár hafði verið uppskerubrest- ur og framleiðsla lítt seljanleg. Bóndinn hafði þá lifað á láni frá |Vel efnuðum íslendnigi í Winni- peg. Barnlaus hjón áttu þessa jjörð. Alt var unnið með vélum, og enginn búsmali nema tveir klárar í hesthúsi. Eftir góðæri í fyrra höfðu hjónin lokað bæn- um og verið kaldasta tímann í Chicago. Yfir borðum spurði eg húsmóðurina, hvort hún vildi heldur vera bóndakona á þessari gagnsemdarjörð, eða gift lög- regluþjóni í Chicago. Mér þykir síðari kosturinn betri, segir kon- an. En bóndi hennar vildi held- ur búa í sveit, en halda áfram löggæslustarfi í stórborginni. Vestar í hveitilöndunum, þar sem íslendingar búa, hefir verið uppskerubrestur flest ár síðan 1929. Oftast vantaði regn, og hveitið skrælnaði á samfeldum hitadögum. Á seinni árum eydd- ist hveitið stundum af sýki, sem er engu betri en borgfirska pest- in á íslandi. Sá sjúkdómur er nefndur “ryð”, og breiðist á svipstundu yfir heil héruð. Bæði axið og leggurinn gulnar og og hlýtt. Menn þurfa sjaldan að mikil á því, að á þjóðhátíð að leggja í ofna í húsum sínum. — Gimli koma saman um 4,000 Efnað fólk kemur víða úr Ame- manns ár hvert, en á íslandi er ríku og býr í Los Angeles á vet- ekki hægt að halda svo fjöl- urna. Þá er líka uppskerutíð menna samkomu nema í Reykja- kvikmyndaleikaranna að því vík. En fyrir utan þennan meg- leyti sem þeir taka myndir und- inkjama eru hópar íslendinga í ir berum himni. Flestir halda flestum borgum í Norður-Ame- visnar eins og sigð dauðans hafi að borgarbúar lifi af góða loft- ríku, einkum þó á vesturströnd- svifið yfir blómlegum akrinum. inu og “stjörnunum”, en þar eru inni. Þar eru 200—600 manns Enn önnur meinsemd er haglið. líka óteljandi olíubrunnar og eru í nokkrum helstu bæjunum. — í hinum mestu sumarhitum get- j járnvirkin yfir lindunum eins og Landar vestra skiftast í þrjár ur haglið brotið niður og eyði- j þéttur skógur tilsýndar. Los kynslóðir: Hin fyrsta voru land- lagt allan gróður á víðlendum' Angeles og New York eru mest- nemarnir, sem fluttu vestur með svæðum. Haglkornin eru venju- ar tilhalds- og tízkuborgir í litlar eignir nema Vídalíns- lega álíka stór og hænuegg, en oft stærri. Bændur reyna að tryggja sig gegn haglskemdum í vátryggingarfélögum, en það er dýrt og ef illa lítur út með verðið, hafa fæstir efni á því. Þannig er akuryrkjan í hinum frjóu hveitilöndum háð ótal erf- Ameríku. postillu, passíusálmana, fornsög- Washington og New York eru urnar og ljóð skáldanna. Með skemtilegar systur, nokkurskon- afburða dugnaði tókst landnem- ar Marta og María, sem skifta unum að skapa sér heimili, verða með sér hugsjóna- og hagsmuna- sjálfbjarga og stundum efnaðir. starfi. Washington er stjórnar- Þeir settu markið hátt, en hæst setrið með engum verksmiðjum Þá ósk, að vera frjálsir, sjálf- en fögrum skemtigörðum, marm- bjarga, og til sóma fyrir ættland iðleikum eins og landbúnaður og ] arahöllum og súlnagöngum. En sitt- Þeir efndu vel þessi heit fiskiveiðar á fslandi Þegar landar komu vestur, gerðust margir þeirra veiðimerm einkum við tvö stór vötn í Can- ada, Winnipeg- og Manitoba- vatnið. Þessi veiði er stunduð bæði vetur og sumar. Á vetrum eru netin lögð undir ís, og má telja víst að þær aðferðir ætti að nema við vatnaveiði hér á landi. Aflinn úr þessum miklu vötnum er fluttur í ís til stór- borganna á austurströndinni. — New York ræður þar mestu um. Sú fisksala er nálega öll í hönd- um Gyðinga. Frá stórvötnunum í Canada líður hugurinn vestur á strönd. Utan við eina íslendingabygð þar lágu um miðjan ágúst hundr- uð vélbáta, sem allir veiða lax í sjónum. Meðfram strönd Can- ada að vestan er víða mikil lax- gengd, en þó allra mest í Alaska. Laxinn gengur í stríðum straum- um upp í árnar til að hrygna, en hann er ekki veiddur þar, heldur eingöngu í sjónum. Laxinn er fallegur fiskur en venjulega er styrjöld kringum hann. Fiski- menn frá Bandaríkjunum og Japan skjóta hver á annan út af laxanetum við Alaska. í Boston á austurströndinni eru mestar togaraveiðar við Ameríku. Þar eru allmargir ís- lenzkir sjómenn og skipstjórar á þeim flota, og þykja afbragð annara manna, veiðisælir og duglegir. Sem betur fer leggja Bandaríkjamenn ennfremur litla stund á útgerð. Þessvegna er þar von um sölumöguleika fyrir íslenzkan fisk. Klettafjöllin eru há og tigu- leg, víða vaxin háum skógi, en jöklar á hæstu tindum. Sunnan til í fjallagarðinum rignir lítið. Þar eru fjöllin og háslétturnar gul og gróðurlaus. Allvíða á þessum slóðum lætur stjórn Roosevelts gera mikla stíflu- garða í stórvötnum, framleiða feikn af rafmagni og dæla síðan vatninu með raforku, svo að það flæði yfir víðáttumikil eyðilönd. Á hverjum þvílíkum stað má búa til nýtt Egyptaland, því að sólin og vatnið gera kraftaverk. Inni í Klettafjöllunum er landið víða friðlýst. Gulsteinagarður er elztur af þjóðgörðunum, frið- aður fyrir 70 árum. Þar eru hinir miklu hverir, sem keppa við Geysi á íslandi. Landið um- hverfis hverina er jafnhátt yfir sjó og tindurinn á öræfajökli og liggur 9 mánuði árlega undir snjó. En á sumrin streymir þangað ótölulegur grúi ferða- manna. í Gulsteinagarði eru um 3000 hveraop og margir gos- hverir. Sá frægasti heitir Gamli Tryggur. Hann gýs jafnhátt og Geysir í Haukadal, en gospípan er ekki nema $ af þvermáli Geysis og gosið varir ekki nema 4 mínútur. Gamli Tryggur er þýðilegur hver, en hann stendur Geysi að orku og tign að baki. Hollywood er hluti af Los An- geles eins og Grímsstaðaholt er partur af Reykjavík. Loftslag- ið þar er líkt og á austurströnd Spánar, heit og blámóðukent á sumrin en þó með svala frá sjón- um. En á veturna er Ioftið tært New York er höfuðborg í heimi og komu því orði á þjóð sína, að peninganna. — Hvergi í öllum heit íslendings væri jafngilt heimi eru þvílík skilyrði fyrir vottföstum samningi og að fs- glæsilega verzlunarborg eins og lendingar væru í fremstu röð þar. New York liggur á miðri ailra innflytjenda sökum elju- austurströnd Bandaríkjanna, við semi menningar og drengskapar hafið. Rík og frjó lönd eru til 1 allri framkomu. « beggja hliða. Málmauðug fjöll Börn landnemanna eru önnur á bak við, þá koma hin miklu kynslóðin. Þau hafa fetað í akurlönd í miðri álfunni, en síðar spor foreldra sinna, með mikla Klettafjöllin og hin milda vest- eljusemi og dugnað, ekki sízt urströnd með skógum, námum, við nám í skólum landsins. Um olíulindum, tröllauknum fossum skeið hlutu íslenkir unglingar og grænum aldinlundum. — tiltölulega mest af námsverð- Heimsborgin New York teygir launum vestanhafs. önnur kyn- arma sína út yfir þetta mikla ] slóð talar yfirleitt bæði ensku land og dregur þaðan næringu10g íslenzku ágætlega og hefir eins og risavaxið tré með rótar- greinum, sem standa djúpt í mjúkri jörð. Tvö stórfljót, lygn og skipgeng renna til sjávar um sama ós við New York borg. Þau lykja um allstóra eyju með klettagrunni. Eyjan heitir Man- hattan. Hún er sennilega um 8 kílómetra á lengd og 5 kílóm. á breidd. Á þessari eyju er að- sýnt yfirburði í margháttuðum vandasömum störfum. Mun hlutur landnemanna og barna þeirra þykja því betri hér á landi, sem sú saga er meira skýrð og rakin. Þriðja kynslóð er tæplega komin út í lífsbaráttuna. Ensk- an sækir fast að henni eins og frumskógur að ungum gróðri. En setur hins mikla auðsafns í ] þó að margir af 3. kynslóð eigi Bandaríkjnum. Þar eru hundruð 1 erfiðara með íslenzkuna heldur skýjakljúfa, hinn hæsti er 100’ en fegUr þeirra og afar, þá er hæðir. Þeir bera við heiðan him- þjóðrækni þeirra og ást á fs- inn á strætunum, eins og Hraun- ]andi svo sterk, að furðu gegnir. drangi af veginum í Öxnadal. — j Má og á það líta, að engin skipu- Nálega öll stræti eru bein og'iögð hjálp hefir komið frá fs- hornrétt þvert yfir eylendið. — landi til að létta þriðju kynslóð Allar götur eru nefndar eftir ] baráttuna að halda við máli hækkandi töluröðum og furðarifeðra sinna. Glögt dæmi um alla sem þangað koma, að sú til- högun skuli ekki vera í öllum borgum. Hudsonfljótið rennur sunnanvert við Manhattan, bæði djúpt og breitt. Ganga stærstu úthafsskip eftir því gegnum borgina. Eftir suðurbakka eyj- arinnar liggur breið steinsteypt hábraut fyrir bifreiðar, sem tefjast þar ekki af þvervegum. Er furðuleg sjón að aka eftir þeirri braut og hafa á aðra hönd kjarna hinnar miklu verzlunar- borgar, með óteljandi skýja- kljúfum, en hinumegin fljótið þar sem úthafsdrekarnir liggja hlið við hlið eins og bátar í nausti. Það virðist auðvelt að afgreiða í einu mörg hundruð hafskip við þennan eina fljóts- bakka. Engar eru þar kolalyft- ur eða merki um óþrifnað, eins og venjulegt er í hafnarborgum. Á þrjá vegu við Manhattan eru undirborgir miklar og fjölmenn- ar. Þar hefir borgarmúgurinn heimili sín. En verzlun og auð- magn býr í eyjunni með þeim háreistu turnum. París, Lon- don og New York eru megin heimkynni nútíma borgarmenn- ingar. Þær eru geysilega ólíkar, en hver þeirra endurspeglar glögglega styrk og veikleika lands og þjóðar. En því er hér sérstaklega minst á New York, að hún er megin inngangur að verzlun í Norður-Ameríku. Ef íslendingum auðnast að tengja viðskifta- og kynningarbönd vestur um haf, þá verða að hef j- ast beinar skipaferðir frá Reykjavík til New York borgar. f þessu mikla landi búa 30— 40 þúsundir manna af íslenzkum stofni. Langflestir á sléttu- landinu, frá Dakota um Argyle, Winnipegborg og á ströndum Winnipeg- og Manitobavatns. — Vel má sjá hve þéttbygðin er hina sterku þjóðrækni er úr fá- mennri nýlendu úr Klettafjöll- unum, sem myndaðist um 1860. Þeir landar hafa í 80 ár verið mjög einangraðir frá fslending- um vestan hafs og austan. En þó að æskan hafi náð undirtök- unum í málfari þeirra þá, minn- ast þeir með einlægri tilfinn- ingu uppruna síns, halda íslend- ingadag 2. ágúst hvert ár, og reistu í sumar sem leið glæsileg minnismerki um landnám íslend- inga í þessari bygð. Má af þessu marka hve lengi muni gæta íslenzkrar þjóðrækni í Vestur- heimi. Eg álít höfuðnauðsyn að auka skifti og kynni milli íslendinga yfir hafið, bæði til að fullnægja eðlilegri manndómsskyldu og til að hjálpa löndum vestra að halda þar við íslenzkri menningu. En takist það, munum við sem bú- um í gamla landinu, fá að vestan margfaldan andlegan og mann- legan stuðning við að endurreisa aftur hið frjálsa lýðríki á ís- landi. Mér mundi standa til boða að halda fleiri fyrirlestra í útvarp- ið um vesturför mína. Eg mundi auk þess geta skrifað um hana nokkrar blaðagreinar. En eg mun þó ekki nota þessi tækifæri. Eg finn að efnið er of stórt til að geta gert löndum mínum grein fyrir því í svo stuttu rúmi. Hvort mér tekst að fá tíma og tækifæri til að skrifa svo ítar- lega um líf íslendinga í Vestur- heimi, um þjóðrækni þeirra, at- orku og framfarahug er meira en vafasamt. En til að gera þó nokkurskonar yfirlit um ferð mína, mun eg innan skamms birta í Tímanum tillögur um allmarga þætti í samstarfi fs- lendinga yfir hafið. Að líkind- um verða þær tillögur síðar birt-

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.