Heimskringla - 01.02.1939, Side 4

Heimskringla - 01.02.1939, Side 4
4. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 1. FEBRÚAR 1939 Heimakringla (StofnuB lSStl Kemur iit á hverjum miBvikudegi. Eigendur: THE VXKING PRESS LTD. S53 og S55 Sargent Avenue, Winnipeg Talsímia SS 537 Verð blaðslns er $3.00 árgangurinn borglst tyrtrfram. Allar borganlr sendist: THE VIKING PRESS LTD. 911 vlðskifta bréf blaðinu aðlútandl sendist: Mmager THS VIKINO PRESS LTD. S53 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEPAN EINARSSON Utanáskrift til rltstjórans: EDITOR HEIMSKRINOLA S53 Sargent Ave., Winnipeg “Heimskrlngla” ls publlshed and printed by THE VIKIÍIO PRESS LTD. S53-S55 Sargent Avenue, Winnipeg Man. Telephone: 86 537 WINNIPEG, 1. FEBRÚAR 1939 VAN DRÆÐAMÁLIÐ MIKLA Fyrir skömmu gerðist sé atburður í Reykjavik, er undra athygli hefir vakið hér vestra. Mitt í fullveldisgleðskapnum bæði heima og hér, 1. desember, birtir Morgunblaðið í Reykjavík þá frétt, að einn farþeganna á Gullfossi, er um þær mundir kom frá útlöndum, hafi verið handtekinn og teknar af honum 8000 krón- ur af tollgæzlumönnum á íslandi og hann kærður fyrir brot á gjaldeyrislögunum. Farþeginn hét Þórarinn Þorvarðarson, er hefir í nokkur ár dvalið í Canada, en er ís- lenzkur þegn. Nærri mánuði síðar barst frétt þessi vestur um haf og var birt 5. janúar í Lög- bergi, eftir Morgunblaðinu. Heimskringla rengdi ekki frétt Morgunblaðsins, eins langt og hún náði, en vildi þó sjá sögu- lokin, áður en fréttin væri birt hér vestra, og var þó láð það af ýmsum. En Lögberg leit ekki þeim augum á málið, heldur flutti fréttina og fylgdi ritstjórinn henni úr hlaði með því að rita stutta grein um málið og vekja athygli á að við réttvísina í Reykja- vík virtist eitthvað bogið og vildi fá upplýsingar frá stjórninni birtar í Lög- bergi um lögin sem að þessu máli lytu. Með því átti að koma í veg fyrir að aðra ferðalanga héðan að vestan bæri upp á sama sker. Með þessu var nú svo í pottinn búið að málið vakti hér athygli og margvíslegt umtal; streymdu spurningar til Þjóð- ræknisfélagsins og blaðanna, eflaust beggja, um hvernig í þessu lægi. En niðurlag sögunnar vissi enginn, svo Þjóð- ræknisfélagið sá sér þann veg einn holl- astann, að biðja um sögulokin að heiman, úr því öll stilling væri þrotiri að bíða eftir þeim. Barst Þjóðræknisfélaginu svarið frá Hermanni Jónassyni forsætisráðherra, 25. janúar og er það birt hér; er vonandi að mál þetta standi engum hér fyrir svefni eftir lestur þess. Símskeyti forsætisráð- herrans er á þessa leið: HVEITIMARKAÐURINN OG NÝJU SAMNINGARNIR Frá því að Kingstjórnin gerði samning- inn s. 1. nóvember við Bandaríkin og gaf eftir 6 centa ívilnunartollinn á hverjum mæli af canadisku hveiti á Bretlandi sem veittur var í Ottawa-samningnum 1932, hefir King og liberalar stöðugt alið á mál- um um það, að ívilunin hafi ekki verið neins virði fyrir Canada. Að fá almenning til að trúa þessu, virðist þeim hafa verið mikið áhugamál. í hvert sinni sem minst er á þennan Bandaríkjasamning eða að honum er fundið á þinginu sem nú stendur yfir, er þessu sama viðbrugðið af stjórnar- sinnum. Á nú að skilja þetta sem svo, að þeir álíti Cordell Hull, ríkisritara Bandaríkj- anna og sérfræðinga Washington-stjórn- arinnar ekki hafa vitað hvað þeir voru að fara, þegar þeir voru að kaupslaga við King s. 1. haust ? Það var ekkert ákvæði í öllum samningunum, sem þeir lögðu meiri áherzlu á við samningsgerðina, en jöfnun þessarar toll-ívilnunar. Hvers vegna? — Vegna þess að þeir álitu 6 centa tollhlunn- indi mjög hagkvæm Canada og að afnema þau eða verða sömu hlunninda aðnjótandi, væri stjór-mikilsvert fyrir Bandaríkin. Um leið og ríkisritarinn tilkynti að Canada hefði fallist á þetta, gat hann ekki stilt sig um að segja Bandaríkin hafa þarna komist að betra samningi, en þau hefði nokkru sinni áður gert. “ívilnunin” sagði hann, “hefir beint viðskiftum Breta til Canada og Ástralíu”. Og hann bætti við: ‘Bandaríkin seldu fyrrum mikið hveiti til Bretlands; með toll-ívilnuninni úr sög- unni, ættu þau brátt aftur að verða að- njótandi þeirra viðskifta.” Hull sagði ennfremur: “Það ætti einnig með þessu að verða hægt fyrir hafnirnar og flutningafélög í Bandaríkjunum, að ná aftur í viðskiftin, sem þau töpuðu, er þau hættu að flytja canadiskt hveiti til Bretlands. Samning- arnir nýju við Canada eru að þessu leyti, ekki einungis mikilsverðir fyrir banda- ríska Ijóndann, heldur einnig fyrir alla, sem kornsölu og flutning koms hafa með höndum.” Hér er átt við ákvæðið í ívilnunar-reglu- gerðinni um að það hveiti, sem hún næði til, yrði að koma frá höfnum í Canada. Höfðu því Montreal og aðrir canadiskir bæir sendingu hveitisins með höndum, en Buffalo og New York töpuðu henni. “Ottawa samningurinn var einskis virði fyrir Canada,” segir King-stjórnin. “Fyrir Bandaríkin er hann stórmik- ilsverður”, segir Washington-stjórnin. Hvernig víkur þessu við? Ef þig langar til að sjá menn brosa, þá segið viðskifta-jöfrunum í Washington að MacKenzie King hafi snúið á þá með samningunum á síðast liðnu hausti. — Nokkrum klukkustundum eftir að samn- ingarnir voru gerðir, seldu Bandaríkin 25 miljón mæla af hveiti í einu, til Bretlands. (Þýtt). Reykjavík, 25. jan. 1938 400,000 UNGIR MENN ATVINNU- LAUSIR í CANADA Til Þjóðræknisfélags ísleninga í Vesturheimi, Winnipeg, Man. Símskeyti um Þorvarðarsonar-málið meðtekið. Þorvarðarson hafði brotið gjald eyrislög með því að kaupa íslenzka peninga langt undir skráðu gengi sér til hagnaðar. Þetta (er) brot á lögum um gjaldeyris- verzlun og varðar sektum; heimilt (að) gera peningana upptæka. Óumflýanlegt (að) láta ganga dóm í málinu til þess að halda uppi gjaldeyrislögunum, sem íslandi eru alveg nauðsynleg eins og á stendur. Hinsvegar var ekki gagnvart þessum manni notuð heimild til að gera peninga hans upptæka — um 6—7000 krónur, en aðeins dæmdur í 600 króna sekt og ágóðinn af óleyfilegri verzlun gerður upptækur 3—400 krónur. Er auk þess í athugunun, vegna lasleika mannsins, að náða hann af sektinni. Vægari aðferð hefir aldrei verið beitt og er óhugsandi að beita. Með kveðju, Hermann Jónasson P.S.—Má birta símskeyti þetta, ef álitið er til bóta. H. J. Mál þetta getur því skoðast farsællega leyst, þó ýmsa kunni að undra það, þar sem ekki eru nema 20 ár síðan íslenzka þjóðin fékk fána sinn og á þeim tíma hefir lítil reynsla fengist í að fara með annað eins vandamál og þetta. í ræðu, sem Hon. R. J. Manion, leiðtogi íhaldsmanna, hélt 16. janúar á sambands- þinginu, og sem var fyrsta ræðan sem hann flutti, eftir að hann tók við forustu flokksins, gat hann þess, að á þingi yngri manna (Canadian Youth Congress) í Tor- onto á nýliðnu ári, hefði verið áætlað, að 400,000 ungir menn í Canada væru at- vinnulausir, menn sem aldri væru búnir að ná til að takast vinnu á hendur, en sem hefðu aldrei átt hennar kost. Þó tölur þessar séu áætlaðar, munu þær því miður ekki fjarri sanni. Ef frá 800,000 til 1,000,000 manna eru atvinnulausar í landinu, er ekki ósennilegt, að einn þriðji til helmingur af þeim sé ungir menn. Það er ekki líklegt að þeir sem bætast við á vinnumarkaðinum, eigi mikinn kost á at- vinnu, þegar hundruðir þúsunda, sem höfðu vinnu, hefir verið vísað frá henni og bíða þess að tímar batni. Það er svar- ið, sem vinnuveitendur hér oftast gefa yngri mönnum, sem atvinnu leita, að frá 10 manns og upp í nokkur hundruð, eftir stærð stofnananna, sem vísað hafi verið frá vinnu, sitji fyrir henni, sem eðlilegt er, en hinir yngri verði á hakanum. í þingtíðindunum frá 20 janúar, er bréf birt, sem R. J. Manion var skrifað af Mr. Kenneth Woodsworth, ritara Canadian Youth Congress. Bréf þetta minnir á hvernig ástatt er í atvinnumálunum og hljóðar á þessa leið: “Athygli vor hefir verið dregin að því, að sextíu og níu atvinnulausir ungir menn, einhleypir og umrenningar hafi verið hneptir í fangelsi í Toronto, kærðir fyrir það að betla á götum úti. Þessi hópur eru menn sem flestir eru undir 25 ára aldri. Þeir hafa myndað fé- lag með sér og hafa getað leigt hús fyrir 60 af þeim að búa í. En þeir hafa samt sem áður ekkert til að lifa á og hafa neyðst til að betla sér út brauð. Nú vofir sú hætta yfir þeim, að verða glæpamenn. Við höfum áður er ástæða hefir verið til leitað á náðir verkamálaráðherra og beðið I hann að koma því til leiðar, að atvinna fengist fyrir unga menn Hvernig ástatt er fyrir þessum mönnum, sýnir hve varhugavert er að þetta dragist lengi úr þessu. í bráðina leitum við til yðar um að fá því komið til leiðar, að þessir ungu menn verði leystir úrfangelsinu án sektar. Okk- ur virðist ófrávíkjanlegt, að þeim sé lagt lið og séð fyrir björg (relief) af því opin bera, unz þeir fá eitthvert tækifæri til að afla sér hennar sjálfir. Vér vonum, þar sem menn þessir koma bráðlega fyrir rétt, að þér gerið sem fyrst það sem þér getið í málinu.” Þegar Dr. R. J. Manion hafði lesið þetta bréf í þinginu, beindi hann þeim orðum að verkamálaráðherra King-stjórnarinnar, að hann tæki málið að sér og leysti hið bráðasta úr því. Hon. N. McL. Rogers, verkamálaráð- herra kvaðst hafa fengið frétt um þetta þennan sama dag, að menn þessir hefðu orðið brotlegir við bæjarlögin í Toronto, en að fylkisstjórnin í Ontario væri að rann saka málið. Sambandsstjórnina kvað hann eigi að síður mundi veita þessu máli athygli eins og í hlutarins eðli lægi og hún hefði ávalt gert er vandræði út af atvinnuleysi bæru að höndum. í orðum hans virtist felast, að þetta mál væri ekki til þess, að æðrast neitt út af því. f skýrslu sem deild hans gefur út, er tala ungra manna atvinnulausra aðeins talin 64,000. En við umræður í þinginu kom í ljós, að það var tala þeirra sem styrk þæðu. Atvinnulausir voru dálitið fleiri en styrkþegar. Sambandsstjórpinni er til lítils að vera að gera minna úr atvinnuleysinu en það er. Henni væri nær að taka sér orð Mr. Euler, viðskiftamálaráðherra til íhugunar, en hann kvaðst, hvar sem hann hefði komið á ferðum sínum um landið, hafa orðið hins sama var: atvinnuleysis og alvarlegs skorts og bágjinda manpa á meðal. Blaðið Winnipeg Free Press hefir þetta eftir honum, svo það er ekki skáldskapur stjórnarandstæðinga. Grein þessi byrjaði með ummælum Mr Manions um þetta sérstaka mál, sem tekin voru úr ræðir, er hann hélt á móti hásætis ræðunni á sambandsþinginu. Var sú ræða mjög löng því víða þurfti við að koma. í þingtíðindunum er hún 30 blaðsíður prent aðar. En ræðan hafði það við sig sém langar ræður eru oft sneyddar og það er að hún var skemtileg, krydduð gletni og gamni, en þó rækilegt yfirlit um starf King-stjórnarinnar og gerhugul gagnrýni á því. Er það langbezta ræðan sem haldin hefir verið á þinginu, enn sem komið er. Og lófaklapp var meira og lengra að þeirri ræðu lokinni en nokkurri annari, eftir því er fréttir af þinginu herma. Hina fyrstu göngu þessa nýja leiðtoga má því góða kalla. krónur eða nærri helmingi minna en þar er keypt. Frá Noregi kaupir fsland vörur fyrir 2,931,000 krónur, en selur þangað vörur fyrir 4,983,- 000 krónur. Er það síldarlýsi, sem hleypir þessari verzlun við Noreg mikið fram. Af Svíþjóð kaupir fsland vörur fyrir 4,471,000 krónur og selur þangað vörur fyrir 4,001,000 krónur. Frá Hollandi nemur innflutt vara á íslandi 415,000 krónum en útflutt vara þangað nemur 1,327,000 krónum. Verzlunin við ítalíu er, inn- fluttar vörur fyrir 2,368,000 kr., en útfluttar vörur fyrir 2,831,- 000 krónur. ftalir kaupa aðal- lega fisk, verkaðan og óverkað- an. Portúgals-verzlun íslendinga var, innflutt vara 393,000 krón- ur, en útflutt 6,168,000 krónur. Við Spán er útflutt og innflutt vara mikið til jöfn, eða um U/2 miljón króna. En svo kemur nú til Banda- ríkjanna. Af þeim kaupa ís- lendingar vörur fyrir 509,000 kr. en selja þangað vörur fyrir 5,432,000 krónur. Það virðist ekki standa mikið á því, að Bandaríkin séu fús til að kaupa af íslandi. En hvað því verður lengi að heilsa, ef ísland kaupir sama sem ekkert af þeim, er bágt að segja. ^ Verzlar ísland nokkuð við Canada? Jú. Það kaupir vörur hér fyrir 76,000 krónur, og selur Canada vörur fyrir 4,700 krón- ur! Hér koma Vestur-íslending- ar til sögunnar; þeir verða að kaupa meira af hangikjöti og harðfiski, ef Canada á ekki að tapa þessari verzlun frá íslandi! STEINGRIMUR ARASON og seinasta barnabókin hans FRóÐLEIKUR ÚR VERZLUNAR- -SKÝRSLUM ÍSLANDS Það er allmikið talað um viðskifti milli íslands og Ameríku um þessar mundir. Af því að Heimskringlu bárust nýlega í hendur verzlunarskýrslur íslands yfir árið 1936, þykir löndum hér ef til vill fróðlegt að sjá bæði hve verzlun íslands við útlönd nemur miklu og hvert íslenzk vara er mest seld. En langt verður hér ekki út í þá sálma farið. Öll útflutt vara frá íslandi nemur þetta nefnda ár 49,642,000 krónum. Innflutt vara nemur 43,053,000 krónum. Verzlun- arhagnaður er því rúmlega hálf sjöunda miljón krónur. Mest eru nú viðskiftin orðin á íslandi við Bretland. Innflutt vara þaðan nemur á árinu 11,514,000 krónum. En Bretar kaupa ekki nema fyrir 7,416,000 krónur af íslenzkum vörum, sem er lítið. Innfluttar eða keyptar vörur frá Þýzka- landi nema 9,443,000 krónum, en útfluttar vörur þangað frá íslandi nema 8,163,000 krónum. Frá Danmörku er mikið keypt á fslandi, eða alls fyrir 7,059,000 krónur, en Dan- ir kaupa ekki nema fyrir 3,913.000 Steingrímur er maður nefnd- ur, barnakennari og skólastjóri í Reykjavík, er samið hefir, end- urritað, sett saman og gefið út fleiri barnabækur, en nokkip- annar íslendingur, að því er eg bezt til veit. Hann er sonur Ara skálds Jónssonar hins eyfirska er samdi leikritið Sigríði Eyja- fjarðarsól, sem varð fyrir því vali, að verða fyrsti sjónleikur- inn, sem íslendingar sýndu vest- an hafs, í Winnipeg, 1880, og sem fróðir menn telja að vera fyrstu almenna skemtun þeirra í borginni smáu, sem þá var. Steingrím Arason mætti vel kalla Vestmann, svona að hálfu leyti, en frú Hansínu, konu hans og frænku, að mestu eða öllu leyti. Hún dvaldi f jölda mörg ár í New York, og í þeirri sömu borg stundaði Steingrímur upp- fræðslunám við háskóla svo ár- um skifti. Það er því máske ekki móti von, að þeir sem úr vestri koma heim til fslands, finni sig heima hjá hjónum þess- um. Enda er það svo. Hið gestrisna heimili þeirra stendur að vísu öllum opið, en eg held helst, að alt að því helmingur gesta þeirra, sé úr hópi hinna fá- mennu Vestmanna í fteykjavík og ferðamenn að vestan. Það er ekki íslenzka alúðin ein, sem býður gestinn velkominn, heldur hið kærkomna “blátt áfram” vestræna hispursleysi. Það er eitthvað sameiginlegt með öllum þeim, sem dvalið hafa svo árum skiftir vestan hafs. Hvað það er, get eg ekki sagt í fljótum hasti, en þegar heim er komið finnur tilfinningin það bezt — og heimamennirnir líka, en öðru vísi. Án þess okkur detti í hug að segja nokkra vit- leysu eða gerum okkur seka um að sýna nokkuð af kúnstum þeim sem Ameríka kendi okkur — og þó við séum búin að dvelja svo árum skiftir heima, þá getur næst um því hver ókunnugur heimamaður bent á okkur og sagt: “Vestur-íslendingur!” — “Hann hefir verið í Ameríku!” Eg hefi oft hugsað um það með hvaða skilningarviti þeir geta skynjað þetta, og er helzt koji- inn á þá skoðun, að það sé ekkert af þessum alþektu fimm, heldur það sjötta, sem er óþekt enn sem komið er. Flestir af fslendingum þeim, sem heim hafa komið í kynnis- för, hafa kynst þeim hjónum, Steingrími og Hansínu, annað hvort á heimili þeirra eða á kveðjumótum, og margir hvort- tveggja. En auk þess kyntust þeim margir fslendingar vestan hafs nú fyrir allmörgum árum slíðan, er þau ferðuðust yfir þvera Ameríku, dvöldu lengi í Californíu og ferðuðust mikið um bygðir fslendinga, beggja megin landamæranna. Á því ferðalagi flutti Steingrímur víða fyrirlestra um ísl. Og eg hygg að mér sé óhætt að segja, að heima á íslandi eigum við Vest- menn enga tryggari talsmenn, né einlægari vini, en þau hjónin, því þau þekkja okkur og skilja okkur og það umhverfi og and- rúmsloft, sem við búum við. En þeim, sem aldrei hafa komið til Vesturheims, virðist það mjög örðugt. En að eins á skilningi og trausti, er öll varanleg velvild jreist. II. Jón og Guðrún heitir barna- bók Steingríms sú seinasta, sem kom út í vetur nokkru fyrir jól- in. En þess vegna skrifa eg lín- ur þessar fyrir1 lesendur Heims- kringlu, að eg álít að þetta sé heppilegasta bókin fyrir íslenzk börn í Vesturheimi að stauta á, af þeim barnabókum að heiman, sem eg hefi veitt athygli. Hún er lestrarbók barnsins, þegar búið er að kenna því að stafa og kveða að. Og hún er bæði barns- lega skemtilegur sögustíll, sem æfintýr daglega lífsins, og fræði bók um ísland hið unga með bíl- um sínum og gufuskipum nú til dags, og hjálpar fjöldi mynda af sögu-persónunum og umhverfi þeirra, þar mikið til, skerpir at- hyglina og skilninginn og festir efnið í barnssálinni. En svo eru sagðar þarna líka sögur og æfin- týr, sem gerast ekki á íslandi, og börnin segja hvort öðru skrítl- ur, ráða gátur og flytja tvö kvæði eftir eitt af skáldum Vest- manna ,Sigurð Júlíus Jóhannes- son lækni, sem eg tel að yrki bárnakvæði bezt allra íslenzkra skálda. Gæði þessarar bókar liggja í því að hún segir svo einfalt og óbrotið frá, að hvert barnið get- ur skilið það, og notið þess sér til lestrarbótar, jafnt hér sem heima, og eg vil segja hvar sem væri í heiminum, þar sem íslenzk börn læra lestur. Jón og Gunna, sjö og átta ára gömul, eru hjá foreldrum sínum í Reykjavík. Þegar sumarið er komið og orðið næturbjart yfir láði og legi, fer pabbi og mamma með þau í langferð til að lofa þeim að heimsækja afa og ömmu, sem bjuggu í fjarlægri sveit. Var tilhlökkun mikil og fögnuður þegar lagt var á stað í rauða bílnum með fulla kassa af nesti, tjald og svefnpoka. Og eftir nokkur æfintýr komust þau heilu og höldnu á öðru dægri til afa og ömmu, sem tóku þeim opnum örmum. Þegar heim átti að fara, báðu börnin foreldra sína að lofa sér að vera lengur í sveitinni hjá afa og ömmu, og fengu þau það. Þar á bænum var léttadrengur, tíu ára gamall, sem Siggi hét, og fallegur hund- ur (eftir myndinni að dæma), sem Lappi hét. Báðir skemti- legir og vinveittir. f önnum sumarsins hjálpuðu systkinin við sveitastörfin -margbrotnu, eins og kraftar þeirra leyfðu, en léku sér þó líka stundum, enda var vinnan leikur þeirra borgarbarn- anna, hvort sem þau voru að reka kýrnar, sækja hestana með Sigga eða teyma þá með töðu- böggunum heim að hlöðunni. — Svo komu töðugjöldin þegar búið var að hirða af túninu. Og

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.