Heimskringla - 01.02.1939, Page 6
6. SÍÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 1. FEBRÚAR 1939
RISADALURINN
“Jú, víst er það. Má eg ekki bjóða yður
schnapps Mr. Cardigan?”
“Eg tek því með þökkum. Við pabbi höf-
um alt af fengið okkur einn um þetta leyti
dags, síðan eg kom heim.”
“Shirley heyrir til Vonarfélaginu,” sagði
Pennington. “Hún er ætíð reiðubúin til að há
orustu vig Bakkús. Austur í Michigan, þar
sem við áttum heima, sá hún svo marga skóg-
arhöggsmenn eftir að vorvinnan var búin. Þvi
verðum við að drekka hennar hluta, Mr. Car-
digan, gerðu svo vel að fá yður sæti.
Bryce settist niður. . “Já, við skógarhöggs-
menn erum ruddafólk, og auðvitað slarkgefnir.
Eg er viss um að bindindishvöt Miss Sumner
minkar ekki við að sjá sunnudagsfarþegana á
viðarflutningalestinni hérna.”
“Og því þá?” spurði hún.
“Þessi lest fer eftir spori frænda yðar
norður í skógana, þar sem skógarsvæðin okkar
eru. Það er eina lestin sem gengur hér á
sunnudögum, og fer klukkan fimm frá Sequoia
með verkamenn Penningtons og okkar. Það er
venjan að hver maður á lestinni, að undan-
teknum formanni hennar, vélastjóranum og
kyndaranum, séu staurblindir og í áflogum alla
leiðina.”
“En hversvegna látið þið þá fara til bæjar-
ins á laugardagskvöldum,” spurði Shirley.
Þeir klifra upp á trjábolina á vögnunum
og flytjast þannig til bæjarins, og létum við þá
ekki gera það, bæðu þeir um launin sín og hefðu
sig brott. Þetta eru siðir þessara skógarmanna
og það er svo sem auðvitað að úr því að þeir
eru komnir hingað, verðum við að smala þeim
saman á sunnudagskvöld og koma þeim að
verkinu.”
“Fljúgast þeir þá á, Mr. Cardigan?”
“Oft, mér er óhætt að segja alt af. Það er
sjón að sjá þegar tveir þeirra fljúgast á uppá
pallvagninum, sem fer eitthvað þrjátíu mílur á
tímanum.”
“En geta þeir þá ekki dottið af og drepið
sig?
“Nei, sjáið þér til. Þeir eru vanir þessu.
Ennfremur tekur vélamaðurinn eftir þeim og
sjái hann, að það sé hætta á því hægir hann á
lestinni.”
“Mikil ósköp er að heyra þetta!”
“Já, satt er það. Leiðin er öll sömul þakin
tómum brennivíns flöskum.”
Pennington ofursti tók nú til máls: “Það
eru engin áflog framar á lestinni,” sagði hann
háðslega.
“Er það svo? Hvemig afstýrið þér því?”
“Formaðurinn minn, hann Jules Rondeau
lætur þá halda sér í skefjum,” svaraði Penn-
ington og glotti. “Séu einhver áflog fremur
hann þau sjálfur.”
“Þér eigið auðvitað við í sínum flokki,”
sagði Bryce.
“Nei hann lítur eftir lestinni, og hvort sem
það eru ykkar menn eða mínir, þá tekur hann í
strenginn. Hann hefir setið á þeim nú um
langan tíma, vegna þess að hann getur lúskrað
hverjum, sem er í þessu landi og allir vita það.
Eg veit ekki hvað eg gerði án Rondeaus. Hann
lætur flækingana mína vinna.”
“Ó—ó, svo þér ráðið til yðar flækinga ?”
“Auðvitað. Þeir eru ódýrari og eru miklu
auðmjúkari. Ekki þarf heldur að dekra við þá
með matinn. Heyrið þér Cardigan. Með allri
virðingu fyrir föður yðar, þá er það alveg
hlægilegt hvernig hann kryddar matinn í menn
sína. Kökur og kleinur, margar sortir með
máltíðunum!” og Pennington hvæsti af rétt-
látri reiði.
“Já, pabbi gefur mönnum sínum sama mat-
inn og hann borðaði sjálfur, og eg býst við að
það sem ungur nemur gamall temji sér.”
“En það er erfitt fyrir hina framleiðend-
urna,” sagði Pennington. “Eg gef mönnum
mínum góðan óbrotinn mat. Miklu betri mat,
en þeir áttu að venjast, áður en þeir komu til
þessa lands, en þeir virðast aldrei vera ánægð-
ir. Eg er alt af ámintur, geri eg eitthvað þann-
ig eða hinn veginn, að John Cardigan geri það
öðruvísi. Hinn virðulegi faðir yðar er mæli-
kvarði hér um slóðir, og mér finst það fjandi
óþægilegt.” Hann hló vandræðalega og rétti
Bryce vindlinga veskið sitt.
“Seth frændi getur ekki staðist að nokkur
sé leiðtogi annar en hann,” sagði Shirley. —
Hann var kóngaljósið í viðarframleiðslunni í
Michigan, en hér skín hann ekki eins skært. Er
það ekki satt Nunky-dunk?”
“Eg er hræddur um það, góða mín,” sagði
Pennington mjög náðarsamlega. “Eg er hrædd-
ur um það. En þar sem þér eruð nú tekin við,
Mr. Cardigan, eins og eg hefi heyrt, þá vona
eg að við getum komið okkur saman um mörg
smáatriði, og gert okkur þau að fé í samem-
ingu. Við viðarframleiðendurnir, ættum að
standa saman, í stað þess að skaða hvorir aðra.
Verkalaunin, sem þið borgið eru algerlega úr
hlutfalli við hinn háa framleiðslukostnað og
miðlungsverð það, sem nú er, og það er vegna
þess, að þið borgið það og neyðið okkur hina
til að gera það líka. En hvað sem því líður.
Við skulum ekki ræða slíkt hér. Við fáum
líklega nóg af því á daginn. Og hérna kemur
nú hressingin.”
Eftir það var rætt um viðskifti Shirley og
laxanna í lóninu. Pennington ræddi af mikilli
þekkingu um fiskiveiðar, en það kom Bryce til
að segja frá sverðfiskiveiðum sínum í Santa
Barbara sundinu, rétt í því birtist þjónninn í
dyrunum, hneigði sig fyrir Shirley og lýsti því
yfir að maturinn væri til. Stóð hún þá upp,
lagði hendina á handlegg Bryce en tók hinni
um handlegg frænda síns og leiddi þá inn í
borðsalinn.
Bryce stansaði sem snöggvast, þegar þang-
að var komið. Hinn forni silfur borðbúnaður
ljómaði í hinu mjúka skini kertaljósanna og
speglaðist í gljáfægðum þiljum veggjanna, er
voru úr rauðviðarrót, aðdáanlega fagrar, svo
að Bryce Cardigan hafði aldrei aðrar eins séð,
enda voru þiljurnar óvenjulega stórar.
“Shirley, sem veitti honum nákvæma eftir-
tekt, sá að hann veitti herberginu eftirtekt.
“Þetta herbergi er uppáhald frænda míns, Mr.
Cardigan,” sagði hún.
“Það' er mjög fallegt, Miss Sumner, og
frændi yðar hefir látið skygna þiljurnar dá-
samlega vel. Þessar þiljur eru þær fegurstu
og stærstu, sem nokkri sinni hafa fundist í
þessu landi. Víundin í þeim er svo hrokkin
og flókin, að þetta herbergi er alveg sérstakt í
sinni röð. Sjáið skuggana í þeim og hvernig
þær spegla kertaljósin.”
“Það er fallegt,” mælti Pennington ofursti.
“Og eg verð að játa, að eg er talsvert upp með
mér af því, en það er mjög örðugt að gæta
veggjana að húsgögnin rekist ekki í þá og
merji þá ekki.”
Hin brúnu augu Bryce skutu eldingum, er
hann leit á Pennington. “Hvar gátuð þér feng-
ið svona dásamlegt tré. Eg þekki bara eitt
tré í humboldt héraðinu, sem hægt var að fá
slíkar þiljur úr?”
Pennigton horfði óhikandi framan í gest
sinn, en svo las hann eitthvað í augum hans,
sem kom honum til að líta undan og daufur roði
breiddist yfir hátíðlegt andlitið. Bryce sá það
og grunur hans, sem hafði vaknað alt í einu,
varð jafnskjótt að fullvissu. “Hvar funduð
þér þetta tré?” spurði hann sakleysislega.
“Rondeau, formaðurinn minn var á gæjum
eftir einhverju sérstöku — sem enginn annar
gat fengið, svo hann hafði augun opin.”
“Er það svo,” sagði Bryce dálítið háðslega
er hann tók stól Shirley fram og hélt honum
tilbúnum fyrir hana. “Það er satt sem þér
segið ofursti, að það er örðugt að verja slíka
veggi fyrir skemdum af húsgögnunum. Og
þér eruð gæfumaður, að hafa slíkan formann.
Slík trygða tröll finnast varla nema í sögunum,
og séu þeir til yfirgefa þeir mann oft án fyrir-
vara. Eg er viss um að yður þætti ilt ef Ron-
deau færi þannig að.”
Það var ekki að villast á hótuninni, sem
fólst í þessum sakleysislegu orðum og þar sem
Pennington var meira en í meðallagi skilnings-
góður, sá hann að hann yrði nú að leggj a spilin
á borðið. Augnaráð hans er hann leit á Bryce
var skaðvænlegt nöðru augnaráð. “Jú”, sagði
hann. “Það væri fremur leiðinlegt, en eg geld
Rondeau heldur meira en venjuleg formanns
laun, svo eg held að hann hangi í vistinni, nema
einhverjum detti í hug að reka hann úr land-
inu. Og þegar það kemur fyrir langar mig til
að vera viðstaddur.”
Bryce sáði dálitlu salti í súpuna sína. Eg
ætla að fara þangað upp eftir seinna partinn á
morgun,” sagði hann eins og út í bláinn. “Eg
held eg fari yfir að stöðvum yðar og líti á
þennan dásamlega Jules. Eg hefi heyrt svo
mikið af honum látið, að mig langar til að taka
hann í sundur og sjá hvað það er sem knýr
hann áfram.”
Pennington skar í sneiðina, en brá á yfir-
skin. “Ó, þér getið ekki stolið honum frá mér,
Cardigan. Eg segi yður það fyrirfram, svo að
þér getið sparað yður ómakið.”
“Eg vil reyna alt einu sinni,” sagði Bryce
með mestu spekt. “En eg ætla samt ekki að
stela honum frá yður. Mig langar til að hann
segi mér hvar hann fann þessa rót. Þær geta
verið fleiri í nágrenni við þessa, sem hér er í
þiljunum.”
“Hann mundi ekki segja yður það.”
“Hann gerir það kannske. Eg er mesti
þrákálfur þegar eg tek það í mig.”
“Rondeau er ekki opinskár, það þarf að
dextra hann heilmikið.”
“Hvað þetta er ljómandi góð súpa. Miss
Sumner, má eg fá sódaköku út í hana ?” sagði
Bryce glettnislega.
Máltíðin leið mjög ánægjulega. Þessi senna
milli húsráðandans og gestsins var svo fimlega
dulin, að Shirley hafði ekki minstu hugmynd
um, að þessir prúðbúnu menn, hefðu orðið á það
sáttir, þarna í návist hennar að verða óvinir.
Samtalið snerist nú um smámuni. Þeim var
fært kaffið inn í setstofuna og tók Pennington
þátt í samræðunum á meðan hann reykti fim-
tíu centa vindilinn. Stóðu þær samræður í eina
stund, þá var Pennington kominn á þá niður-
stöðu að þessi ungi rólegi maður, sem hann var
reiður við með sjálfum ísér fyrir hve háðslega
og íbyggilega hann horfði á hann, mundi ekkert
vita og þótt hann grunaði eitthvað, mundi ekk-
ert gera. Hann stóð því á fætur, afsakaði sig
með því, að hann þyrfti að lesa áríðandi skjöl
og bauð Bryce góðar næutr. Hann var samt
svo óforsjáll að rétta Bryce máttlausa, þvala
hendína, og einhver skollinn kom hinum síðar-
nefnda til að taka hjartanlega í hana um leið
og hann sagði:
“Pennington ofursti. Eg vona að eg geti
sannfært yður um það, að heimsókn mín hér í
kvöld hefir eigi aðeins verið mér unaðsleg —
heldur líka — hvað á eg að kalla það— fróðleg.
Góða nótt herra minn og dreymi yður vel.”
Pennington gat með herkjum varast að
hljóða upp yfir sig. En hann var samt ekki
þesskonar maður að líða þegjandi; því að
nokkru seinna heyrði þjónninn, sem hallaði sér
yfir stigariðið, til húsbóndans er hann kom
upp stigann, og var orðbragðið hræðilegt.
XIV. Kapítuli.
Seth Pennington ofursti leit upp með ó-
lundarsvip, er skrifarinn hans kom inn í skrif-
stofuna. “Jæja?” sagði hann hranalega. Þegar
hann talaði við þjóna sína hafði hann sjaldn-
ast fyrir því að setja upp erkibiskupssvipinn.
“Mr. Bryce Cardigan langar til að sjá
yður, herra.” «
“Gott og vel, vísaðu honum þá inn.”
Bryce kom inn. “Góðan daginn ofursti,”
sagði hann þægilega og rétti honum hendina.
“Nei, ekki handa mér drengur minn,” sagði
Pennington af hjartans sannfæringu. “Eg
fékk nóg af því í gærkveldi. Við skulum skoða
handaböndin, sem aflokið atriði ef yður þókn-
ast. Fáið yður sæti, herra minn og segið mér
svo hvernig eg get sem best stuðlað að ham-
ingja yðar.”
“Eg er alveg í sjöunda himni yfir því, hvað
þér eruð í góðu skapi ofursti. Þér getið gert
mig fullkomlega hamingjusaman, ef þér endui*-
nýið flutningasamningin með sömu skilmálum
og áður og veitið mér hann til tíu ára.”
“Pennington ræskti sig og sagði: “Ahem-
m-m!” Því næst tók hann af sér gullspanga-
gleraugun og þurkaði þau mjög vandlega með
silki vasaklútnum sínum, setti þau síðan mjög
vandlega á höfðingslega nefið sitt og horfði
svo forvitnislega á Bryce. /
“Já, það veit trúa mín!” stundi hann upp.
“Mér er það ljóst að þetta er málefni, sem
þér álítið að sé útkljáð, samkvæmt síðasta bréfi
yðar til föður míns, þar sem þér setjið skilmála,
sem ómögulegt er að ganga að.”
“Minn kæri ungi vinur! Minn kæri ungi
vinur! Þetta er málefni, sem eg hlýt að neita
yður um að ræða frekar. Faðir yðar og eg
höfum farið ítarlega út í öll atriði þess, og
gátum ekki að því búnu komið okkur saman.
Raunin er sú, að eg get ekki flutt viðinn ykkar
með þeim takmörkuðu tækjum, sem eg hefi.
Flutningasamningarnir sem eg fékk ásamt
skógi og mylnu Hendersons heitins, hafa verið
mér stöðugt vandræða mál. Þar sem því er
þannig farið, getið þér tæplega búist við, að eg
gangi sjálfviljugur undir nýtt ok bara til að
þóknast yður.”
“Eg bjóst nú aldrei við að þér gerðuð
þetta,” sagði Bryce með mestu spekt.
“Því eruð þér þá að biðja mig um þetta?”
“Eg hélt kannske að þér hefðuð einhvert
annað tilboð að gera mér.”
“Mér hefir ekki dottið neitt í hug.”
“Ef eg samþykti að selja yður þessa fer-
mílu af skógi þarna austur í dalnum, sem gefur
yður veg frá skógum yðar niður að sjónum,
munduð þér þá finna eithvert ráð til samkomu-
lags ?”
“Nei, eg vil ekki kaupa Risadalinn eins og
faðir yðar með sínu skáldlega ímyndunarafli
nefndi hann. Einu sinni hefði eg keypt hann
fyrir tvöfalt verð, en nú sem stendur, langar
mig ekkert í hann.”
“Engu að síður væri að hagur fyrir yður
að eiga hann.”
“En blessaður verið þér. Þann hag hugsa
eg mér að öðlast áður en eg verð mikið grá-
hærðari, en eg er nú. En eg ætla ekki að borga
fyrir dalinn.”
“Búist þér við að eg bjóði yður hann í
kaupbætir ef þér gangist inn á að flytja við-
inn?”
Ofurstinn sló hendinni í borðið. “Ja þetta
var góð hugmynd og fyrir fáum mánuðum síð-
an hefði eg gleypt við henni. En nú-----”
“Haldið þér að þér getið sett okkur kost-
ina,” sagði Bryce brosandi.
“Eg ætla ekki að gera neinar játningar né
flytja viðarboli fyrir nágranna mína.”
“Þér breytið kannske um skoðun.”
“Aldrei.”
“Eg býst við að eg verði að höggva skóg í
San Hedrin,” sagði Bryce mæðulega.
“Ef þér gerið það, farið þér á höfuðið.
Þér hafið ekki efni á því. Þér eruð gjaldþrota
nú sem stendur.”
Eg býst við að fyrst þér neitið að flytja
fyrir okkur viðinn, og þar sem við erum ekki
færir um að byggja okkar eigin braut, að þá
væri það réttast fyrir föður minn að selja yður
skóginn hér norðurfrá. Hann liggur upp að
yðar skógi þar.”
“Eg hafði hugmynd um að þér sæuð þetta
á endanum.” Ofurstinn var nú búinn að setja
upp erkibiskupsbrosið. “Eg skal gefa ykkur dal
fyrir hver þúsund fetin.”
“Og hver á að meta skóginn ?”
“Ó, menn mínir gera það.”
“Eg er hræddur um að eg geti ekki tekið
því boði. Við borguðum hálfan annan dal og
upphæðin væri ekki nóg til að borga skuldirnar.
Alt sem við ættum þá eftir eru San Hedrin
skógarnir og Risadalurinn og þar sem við getum
hvorugt unnið, sem stendur, værum við farnir
um íhvort sem væri.”
“Það var rétt það sem eg hélt, drengur
minn.”
“En við ætlum ekki að hætta framleiðsl-
unni.”
“Eg bið yður að afsaka mig, en eg held að
þið megið til.”
“Ekki mikið, við höfum ekki efni á því.”
Ofurstinn brosti náðarsamlega. “Minn
kæri drengur, hlustið á mig. Faðir yðar er
sá eini sem hefir gert mig að bjána í viðskift-
um. Þegar eg vildi kaupa hjá honum Risadal-
inn til að komast niður að sjónum með viðinn
minn, þá neitaði hann mér, og til þess að bæta
óvild ofan á skaðann, sem hann gerði mér, þá
rausaði hann heilmikið um stóru trén sín, og
hve kær þau væru sér, og hve óhugsanlegt það
væri að leggja járnbraut í gegn um skóginn —
einkum vegna þess, að hann ætlaði sér að gera
þarna trjágarð fyrir almenning. Hann býst
við að bærinn vaxi þangað austur á næstu
þrjátíu árunum.
Drengur minn það var fyrsta villan, sem
faðir yðar gerði. Önnur var sú, að hann neitaði
að selja mér land undir mylnu. Hann var
fyrstur á þessum slóðum og hann hafði verið
svo framsýnn, að sölsa undir sig alt land á
ströndinni, þar sem lægi var fyrir hafskip. Eg
man að hann kallaði sjálfan sig framfara mann,
og þe'gar eg spurði hann að því, hvers vegna að
hann stæði þá í vegi framfaranna, svaraði hann,
að járnbraut mundi verða bygð sunnan frá, en
til þess að hún kæmi yrðu eigendur hennar að
fá tryggingu fyrir því, að fá land undir hana
við einhverja höfn við Humboldt flóann. Með
því að geyma landið þar, sem járnbraut og
sjórinn mætast, sagðist hann geta trygt þeim
þetta, en ef hann seldi landið hinum eða þess-
um, þá voru þeir alveg vísir til að gera járn-
brautarfélaginu það ókleift að eignast hið nauð-
synlega land og fæla þá þannig frá að byggja.”
“Augvitað,” svaraði Bryce. “Menn eru al-
ment hámar í féð ef þeir eiga ráð á að setja
skilyrðin, alveg miskunnarlausir. Þeir reikna
það svoleiðis, að einn fugl í hendi sé betri en
tveir á kvisti. En faðir minn, aftur á móti,
horfir fram í tímann. Hann vill ekki að járn-
brautin strandi á ósanngjörnum kröfum land-
eigendanna. Þetta land þarfnast járnbrautar,
er tengir það við umheiminn, og San Hedrin
eignin hans er einskis virði þangað til álma af
meginlands brautinni kemur þangað.”
“En hann seldi Bill Henderson land undir
mylnu, en neitar mér um það, og síðar varð eg
að gjalda erfingjum hans feikna verð fyrir
það. Og ennþá hefi eg ekki helming þess lands,
sem eg þarf.”
“En hann þurfti á hjálp Hendersons að
halda um það skeið. Á meðan Bill átti landið,
er þér keyptuð af honum, vildi hann aldrei selja
honum land undir mylnu. Þér ættuð að geta
séð hvernig þeir börðust, það var alt í góðsemi.
Henderson hélt að hann gæti kúgað föður minn
til að kaupa af sér á því verði, sém hann vildi
fá, en hann vildi neyða Henderson til að selja á
lægra verði. Þeir þráttuðu um þetta í einlægni
og hötuðust ekkert út af þessu, en eftir að þér
keyptuð af Henderson, þá voruð þér svo heimsk-
ur að taka upp þessa sennu og reyna að sigra
föður minn á þessu sviði. Þessvegna keyptuð
þér af Henderson. Var það ekki?” Þér sáuð
í anda föður minn borga yður geysi verð fyrir
þetta land, svo að þér gætuð grætt á kaupunum,
en hann sneri á yður, og nú er ólund í yður og
þér viljið ekki leika skákina.”
Bryce færði sig á stólnum nær ofurstanum.
“Því skyldi faðir minn ekki vera alminlegur við
Bill Henderson, er þessi þræta þeirra var um
garð gengin, þeir gátu telft saman og gerðu
það. Því getið þér ekki verið eins drengilegur
eins og þeir Henderson og faðir minn? Þeir
börðust, en heiðarlega og drengilega, og þeir
glötuðu aldrei virðingunni hvor fyrir öðrum.”