Heimskringla - 08.02.1939, Blaðsíða 2

Heimskringla - 08.02.1939, Blaðsíða 2
2. SíÐA HEIMSKRINCLA WINNIPEG, 8. FEBRÚAK 1939 JóHANNES DAVIÐSSON Fæddur 23. ág. 1870 Dáin 25. maí 1938 Jóhannes Davíðsson var fædd- ur að Jódísarstöðum í Eyjafirði. Foreldrar hans, er þar bjuggu í fleiri ár, voru þau hjónin Davíð Kristjánsson og Sigríður Bjarna- dóttir. Hjá þeim dvaldi hann þar til faðir hans lézt árið 1892. Tók hann þá við bústjórn með móður sinni, en árið 1898 gekk hann að eiga Jónínu Daníelsdótt- ur frá Dagverðareyri við Eyja- fjörð, og byrjuðu þau bú á Syðri- tjörnum í Eyjafirði. Árið 1900 fluttust þau hjón vestur um haf, og settust að í Winnipeg. Þar dvöldu þau þar til árið 1905 að þau fluttu vestur í svonefnda Foam Lake-bygð í Sask. Þar nam Jóhannes land og reisti bú. Þeim hjónum bún- aðist vel og bjuggu þar í sjö ár. En sú taug er tengir fólk við föðurlandið, hafði eigi brostið við burtförina, hjá þeim hjónum, og árið 1912 seldu þau bú og bújörð sína og ferðuðust til ís- lands. Næsta ár komu þau úr þeirri ferð, og settust þá að í þorpinu “Leslie” í Sask. Þar voru þau í þrjú ár, en að þeim liðnum fluttu þau á bújörð er Jóhannes keypti fimm og hálfa mílu norðaustur af Leslie-bæ, og þar bjuggu þau í tuttugu og eitt ár, en haustið 1937 brugðu þau búi, og tóku sér dvalarstað í Leslie-bæ. Jóhannes var aldrei hraustur að heilsu, en síðustu átján ár æfinnar var heilsa hans svo biluð að ýms vinna er landbúnaðurinn krefst var honum um megn, og oft vann hann framyfir það er heilsan leyfði. í apríl 1937 veikt- ist hann mjög alvarlega, og lá rúmfastur unz að endirinn á hans langvarandi vanheilsu kom að heimili hans í Leslie 25. maí. Eg sem skrifa þessar fáu lín- ur var nákunnugur Jóhannesi um langt skeið eða allan þann tíma er hann dvaldi hér vestan hafs, og oft dáðist eg að því þreki og því gaðlyndi er hann J átti yfir að ráða í gegnum alla þá erfiðleika og stríð sem oft eru bilaðri heilsu samfara, og ávalt hélst gestrisni og glaðlegt við- mót í höndur við myndarskap á heimili þeirra hjóna. Enda var kona hans honum samhent í öllu, og trúlega stóð hún við hlið hans í lífsbaráttunni, og oft þegar veikindin gerðu hann óvígan varð hún að taka tveggja manna byrði á sínar herðar. Jóhannes var sérlega áreiðan- legur öllum viðskiftum, og lof- orð hans góð eins og bezt gerðist meðal íslenzku landnemanna. — Hann átti búhyggindi í bezta lagi þó vanheilsa og erfiðar kringumstæður vörnuðu fram- kvæmdum stundum. í skoðun- um var hann frjálslyndur. Hann elskaði sönglist, og var góður söngmaður meðan heilsan leyfði. Á gleðimótum var hann fjör- gjafi, og ávalt góður félagi. Engin börn eignuðust þau hjón, en stúlkubarn ólu þau upp, sem þau komu með úr ferð sinni frá íslandi. Jóhannes syrgja eftirlifandi ekkja hans, nú til heimilis á Gimli, fósturdóttir, Ingibjörg (Mrs. I. N. Bjarnason) á Gimli, og fimm systkini, Bjarni Davíðs- son, Leslie, Sask., Eiríkur Davíðsson, Winnipegosis, Man., Júlíus Davíðsson, Winnipeg, Rósa (Mrs. L. B. Nordal) Gimli, og Dóra Davíðsson, Wilkie, Sask. Jóhannes var vinamargur eins og fjölmenni það vottaði er fylgdi honum til grafar, er hann var jarðsunginn í grafreit Leslie- bæjar af séra Jakob Jónssyni Farðu vel vinur, hvíldin er þér góð. f Guðs friði. Vinur. EFTIRÞANKAR Enskt blað hefir nýlega látið fara fram atkvæðagreiðslu um það, hvort menn vildu leyfa her- toganum af Windsor landvist í Englandi. Þátttakendur voru mjög margir og tilheyrðu öllum stéttum. 61% sögðu já, 16% nei og 23% tóku enga afstöðu. Vín Vísdómur eftir BRIGHT Vitið þér það að framleiðslumagn Bright’s vínekranna fer yfir 4,000,- 000 galóna á ári? Þetta gerir þeim mögulegt að láta vínið móðna í tré- sáum áður en það er látið á flösk- urnar. ÖII þeirra vín berast yður því í bezta ásigkomulagi. firi2 W I N E S HERMIT PORT C O N C O R D HERMIT SHERRY C ATAWB A This advertisment ts not inserted by the Govemment Liquor Control Commission. The Commission is not responsible for statements made as to quality of products advertised. Eins og aðrar kristnar (?) manneskjur, erum við strandbú- ar nýlega búnir að halda hátíð- legt afmæli friðarhöfðingjans frá Nazaret. Heita mátti að þessi yndisfagra strönd væri eitt ljósa haf, svo voru íbúarnir sam- taka með að heiðra afmælisgest- inn. Hvar sem horft var gáf að líta ljós með ýmsum litum: rauð, blá, græn og gul. Þetta var fögur og tilkomumikil sjón og í fylsta samræmi við verk þess, sem verið var að minnast, því verk hans þoldu birtuna og ljós- ið. En þrátt fyrir hin miklu samtök og samræmi, sem virtist alment ríkjandi, og þrátt fyrir hið kærleiksríka hugarþel og ástúð sem gripið hafði hugi fólksins heyrðist þó ein hjáróma rödd yfir útvarpið, sem skar sig út úr góðvildinni, rétt áður en hátíðahaldið átti að byrja. Þetta var frétt um það, að þingmenn vorir í Ottawa hefðu lagt blessun sína yfir ódæðisverk ítala á Blá lendingum. Fréttinni fylgdi að þetta mál hefði verið eitt hið síðasta sem þingmennirnir af- greiddu, áður en þeir lögðu af stað til heimila sinna, til þess að taka þátt í afmælisfagnaði Jesú frá Nazaret. Smávægilegt mögl heyrðist um þetta, en hjaðnaði fljótlega niður, því fólk er orðið vant við að heyra lélega samstiltar raddir hjá kórnum þeim. Eftir þessa lítilfjörlegu truflun tók alt á sig hátíðablæ á ný. Fólkið skiftist á gjöfum, smá- um og stórum eftir getu. Stór auðhöldar glöddu þá als- lausu, en þar sem slíkar gjafir voru sæmilega auglýstar urðu gefendur ekki fyrir stórum halla, því að fjöldinn lét þá gjafmild- ustu ganga fyrir öðrum að snuða sig á því, sem hann þurfti að kaupa. Sjálf jólanóttin sýndist ekki færa neina sjáanlega breytingu Alt hélt áfram sinn vana gang, aðeins virtist sóttin harðna eftir “centunum” hjá verzlunarstétt- inni. Þjónar hennar þutu nú í allar áttir eins og hund elt f jalla fé, sem verið hefði í friðsælli fjallakyrð svo mánuðum skifti og ekkert heyrt annað en unaðs- ríkan fuglasöng. Sjálf lands- stjórnin seldi vínföng hér á ströndinni þessa síðast liðnu jólanótt upp á fjárupphæð, sem nam mörgum tugum þúsunda. En vel að merkja, ef menn supu rösklega á þessum stjórnarmjöð, sem þeir hefðu keypt og borgað að fullu, voru þeir sektaðir eða settir í tukthús fyrir ósiðsemi. Eftir þessa arðsömu jólanótt rann upp jóladagurinn sjálfur, dýrðlegur og fagur, eins og flest ir aðrir dagar á þessari unað3- ríku strönd. Nú voru sölutorgin auð og “friður á jörðu og vel- þóknun yfir mönnum”. Fólk sem tilheyrði kristnum söfnuðum tók nú að streyma í kirkjurnar til þess að hlýða á jólaboðskap prestanna. Ekki get eg neitt um það dæmt hvernig prestunum tókst upp, því eg var þar ekki við- staddur. Aftur á móti átti eg tal við marga, sem í kirkju fóru og létu þeir vel yfir ræðunum. Sögðu að þær hefðu gengið mest út á að lýsa fjárhirðingu, fjár- húsjötum, barnsreifum og svo fram eftir götunum. Ein öldruð kona sagði að presturinn sinn hefði verið að tala um einhverja ósköp vitra menn, sem hefðu komið að austan. Eg spurði gömlu konuna hvort þessir vitru menn hefðu komið austan frá Winnipeg, en hún hélt ekki. Hún sagði að presturinn hefði eitt- hvað verið að tala um stjörnur og jötur í sambandi við þessa menn, annað vissi hún ekki. Töluverð óánægja átti sér stað viðvíkjandi kirkjusókninni á jóladaginn, sökum þess, að margir góðir og gildir safnaðar- meðlimir voru einmitt þann dag að ferma japönsk skip með tíu þúsund tonnum af jámarusli, sem Japanir höfðu keypt af oss, og nota átti sem jólaglaðningu handa kínversku þjóðinni. Þó að eg færi ekki til kirkju á jóla- daginn, hlustaði eg samt á kafla úr tveimur stólræðum í gegnum Hallormsstað, eftir að hann var fluttur þangað 1930. Benedikt gegndi mörgum trúnaðarstörfum í sveit sinni'og sýslu. Hann var í stjórn kaup- félags Héraðsbúa, í stjórn Bún- aðarsambands Austurlands, í j fasteignamatsnefnd S.-Múla- útvarpið. En svo voru þessar ræður'sýslu, hreppstjóri,sýslunefndar þokublandnar og óskiljanlegar almúgamanni, að eg gafst upp að hlusta. Mér virtust þær vera eitthvað á borð við klausuna eft- ir Pál postula, sem séra Rúnólfur Marteinsson notaði sem ingangs- orð að hugleiðingum sínum í síð- asta jólablaði Lögbergs. En þrátt fyrir það, sem að ofan er sagt, vil eg geta þess, prestunum hér á ströndinni til verðugs hróss, að eg veit ekki af einum einasta, sem lagt hefir liðsyrði framferði Chamberlains hins brezka og dóttir hans: Hlut- leysisnefndinni. Vel sé þeim fyr- ir vikið. Jólin 1938 eru nú um garð gengin og verzlunarstéttin ein situr eftir með “blíðu bros á vör”, glöð yfir því hversu arð- söm þessi afmælishátíð hafi reynst. Sjálft afmælisbarnið hefir nú snúið heimleiðis frá veizlufagnaðinum, hrygt í huga og með votar brár, hafandi yfir orðin í annað sinn: “Guð fyrir- gefi þeim, því þeir vita ekki hvað þeir gera.” Jónas Pálsson maður, ráðunautur Búnaðar- sambandsins, trúnaðarmaður Búnaðarfél. fslands, yfirskatta- nefndarmaður og margt fleira. Hann átti og um skeið setu á búnaðarþingi.—Tíminn, 14. jan. FERÐ TIL VATNABYGÐA Eftir G. J. Oleson BENDIKT BLÖNDAL á Hallormsstað varð úti á Þórdalsheiði Benedikt Blöndal kennari að Hallormsstað varð úti á Þórdals- heiði, milli Reyðarfjarðar og Skriðdals, síðastliðinn mánudag. Hann var á heimleið frá Reyðar- firði. Fylgdi maður frá Reyðar- firði honum upp á miðja heiðina, en snéri þar við, því að Benedikt taldi sér ekki þörf á fylgd lengra. Éljaveður var þennan dag og gekk að með dimmviðri, er á kvöldið leið og dróg úr frosti. Menn vissu ógerla um ferðir Niðurlag. Þarna á heimilinu varð okkur starsýnt á vinnukonuna, unga stúlku, sem talaði íslenzku með útlendum hreim (accent) ; kom það upp úr kafinu að hún var hérlend en talaði þó íslenzku fullum fetum, og húsmóðirin sagði okkur að hún bæði læsi og skrifaði málið. Stúlka þessi heit- ir Nettie Dufour og héfir hún verið þarna nokkuð meðal fslend- inga og hefir ekki talið eftir sér að læra málið og fanst mér henni þykja mikið varið í það að hafa getað lært það. Er þetta eftir- tektavert og ætti að vera lexía fyrir okkar eldra fólk sem hvorki vill eða getur kent unglingum móðurmálið og jafnvel margt telur það gagnslaust, þó aldrei verði hægt á móti að mæla að það opnar fyrir þeim sem málið kunna undraverðan bókmenta- heim sem maður annars fer al- gerlega á mis við. Mér þótti verst að sjá ekki Árna en kveðju sendi eg honum, og endurtek eg hér kveðju til hans og þeirra hjóna fyrir höfð- inglegar viðtökur. Kvöddum við konuna og Nettie Dufour og héldum aftur norður á bóginn, og heimsóttum við næst frú Rann- veigu K. G. Sigurbjörnsson, hana langaði mig að sjá fyrst eg var þar á næstu grösum, hana þekti eg ekki persónulega, en Benedikts og var hans því eigi , , ,. , , ., leitað strax. Hríð var hinn Þekti hana i gegnum ntgerðir næsta dag. Á miðvikudag var tekið að undrast um Benedikt og leit haf- in að honum, en eigi bar hún árangur. Á fimtudagsmorgun var enn leitað og fanst lík Bene- hennar í blöðunum, hún hefir skrifað mikið og er hneigð til ritstarfa. Hún tók mér ágæt- lega og áttum við tal saman góða stund, hún er kona djúpt hugs- andi, hugsjónarík og trúkona mikil, og lifir mikið í heimi and- dikts þá um morguninn, eigi! ans> er hún að eg hygg> ekki á langt frá bæjum í Skriðdal. Hafði hann grafið sig í fönn og stungið skíðum sínum og stöfum á endann niður í skafl. Var ná- lægt klukkutíma gangur að Hall- bjarnarstöðum frá þeim stað sem Benedikt hafði orðið til á, en IV2—2 klukkutíma gangur þangað, sem fylgdarmaðurinn sneri tíl baka. réttri hillu, en örlögin leiða margan öfugar leiðir, hefði eg trúað því að hún hefði kosið mentaferil og ritstörf ef það hefði verið á hennar valdi. Hún sýndi mér bók sem hún hefir ný- skeð látið prenta á íslandi, all- stór bók með nokkrum skáldsög- um “Þráðarspottar”; eignaðist eg bókina þarna og hefi lesið Lík Benedikts var flutt að hana en hefði þurft að Iesa hana Mýrum í Skriðdal, og þaðan heim til Hallormsstaðar í gær. Benedikt Blöndal var fæddur 10. ág. 1883, sonur Ragnheiðar Sigurðardóttur og Magnúsar Blöndals umboðsm. í Stykkis- hólmi, Benediktssonar bónda í Hvammi í Vatnsdal, bróður Lár- usar sýslumanns á Kornsá. — Benedikt ólst upp hjá Páli frænda sínum Blöndal, lækni í Stafholtsey í Borgarfirði. Benedikt fór ungur til náms í bændaskólann á Hvanneyri, fór síðan utan. Hann var þar við nám í Askov, vann á dönskum búgörðum og starfaði hjá eftir- litsfélögum danskra bænda. Síð- an stundaði hann nám við bún- aðarháakólann í Klaupmanna- höfn og lauk prófi vorið 1908. Haustið 1908 gerðist hann kenn- ari við búnaðarskólann á Eiðum og síðar við alþýðuskólann þar. Benedikt giftist Sigrúnu Páls- dóttur Vigfússonar stúdents og bónda að Hallormsstað árið 1918. Stofnuðun þau sinni eigin hús- mæðraskóla að Mjóanesi í Skóg- um, um þær mundir, en Bene- dikt lét af kenslu við alþýðu- skólann. Var Benedikt síðán kennari við húsmæðraskólann á tvisvar til þess að geta um hana dæmt, — hefir hún skrifað hana í hjáverkum í látlausri baráttu fyrir tilverunni, er óhætt að segja að sögurnar jafnast vel á við margt af svipuðu tagi sem skrifað er á íslandi, sögurnar eru fremur heimsádeila og yfir- leitt heldur raunalegar, en hisp- urslausar 0g vel sajrðar. Síðustu sögunni í bókinni veitti eg sér- stakt athygli: “Hávamál á Vöð- um” er hún stutt, prýðilega skrifuð, og hefir boðskap að flytja sem er athyglisverður, og sæmd fyrir hvern sem hefði skrifað. ísl. ættu að kaupa þessa bók, einlægni höf. á það skilið, og bókin er vel þess verð að hún sé keypt og lesin. Þaðan fórum við inn til El- fros, og heim til Jóhanns Mag- núsar Bjarnasonar skálds. Var nú sú stund komin sem eg hafði lengi þráð, en það var að sjá þennan hugljúfa rithöfund og mannvin, sem nú situr rólegur í kvöldkyrðinni, einn sá farsælasti maður sem maður getur hugsað, göfugt og fagurt lífsstarf að baki og elskaður 0g virtur af öll- um sem þekkja hann og líka þeim sem hafa heyrt raust hans í fjarska. í æsku lærði eg kvæð- in hans “Sög^unarkarlinn” og “Grímur frá Grund” og fleiri kvæði sem komu út í blöðunum, og í 40 ár hafa sögurnar hans og ljóðin hans verið mér andlegt j næringarefni. öll hans verk eru 1 þrungin fegurð og mannúð sem Ihlýtur að hafa göfgandi áhrif á | lesandann. Hann tók okkur með j allri blíðu og þau hjónin bæði og þarna átti eg bjarta sólskins- stund, sólin skein um alt húsið |Svo hvergi bar á skugga, allir (illir andar fælast burt þar sem i andrúmsloftið er svo hreint og I heilnæmt. | Hann er nú orðinn aldraður og 'heilsan á völtum fæti en ennþá mun hann skrifa allmikið og mikið mun hann eiga merkilegt í handritum. Hann skrifar enn listilega rithönd og sézt þar ekki nein afturför, á hann marga merkilega minjagripí frá vinum og aðdáendum bæði hér og heima og sýndi hann mér suma, kona hans er hress og fjörug 0g lék hún á als oddi, er hún eins í anda eins og hann djarfmælt og hreinskilin. Komustum við ekki hjá því að þiggja kvöldmat. Að skilnaði gaf hann mér eina af sínum góðu bókum “Haust- kvöld við hafið.” Sumar sög- urnar hafði eg áður lesið, en nú hefi eg lesið hana alla, eg þreyt- ist aldrei á að lesa Magnús. Um kvöldið komu til móts við mig í Elfros þeir bræður Otto og Einar Hrappsted, sem eitt sinn voru hér 0g eg þekti frá fornu fari, eru þeir bændur þar ekki alllangt frá; hafði eg ekki séð þá síðan um jólaleytið 1909 að eg mætti þeim í Swan River er eg var þar á ferð. Höfðum við margs að minnast frá gamalli tíð. Þeir voru unglings drengir þegar þeir voru hér, litlir en harðsnúnir og hafa þeir ekki látið fyrir brjósti brenna og ætíð vel bitið bein fyrir sig, sátum við oS skröfuðum langt fram á kvöld. Eru þeir bræður búnir að vera lengi þarna í bygðinni, komu þangað frá Swan River, þar sem faðir þeirra var land- rtámsmaður, hefi eg hugboð um að þeim hafi farnast fremur vel, þó síðastliðnu nokkur árin hafi hnekt velgengni flestra, hefir “moral” bænda verið alveg undraverður í þessari vonleysis- baráttu sem háð hefir verið s. 1. 8 ár, og þó nokkuð hafi batnað sumstaðar s. 1. tvö ár þá er framtíðarhimininn alt annað en bjartur ennþá á sviði landbúnað- arins. Er leið á kvcMdið kvaddi eg þá bræður og hélt út S'landsbygð- ina. Sigurður félagi útvegaði mér næturgistingu hjá manni sem Páll Tómasson heitir, er eg kom þar var bóndi genginn til náða en konan vakti, átti eg þar góða nótt. Eg fór árla á fætur, var þá bóndi kominn á kreik, jhafði eg aldrei séð hann áður, er hann myndarmaður, og var mér sagt hann væri söngstjóri þar í bygðinni, hann spurði mig hvert eg fengist við söng ennþá, | sagðist hann hafa heyrt mig jsyngja suður í Dakota fyrir löngu síðan, en hann sagði sér : sýndist að eg hefði breyst mikið, ! eg sagði honum að ef hann hefði j einhverntíma heyrt mig syngja jþá mundi hann aldrei hafa gleymt því, sagði eg honum að hér hlyti að vera einhver mis- skilningur, því eg hefði aldrei sungið, þótti mér fyrir að þurfa að afþakka heiðurinn. Kvaddi eg nú hjónin 0g þakk- aði góðan greiða, keyrði nú til Elfros, þar kom samferðafólkið til móts við mig. Vorum við nú 5 á austurleið. í hópinn bættist Valdimar Jo.hnson frá Wynyard og Miss Borgfjörð þarna úr El- fros bygðinni. Keyrðum við strykið til Yorkton. Þar stöns- uðum við fáar mínútur. Er við vorum að leggja á stað, kemur til okkar prestur í svartri hempu og spyr hvert við séum á leið til Manitoba, er allmikið fas á hon-

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.