Heimskringla - 08.02.1939, Blaðsíða 7

Heimskringla - 08.02.1939, Blaðsíða 7
WINNIPEG, 8. FEBRÚAR 1939 HEIMSKRINGLA 7. SÍÐA GÓÐ TÍÐINDI Margt af því, sem nú á dögum berst til augna manna og eyrna, er næsta furðulegt. Blöðin birta á degi hverjum kynstrin öll af hinum ótrúlegustu fregnum og skoðunum málsmetandi manna, og útvarpið sveiflar út sams- konar sálarforða án afláts frá miðnætti til miðnættis. Dýpri og ferlegri örlagaþættir í lífi mannkynsins eru sífelt að skjóta upp á yfirborðið eða myndast í hugum þeirra, sem með völdin fara, svo að útsýnið er í sann- leika alt annað en fagurt. Hver dagur, svo að segja býr yfir nýj- um straumum í sögu heimsins. Það er alt annað en rólegt að lifa nú á dögum. Hinir bjartsýnni eflaust líta isvo á, að stórfeldar framfarir muni vera í aðsígi, því driffjöð- ur allra framkvæmda er óneit- anlega nægjuleysið og óróinn. Og þeir hafa nokkuð til síns máls. Án umróts og átaka yrði harla lítið úr framförunum, og fáir munu neita því, að á miklum og margvíslegum breytingum sé þörf. Það gengur sízt of mikið á. En það sem fylgir flestum af þessum heimsfréttum og yfirlýs- ingum nú er nokkurskonar und- iralda ógnar og kvíða. Með hverri nýrri frétt er eins og verið sé að tilkynna nýja hættu og geig- vænlegri en menn eiga að venj- ast. Af því stafar róleysið, frek- ar en vegna einberrar atgerða- fýstar, og því er það lamandi. Hræðslan er að ná yfirhöndinni, og flestir af þeim, sem einhverja hugsun hafa, eru að verða að bölsýnismönnum, Og þá er svo hætt við að dómgreindin fari út um þúfur. Ekki er af of miklu að taka þó óttinn spilli ekki jafnvæginiv Auðvitað eru þeir til meðal valdhafanna, sem vita hverju sætir, og leika á hugar ástand manna nokkurnvegin eftir vild. Það hafa þeir Hitler og Mus- solini jafnan gert, og það álít eg að Chamberlain hafi afrekað meistaralega fasismanum til bjargar í haust er leið. Og þó að ýmsir efristéttar menn séu nú fyrir nokkru farnir að sjá og segja hvert stefnir — og tel eg ekki Anthony Eden þar með — þá hefir honum tekist að leika rulluna áfram gagnvart Spánar- málunum alt til þessa. Eg er því ásáttur með að líta upp til hans sem kæns hugvitsmanns; en mikið undrar mig afstaða þingmannanna sænsku, sem leggja nú til að honum verði veitt Nobels friðarverðlaunin fyrir aðgerðir hans í Munchen. Því nú er Hitler farinn opinber- lega að hælast um hvað hann hafi grætt á þeim samningum: nú hafi hann Frakkland í hendi sér hvenær, sem hann vilji. En þrátt fyrir hið dökka út- lit, sem heimurinn hefir á sér um þessa,r mundir, er meiri á- stæða til bjartsýnis nú en nokkru sinni fyr. Að sönnu lítur út fyrir að heimurinn verði að ganga í gegnum nokkurskonar eldraun á næstu árum og þola harðvítuga hegning heimsku sinnar. En því varð sennilega aldrei afstýrt, hvort sem var, eins og í pottinn var búið, og vel má vera að sú alda líði hratt og ákveðið í haf reynslunnar og skili þjóðunum von bráðar upp á hálendi lífs og friðar. Að vita sig nálægt þeim áfanga, þó strangur reynist, er ærið tilefni til bjartsýnis, borið saman við vonleysi liðinna alda. Alt til síðustu daga hefir ríki það legið í meðvitund manna sem fjar- lægt draumaland ofan og utan við athafnasvið jarðneskra barna, en er nú óðum að komast inn fyrir sjóndeildarhring ó- heftra hugsjóna. Hjálpa þar ekki sízt til þær byrjunar til- raunir sem nú þegar hafa gerðar verið af okkur lítt meiri mönn- um. Gott dæmi til eftirbreytni er oft happadrýgra en langar, ó- hrekjahlegar ræður. Á rökkurtjald heimsmálanna stafar nú nefnilega ofur litlum Ijóma af nýjum atburði, sem hlýrri og vonvænlegri straumum kann að veita inn á hugsanaferil og líf manna áður langt líður. Eg á við fregnina um það, að á Rússlandi sé nú ráðgert að veita öllum íbúum þess alt það brauð, sem þeir þarfnast, ókeypis. Er svo ummælt að hver þegn eigi heimting á brauði, eigi síður en lofti og vatni, til dæmis. Að vísu er brauð eitt saman ófull- nægjandi til manneldis; en nokk- uð er betra en ekkert, og þegar tilkallið er einu sinni viðurkent er mjög líklegt að hver krafan reki aðra, eftir því sem fram úr greiðist með framleiðsluna, unz öllum þörfum rnanria, að minsta kosti er fullnægt. Fyrir nokkru síðan, til dæmis, var öllum lands- búum þar heimilað, samkvæmt lögum, að nota símakerfi þjóð- arinnar sér að kostnaðarlausu. Þó að þetta, ,sem nefnt hefir verið, sé máske ekki stórvægi- legt í sjálfu sér, þá er það þó bending þess, að stefnt sé í rétta átt, og að því leiti gjörólíkt öllu, sem fólk í hinum upplýsta heimi hefir átt að venjast. Aðal tor- færan í vegi þess, að það geti með bráðum hætti orðið fólkinu í umheiminum að þeirri kenn- ingu sem vera skyldi, er eðlileg tortrygni þess við alt, sem álit- legt er og óflókið. Reynsla þess í hinum gamla sið hefir kent því að búast við, að hvar, sem vel sé boðið liggi fiskur undir steini. Þar, sem brauðið er brent í hrúg- um, við ærnan kostnað, í augsýn hungraðra hópa, sem kaupseyrir vanta, er ekki von að trúin á vit og mannúðlegt framferði rótfest- ist í skyndi. En dropinn holar steininn, og eitt raunverulegt dæmi er á við þúsund fjallræður af munni fariseanna. Stórbretaland má því gefa hverja smáþjóðina af annari í hendur Hitlers og hans nóta, og King má selja okkur með húð og hári á vald auðklikkunni í Mont- real. Á meðan ein stórþjóð reyn- ist trú sinni köllun er engin á- stæða til að örvænta. Dæminu, sem hún gefur í breytninni, verð- ur ekki um alla tíð varnað birt- ingar; og þegar múgurinn loks- ins sér hvað til síns friðar heyrir hrökkva öll heftibönd hans, eins og fífukveikur, og hnefaréttur- inn, í lörfum lýginnar, stendur berskjaldaður fyrir krafti og kærleika hins nýja lífs. Eins og nóttin er ávalt dimm- ust rétt fyrir birtinguna, svo er svæsni fésýslunnar mest rétt á undan dauðateygjunum. Sú stund er nú fyrir hendi. En villuljósin og hrævareldarnir, sem fólkið svo iðulega glæpist á, eru þegar farnir að deyfast fyrir geislum morgunstjörnunn- ar. Tákn tímans spá fagurri framtíð. —P. B. Lesið Heimskringlu INNKÖLLUNARMENN HEIMSKRINGLU I CANADA: Amaranth.............................J. B. Halldórsson Antler, Sask.........................-K. J. Abrahamson Árnes................................Sumarliði J. Kárdal Árborg.................................G. 0. Einarsson Baldur............................................Sigtr. Sigvaldason Beckville.............................Björn Þórðarson Belmont....................................G. J. Oleson Bredenbury..............................H. O. Loptsson Brown............................... Thorst. J. Gíslason Churchbridge.........................H. A. Hinriksson Cypress River...........................Páll Anderson Dafoe...................................S. S. Anderson Ebor Station, Man....................K. J. Abrahamson Elfros...............................J. H. Goodmundson Eriksdale..._.....................................ólafur Hallsson Fishing Lake, Sask................................Rósm. Árnason Foam Lake............................. H. G. Sigurðsson Gimli................................... K. Kjernested Geysir..............................................Tím. Böðvarsson Glenboro...................................G. J. Oleson Hayland.................................Slg. B. Helgason Hecla.............................. Jóhann K. Johnson Hnausa...................................Gestur S. Vídal Húsavík...........................................John Kernested Innisfail.......................................ófeigur Sigurðsson Kandahar................................S. S. Anderson Keewatin.................................Sigm. Björnsson Langruth..............................................B. Eyjólfsson Leslie..............................................Th. Guðmundsson Lundar........................Sig. Jónsson, D. J. Líndal ’ Markerville........................ Ófeigur Sigurðsson Mozart...................................S. S. Anderson Oak Point............................Mrs. L. S. Taylor Oakview.............................................S. Sigfússon Otto...............................................Björn Hördal Piney...................................S. S. Anderson Red Deer.......................................Ófeigur Sigurðsson Reykjavík..................................Árni Pálsson Riverton............................Björn Hjörleifsson Selkirk___________________________ Magnús Hjörleifsson Sinclair, Man.......................K. J. Abrahamson Steep Rock.........................................Fred Snædal Stony Hill.........................................Björn Hördal Tantallon........................................Guðm. ólaf&son Thornhill............................Thorst. J. Gíslason Vfðir............................................A.ug. Einarsson Vancouver..............................Mrs. Anna Harvey Winnipegosis....................................Finnbogi Hjálmarsson Wlnnipeg Beach......................................John Kernested Wynyard................................S. S. Anderson ( BANDARIKJUNUM: Akra...................................Jón K. Einarsson Bantry..................................E. J. Breiðfjörð Bellingham, Wash.................Mrs. John W. Johnson Blaine, Wash...................Séra Halldór E. Johnson Cavalier.....:........................Jón K. Einarssoa Crystal...............................Th. Thorfinnsson Edinburg..............................Th. Thorfinnsson Garðar................................Th. Thorfinnsson Grafton................................Mrs. E. Eastman Hallson................................Jón K. Einarsson Hensel..................................J. K. Einarsson Ivanhoe.............................Miss C. V. Dalmann - Los Angeles, Calif....Thorg. Ásmundsson, 4415 Esmeralda St. Milton...............................................S. Goodman Minneota...........................Miss C. V. Dalmann Mountain..............................Th. Thorfinnsson National City, Calif......John S. Laxdal, 736 E 24th St. Point Roberts..........................Ingvar Goodman Seattle, Wash.........J. J. Middal, 6723—21st Ave. N. W. Svold.................................Jón K. Einarsson Upham...................................E. J. BreiðfjörO The Viking Press Limited Winnipeg; Manitoba HLUTAFÉLAG stofnað til kaupa og útgerðar nýtízku togara Undanfarið hefir verið unnið að stofnun hlutafélags með því ] markmiði að kaupa hingað ný- tízku togara — einn eða fleiri — með öllum nýjustu tækjum til veiða og vinslu aflans — og gera hann út héðan úr Reykjavík. Félagið var stofnað á Þor- láksmessudag, kosin stjórn fyrir það og lög samþykt. Nú þegar er komið allmikið hlutafé, en í dag tilkynnir stjórn félagsins, að þeir, sem kynnu að vilja gerast hluthafar í félaginu, geti snúið sér til skrifstofu Stef- áns Jóh. Stefánssonar og Guð- mundar Guðmundssonar, Aust- urstræti 1, sem gefur allar nán- ari upplýsingar og tekur á móti umsóknum. Eins og kunnugt er var á síð- asta alþingi samþykt, að Fiski- málasjóði skyldi heimilað að styrkja félag, sem stofnað yrði til kaupa nýtizku togara með 25% af kaupverði þeirra, en hlutafjárframlög yrðu 15%. Enn fremur skyldi heimilt að veita lán úr Fiskimálastjóði alt að 7% af hlutafénu. Það er áreiðanlegt, að stofn- un slíks félags sem þessa vekur mikla athygli og að vonir manna eru, að því takist að fá hingað nýtízku togara, nýbygðan og keyptan frá útlöndum, skip, sem búið sé nýjustu tækjum og hafi betri skilyrði til að stunda veið- ar og hagnýta aflann en aðrir íslenzkir togarar, sem svo að segja allir era úr sér gengnir og jafnvel þeir beztu búnir úreltum og ónógum tækjum, sem líka hefir komið fram í afkomu þeirra. Meðalaldur togaranna, sem fyrir eru í landinu, er 18 ár, og það er varla nema eðlilegt að erfiðlega gangi með afkomu slíkra tækja. Þetta hafa ýmsir menn ekki viljað skiljji, og nægir í því sambandi að benda á, að því hefir jafnvel verið haldið fram, — að það væri fásinna að vera að kaupa nýja togara, þeg- ar hinir gömlu væru reknir með tapi. Aðalatriðið er þó það, hvort togaraútgerð getur borið sig með nýtízku skipum. Það er alls engin sönnun fyrir því að tog- araútgerð með nýtízku skipum geti ekki borið sig, þó að erfið- lega hafi gengið undanfarin aflaleysisár fyrir hinum úreltu skipum okkar. Það má geta þess að skýrslur þær, sem skipulagsnefnd at- vinnumála lét gera fyrir fyrir árin 1934 og 1935 sýndu að tapið á 28 togurum 1934 nam 775 þús. kr., en á 31 skip 1935 um 1,7 milj. króna eða tæpar 214 milj. króna. Taki maður hinsvegar meðaltal af 7 yngstu togurun- um, er meðal hagnaður af rekstrinum tæpar 7 þús. kr. á togara. - NAFNSPJÖLD - Dr. M. B. Halldorson 401 Boyd Bldg. Skrlfstofusími: 23 674 Stundar sérstaklega lungnaajúk- dóma. Er að flnni 6 skrifstofu kl. 10—12 f. h. og 2—6 e. h. Heimlli: 46 AUoway Ave. Talsimi: 33 ISt Thorvaldson & Eggertson Ixigfræðingar 702 Confederation Life Bldg. Talslml 97 024 Omci Phon» Reb. Phohi 87 293 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 109 MEDICAL ART8 BUILDINQ Omci Hoons: 12 - 1 4 P.M. - 6 P.M. un BT APPOIHTMBHT W. J. LINDAL, K.C. BJÖRN STEFANSSON tSLENZKIR LÖGFRÆÐINQAR 4 öðru gólfl 325 Main Street Talsimi: 97 621 Hafa etnnig skrifstofur a0 Lund&r og Olmli og eru þ&r að hitta, fyrsta miðvikudag 1 hverjum mánuði. Dr. S. J. Johannes.ion 272 Home St. Talslml S0 877 Viðtalstimi ki. S—6 •. h. M. HJALTASON, M.D. ALMENNAR LÆKNINGAR Sérgrein: Taugasjúkdómar Lætur útl meðöl I viðlögum Viðtalstímar kl. 2—4 e. j«. 7—8 að kveldlnu Sími 80 857 666 Victor St. J. J. Swanson & Co. Ltd. REALTORS Rental, Insurance and Financial Agents Blml: 94 221 800 PARIS BLDO.—Wlnnipeg A. S. BARDAL selur likkistur og annaat um útfar- lr. Allur útbúnaður sá bestl. Enníremur selur hann allskonar niinnisvarða og legsteina. 843 SHERBROOKE 8T. Phone: SS S07 WINNIPEO Gunnar Erlendsson Planokennarl Kenslustofa, 796 Banning St. Sími 89 407 THL WATCH SHOP Thorlakson Baldwln Diamonds and Weddlng Rings Agents for Bulova Watcheg Marriage Licenses Issued 699 Sargent Ave. Jacob F. Bjamason —TRANSFER— Baggage and Furniture Moving 591 SHERBURN ST. Phone 35 909 Annast allskonar flutnlnga fram og aftur tnn bæinn. Rovatzos Floral Shop S06 Notre Dame Ave. Phone 94 954 Fresh Cut Flowers Daily Plants in Season We specialize in Wedding & Concert Bouquets & Funeral Designs Icelandlc spokea DR. A. V. JOHNSON DENTIST 506 Somerset Bldg. Office 88124 Res. 36 888 MARGARET DALMAN TEACHER OF PIANO 0S4 BANNING ST. Phone: 26 420 þannig með varanlegum hætti forðað frá gleymsku sögnum um afrek hans, við störf, ferðalög o. s. frv. Slíkt rit mun áreiðan- lega eiga vinsældum að fagna. —31. des. * * * Hríð á Norðurlandi Office Phone Res. Phone 21169 48 551 Dr. K. J. AUSTMANN 309-310 Medical Arts Bldg. Eye, Ear, Nose and Throat Office Hours: 9—12 a.m. Evenings—by appointment only. Stórhríð var um Norðurland í gær, einkum norðaustan lands. Sömuleiðis var hríðarveður á Ströndum með allmikilli fann- komu. Hefir norðanátt haldist við norðurströndina í nokkra Að sjálfsögðu ætti bæjar- jdaga, en áður hafði verið þar til- 1 nyn T? mrVi n ^TÍlrn 1* n Á V\nf n ínv« /vn V«1 imtÍXmÍ níf i v» Unv'Xín/Tn stjórn Reykjavíkur að hafa for ystu í máli sem þessu, þar sem það gæti orðið til mikillar at- vinnuaukningar, en það hefir ekki fengist fram, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir og margra ára umræður. — En þrátt fyrir það ætti bæjarfélagið að taka þátt í þessu félagi og styðja þar með tilraunir þess. Væri það ekki vansalaust ef svo yrði ekki. Það skal tekið fram, að hluta- bréfin í hinu nýja hlutafélagi eru upp á 100—500 og 1000 kr. —Alþbl. 28. des. ÍSLANDS-FRÉTTIR eftir Tímanum tölulega hlýviðri eftir harðinda- kaflann um mánaðamótin. —31 des. * * * Snjóþyngsli Norðanlands Meiri snjóþyngsli eru nú norð- anlands en menn muna síðustu 20 árin, enda öll umferð tept til kaupstaða úr nágrannasveitum, nema á sleðum. öll mjólk er flutt til Akureyrar á þann hátt og flutningar innanbæjar sömu- leiðis. í kaupstaðnum eru svo miklir skaflar, að þeir ná upp á mið hús, og eru menn sem óðast að rjúfa stærstu skaflana og moka þeim í sjóinn. —Vísir, 4. jan. .* * * Verzlunarjöfnuðurinn Bráðabirgðaskýrlur Hagstof- unnar eru komnar út um utan- ríkisverzlunina s. 1. ár og er verzlunarjöfnuðurinn hagstæður urinn 57,752,170 kr. Á siðast- liðnu ári voru þessar tölur svo:- Innfl. 51,6 milj. og útfl. 58,8 milj. kr.—Vísir, 9. jan. Hollendingur og Þjóðverjí sátu saman á kaffihúsi og ræddu um stjórnmál. Þeir voru orðnir allheitir og rifust um það, hvort Þjóðverjar myndu ráðast inn í Holland eða ekki. Loks segir Þjóðverjinn og leggur þunga á- herslu á orðin: “Mér $r alveg sama hvað þið segið, en þið skul- uð fá Hitler fyr eða síðar inn í Holland!” “Má vel vera,” sagði Hollend- ingurinn með mestu ró, “við er- um þegar búnir að fá keisarann, og Hitler kæmi okkur því alls ekki á óvart!” Minningarrit um Bjarna í Hólmi Nokkrir vinir Bjarna í Hólmi hafa bundist samtökum um út- gáfu á minningarriti um hann. Er svo ráð fyrir gert, að í því verði úrval af frásögnum ýmissa |Um manna víðsvegar af landinu, sem ; Heildarinnflutningurinn nam kr. kynni hafa haft af Bjarna, og 49,102,020 og heildarútflutning- Bréf Stephans G. Stephanssonar,' fyrsta bindi, er nú komið vest- ur. Er bókin til sölu hjá Mag- núsi Peterssyni bóksala, 313 Horace St., Norwood, Man., og hjá dr. R. Péturssyni á skrif- stofu Heimskringlu. Verðið er $1.75. Ágætari og verðmætari bók er ekki hægt að hugsa sér, en þessa. Skrifið sem fyrst eft- ir henni.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.