Heimskringla - 15.02.1939, Blaðsíða 1

Heimskringla - 15.02.1939, Blaðsíða 1
LIII. ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 15. FEB. 1939 NÚMER 20. HELZTU FRÉTTIR _________ ____________ Páfmn dáinn Píus páfi XI. dó s. 1. föstudag (10. feb) á páfasetrinu (Vatican City) í Róm. Hann var nærri 82 ára fæddur 31. maí 1857 í bæ er Decio heitir í Langbarðalandi, og hafði verið páfi síðan 1922. Píus páfi er ekki einungis nú að honum látnum, heldur var einnig fyrir nokkru og að honum lifandi, talinn einn með hinum merkari páfum, er á stóli hafa setið. Hann stóð ekki einungis vel á verði fyrir kirkju sína, heldur lét sig veraldleg mál einnig skifta. f boðskap hans var oft mikil á- herzla lögð á friðarmálin. Og um ójafna útbýtingu auðsins, var hann harðorður. Kirkjuna efldi hann á sínum fyrstu árum. En þegar einræð- isstefnurnar í Þýzkalandi og á ítalíu tóku að grafa um sig og ofsækja kirkjuna, varð páfadóm- urinn auðvitað fyrir miklum hnekki. En hvort heldur var í Þýzkalandi, Rússlandi, Austur- ríki eða Mexikó, sem ofsóknirnar áttu sér stað, var Píus páfi ávalt í fararbroddi að reyna að koma á sættum, en árangurslaust. Á hólm við stefnu Mussolini gekk hann þráfaldlega; er óvíst að á ítalíu hefði nokkuð betra beðið kirkjunnar en í Þýzkalandi, ef páfinn hefði ekki tekið þar kröft- uglega í taumana. Fæðingarnafn Píusar var Achille Ratti. Faðir hans var stjórnandi silki-vefnaðar húss og vann sonur hans þar til að byrja með. Þegar hann byrjaði á námi komu brátt miklir náms- hæfileikar í Ijós hjá honum. Og skólagöngu hélt hann áfram unz hann útskrifaðist af Georgian- háskólanum í Róm. Hann þótti skarpur reikningsmaður og hann var um tíma að hugsa um að leggja fyrir sig stærðfræði. Próf sitt tók hann í heimspeki. En hann hafði lengi notið kenslu í kaþólskum skólum og áhugi hans fyrir trúmálum var þar vakinn. Og til prests var hann vígður 1879. Vann hann þó fyrst við bókasöfn, fyrst við Ambrosian Library í Milan og síðar (1907) við Vatican Library. Hafði hann mikið orð á sér fyrir þekkingu á fornritaskjölum (Paleography). Árið 1919 var hann skipaður erkibiskup í Milan og gerður að kardinála. Og páfi varð hann 5. feb. 1922, sem áður er sagt. Píus XI. var hirðir kaþólskra um allan heim, um 330 miljón sálna. Hann var jarðaður 14. febrúar. Að 18 dögum liðnum frá láti hans, eða 28. febrúar, verður einhver að“ vera kosinn páfi. Pacelli kardináli, sem verið hefir ríkisritari páfadómsins (secretary of state), gegnir em- bættinu, meðan enginn er kos- inn. Og að hann verði næsti páfi, er ekki ólíklegt. Vatikanið (páfarkið) er minsta ríki veraldar; það er hluti af Rómaborg, aðeins hverfi, en fagurt og flott. íbú- arnir eru um 150 fjölskyldur, eða 700 manns alls. Það varð óháð ríki og sjálístætt 1929, með sérstjórn að öllu leyti og þingi eins og það hafði verið á fyrri öldum. Fyrir því sjálfstæði þess barðist Píus XI, hinn nýlátni páfi og vann það. Þetta minsta ríki veraldar hefir met í fleiru en þvi hversu lítið það er. Vel- megun íbúanna er þar meiri en í nokkru öðru ríki. í hlutfalli við íbúáfjölda hefir það fleiri bíla, síma, útvarpstæki, kæli- skápa og lyftur, en nokkurt ann- að ríki. í Bandaríkjunum eru um 15 miljón talsímar eða 1 tæki á hverja 8 menn, sem er mikið. En í Vatikaninu eru talsímarnir fleiri en íbúarnir. Eins er með bíla. f Bandaríkjunum eru 1 bíll á hverja fimm íbúa. í Vati- kaninu er einn bíll á hverja 3V^ íbúa. Og sérhver af hinum 150 fjölskyldum þar, hefir útvarps- tæki og kæliskáp, sem ekki mun þekkjast í nokkru öðru ríki. í þessu minsta rík'i, er einnig bókasafn sem talið er með mestu bókasöfnum í heimi; hafði hinn nýlátni páfi unnið mikið að því að endurbæta það og stækka og gera nothæfara en áður. Eins og nú standa sakir, er sjálfstæði páfaríkisins í sífeldri hættu. Fyrir jólin síðustu, fóru kaþólskir menn á Frakklandi og á ítalíu á fund páfans, Píusar XI, og var hugmyndin, að fá því til leiðar komið, að nokkurt vopnahlé yrði á Spán yfir jólin. Það var auðsótt við páfann, því hann hafði þegar gert uppkast að slíkri tillögu. En þegar Mus- solini varð þess var, sagði hann páfanum skýlaust, að samning- arnir (Lateran accord) um sjálf- stæði páfaríkisins væru með þessu brotnir, að hann væri að' láta sig utanríkismál ítalíu skifta. Páfinn hugsaði sig um og hætti við að halda tillögunni fram. Glæpur að biðja fyrir friði Þýzki presturinn Niemöller, bróðir Martins Niemöller, sem nú situr í fangabúðum Hitlers, og tveir aðrir þýzkir prestar verða nú á ný leiddir fyrir rétt og ákærðir fyrir að hafa mis- notað prédikunarstólinn, með því að biðja fyrir friði 30. sept. s. i. Stórveldin glíma um yfirráð Spánar á bak við tjöldin Fjögur stórveldi Evrópu, Bret- land, Frakkland, Þýzkaland og ítalía sitja nú á leynifundum og eru að þinga um örlög Spánar. Þó Madrid og Valencia séu enn óunnar af uppreistarmönnum, er búist við að þess verði skamt að bíða, að Franco verði ráðand yfir öllu landinu. Það er því verið að reyna að koma á sætt- um milli Franeos og foringja lýðræðissinna, dr. Negrin. En Franco er óljúft að ganga að friðarskilmálum Negrin, sem eru í því fólgnir, að Spánn verði óháð ríki, sem áður og upp séu gefnar hefndir. Bretar og Frakkar styðja þessar kröfur Negrin, því þeir sjá nú alvöruna í því, ef ítalir og Þjóðverjar settu upp herskipastöðvar til og frá við strendur Spánar og eyj- ar. Er nú svo komið að Bretar og Frakkar krefjast þess, að ítalskir hermenn haldi heim frá Spáni og Mussolini og Hitler láti sig Spán litlu skifta. Aftur vilja þeir að Franco taki algerlega við og sé veitt lán af Bretum og Frökkum, því fylgir auðvitað, að yfirráð Spánar séu í höndum þeirra, en ekki ftala eða Þjóð- verja, sem þó ofurlítið munu þykjast til matarins hafa unnið. Fyrir Franco er ílt að þurfa að ganga að þessu vegna stríðsvina sinna, en hvað skal segja úr því þeir hafa ekki það fé, sem með þarf að lána til þess að reisa landið við? Það er og sagt, að' Bretar vildu fremur en hitt, sjá konungdóminn endurreistan, sem og oft hefir verið hreyft í fréttum frá Spáni, en það mun þó óráðið ennþá. Meðan á þóf- inu um þetta stendur, hefir dr. Negrin lýst því yfir, að lýðveld- isstjórnin haldi uppi vörn í þeim hluta landsins, sem enn er í hennar höndum og er haldið að hann sé nú kominn til Valencia. Blöð ftala ná ekki upp í nefið á sér út af þessu og fara mörg- um háðslegum orðum um öll vináttutákn lýðríkjanna nú við Franco, sem í tvö og hálft ár hafi setið á svikráðum við hann. En Mussolini og Hitler segja nú aldrei þessu vant fátt. Það hef- ir vanalegast látið lægra í þeim er Bretinn hefir sýnt nokkra alvöru. — Og hann virðist gera það í þessu sátta- máli. Hitt mun þó óvíst, að Bretar og Frakkar styðji lýð- stjórnina, ef stríðið heldur á- fram. Að Franco veikist og verði fúsari til sátta haldi stríð- ið lengur áfram, er ekki ósenni- legt. SAMANDREGNAR F R É T T I R f ræðu sem Hon. J. S. Gardin- er, akuryrkjuráðherra hélt ný- lega á sambandsþinginu, er hug- mynd King-stjórnarinnar sú, að veita ekki bændum sléttufylkj- anna neitt útsæði á þessu ári. Ræðan var svar við spurningu frá þremur þingmönnum Sask- atchewan-fylkis um þetta. Mr. Þorramótskvæði Flutt í Riverton, 10. febrúar 1939 Nú frændur mætast að fornum sið Sem feðurnir sætu að blóti Heitstrenging þeirra er um þjóðemið Á þjóðlegu gleðimóti. í sælli minning þeir finna frið Og fögnuð þótt öldur brjóti Er minna á hinn fallþunga fossanið Og Feikni í brimsins róti. Nefnið það fátækt og skilningsskort Já, skerðing á trú og lögum Að ófriðar getur um ættland vort Aðeins í fornum sögum, Um helsprengjuregn með hópamorð Og hernumið fólk og bygðir, Tunga vors iands á ekkert orð Yfir þær nýju dygðir! Nei, þjóðin fékk útsýn í æðra heim Og alt hennar líf varð stærra, \ Hún léð hafði vængi Ijóðum þeim, Sem lyftu henni sjálfri hærra, Og gáfu henni staðfestu, styrk og þor f straumkasti tímans þungu. Sjálf ellin þá lifði sitt æskuvor Er íslenzku börnin sungu. Því söngvarnir örfa þá aringlóð Sem íslenzkar fjallalindir Svali þeim gróðri er í sveltu stóð. Svipfagrar æskumyndir f árgeislum birtast við austur brún, Með andvarans heilsu straumúm. Þær snerta þá strengi og ráða þá rún Sem er ríkust í vorum draumum. Þótt hörmungar risu og sviðu sár Og sjáist þess ennþá merki f þrotlausri baráttu í þúsund ár Þjóðin gekk trútt að verki. Og kynslóðin unga, sem arf þann tók, Um afrek í framtíð dreymir; Því íslenzk tunga þá opnar bók, Sem eilífan fjársjóð geymir. Tungan er kraftur sem tengir þjóð Traustustum sifjaböndum, Sá orkustraumur um aldir stóð, Sem alvæpni í sterkum höndum. Því munu íslenzkir afreksmenn Ættstofnsins göfgi sanna. Þótt fent hafi í sporin þeir finna enn Fótatak kynslóðanna. íslenzkir menn í álfum tveim, Nú eig því láni að fagna, Andans leið þeirra liggur heim Að langeldum fornra sagna. Því skal á landnemans lágu gröf Lífstré í framtíð rísa, Er brúar um síðir hin breiðu höf Og bræðrunum leið mun vísa. Sú örlagabrú er Bifröst glæst Er bygð skal á trú í verki, Sjálf er hún röddin er reisir hæst Vorn rétt og vort þjóðarmerki. Er spennir hún stál sitt um láð og lög, Með lending í tíma og rúmi, Birtast oss aldanna æðaslög Sem elding frá næturhúmi. S. E. Bjömsson Gardiner sagði að skilningurinn hefði verið sá með útsæðisláninu s. 1. ár að bændur ættu að geyma sér nægilegt af þess árs upp- skeru fyrir útsæði nú. Fylkis- stjórnin í Saskatchewan hefði meðtekið 9 miljón dollara frá sambandsstjórninni á s. 1. ári til þessa,* sem endast hefði átt lengur en eitt ár. * * * Yfirmaður nazista hersins (storm troops) Viktor Lutze, kvað vera í heimsókn í Libíu og vera að líta eigin augum her- varnir ítala þar. Þykir Frökk- um heimsókn þessi ísjárverð og sönnun þess, að Hitler ætli að styðja ítali, brjótist ófriður út milli ítala og Frakka í Túnisíu og Libíu. EIMSKIPAFÉLAG ISLANÐS 25 ÁRA í dag er liðinn aldarfjórðung- ur síðan Eimskipafélagið var stofnað. Sá atburður er einn af þýðingarmestu þáttum í fram- förum íslands á síðasta manns- aldrinum. Að stofnun félagsins stóð öll hin íslenzka þjóð, bæði þeir, sem heima eiga í landinu og landar erlendis. Vestur-ís- lendingar sýndu við stofnun fé- lagsins fagran vott um þjóð- rækni og verður þeirra stuðn- ingur fyrst fulllaunaður, þegar bygt verður skip á vegum fé- lagsins til Ameríkuferða, og lát- ið heita Leifur heppni. Þriggja manna er alveg sér- staklega skylt að minnast með þakklæti á þessum hátíðisdegi félagsins. Sveinn Björnsson sendiherra var aðalhvatamaður að félagsstofnuninni og áhrifa- mikill brautryðjandi málsins. Emil Nielsen var með vissum hætti faðir þess og móðir. Hann hafði ungur fest ást á fslandi. Hann var gæddur miklu skap- andi afli, hafði mikla þekkingu og reynslu um siglingar til fs- lands og með ströndum þess. Hann hefir frá því félagið var stofnað og til þessa dags gefið Eimskipafélagi íslands alla sína orku. Hann hefir ráðið mestu um allar skipasmíðar félagsins og auk þess um smíði Esju og Ægis. Hlutdeild hans í stofnun og starfi félagsins er um leið mikill þáttur í viðreisnarstarfi íslendinga. Þriðji höfuðleiðtogi Eimskipa- félagsins er núverandi forstjóri þess, Guðmundur Vilhjálmsson. Hann tók við stjórn félagsins á hættulegum tíma, í byrjun yfir- standandi heimskreppu. En fé- laginu hefir farnast ágætlega undir stjórn hans. Hann hefir trúlega fylgt stefnu hins fyrsta forstjóra, að skoða sig í einu árvakran og athugulan trúnaðar- mann félagsins og um leið stuðn- ingsmann hins íslenzka þjóðfé- lags. Guðmundur Vilhjálmsson er enn ungur maður og munu vinir hans og félagsins vænta þess, að hann eigi eftir að vinna marga sigra í starfi sínu. Ame- ríkuskipið er eitt af þeim aðkall- andi fremdarverkum, sem bíða félagsins, þegar lokið er skila- grein um hinn fyrsta aldarfjórð- ung. J. J. —Tíminn, 17. jan. framtali er skuldlaus eign hreppsbúa um 180 þúsundir króna, og skattskyldar tekjur hreppsbúa hafa á undanförnum þremur árum numið 8800 krón- um að meðaltali. Meira en helm- ingur búenda í sveitinni hafa á síðari árum reist sér íbúðarhús úr steinsteypu og í ráðum er að reisa 4—5 ný íbúðarhús næsta sumar.—17. jan. * * * Kartöflurækt hreppsbúa Kartöflurækt er mikil í hreppnum og annar stærsti at- vinuuvegur bændanna. Hjá sum- um er kartöflusalan jafnvel stærsti tekjuliðurinn. Mörg heimili fá 50—100 tunnur af kartöflum á ári og sum meira og sjálfur hefir Kristján fengið þrjú síðastliðin haust 150 tunnur af kartöflum til jafnaðar upp úr görðum sínum. Syðri hluti hreppsins er sundurskorinn af jjökulvötnum og á milli vatnanna eru víða sendnir valllendishólar. Þar hafa flestir sveitarmenn aðal kartöflulönd sín í félagi. Eru ‘ þessir sameiginlegu akurreitir 1—4 hektarar að stærð. Með því að hafa kartöflureitina svona stóra og félagssamtök um vinslu þeirra verða girðingar ódýrari og auðveldara að yrkja þá. —17. jan. * * * 100 ára 100 ára gömul er í dag Elísa- bet Árnadóttir á Hnjóti í Bíldu- dal. Hún er vestfirsk að ætt og uppruna og hefir dvalið allan aldur sinn í Arnarfirði og Tálknafirði. Hún hefir verið ekkja í ellefu ár, og misti hún mann sinn og tvö börn í sömu |viku. Alls eignuðust þau hjónin | f jögur börn, sem komust til full- í SL AN DS-FRÉTTIR eftir Tímanum Húsabyggingar í Mýrahreppi Kristján Benediktsson bóndi í Einiholti í Mýrahreppi, skrifar ýms tíðindi úr bygðarlagi sínu. f Mýrarhreppi eru til heimilis um 180 manns á tuttugu og tveim bæjum. Samkvæmt skatt- orðinsára og eru þau nú öll dáin, en nokkur barnabörn á hún á lífi. Elísabet er vel ern, svo há- öldruð manneskja, hefir fótavist, dágóða heyrn, en sjónin er tekin • að daprast. Húsforráð hefir hún jenn og býr með sonardóttur sinni, ógiftri. j Elísabet er vel látin af öllum sem hana þekkja—10. jan. * * * Verðlaunakepni Danskur maður, Frants All- ing, hefir nýlega gefið “tekn- iska” háskólanum í Kaupmanna- höfn 10 þusund krónur, er út- hluta skal sem verðlaunum fyrir uppfinningu á nytjaefni eða nytjaáhaldi, sem iðnaðarútflutn- ingur frá íslandi eða Danmörku gæti grundvallast á. Þátttaka í þessari samkepni er heimil öll- um íslenzkum og dönskum ríkis- borgurum og er undirbúnings- frestur til næstu áramóta. —10. jan. * * * Snjóflóð í Súganafirði Síðastliðinn sunnudag féll snjó flóð á Norðureyri við Súganda- fjörð og fórust í því 26 kindur. Bárust sumar þeirra langt fram á fjörð. Snjóflóð hafa oft fallið þarna áður og tekið með sér bæjar- og peningshús. * * * Vorkuldarnir grönduðu farfuglum íhugulir menn veittu því at- hygli í sumar, að heiðióur hóp- uðu sig ekki eins og venjulega á túnum, er líða tók að hausti. Þessa gætti víða um land, bæði norðan lands og sunnan. Þess er getið til, að ástæðan sé sú, að kuldarnir síðastliðið vor hafi grandað ungunum í stórum stíl og fuglarnir ef til vill ekki ham- ist í hreiðrum sínum. Muni fuglafæðin hafa af því stafað. —10. jan.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.