Heimskringla - 15.02.1939, Blaðsíða 5

Heimskringla - 15.02.1939, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 15. FEB. 1939 HEIMSKRINGLA 5. SÍÐA ur, en því hefir vlíðast hvar hrakað að mun.” Nú er enginn vafi á því, að andlegt líf, þ. e. a. s. félagsstarf er beinist að andlegum og menn- ingarlegum viðfangsefnum, er mjög á misjöfnum stigi í hin- um ísl. nýlendum. Alstaðar munu vera stórhópar af íslenzku fólki, sem ekki finnur til milcill- ar löngunar til þátttöku í því starfi, nema endrum \>g eins, þegar eitthvað sérstakt verður til að vekja það til meðvitundar um sjálft sig. Og til eru bygðir, þar sem svo er ástatt, að alt ísl. félagsstarf er lagt í rústir, eng- in þjóðræknisfélög starfandi og engir söfnuðir. Ráða því auð- vitað bæði ytri ástæður, t. d. fá- tækt, og innri ástæður, m. ö. o. deyfð. Og sannleikurinn mun vera sá, að ef allir, sem hlut eiga að máli, hrista af sér mókið, og nógu margir leggjast á eitt, er furðu miklu hægt að koma til vegar, þótt efni séu lítil. Sem betur fer, eru líka margar ný- lendur svo á vegi staddar, að menn gera sitt bezta til að halda uppi einhverri andlegri starf- semi, þjóðræknis- eða safnaðar- starfi, hafa íslenzkar samkomur og messur, o. s. frv. Auðvitað er þetta sumstaðar í molum, en þó alstaðar betra en ekkj neitt. — Fyrir örfáum árum áttu Vatna- bygðirnar heima í fyrri flokkn- um, að því er kirkjumálin snert- ir. Þá var engin föst prests- þjónusta í bygðinni, eins og Mr. Oleson getur um í grein sinni. Að vísu var ísl. prestur í aust- asta hluta bygðarinnar, en í mið- og vesutrhlutunum urðu menn að láta sér nægja bráða- birgðaþjónustur ýmsra heima- trúboða, sem tóku að sér að þjóna prestlausum söfnuðum nokkra mánuði. — Nú er þó svo langt komið að fimm íslenzkir söfnuðir njóta stöðugrar ísl. prestþjónustu árið um kring — (einn ísl. söfnuður hefir enskan prest), og hafa gengið í samband sín á milli um þá þjónustu. —* Þetta út af fyrir sig er auðvitað engin sönnun fyrir því, að and- legt líf Vatnabygða sé svo mikið, að sérstakt orð sé á gerandi, en það er sönnun fyrir því, að hér er ekki um hnignun að ræða, heldur framfarir frá því sem áður var. Eg veit það manna bezt, að mikið vantar á, að þátt- takan í ísl. félagsmálum nái til allra íslenzkra heimila, en hitt fullyrði eg, að sá flokkur manna, sem mest leggur á sig til við- halds andlegri. mennigu, hann tekur á sig byrðar og færir fórn- ir, sem full ástæða er til að dást að og viðurkenna. Og eigi að fara að gera samanburð á “deyfð” manna hér og í öðrum nýlendum, er ef til vill ekki úr vegi að taka tveggja sumra upp- skerubrest með í reikninginn. Mr. Oleson segir, að eg hafi um tíma haft tröllatrú á því, að hægt væri að fá kirkjufélögin til nánari samvinnu, en þar hafi verið við ramman reip að draga, og nú muni eg vera farinn að sjá, að það muni ekki geta lukk- ast. Þessi ummæli gætu skilist á þann veg, að bæði kirkjufélögin hefðu reynst mér örðug í þessu máli. En sannleikurinn er sá, að af hálfu sameinaða kirkjufélags- ins hefir aldrei staðið á neinu. Sú nefnd, sem eg óskaði að kos- in yrði, var viðstöðulaust sett á laggirnar, og á síðasta kirkju- þingi, eftir að lúterska kirkju- félagið hafði neitað að verða við bón minni, var samvinnunefnd kosin enn að nýju til. Það er að vísu satt, að mér hefir reynst við rammari reip að draga, en mig nokkurntíma gat grunað, ekki sízt eftir að eg hafði verið gestur “júbil”-þingsins árið 1935, og verið vottur að mörgu, sem þar fór fram. En um það ætla eg ekki að ræða að sinni. Mér dett- ur ekki í hug að halda, að sam- vinnu^hugsanin sé eins fjarlæg lútersku fólki yfirleitt eins og undirtektir kirkjuþinganna benda til. Og þó kemur mér dá- lítið undarlega fyrir sjónir, að kirkjuþing ár eftir ár skuli snið- ganga 2. grein í grundvallarlög- um kirkjufélagsins, þar sem því er lýst yfir að tilgangur þess sé að sameina alla kristna söfnuði af íslenzku þjóðerni. Annars sýnast kirkjuþingin hafa mis- skilið dálítið málaleitun mína. Eg fór ekki fram á samvinnu við hitt kirkjufélagið, heldur sam- eiginlega athugun á því, hvort slík samvinna gæti átt sér stað í framtíðinni, og þá um leið, hvernig henni skyldi hagað, ef af henni yrði. Eg fór með öðr- um orðum fram á viðtal. Af vinsamlegum samræðum fulltrú- Verið Velkomin A Laugardags spilakvöldin í Sambandskirkjusalnum Næsta spilaskemtunin verður laugardagskvöldið 18. febrúar. Byrjar á slaginu kl. 8! Takið eftir: Spilaðar verða 20 hendur. Verðlaun veitt á hverju kvöldi fyrir hæztu vinninga. Að Bridge-spilinu loknu, verða frambornar kaffi- veitingar. Þar á eftir fara fram ýmiskonar skemtanir, Munið eftir hvað vel þér hafið skemt yður undan- farna vetur á þessum spilakvöldum. Undir umsjon yngri deild kvenna í Sambandssöfnuði. The Saturday Night Club i i _ Nú þegar þér haldið hátíðlegt tuttugu ára afmæli ÞJóÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA í VESTURHEIMI, viljum vér benda á að borðhaldið verður ánægjuegra ef þér notið DREWRYS FAMOUS STANDARD LAGER “The Pride of the West” anna vonaði eg svo, að sprottið gætu góðfúsar tillögur, er lagð- ar yrðu fyrir kirkj uþingin til af- greiðslu. Og eg hefi ennþá trú á því, að þetta geti tekist, ef menn finna til ábyrgðar sinnar, og láta ekki alt reka á reiðan- um. Mr. Oleson er einn þeirra manna, sem skilur, hvað er í húfi, ef ekki er að þessu stefnt, og nú á næstu árum er það hann og aðrir frjálst hugsandi menn ; innan lúterska kirkjufélagsins, sem sú skylda hvílir á, að fá nýja stefnu viðtekna á kirkju- þingum. Málefnið hefir enn sama gildi og þegar eg fyrst bar það fram, en það liggur í hluts- ins eðli, að eg get ekki beitt mér fyrir því á sama vettvangi fyr en kirkjuþingið samþykkir að eiga tal við mig og meðnefndar- menn mina. En þá er eg líka reiðubúinn að gera ennþá ítar- legri grein fyrir tillögum mínum. Það, að eg hefi lítið skrifað um málið í seinni tíð, stafar því ekki af því að eg hafi gugnað á því, heldur af því að mér leiðist að tala mjög lengi í einu við sjálfan mig. Eg get samt ekki skilið svo við þetta mál, að eg geri ekki ofur- lítið nánari grein fyrir því, hvers eðlis sú samvinna er, sem eg hefi í huga. Kirkj uleg samvinna getur ver- ið með þessu móti: 1. Milli einstaklinga. 2. Milli safnaða. 3. Milli kirkjufélaga. Sem dæmi um fyrstu tegund samvinnu má nefna all-marga söfnuði og prestaköll, svo sem Churchbridge, Argyle og Moun- tain. Sumir menn í þessum prestaköllum halda sennilega ennþá fast við hinar gömlu játn- ingar, sem lúterska kirkjufélag- ið er bundið samkvæmt lögum. Aðrir menn í sömu söfnuðum að- hyllast skoðanir nýguðfræðinga, jafnvel í mikilvægustu atriðum. En allir þessir menn vinna sam- an fyrir því, styðja sömu kirkju, og hafa jafnvel sama prest. — Þessi samvinna gerir það að verkum, að prestarnir á þessum stöðum hafa vinnufrið. Nú liggur í hlutarins eðli, að sé trúarleg samvinna manna með ólíkar skoðanir óheilbrigð, væri það hreinasta guðsþakkaverk að kljúfa þessa söfnuði og forða þeim frá villu síns vegar. En eg efast um, að fólkið í þessum bygðarlögum tæki því með þökk- um, að eg eða aðrir kæmu þang- að svo sem einn mánuð á ári til að vorkenna þeim prestleysið, auglýsa eftir fermingarbörnum innan safnaða með fastri prestþjónustu o. s. frv. — Aftur á móti er reynsla fyrir því, að aðkomuprestum er á þessum stöðum sýnd vinsemd og gest- risni, bæði af hálfu prests og safnaða, þegar þeir koma til að messa eða gera prestverk, sam- kvæmt beiðni eða ósk einstakra manna eða félaga, enda á það svo að vera. Sviþuð samvinna á sér einnig stað meðal einstaklinga innan Vatnabygðanna. Og við/hér er- um farin að finna vel þá þýð- ingu, sem slíkt hefir. Sem dæmi má nefna hinn fjölmenna söng- flokk, sem stundar starf sitt prýðilega undir stjórn prof. S. K. Hall, fyrv. organista lút. kirkj- unnar í Winnipeg. Nú skulum við segja, að einhverjum af- bragðsmanni tækist að sannfæra þenna hóp um það, að honum bæri að skiftast í tvent og syngja í tveim pörtum, fyrir tvo litla söfnuði og í tveim kirkj- um. — Mundi slíkt hafa örvandi áhrif á kristilega söngment? Er það ekki heppilegra, eins og það er, að fólkið komi saman til að syngja guði dýrð, án þess að vera með nokkrar áhyggjur út af því, hvort bassinn sé unitar- iskur eða tenórinn lúterskur o. s. frv. — Og ef svo er um kirkju- sönginn, mundi þá ekki vera Mkt ástatt um annað? Samvinna milli safnaða kemur næst. f mínu prestakalli eru tveir lúterskir söfnuðir, að vísu báðir utan kirkjufélagsins, — einn sambandssöfnuður, og tveir “söfnuðir”, sem hafa ekki ennþá skoðað sig beinlínis sem söfnuði, heldur samtök manna, sem verið hafa í báðum kirkjufélögunum. —Að fá reynslu fyrir því, að slíkt starfssamband er mögulegt, hefir síður en svo veikt trú mína á því, að nánari samvinna geti átt sér stað milli kirkjufélag- anna. Sú reynsla kemur alveg heim við reyslu mína sem is- lenzks þjóðkirkjuprests. Megin skilyrðið fyrir nánari samvinnu kirkjufélaganna er það, að menn fáist til að líta á fólkið og kirkjuna, eins og hún er, en ekki eins og hún var, þeg- ar núverandi gamlir menn voru ungir. Hér er ekki um það að ræða að knýja neina menn til að hætta við að vera það sem þeir eru. Það er heldur ekki mín hugmynd að leggja niður kirkju- félögin, heldur að allir ísl. söfn- uðir, innan þeirra og utan, haldi höndum saman um það, sem eru sameiginleg mál allrar íslenzkrar kristni. Slíkt innbyrðis samband mundi og gera auðveldara sam- starf við hina ísl. þjóðkirkju. Eg vil enda mál mitt á því að taka undir með Mr. Oleson um það, að framtíð ísl. kirkju sé undir því komið, að mönnum skiljist þetta. En nú veltur mest á því, að honum og öðrum frjáls- lyndum, lúterskum mönnum tak- ist á næsta kirkjuþingi að fá kirkjufélag sitt til að taka í hönd, sem útrétt hefir verið í þrjú ár. Jakob Jónsson ÍSLANDS-FRÉTTIR Sjófuglar á hrakningi Samkvæmt bréfi, sem blaðinu hefir borist frá Ingimundi Ás- geirsyni á Reykjum í Lundar- reykjadal í Borgarfjarðarsýslu flæktust hópar af haftyrðli þar suður í dalina í norðanveðrinu mikla um áramótin. Flestir fuglanna hafa drepist og hafa hræ þeirra fundist við árnar í Lundarreykjadalnum, en þó öllu meira við Skorradalsvatn. Þetta er mjög fágætt, en hefir þó kom- ið fyrir áður. í gömlum heim- ildum er þess getið, að haftyrðla hrakti suður um Borgarfjörð og varð vart að Hvítárvöllum. Þó nokkrum sinnum hefir komið fyrir að fundist hefir hræ eins og eins. Samkvæmt frásögn Bjarna Sæmundssonar náttúru- fræðings í riti sínu, Fuglunum, verpa haftyrðlar aðeins á tveim stöðum hérlendis, í Grímsey og Skorravíkurbjargi.—17. jan. * * * Útflutningur ýmissa afurða í desembermánuði nam út- flutningur ýmissa afurða lands- manna, ávo sem hér er talið. Töl- urnar eru teknar á víð og dreif úr nýútkominni bráðabirgða- skýrslu Hagstofunnar. Af verkuðum saltfiski nam útfl. 3,923,320 kg. fyrir kr. 2,- 068,110, en alt árið 20,170,420 kg. að verðmæti kr. 10,245,910. Af harðfiski voru í des. flutt út 63,010 kg. fyrir 33,080 kr., en á öllu árinu 460,000 kg. að verð- mæti 282,540 kr. 22,496 tn. af síld voru flutt út fyrir 837,590 kr., en á öllu árinu nam þessi útflutningur 334,510 tn., fyrir kr. 9,513,990 kr. Af síldarolíu voru flutt út 2,855,330 kg. fyrir kr. 644,202, en á öllu árinu 21,539,710 kg. fyrir 5,233,- 730 kr. Á árinu hafa verið fluttar út 13,833 rjúpur fyrir kr 8,890, þar af í desember 4,600 rjúpur fyrir 3,590 kr. 146 refaskinn voru flutt út í des, bg fengust fyrir þau 16,380 kr. Hafa þá alt árið verið flutt út 751 skinn fyrir kr. 63,760. —Vísir, 20. jan. * * * Nýjar bækur eftir íslenzka rithöfunda á leiðinni Gunnar Gunnarsson skáld hef- ir sem stendur skáldsögu í smíð- um. Gerist hún á íslandi á síð- ari árum og fjallar hún aðallega um flóttann úr sveitunum til bæjaranna. — Samningu skáld- sögunnar er vel á veg komið. Upphaflega hafði verið ráð fyrir því gert, að bókin kæmi út s. 1. haust, en útgáfunni var frestað vegna íslandsferðar Gunnars. — Þér *em notið— TIMBUR KAUPIÐ AF THE Empire Sash & Door CO., LTD. BlrgOlr: Henry Ave. Bwt Sími 95 551—95 562 Skrtfstofa: Henry og Argyle VERÐ - CÆÐI - ÁNÆGJA Sagan á að heita “Lavtryk over Island.” Halldór Kiljan Laxness, sem nú dvelst í Kaupmannahöfn, vinnur að skáldsögu, sem er framhald á “Höll sumarlands- ins”, en Halldór hefir einnig aðra skáldsögu í smíðum. Þorbergur Þórðarson, sem frá því í sept. s. 1. hefir dvalist í Kaupmannahöfn, hefir lokið við samningu nýrrar bókar. Frá Guðmundi Kamban, sem einnig er í Kaupmannahöfn, má og vafalaust vænta nýrrar bók- ar, áður en langt um líður, en hann er sem stendur önnum kaf- inn við að undirbúa leikrit sitt “Tidlöse Dragter”, til sýningar á Konunglega leikhúsinu. Hefir hann sjálfur leikstjórnina með höndum.—Alþbl. * * * Læknaskifti Torfi Bjarnason frá Ásgarði, sem verið hefir héraðslæknir í Miðfjarðarhéraði í nokkur ár, hefir verið skipaður héraðslækn- ir á Sauðárkróki. Miðfj.læknis- hérað hefir nú verið auglýst laust til umsóknar og er umsókn- arfrestur til 15. febrúar næst- komandi. Jóhannes Björnsson þjónar embættinu þar til það verður veitt.—10. jan. “Pabbi! Hvernig stendur á því, að það vaxa engin hár á höfðinu á þér?” “Það er vegna þess, að eg hugsa svo mikið, barnið mitt. Hörundið, sem næst er heilanum, hefir aldrei næði til að hvilast, og þess vegna vaxa þar engin hár.” “Já, nú skil eg hvers vegna mamma er ekki með skegg.” NÝIR debonair skór Eaton merktur skófatnaður Sniðnir af meisturum sem vita hvað vel fer á fæti — með nettum ristarböndum, “Dutch Boy” hælum, svartir, bláir og úr rauðavínslituðu kiðl- ingsskinni (sem myndin sýnir) . . . sniðnir upp að fr^man en stungnir eins og ilskór úr svörtu eða klaret lituðu mjúku kiðlingsskinni -— einnig kastaðir ilskór, með langri tungu, og hliðböndum úr grænu mjúku kiðlings- skinni. Stærðir eru frá 3(4 upp í 9; breiddir AA upp í C. Parið .J................ KvenskóadeUdin, á öðru gólfi, Hargrave ígu, og nnoDonaum $5.00 rf'T. EATON C? LIMITED WKen Quality Counts Canada Bread Wins Það er aðeins með einu móti sem vér getum gert oss grein fyrir hinum öra vexti félags vors, frá því það byrjaði og varð stærsta brauðgerðarhús í Canada. Það er fyrir það að vér höfum ávalt lagt vörugæði til grundvallar rekstrinum. Þeim hefir sífelt fjölgað sem sannfærst hafa um, að orðin “CANADA BREAD” þýða “VÖRUGÆÐI”. Með því hafa daglega nýir skiftavinir bæzt við tölu kaupenda vorra. Hvar sem þú ferðr heyrirðu menn tala um TWISTED BUTTER NUT brauð Canada Bread félagsins Hefirðu reynt það? Ef ekki, þá náðu í hleif í dag frá brauðmanni vorum eða símið á skrifstofuna og 'það skal verða sent sérstaklega SIMIÐ 39 017 CANADA BREAD COMPANY LIMITED FRANK HANNIBAL, ráðsmaður PIES CAKES COOKIES ROLLS SWEET GOODS SIMIÐ 39 017 “"Z?£0UALITY On NAME Okl'

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.