Heimskringla - 15.02.1939, Blaðsíða 2

Heimskringla - 15.02.1939, Blaðsíða 2
2. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 15. FEB. 1939 GLEÐIMÓT Miðvikudaginn þann 8. s. L, hélt Karlakór íslendinga í Win- nipeg, veglegt samsæti eða gleði- mót, niður í Marlborough Hotel, í tilefni af tíu ára söngstarfi kórsins. Samsætið sátu um tvö hundr- uð manns. Klukkan átta var sezt að borð- um, og stjórnaði forseti kórsins, Guðmundur Stefánsson samsæt- inu og fórst það prýðilega. Fyrst sungu allir “0, Canada”. Að því búnu tóku allir sæti og séra Ph. M. Pétursson flutti borðbæn. Meðan setið var að ljúffengum réttunum, lék átta manna hljóm- sveit mörg falleg og tilþrifamikil lög. Að borðhaldinu afstöðnu bað forseti sér hljóðs, og flutti ávarp sitt. Rakti hann í stórum drátt- um sögu kórsins frá því hann var stofnaður, árið 1929. Að skýra frá efni ræðu hans hér geri eg ekki, því eg veit hún muni verða birt í blöðunum, til fróðleiks og skemtunar þeim, sem ekki voru þarna viðstaddir. En þess má þó vel geta, að erindi forsetans var prýðilegt. Þá fluttu þeir Dr. B. Olson og Dr. A. Blöndal stutt erindi á ensku. Dr. Olson drap lauslega á erfiðleika þá, sem því eru sam- fara að halda saman og æfa karlakór meðal fslendinga hér, bæði af því að þeim fækkar nú óðum, sem íslenzkuna tala og skilja, og einnig sökum f járhags- örðugleika. Benti hann á að þarna væri um víðtæka þjóð- VIÐ KVIÐSLITI? Til linunar, bóta og styrktar reynið nýju umbúðirnar, teyju- lausar. Stal og sprotalausar. — skrifið: Smith Manfg. Company, Dept. 160, Preston, Ont. ræknisstarfsemi að ræða, er Þjóðræknisfélaginu bæri að styrkja að einhverju leiti, því svo vel hefði kórinn starfað að útbreiðslu og kynning íslenzks ljóðs og lags, að seint muni yfir það firnast. Dr. Blöndal mælti nokkur orð um íslenzka hljómlist og söng, og var gerður að því góður rómur. Þessu næst mælti Gordon Páls- son fyrir minni kvenna í bundnu máli, þrungið af fjöri og fyndni, sem öllum geðjaðist að. Þá bauð forseti Mr. F. H. Stev- ens að segja nokkur orð. Fór Mr. Stevens, sem fyr, fögrum orðum um land vora og þjóð, og má af ritum hans og ræðum marka, að hann hefir orðið fyrir mikilli hrifning frá náttúrunnar og mannanna hálfu, meðan hann dvaldi heima síðastliðið sumar. Hina ágætu grein hans um gleði- mótið í Marlborough hótelinu, er hann reit í Free Press s. 1. fimtudag ættu allir að lesa. Þegar staðið var upp frá borð- um, gengu allir inn í danssalinn, og þar söng Karlakórinn fjögur lög. 1. Brennið þið vitar, eftir Pál ísólfsson, við hátíðaljóð Davíðs Stefánssonar. 2. Það árlega gerist, eftir fsólf Pálsson. 3. Hæ’ tröllum á meðan við, tórum, raddsett af V. Svedblom. 4. Fyrst eg annars. hjarta hræri, raddsett af J. P. Cron- hamn. Þegar aðal skemtiskráin var á enda, var klukkan orðin tíu. Frá þeim tíma var stiginn dans með dillandi fjöri, til klukkan eitt. — Gleðimót þetta var að öllu leyti hið ánægjulegasta, og eg heyrði fólk hafa orð á því að það hefði skemt sér betur en það hefði átt kost á um langan tíma. Davíð Björnsson FÁBREYTTIR LIFNAÐARHÆTTIR AFBURÐAMANNS f fimm ár hefir Gyðingurinn Albert Einstein, faðir afstæðis- kenningarinnar, verið prófessor í eðlisfræði við Princeton-háskól- ann í Bandarikjunum. Á þess- um árum hafa íbúarnir í Prince- ton lært að þekkja einn af mestu djúphyggjumönnum nútímans, rannsóknar- og vísindamanninn Einstein, sem mjög blátt áfram og látlausan mann. En þetta vissu íbúarnir ekki, þegar Einstein kom að háskólan- um árið 1933. Menn voru mjög forvitnir að fá að vita um háttu þessa fræga manns. Jafnvel gamlir háskólakennarar litu um öxl til að horfa á eftir honum, þegar hann gekk út um háskóla- hliðið og tók sér göngu um borg- ina. Þeir forvitnustu fylgdu í humátt á eftir honum, ákafir að komast eftir því, hvert hinn mikli maður færi, og hvað hann tæki sér fyrir hendur. Menn sáu hann hverfa inn í ís-krá. Þarna fengu þeir að sjá hinn heimsfræga vísindamann setjast að snæðingi og eta ísköku. Einstein býr í múrbindings- húsi í kyrrlátri hliðargötu. — Vinnustofa hans er lítið her- bergi með stórum glugga út að garðinum. Heima er hann venju- lega óformlega klæddur, flibba- og bindislaus, í flónelsbuxum, einföldum jakka og sportskyrtu, opinni í hálsinn. Þegar hann vinnur, situr hann við skrif- broðið sitt og skrifar örk eftir örk af stærðfræðilegum reglum með smágerðri, fallegri skrift. Hann getur setið og unnið tím- um saman. En nemi hann stað- ar við erfitt viðfangsefni, sem hann getur ekki strax leyst, sezt hann við pianóið, eða hann fer að leika á fiðlu sína, ellegar hann tekur sér göngu. Vitandi eða óafvitandi dvelur hugsunin altaf við úrlausnarefnið og eld- snögt, ef til vill í miðju lagi, kemur úrlausnin í hug hans eins og leiftur. Sumt hið mikils- verðasta í afstæðiskenningu hans rann upp fyrir honum, með- an hann ók syni sínum í barna- vagninum. Það er ekki meðvitundin um, að hafa orðið frægur fyrir að setja fram kenningu, er umbylt hefir vísindunum, er gefið hefir ásjónu Einstein’s endurspeglun af þeim innra friði, sem ljómar í svip hans. Það er blátt áfram það, að hann er óvenjulega ein- lyndur maður og mjög kærleiks- ríkur. Óeigingjarn er hann og leitast við að lifa svo einfaldlega sem hægt er. Hann notar t. d. sömu sáputegundina á andlit sitt og til að raka sig. Svipað er með klæðnaðinn. Þegar heitt er í veðri, gengur hann berfættur heima. Bréfum, sem enga þýð- ingu hafa fyrir hann, kastar hann í pappírskörfuna, frá hverjum sem þau eru. Pening- ar eru honum einkis virði. Einu sinni notaði hann 1500 dollara á- vísun sem bókmerki í margar vikur, þangað til bókin hvarf og ávísunin með henni. En það olli honum engrar áhyggju. Og þeg- ar hann hlaut Nóbelsverðlaunin, rúmar 100,000 krónur, gaf hann alla peningana til guðsþakka, jafnvel þótt laun hans nægðu aðeins til daglegra þarfa. Skemt- anir hans og tómstundavinna eru fábreyttar. Hann tekur sér göngu eða siglir báti sínum. Á siglingunni vefur hann stundum handklæði að höfði sér til hlífð- ar við sólinni ■*— og líkist hann þá helzt elskulegum sjóræningja. Ekki vill hann nota andlega krafta sína til að tefla skák eða spila bridge, en honum geðjast vel að léttum samkvæmisleikj- um og að setja saman gaman- vísur. Hann neytir aldrei áfeng- is, en reykir dálítið, oft þrjár pípur daglega. Hann les ekki mikið, og eftir honum er haft: “Þegar menn hafa náð vissum aldri, vill lestur leiða heilann burtu frá stærðfræðilegum við- fangsefnum. Með því að lesa mikið og láta heilann hafa lítið að starfa, getur maður hæglega orðið latur rannsóknari.” Einstein ber enga virðingu fyrir kurteisisvenjum. Það kom meðal annars í ljós, þegar Swarthmore College hélt stór- veizlu honum til virðingar. Það var farið fram á, að hann héldi ræðu. Einstein stóð upp og sagði: “Herrar mínir og frúr. Mér þykir miður, að eg hefi ekk- ert til að segja yður.” Síðan sett- ist hann. Litlu síðar stóð hann upp aftur og bætti við: “Ef eg fæ nokkuð til að segja ýður, skal eg koma til yðar aftur”. Missiri seinna símaði hann til háskóla- félagsins: “Nú hefi eg nokkuð á samvizkunni.” Stofnað var til miðdegisveizlu á ný, og Einstein hélt tölu. Nýlega spurði hefðarfrú Ein- stein, hvort hann væri sannfærð- ur um, að afstæðiskenning hans væri rétt. Hann svaraði: “Það hygg eg, en það verður fyrst sannað sumarið 1981, þegar eg er dauður.” Hvað gerist þá ? spyr frúin. “Jú, sjáið þér, kæra frú. Ef kenning mín er rétt, munu Þjóð- verjar í minningargreinum um mig kalla mig Þjóðverja og Frakkar kalla mig Gyðing, en ef kenningin er röng, munu Þjóð- verjar nefna mig Gyðing, en Frakkar munu kalla mig Þjóð- verja”.—Dagur, 22. des. SKóSMIÐSSON URINN, sem er voldugri en nokkur keisari hefir verið Eftir Ignatius Phayre fsl. hefir Gunnbj. Stefánsson Framh. Eg varð þess var að þrátt fyr- ir uppgötvanir þær er fram komu í hinum geigvænlegu saka- málum, að þá nýtur alræðismað- ur Rússa meiri alþýðuhylli og virðingar en nokkru sinni áður. Hann er enginn mælskumaður; ræður hans eru einfaldar að formi og framburði, en þær lýsa hyggni, varkárni og vandvirkni, sem vekur traust hjá áheyrend- unum í staðinn fyrir hrifningu þá, sem orðgnótt og mælska snertir fjöldann. Að þessi mað- ur er hefnigjarn, er engin laun- ung. Skipaði hann eigi fyrir að hungursneyð skyldi sverfa að smlábændunum, sem neituðu að hlíta boðum hans, uns þeir sner- ust til hlýðni ? Hin enska greifa- frú Astor, sem eigi .er myrk í máli lagði þá spurningu fyrir al- ræðismann Rússlands, sem í minnum er höfð: “Hversu lengi ætlar þú að halda áfram að láta drepa menn?” “Eins lengi og eg skoða það nauðsynlegt.” — Stalin hefir stundum verið tek- inn til samanburðar við Pétur mikla Rússakeisara. Þegar hann erfði hásæti og kórónu Rússa- veldis, var þjóðin hrifsin, fátæk og fáfróð, landbúnaður og iðnað- ur í kalda koli, hafnleysur við strendur þess, þjóðflokkarnir sundurleitir, bæði af vestrænum og austrænum kynstofni. Pétur keisari var grimmur mótstöðumönnum sínum, beitti hefnigirni og hlífðarleysi ótak- markað, en bar jafnframt hinar göfugustu hugsjónir fyrir brjósti. Það var einkum tvent sem hann trúði á eins og Stalin, að Rússaveldi yrði að hefja til stórfeldra framfara og þjóðina til vegs og virðingar, og að hann væri maðurinn sem fær væri um að framkvæma það. Sem harð- stjóri og byltingamaður sýndi Pétur enga miskunn þeim, er hindruðu framfara tilraunir hans. Þessi óþreytandi járnkeis- ari lét sig engu skifta hversu mörgum hann þurfti að ryðja úr vegi, ef þeir leituðust við að hrifsa áuð og völd í sínar hend- ur. Á rneðan að eg skrifa þetta niður, hefi eg dagbók hins „tííl Velkomnir á Þjóðræknisþing fslendinga í Vesturheimi ■ > i ♦ Yér viljum vinsamlegast bjóða yður að Iíta inn i bíla sýningar stofu vora og skoða NÝJU O VERLAND BÍLANA Þetta er sparsemdarbíll hvað verð og viðhald snertir. En lítið þá um leið á nýju STUDEBAKER BlLANA Hinn leiðandi bíll 1939. « I CONSOLIDATED M0T0RS LIMITED 222—235 MAIN STREET ÚTSÆÐI Spm meðlimir þess ráðs er útsæði hér prófar, hefir oss gefist tækifæri til að runnsaka hvaða útsæði er bezt f yðar héraði. Þetta reynda út- sæði getið þér keypt á framleiðslukostnaði.— Sjáið “Federal” agent yðar. ik a 1 » i k ý t x t 10 FEDERHL GRHin LIIRITED franska sendiherra við hirð Pét- urs og þar stendur meðal annars þetta: 27. okt.: Líflátin í dag voru mjög einkennileg, og ólík þeim sem áður hafa átt sér stað. Þrjú hundruð og þrjátíu menn voru hálshöggnir samstundis og gat þetta blóðbað átt sér stað aðeins með þeim hætti, að keisarinn s-kipaði þingmönnum og öldung- um úr öldungaráðsdeildinni að lesa upp dauðadóminn og full- nægja honum. Þetta fór fram á Rauða torginu. Keisarinn er mjög tortrygginn og treystir fá- um. Hann heldur að ýmsir þess- ara embættismanna séu hlyntir sakadólgunum og ætlar víst að skjóta þeim skelk í bringu. Enda er það hin aumkunarlegasta sýn að sjá þessa aðalsmenn þurfa að framkvæma skipun hans. Þá snúum vér oss að Stalin aftur. Hann hefir gifst tvisvar, og dauði síðari konu hans hefir ollað talsverðum kurr og umtali. Hún hét Nadya Alliluieva, og fanst dauð í rúmi sínu einn góð- ann veðurdag, veturinn 1932, og manni hennar virtist láta sér lítið um finnast. Þessi blíðlynda og góða kona hafði lokið þriggja ára námi við að læra að fram- leiða gerfisilki á Promakademí- inu. Sem kunnugt er, verða konur allra æðri embættismanna að læra ýmsa tækni og iðnaðar- framleiðslu. Mætti þar til nefna konur Molotovs og Kalinin Kag- anovcih. Það er sagt um Stalin að hann hafi ekkert sérstakt á- hygðarefni. Þó er mér kunnugt um, að hann ver mörgum hvíld- arstundum sínum í hægindastól með svörtu pípuna sína og bók uppáhalds skálds síns Alexander Pushins, þessa byroniska upp- reisnaranda Rússlands, sem bæði var stórskáld og aðalsmaður. — Það var Voroshilov marskálkur, sem sagði mér, að einu sinni hefði hann brugðið Stalin um, að hann hefði engar mætur á fræg- um höfunum. Þá sagði hann, að Stalin hefði tekið upp bók af skrifborðinu sínu og rétt sér þegjandi. Það var eitt af verkum Shakespeares um Richard konung II. Að Stalin þyki lofið gott, er mannlegt eðli, en hann ber eng- an ofmetnað í brjósti. Eitt kvöld í hásætissal hinnar miklu Kremlinar, var Stalin flutt mjög einkennilegt ávarp að efni og orðfæri: “Kæri og ástsæli fé- lagi Stalin! Vér höfum komið hingað til Moskva til að horfa á hinn mikla afburðamann og brautryðjanda vorn, og við að sjá hann njótum vér hinnar mestu gleði, sem oss hefir hlotnast á allri æfinni. “Hvort sem vér búum á vestur landamærum vorum, á kuldabelt- is svæðum norðursins, við strendur Kyrrahafsins eða á söndum Mið-Evrópu, þá njótum vér áhrifa og leiðsagnar hinnar voldugu stjórnar vorrar. Fyrír því heilsum vér með fögnuði vor- um mikla leiðtoga.” Þegar svo, að ofurmennið birt- ist þeim, linti ekki lófaklappi og háreisti í fullar 10 mínútur. Að þeim liðnum bað hann þá, stutt- ur í spuna, að hætta þessum skrílshætti og nefna sig aðeins “félaga” framvegis. Áður fyr, gat Stalin skemt sér með kunn- ingjum sínum yfir flösku af ká- kasus víni. Nú virðist svo, að fyrir það sé tekið með öllu. Hann lét sér fátt um finnast. Þegar honum var sagt, að hæsti tindur á Tadjikistan Pamirs fjöllunum innan Soviet ríkjanna, sem er 24,600 fet að hæð, hefði verið nefndur “Fjallið Stalin”, til heiðurs við hann. Eldri sonur hans af fyrra hjónabandi, hefir lága verk- stjórastöðu í verksmiðju í einu af fjærstu ráðstjórnarríkjunum. Það er sagt að þá feðga greini á um ýrns atriði. Yngri sonur hans, Vasya, 18 ára að aldri, er leiðtogi hnina yngri kommún- ista, eða Womsomols. Bæði honum og dóttur sinni 12 ára, sem er hneigð til söng- listar, hefir hann látið kenna enska tungu. Meðal annars þá líkist Stalin fyrirrennara sínum Lenin að því leyti að hafa mikl- ar mætur á æskulýðnum, og sem stjórnarráðsformaður fylgir hann svipuðum háttum og Lenin gerði. Það er eigi óvanalegt, að hann geri sér heimsókn út í Gorki mennigar og hvíldar listi- garðinn, og gefi sig þar á tal við verkalýðsmenn og konur og skemti sér við börn þeirra. Hin svonefnda heiðna menning er enn þá mjög iðkuð í skólum þeirra og barnagörðum. Trú- leysingja bandalagið, sem stofn- að var til að losna undan áhrif- um kirkjúnnar, sem nú er undir stjórn kirkjunnar, sem nú er undir stjórn Emelyan Yarolav- skys hefir svo tugum miljóna skiftir meðlimafjölda. Þetta félag gefur út trúleysis- bækur og sýnir fjölda mynda. Það er sagt að um fjörutíu mil- jónir Rússa afneiti kenningum kristinnar trúar. Þá er fræðsla þeirra, sem byrjuð er á börnum á lægsta stigi kenslunnar mjög einkennileg. Hverjum staf í stafrofinu fylgja myndir, er bein áhrif eiga að hafa að auka and- úð og afneitun gegn hinni gömlu kirkjutrú. T. d. með bókstafn- um B. er mynd af stórum rauð- um sóp, sem er að sópa í burtu dýrðlingamyndum og biblíum. Neðan við myndina stendur setningin: “Bros’tye, Bratsi, bagov boyatsya,” sem þyðir: “Bræður, hættið að óttast nokkra guði.” Þá er myndin, sem sýnd er með stafnum V ennþá einkennilegri. Þar sézt illúðlegur auðkýfingur með há- ann hatt og gleraugu, og er hann að hella vökva úr íláti, en utan á því stendur orðið “trú”. Fyrir framan hann er vitfyrringur með borðalagða húfu, sem er að særa sjálfan sig ótal sárum með hníf, er hann hefir í höndum; vitskert kona ber höfðinu í vegg- inn, og þriðji vitfyrringurinn flengir sjálfann sig með leður- svipu. Táknmynd þessi á að sýna, að trúin á hið yfirnáttúr- lega er mjög hættuleg, miklu skaðvænlegri en eitrað vín. öll atriði og áhugamál kommúnist- anna eru lögð fyrir Stalin, ásamt ummælum um þau frá löndum beggja heimsálfanna. Óvinir hans fullyrða, að þó að hann þykist búa við mjög ein- föld lífskjör, þá búi hann við sömu kjör og keisararnir gerðu áður, er kosti ríkið hálfa aðra miljón dala á ári. Flóttamenn, sem sloppið hafa til annara landa, búgarði hans, þrjátíu þús. ekrum að stærð, sem heitir Tubalovska, og er klukkustundar bifreiðarferð frá Kremlin-höll- inni. Sagt er ennfremur að fjarst austur í fæðingarríki sínu, Georgíu, eigi hann stórhýsi og listigarð í nálægð við Krassny Gorky. Ennfremur er sagt, að hann eigi búgarð í grend við Svarta hafið.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.