Heimskringla - 15.02.1939, Blaðsíða 4

Heimskringla - 15.02.1939, Blaðsíða 4
4. SíÐA HEIMSKRINCLA WINNIPEG, 15. FEB. 1939 ' .."I Uietmsknmila \ (StofnuO lSSt) Kemur út á hverjum mlOvikudegi. Elgendur: THE VXKING PRESS LTD. 853 og 8SS Sargent Avenue. Winnipeg Talsimis 86 S37 Verð blaðslns er $3.00 árgangurinn borglst fyrirfram. Allar borganlr sendlst: THE VIKING PRESS LTD. ____________—------------------------- m tjU vlðsktfta bréí blaðlnu aðlútandl sendlst: iísnager THE VIKING PRESS LTD. 853 Sargent Ave.. Winnipeg Ritstjóri STEPAN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winnipeg ‘'Hetmskringla” ls publlshed and prlnted by THE VIKING PRESS LTD. 8S3-8SS Sargent Avenue, Winnipeg Man. Telepihone: 86 537 WINNIPEG, 15. FEB. 1939 ÞJÓÐRÆKNISÞINGIÐ Ársþing Þjóðræknisfélagsins hefst næst- komandi þriðjudagsmorgun kl. 9.30 í ís- lenzka Goodtemplarahúsinu á Sargent. Er það 20. þing félagsins. Ber undirbúningur þingsins eins og hann er auglýstur, með sér, að til skemtana hefir verið vandað sem mest í tilefni af þessu. Og með að- sókn utan úr bygðum segir stjórnarnefnd- in að nú horfi vænlegar en nokkru sinni fyr. Já, tuttugu ár eru síðan að fslendingar komu saman í Goodtemplarahúsinu til þess að íhuga stofnun eins allsherjar fé- lags sín á meðal. Vel man sá er þetta ritar eftir alvöru og einlægni þeirra, er þetta lá á hjarta og efanum, sem braust fram í hugann, er á erfiðleikana var litið. Sjálft hugtakið um almenn þjóðernis-sam- tök, var að mestu óþekt hjá fjöldanum og fyrir þeim sem mest og bezt höfðu hugsað málið var óvissan þessi, hvort að hugsjón- in gæti orðið að veruleika. Tíminn einn varð úr því að skera. Það eina sem menn gátu reitt sig á, var það, að um leið og hugmyndin yrði útbreidd og komin inn í vitund fjöldans, fyndi hún þar bergmál. fslendingar vildum við allir vera! Og fyrir framsýni ýmsra manna og einlægni, tókst að gera uppkast að lögum og starfi félags- ins, sem við nú erum sannfærð um að hag- kvæm voru og sem reynst hafa vel eða eins og ákosið var. Hinn einlægi vilji manna á þessum fundi, hefir reynst sigur- sæll, eins og alt sem af einlægni og göf- ugum ásetningi er reynt að gera. Fyrir þessa byrjun höfum við nú starfandi vold- ug þjóðræknissamtök, sem við vonum að lengi eigi eftir að lifa og yla hjörtum allra góðra íslendinga. Og þess skal þá um leið getið, að í samningu lafeanna og áætlunina um starf3- tilhögunina, eiga fslendingar einum manni mest að þakka, dr. Rögnvaldi Péturssyni, fyrsta og núverandi forseta Þjóðræknisfé- lagsins og ritsjtóra “Tímarits” þess frá byrun í s. 1. 20 ár, og sem til menningar- og andlegs lífs Vestur-íslendinga hefir hér s. I. einn þriðja úr öld lagt flestum drýgri skerf. Er félagið vissulega í meiri þakk- lætisskuld við hann, en flesta aðra. Far- sæld félagsins, veg og fylgi, hefir hann ávalt borið ríkt fyrir brjósti, eins og allir vita; verið þess skjól og skjöldur. Það sem næst sætir furðu um viðgang félagsins, eða að útbreiðslu og fylgi þess undanskildu, er efnahagur þess. Það þarf ekki að lýsa því, hve ísl. félög flest eða öll hafa átt hér efnalega erfitt uppdráttar. Og á árunum, þegar tveggja dollara félags- gjaldið var skorið niður í ekkert, virtist vissulega sækja í sama horfið fyrir Þjóð- ræknisfélaginu og öðrum félögum hér með, að fátæktin yrði þess fylgikona. Hvað var annað líkara, þegar mönnum fanst, að fé- lagið ætti að gera alt fyrir fslendinga fyrir ekkert ? En þá sannaðist það á, að Vestur- íslendingar hafa átt einstöku framsýna fjármálamenn. Fyrsti féhirðir félagsins og sá, er f jármál þess annaðist fyrstu árin, var Ásmundur Jóhannsson. Hann er mað- ur sem ekki lætur fyrirtæki fara efna- lega í hundana í höndunum á sér. Og eftir nokkur fyrstu árin komst fjárhag- urinn á sæmilega traustan grundvöll, grundvöll, sem því aðeins verður þó vernd- aður, að gætilega sé farið með. En margt ónota-orðið fékk Mr. Jóhannsson fyrir það, að skera útgjöldin eða veitingar, sem einstöku menn eru ávalt ósparir á að bera fram, niður, er þau voru félaginu um megn. Hefir nú félagið fylstu ástæðu til, að þakka honum framsýnina, sem honum en svo fáum öðrum félagsmönnum virtist þá lánuð. Þannig væri að fofnu og nýju nú margs að minnast í sambandi við 20 ára sögu fé- lagsins. Að geta allra þeirra, er stutt hafa að veg og gengi þess, er þó ekki kost- ur í blaðagrein og allra sízt stuttri. Þar eiga svo margir hlut að máli. Eins og nú er komið mun ýkjulaust mega segja, að Þjóðræknisfélagið eigi að fagna meiru al- mennu fylgi og vinsældum, en nokkur önnur íslenzk stofnun hér vestra. Hug- sjónin sú, að við viljum allir vera íslend- ingar, hefir að svo miklu leyti orðið ljós í verki, að við höfum fylstu ástæðu til að fagna yfir því og vona að það eigi eftir að sannast æ betur og betur. MEIRI VANDRÆÐI! Þegar sýnt hefir nú verið- fram á, að vandræðin út af Þórarni Þorvarðarsyni eða máli hans við stjórnina á íslandi, voru ekki eins alvarleg og ritstjóri Lögbergs hélt þau vera, og áhyggjum hans út af því ætti því að vera létt af honum, byrja ný vandræði í sambandi við þetta sama mál. Nú snerta þau ekki svo mjög Þórarinn, eins og ritstjóra Lögbergs sjálfan, út af afstöðu þeirri er hann tók í málinu og hann reynir að verja í blaði sínu síðast liðna viku. Heimskringla gerði í örstuttu máli 1. feb. grein fyrir meðferð þessa Þórarins- máls hér vestra. Hún bjóst ekki við, að vinskapur hennar hjá Lögbergi yxi við það, en með því var blaðið aðeins að fylgja þeirri stefnu, er það hefir ávalt fylgt, að færa lesendum sínum sem sannastar frétt- ir, er það vissi. Og í grein ritstjóra Lög- bergs, sjáum vér ekki að tekist hafi að hnekkja því í þessu umrædda máli. Það er meira að segja mjög lítið um að nokkur alvarleg tilraun sé til þess gerð. Skoðum vér það sem sönnun þess að þar hafi ekki verið hægt um vik. Það lakasta í andmælum ritstjóra Lög- bergs fyrir hann sjálfan er, að hann hvorki getur né reynir til að bera á móti því, að hann hafi birt fréttina að heiman um Þór- arinn, þó ekki væri nema hálfsögð sagan, né heldur að hann hafi fylgt henni úr hlaði, með smíðuðu niðurlagi, sem skeyti forsæt- isráðherra, Hermanns Jónassonar, sann- ar nú, að ekkerí var nema fíflskaparhjal. En það var fyrir það niðurlag, sem málið vakti hér athygli og Þjóðræknisfélaginu bárust bréf um, að inn í mál þetta ættu Vestur-íslendingar að líta. Menn er söfn- un höfðu á hendi fyrir Leifs-styttuna úti í sveit, sögðu málið spilla fyrir því starfi. í augu við þetta hórfðist ritstjóri Lögbergs alt. Eina vöm hans í þessu efni var sú, að telja Lögberg hreinlega svo áhrifalaust blað, að birting fréttarinnar og smíði rit- stjórans við hana, vekti enga athygli. Það getur að vísu hver farið 1 sjálfs síns barm um það, hvað þetta var óaðgengilegt fyrir ritstjórann, en það var þó það eina hugs- anlega til að hnekkja greininni í Heims- kringlu. Ritstjóri Lögbergs afsakar þetta frum- hlaup sitt að birta fregn þessa, með því að segja, að það sé ekki beðið eftir stríðs- lokum að segja stríðsfréttir. Þetta er satt, jafnvel þó þess séu dæmi að 6 mánuðir eða ár hafi liðið áður eða milli þess að Lögberg segði fréttir af stríðum undanfarinna ára. Og þó stríðsfréttir séu sagðar, er ekki ver- ið að segja frá stríðslokum, áður en á dettur. En þegar dómur er lagður á sögu eða bók er sagan eða bókin öll vanalega lesin áður. Ritstjóra Lögbergs mundi þykja það furðulegt í blaðamensku eða skrifi ritdómara, að breyta út frá því. En þó er það þetta, sem ritstjóri Lögbergs gerði í sambandi við áminsta fregn. Hver var hin eiginlega orsök til frum- hlaups ritstjórans, skal hér ekki fullyrt um. Þess var í skopi getið til í fyrri grein vorri, að hún lýsti ekki beinlínis trausti á þeim, sem um mál Þórarins fjölluðu, til að leysa það svo sem vera bæri. Vér erum nú í dauðans alvöru hræddir um að þetta hafi ekki verið fjarri. Það vakna að vísu í huga manns ýmsar spurningar. Geta þeir sem hér eru orðnir Iandvanir hugsað sér meðferð umkomulausra fyrir lögunum nokkur staðar betri en hér? Og er það ekki margt sem hér minnir á í hve fjarska- legum barndómi margt er heima? En að því sleptu og sé hér ekki blátt áfram um gáleysi að ræða fyrir ritstjóra Lögbergs, sem hann mun nú seint kannast við þó heillavænlegast væri, sjáum vér ekki neina sennilegri ástæðu fyrir þessu, en sem hér hefir verið bent á. Eitt sem ritstjóri Lögbergs ber Hkr. á brýn, er að hún hafi ekki birt skeytið, sem Þjóðræknisfélagið sendi heim. Á því stend- ur þannig, að Hkr. hefir ekki séð það skeyti, en réð af svari Hermanns Jónas- sonar, að slíkt skeyti væri til. En oss finst að ritstjóri Lögbergs hefði átt að þakka Heimskringlu fyrir þetta, í stað þess að finna henni það til foráttu, því skeytið sannar ekkert annað en það, að Lögberg hafi verið búið að vekja æsingu í málinu, sem Þjóðræknisfélagið fann sig knúð til að bæta úr, ef verra átti ekki af að hljótast. Um hitt er oss á sama tíma kunnugt, að það var fáum nefndarmönnum viljugt, þó þeir yrðu að gera það, eins og komið var. En skilningur ritstjóra Lögbergs ristir þar ekki dýpra en það, að honum finst þetta skeyti sanna mál sitt, þó það sé eins og í hlutarins eðli lá, beint andsvar við þeirri stefnu, sem ritstjóri Lögbergs hafði tekið í málinu, eins og svar Hermanns Jónassonar einnig er og hlaut að vera. Bæði skeytin eru tilraun til að hnekkja þeirri skoðun ritstjóra Lögbergs, að nokk- urrar ósanngirni í meðferð Þórarins-máls- ins væri að óttast af hálfu yfirvaldanna heima. Og það er satt, að svörin eru bæði kurteis eins og ritstjóri Lögbergs segir, eins og grein Heimskringlu var einnig, þó hún gæti ekki eins og skeyta-höfundarnir, stilt sig um að benda um leið á hinn skop- lega ótta ritstjórans við meðferð þessa máls. Kunnugt er oss þó um það, að skeyta-höfundamir eru ekki allir sneyddir kýmnisgáfunni, en að sýna hana hefði lengt skeytin og gert þau að mun kostn- aðarsamari. Það er því alveg óvíst að þeir eigi nokkuð betra skilið en Heimskringla, þó að Lögberg klappi þeim nú á vangan, eftir tilraunina, að koma vitinu fyrir það. Ritstjóri Lögbergs heldur því fram, að Heimskringla hafi reynt að rægja sig og blaðið í tveimur heimsálfum! Ætli að heimsálfurnar gætu ekki orðið 3, 4 eða jafnvel 5, þar sem menn standa á öndinni út af hnotabiti Heimskringlu og Lög- bergs! Það er svo smánarlega lítið, að það nái aðeins til tveggja álfanna, en alls ekkert til hinna þriggja, að þarna hlýtur ritstjóranum, eins og í fleiru, að hafa glapist sýn á okkar beggja kostnað! Það er vonandi að hann leiðrétti þessa yfir- sjón að minsta kosti í næstu grein sinni, svo menn fari ekki að hafa það í flimtingi, hve áhrifalausir og litlir menn við séum, að geta ekki brýnt svo röddina, að heyrist víðar en í tvær heimsálfur! Á öðrum stað í grein sinni kemst rit- stjórinn svo að orði, að ritstjóri Heims- kringlu “eigi nú um tvent að velja, annað- hvort að skríða á bak við hina skömmustu- legu þögn, eða biðja opinberrar afsökunar á frumhlaupinu og væri sá kosturinn vita- skuld sýnu betri”. Nú — hvort að hann kallar línur þessar “skömmustulega þögn”, eða alvarlega fyrirgefingu, verður ritstjóri Lögbergs að eiga um við sjálfan sig. Á eina málsgrein með einni staðhæfing- unni enn virðist ekki úr vegi að benda í grein Lögbergs. í innganginum er svo komist að orði: — “Lögberg hefir jafnað- arlegast leitt það hjá sér, þó núverandi ritstjóri Heimskringlu hafi þráfaldlega gert sig sekan um óverðskuldað hnotabit í þess garð; við það skal kannast, að stund- um hafi jafnvel kurteisi vor á þessu efni verið fremur lögð oss til ámælis, en hróss; einkum kom þetta þó frá þeim, er telja ruddaskap og digurmæli meðal höfuðdygða blaðamannsins.” Vér skulum nú ekki geta neins til um það, hvað menn hafa hugsað, er þeir lásu þetta, en fyrir þeim er þetta ritar fór eins og þar stendur: Eg sló þá á mitt lær er heyrði eg þetta. Og strax í næstu málsgrein og alla greinina til enaa sianaa svo guiiKorn sem þetta: marghattuð filiska, til aö svala iit- nsigiari lunu smm, ötoiiionska öæians- aouir og itogur örooUr nennar o. s. irv., o. s. irv. Og ^eua er sagi. vegna cwmeims veisæmis og pess aö rítstjori Logbergs er ekki í hopi peirra er ruaaaskap og uigar- mæium unnai Nei ritstjori Lögbergs er með inngangi eins og þeim sem her ao oían er mmst a, að hala þaö al sjaiium ser, sem nann a með réttu, en það er að vera flestum rit- stjórum gjamari á að gripa til storyrða, en sannana. Vér munum ekki eftir að hafa lesið grein, sem bera hefir átt vörn í máli, eins gersnauða að sönnunum og grein hans í síðasta blaði. Þá sjaldan að hann víkur að efninu, hringsnýst það alt 'fyrir hugsarsjónum hans og hann veit ekki einu sinni hvort það sem hann er að halda fram, er máli hans nokkur stuðning- ur eða ekki. Að hann hefir látið við það sitja, getur stafað af því að honum er sjáanlega oft fyrirgefið meira en öðrum. Menn eru stundum því láni gæddir. En það er eitt enn, sem tekið skal fram í sambandi við þetta mál, þó það eigi ekki neitt skylt við greinina sem hér hefir verið svarað, en það er sá misskiln- ingur, sem ýmsir búa hér í bæ yfir um það, að gjaldeyrislög ís- lands séu eitthvert fyrirbrigði, sem hvergi annar staðar þekkist í heimi. Lög sömu tegundar eru til nálega í öllum löndum, nema Bretlandi og Frakklandi í Ev- rópu og Bandaríkj unum og Can- ada í Ameríku. Þau eru sögð til í öllum lýðríkjum Suður-Ame- ríku og Mið-Ameríku og flestum eða öllum löndum Evrópu, nema gulllöndunum áminstu, er með hækkun og lækkun verðs á því halda við utanríkisverzlun sinni. Vér höfum upplýsingar þessar frá bankamanni og ætlum þær réttar vera. Heimskringla leit svo á í byrj- un, að mál þetta skifti Vestur- íslendinga harðla lítið og grein E. P. J. hefir áreiðanlega ekki sannfært oss um það gagnstæða. Eg undirritaður óska eftir að komast í bréfasamband við ís- lenzka pilta og íslenzkar stúlkur á aldrinum 14 til 18 ára. Skrifa íslenzku. Valdimar B. Ottósson, Bíldudal, Arnarfirði, Iceland ATHUGASEMD VIÐ FERÐASÖGU FRÁ VATNABYGÐUM Það lítur út fyrir, að þeim, 'sem ferðast um Vatnabygðirnar í Saskatchewan, þyki þær að mörgu frásagnarverðar. Við því er ekki nema alt gott að segja. Nýlendan í heild sinni, landið sjálft og fólkið á margt það í fari sínu, sem hugann mun fýsa að dvelja við, hvort sem viðkynn- ingin er löng eða skömm. Síðasta ferðasagan er í tveim síðustu blöðum Heimskringlu (nr. 18. og 19. þ. á.)-og er eftir góðkunningja minn, Mr. G. J. Oleson í Glenboro. Frásögn hans er vinsamleg í garð fólks- ins og sízt skyldi eg kvarta, hvað sjálfan mig snertir. En á hinn bóginn má eg til að leiðrétta misskilning, er snertir áhugamál mín og starfsemi. Ekki dettur mér þó í hug, að orð þau, sem eg er að leiðrétta, séu rituð af löngun til að fara rangt eða vill- andi með málefni, heldur af því að greinarhöf. við sína stuttu viðkynningu hefir ekki fengið tækifæri til að setja sig nógu rækilega inn í það, hvernig sakir standa. Greinarhöf. segir, að sig gruni, að andlega lífið sé dauft og “nokkuð svipað því sem það er víða í bygðum fsl. nú sem stend- TUTTUGASTA ÁRSÞING Þjóðræknisfélagsins verður haldið í Goodtemplarahúsinu við Sargent Ave., Winnipeg 21, 22, og 23 febrúar 1939 Samkvæmt 21. gr. félagslaganna er deildum þess heimilað að senda einn fulltrúa til þings fyrir hverja tuttugu eða færri gilda félaga deildarinnar, gefi þær full- trúa skriflegt umboð til þess að fara með atkvæði sitt á þingi og sé umboðið staðfest af foipseta og ritara deildar- innar. ÁÆTLUÐ DAGSKRÁ:— 1. Þingsetning. 8. Útbreiðslumál. 2. Skrýsla forseta. 9. Fjármál. 3. Kosning kjörbréfa- 10. Fræðslumál. nefndar. 11. Samvinnumál. 4. Kosning dagskrár- 12. útgáfumál. nefndar. 13. Bókasafn. 5. Skýrslur embættis- 14. Kosning embættis- manna. manna. 6. Skýrslur deilda. 15. Ólokin störf. 7. Skýrsla milliþinga- 16. Ný mál. nefndar. 17. Þingslit. Þing sett þriðjud. morgun 21. febrúar kl. 9.30. Þing- fundir til kvelds. Skemtisamkoma “Young Icelanders”.. Miðvikudagsmorgun þ. 22. kl. 9.30 kemur þing saman að nýju. Þingfundir til kvelds. Það kveld kl. 8, heldur deildin Frón sitt árlega íslendingamót. Fimtudagsmorg- un þ.t23. hefjast þingfundir aftur*og standa til kvelds. Frekari greinargerð fyrir hinum ýmsu samkomum þingsins verður gerð síðar. Winnipeg, 18. janúar 1939. í umboði stjórnarnefndar Þjóðræknisfélagsins. Rögnv. Pétursson (forseti) Gísli Johnson (ritari) The Riedle Brewery Limited W innipeg, Manítoba * >

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.