Heimskringla - 08.03.1939, Blaðsíða 5

Heimskringla - 08.03.1939, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 8. MARZ 1939 HEIMSKRINGLA 5. SfÐA laun í staðinn? Eða hvemig eigum við að ala upp fleiri börn, þegar við höfum að eins eina stofu 10 og 8 fet að stærð fyrir alla fjölskylduna að búa í?” “Hvað gerir það til?” svarar Stalin þessum hússtjórnar vand- kvæðum. “Hugsjóninni verður að halda vakandi, uns hún verð- ur félagslegur og stjórnfræðis- legur raunveruleiki, sem þrjú hundruð miljónir Rússa hafa helgað sér.” Auðvitað falla sumar skoðan- ir og hugmyndir við veginn án þess að olla honum nokkurra ó- þæginda. “Þetta var nú aðeins gert fyrir heimskingjana”, segir hann þá. En þegar öll kurl koma til grafar þá er stjórn Stalins einstæð í sögunni. Það gefur að líta myndir af honum um öll ráðstjórnarríkin, sem eru yfir 8 miljónir fermílur að stærð. Á ríkishátíðum eins og t. d. 1. maí og 7. nóvember, eru geysi- stórar myndir af Stalin límdar á hæstu stérhýsi í borgunum. Við mig sagði hann: “Fólk vort enn sem komið er verður að ihafa einhvern dýrðl- ing til að dáðst að og nú vill svo til að það er mín eigin persóna.” Árið 1937 voru útgjöld ráð- stjórnarríkjanna á fjárlögunum 93 biljónir rúbla. Þessa gífur- lega upphæð fer hraðvaxandi með ári hverju. Þarna má sjá, hve mikla byrði hervarnirnar leggja á herðar hins kommún- iska ríkis. Stanley Baldwin, fyrv. forsæt- isráðherra Breta, sagði um það sem hann nefndi hinar tvær andstæðu öfgastefnur: komm- únisma og fasisma: “Báðar þessar stefnur,” sagði hann “eru andstæðar og fjarstæðar frjáls- um mönnum og þér getið eigi grætt þær á kerfi v,ort fremur en þér gætuð grætt Síberíu krabba á fornt eikartré.” Páfinn notaði dálítið fágaðri skilgreiningu um Marxismann, en skoðunin var sú sama. Það er ef til vill af þessari á- stæðu að Stalin hefir brýnt fyrir sendiherra sínum í Lundúnum, Ivan Maisky, að vara heiminn alvarlega við stórstríði og þá sérstaklega gegn ráðstjómar- ríkjum Rússlands. “Eg er ekki að skýra frá neinum röngum hernaðarfræðislegum staðhæf- ingum,” sagði þessi rússneski sendiherra við mig, “þegar eg segi, að vér höfum gert landa- mæri vor að austan og vestan ósigrandi, með rammgerðum víggirðingum, öflugum landher og flugher, sem búinn er hinum fullkomnustu hervæðum til sókn- ar og varnar.” Stalin hefir sjálfur oft horft á heræfingar “rauða hersins,” alla leið frá landamæraborginni Minsk á landamærum Póllands og Rússlands til Vladivostock á Kyrrahafsströndinni, og frá Len- insgarði að norðan suður til Tiflis í Kákasus. Og að slíkum heræfingadögum enduðum, komu þeir hermarskálkarnir Voroshil- ov, Tuchachevsky, Yegerov og Budyanny, hinn vinsæli riddara- liðsherforingi saman með er- lendum fulltrúum til að heyra skoðun þeirra á herbúnaði þeirra (Rús*:anna). Eins og kunnugt er, sagði Hitler ríkiskanslari stjórnarráði sínu: “Vér vitum, að her Rússlands á friðartímum nemur einni miljón og þrjú hundruð og fimtíu þúsundum, en ef til ófriðar kemur geta þeir á skömmum tíma kallað saman og hervætt seytján miljónir og fimm hundruð þús. manna. Svo hafa þeir stærstu hervagna og flugheri í nokkru einu landi.” Yfirhershöfðingi A. P. Wavell frá Stóra-Bretlandi, ásamt hers- höfðingjunum, Loiseau frá Frakklandi og Luza frá Czecho- Slóvakíu, sem allir voru við- staddir hersýningar Rússanna, og allir eru auðvitað sérfræðing- ar í hernaði, voru samdóma um það, að hinn mikli her Stalins hefði sýnt undraverða tækni, einkum í því að steypa sér nið- ur í fallhlífum úr þúsundum flugvéla og gætu þannig komið óvinunum að baki án nokkurs fyrirvara. Nýir vegir hafa verið lagðir um stór svæði, þar sem áður voru engar brautir. Nýjar járn- brautir lagðar, svo mörgum þús. mílna skiftir, og óteljandi flug- vélastöðvar reistar víðsvegar um landið. “Vér ættum að reynast góðir. kennarar, vér Bolsar”, heyrði eg Voroshilov segja gremju- lega. “Og þegar óvinirnir sækja oss heim, þá skulum vér kenna þeim svo beizka lexíu, að þeir vari barnabörn sín við að stíga aldrei framar fæti á landareign Sovét-ríkjanna.” Hið rétta nafn á þessum vopnaða húsráðanda er: hinn rauði her verkalýðs og bænda, og ey skammstafað: R.K.K.A., sem er stytt úr sínu rússneska heiti. Sem stendur eru um 40% af verkalýðsmönn- um í hernum og 60% bændur, en af þeim aftur níu tíundu hlutur frá sameignarbúunum. — Hlutverk þessa hers útskýrði Lenin sem hér segir: “Að læra hernaðarlistina, sem ráðstjórnarríkjunum er nauð- synlegt, ekki til að drepa bræður vora og systur, verkalýð annara landa, heldur til að binda enda á auðvaldskúgun, fátækt og öll stríð.” Stalin hefir eigi brugð- ist vonum Lenins með að efla þetta nauðsynja vopn. Fyrsta maí ár hvert gengur herinn skrúðgöngu, og þá hrópa að minsta kosti fimtíu þúsundir hermanna hernaðareiðinn á rauða torginu og bergmálið dunar alla leið frá yztu múrum Kremlin hallarinnar. Hinar einu aðfinslur frá er- lendum sendiherrum, igem eg heyrði, komu frá Hiko Sabur Hata, herforingja, sem var full- trúi Japana í Moskva. Honum fórust orð á þessa leið: “Það er langt bil iá milli her- búnaðarins og persónulegrar þekkingar. Með öðrum orðum þá er í rauða hernum eins og í verksmiðjum á Rússlandi, skort- ur á vísindalegri og verkfræðis- legri sérþekkingu.” En Josef Stalin sér hættulegri og jafnvel nálægari. óvini Vofa yfir Rússlandi en hinar voldugu miljóna herfylkingar Japana og Þjóðverja. Eg set hér niður orð hans sjálfs eins og hann skilur uppreisnarandann að meira eða minna leyti í öllum löndum sem róttæka og varanlega andstæðu gegn hinu kommúniska stjóm- málakerfi. Honum sagðist svo: “Stéttabarátta og spellvirkja- samsæri, ásamt kænum spæjara- vef og morðsamsærum, ,verða landlægar plágur með oss eins lengi og Sovét ríkin, sem ná yfir einn sjötta af yfirborði jarðar eru umkringd af auð- valdsríkjum sem ná yfir hina fimm sjöttu hluta af yfirborði hnattarsins. Þessi þjóðríki bíða aðeins eftir tækifærinu til að ráðast á oss og sigra oss.” Persónulega verður að kynnast alræðismanni Rússa til að .trúa því, hversu ótrúlega hreinskil- inn og einlægur hann getur ver- ið. Sem kunnugt er, ásakaði hann og deildi harðlega á marga flokksleiðtoga sína fyrir veik- leika er þeir hefðu sýnt með því að láta blekkjast og falla í snöru bæði sinna eigin þjóðbræðra og erlendra áhrifa. “Það veldur mér hrygðar,” sagði hann, sem fram hefir komið fyrir skömmu, að á meðal vor hafði risið upp allstór hópur háværra skrumara. Margir þessara manna höfðu hinn ágætasta mann að geyma, en sigur vor og framfarir steig þeim til höfuðs, svo að þeir ugðu eigi að sér og voru orðnir fyr en varði verkfæri í höndum eyðing- araflanna til að grafa undan skipulagi voru. Þrátt fyrir hæfi- leika sína og mannkosti, voru þeir orðnir samkvæmt lögum landsins dómsekir um landráð NOKKRAR VÍSUR NÝI LEIÐTOGINN Nú á að þvo vorn þjóðarskrokk Þörfin er brýn fyrir ríka og snauða. Hann Móses annar er nú með flokk, Sem ekki á að drukna í hafinu rauða. TVISVAR VERÐUR GAMALL MAÐUR BARN Ungur vera annað sinn Er allra karla gaman Þó að fjör og fríðleikinn Falli varla saman. æft ís-hockey nokkrum sinnum að undanförnu og síðast í gær. Ef ísinn á pollinum helst eitt- hvað áfram verður efnt til inn- anfélagskepni í þessari íþrótt, en þeir, sem stunda hana, þykir það hin bezta skemtun. —Vísir, 31. jan. LIFSTRAUMAR i ----- Þó alt oss virðist vera í kyrð Hjá verund himin geims, Þá utan úr rúmsins ægi-firð Berst æðasláttur heims. Þér sem notið— TIMBUR KAUPIÐ AF THE Empire Sash & Door CO., LTD. BtrgfBlr: Henry Ave. Emt Sími 95 551—95 562 Skrtfstofa: Henry og Argyle VERÐ - GÆÐI - ÁNÆGJA FJÆR OG NÆR Bréf ALLRA VEÐRA VON Veður ljótt og kólgu kalt, Kveður þrótt úr tónum. Von og ótti vega salt, í vetrarnótt og sujónum. S. E. Björnsson og svæsin byltingasamsæri. Eina úrræðið var að hefjast handa og gera hina róttækustu rannsókn og grafa fyrir allar rætur and- syltingarinnar bæði hér helma og erlendis. Útlendar þjóðir hafa orðið mjög forvitnar og undrandi, að oss skuli hafa hepnast þetta. Sjálfar snúast þær í hring í svipaandi samkepnisiðu. Og all- ar færast þær í áttina til stór- stríðs sem einu leiðina út úr vegleysunum. Fyrir því verð eg að skora á alla borgara sovét- ríkjanna að fórna öllu, jafnve! heilsunni eins og peningunum fyrir hið mikilvægasta hlutverk vort, að gera varnir vorar örugg- ar. Ef oss hepnast það, þá verð- ur ekkert stríð. Ef að hinu leytinu þjóð vor bregst skyldu sinni, þá mun hið yfirvofandi stórstríð skella á oss. Komi slíkt fyrir, getur farið svo, að hið nýfundna frelsi vort, sem vér höfum ieitað lengi að og lagt mikið í sölurnar fyrir, verði oss glatað að eilífu.” ------Endir------- Leikrit Eg vil biðja alla þá, sem lán- að hafa leikrit hjá mér, að skila þeim, sem allra fyrst. Árni Sigurðsson 878 Sherburn St., Winnipeg Sími 38 513 ÍSLANDS-FRÉTTIR Heimssýningin og boranirnar á Reykjum Reykjavíkurbær |hefir ékveð- ið að hafa til sýnis í sýningar- skála íslands í New York tákn- mynd af borunum eftir heita vatninu á Reykjum. Myndin sýnir hvernig borun- um er hagað og umhverfið þar í grend, og ætti hún að gefa út- lendingum allgóða hugmynd um. það, sem hér er að gerast í þessu efni, því að ekki er laust við að þeir hafi heldur íáránlegar hug- myndir um það, ekki allfáir. Teikninguna mun Halldór Pétursson gera. Hann útskrif- aðist úr Kunsthaandværkskolen í Kaupmannahöfn á s.l. vori með ágætiseinkunn.—Vísir, 4. feb. * * * Akureyrarpollur lagður Akureyrarpollur er allur lagð- ur landa á milli og skifti skauta- fólk á ísnum hundruðum í gær. Er svellið slétt og gott og ó- venjusterkt með austurlandinu, þótt þar séu vakir á stöku stað, og því hentara að fara varlega. Annars kemur það mjög sjaldan fyrir að álinn meðfram austur- landinu leggi, með því að þar rennur Eyjafjarðará og er straumþunginn mjög mikill. Skautafélag Akureyrar starf- ar af miklu kappi og hefir m. a. “Eg bið þig guð . . .” Flutt á samkomu Jóns Trausta lestrarfélagsins í Blaine, Wash., 17. febrúar s. 1. Forðast maður heimsins véla veg, Ef viðnám gefst í lífsins trylta straum Því ærsla-gleðin, hún er hættuleg En hjartað unir bezt í ljúfum draum. % Svo mælti hinn aldni þulur þrátt við mig. Eg þögull sveinninn hlýddi mál hans á; f gæfuleit á grýttum æfi-stig Geng um hrjóstrin einverunni hjá. Eg heyri lífsins hljóða andardrátt í húmsins svölu, mildu aftanró Það töfraveldi heillar hugan brátt, Er heilög kyrðin blessar land og sjó. Hér hljóðnar stuna og heimsins fárátt tal Er hinstu geislar kveðja berjalaut Og húmið byrgir hélugráan val Haustsins marglitt, fölnað blóma skraut. Hvað heyri eg þar frá háum birki meið? Eitt hljóð svo sárt, er gegnum myrkrið berst; Eitt bænarkvak um björg í dauðans neyð Það brjóst mitt klýfur gegnum hjartað skerst. Þar barnið grætur vilt á varga slóð Einn voða soltinn úlfur gegnir því. Eg sjálfur kemst í vargsins vígamóð Hið veika til að styðja og bjarga því. Á burtu með þig sjálfelsk svika værð, Er sefjar hugann mitt í dagsins önn; Hver aldalýgi á ótal bókum lærð, Er altaf gleymir dýrsins blóðgu tönn. ó blíði guð, eg bið þig ei um náð, Að bjarga mér frá heitri vítisglóð, En meðan aðrir eru úlfabráð Mér aðeins gefðu styrk og hetju móð. H. E. Johnson Og gleðisólar bjarminn blítt Oss berst frá andans heim, Því lífsins ylur andar þýtt Frá orkulindum þeim. f andans rjóðri ræktast blóm, Er ranna létta farg, Og lífrænt afl að lífsins dóm, Oss leiðir af sandi á bjarg. Sá létti, þýði lífsins blær Er laufgar andans svið, Er segulafl er lífið ljær, Svo lífs til finnum við. Um sinnið streymir sólskinstíð í samhljóm al-líf við; Og jörðin öll hún angar fríð Af orku, von og frið. M. Ingimarsson HITT OG ÞETTA Sambandssitjórninni þykir eitthvað athugavert við að á- byrgjast bændum verð á hveiti, en hikaði ekkert við að ábyrgj- ast Brenbyssusmiðunum miljón dollara gróða af starfi þeirra. Stephans G. Stephanssonar, fyrsta bindi, er nú komið vest- ur. Er bókin til sölu hjá Mag- núsi Peterssyni bóksala, 313 Horace St., Norwood, Man., og hjá dr. R. Péturssyni á skrif- stofu Heimskringlu. Verðið er $1.75. Ágætari og verðmætari bók er ekki hægt að hugsa sér, en þessa. Skrifið sem fyrst eft- ir henni. * * * íslendingar! Þér sem eruð bókamenn og bókavinir! Munið eftir því, að þér aukið þægindi yðar, og prýðið alt í kring um yður, með því, að láta binda og gylla bækur yðar. Þá þurfið þér ekki annað, en að renna augunum yfir kjöl- inn á bókunum, til þess að finna bókina, sem þér þurfið á að halda. Sendið því bækur yðar, sem fyrst, í band eða viðgerð, til Davíðs Björnssonar að “Heimskringlu”. — Stafirnir þryktir í gull eða silfur á kjöl- inn, eftir því sem óskað er. — Miklu efni úr að velja í mörgum litum. Verkið vel af hendi leyst. “Hvernig gengur það með liðagigtina?” “Hún veldur mér sársauka, sjúkrasamlaginu útgjöldum, en lækninum mikillar ánægju.” * * * Enskur bakarameistari, Mr. Goddard, bakar brauð, sem held- ur sér sem nýtt á mörg ár. Eftir i baksturinn smyr hann brauðin með einhverskonar efni, sem1 enginn hefir komist á snoðir um 1 hvað er, — því það er leyndar- málið hans. — Brauð, sem hann bakaði fyrir 15 árum, eru enn í dag sem ný. Þekt brauðgerð í London hefir | boðið að kaupa þessa uppgötv- un hans fyrir 4000 krónur, en hann fæst ekki til að selja. American Chemical Society hefir einnig fengist við tilraunir til að geyma brauð sem nýtt, en án verulegs árangurs. Helsta ráðið var að frysta þau, en á tíunda degi kom af þeim óbragð, — auk þess sem þau höfðu þann ókost, að það þurfti að þíða þau. * * * Kvikmyndataka í eðlilegum litum fer stöðugt í vöxt. f Hol- lywood og London verða alls 39 kvikmyndir í eðlilegum litum teknar á þessu ári. * * * Jón litli segir við pabba sinn: Heyrðu, pabbi, ef þú ekur bíln- um þínum út af veginum svo hann eyðilegst viltu þá gefa mér flautuna ? Jóns Sigurðssonar félagið I.O. D.E., hefir beðið “Heimskr.” að minna fólk á, sem ekki hefir enn eignast bókina “Minningarrit íslenzkra hermanna”, sem félag- ið gaf út fyrir mörgum árum síðan, að enn gefist því kostur á að eignast bókina, því fáein ein- tök eru enn eftir óseld hjá for- seta félagsins, Mrs. J. B. Skapta- son, 378 Maryland St., Winni- peg. Bókin kostaði upphaflega $10.00 í góðu bandi, en er nú færð niður í þriðjung þess verðs, auk burðargjalds. Pant- anir ætti að gera sem fyrst, því ólíklega endist upplagið lengi úr þessu. * * * Barnasöngflokkur íslendinga í Winnipeg Barnasöngflokkar tveir er R. H. Ragnar hefir æft efna til hljómleika í Fyrstu lút. kirkj- unni á Victor St., föstud. 17. marz n. k. Börnin syngja ein- göngu íslenzk lög er R. H. Ragn- ar hefir sérstaklega raddsett fyrir börnin. Strengjahljóm- sveit Pálma Pálmasonar og Gunnar Erlendsson pianisti leika með flokkunum. Aðgöngu- miðar kosta 35c fyrir fullorðna og 25 cent fyrir börn og eru til sölu hjá meðlimum barnaflokk- anna, meðlimum Karlakórs ís- lendinga í Winnipeg, Thorlak- son & Baldwin “Watch Shop” og Steindór Jakobsson “West End Food Market”. Verið Velkomin A Laugardags spilakvöldin í Sambandskirkjusalnum Næsta spilaskemtunin verður laugardagskvöldið 11. marz. Byrjar á slaginu kl. 8! v Takið eftir: Spilaðar verða 20 hendur. Verðlaun veitt á hverju kvöldi fyrir hæztu vinninga. Að Bridge-spilinu loknu, verða frambornar kaffi- veitingar. Þar á eftir fara fram ýmiskonar skemtanir. Munið eftir hvað vel þér hafið skemt yður undan- farna vetur á þessum spilakvöldum. Undir umsjon yngri deild kvenna í Sambandssöfnuði. The Saturday Night Club

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.