Heimskringla - 05.07.1939, Blaðsíða 7

Heimskringla - 05.07.1939, Blaðsíða 7
WINNIPEG, 5. JÚLÍ 1939 HEIMSKRINGLA 7. SÍÐA KLETTAFJÖLL OG KYRRAHAF Frh. frá 5. bls. kennari og þykir mikilhæf stúlka, hefir hún víða ferðast og þar á meðal til Kína; sýndu þau hjón okkur ýmsa fáséða muni og merkilega, sem hún hafði komið með þaðan. Þau hjón eiga fleiri mannvænleg börn. Heimili þeirra er hið prýðilegasta. Einn daginn sóttu okkur gaml- ir vinir^og óku með okkur fyrst heim til sín dg síðar út um bygð- ina; það voru þau Jón S. John- son og Sigríður kona hans; en þau áttu heima í Wynyard þegar við vorum þar fyrir 25 árum. Hafa þau hjón keypt sér ágætt heimili, í Blaine; þar þarf ekki að fara lengra en aftur fyrir húsið til þess að tína epli og aðra ávexti af trjánum. Kvaðst Jón reyna að nota ávexti af öllum trjánum, en hann sagðist hafa leitað að skilningstrénu en hvergi fundið það. Jón stundar vöruflutninga í stórum stíl. og vinnur Hermann sonur hans með honum að þeim störfum. Áður en þau hjón skiluðu okkur heim til Daníelsons fóru þau með okk- ur til manns sem Halldór heitir Johnson frá Sleitustöðum í Húnavatnssýslu. Kona hans heitir Kristín og er systir frú Ingibjargar konu séra Sigurðar Ólafssonar í Árborg, en þær eru dætur Jóns sál. Péturssonar frá Sóleyjarlandi í Nýja-íslandi. — Mrs. Johnson er seinni kona Halldórs, mesta myndar og gæða kona; Halldór er dugnaðar- og merkisbóndi; hefir hann hvað eftir annað hlotið verðlaun fyrir það að skara fram úr öllum öðrum í blómarækt. Þau hjón eiga tvö börn, pilt og stúlku; var pilturinn fjarverandi að heim- sækja skyldfólk sitt hér eystra, en stúlkan var heima, er hún sérlega vel gefin. Fyrri kona Halldórs var Ingibjörg Péturs- dóttir Hansen frá Skagaströnd. Er dótitr þeirra hin fræga söng- kona Mrs. A. .Marshall Stevens (venjulega kölluð Ninna Stev- ens), sú er til þess var valin að syngja fyrir konungsefni Norð- manna og konu hans á sam- kvæmi sem þeim var haldið í Tacoma 30. maí s. 1. Hefir séra Eylands skrifað fagurlega urc það í Lögberg nýlega. Eg saknaði þess að dáinn var gamall vinur minn, sem hafð’ lengi skrifast á við mig, en eg hafði ekki séð. Það var Kristján Casper; eg hafði hlakkað til að sjá hann ef eg einhverntíma kæmi vestur á Ströndina: “En hann dauði á öðrum stað endapunktinn setur” |segir Þorsteinn Erlingsson, og það sannaðist hér. Einn maður er í Blaine, sem mig hefir lengi fýst að sjá; hefi eg lesið margt eftir hann og finst sem eg hafi þekt hann lengi, þótt eg hafi aldrei séð hann fyr en nú. Það er öldung- INNKOLLUNARMENN HEIMSKRINGLU I CANADA: Amaranth.............................J. B. Halldórsson Antler, Sask........................K. J. Abrahamson Árnes...............................Sumarliði J. Kárdal Árborg...............................G. O. Einarsson Baldur...............................Sigtr. Sigvaldason Beckville..............................Björn Þórðarson Belmont.......'...........................G. J. Oleson Bredenbury..............................H. 0. Loptsson Brown...............................Thorst. J. Gíslason Churchbridge.........................H. A. Hinriksson Cypress River............................Páll Anderson Dafoe...................................S. S. Anderson Ebor Station, Man....................K. J. Abrahamson Elfros.............................J. H. Goodmundson E)riksdale.............................ólafur Hallsson Fishing Lake, Sask......................Rósm. Árnason Foam Lake..............................H. G. Sigurðsson Gimli....................................K. Kjernested Geysir................................Tím. Böðvarsson Glenboro..................................G. J. Oleson Hayland..............................Slg. B. Helgason Hecla...............................Jóhann K. Johnson Hnausa.................................Gestur S. Vídal Húsavík................................John Kernested Innisfail..........................Ófeigur Sigurðsson Kandahar...............................S. S. Anderson Keewatin...............................Sigm. Björnsson Langruth..................................B. Eyjólfsson Leslie...............................Th. Guðmundsson Lundar........................Sig. Jónsson, D. J. Líndal Markerville........................ Ófeigur Sigurðsson Mozart..................................S. S. Anderson Oak Point.............................Mrs. L. S. Taylor Otto.............................................Björn Hördal Piney...................................S. S. Anderson Red Deer............................ófeigur Sigurðsson Reykjavík..........:......................Árni Pálsson Riverton.............................Björn Hjörleifsson Selkirk.......................... Magnús Hjörleifsson Sinclair, Man......................K. J. Abrahamson Steep Rock........................................Fred Snædal Stony Hill........................................Björn Hördal Tantallon..............................Guðm. ólafsson Thornhill............................Thorst. J. Gíslason Víðir...................................Aug. Einarsson Vancouver............................Mrs. Anna Harvey Winnipegosis.....................Finnbogi Hjálmarsson Winnipeg Beach.........................John Kernested Wynyard................................S. S. Anderson í BANDARÍKJUNUM: Akra...................................Jón K. Einarsson Bantry..................................E. J. Breiðfjörð Bellingham, Wash..................Mrs. John W. Johnson Blaine, Wash...................Séra Halldór E. Johnson Cavalier..............................Jón K. Einarsson Crystal...............................Th. Thorfinnsson Edinburg..............................Th. Thorfinnsson Garðar................................Th. Thorfinnsson Grafton...............................Mrs. E. Eastman Hállson...............................Jón K. Einarsson Hensel.................................J. K. Einarsson Ivanhoe.............................Miss C. V. Dalmann Los Angeles, Calif....Thorg. Ásmu-ndsson, 4415 Esmeralda St. Milton.....................................S. Goodman Minneota........................... Miss C. V. Dalmann Mountain..................i...........Th. Thorfinnsson National City, Calif.....John S. Laxdal, 736 E 24th St. Point Roberts..........................Ingvar Goodman Seattle, Wash.........J. J. Middal, 6723—21st Ave. N. W. Svold.................................Jón K. Einarason Upham..................................E. J. Breiöfjörö The Viking Press Limiíed Winnipeg; Manitoba urinn Magnús Jónsson frá Fjalli í Skagafirði; hann þekkja allir íslendingar; hann átti fyrst heima í Nýja-íslandi, síðar skamt frá Glenboro og nú um langt skeið (yfir 30 ár) vestur á Kyrrahafsströnd. Eg kom heim til Magnúsar og ræddum við lengi um hitt og ann- 1 að; hann er nú steinblindur, en fylgist þó ótrúlega vel með því 1 sem gerist í heiminum. Magnús ^ er prýðilega ritfær maður, hefir 1 skrifað mikið og lýsa rit hans ’djúpri hugsun og sjálfstæðu |viti; er hann nú orðinn fjör- | gamall; hann átti heima hjá syni sínum og tengdadóttur. Nú | fyrir skömmu las eg þá sorgar- i frétt í íslenzku blöðunum að sonur hans væri dáinn. Það er ánægjulegt að tala við jafn bjartsýna menn og Magnús frá Fjalli þegar þeir hafa lifað jafn- langa æfi og hann — eg segi bjartsýna menn; já, Magnús Jónsson frá Fjalli er bjartsýnn maður þótt blindur sé. Eina konu heimsótti eg í Blaine tvisvar sinnum. Hún heitir María Benson; er hún átt- ræð eða fullkomlega það, en frá á fæti og kvik í hreyfingum, glöð í bragði og broshýr eins og ung blómarós. Maður Maríu hét Benedikt Guðmundsson Benson, greindur vel og gleðimaður mik- ill. Hann var vel hagorður og lét eftir sig talsvert af ljóðum; hefir Lögberg birt nokkur sýnis- horn af þeim. Talsvert er í þessum ljóðum af hálfum vísum eftir hann, sem María hefir botnað; sýna þær það að hún hefir verið hagmælt ekki síður en hann. í eitt skifti þegar við ókum út á landsbygðina, komum við að heimili Áskels Brandsons, bróður Dr. Brandsons. Við vor- um nágrannar þegar eg átti heima að Leslie en hann að Ei- fros. Ekki höfðum við tíma til þess að standa þar við. Brand- son á mjög myndarlegt heimili jrétt við sjóinn og býr þar góðu búi. ,Á þessari ferð mættum við j einnig Jóni Péturssyni og Sól- rúnu konu hans, er um eitt skeið áttu heima að Elfros; með þeim var Mrs. S. D. B. Stephansson systir Sólrúrrar. Við ókum þang- jað sem Pétur bróðir Jóns dvelur | að sumrinu; er það á sjávar- bakka, nokkurs konar skáli inni i í þéttum og stórvöxnum skógi. ; Pétur var ekki heima. Stígi lá frá bakkanum niður í fjöruna, og er það svo hátt að hundrað rimar eru í stiganum; eg gekk niður og upp aftur og taldi rim- arnar. . Framh. FÁAR LÍNUR HITT OG ÞETTA Það er sagt að Skoti hafi fundið upp þann vinsæla leik, að setja saman myndir, sem kliptar hafa verið í sundur. Sagt er að Skotinn hafi fundið leikinn j upp á þann hátt, að peningaseð- j ill lenti óvart í hakkavél og vit- anlega hætti hann ekki fyr en hann var búinn að koma seðlin- um saman aftur. * * * Stjörnufræðingar hafa reikn- að út að óvenjufjörugt verði í himingeimnum eftir 4. ágúst í sumar. Um nóttina, aðfaranótt 5. ágúst, fer þalastjarnan “1939 — D” fram hjá jörðinni mjög nálægt og má búast við að þá “rigni” fjölda mörgum loftstein- um. Halastjarna hefir aldrei fyr komið svo nálægt jörðunni, sem talið er að þessi muni gera. * * * Englending einum hefir tekist I að búa til silkisokka, sem hafa þann eiginleika að skordýr geta eícki stungið í gegnum þá. Sér- staklega þykja þessir sokkar því hentugir þar sem mikið er um mýbit. Uppfinningamaðurinn, sem fann upp þessa sokka, sendi Bretadrotningu nokkur pör áður j en hún fór til Canada, en þar | var búist við að drotningin hefði not fyrir þá. Tilefni þessara lína, sem hér verða birtar nú, eru að eg fékk bréf frá ráðsmanni Heims- kringlu. Þar er hann tilkynnir mér borgunardag blaðsins, skrif- að 7. júní og beðinn þar að greiða fekuld mína, sem nú séu 3 dalir og það sem fyrst og kvartað sáran yfir ástandi blaðsins. Ekki tekur þessi frétt mig mjög sárt, með blaðið; meinið er því að kenna sjálfu. 'Það hefir sjálft alið upp þessa náunga sem trass- ast hafa við að borga blöðin svo árum skiftir, en þau hafa verið send samt alla tíð. Það hefði þótt bjánalegt af einföldum kúahirðir eða bónda ræfli, en að blöðunum standa há- lærðir menn og geistlegrar stéttar. Skollinn vorkenni þeim í minn stað. Én eg vorkenni landanum að vera sokkinn svona djúpt ofan í vansæmdina að þurfa að láta elta sig sem strokuklár fyrir svona lítið. Eg komst í það meinsemda á- stand eitt sinn að skulda blöð- unum 10 dali og átti þá nógu hart að losna hét þá upp á æru og trú að reyna að standa í skilum er eg losnaði við skuldafjöturinn. Eg vona að blöðin lifi og þeim verði greitt sín löglegu gjöld og læt mína 3 dali fylgja línum þessum og þakka fyrir viðskift- in sem nú eru orðin löng. Eg keypti Heimskringlu fyrst alda- mótaárið í október og byrj- aði þá félagsskapur okkar, sem lifað hefir síðan. Þó stefnu- munur hafi verið mikill á milli mín og blaðsins á sumum svið- um og fyrir að eg keypti blaðið og las, get eg dæmt það og lofað og að endingu óska eg að bæði íslenzku blöðin lifi til að við- halda tungumálinu og vinna að því að íslenzkt drenglyndi hald- ist í landinu. í dag 24. er Jónsmessan á fslandi og í dag eru vertíðarlok og skiprúmi sagt upp og hver fer heim til sinna heimila og í dag geta líka kannske orðið ver- tíðarlok að eg rói ekki fleiri vor- vertíðir með Heimskringlu félag- inu og að endingu bið eg þig vel að lifa, ritstjóri góður og bið að síðustu að þú takir draum sem mig dreymdi í blaðið. Eg hefi átt þátt í að dreyma um dagana og gaman þykir mér að heyra drauma sem dálítið er í spunnið, en það er ekki með þennan sem eg bið að þú takir í blaðið. Hann er sem annað rugl sem gæðir lítilsynnanum þann fróðleik sem með blöðunum berst dag hvern. Nóttina fyrir 7. júní 1936 dreymir mig að eg sé kominn vestur að Hafi og sé í eyju út frá Vancouver-borg. Er þar á gangi með öðrum fleiri mönnum sem eg þó ekki þekti nema einn og var það Eyjólfur Sigurðsson og stundar rakara iðn í áður greindri borg. Var eg honum vel kunnugur fyr á árum er báð- ir lifðu í Þingvalla nýlendu. Eyjan sem eg var að klifa upp var æði brött þar er við gengum hana upp og sendinn. Var eg spölkorn á eftir hinum upp á eyjuna. Fór eg að taka eftir að peningar voru í sporum þeirra til og frá. Tíndi eg þá upp og lét í vasa mína. Alt voru það 25 centa peningar, silfurfagrir og voru vasar mínir farnir að þyngjast er upp á eyjuna kom. Eg forðaðist að láta samferða- menn mína vita af peningafund- inum, hélt hálft í hverju að þeir hefðu týnt þeim úr vösum sínum og ætlaði að láta þá sakna þeirra. Þegar upp á eyjuna kom sást út á hafið sjálft, spegilfagurt og stilt til suðvesturs. Sá eg einhverja þúst eða flota fljót- andi á sjónum sem sýndist vera að færast nær og nær okkur. Eg gat ekki haft af þessu augun af því hvað það var ein- kennilegt. Eg stóð dálítið fjær - NAFNSPJÖIiD - Dr. M. B. Halldorson 401 Boyd Bldg. Skriístoíuslmi: 23 874 Stundar sérctaklega lungnasjúk- dóma. & aS finnl A skrifatofu kl. 10—12 í. h. og 2—6 e. h. Heimlli: 46 Alloway Ave. Taltimi: 33 lfi Thorvaldson & Eggertson Lögf ræðingar 705 Confederation Life Bldg. Talsimi 97 024 Omct Pbons Rib. Phosi 87 293 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 100 MHDICAL ART8 BUIUDINa Omei Houms: 12 - 1 4 P.M. - 6 P.M. Aim BT APPOINTMENT M. HJALTASON, M.D. ALUSNNAR LÆKNINOAR Sírffrein: Taugatjúkdómar Lætur útl meSöl I ylðlögum VlBtalsifmar kl. 2—4 a. a. 7—8 að kveldinu Siml 80 867 666 Vlctor St. Dr. S. J. Johannesjon 272 Home St. Talslml 30 877 ViOtalsUml kl. 3—6 e. h. A. S. BARDAL selur likklstur og annaat um ðtfar- lr. Allur útbúnaður sá besU. — Ennfremor aelur bann allskonar mimiisvarða og legstelna. 843 SHERBROOKK ST. Phone: If 607 WINNIPtO J. J. Swanson & Co. Ltd. RKALTORS Rental. Inturanee and Finaneial Agtnts Sími: 26 821 308 AVENUE BLDG.—Winnipeg THL WATCH SHOP Thorlakson Baldwin Diamonds and Wedding Rings Agents for Bulova Watches Marriage Licenses Issued 699 Sargent Ave. Gunnar Erlendsson PianoUennarl Kenslustofa, 796 Banning St. Sími 89 407 Rovatzos Floral Shop *06 Notre Dame Ave. Phone 94 954 Freah Cut Flowers Daily Plants ln Season We specialtze in Weddlng Se Concert Bouquets Sc. Funeral Deslgns lcelandic spokec MARGARET DALMAN TMACHER OF PIANO 114 BANNINO ST. Phone: 26 420 Jacob F. Bjamason —TRANSFER— Bagffage and Furniture Moving 691 SHERBURN ST. Phone 35 909 Annast allskonar flutninga fram eg aftur um bæinn. DR. A. V. JOHNSON DENTIST 606 Somerset Bldg. Office 88124 Res. 36 888 410 Medical Arts Bldg. Dr. K. J. AUSTMANN Stundar eingöngu Augna, eyrna, nefs og kverka sjúkdóma 10 til 12 f.h.—3 til 5 e.h. Skrifstofusími 80 887 Heimasími 48 551 1 en hinir félagar sem með mér voru á meðan þetta færðist nær landi, en þegar stutt var orðið til lands stansar það skyndilega fyrir neðan þar við stóðum og biðum eftir því, en okkur til stórundrunar komu nokkrir menn gangandi til lands og stefnu til félaga minna og var eg algerlega hissa á öllu þessu ferðalagi er eg sá hvað þetta var. Tólf hestar stóðu fyrir þessu æki sem var æði fyrir- ferðamikið að sjá. Eg fór að grenslast eftir hvaða farangur þetta væri sem menn þessir hefðu meðferðis, en mér til stór- undrunar var það heilt land, sem þeir voru með, en þegar þeir voru rétt komnir kalla eg til þeirra og bað þá að vera ekki svona vitlausa að ganga frá hestunum mannlausum en þeir heyrðu það ekki og héldu upp á hæðina til hinna. Auðvitað bölv- aði eg þeim í hljóði að virða mig ekki meira en þetta, en á meðan að þeir eru að talast við geng eg ofan að sjónum til að virða þetta alt fyrir mér betur. Sá eg þá að önnur eyja var dálítið sunn- ar og mjótt sund á milli. Var þá sem sagt væri við mig að um þetta sund ætti að fara með landið. Var eg að mæla það með auganu, hvort það yrði ekki of mjótt fyrir svona stórt lót. Þó landið væri mjótt, var þao samt að minsta kosti 3 mílur á lengd, svo að eg varla sá fyrir enda á því. Var mér þá litið þangað sem hestagengurinn gtóð fyrir þess- um einkennilega flutningi sem mér sýndist vera of fyrirferða- mikill til að geta komist í gegn- um svona mjótt sund, en áður en eg eiginlega vissi voru hross- in komin á harða sprett með alt saman og stefndu beint á sundið. l’æplega vissi eg hvað eg skyldi nú gera en færði mig aft- ur á bak upp til hæðarinnar, en var sem fastur við jörðina er. gengurinn kom ramfældur beint þar sem eg stóð, en þetta skifti engum togum að alt rakst á. Landið var of breitt, af því kom árestkurinn. Öll harnesin slitnuðu sem fúinn þráður og öll hrossin horfin út í veður og vind, en grjótkastið og eldglæringar gengu beggja megin við mig, en þá gat eg loksins hreyfst til að flýja, sem var árangurslítið fyrir mig. Eg flúði norður með sjón- um, sem var ógurlega ljótur og grængolandi, en eyjan þver- hnýpt á aðra hlið og I þessu ástandi vaknaði eg, sár fegin að þetta var bara draumur. En þeir geta verið þreytandi stund- um. Eg þú tekur þetta í blaðið þá bið eg að heilsa vinum mínum, sem kunna að lesa draum minn, en enda með því að óska að bæði blöðin lifi með heiðri langa tíð enn, þjóð og löndum til sóma. Eg vona að þú hóir ekki á smala- ið, þó handriðið séÞc,æ)tigóv greyið þó handritið sé ekki upp á það bezta. Vinsamlegast, Víglundur Vigfússon frá Úthlið.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.