Heimskringla - 05.07.1939, Blaðsíða 1

Heimskringla - 05.07.1939, Blaðsíða 1
Phone 96 361 OyV* ^ Countrv Club *' , BEER "famous for flavor" itigla. Country Club Beer Phone 96 361 LIII. ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 5. JÚLf 1939 NÚMER 40. HELZTU FRÉTTIR Hr. Thor alþni. Thors og frú stödd í Winnipeg Hr. Thor alþm. Thors og frú komu til Winnipeg s. 1. f imtudag. Var þeim mætt á járnbrautar- stöðinni af stjórnarnefnd Þjóð- ræknisfélagsins og þaðan haldið heim til Ásm. P. Jóhannssonar, fasteignasala. -— Hafa gestirnir frá íslandi dvalið þar og munu dvelja þá daga sem hér verður staðið við. Bauð Mr. Jóhanns- son löndum að heimsækja gest- ina samdægurs og var það boð með fögnuði þegið af fjölda manna. Að f inna íslendinga ný- komna að heiman að máli, er í hugum Vestur-íslendinga að nokkru það sama og að vera kominn heim til íslands. Á föstudaginn 30. júní flutti hr. Thors fyrirlestur í Selkirk, Man. Var fyrirlesturinn hið bezta sóttur og öllum sem á hlýddu til mikillar ánægju. Á laugardaginn heimsóttu Thors-hjónin kirkjuþing hins Sameinaða Kirkjufélags íslend- inga í Norður-Ameríku, sem haldið var í Sambandskirkjunni í Winnipeg og ávarpaði hr. Thors þingið. Skýrði hann þar frá þeirri nýung, að íslendingar á ættjörðinni hefðu ákveðið að helga einn dag ársins minningu Vestur-fslendinga og væri sá dagur nú í fyrsta sinni haldinn hátíðlegur 2. júlí á Þingvöllum. Séra Guðm. Árnason, forseti kirkjuþingsins, bauð fslands- gestina velkomna á þingið. Á sunnudagskvöldið heim- sóttu hr. Thors og frú hans aft- ur kirkjuþingið. f veizlu sem þinggestum var haldin að skiln- aði gat hr. Thors þess, að hann hefði heimsótt dr. Rögnvald Pét- ursson, er sakir sjúkleika gat ekki setið kirkjuþingið og hefði afhent honum frá fslands-stjórn veglegasta heiðursmerkið sem stjórnin fær veitt, stórriddara kross með stjörnu, sem þakk- lætisvott fyrir starf hans í þágu íslenzkra menningarmála og tungu í Vesturheimi. •Mánudagskvöldið 3. júlí, flutti hr. Thor Thors fyrirlestur í Fyrstu lút. kirkju í Winnipeg. Var fyrirlesturinn ágætlega sótt- ur og áheyrendum til mikils fróð- leiks og skemtunar. Svifu fyrir hugskotssjónum þeirra fsland hið forna og nýja í ljósum mynd- um og erum vér þess fullvissir, að margir hafa gleymt því þá stundina, að nærri hálfur hnött- urnn var á milli ísl. og þeirra. Hr. Thors er að líkindum einn af fróðari íslendingum um hag íslands og framtíðarmöguleika. Að hlýða á mál hans um það sem fyrir þjóðinni vakir til að skapa framför og farsæld, var áheyrendum mikið gleðiefni. Og við sjáum draumalandið, ísland íramtíðarinnar, gleggra en áður; við sjáum það lýst upp og hitað með virkjun fossa og hvera. Það er að Vísu draumalandið, en eiga önnur lönd aðra eins framtíðar- drauma ? Við sem á fyrirlestur hr. Thors hlýddum, erum honum þakklát fyrir fróðleikinn um hag lands og þjóðar, fróttirnar skemtilegu og margvíslegu, fyr- ir ítarlegt og. skáldlega samið erindi og vel flutt — og síðast en ekki sízt fyrir myndina af draumalandinu. Vonandi verður fyrirlesturinn birtur. SAMANDREGNAR FRÉ T TIR Síðast liðinn mánudag urðu í vestur fylkjum Canada miklar skemdir á korni af hagli. f Ai- berta-fylki einu er talið að skað- inn nemi einni miljón dala. í Saskatchewan og Manitoba hagl- aði ekki eins víða, en þar sem það var, urðu frá 50—100% skemdir á uppskeru. Nokkru áður gerði haglveður í Nýja-íslandi og olli víða tjóni Hafa nokkrir landar sagt, er vér höfum fundið að máli, að þeir haf i hver um sig tapað upp- skeru af 7 til 25 ekrum af landi. Er sagt, að í Nýja-íslandi hafi aldrei fyr orðið skaðar að ráði af haglhríð. Samningarnir milli Rússa og Breta ganga enn erfiðlega. — Bretar hafa nú lofað að vernda Latvíu, Eistland og Finnland eins og Rússar kröfðust, en Rússar hafa í staðinn heitið Hollandi, Belgíu og Sviss vernd. En nú þykir Rússum sér ekki, gert rétt til, ef Pólland og Tyrk- land heita því ekki vernd á suð- vestur landamærum Rússlands. Eru Bretar orðnir smeykir um að Rússar ætli sér að vera ó- háðir. * * * í dýragarðinum í Quebec var læknir, Joseph Germain, drep- inn í gær; náði ísbjörn er hann var að gæða á hnofcum gegnum grindurnar sem mjög alment er, í hann, læsti hrömmunum djúpt í hann og hélt honum föstum. Komu þá 2 aðrir birnir og rifu manninn sundur, tættu báða handleggina af honum, svo hann lá dauður innan fárra mínútna. * * * Hon. W. D. Herridge, foringi nýja stjórnmálaflokksins, sem stefnu sína nefnir nýju demo- kratahreyfinguna (New Demo- cracy Movement), hefir verið boðið að sækja um kosningu til sambandsþings í Prince Albert kjördæmi í Saskatchewan á þessu hausti, en fyrir það kjör- dæmi er Mackenzie King, for- sætisráðherra Canada, nú þing- maður. Er haldið að Herridge hafi • þegið boð flokksmanna sinna í Prince Albert og sæki því á móti forsætisráðherra. Winnipeg, 1. júlí Formaður Vestmannadags, Reykjavík, ísland Beztu kveðjuóskir þakkir Vestur-fslendinga fyrsta Vest- mannadegi Þingvöllum. Þjóðræknisfélag fslendinga í Vesturheimi ÁRAMÓTAVÍSUR til J. Magnúsar Bjarnasonar ~ Til minnis um 24. maí, 73 afmæli skáldsins Þó eg allrar óski þér Og unni gæfu vinur: Framkvæmd engin er hjá mér, Og almátturinn linur. i Veit eg samt að sólin skín: (Svöl og frjó er rótin) Hún mun senda heim til þín Hlýju um áramótin! Blanda eg kvæða-kveðju-vín: Koss við geisla-hlýju! Er nú hleypur heim til þín Að heilsa ári nýju. Jak. J. Norman —24. maí', 1939. FRIÐRIK KRISTJÁNSSON Fæddur á Akureyri 22 feb. 1867. Dáinn í Winnipeg 2. marz 1939. Símskeyti frá íslandi Reykjavík, 1. júlí Dr. Pétursson, 45 Home Street Winnipeg, Man. Flyt öllum vestra að Gimli og íslenzku blöðunum einlægar þakkir fyrir að styðja frelsi ís- lands með því að gera nafn ís- lendingsins heiðursorð í Vestur- álfu. Formaður utanríkismálanefndar (Athugasemd: Svo var til ætl- ast að Thor Thors alþingismaður héldi fyrirlestur sinn að Gimli s. 1. sunnudag 2. júlí, er fyrsti Vestmannadagur var haldinn á Þingvöllum). Reykjavík, 28. júni Grettir Jóhannson, 910 Palmerston Ave., Winnipeg Vestmannadagur verður Þing- völlum 2. júlí með þátttöku full- trúa frá stjórnarflokkunum og ýmsum stofnunum. Formaður utanríkismálanefndar "Eyfirðinga höfuðból" hefir alið marga ágætis menn. Meðal þeirra var Friðrik Kristjánsson. Jónas Jónsson ritar í bók sinni "Merkir samtíðarmenn" um Magnús, fyrrum fjármáalráð- herra, bróður Friðriks, þar sem hann segir meðal annars: — "Hversvegna tókst Magnúsi Kristjánssyni að vgrunnmúra efnalegt og félagslegt frelsi Akureyrarbúa í samstarfi við tiltölulega fáa samhenta menn?" "Maðurinn var óvenjulega elju- samur og óbilandi festu og kjarkmaður." — Þetta er rétt eins langt og það nær'y En það verður skiljanlegra hversvegna Magnúsi varð svo mikið ágengt í framfaramálum Akureyrar, þegar því er bætt við, að öflugasti styrkur Mag- núsar í öllum málum, var Frið- rik bróðir hans, sem ætíð stóð við hliS hans öll þau ár, sem hans naut við og oft í farar- broddi. f bæjarstjórn stóðu þeir bræður mörg ár. f tóvinnumáli Eyfirðinga var Friðrik forvígis- maður, og um skeið formaður Tóvinnu verksmiðju félagsins, sem var grundvöllur að klæða- verksmiðju Akureyrar. 14 ára byrjaði Friðrik við verzlun hjá Jónassen kaupmanni og 2 árum síðar hjá Eggert Laxdal kaup- manni á Akureyri. Sem dæmi um hæfileika Friðriks á því sviði, er það í manna minnum haft, að Laxdal fól honum þó ungur væri, vandasömustu trún- aðarstörf í verzlunar viðskift- um um þveran og endilangan Eyjafjörð. Hann ávann sér al- staðar traust og virðingu, og því trausti hélt hann einnig, öll þau ár, sem hann rak verzlun upp á eigin reikning í félagi við Magnús bróður sinn. Það eru til margar sagnir um framúr- skarandi hjálpfýsi og drengskap þeirra bræðra, í viðskiftum við þá, sem lítið höfðu af lífsþæg- indum. Marga hefi eg hitt hér vestra, úr Eyjafirði og Akur- eyri sem minnast Friðriks með innilegu þakklæti og velvilja. Gamla sjómenn hefi- eg hitt, með itárin í augunum, segja frá hug- ljúfri viðkynningu við Friðrik f'iá beim árum er þeir voru á skipum þeirra bræðra. Á tíma- bili höfðu þeir bræður, — "eldri bræður", eins og þeir voru oft- ast nefndir, Friðrik og Magnús, mikinn sjávarútveg auk verzlun- arinnar, en aldrei urðu þeirra eigin hagsmunir stórkostlegir, af verzluninni, því efnalaus kvaddi Friðrik Akureyri í síð- asta sinn. Gamlir leikbræður og vinir hans hér vestra, hjálpuðu honum og f jölskyldu hans hing- að árið 1910. Kom þar greini- lega í ljós, órjúfandi vinátta þeirra og trygð til hans, sem öll- um vildi gott gera meðan hann gat. Hann mun oft hafa goldið fyrir góðmensku sína og hjálp- fýsi, þó aldrei, með einu einasta orði mintist luinn þess. Hann hafði aldrei annað en gott um alla að segja, svo að eg hefi aldrei þekt mann, sem var f und- vísari á kosti meðbræðra sinna, á þeim bygði hann traust sitt á mönnunum, traust, sem hann hélt til dauðadags. Það var svo margt í fari Frið- riks, sem vert er að minnast. Hann var í flestu, langt yfir meðalmensku hafinn. Hann var ágætum gáfum gæddur, djúpvit- ur og rökviss, hægur og dulur, laus við að troða sjálfum sér fram, dró sig nærri of mjög í hlé, en var eðlilega kurteis, með afbrigðum. Þar, sem áhugamál bar á góma í samkvæmi og hver keptist við annan, að tala sem hraðast og hæst, var ætíð þögn meðan Friðrik gaf kurteisa skýringu, eða leiddi málefnið aftur á rétta braut, úr villigöt- um og vaðli. Menn báru virð- ingu fyrir athugasemdum hans, því þær voru ætíð vel hugsaðar. Hann var fróður um ma'rgt, hann las afar mikið af góðum bókum, auk alls sem hann komst yfir á íslenzku, las hann mikið úr öðrum málum, þó mest úr ensku. Hann hafði framúrskar- andi gott minni, las hægt og athugult. Eg minnist þess, sem einn nágranni hans sagði eitt sinn við mig: "að höfuðið á hon- um Friðrik væri eins og al- fræðibók." Eg minnist sérstak- lega á tvent, sem sýndi framúr- skarandi hugarþjálfun. Hann var maður sívinnandi. Frístund- irnar urðu því stuttar og siitrótt- ar, sem hann notaði til lesturs, oft ekki nema 2—3 blaðsíður í einu, þegar annir kölluðu hann snögglega frá lestrinum, en aldrei braut' hann blað í bók eða notaði miða, heldur leit hann snöggvast á blaðsíðutalið um leið og hann lokaði bókinni, og það mundi hann þegar hann tók bók- ina aftur, þó langur tími liði á milli. í hugarreikningi var hann sá snjallasti maður, sem eg hefi séð leggja saman tölur. Um tíma vann hann fyrir kornkaupafélag og við bókfærslu, og sá eg hann oft leggja saman f jögra og fimm dálka dæmi, með því að renna fingrinum einusinni niður blað- síðuna og leggja samán alla dálk- ana í einu, eins hratt og góður reikningsmaður mundi leggja saman einn í einu. Hann skrif- aði mjög fallega rithönd, skemti- leg og málfögur sendibréf — og hefir Margrét dóttir hans náð hvorttveggja snildarlega. Hann var jafn kurteis og gestrisinn við alla, höfðingi í lund, hann þótti ráðhollur og hluttekninga- samur, það leituðu því margir til hans, sem erfitt áttu uppdráttar, og hjálpaði hann mörgum með bréfaskriftir og góðráð, því fé hafði hann ekki til að miðla öðr- um. Þar, sem ellin setur mark sitt á hugsunarhátt flestra, sem komast á háann aldur, varð hennar aldrei vart í skoðunum Friðriks á mannfélagsmálum. — Hann var fram á síðustu stundu sívakandi og leitandi að nýjum; umbótastefnum til almennings-. heilla, hann var frjáls og óháður heimsborgari, ásakaði aldrei, en var afar fundvís á orsök atvik- anna og málsbætur misgerða. Fyrir alt þetta er minning Frið- j riks Kristjánssonar þess verð| að geymast meðal merkra manna. ÁVARP FORSETA flutt á þingi Sambands íslenzkra Frjálstrúar Kvenfélaga Foreldrar v Friðriks voru Kristján Magnússon á Akureyri Jónsson frá Skjaldarvík og Kristín Bjarnadóttir af hinni alkunnu Illugastaðaætt. Friðrik var yngstur 5 systkina: Karl, Magnús, Margrét og Stefán, öll dáin. Kona Friðriks var Jakob- ína dóttir Jakobs Möller verzl- unarmanns á Akureyri og konu hans Amalíu Beck. Þau Friðrik og Jakobína eignuðust 4 börn, sem öll lifa: Margrét, gift Þor- steini Gíslasyni, stöðvarstjóra á Seyðisfirði á íslandi; Jakob og Karl, búsettir í Winnipeg og Eðvald, búsettur í Rutan? Sask. Auk þess áttu þau hjón fóstur- dóttur sem þau tóku að sér á unga aldri, Hallfríði Stefáns- dóttir, sem þau unnu sem sínu eiginbarni. Hún giftist síðar Árna Sigurðssyni. Friðrik misti konu sína 1906 og tók þá Hallfríður fósturdótt- ir hans að sér að sjá um heimilið og börnin og hafa þau unnað henni sem móður og systur ætíð síðan. Þau hafa notið hennar ástríkis lengur en móður sinnar, eða þar til hún dó fyrir tveimur árum. Mörg síðustu árin bjó Friðrik hjá fósturdóttir sinni nálægt Wynyard, Sask., eða þangað til hún dó, þá undi hann ekki lengur við búákap, þó hann hefði yndi af landbúnaði, var söknuður hans svo sár, við frá- fall fósturdóttur hans, sem hann unni af öllu hjarta, að hann brá búi og dvaldi síðasta árið sem hann lifði, hjá elsta syni sínum Jakob í Winnipeg. Friðrik hafði næmt auga fyrir fegurð. öll stjórnsemi hans á bújörðinni bar vott um einstaka smekkvísi og reglusemi utan húss, engu síður en yndisleg fegurð og stjórnsemi) fósturdótt_ ir hans innan húss. Það var því ekki að furða þó þar bæri margan góðan gest að garði. Nú hefir hann eflaust full- nægt leyndri þrá, sem eg sá blika í tárvotum augum gamla mannsins, þegar við nokkrir Akureyringar stóðum saman á vatnsbakkanum nálægt Wyn- yard, að enduðum íslendinga- degi, og sungum fyrstu vísuna úr kvæði Matthíasar, og logandi kvöldsólin gulli stráði á "poll- inn": "Heil og blessuð, Akureyri, Eyfirðinga höfuðból! Fáar betri friðarstöðvar Fann eg undir skýjastól: Hýran bauðstu börnum þínum Blíðu-faðm og líknar skjól." Nú er hann farinn með þeim tveimur, sem hann elskaði mest. Árni. Nýlega Voru gefin saman í Madrid 30 þúsund hjón. Meiri hlutinn hafði gift sig á meðan rauðliðar réðu í Madrid, en stjórn Francos viðurkennir ekki borgai-alegar hjónavígslur, sem framkvæmdar voru af yfirvöld- um rauðliða. Um leið og eg set þetta þrett- ánda ársþing hins Sameinaða Frjálstrúar Kvenfélags vil eg leyfa mér að bjóða alla fulltrúa og gesti velkomna hingað í dag. Það sem fyrir liggur aðallega á þessu þingi er að einhverju leyti að yfirfara gerðir félagsins s. 1. ár og þá að ræða um hina kom- andi tíma eftir því sem hægt er á þessum tíma sem við höfum fyrir okkar fundi. Síðan við höfðum okkar ágæta kvennaþing á Lundar í fyrra og sem eg minnist með ánægju og þakklæti til konanna þar fyrir ágætis við- tökur sem við urðum aðnjótandi, hefir að vísu ekki margt gerst innan félagsins annað en það að við höfum haldið uppi sambandi okkar á milli með bréfum og samfundum eftir hentugleikum. í nefndinni voru tveir fundir haldnir á árinu, og þess utan kom sumarheimilis nefndin sam- an nokkrum sinnum í sambandi við það mál. Voru tvær sam- komur haldnar á árinu til arðs fyrir Sumarheimilið, önnur í Winnipeg og hin í Árborg. Stóð kvennasambandið fyrir báðum þessum samkomum og fóru þær að öllu leyti vel fram og eiga þeir sem þátt tóku í því að skemta mjög miklar þakkir skil- ið og þó ekki sé á aðra minst í því sambandi þá langar mig til að minnast á erindi það sem Mrs. E. P. Johnson flutti á sam- komunni í Winnipeg sem allir luku lofsorði á að verðleikum, og þá einjiig lagði séra G. Árna- son á sig ferð í bíl frá Lundar til Árborg, kom með þá P. S. Pálsson og Heimir Þorgrímsson til að skemta á samkomunni, og flutti þá heim til sín aftur eftir að hafa sjálfur tekið þátt í kapp- ræðu á móti þeim síðarnefnda sem þar fór fram. Alt þetta gerði hann án endurgjalds þó að vitanlega kosti svoleiðis ferðalag mikið fé og erfiði. — Einnig vil eg þakka öllum hin- um sem á einhvern hátt aðstoð- uðu á þessari samkomu, og öll- um þeim mörgu sem lagt hafa fram fé á árinu í þarfir sumar- heimilisins. Er nú svo komið eins og skýrslur munu sýna að eignin með sumarheimilinu á er nú skuldlaus þó úr sjóði sé borg- að fyrir það sem gert hefir verið í sumar þar, viðbót við húsið sem er eitt gott herbergi er bygt var aftan við eldhúsið og kostaði um $200. En þó lítið sé nú í sjóði fyrir reksturs kostnaði heimilisins í sumar þá hefir ¦ nefndin ákveðið að halda áfram starfi eins og að undanförnu og byrja í næstu yiku. Einnig vil eg geta þess að ýmsir góðir menn í bygðinni tóku sig til og hreinsuðu talsvert af skóginum í kring um heimilið og gerðu einn- ig nokkrar nauðsynlegar um- bætur á húsinu sjálfu. Var það alt gert endurgjaldslaujts. Þá höfum við verið svo heppin að fá ágæta ráðskonu, Mrs." Karl Frið-' riksson, sem hefir á hendi stjórn sumarheimilisins allan tímann sem starfrækt verður í sumar. Er eg þess fullviss að bæði nefndin og foreldrar barnanna verða í fylsta máta ánægð með hana í þessari stöðu, sem við þó finnum og vitum öll að er bæði vandasöm og ábyrgðin mikil. En um þetta atriði þárf ekki að f jöi- yrða frekar hér vegna þess að sérstök skýrsla yfir starf heim- Frh. á 5. bls. r

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.