Heimskringla - 04.10.1939, Blaðsíða 1

Heimskringla - 04.10.1939, Blaðsíða 1
LIV. ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 4. OKTÓBER 1939 NÚMER 1. HELZTU FRÉTTIR Minningarathöf nin s. 1. sunnudag í Sambandskirkj unni í Sambandskirkunni í Winni- peg fór fram minningarathöfn s. 1. sunnudag (1. október) um séra Ragnar Kvaran, er lézt 24. ágúst s. 1. en hann var, sem kunnugt er, prestur þeirrar kirkju um skeið hér vestra. At- höfninni stjórnaði séra Guð- mundur Árnason, forseti Sam- einaða kirkjufélagsins, en ræður fluttu auk hans í kirkjunni: dr. Rögnvaldur Pétursson, dr. M. B. Halldórson, Sveinn Thorvaldson, M.B.E., og séra Philip M. Pét- ursson. Eru þrjár ræðurnar birtar í þessu blaði, þær er náð- ist til í tíma ,en framhald þeirra, ásamt minningarræðu frá séra Jakob Jónssyni, um séra Ragnar, er flutt var í Wynyard, birtist í næsta blaði. Ennfremur er í þessu tölublaði skrá sú birt, er fylgt var við minningarathöfn- ina og sem var prentuð og út- býtt í kirkjunni. Greinir þetta alt mjög vel frá því er fram fór. í kirkjunni mátti heita, að hvert sæti væri skipað. Rík saknaðartilfinning býr í brjóst- um Vestur-íslendinga út af láti þessa fjölhæfa gáfu- manns og ágæta vinar þeirra. Með starfi sínu á meðal þeirra hér, eignaðist hann þau ítök í hugum fslendinga, er aldrei munu firnast þeim. Og þeir verða ávalt minnugir þess ó- metanlega skerfs, er hann lagði til mennigarmála þeirra. Þeim dylst ekki að með láti séra Ragn- ars, er til moldar hniginn einn af glæsilegustu gáfumönnum ís- lenzkrar þjóðar. Frá útför hans segir í Morg- unblaðinu dagsettu 3. sept. sem nýkomið er vestur á þessa leið: Jarðarför Ragnar E. Kvaran landkynnis fór fram í gær frá Dómkirkjunni, eftir húskveðju á heimilinu Ásvallagötu 7, þar sem sr. Kristinn Daníelsson flutti húskveðju. Svo til hvert sæti var skipað í kirkjunni. Sig- urgeir Sigurðsson biskup flutti i kirkjuræðuna, en sr. Eiríkur Albertsson flutti bæn á eftir. Félagsmenn Leikfélagsins báru kistuna í íkirkju, en skólabræð- ur Ragnars heitins báru kistuna úr kirkju. Inn í kirkjugarðinn báru ýmsir vinir og samstarfs- menn Ragnars heitins og síðasta spölinn að gröfinni mágar hans og venslamenn. King stokkar spilin f Ottawa hefir Mr. King átt í miklu annríki við að skipa nýja ráðherra í ýmsar stjórnardeild- irnar. Munu stríð og nýjir tím- ar ástæðan fyrir því. Þessar eru helztu breytingarnar sem birtar voru nýlega: Hermálaráðherra er nú Hon. Norman Rogers, áður verkamálaráðherra; Hon. Nor- man McLarty er í hans stað verkamálaráðherra, en var áður póstmeistari. Hon. C. G. Pow- ers, áður eftirlauna- og heil- brigðismálaráðherra, verður póstmeistari. En við eftirlauna- og heilbrigðismáladeildinni tek- ur Hon. Ian Mackenzie, áður hermálaráðherra. Þessir nýju ráðherrar voru því allir áður í ráðuneytinu, svo þarna getur ekki heitið að um nýtt sé að ræða. Hafi stjórnin samt sem áður betri spil á hendinni eftir s-tokkun þessa, en áður eins og bæði Winnipeg-dagblöðin virðast sammála og jafnvel fagnandi yfir, er það aðeins sönnun þess, að þessir menn hafi illu heilli verið skipaðir í sínar fyrri stöður. Herskattur Englands Sir John Simon fjármálaráð- herra Breta, lagði frumvarp sitt fyrir þingið s. 1. viku. í fjár- hagsáætluninni er gert ráð fyrir nýjum sköttum svo að nemur £226,600,000 (1,012,455,000). — Þetta er herskattur. Hann er á' tekjur lagður og einstaka vörur, svo sem tóbak, sykur og vín- föng. Tekj uskatturinn verður með þessu einn þriðji að tekjum mið- stéttarmanna í sæmilegum efn- um, en helmingur tekna hinna ríkari, þ. e. hreinum tekjum. Menn eru hræddir um að af þessu leiði svo knappa kaupgetu, að mörgum iðnaðarhúsum verði með því stofnað í voða. En frumvarpið var eigi að síður lít- ið rætt og skjótlega samþykt á þinginu. Nýr sáttmáli milli Stalins og Hitler Með ferð sinni til Moskva s. 1. viku, kom von Ribbentrop, utan- ríkisráðherra Þýzkalands því að minsta kosti til leiðar, að nýr sáttmáli var gerður milli vina- þjóðanna sem þykjast vera, Rússa og Þjóðverja, sem að litlu leyti tekur að vísu “gamla sátt- mála”, eða fyrri samningum þeirra fram, en sem með sér ber svo ljóst samt að ekki verður um deilt að Stalin er öllu ráð- andi nú um .stefnu Austur-Ev- rópu og að Hitler verður að dansa algerlega eftir hans pípu- blæstri. Með ferð sinni til Moskva, ætlaði Ribbentrop sér að fá Stal- in til að taka hispurslaust þátt í stríðinu með Þjóðverjum. Það var aðal-erindið. Á sama tíma átti að ráða til lykta skiftingu Póllands. Var það auðgert, því á móti Stalin var þar í engu mælt. Hann setti kostina, að þeir ætu sinn helminginn hvor af bráðinni. Hitler hafði að vísu meir til matarins unnið, en hann varð nú að láta í minni pokann fyrir Stalin, alveg eins og Mussolini hafði ávalt áður orðið að gera fyrir Hitler. — Þýzkaland fær iðnaðarhluta landsins með 18 miljónum íbúa, en Stalin hitt, hrekkjalimurinn, sem ekki hefir annið til þess unilið, en að heita því að lemja ekki á Hitler og halda Ribben- trop góða veizlu. Um að mynda peðríki á rústum Póllands, hættu þeir við. Að þessu loknu var um aðal- áhugaefnið rætt, þátttöku Rússa í stríðinu með Þjóðverjum. — Stalin stýrði hjá því skeri með öllu og þar er eins og áður var aðeins um köld viðskifti að ræða, en ekkert annað. Rússar selja Þjóðverjum vöru, ef þeir geta staðið í skilum, en annað kemur ekki til mála. En þá snýr Rib- bentrop blaðinu við og vill fá Stalin í lið með sér til þess að semja frið við Breta og Frakka.. Stalin verður við þessu og í nýja sáttmálanum eru atriðin að þessu lútandi þau, að stuðla að þessu eftir megni. Fer Stalin þar svo geist, að hann lætur Breta vita, að Pólland verði ekki, eins langt og Rússland snerti, endurreist, og friður sé því eins girnilegur nú og seinna. Verði ekki af friði eða gangi Bretar og Frakkar ekki að því, að láta Ragnar E. Kvaran (Minningarljóð) Hljóður hugur af hafi svífur lýtur að leiði þínu, leitar sanninda sorga-mála þeirra er óma við eyra. Sátum við saman er sól um aftan gekk að glitofnum beði. Vinarhönd þín vafa-tjöldum lyfti, að ljós eg sæi. Uggur og ótti að mér sóttu er barst mér fregn um þinn bana. Trúði eg vart að vina fundir okkar yrðu ei fleiri. Alvissa þín er nú sá viti bjartast er brautu lýsir. Handan um haf harms og dauða berast guðlegir geislar. P. S. Pálsson stríðið niður falla, beri þeir á- byrgð á því. Rússar hafa enn- fremur verið að semja við Tyrki og hafa þröngvað svo kosti þeirra, að þeir hafa orðið að segja Bretum, að þeir yrðu hlut- lausir í stríði, ef Rússar færu í það á móti lýðræðisríkjunum. Þó er sá varnagli við sleginn annar staðar í samningnum, að eins lengi og Suður-Evrópu- þjóðirnar, þ. e. Júgóslavía, Bul- garía, Ungverjaland, Rúmanía og Tyrkland séu hlutlausar látn- ar (að því er virðist af lýðræð- isþjóðunum), skoði Rússland sig hlutlaust. Þegar þess er nú gætt, að lýðræðisþjóðunum hef- ir aldrei dottið í hug, að skerða réttindi þessara þjóða, virðist engu síður mega skoða þetta á- minningu til Hitlers en þeirra. Og það er í raun og veru það sem í þessu felst. Rússinn er búinn að koma hjá þessum þjóð- um ár sinni svo fyrir borð, að þær líta allar til hans í stað Þjóðverja, í því er til þjóðmála- stefna þeirra kemur, en Hitler þorir ekki að hveyfa sig í áttina til að hremma þær, eins og hann hafði hugsað sér að gera t. d. Rúmaníu, í sömu andránni og Pólland var unnið. Stefna Hitl- ers að vaða austur og suður um Evrópu, er stöðvuð og ekki af peinum öðrum en vinum hans Rússum. Stalin hefir með stjórnkænsku einni komið ár sinni nú svo fyrir borð, að draumur Hitlers um að stækka ríki sitt í austur og suður, er úr sögunni. Ennfremur er þess að minnasf. að Stalin gerir samning við Eist- land um kafbáta og. flugstöðv- ar við strendur þess. Við hverja er Rússinn þar hræddur um á- rás á Rússland? Vissulega ekki Frakka eða Breta. Það að koma vörn sinni fyrir á austurhluta Eystrasalts, getur raunverulega ekki verið vörn fyrir öðrum en Þjóðverjum. Með hverju spori sem Stalin stígur, er auðsætt að það er vald og áhrif Rússlands, sem hann varðar fyrst og fremst og hann berst fyrir að sem mest verði. Um Hiler má fara sem vill fyrir honum þrátt fyrir þrjá samn- ingana, sem hann hefir við hann gert. Það er þrátt fyrir það, sem í samningunum stendur og líta kann út fyrir að vera hag- stætt Þjóðverjum og feli jafn- vel í sér hótun til Breta og Frakka, ekkert sem bindur Rússa til að fara í stríð með Þjóðverjum. Nýi sáttmálinn heldur fram, að verði Frakkar og Bretar ekki fúsir til að semja frið við Hitler og gefa honum eftir ránfeng sinn í Póllandi með góðu nú, verði eitthvað frekar gert. Að Bretar og Frakkar leggi niður vopn nú að boði Stalins, er ekki útlit fyrir. Skilmálarnir verða að vísu athugaðir á brezka þing- inu og þar skýrt frá svörum Breta í byrjun þessarar viku (það hefir ekki verið gert er grein þessi er skrifuð á sunnu- dag). En jafnvel þó Stalin láti nú svo, sem hann hafi trompin á hendinni, er ekki að sjá að Frakkar eða Bretar láti sér neitt sérlega segjast við það, því álit þessara þjóða yfirleitt hefir ver- ið það af blöðum jþeirra að dæma, að um frið sé ekki að ræða fyr en Hitler sé frá völdum farinn. Það er ekkert vafamál, að fari Stalin í stríðið með Hitler, sem lesa á út úr hótuninni til Breta og Frakka, gangi þeir ekki að friði, þá lengir það þetta stríð. Rússinn getur t. d. gert með kafbáta-herferð Bretum erfiðara fyrir en áður. Og hann getur sótt á löndin er í þeirra umboði eru fyrir austan Miðjarðarhaf. Þeir geta einnig látið Þjóðverja hafa land og flugher ef því er að skifta. En það getur kostað jafnvel hið volduga Rússland alt saman meira en það á því græðir og meira að segja stofnað tilveru þess í hættu, því Bretinn pg Frakkinn, með, ef til vill, flest- um þjóðum heims með sér þegar út í það alvarlegasta er komið, verða ekki auðunnir. En svo er það eitt enn, sem engin hætta er á, að Rússum dyljist og það er að það sé lítil trygging fyrir tilveru Rússlands, að efla vald Hitlers. Ef Hitler sér sér ókleift að leggja vest- lægu þjóðirnar að velli, er þá nokkuð líklegra en að hann snúi sér aftur með alvöru að sínu upprunalega áformi, að auka veldi sitt austur á við. Með alt þetta fyrir augum, er það næsta óskiljanlegt, að Stal- in sé sérstaklega ant um, að Þýzkaland hætti sem fyrst stríði við vestlægu þjóðirnar og í fullu fjöri. Því suður eða austur leit- ar hann þá að sex mánuðum liðnum, einmitt á “línurnar,” sem Stalin verður nú að gæta. En hvað sem því líður, vekur nú fátt meiri athygli í Evrópu og eftirvæntingu en það, hvort Stalin sé alvara með að fara að biðjast friðar fyrir hönd Hitlers. Og við hverju má ekki búast, þegar flugvellir og jafnvel stjórnarhallirnar í Moskva, eru skreyttar haka-krossfána Hitl- ers! Á vígstöðvunum í fréttum af vesturvígstöðv- unum getur ekki peinna stórra tíðinda s. 1. viku. Orustur hafa átt sér stað og er svipað af því að segja og áður, að Frakkar hafa þar fyllilega eða dálítið betur gert en haldið sínu. Á mánudag stendur í fréttunum, að Frakkar hafi eftir áhlaup komist í skotgrafir Þjóðverja mjög nálægt Seigfried-virkjun- um. Þeir eru því að vinna eitt- hvað á, þó hægt fari. Alt land sem Frakkar halda nú og hafa af Þjóðverjum tekið er sagt að vera um 150 fermílur að stærð með 65 þorpum; þetta er auðvitað á milli aðal-hervirkj- anna. Tölur voru í gær í íyrsta sinni gefnar yfir mannfall Þjóðverja á vesturvígstöðvunum. Alls er áætlað að særðir og fallnir séu um 3,000; þar af 500 til 600 fallnir. Af flugskipum segjast Frakk- ar hafa mist 8, en Þjóðverjar 28. Hversu nákvæmar tölur þessar eru, skal ekki um sagt. Bretar skýra svo fár, að. 11 flugmenn hafi farist í árásum gerðum nokkra undanfarna daga og 7 særst. Fimm flugmenn, sem ekki hafa komið til baka, ætla þeir að séu fangar í Þýzka- landi. Yfir vikuna hefir ekki verið getið um að nema einu brezku skipi hafi verið sökt. Kraftur- inn virðist því í svip úr kaf- bátahernaði Þjóðverja dreginn. Enda fylgja eða gæta nú herskip hvers skips, er siglir úr höfn. SAMANDREGNAR F R É T T I R Milli Rússa og Tyrkja stend- ur í stappi. Hefir utanríkis- málaráðherra Tyrkja verið um hríð í Moskva, en um málið sem hann var kallaður á fund Stalins til að ræða um, hafa ekki orðið neinar lyktir. Það sem fyrir Stalin vakir þar, er að Balkan ríkin og Tyrkir myndi þjóða- samband, er undir eftirliti Rússa sé. Á það eflaust að vera trygg- ing fyrir yfirgangi Hitlers. En áður en Tyrkir geta þetta, verða þeir að fá leyfi Breta til þess eða segja upp samningi sínum við þá. Sæki Rússinn þetta af kappi, verðnr auðvitað spurt, hvort Stalin sé farið að dreyma drauma zarsins sáluga um að ná í Persíu og Indland. Á leið hans austur verða fyrst Tyrkir. * * * Rússland virðist ákveðið í að taka Latvíu og Lithuaníu “und- ir sína vernd” eins og Eistland. Finnland er ekki laust allra mála heldur. Rússar sækja um eða krefjast af þessum löndum, að þau leyfi sér að koma þarna við nauðsynlegri hernaðarvörn. Það sem þessi lönd eru smeyk við, er að á eftir rauða hernum heimsæki þau fleiri Rússar. En Stalin er sagt, að þarna muni hafa sitt fram. Aðal-ástæða hans er sú, að undir blæju hlut- leysis þessara landa, feli aðrar Evrópu þjóðir heri og herskip sín þarna, en það eru aðallega Þjóðverjar. * * * Blaðið Daily Sketch á Eng- landi hefir þá frétt eftir skeyti frá Danmörkuíað uppvíst hafi orðið um samtök um að myrða Hitler, er hann heimsótti nýlega landamæri Póllands. Himmlers lögreglan komst að þessu og eru svartstakkar (blackshirts) í her Hitlers við þetta taldir riðnir. * * * Þýzki herinn hélt inn í borg- ina Varsjá 2. október. Dagana áður höfðu 200 flugskip gert hvíldarlausa árás á borgina. — Einn daginn dóu um 2400 manns þar; var þá beðið um vopnahlé til að husla þá föllnu og koma í veg fyrir að sótt kæmi upp í borginni. Eftir það gafst borg- in upp. 9|í * * Ciano, utanríkismálaráðherra ítalíu, var nýlega boðaður á fund Hitlers. Erindið mun hafa verið að vita hvað honum sýnd- ist um friðar-uppástungur, er Hitler vildi að ítalía byði Bret- um og Frökkum. Er ætlað að Ci- ano hafi ekki litist á tillögurnar Því er ennfremur haldið fram, að Ciano hafi ekki gefið Hitler neinar vonir um að ítalía yrði annað en hlutlaus í stríðinu. * * * Thomas Hay í Gonor, Man., lézt s. 1. mánudag. Hann var Sambandsþingmaður fyrir Sel- kirk-kjördæmi 1917 til 1921. * * * Tvo eða þrjá síðustu daga 'hafa Þjóðverjar sökt 8 skipum fyrir Svíum. Eru Sviar að gera ráð fyrir að hafa herskip með hverju vöruskipi hér eftir. — Fyrir Dönum söktu þeir skipi í gær og fórust 11 manns á því. Þjóðverjar halda og þremur skipum fyrir Dönum. Hafa Danir kvartað undan þessu, en árangurslaust. Norðurlönd eru hart leikinn í þessu stríði þó hlutlaus séu. * * ' * Bandaríkin viðurkenna ekki ssundurlimum Póllands. Þýzka- landi og Rússlandi hefir verið send tilkynning um þetta af Bandaríkjastjórninni. “Pólland var með ofbeldi tekið og stjórn þess hefir orðið að flýja. Að viðurkenna ofbeldi sem réttlæt- anlega stefnu nokkurrar stjórn- ar, er ekki hægt/i segir Cordel! Hull ríkisritari Bandaríkjanna. ♦ ♦ ♦ Hin einarða og ákveðna stefna Winston Churchill á móti ein- ræðisherrum Evrópu, segir A. C. Cummings, nafnkunnur fregnriti á Englandi að mælist svo vel fyrir, að því sé nú spáð að hann verði orðinn forsætis- ráðherra innan sex mánaða. ♦ ♦ ♦ Á ársfundi blaðamannafélags- ins í Saskatchewan-fylki (Can- adian Weekly Newspaper As- sociation, Saskatchewan branch) er haldinn var 22. sept. í Re- gina, var íslendingurinn J. A. Vopni, ritstjóri blaðsins David- son Leader, í Davidson, Sask., kosinn forseti blaðamannafé- lagsins. Hin háskasamlegustu stórtíð- indi gerast nú svo ört, að maður er vanalega fjórum eða fimm dögum á eftir með áhyggjur sínar út af þeim — segir enskt blað nýlega.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.