Heimskringla - 04.10.1939, Blaðsíða 7

Heimskringla - 04.10.1939, Blaðsíða 7
WINNIPEG, 4. OKTÓBER 1939 HEIMSKRINGLA 7. SÍÐA SIGURÐUR N. JOHNSON Þann 11. f. m. kom sú harma- fregn til mín, að einn af mínum gömlu vinum hefði dáið í járn- brautarslysi þá um morguninn — Sigurður Níels Johnson. Var þessi fregn því sviplegri fyrir mig, er við hefðum verið saman tveim dögum áður og eg nálega fylgt honum, glöðum og bjart- sýnum sem æfinlega, að hinni feigðardæmdu lest, og komum við okkur þá saman um, að mæt- ast þennan áminsta óheilladag. En er eg kom á stefnumótið mætti mér þessi sorgarfregn. — Minnist eg þess í þessu sam- bandi að þetta er í þriðja sinn á fjórum árum, sem eg hefi kvatt vini mína, en áður en sólin hefir gengið undir tvisvar hafa þeir verið liðið lík. Sigurður heit. var fæddur 30. sept. 1879 í Minneota í Minne- sota-ríki, og hefði því orðið sextugur í enda fyrra mánaðar. Foreldrar hans voru Eiríkur Jónsson og Vilborg kona hans (mér er ekki kunnugt hvers dótt- ir hún var). Er Sigurður var á unga aldri fluttu foreldrar hans til Duluth, Minn., og þaðan til Akra, N. Dak., þar sem Eiríkur tók heimilisréttarland og bjó á því um nokkur ár. En í kring- um aldamótin tók hann sig enn upp og flutti til Árborgar í Manitoba, nam þar land og bjó þar til dauðadags. Var Sigurð- ur heit. lítið með foreldrum sín- um eftir þau settust um kyrt í Árborg. Hann staðnæmdist í Winnipeg og tók að vinna hjá C. N. R. járnbrautarfélaginu í októbermánuði 1909 og vann þar alla tíð síðan, eða 29 ár og ellefu mánuði. Fyrir tíu árum kvæntist hann ekkju af enskum ættum, Eliza- beth að nafni, átti hún þrjá syni af fyrra hjónabandi og var sá elsti þá níu ára. Þeim hjón- um varð eigi barna auðið en tóku sem kjördóttir munaðarlaust stúlkubarn og skírðu hana Vil- borgu, eftir móður Sigurðar, og er hún nú á sjöunda ári. Sigurður heit á fimm syst- kyni á lífi og tel eg þau hér eftir aldursröð: Bergljót, ógift; Mar- grét, gift Thor Lífman, oddvita Bifröst-sveitar; John James, Ed- ward Lárus og Þorbjörg, gift Carl Vopni, og eiga þau öll heima í Árborg og þar í grendinni. Foreldrar þeirra systkina eru bæði dáin. Eg veit að þetta er ónákvæmt, en eg hafði ekki völ á meiri upp- lýsingum. Þess litla, sem hér er getið, sagði mér kona, búsett hér í bænum, sem verið hafði ná- granni Johnson’s fólksins í Ár- borg um nokkur ár, og er eg spurði hana, í upphafi samtals okkar, hvort hún þekti þessa fjölskyldu, svaraði hún: “Já, og að öllu góðu,” sem er mér sönn- un þess, að Sigurður heit. var af góðu fólki kominn, þó eg þekki það lítið sem ekkert per- sónulega. Sigurður heit. var prýðilegum gáfum gæddur að mörgu leyti, skemtinn og stundum fyndinn í INNKÖLLUNARMENN HEIMSKRINGLU I CANADA: Amaranth..............................J. B. Halldórsson Antler, Sask........................JC. J. Abrahamson Arnes...............................Sumarliði J. Kárdal Árborg................................G. O. Einarsson Baldur..........................................Sigtr. Sigvaldason Beckville..............................Björn Þórðarson Belmont...................................G. J. Oleson Bredenbury..............................H. O. Loptsson Brown..............................Thorst. J. Gíslason Churchbridge------------------------JH. A. Hinriksson Cypress River...........................Páll Anderson Dafoe...................................S. S. Anderson Ebor Station, Man....................K. J. Abrahamson Elfros...............................J. H. Goodmundson Eriksdale..............................ólafur Hallsson Fishing Lake, Sask......................Rósm. Ámason Foam Lake------------------------------ H. G. Sigurðsson Gimli................................ K. Kjernested Geysir...........................................Tím. Böðvarsson Glenboro.........................G. J. Oleson Hayland................................Slg. B. Helgason Hecla...............................Jóhann K. Johnson Hnausa.................................Gestur S. Vídal Húsavík...........................,....John Kernested Innisfail.....................................Ófeigur Sigurðsson Kandahar...............................S. S. Anderson Keewatin,..............................Sigm. Björnsson Langruth..................................B. EyjóHsson Leslie............................................Th. Guðmundsson Lundar........................Sig. Jónsson, D. J. Líndal Markerville....................... ófeigur Sigurðsson Mozart.................................S. S. Anderson Oak Point____________________________Mrs. L. S. Taylor Otto....................................-Björn Hördal Piney...................................S. S. Anderson Red Deer.......................................ófeigur Sigurðsson Reykjavík.........................................Árnl Pálsson Riverton..........................................Bjöm Hjörleifsson Selkirk___________________________ Magnús Hjörleifsson Sinclair, Man.......................K. J. Abrahamson Steep Rock.......................................Fred Snædal Stony Hill.......................................Björa Hördal Tantallon...............................Guðm. Ólafseon Thorahill...........................Thorst. J. Gísiason Víöir..................................-Aug. Einarsson Vancouver.............................Mrs. Anna Harvey Winnipegosis..................................Finnbogi Hjálmarsson Winnipeg Beach.........................John Kernested Wynyard................................S. S. Anderson í BANDARIKJUNUM: Akra..................................Jón K. Einarsson Bantry............................... E. J. Breiðfjörð Bellingham, Wash.................Mrs. John W. Johnson Blaine, Wash...................Séra Halldór E. Johnuon Cavalier............................ Jón K. Einarsso® Crystal_____________________________ Th. Thorfinnsson Edinburg____________________________ Th. Thorfinnsson Garðar______________________________ Th. Thorfinnsson Grafton....................'..........Mrs. E. Eastman Hallson...............................Jón K. Einarsson Hensel.............................. J. K. Einarsson Ivanhoe............................Miss C. V. Dalmann Loa Angeles, Calif....Thorg. Ásmundsson, 4415 Etemeralda St. Milton.....................................S. Goodman Minneota...........................Miss C. V. Dalmann Mountain..............................Th. Thorfinnsson National City, Calif.....John S. Laxdal, 736 E 24th St Point Roberts.........................Ingvar Goodman Seattle, Wash.........J. J. Middal, 6723—21st Ave. N. W. Svold.................................Jón K. Eiaarsson Upham..................................E. J. Breiðfjör® The Viking Press Limiteð Winnipeg. Manitoba viðræðum, mjög frjáls í skoðun- um, bæði andlegum og verald- legum, tók æfinlega, er eg til vissi, svari hins fátæka og smáa, var eindreginn jafnaðarmaður í orðsins fylstu merkingu, enda þaullesinn og fróður í stefnum þeirra og kenningum, hann var vinsæll og vinmargur og vildi engum mein gera en öllum gott, það bezt eg veit. Samt var hann hreinskilinn og sagði hverjum eins og honum bjó í brjósti, og vil eg leyfa mér að segja um hann eins og sagt var um Bene- dikt Gröndal: “Og það sem refum eign er í var ekki til í brjósti því.” En nú er hann horfinn sjónum mínum. Eg þakka fyrir allan hlýleikan og vinarþelið, og geymi samveru endurminning- arnar í munarsjóði mínum. Og í nafni allra þeirra er eg þekki og hann þekktu, vildi eg segja um hann að skilnaði, sömu orðin sem skáldið, er hann dáði svo mjög, sagði um vin sinn látinn: ‘Og ekki brást þeim barmur þinn, sem blessa vin og föður sinn.” Sveinn Oddsson KLETTAFJÖLL OG KYRRAHAF Eftir Sig. Júl. Jóhannesson --------------- Framh. Við höfðum skemt okkur vel í Seattle. Fegurð landsins, tignar- svipur svjávarins, veðurblíðan og ekki sízt viðtökur fólksins hafði alt tekið saman höndum til þess að láta okkur líða sem bezt. Svo bætti Mrs. Thomson því ofan á alt annað að síma til systur sinnar og biðja hana að sjá svo um að einhver tæki á móti okkur þegar við kæmum til Victoria; systir hennar, Mrs. Peden á þar heima. Við kvöddum Mrs. Thomson og alt heimilisfólkið; þar á með- al hana litlu Önnu og gula kött- inn og lögðum af stað til Van- couver og svo þaðan heimleiðis. Skipið stóð við eina klukkustund í Victoria. Þegar við komum þangað mætti okkur systursonur Mrs. Thomson, Mr. Peden; hann er hjólreiðakappi Canada. Á meðan skipið stóð við ók hann með okkur um og umhverfis alla borgina, sýndi okkur alla merk- ustu staði utanborgar og innan og skýrði sögu þeirra og tilveru með hinni mestu alúð og ná- kvæmni. Victoria er á Vancouver eyj- unni; hún er höfuðborgin í Bri- tish Columbia og ein meðal allra fegurstu borga sem hægt er að hugsa sér. Hudsons flóa félagið stofnaði hana fyrst árið 1843; var hún þá aðeins lítill verzlun- arstaður; nú eru þar yfir 60,000 manns og hún vex ár frá ári. Þangað flytja auðmenn úr ýmsum áttum þegar þeir verða þreyttir á braski og verzlunar- umstangi. Þangað kemur fjöldi uppgjafa stórfiska frá Skotlandi og Englandi. Geta þeir þar eytt æfikvöldinu í ró og næði og not- ið í friði hinnar frábæru fegurð- ar, því óvíða hefir hönd náttúr- unnar málað fegri bletti. íbú- arnir í Victoría eru því aðallega tvennskonar: það eru iðjulausir auðmenn og þeir, sem fyrir þá vinna. J. H. Johnson hafði lýst fyrir mér borginni áður en eg sá hana og hafði hann sagt mér að þar ættu aðeins heima miljón- erar og þrælar. Býst eg við að eitthvað muni hæft í því, Jón H. hefir opin augu og heila sjón þegar um mannfélagsmálin er að ræða. Borgin Victoría stendur á nokkurskonar höfða, og sást þaðan út yfir sund, sem heitir “Juan de Fuca” sundið. Hinu megin við sundið blasa við Olympisku fjöllin og eru þau þakin jöklum. í borginni eru ósköpin öll af sígrænum trjám; yndislegum blómgörðum og alls konar náttúrufegurð. Þar er fult af merkum söfnum, t. d. safn, sem fylkið á, þar sem geymdar eru margskonar minj- j( ar, sem sýna sögu og lifnaðar- háttu Indíána. Stjórnarbyggingarnar í Vic- toría eru taldar meðal hinna feg- urstu allra slíkra bygginga í Vesturheimi; höfnin blasir við þeim fögur og friðsæl. Flest húsin í borginni eru mál- uð mjallahvít, á það jafnt við um opinberar byggingar og bú- staði einstakra manna. Krystals-garðurinn svonefndi er undur merkilegur staður. Þar er ein stærsta sjósundlaug undir glerhvelfingu, sem til er í víðri veröld; er þar einnig danssalur og skemtigöng. Þótt Victoría sé aðallega að- setursstaður auðmanna, þá er þar einnig mikil verzlun. Eg gat þess áður að Rósa Egil- son (Mrs. Semple) ætti heima í Victoría; ekki gafst okkur samt tækifæri til þess að heim- sækja hana; þar eiga þau einnig heima Þorsteinn Kjartansson frá Sólheimatungu og Ragnhild- ur kona hans Eiríksdóttir frá Svignaskarði; hefði mér þótt gaman að sjá þau en þess var enginn kostur. Þar var líka ís- lenzkur læknir, sem við þektum, en hann var ekki heima; það var dr. Arnold Holm. Mr. Peden hafði augun á úr- inu sínu öðru hvoru og gætti þess að við yrðum komin til skips 1 tæka tíð, en yrðum ekki strandaglópar; hann reiknaði út tímann svo nákvæmlega að við komum á bryggjuna þegar blás- ið var til ferðar. Þá var lagt af stað frá Vic- toría til Vancouver, var það síð- asti áfanginn þangað til ferðin hófst aftur heimleiðis frá Ströndinni. Við komum til Van- couver að kveldi dags og mættu þau okkur þar W. O. Johnson og kona hans ásamt Mrs. Johnson tengdasystur hans. Við töfðum þar nokkra stund þangað til lestin fór af stað; þau fylgdu okkur á járnbrautar- stöðina. Við horfðum yfir þann hluta Strandarinnar, sem við gátum séð og báðum í huganum blessunar öllum þeim, sem þar eiga heimili, með innilegt þakk- læti fyrir alla þá vinsemd og allan þann hlýhug, sem fólkið hafði auðsýnt okkur þar vestra. Svo Kyrrahafsströnd við kvödd- um.— Við komum þar aldrei fyr, og líklegast aldrei aftur. — En — eitthvað í hljóði spyr, hvort gatan til goðheims liggi í gegn um þær fögru dyr. Framh. HVERSVEGNA AFSTÝRÐU RÚSSAR EKKI STYRJÖLDINNI ? - NAFNSPJÖLD - | Dr. M. B. Halldorson 491 Boyd Blig. Skxlístofuslml: 23 <74 Btundax aéntaUegk luncnaajúk- dóma. Kr »5 flnnl & akrlíotofu kl. 10—12 t. h. og 2—< e. h. Heimlll: 4< Alloway Are. Taltiml: 33 ltt Thorvaldson & Eggertson Lögfræðingar 705 Confederation Life Bldg. Talaimi 97 024 Omce Pmn Raa Pson <7 202 72 400 Dr. L. A. Sigurdson 100 MKDIOAL ARTS BUILDINQ Omci Hona: ia - í 4 rji. - < p.m. un rr apponrrmin M. HJALTASON, M.D. ALMKNNAR LMKNINOAK Strgrein: Taugatjúkdómar Lastur ÚU meððl f ritnögum VlStalatlmar kl. 2—4 «. 7—2 at kvaldlnu Biml 20 257 655 Vletor Bt. Dr. S. J. Johannesnon 806 BROADWAY Taleiml SO 877 VlOtalatlml kl. S—5 e. h. A. S. BARDAL aelur llkklatur oc um útfar- ir. Allur útbúnaður aá bestl. — Knnfremur eelur hann allakoiiar mlnnlavarSa oc legsteina. <42 SHKRBROOKK ST. Phont: 1( 507 WINNIPKO J. J. Swanson & Co. Ltd. BKÁLTOHS Rental, Iiuuranet and rinancial AganU Sími: 26 821 308 AVENUE BLDG,—Winnipeg THL WATCH SHOP Thorlakson Baldwin Diamonds and Wedding Ringe Agents for Bulova Watches Marriage Licenaea Isaued 699 Sargent Ave. Gunnar Erlendsson Planokanaari Kensluatofa, 796 Banning St. Sími 89 407 Rovatzos Floral Shop *06 Notre Dame Ave. Phone 94 M4 STeah Cut Flowera Dally Planta ln Seaaon We apeciallze in Wedding A Concert Bouqueta ét Funeral Dealgna Icelandlc epokeo Jacob F. Bjamason —TRANSFER— Baggagt ani Furnituri Uoutng 691 SHERBURN ST. Phone 35 909 Anneat allstrmar flutninga traan eg aftur um baelnn. MARGARET DALMAN TKACHKR Of PIANO 114 BANNINO ST. Pbone: 2< 420 DR. A. V. JOHNSON DENTIST 506 Somerset Bldg. Office 88 124 Rea. 36 888 410 Medical Arts Bldg. Dr. K. J. AUSTMANN Stundar eingöngu Augna, eyrna, nefs og kverka ajúkdóma 10 til 12 f.h.—3 tU 5 e.h. Skrifstofusími 80 887 Heim&sími 48 551 Samkvæmt frásögn enska blaðsins “News Chroniele” hefir Alþjóðasamband kommúnista sent kommúnistaflokkunum í hinum ýmsu löndum nýjar fyr- irskipanir og er aðalefni þeirra á þessa leið: 1. Stjórn Sovét-Rússlands hefir ákveðið, að kominn sé hent- ugur tími til að hverfa frá þeirri stefnu fyrri ára, að kommúnista- flokkarnir gangist fyrir kosn- inigasamvinnu og samfylkingu við ýmsa borgaralega flokka. 2. Þótt bandalag Sovét-Rúss- lands, Englands og Frakklands hefði getað eyðilagt Berlínar- Rómar-öxulinn, var það ekki samrýmanlegt óskum rússnesku stjórnarinnar, þar sem það myndi tvímælalaust hafa styrkt auðvaldsríkin og sennilega veikt kommúnismann. 3. Stjórn Sovét-Rússlands hefir þess vegna ákveðið að vera hlutlaus í styrjöld, en bíða eftir tækifæri til að skerast í leikinn, þegar hin stórveldin í Evrópu eru orðin svo örmagna af styrj- öldinni, að skapast hafa æskileg skilyrði fyrir þjóðfélagsbylt- ingu. 4. Þýzk-rússneski samning- urinn veikir öxulríkin, því að hann sýnir að andkommúnist- iska bandalagið hefir verið á- róðursbrella, en byggist ekki á raunverulegum ásetningi þeirra. 5. Ein helzta orsök þess, að samningur Rússa og Breta mis- hepnaðist, var andstaða Pól- lands, Rúmeníu og Eystrasalts- landanna, sem vildu ekki leyfa Rússum að fara með her yfir lönd þeirra, og vildu ekki þiggja af þeim aðra aðstoð en þá, að þeir lánuðu flugvélar og her- gögn. “News Chronicle”, sem birtir þessa fregn, er það enska stór- blaðið, sem verið hefir vingjarn- legast í garð Rússa og hefir líka haft betri sambönd við valdhaf- ana þar en önnur ensk blöð. Það er líka talið fullvíst, að síðasta atriðið sé rétt. Öll þessi lönd, sem að meira eða minna leyti hafa legið undir Rússlandi áður, óttuðust að Rússar myndu ekki draga her sinn til baka, ef þeim væri leyft að fara með hann inn í landið. Þau mintust hinna frægu orða Pilsudskis frelsishetju Pólverja, “að Rúss- inn væri jafnmikill heimsveldis- sinni, hvort heldur sem hano væri stuðningsmaður keisarans eða kommúnisti”. Hinn þýzk- rússneski sáttmáli hefir líka skapað þann ugg í þessum lönd- um, að fyrir Rússum vaki að láta rússneska heimsveldið a. m. k. fá sömu landamæri og það hafði 1914, en þá tilheyrðu því alt Finnland, Lettland, Estland og Lithauen, meginhluti Pól- lands og nokkur hluti Rúmeníu. Að svo komnu máli verður ekki dæmt um það, hvort þessi “lína” skýrir raunverulega rétt frá fyrirætlunum Rússastjórnar eða hvort henni er ætlað það eitt, að mýkja skap kommúnista- foringjanna utan Rússlands og reyna að fá þá til að sætta sig við samning Hitlers og Stalins. Rússland hefir þegar lýst yfir hlutleysi sínu, en samdráttur þess og Þýzkalands virðist samt altaf vera að aukast. Rússa- stjórn hefir nú um helgina skip- að nýjan sendiherra í Berlín og lét Hitler sækja hann í flugvél til Stokkhólms og ræddi síðan við hann lengi dags. Það eitt er víst, að Rússar eiga meginsök hins nýbyrjaða ó- friðar og að það er í beinu sam- bandi við heimsveldisdrauma (imperialisma) þeirra. Þeir gátu afstýrt ófriðnum með því að heita Póllandi sama stuðningi og Bretar og Frakkar. Hitler hefði þá ekki þorað að byrja styrjöld- ina, sem hann hóf í trausti þess, að Bretar og Frakkar myndu bregðast Pólverjum, þegar þeir væru orðnir vonlausir um stuðn- ing Rússa. Rússastjórn vissi hinsvegar að Bretar og Frakkar myndu ekki bregðast þessum skuldbindingum sínum. Hún vissi því, að hún var að koma af stað blóðugri stórveldastyrjöld, er hún var að undirrita þýzk- rússneska samninginn. Sú vitneskja um ábyrgð rúss- nesku einræðisstjórnarinnar á styrjöldinni mun verða henni örðugur þröskuldur til aukinna valda í Evrópu.—Tíminn, 5. sept.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.