Heimskringla - 04.10.1939, Page 2

Heimskringla - 04.10.1939, Page 2
2. SíÐA HEIMSKRINCLA WINNIPEG, 4. OKTÓBER 1939 Messuformið sem notað var við minningarathöfnina 1. október s. 1. í Sambanddtirkjunni: MINNINGARATHÖFN Séra Ragnar E. Kvaran 24. marz, 1894—24. ágúst, 1939 Prestur Sambandssafnaðar í Winnipeg Forseti Hins Sameinaða Kirkjufélags Islendinga í Vesturheimi 1922—1933 í kirkju Sambandssafnaðar Winnipeg Sunnudaginn, 1. október, 1939 Forspil.................................Organisti, Gunnar Erlendsson Inngangsorð lesin...........................Séra Guömundur Árnason Eg lyfti mínum augum til fjallanna, hvaðan min hjálp mun koma. Mín hjálp kemur frá Drottni, sem gjörði himinn og jörð. Hann mun ekki láita þinn fót rasa; hann, þinn vemdara, sifjar ekki. Drottinn er sá sem verndar þig; Drottinn er þín hlíf, hann er þér til hægri handar. Drottinn mun varðveita þig frá öllu illu, hann mun geyma sál þína. Drottinn mun varðveita þinn inngang og útgang frá því nú er og til eilífrar tíðar. (121. sálmur) Drottinn er minn hirðir; mig mim ekkert bresta. 1 grænu haglendi lætur hann mig hvílast: að hægt rennandi vatni ledðir hann mig. Hann hressir mína sál; hann leiðir mig á róttan veg fyrir síns nafns sakir. Þó eg ætti að ganga um dauðans skuggadal, skyldi eg samt enga ógæfu hræðast, því þú ert með mér: þín hrísla og stafur hugga mig. Sannarlega fylgja mér þín góðgirai, og miskún alla daga mins lífs, og æfinlega mun eg búa í Drottins húsi. (23. sálmur) Sálmur ................................................ Söfnuðurinn Þín náðin, drottinn, nóg mér er,, Þvi nýja veröld gafstu mér; 1 þinni birtu’ hún brosir öll, 1 bláma sé eg lífsins fjöll. Eg veit, að þú ert þar og hér; Hjá þjóðum himins, fast hjá mér, Eg veit þitt ómar ástarmál Og inat í minni veiku sál. Ef gleðibros er gefið mér Sú gjöf er, drottinn, öll frá þér; Og verði’ af sorgum vot min kinn, Eg veit, að þú ert faðir minn. Þín náðin, drottinn, nóg mér er, Því nýja veröld gafstu mér. Þótt jarðnesk gæfa glatist öll, Eg glaður horfi’ á lífsins fjöll. .............................................Séra Guðmundur Árnason (Forseti Wins Sameinaða Kirkjufélags Xslendinga í Vesturheimi) Sálmur ................................................. Söfnuðurinn Langt er flug til f jarra stranda Fýkur löður, sitormur hvin: Eins og fugl, sem leitar landa, Leita eg, ó guð, til þín. Eins og sævarbylgjan breiða Býður faðminn þreyttri lind, Þannig, faðir, lát mig leiða Löngun háa’ að þinni mynd. Líkt og móðir blindu bami Beinir veg af kærleiksgnótt, Leið þú mig á lifsins hjarai, Leið þú mig um harmsins nótt. Leið þú mig í myrkri nauða; Mig þú leið, er sólin skín. Leið þú mig í lífi’ og dauða; Leið mig, guð, æ nær tU þin. Ritningarorð lesin.............................Dr. Rögnvaldur Pétursson Eg heyrði þá rödd af himni, svo sem nið margra vatnsfalla eða sem mikinn þrumugný; en röddin, sem eg heyrði, var eins og rödd hörpuslagara, sem slá hörpur sínar. Þá heyrði eg rödd af himni, sem sagði: skrifa þú, sælir eru þeir framliðnu, sem nú eru i Drottni dánir. Já, segir andinn, þeir geta hvílt sig eftir sitt erfiði, því þeirra verk fylgja þeim. Eg sá nýjan hrmin og nýja jörð, því sá fyrri himin og sú fyrri jörð var horfin, og sjórinn var ekki framar til. Eg heyrði mikla rödd af himni segjandi: Þetta er tjaldbúð Guðs meðal mannanna; hjá þeim mun hann bústað hafa og þeir skulu vera hans fólk, og Guð sjálfur mun vera hjá þeim, og vera þeirra Guð. Hann mun þerra hvert tár af þeirra augum, og dauðinn mun ekki framar til vera; hvorki harmur, né vein, né mæða mun framar til vera, því það fyrra er farið.. Og hann sýndi mér móðu lífsvatnsins, skinandi sem krystall, og rann hún frá hásæti Guðs. Og beggja vegna móðunnar var lifsins tré, og blöð trésins eru til lækningar þjóðunum. Ræða..........................................Dr. Rögnvaldur Pétursson Einsöngur—“Kvöldbæn”.................................Miss Lóa Davidson Nokkur Minningarorð; Dr. M. B. Halldórson (fyrverandi forseti Sambandssafnaðar, Winnipeg) Mr. Sveinn Thorvaldson, M.B.E. (forseti Sambandssafnaðar í Riverton) Sálmur .................................................... Söfnuðurinn Drottinn vakir, drottinn vakir Daga og nætur yfir þér. Blíðlynd eins og bezta móðir Ber hann þig I faðmi sér. Allir þótt þér aðrir bregðist, Aldrei hann á burtu fer. Drottinn elakar, drottinn vakir Daga og nætur yfir þér. Löng þá sjúkdómsleiðin verður, Lífið hvergi vægir þér, Þrautir magnast, þrjóta kraftar, Þungt og sárt hvert sporið er; Honum treystu, hjálpm kemur, Hann af raunum sigur ber. Drottinn læknar, drottinn vakir Daga og nætur yfír þér. ------- - - - Þegar æfiröðull rennur, Rökkvar fyrir sjónum þér, Hræðstu eigi, Hel er fontjald, Hinumegin birtan er. Höndin, sem þig hingað leiddi, Himins til þig aftur ber. Drottinn elskar, drottinn vakir Daga og nætur yfir þér. Ræða................................................Séra Philip M. Pétursson (Prestur Sambandssafnaðar 1 Winnipeg) Sálmur............................................“Sjá þann hinn mikla flokk” (Söngflokkurinn, Pétur Magnús einsöngvari) Sálmur............................................................Söfnuðurinn Lýs, milda ljós, í gegnum þennan geim; Eg spurði fyr: Hvað hjálpar heilög trú Mig glepur sýn; Og hennar ljós? Því nú er nótt, og harla langt er heim. Mér sýndist bjart, en birtan þvarr, og nú ö hjálpin min, Er burt mitt hrós. Styð þú minn fót; þótt feitin nái skamt, Eg elti skugga, fann þó sjaldan frið, Eg feginn verð, ef áfram miðar samt. Unz fáráð öndin sættist guð sinn við. Þú ljós, sem ávalt lýsa vildír mér, Þú logar enn, I gegnum bárur, brim og voðasker. Nú birtir senn. Og eg finn aftur andans fögru dyr Og engla þá, sem bam eg þekti fyr. ANNAÐ LÍF1ÞESSU LÍFI Pistar frá Steingrími Matthíassyni Blessunarorð Eftirspil Nexö sumarið 1939 Eg vil verða við vinsamlegum tilmælum ritstjóra Heimskringlu og senda blaðinu framvegis nokkrar greinar, — eins og sendibréf til vina minna. Eg geri þetta að gamni mínu, og til að fræða þá um hitt og þetta,' sem á daga mína hefir drifið, | síðan eg kvaddi feðrafrón! Því eg veit, að mörgum þykir ó- maksvert að fylgjast með mínu skrítna flakki bæði á landi og sjó og — í hugheimi. • Eg dæmdi mig í útlegð og fór. til þess lágu mörg rök, og eg hafði þaulhugsað málið. Mér fanst eg orðinn óþarfur. Verka- hringur minn orðinn þröngur vegna samkepni og vegna fram- faranna í Reykjavík. Mér fanst ýmsir yngri geta unnið mín störf álíka vel og eg sjálfur. Lifi þeir ungu! Eg var að verða uppgjafa em- bættismaður í augum fólksins. Og uppgjafaembættismenn eru til afsláttar(?) En sjálfum fanst mér eg vera ungur enn, og eg vildi ekki láta slá mig af. Ekki er það þó bók- staflega meint, en sannleikurinn er sá, að “þegar við hættum að hreyfa okkur förum við að deyja”. Svo var fleira vitlaust að verða, eins og t. d. alltof miklar framfarir í landinu (og allar upp á krít), en Akureyri orðin aftur úr (nema Spena- gatá). Gamlir vinir horfnir og nýir komnir í staðinn, en ekki á við þá eldri. Mér datt oft í hug vísa Eyvindar: “Einn dróttinn hef ek áttan, jöfurr dýrr enn þik fyrri” o. s. frv.-----og — “bið ek mér ei hins þriðja”. Eg var einmana, eins og fangi í mínu eigin húsi, og bundinn við það eins og snigill við sinn kuðung. Eg gat hvorki leigt það né selt, og það var að verða hrörlegra en eg sjálfur. “Út vil ek”, sagði Snorri forð- um. “Utan vil eg fara”, sagði eg og fór, — til að finna “annað líf í þessu lífi”, og reyna að lifna við duglega og bæta úr fyrrapartinum. • Að eg á efri árum skyldi taka upp á því að nema land hjá ann ari þjóð, handan við hafið, kom til af því, að eg átti nokkurs konar vængi (án 'þess að eg ætli að jafna mér saman við engl- ana). Eg var vanur utanferð um og umgengni við útlendinga, ekki sízt Dani. En flestir eru svo staðbundnir í því landi, sem þeir byggja, að því er líkast að þeir séu í tjóðri, hver í sínu koti og sinni sveit, að þeir varla mega hugsa til að losast, og syngja svo ættjarðarsöngva til að sætta sig við tjóðrið. En alla dreymir um að fljúga og fara víða um heim og geim, ef ekki í þessu lífi, þá a. m. k. í öðru lífi. Okkur var í æsku kent að engl- arnir hefðu stóra og sterka vængi og gætu flogið hratt milli himins og jarðar (en himininn var þá aðeins spölkorn ofan við skýin). Seinna kendi vinur minn, Oddur mér, Vatnsdæla- hofverji, að við andlátið gætum við líkamnað okkur og fengið léttan og fjaðurstæltan, nýjan líkama. Gætum við síðan með viljans krafti þotið eins og hug- ur manns milli stjörnukerfanna. Ef vel tekst framvindan fyrir mannkyninu, heldur hann, að þetta kunni jafnvel að takast í þessu jarðlífi síðar meir. Eg gæti trúað, að englarnir hafi nú tekið upp aðferð Odds og lagt frá sér vængina, þótt þeir væru góðir í gamla daga. Við skulum nú ekki fara lengra út í þá sálma, en minn- FEDERAL GRAIN LIMITED “Federal” agentar leiðbeina yður| hvernig þér getið fengið sem mest fyrir hveiti yðar með verðinu sem á það er sett af stjórninni. ast þess, sem skeð hefir í voru minni, að okkur hefir orðið fært að fljúga um jörð alla, og góðar horfur á, að í nálægri framtíð verði flugið aðalsamgöngufærið, og þá muni þjóðirnar blandast svo og samtvinnast, að þær verði allar eitt og landamærin og öll gjaldeyris- og tollavitleysa hverfi. En eg vík aftur að mínum eigin vængjum, sem eg svo kalla, þeim er ætíð hafa hvatt mig og knúð til utanfara, og í þetta skifti til nýs landnáms. Þá vængi á eg föður mínum að þakka. Hann kendi mér ungum að tala dönsku og ensku svo vel, að mér varð smám saman jafn- tamt, (eða svo að segja) að um- gangast Dani og Englendinga eins og landa mína. Eg fékk í feðraarf gott eyra og áhuga fyrir útlendum málum. Eg lærði seinna þýzku og frönsku, nægi- lega til að tala og skilja daglega málið. Eg lærði það einnig af föður mínum að virða vel allar þjóðir og í rauninni skoða heim allan sem mitt föðurland. Þegar eg lagði upp í ferðina til vistaskiftanna fanst mér eg fær að gegna læknisstörfum, hvar sem þessi fjögur mál, er eg nefndi, væru töluð. En eg hafði aðeins danskt læknapróf og var því aðeins hlutgengur sem læknir í danska ríkinu, nema eg með dýrum undirbúningi tæki enn eitt próf. Eg öfundaði í bili Kjartan kollega ólafsson, sem um árið tók læknispróf í Englandi í ofainálag við sitt heimafengna. Með hans skír- teinum hefði eg verið vís til að setjast að meðal andfætlinga okkar á Nýja-Sjálandi. Einnig öfundaði eg Kristinn kollega Björnsson, sem hafði svo góða læknismentun franska, að hann hefði vísast getað sezt að í Al- geirsborg eða suður á Madaga- skar. En þetta voru skýjaborg- ir og æfintýralöngun hugans og guð leiddi mig inn í Kanaans- land, þ. e. atvinna var mér viss í Danmörku, og þangað fór eg því rakleiðis. í tvö ár prófaði eg svo að segja þrotlaust, sem staðgengill danskra lækna, hvert læknisum- bæmið á fætur öðru víðsvegar um Danmörku. Til Færeyja og Grænlands stóð mér einnig til boða að fara, en þáði ekki, og nam svo staðar í Nexö. Þar er eg og þar verð eg, því eg uni vel hag mínum. Þetta með annað líf í þessu lífi er frá mínum bæjardyrum séð, ekki neitt dulrænt mál. Eg hefi hreint og beint byrjað annað og nýtt líf síðan eg kom til Dan- merkur og tók að lifa sem danskur íslendingur. Fussum fei! mun þá einhver segja, sem minnist íslendingabrags. En mér er sama, — hvað sem hver segir. Að hugsa sér, að hafa verið íslendingur í húð og hár í 60 ár, og borðað harðfisk og hangiket og talað og ritað móðurmálið vort kæra o. s. frv. — og gerast svo danskur borgari og danskur læknir, og aðallega meðalalæknir í stað þess að hafa verið hand- læknir, og tala svo dönsku dag og nátt, og tyggja upp á dönsku, danskar krásir og drekka dansk- an bjór og brennivín. “Der Mensch ist wass er isst”, segir Þjóðverjinn, og þýðir, “maður- inn er það sem hann etur”. Eg veit ekki hvað er annað líf, ef ekki þetta. Og þetta mitt danska líf hefir reynst mér svo notalega skemtilegt, að þegar eg hugsa vinsamlegast til minna starfsbræðra, heima á Fróni, þeirra, sem orðnir eru sextugir pjakkar eins og eg, þá óska eg þeim, að þeir mættu a. m. k. um tíma, breyta til og verða danskir um stund, sér til uppbyggingar, upplyftingar og uppyngingar. — En jafnframt er eg svo mikill Danavinur og jafnréttismaður, að eg óska, að danskir læknar mættu til fslands fara og gegna embættum og praiksis þar, í staðinn. Ef við eigum að halda áfram ríkjasambandinu, þurf- um við að gera margt til að auka og ávaxta góða andlega sambandið, sem nú er milli þjóð- anna beggja. Því það mun gefa gagnkvæman góðan arð. Og ekkert hefir mér hugkvæmst betra en mannaskifti, (eins og reyndar hefir verið byrjað á) — barnaskifti á sumrin, í góða veðrinu, til fróðleiks og skemt- unar, verkafólkskifti, bænda- sonaskifti, iðnaðarmannaskifti, sjómannaskifti o. s. frv. En Danir verða, a. m. k. í sumum föllum, að gera svo vel — verskú — að læra íslenzku til að vera hlutgengir á Orminum. Eg efast ekki um, að til- breytnin er góð, bæði fyrir ís- lendinga og Dani. Eg hefi talað við marga danska menn og kon- ur, sem verið hafa í vist á íslandi og líta til baka til þess með ein- lægum söknuði hreinnar sælu- vistar. Eg ýki það ekki, að mitt annað líf hér í Danmörku hefir reynst mér hreint afbragð, — það sem af er. Það má hinsvegar vel vera, að eg verði hundleiður á því til lengdar, ef eg verð hund- gamall. Den Tid, den Sorg. En það sem af er, finst mér það hafi verið hreint og aldeilis á borð við það sælulíf, sem forfeður okkar, fyrir þrem hundruð ár- um trúðu, að' í vændum væri í himnaríki, þess sem réttirnir This advertisement is not published or displayed by the Liquor Control Board or by the Government of Manitoba.

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.