Heimskringla


Heimskringla - 04.10.1939, Qupperneq 6

Heimskringla - 04.10.1939, Qupperneq 6
6. SíÐA HEiMSKRINGLA WINNIPEG, 4. OKT6BER 1939 Brögð í tafli “Nei, hvað mér þykir mjög vænt um að sjá yður Mr. Ducaine. Þér eruð sjaldséður gestur. En ykkur er það ekki alvara að sitja hér án þess að kveikja upp í arninum. Teið er alveg til inni í borðstofunni. Komdu með Mr. Ducaine, Blanche.” Eg rétti henni hendina. “Mér þykir það slæmt að eg get ekki beðið lengur Mrs. Moyat. Og verið þér sælar Miss Moyat.” “Þér eruð þó ekki að fara,” sagði hún blíð- lega. “Eg er hræddur um að eg megi til með það. Eg hefði átt að vera kominn til Row- chester fyrir löngu síðan. En við erum svo nánir nágrannar, að varla líður á löngu þangað til við sjáumst aftur.” “Jæja eg hélt að þér þyrftuð ekki að flýta yður svona,” sagði Mrs. Moyat og hörfaði út úr stofunni. “Blanche reyndu að fá Mr. Ducaine til að bíða. Faðir 'þinn kemur heim snemma í kvöld,” sagði frúin að skilnaði. “Eg held að Mr. Ducaine hafi ákveðið að fara,” sagði Miss Moyat. Hún gekk með mér út í forstofuna, en ekki vildi hún taka í hendina á mér_er eg kvaddi. Hún var næstum grát brosleg í útliti. Eg held að ef öðru visi hefði staðið á, þá hefði eg hlegið að henni. Eg hafði aldrei á æfi minni sagt nema fáein orð við hana í kurteisisskyni. En eg var orðinn tauga- veiklaður og tók þetta alvarlega. Eg gekk niður strætið, en hún stóð í opnum dyrunum, eins og til að gefa mér tækifæri til að snúa aftur ef eg vildi. Eg leit við á horninu og veif- aði hendinni í áttina til hennar. Það var eitt- hvað ógnandi í hinu þögula látbragði hennar, er hún stóð þar og horfði á eftir mér, starandi augum undan hnykluðum brúnum og lét eigi svo lítið að svara kveðju minni. XXIII. Kap.—Mostyn Ray gefur skýringu. Eg gekk beint heim að húsinu og læsti skjöl- in inni í hinum miklapeningaskáp. Eg hafði vonað að sleppa, án þess að hitta Ray eða Lady Angelu, en er eg kom út í ganginn komu þau út úr billiard-herberginu. Lady Angela sneri sér að mér og spurði mig áköf: “Hafið 'þér séð Blenavon lávarð í dag?” “Eg hefi eigi séð hann í nokkra daga, Lady Angela,” svaraði eg, en Ray sagði eitthvað við hana, sem eg gat ekki heyrt. Hún kinkaði kolli og fór í burtu frá okkur, en Ray mælti: “Það virðist, sem þetta ástúðlega unga prúðmenni hafi lent í klónum á hafgýgjunni í Braster Grange, svo eg held að bezt væri fyrir okkur að fara og sækja hann.” “Þakka yður fyrir,” svaraði eg “en eg fékk alla þá viðkynningu, sem mig langar í þaðan, í gækveldi.” Lady Angela, sem hafði gengið yfir anddyrið, tók nú fram í fyrir mér: “Þér hafið alveg rétt fyrir yður Mr. Du- caine, en þetta er ekki skemti heimsókn. Eg er viss um, að bróður minn mundi aldrei dvelja þar svona lengi, væri hann sjálfráður. Eitt- hvað hlýtur að hafa komið fyrir hann.” “Við skulum þá fara að sjá hvert svo er,” saggði Ray. “Komið líka Ducaine.” Eg hikaði en Lady Angela leit á mig svo biðjandi að allar mótbárur hjöðnuðu. Eg mundi hafa gengið inn í sjálft víti fyrir annað slíkt augnaráð. Við Ray lögðum nú af stað, og það leið ekki á löngu áður en eg létti á sam- vizkunni og sagði: “Ray ofursti. Þegar við hittumst í morgun, þá gerðuð þér tvær yfir- lýsingar sem báðar voru ósannar.” Ray tók 'upp pípuna sína og tók að troða í hana á sinn hægláta hátt. “Haldið þér áfram,” mælti hann, “hvað sagði eg?” “Þér sögðust hafa komið frá Lundúnum með dagblaðalestinni [ morgun, og þér sögðust hafa særst í bílslysi í gærkveldi.” “Þetta var hvorttveggja lýgi, sagði hann með kuldalegri kátínu. Heimskuleg lýgi og eg hata að ljúga. Þetta bílslys hefir hlotið að vera býsna ótrúlegt.” “Já, heldur það,” svaraði eg. Hann tók út úr sér pípuna og tróð ofan í hana með fingrinum og sagði: “Eg kom hingað ofan eftir á sömu lestinni og þér, og brotið höfuð mitt og handleggur eru yðar handaverk.” “Það var það sem eg hélt, og finst mér að eg verði að fá útskýringu á þessu.” “Það skuluð þér fá fyrst þér krefjist þess. f stuttu máli þá skildumst við fyrir framan klúbbinn minn þegar klukkan var fimm mínút- ur eftir níu.” “Já!” “Eg sá strax að njósnari var á eftir yður, því að eg sá mann, sem hékk á gangstéttinni til að hlera eftir því, sem þér sögðuð við vagn- stjórann yðar, og þér voruð tæpast komnir af stað, þegar hann hóf eftirförina. En eg sá ekki framan í hann fyr en hann hallaði sér áfram í vagninum. Þekti eg þá, að hann var einn af háskalegustu samverkamönnum þess- arar konu, og vissi að eitthvert fólskubragðið var í bitgerð. Til þess að gera þessa sögu stutta, þá fylgdist eg með vður á lestinni oer var bara eitt eða tvö skref á eftir yður, þegar þessi þorpari, sem læst vera ekill Mrs. Smith- Lessing, stökk á yður. Eg var heldur veiði- bráður til bjargráða við yður, og fékk högg á höfuðið af stafnum yðar, þá flýðuð þér og eg lenti í handalögmál við þá. Eg held að þeir hafi borið lægri hlut.” “Og hinn maðurinn var Blenavon lávarð- ur!” hrópaði eg. “Svo er það.” “Hann er þá flæktur inn í þetta samsæri, sem hafið er gegn okkur. Þvílíkur þorpari!” “Vegna systur hans,” sagði Ray ofursti blíðlega, “þá ætla eg að láta hann sleppa ef mér er það mögulegt. Þessvegna sló eg hann lítið eitt harðara, en eg hefði þurft. Hann hlýtur að verða óvígur um svolítinn tíma.” “En því kölluðuð þér ekki til mín. Eg mundi ekki hafa tekið til fótanna, hefði eg vitað að annar maður var að hjálpa mér.” “Það var einmitt sem eg ætlaðist til, að þér létuð fætur forða yður. Þér höfðuð skjalakass- ann og honum þurfti að bjarga,” svaraði Ray. “Fyrst svona er, ætti eg víst að biðja yður afsökunar.” “Nei, eg held eins og sakir standa að við köllum þetta jafnt,” svaraði hann. Er við gengum þarna saman í glitrandi sólskini vorsins, þessi stóri þöguli maður og eg, þá kom yfir mig óstjórnleg löngun, sem sennilega varð sterkari vegna einstæðingsskap- ar míns, að spyrja hann um alt, sem okkar sam- band snerti. Mig langaði til að fá skýra og sanna sögu um atriði kveldsins áður, og eg hafði opnað varirnar til að tala, þegar læknis- kerran kom fram úr trágöngunum við Braster Grange. Ray skygði hönd fyrir augu og horfði á manninn í kerrunni. “Er þetta Bouriggs læknir, maðurinn sem var í knattleiknum með okkur,” spurði hann. “Já, þetta er læknirinn,” svaraði eg. Ray stansaði kerruna og varpaði kveðju á stóran mann, sem í henni sat. Maðurinn hafði ljóst hár og hélt taumunum í báðum höndum eins og hann væri að keyra flutningsvagn til markaðar. Þeir töluðu um daginn og veginn eins og mér virtist. “Er nokkur veikur þarna í Grange hús- inu, læknir?” spurði Ray eftir stundarkom. Læknirinn horfði á hann forvitnislega. “Eg er rétt að koma þaðan,” svaraði hann. “Það eru engin alvarleg veikindi þar.” “Getið þér sagt mér hvort Blenavon lá- varður er þar?" “Læknirinn hikaði við að svara því og mælti: “Mér var gefið í skyn, Ray ofursti að bezt væri fyrir mig, að nefna ekki heimsókn mína í Grange húsið. Þér skiljið auðvitað að staða mín krefst þagnmælsku og varkárni í orðum-----” “Alveg rétt,” tók Ray fram í fyrir honum. “En svo er mál með vexti, að Lady Angela er orðin dauðhrædd um bróður sinn, sem kom ekki heim í fyrri nótt, og hefir sent okkur til að leita að honum. Ef þér væruð færir um að liðsinna okkur í þessu efni, værum við yður mjög þakklátir.’” Læknirinn þagði svolitla stund og mælti svo: “í raun og veru þá hefir hertoginn og fjölskylda hans öll verið mér fjarskalega góð. Og vegna þess að svona stendur á, þá mundi eg ekki bera á móti því, ef þér hélduð því fram, að Blenavon lávarður væri í Braster Grange.” Ray brosti. “Þakka yður fyrir læknir,” sagði hann. “Verið þér sælir.” Læknirinn hélt leiðar sinnar og við héldum áfram. “Það var auðvitað mjög dimt,” sagði Ray eins og við sjálfan sig, “en ef það var Blenavon, sem eg kom högginu á, þá hlýtur hausinn á honum að vera brotinn.” En þegar við komum að húsinu þá reynd- ist okkur allar spurningarnar, sem við höfðum lagt fyrir læknirinn óþarfar; því að okkur var strax boðið inn af vel klæddri þjónustu stúlku. Mrs. Smith-Lessing var heima og stúlkan virt- ist ekki efa það, að hún vildi sjá okkur. Er hún gerði að eldinum [ arninum og dró til hinar þykku gluggablæjur spurði Ray hana annari spurningu. “Vitið þér hvort Blenavon lávarður er hérna ?” “Já, herra minn. Hann var fluttur hingað heim í gærkveldi mjög særður, en hann er miklu betri í morgun. Eg skal láta Mrs. Smith— Lessing vita um komu yðar.” Hún flýtti sér út úr herberginu og skrjáf- aði í hinum vel stífaða línkjól hennar, en göngu- lagið var létt og kviklegt eins og góðri þjón- ustustúlku ber að ganga. Við Ray horfðum hvor á annan. “Þegar á alt er litið, þá er þetta heimili ekki eins leyndardómsfult og við héldum,” sagði eg. “Svo virðist það,” svaraði hann. “Konu anginn teflir djarft tafl.” Þá kom Mrs. Smith-Lessing inn. XXIV. Kap.—Blenavon lávarður gefst upp. Hún kom mjög hljóðlega inn, dálítið föl og tekin til augnanna í hinni fölvu birtu vor- kveldsins. Hún rétti mér hendina með ynd- islegu auðmýktarbrosi. “Mér þykir svo vænt um að þér hafið komið til að finna mig,” sagði hún blíðlega. “Þér getið líka hjálpað mér til að sjá ráð fyrir þesum unga hrakfallabálki, sem hingað var fluttur í nótt. Eg----” Hún kom nú auga á Ray og orðin virtust frjósa á vörum hennar. Eg varð að herða hjarta mitt til að bæla niður meðaumkvunina, sem eg fannTil með henni gegn vilja mínum. Hún stóð þar eins og steini runnin og horfði á hann með galopnum augum. Hún var eins og fugl i snöru, sem veit að hann getur eigi um- flúið forlög sín. Hún riðaði til, og — eg gat ekki að því gert — eg flýtti mér til hennar með stól. Er hún hneig ofan á stólinn, þakkaði hún mér fyrir með aumkvunarverðu brosi. “Þakka yður fyrir,” sagði hún blátt áfram. “Eg er ekki vel frísk og eg vissi ekki að þessi maður væri með yður.” Ray tók fram í fyrir henni. Rödd hans var hörkuleg og framkoma hans fanst mér óþarf- lega grimmúðleg. “Eg skil það vel, að yður er heimsókn mín fremur óvelkomin. Eg þarf varla að taka það fram, að eg kom heldur ekki hingað að gamni mínu, eða af gömlum kunningsskap. Þér vitið i' það vel að eg dvel ekki af fúsum vilja eitt augnablik undir sama þaki og þér. Eg er hingað kominn til að segja við yður fáein orð, sem bezt væri fyrir yður að hlusta á.” “Haldið áfram,” sagði hún. “Við skulum þá eigi hafa neinar hégóm- legar vífilengjur,” sagði hann íllúðlega. “Eg þekki yður undir ótal nöfnum, sem þér kjósið yður til að hæfa stað og stund. Þér eruð sendill frönsku lögreglunnar, eitt þessara sníkjudýra, sem lifa á því, að sjúga blóð og merg úr sér heimskari fólki. Þér eruð hér vegna þess, að hérna fara fram leynifundir ensku landvarnarnefndarinnar. Það er tilgang- ur yðar annaðhvort með mútum eða þjófnaði, eða með þessari dásamlegu svikalægni yðar, að ná eftirriti af gerðum nefndarinnar, alt það sem sérstaklega snertir heræfingarnar í haust, sem þótt undarlegt sé, virðast sérstakt áhuga- mál þeirra sem yðar megin búa við sundið. Því miður hafið þér son hertogans í þjónustu yðar, og eruð nú að reyna að ná öðrum og miklú þýðingarmeiri meðhjálpara, þar sem þessi drengur er. Þér segið við sjálfa yður: ‘Sonur- inn hlýtur að líkjast föðurnum.’ Þér eyðilögð- uð og svívirtuð föður hans og haldið sjálfsagt að sonur hans sé eins leiðitamur yður.” “Hættið!” hrópaði hún. Hann horfði á hana forvitnislega. Hún var tekin mjög í andlitinu og dauðablær var á augum hennar. “Það er hræðilegt!” tautaði hún, “að eins vondir og grimmir menn og þér eruð skuluð hafa gáfuna til að tala. Eg mun ekki biðjast neinnar vægðar af yður, en ef eg á að dvelja hér og hlusta á yður þá bið eg yður að halda yður að efninu.” Hann ypti öxlum fyrirlitlega. “Jæja, efnið er þetta,” sagði hann. “Eg hefi varað drenginn við yður, og upp frá þessum degi verður húsið umkringt af völdum leyni- lögreglumönnum. Blenavon getur ekkert hjálp- að yður, því að hann veit ekkert. Klaufalegar tilraunir eins og þessi síðasta, hljóta að mis- takast og hjálpa yður ekkert, en koma yður í vandræði. Þér eyðið tíma yðar hér til einskis. Fylgið ráðum mínum og farið!” Hún stóð á fætur og sýndist bæði lægri og grennri en áður, er hún stóð andspænis hinum stórvaxna ofursta. “Orð yðar eru sennileg,” sagði hún kulda- lega, “og þau kunna að vera sönn. En auk þess þá átti eg annað og nauðsynlegra erindi hingað til Englands og til Braster. Eg kom til að leita eftir manninum mínum — föður þessa drengs. Eg er að leita hans nú.” Eg hélt niðri í mér andanum og horfði á Ray. Það virtist eins og nú væru orðin hausa- víxl á hlutunum. Engin geðshræring birtist í svip hans en hann virtist orðlaus og horfði bara á hana. “Hann fór að heiman í janúar,” bætti hún við, “því að hann ákvað að fá að tala við son sinn. Hann hafði þá heyrt fyrst um gjaldþrot fjárráðamanns hans. Hann fór til Englands til að grátbiðja son sinn fyrirgefningar, og að hjálpa honum svo fjármunalega, að hann þyrfti ekki að 'líða skort. En enginn í þessu landi hefir heyrt hann eða séð. Hann hefir horfið. Eg er hér, og ætla mér að finna hann.” Hún hallaði sér áfrain í áttina til Rays og bætti við í breyttum rómi: “Ef til vill getið þér hjálpað mér til að finna hann.” Ray virtist mállaus á ný, en þegar hann tók til máls var rödd hans eins hörkuleg og áður og næstum ofsafengin. “Haldið þér,” sagði hann, “að eg mundi rétta út litla fingurinn til að hjálpa honum eða yður. Þér vitið vel að eg mundi aldrei gera það. Mín skoðun er sú, að þið séuð bæði tvö fyrir ykkar eigin tilverknað firt öllum mann- legum bjargráðum og óferjandi. Ef hann er týndur, þá er það ágætt. Sé hann dauður, þá er það enn þá betra.” “Vegna þess að eg veit hvemig yður er við hann, þá hefir mig grunað — mig hefir grun- að.” “Hvað ?” “Hvort að þér gætuð eigi leyst úr þessu leyndardómsfulla hvarfi hans?” Þau þögðu fáein augnablik. Hún hörfaði aldrei til baka. Hið ískalda, spyrjandi augnaráð hennar virtist brenna sig inn í staðfestu manns- ins, og hann mælti ofsalega: “Væri hann dauður og væri eg valdur að dauða hans, teldi eg það með beztu verkum sem eg hefði unnið.” Hún horfði á hann með eftirtekt, rétt eins og þegar maður athugar villidýr. “Og þér talið þannig frammi fyrir syni hans?” “Eg tala aldrei rósamál við neinn. Sann- leikurinn er ætíð sagna bestur.” Þá opnuðust dyrnar og Blenavon kom inn. Höfuð hans og handleggur voru reifuð umbúð- um og auk þess var hann haltur. Hann var fölur og óstyrkur og reyndi að varpa kæruleys- iskmðju á Ray, en mistókst það hraparlega. En Ray lét það ekki bíða að komast að efninu, og tók til máls: “Blenavon lávarður, þetta er auðsæilega ó- hæfur staður fyrir son föður yðar. Ég hefi varað yður við því fyr, og nú er sá tími liðin, sem aðvaranir koma að nokkru gagni. Hús- móðirin hérna er franskt spæjara kvikindi, og erindi hennar hér er að lokka eða kaupa yður og aðra, sem hún getur höndlað, til að svíkja föðurlandið. En eg særi yður sem Englending og afkomanda frægrar og göfugrar ættar. Eruð þér fús að koma með okkur og hverfa fyrir fult og alt úr þessum landshluta, eða viljið þér taka afleiðingunum ?” “Eg er að fara héðan nú. Eg hefi sent eftir bílnum heim til mín,” svaraði Blenavon. “Þér farið ekki heim,” svaraði Ray stuttur í spuna, “þér farið héðan til járnbrautarstöðv- anna, þaðan farið þér til Lundúna, og frá Lund- únum til meginlandsins. Ef þér gerið það, skal eg ekki hreyfa þessu máli, en ef þér neit- ið þessu, mun eg finna föður yðar og Chelsford lávarð í kvöld.” Eg vissi strax að hann mundi láta undan en hann gerði það með illu. “Eg sé ekki því eg ætti að fara,” sagði hann ólundarlega. “Annaðhvort förum við báðir, eða eg fer einn. Ætlið þér að ná í lestina, sem fer klukkan sex eða ekki? Ef þér gerið það ekki, verðið þér útlagi frá Englandi alla yðar æfi, nafn yðar verður strikað út úr hverj- um þeim félagsskap, sem þér tilheyrið og þér hafið sett óafmáanlegan blett á fjölskyldu yðar. Þér getið kosið.” “Eg skal fara,” svaraði Blenavon. “Eg ætlaði að fara eftir einn eða tvo daga hvort sem var. Eg veit ekki hvað það er, sem þér sakið mig um, en mér er sama. En eg skal fara.” Ray lét úrið í vasa sinn. Hann leit á Mrs. Smith-Lessing og sagði: “Það væri réttast fyrir yður að koma líka. Þér hafið ekkert tækifæri hér lengur og allir vita hvað þér eruð.” Hún leit á hann föl og svipbrigðalaus og sagði: “Mér hentar ekki að fara nú.” Hefði hún verið karlmaður, þá er viss um að hann hefði slegið hana, eg sá hvernig hann gnísti tönnum saman af reiðinni. “En mér hentar ekki heldur,” sagði hann og rödd hans titraði af reiði, “eð þér dveljið hér lengur. Þér eruð eins og drepsótt í þessum landshluta, eins og þér hafið verið alstaðar alla yðar æfi. Þér sýkið alt sem þér snertið á.” Hún hörfaði frá honum. Hún var þó kona og eg hataði Ray fyrir ruddaskap hans. “Þér eruð slátrari,” sagði hún og horfði á hann með athygli. “Ef þér giftist einhvern- tíma, bið eg guð að hjálpa konunni yðar.” “Þær eru nú misjafnar konurnar, en hvað yður snertir getið þér ekki talist til þeirra yfir höfuð,” svaraði hann. Hún sneri sér frá honum og huldi andlitið í höndum sér. Eg gat varla orða bundist. “Heyrið mér,” sagði Ray. “Sam- þykkið uppástungu mína og farið héðan. Eg get heitið yður því, að yður verður hér ekkert ágengt.” Hún sneri sér að mér. Ef til vill hefir hún lesið einhvern vott samúðar í andliti mínu. “Guy,” sagði hún, “mig langar til að losna við þennan mann, vegna þess að hvert einasta orð, sem hann mælir, særir. Eg get ekki einu sinni horft á hann framar. Hann hefir sigrað í þessari orðasennu, og eg hefi tapað. Eg kann- ast við það. Eg er óvíg, en eg fer ekki í burtu.

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.